Guðrún Árnadóttir (1902-1973) frá Geitaskarði
- HAH04236
- Person
- 27.5.1902 - 11.9.1973
Guðrún Árnadóttir Johnson 27. maí 1902 - 11. september 1973 Húsfreyja í Reykjavík 1945. Húsfreyja, síðast bús. í Reykjavík.
Guðrún Árnadóttir (1902-1973) frá Geitaskarði
Guðrún Árnadóttir Johnson 27. maí 1902 - 11. september 1973 Húsfreyja í Reykjavík 1945. Húsfreyja, síðast bús. í Reykjavík.
Guðrún Árnadóttir (1921-2005) frá Miðgili
Guðrún Árnadóttir fæddist á Miðgili í Langadal í A-Húnavatnssýslu 10. ágúst 1921. Hún lést 7. apríl síðastliðinn. Var í Miðgili, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Höfðabrekku 1, Höfðakaupstað , A-Hún. 1957. Síðast bús. i Reykjavík.
Útför Guðrúnar fór fram í kyrrþey.
Guðrún Árnadóttir (1924-2004) hjúkrunarkona
Guðrún Árnadóttir 14. des. 1924 - 30. okt. 2004, [Guðrún Árdal]. Yfirhjúkrunarkona Blönduósi. Var á Þverá, Munkaþverársókn, Eyj. 1930. Síðast bús. á Akureyri.
Guðrún Arnljótsdóttir (1874-1943) S-Löngumýri
Guðrún Arnljótsdóttir 12. júlí 1874 - 12. september 1943 Húsfreyja á Syðri-Löngumýri, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Syðri-Löngumýri.
Guðrún Ásmundsdóttir (1879-1936) Akureyri
Guðrún Hildur Ásmundsdóttir 17. nóv. 1879 - 17. júní 1936. Var á Óspakseyri, Óspakseyrarsókn, Strand. 1880. Timburmannsfrú á Akureyri, Eyj. 1901. Húsfreyja á Akureyri og í Reykjavík. Húsfreyja á Laufásvegi 2, Reykjavík 1930.
Guðrún Ásmundsdóttir (1886) Hlaðhamri frá Mýrum í Hrútafirði
Jónína Guðrún Ásmundsdóttir 3.9.1886. Vinnukona í Hlaðhamri, Prestbakkasókn, Strand. 1901. Vinnukona á Hlaðhamri, Prestbakkasókn, Strand. 1930.
Guðrún Ásta Ingimundardóttir (1874-1947) Seyðisfirði, frá Hóli í Svartárdal
Húsfreyja m.a. í Minna-Akragerði og á Seyðisfirði. Var á Tungubakka, Holtastaðasókn, Hún. 1880. Húsfreyja á Seyðisfirði 1930.
Guðrún Atladóttir (1951) Grindavík
Guðrún Atladóttir, f. 9.11. 1951, Hamri í Svínavatnshrepp, síðar dagmóðir í Grindavík
Guðrún Baldursdóttir (1969) Kárdalstungu
Guðrún Halldóra Baldursdóttir 21. ágúst 1969 frá Kárdalstungu. Verkakona Akureyri.
Guðrún Bebensee (1912-1994) Akureyri og Reykjavík
Guðrún Kristín Gígja Bebensee 9. apríl 1912 - 23. jan. 1994. Innanbúðarstúlka á Akureyri 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Útförin fór fram í kyrrþey.
Var nefnd Gígja framan af en síðari ár nefnist hún Guðrún og í Íslendingabók er búið að fella niður Gígju nafnið.
Guðrún Benediktsdóttir (1878-1938) Þorkelshóli
Guðrún Jakobína Benediktsdóttir 25. júlí 1878 - 24. júní 1938. Húsfreyja á Þorkelshóli, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930.
Guðrún Benediktsdóttir (1878-1957) frá Miðhúsum
Guðrún Benediktsdóttir 9. september 1878 - 31. janúar 1957 Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Freyjugötu 3, Reykjavík 1930.
Guðrún Benediktsdóttir (1884-1975) frá Bjargarstöðum
Guðrún Benediktsdóttir 3. september 1884 - 22. nóvember 1975 Húsfreyja í Hafnarfirði 1930. Var á Bjargarstöðum, Efri-Núpssókn, Hún. 1901. Húsfreyja í Hafnarfirði.
Guðrún Benediktsdóttir (1898-1985) frá Hæli
Guðrún Benediktsdóttir 10. febrúar 1898 - 15. desember 1985 Síðast bús. á Akureyri. Frá Kringlu.
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu
Guðrún Benediktsdóttir (1907-1978) Reykjavík
Guðrún Benediktsdóttir 3. apríl 1907 - 19. september 1978. Vinnukona í Hólabrekku, Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Ógift, bl.
Guðrún Benediktsdóttir (1924-2001) frá Skinnastaðakoti
Guðrún Áslaug Benediktsdóttir fæddist í Skinnastaðakoti á Ásum í Austur-Húnavatnssýslu 3. janúar 1924. Hún lést á líknardeild Landspítala Landakoti 29. október síðastliðinn. Guðrún ólst upp hjá foreldrum sínum á Blönduósi til 14 ára aldurs. Hún fer þá að Glaumbæ í Langadal að vinna fyrir sér og er þar til 19 ára aldurs. Þá fer hún á Kvennaskólann á Blönduósi og útskrifast þaðan eftir veturinn 1943 til 1944. Sama ár ræður hún sig á barnaheimilið Tjarnarborg í Reykjavík. Ári síðar tekur hún vefnaðarnámskeið á Kvennaskólanum. Um sumarið var hún kaupakona á Höllustöðum og vann síðan á Hótel Blönduósi um veturinn.
Útför Guðrúnar Áslaugar fer fram frá Grensáskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.
Guðrún Benediktsdóttir (1928-2015) Hvammstanga
Guðrún Benediktsdóttir fæddist á Efra-Núpi í Miðfirði, Húnaþingi vestra, 10. júlí 1928.
Kennari og varaþingmaður
Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 22. nóvember 2015.
Útför Guðrúnar var gerð frá Bústaðakirkju, 4. desember 2015, og hófst athöfnin klukkan 15.
Guðrún Benediktsdóttir Blöndal (1865-1949)
Guðrún Ragnheiður Benediktsdóttir 1. mars 1865 - 18. maí 1949 Húsfreyja í Bergstaðastræti 71, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík.
Guðrún Benónýsdóttir (1896-1972) Þóreyjanúpi
Guðrún María Benónýsdóttir 24. jan. 1896 - 28. maí 1972. Sveitarómagi í Fosskoti, Efri-Núpssókn, Hún. 1901. Ráðskona á Þóreyjarnúpi, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Var í Fífusundi, Hvammstangahr., V-Hún. 1957. Skáldkona. Síðast bús. í Hvammstangahreppi.
Guðrún Bergmann Thorlacius (1831-1918) Hafsteinsstöðum Skagaf
Guðrún Jónasdóttir Bergmann Thorlacius 10. jan. 1831 - 8. feb. 1918. Húsfreyja á Hafsteinsstöðum í Staðarhr. Skag. Fór til Vesturheims 1897 frá Glaumbæ í Seyluhr., Skag.
Guðrún Bergþóra Þorbjörnsdóttir (1913-2002) Eiríksstöðum
Guðrún Bergþóra Þorbjarnardóttir fæddist í Flatey á Breiðafirði 5. júní 1913. Hún lést 30. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Guðmundsdóttir, f. 9. september 1877, d. 4. maí 1937, og Þorbjörn Magnússon, f. 28. maí 1878, d. 5. júlí 1920. Alsystur Guðrúnar Bergþóru voru Guðlaug, f. 2. september 1910, d. 18. desember 1943, og Sólborg, f. 25. júlí 1914, d. 5. september 1963. Hálfsystkini sammæðra voru Margrét Gísladóttir, f. 16. júní 1897, d. 12. ágúst 1937, Sigríður Gísladóttir, f. 15. júní 1898, d. 1. september 1957, og Jón Sigurðsson, f. 11. mars 1904, d. 14. febrúar 2002.
Guðrún Bergþóra eignaðist tvær dætur með Guðmundi Sigfússyni, bónda á Eiríksstöðum í Svartárdal. Þær eru: 1) Ragnheiður, f. 16. desember 1948, búsett í Marbæli í Skagafirði, maki Árni Sigurðsson, f. 14. apríl 1944. Þau eiga fjóra syni. Þeir eru: A) Sigurður, f. 8. október 1968, maki Anna Steinunn Friðriksdóttir, f. 19. ágúst 1971. Börn þeirra Árni Freyr, f. 12. júlí 1995, og Bríet Lilja, f. 17. maí 1998. B) Gunnar Þór, f. 20. janúar 1970, maki María Blöndal, f. 20. maí 1976. C) Birkir Már, f. 25. febrúar 1976, maki Berglind Stefánsdóttir, f. 20. nóvember 1979. D) Ingi Björn, f. 31. mars 1981, unnusta Íris Ósk Elefsen, f. 16. júní 1985. 2) Guðrún Sóley, f. 11. desember 1950, búsett á Egilsstöðum, maki Broddi Bjarni Bjarnason, f. 20. janúar 1950. Þau eiga þrjá syni. Þeir eru: Heiðar Steinn, f. 21. september 1971; Bjarni Þór, f. 2. janúar 1974; og Jón Grétar, f. 14. júlí 1982.
Guðrún Bergþóra fluttist að Eiríksstöðum í Svartárdal og með henni systurdóttir hennar Guðrún Birna Ólafsdóttir, f. 4. október 1936, d. 7. október 1948. Síðustu 20 árin bjó Guðrún Bergþóra á Blönduósi og síðastliðið ár var hún Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi.
Útför Guðrúnar Bergþóru fór fram í kyrrþey.
Guðrún Bergþórsdóttir (1920-2015) Borgarnesi Vefnaðarkennari
Guðrún Pálína Bergþórsdóttir fæddist í Fljótstungu í Hvítársíðu 9. febrúar 1920. Var í Fljótstungu, Gilsbakkasókn, Mýr. 1930.
Vefnaðarkennari á Blönduósi og Varmalandi, síðast bús. í Borgarnesi.
Tók þá virkan þátt í félagsstarfi aldraðra í Digraneskirkju sem veitti henni mikla ánægju.
Hún lést í Brákarhlíð, Borgarnesi 1. maí 2015. Útför Guðrúnar fór fram frá Digraneskirkju 12. maí 2015, og hófst athöfnin kl. 13.
Guðrún Berndsen (1903-1987) Karlsskála
Guðrún Laufey Helgadóttir Berndsen 6. nóv. 1903 - 15. apríl 1987. Húsfreyja í Skagastrandarkaupstað 1930. Var í Karlsskála, Höfðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Höfðahreppi.
Guðrún Bjarnadóttir (1860-1936) frá Litlu-Giljá
Guðrún Bjarnadóttir 8. júlí 1860 - 14. maí 1936 Vinnukona og húskona á Litlu-Giljá og víðar. Umsvölum 1880, Vinnukona í Steinnesi, Þingeyrasókn, A-Hún. 1910 og 1920. Fluttist til Vesturheims, líklega 1924.
Guðrún Bjarnadóttir (1875-1911) ljósmóðir Hnausakoti
Guðrún Bjarnadóttir 23. mars 1875 - 26. desember 1911 Var á Reynhólum, Staðarbakkasókn, Hún. 1880. Ljósmóðir. Húsfreyja í Hnausakoti, Efri-Núpssókn, V-Hún. 1910.
Guðrún Bjarnadóttir (1875-1967) Efri Lækjardal
Guðrún Bjarnadóttir 29. júlí 1875 - 3. ágúst 1967 Húsfreyja á Grettisgötu 57, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Efri-Lækjardal. Síðast bús. í Reykjavík.
Guðrún Bjarnadóttir (1887-1981) Húsavík
Guðrún Bjarnadóttir 19. nóvember 1887 - 19. október 1981 Húsfreyja á Húsavík. Með móður á Snæbjarnarstöðum til 1890 og í Grjótárgerði í Fnjóskadal til um 1893. Með móður á nokkrum bæjum á Svalbarðsströnd, S-Þing. um 1894-1901. Vinnuhjú á Skjaldbreið í Vestmannaeyjasókn 1910. Húsfreyja á Akureyri 1930. Síðast bús. á Akureyri.
Guðrún Bjarnadóttir (1888-1952) Illugastöðum
Guðrún Bjarnadóttir 5. maí 1888 - 4. nóvember 1952 Var í Brekkugötu 3 á Akureyri, Eyj. 1910. Húsfreyja á Akureyri 1920 og 1930. Húsfreyja á Akureyri.
Hún var ein í hópi 16 systkina, og má því nærri geta, að fyrstu uppvaxtarár hennar hafa stundum verið erfið. Þar við bættist svo, að hún missti föður sinn, er hún var 5 ára, og varð þá að tvístra heimilinu.
Um fermingaraldur fluttist Guðrún til Akureyrar og dvaldist eftir það með systur sinni, er þar var búsett, þar til hún giftist.
Hín andaðist að heimili sínu, Vesturgötu 13 Akureyri.
Hún var jarðsungin frá Akureyrarkirkju laugardaginn 8. nóvember 1952, að viðstöddu miklu fjölmenni.
Guðrún Bjarnadóttir (1889-1917) frá Steinnesi
Guðrún Margrét Bjarnadóttir 22. feb. 1889 - 13. júlí 1917. Kennari, ógift og barnlaus.
Guðrún Bjarnadóttir (1890) Noregi
Guðrún Bjarnadóttir 4. apríl 1890 Var hjá foreldrum sínum í Grænabæ á Sauðárkróki 1890. Fósturbarn Bjarnabæ 1901, vk Gistihúsinu 1910, fór til Noregs og átti afkomendur þar.
Guðrún Bjarnadóttir (1939) Guðrúnarstöðum
Guðrún Bjarnadóttir 30.1.1939 (Rúna) búfræðikandidat frá Guðrúnarstöðum kennari Húnavallskóla.
Í Vatnsdalinn að Guðrúnarstöðum, fluttu Þorvaldur og Guðrún árið 1973. Jörðina keyptu þau og hófu þar búskap. Þar byggðu þau nýtt íbúðarhús og á meðan á þeim kostnaðarsömu framkvæmdum stóð fór Þorvaldur á sjó nokkrar loðnuvertíðar frá Keflavík.
Guðrún Bjarnhéðinsdóttir (1859-1900) Halldórsstöðum í Laxárdal
Guðrún Bjarnhéðinsdóttir 16. september 1859 - 21. ágúst 1900 Var á Böðvarshólum, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1860. Kom til Húsavíkur í vist 1887, í vinnumennsku næstu árin. Húsfreyja á Halldórsstöðum í Laxárdal, Þing. 1891-1900. Saumakona Stóru-Völlum 1890.
Guðrún Björg Elvan Friðriksdóttir (1957-2008) Sólvangi Skagaströnd
Var á Sólvangi, Höfðahr., A-Hún. 1957.
Guðrún Björnsdóttir (1854-1946) Mánaskál og Hofi
Guðrún Björnsdóttir 24. apríl 1854 - 28. ágúst 1946 Húsfreyja í Örlygsstaðaseli. Húsfreyja á Hofi á Skagaströnd 1901.
Guðrún Björnsdóttir (1856-1928) frá Hörghóli
Guðrún Björnsdóttir 2. júlí 1856 - 1. september 1928 Var á Hörghóli, Breiðabóltaðarsókn, Hún. 1860. Húsfreyja í Stykkishólmi 1890.
Guðrún Björnsdóttir (1875-1955) Guðlaugsstöðum
Guðrún Björnsdóttir 10. mars 1875 - 1. apríl 1955 Húsfreyja á Guðlaugsstöðum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Guðlaugsstöðum í Blöndudal, A-Hún..
Guðrún Björnsdóttir (1876-1945) Borgarnesi
Guðrún Björnsdóttir 19. janúar 1876 - 9. september 1945 Ekkja á Tjarnargötu 18, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Borgarnesi.
Guðrún Björnsdóttir (1883-1970) frá Vaði í Skriðdal
Guðrún Björnsdóttir 25. maí 1883 Fór til Vesturheims 1905 frá Eiðum, Eiðahreppi, S-Múl.
Guðrún Björnsdóttir (1883-1970) vesturheimi frá Vaði í Skriðdal
Guðrún Björnsdóttir 25. maí 1883 - 22. des. 1970. Fór til Vesturheims 1905 frá Eiðum, Eiðahreppi, S-Múl.
Guðrún Björnsdóttir (1884-1973) skólastjóri
Guðrún Anna Björnsdóttir 28. júní 1884 - 15. desember 1973 Kennari, skólastjóri og bæjarfulltrúi á Siglufirði. Síðast bús. í Hveragerðisbæ.
Guðrún Björnsdóttir (1887-1976) frá Veðramóti
Guðrún Björnsdóttir 14. janúar 1887 - 27. september 1976. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Sögð heita Guðrún Steinunn í mt 1890
Guðrún Björnsdóttir (1901-1974) Gunnsteinsstöðum
Guðrún Ingibjörg Björnsdóttir 15. sept. 1901 - 11. ágúst 1974. Húsfreyja á Gunnsteinsstöðum í Langadal. Lausakona á Blönduósi 1930. Heimili: Mjóidalur. Var í Keflavík 1920.
Guðrún Björnsdóttir (1905-1932) frá Bjarnastöðum
Guðrún Björnsdóttir 5. maí 1905 - 2. desember 1932 Verslunarstúlka á Túngötu 2, Reykjavík 1930. Ógift.
Guðrún Björnsdóttir (1920-2014) Geithömrum
Guðrún Björnsdóttir 14. mars 1920 - 18. ágúst 2014 Var á Hæli, Blönduósssókn, A-Hún. 1930. Var á Geithömrum, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Húsfreyja á Geithömrum í Svínavatnshreppi. Guðrún ólst upp hjá foreldrum sínum á ýmsum bæjum í Torfalækjarhreppi og að nokkru leyti hjá föðursystur sínni, Sólbjörgu Björnsdóttur, og manni hennar, Valdimar Jónssyni, á Blönduósi. Þau voru alla tíð í huga hennar sem aðrir foreldrar og Ástvaldur, sonur þeirra, var henni kær sem bróðir.
Næstu árin var hún að jafnaði heima hjá foreldrum sínum á sumrin en í vistum á veturna þar til hún giftist og flutti að Geithömrum. Hún var heimakær og heimilið var starfsvettvangur hennar. Störfin voru mörg og margs konar bæði innanbæjar og utan. Guðrún átti auðvelt með að umgangast fólk og var lengi virkur meðlimur í Kvenfélagi Svínavatnshrepps. Sumarið 1986 byggðu Þorsteinn og Guðrún sér lítið timburhús í túninu á Geithömrum. Þar bjó Guðrún eftir lát manns síns þar til sumarið 2003 að hún flutti á dvalardeild Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi. Þar andaðist hún 18. ágúst 2014.
Guðrún var jarðsungin frá Blönduóskirkju 30. ágúst 2014. kl. 14. Jarðsett var í Auðkúlukirkjugarði.
Guðrún Blöndal (1847-1925) Snæringsstöðum
Guðrún Blöndal Sigfúsdóttir 27. apríl 1847 - 5. jan. 1925. Húsfreyja á Heggstöðum, Melstaðarsókn, Hún. 1880. Húsfreyja á Snæringsstöðum og víðar í Vatnsdal.
Guðrún Blöndal (1873-1961) kennari frá Kornsá
Guðrún Lárusdóttir Blöndal 26. júlí 1873 - 14. janúar 1961 Kennslukona í Reykjavík. Var í Reykjavík 1910. Kennari á Tjarnargötu 49, Reykjavík 1908-1939. Síðast bús. í Reykjavík. Óg bl.
Guðrún Blöndal (1898-1903) Hnausum
Guðrún Kristjánsdóttir Blöndal 17. júní 1898 - 1903, jarðsett 7.4.1903. Var í Hnausum, Þingeyrasókn, Hún. 1901.
Guðrún Blöndal (1941) Breiðavaði
Guðrún Birna Ásgeirsdóttir Blöndal 5. janúar 1941 Var á Blöndubakka, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Húsfreyja Breiðavaði og Blönduósi.
Guðrún Blöndal (1959) Blönduósi
Guðrún Sigríður Kristjánsdóttir Blöndal 17. ágúst 1959 Blönduósi.
Guðrún Bogadóttir (1876-1938) Blönduósi
Guðrún Soffía Bogadóttir 3. okt. 1876 - 23. des. 1938. Var á Vigdísarstöðum, Melstaðarsókn, Hún. 1880. Húsfreyja í Pétursborg 1930.
Guðrún Briem (1869-1943) Forstöðukona kvennaskólans á Ytri Ey.
Guðrún Jónsdóttir Briem 11. maí 1869 - 10. jan. 1943. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Tjarnargötu 28, Reykjavík 1930. Forstöðukona kvennaskólans á Ytri Ey.
Guðrún Brunborg (1896-1973) Noregi
Guðrún Bóel Bóasdóttir Brunborg 5. júní 1896 - 14. október 1973 Húsfreyja í Noregi.
Útför frú Guðrúnar Bóasdóttur Brunborg var gerð 22. okt. s.l. frá Aker-kirkju í Asker. Með láti hennar er lokið starfsamri ævi mikilhæfrar konu. Guðrún fæddist að Stuðlum i Reyðarfirði 5. júni 1896, og ólst þar upp i hópi 9 systkina. Af þeim er nú aðeins eitt eftir á lifi, Jón Bóasson, fyrrum bóndi að Eyri við Reyðarfjörð.
Guðrún Brynjólfsdóttir (1898-1982) Hafnarfirði
Guðrún Brynjólfsdóttir 4. nóvember 1897 - 13. desember 1984 Húsfreyja í Hafnarfirði 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Fósturfor. skv. Járn.: Páll Ólafsson, í Akurhúsum í Grindavík og k.h. Valgerður Jónsdóttir. Kjördóttir: Aðalheiður Guðbjörg, f. 22.7.1926.
Guðrún Brynjólfsdóttir (1948-2020) Hvammsgerði, Vopnafirði
Guðrún Stefanía Brynjólfsdóttir 25. jan. 1948 - 24. sept. 2020. Hvammsgerði, Vopnafirði. Verslunarstarfsmaður Kópavogi og fékkst við ýmis störf. Kvsk á Blönduósi 1966-1967.
Guðrún Búadóttir 17. júní 1875 - 8. apríl 1931. Fluttist til Vesturheims ásamt foreldrum sínum 1887, frá Núpi í Dýrafirði.
Guðrún Búason (1872-1921) frá Mjóadal
Guðrún Búason Jóhannsdóttir 1872-16.8.1921, jarðsett Brookside Cemetery, flutti til Quebec í júlí 1911
Guðrún Daníelsdóttir(1890-1980) Akureyri
Björg Guðrún Daníelsdóttir 27. ágúst 1890 - 21. mars 1980. Var í Skipalóni, Möðruvallaklaustursókn, Eyj. 1901. Ráðskona á Akureyri 1930. Síðast bús. á Akureyri. Ógift, barnlaus.
Útför hennar fór fram frá Akureyrarkirkju, mánudaginn 31. marz 1980, kl. 1.30
Guðrún Eggertsdóttir (1863-1953) Enni
Guðrún Eggertsdóttir 1863 - 19. júlí 1953. Húsfreyja í Enni, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1901. Fór til Vesturheims 1904 frá Enni, Engihlíðarhreppi, Hún. Var á lífi vestra 1921.
Guðrún Eggertsdóttir (1910-1963) Haukagili
Guðrún Margrét Eggertsdóttir 9. okt. 1910 - 18. ágúst 1963. Vinnukona í Haukagili, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Saumakona í Reykjavík. Ógift.
Guðrún Einarsdóttir (1844-1920) Sölvabakka
Guðrún Einarsdóttir 26. maí 1844 - 8. júlí 1920 Húsfreyja á Siglufirði, Ökrum í Fljótum og síðar Sölvabakka í Refasveit, A-Hún. Tökubarn á Bakka, Viðvíkursókn, Skag. 1845.
Guðrún Einarsdóttir (1848-1921) Miðgili
Guðrún Einarsdóttir 4. apríl 1848 - 6. júní 1921 Húsfreyja á Miðgili í Engihlíðarhr. og víðar í A-Hún. Húsfreyja á Refsstöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1890.
Guðrún Einarsdóttir (1852) frá Sauðá Skag.
Guðrún Einarsdóttir 7. okt. 1852. Vinnukona á Svaðastöðum, Viðvíkursókn, Skag. 1930. Ógift vinnukona á Hringveri í Hjaltadal, Skag. 1874. Síðar vinnukona á Litlahóli í Viðvíkursveit, Skag.
Guðrún Einarsdóttir (1857-1943) Neðri-Lækjardal
Guðrún Einarsdóttir 2. ágúst 1857 - 3. okt. 1943. Húsfreyja á Neðri-Lækjardal.
Guðrún Einarsdóttir (1859-1936) Þverárdal
Guðrún Einarsdóttir 2. nóv. 1859 [2.11.1856] - 21. des. 1936. Var í Þverárdal, Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1860. Húsfreyja á Garðhúsi Eyrarbakka 1890. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Ekkja á Njálsgötu 31, Reykjavík 1930. Þjónustustúlka hjá sra Páli Sigurðarsyni í Gaulverjabæ 1880.
Guðrún Einarsdóttir (1868-1929) Svertingsstöðum
Var á Tannastaðarbakka, Staðarsókn, Hún. 1870. Húsfreyja á Svertingsstöðum og Hvammstanga.
Guðrún Einarsdóttir (1868-1929) Svertingsstöðum
Magðalena Guðrún Einarsdóttir 10. ágúst 1868 - 11. október 1929. Var á Tannastaðarbakka, Staðarsókn, Hún. 1870. Húsfreyja á Svertingsstöðum og Hvammstanga.
Guðrún Einarsdóttir (1893-1994)
Guðrún fæddist á Litla-Fljóti í Biskupstungum 26. desember 1893, einkadóttir hjónanna Einars Jónssonar bónda þar og Guðfinnu Arnfinnsdóttur. Móður sína missti hún í bernsku, en faðir hennar kvæntist síðar Guðfinnu Guðmundsdóttur, og gekk hún Guðrúnu í móðurstað. Hún var einbirni en átti fósturbróður sem Ingvar Jóhannsson hét, síðar bóndi á Hvítárbakka í Biskupstungum, en hann er látinn fyrir allmörgum árum.
Gunna dvaldi í foreldrahúsum fram yfir tvítugsaldur, en þá fann hún hjá sér sterka löngun til að hleypa heimdraganum og kynnast nýju umhverfi. Á þessum tíma var farkennsla eina menntunin sem bauðst þarna í sveitinni. Ég efa ekki að löngun í meiri fræðslu hafi verið fyrir hendi, svo fróðleiksfús og vel gefin sem hún var.
Svo skipaðist að hún réðst að Torfastöðum í sömu sveit til prestshjónanna séra Eiríks Stefánssonar og frú Sigurlaugar Erlendsdóttur. Gunna dvaldi á heimili þessara mætu hjóna í rúm 20 ár og minntist hún jafnan með þakklæti og virðingu þessa tímabils í lífi sínu. Hefur dvölin á Torfastöðum án efa verið henni góður skóli og veitt henni haldgóða reynslu fyrir lífið. Órjúfandi tengsl og vinátta við einkadóttur prestshjónanna, Þorbjörgu Eiríksdóttur, og hennar fjölskyldu hélst til hinstu stundar. Þorbjörg hefur tjáð mér að Gunna hafi þótt afar skemmtilegt á heimilinu, ávallt glöð í sinni og félagslynd. Hún hafði m.a. tekið þátt í leikstarfsemi sem fram fór í sveitinni og þótti standa sig þar með prýði. Kom fljótt í ljós hversu greind hún var og áhugasöm um menn og málefni og áttu þær frú Sigurlaug vel skap saman og urðu miklir mátar.
Á þessum árum dvaldi á Torfastöðum um tíma skáldkonan Ólína Andrésdóttir og varð þeim Gunnu fljótt vel til vina. Gunna hafði þá gaman af að setja saman vísur, en flíkaði því lítt síðar á ævinni. En hún hafði alla tíð mikla ánægju af lestri góðra bóka meðan sjónin hélst óskert. Rúmlega fertug fluttist Gunna alfarin til Reykjavíkur. Fljótlega eftir komu sína þangað hóf hún starf á Kleppsspítala og varð starfsvettvangur hennar þar næstu rúm 30 árin, eða þar til hún hætti störfum fyrir aldurs sakir komin á áttræðisaldur. Þrjár góðar vinkonur hennar, Jóna Kristófersdóttir, Sigríður Guðmannsdóttir og Sigríður Guðmundsdóttir, sem allar hjálpuðust að, hver á sinn hátt, að gera henni ævikvöldið sem léttbærast. Þessum konum ber fyrst og fremst að þakka að hún gat búið í sinni eigin íbúð allt til 98 ára aldurs. Þá þurfti hún skyndilega að yfirgefa heimili sitt vegna lasleika og var flutt á Borgarspítalann og átti ekki afturkvæmt þaðan.
Guðrún Einarsdóttir (1900-1994) Zóphoníasarhúsi
Guðrún Einarsdóttir var fædd á Blöndubakka í Engihlíðarhreppi 27. október árið 1900. Hún lést á sjúkradeild Héraðssjúkrahússins á Blönduósi 26. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Einar Jónsson og Margrét Björnsdóttir. Einar var ættaður frá Sandnesi við Steingrímsfjörð, en Margrét var dóttir Sigríðar Ólafsdóttur, sem var dóttir Skáld-Rósu. Guðrún ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Blöndubakka, en síðan Óseyri við Skagaströnd. Hún var við nám í kvennaskólanum á Blönduósi 192324. Giftist 23. desember 1928 Zophoníasi Zophoníassyni bifreiðastjóra, f. 6.7. 1906, d. 10.5. 1987. Fyrstu búskaparárin leigðu þau í húsi Lárusar Ólafssonar, þar sem nú er Aðalgata 3 á Blönduósi, en keyptu síðan húseignina og þar stóð heimili þeirra í nær 60 ár, uns Zophonías lést. Börn þeirra á lífi eru: 1) Zophonías, maki Greta Arelíusdóttir, börn: Fanney, Sigrún, Sólveig. 2) Guðrún Sigríður, maki Einar Þ. Þorsteinsson, börn: Zophonías, Guðrún Áslaug, Hildur Margrét. 3) Kolbrún, maki Guðjón Ragnarsson, börn: Kristín, Ragnar Zophonías. Auk þess dvaldi Sigurlaug Ásgrímsdóttir hjá þeim hjónum í marga vetur frá sjö ára aldri, þá hún missti móður sína. Útför Guðrúnar fer fram frá Blönduósskirkju í dag.
Guðrún Einarsdóttir (1909-1986) frá Neðri Mýrum
Guðrún Einarsdóttir Vestmannaeyjum Fædd 28. febrúar 1909. Dáin 28. desember 1986 Norður í Húnavatnssýslu, austan Blöndu, liggur blómlegt hérað, Engihlíðarhreppur. Í þeirri sveit, á bænum Neðri-Mýrum, fæddist Guðrún Einarsdóttir, hinn 28. febrúar árið 1909. Hún lést í sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum 28. desember sl., eftir stranga sjúkdómslegu.
Foreldrar hennar voru þau Einar Guðmundsson, bóndi á Neðri-Mýrum, og kona hans, Guðrún Margrét Hallgrímsdóttir. Þar ólst amma upp næstelst fjögurra systkina. Af þeim systkinum er nú auk hennar eldri bróðirinn, Guðmundur, látinn en hin tvö yngri, Unnur og Hallgrímur, lifa. Þau búa bæði á æskuslóðunum á Neðri-Mýrum.
Blönduós er skammt frá NeðriMýrum og í kvennaskólanum þar stundaði hún gagnfræðanám. Leið hennar lá síðan til Reykjavíkur er hún var átján ára að aldri. Fyrstu árin sem hún starfaði þar hafði hún þann hátt á að fara norður á sumrin og koma aftur að hausti til starfa í Reykjavík. Eftir að hún hóf nám og síðan fullt starf við saumaskap hjá Andrési klæðskera varð aðstaða til norðurferða erfiðari. Síðustu ár sín í Reykjavík annaðist hún heimili fröken Ingibjargar H. Bjarnason, skólastýru Kvennaskólans í Reykjavík. Sú dvöl varð henni lærdómsrík og ánægjuleg og hún minntist frk. Ingibjargar jafnan með miklum hlýhug.
Kaflaskipti urðu í lífi hennar árið 1935. Það sumar lá leið hennar til Vestmannaeyja. Þar hitti hún afa, Jóhannes Gíslason frá Eyjahólum við Hásteinsveg í Vestmannaeyjum, og örlög þeirra voru ráðin. Brúðkaup þeirra fór fram 30. ágúst ári síðar, 1936.
Ég heyrði hana sjaldan hafa orð á því, en sjálfsagt hafa viðbrigðin verið mikil að flytjast úr sveitum Húnavatnssýslu til Vestmannaeyja, þar sem aðstæður allar eru gjörólíkar. Allur þeirra búskapur eftir þetta var í Vestmannaeyjum, ef gostímabilið er frátalið. Dvölin í Reykjavík varð þó ekki lengri en brýnasta nauðsyn krafði. Út í Eyjar voru þau komin aftur í byrjun árs 1974. Hjónabandið var farsælt og samheldnin mikil. Gullbrúðkaup þeirra var orðin staðreynd hinn 30. ágúst á sl. sumri.
Á þeim árum, sem ég man fyrst eftir mér, bjuggu amma og afi enn á Kanastöðum við Hásteinsveg, þarsem búskapur þeirra hófst. Vegalengdir milli húsa í Vestmannaeyjum voru þá ekki eins langar og síðar varð. Það var ekki lengi gengið frá Kirkjubæjarbraut að Kanastöðum. Seinna, eða árið 1963, fluttu þau á Brimhólabraut 31. Börnin urðu tvö, Erna Margrét, gift Sveinbirni Hjálmarssyni í Vestmannaeyjum, og Hjálmar Þór, vélvirki hjá Ísfélaginu hf. Barnabörnin urðu sex og barnabarnabörnin fimm.
Guðrún Einarsdóttir (1956-1983) Reykjavík - Selfossi
Guðrún Björk Einarsdóttir 9. maí 1956 - 21. jan. 1983. Kvsk á Blönduósi 1972-1973, Selfossi
Guðrún Einarsdóttir (1957) Karlsskála
Guðrún Magdalena Einarsdóttir 29. ágúst 1957. Var í Karlsskála, Höfðahr., A-Hún. 1957.
Guðrún Eiríksdóttir (1849-1909) Björgum
Guðrún Anna Eiríksdóttir 14. okt. 1849 - 28. mars 1909. Húsfreyja á Björgum á Skagaströnd.
Guðrún Elíasdóttir (1978) Skagaströnd- Blönduós
Guðrún Björk Elísdóttir 21. maí 1978 Skagaströnd og Blönduósi
Guðrún Erlendsdóttir (1886-1966) Tindum
Guðrún Erlendsdóttir 28. maí 1886 - 1. júlí 1966. Húsfreyja á Tindum í Svínavatnshr., A-Hún., síðast bús. í Reykjavík.
Guðrún Erlendsdóttir (1904-1913) Auðólfsstöðum
Guðrún Erlendsdóttir 8. apríl 1904 - 11. apríl 1913. Auðólfsstöðum.
Guðrún Erlendsdóttir (1922-2011) Blönduósi
Guðrún Erlendsdóttir fæddist í Reykjavík 26. október 1922. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 6. mars 2011.
Foreldrar hennar voru Sveinfríður Jónsdóttir frá Hamri í Hegranesi, f. 2. apríl 1898, d. 23. júlí 1967, og Erlendur Gíslason frá Kiðabergi í Grímsnesi í Árnessýslu, f. 18. ágúst 1891, hann drukknaði 23. júlí 1923. Seinni maður Sveinfríðar var Ólafur Ólafsson frá Háagerði á Skagaströnd, f. 24. maí 1905, d. 4. ágúst 2001. Alsystkini Guðrúnar voru: Guðmundur, f. 26. september 1921, d. 24. desember 1998, Erlenda Stefana, f. 15. desember 1923, d. 4. október 2003. Guðrún á fimm hálfsystkini, þau eru: Jónmundur Ólafsson, f. 3. maí 1934, Ingibjörg Olga Ólafsdóttir, f. 29. maí 1935, Eiðný Hilma Ólafsdóttir, f. 5. júlí 1936, Ólafur Ólafsson, f. 3. nóvember 1939, og Guðríður Fjóla Ólafsdóttir, f. 19. janúar 1941.
Guðrún giftist Baldri Þórarinssyni, f. 3. október 1921, d. 14. september 1988, frá Skúfi í Norðurárdal árið 1957. Eignuðust þau sex börn. Áður átti Guðrún 1) Gísla Ófeigsson f. 13. júní 1943, maki Ester Garðarsdóttir og eiga þau þrjú börn, 2) Sveinfríði Sigrúnu Guðmundsdóttur, f. 16. desember 1947, maki Ásgeir Axelsson og eiga þau 12 börn. Börn Guðrúnar og Baldurs: 3) Þórarinn Baldursson, f. 9. júní 1952, maki Guðrún Kristinsdóttir og á hann tvö börn. 4) Magnús E. Baldursson, f. 5. apríl 1954, maki Helga I. Sigurðardóttir og eiga þau þrjá syni. 5) Þrándur Ó. Baldursson, f. 29. september 1956, maki Emilía M. Stefánsdóttir og á hann þrjú börn. 6) Sigurbjörg H. Baldursdóttir, f. 3. apríl 1959, maki Hreiðar Margeirsson og á hún fjögur börn. 7) Steinvör M. Baldursdóttir, f. 5. október 1963, maki Friðrik V. Steingrímsson og eignuðust þau þrjár dætur en misstu eina af slysförum. 8) Sigurlaug B. Baldursdóttir, f. 3. desember 1964, maki Eiríkur I. Garðarsson og eiga þau þrjá syni. Afkomendur Guðrúnar eru í dag orðnir 87.
Guðrún ólst upp á Kleif á Skaga. Guðrún og Baldur hófu sinn búskap á Neðstabæ í Norðurárdal en fluttu á Blönduós árið 1957 og bjuggu þar alla sína tíð. Guðrún vann ýmis störf ásamt því að sinna heimili og börnum. Síðustu árin sem hún starfaði utan heimilis vann hún á Héraðshælinu á Blönduósi. Síðasta æviárið dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík.
Útför Guðrúnar fer fram frá Blönduóskirkju í dag, 18. mars 2011, og hefst athöfnin kl. 14.
Guðrún Eysteinsdóttir (1851-1917) Hamri
Guðrún Eysteinsdóttir 23. des. 1851 - 22. feb. 1917. Húsfreyja á Hamri, Svínavatnssókn, Hún. 1880. Húsfreyja á Ljótshólum, Auðkúlusókn, Hún. Var þar 1901.
Guðrún Eyþórsdóttir (1897-1983) Laugarvatni
Hólmfríður Eyþórsdóttir 12. mars 1897 - 25. maí 1983. Kennari í Laugarvatnsskóla, Miðdalssókn, Árn. 1930. Síðast bús. í Reykjavík.
Guðrún Finnbogadóttir (1810-1900) Stóra-Núpi
Guðrún Finnbogadóttir 29. mars 1810 - 23. maí 1900. Var í Finnbogahúsi, Reykjavíkursókn, Gull. 1816. Prestsfrú á Stóranúpi, Stóranúpssókn, Árn. 1845.
Guðrún Finnsdóttir (1885-1942) Sandgerði Akranesi
Guðrún Finnsdóttir, f. 30. júlí 1885, d. 24. apríl 1942. Húsfreyja í Sandgerði, Akranesssókn, Borg. 1930. Húsfreyja í Sandgerði.
Guðrún Friðriksdóttir (1841-1920) Njálsstöðum
Guðrún Anna Friðriksdóttir 9. ágúst 1841 - 17. mars 1920 Var á Kornsá, Undirfellssókn, Hún. 1845. Húsmóðir á Kötlustöðum, Undirfellssókn, Hún. 1880. Húsfreyja á Njálsstöðum. Nefnd Anna Guðrún í Æ.A-Hún.
Guðrún Friðriksdóttir (1874-1942) Saurbæ
Guðrún Friðriksdóttir 28. des. 1874 - 16. mars 1942. Húsfreyja í Saurbæ í Vatnsdal, Áshr., A-Hún. Sveitarþurfi í Hvammshlíð, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1880. Lausakona á Ási, Undirfellssókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Grettisgötu 50, Reykjavík 1930.
Guðrún Friðriksdóttir (1942) Blönduósi
Guðrún Bergmann Friðriksdóttir 3. júní 1942 Var í Hreppshúsinu, Blönduóshr., A-Hún. 1957.
Guðrún Frímannsdóttir (1855-1904) Miðhópi
Guðrún Frímannsdóttir 24. jan. 1855 - 23. jan. 1904. Var á Helgavatni, Undirfellssókn, Hún. 1860. Húsfreyja í Miðhópi, Þingeyrasókn, Hún. 1887, 1890 og 1901.
Guðrún Funch Rasmussen (1890-1957) ljósmyndari
Guðrún Funch Hinriksdóttir Rasmussen 15. apríl 1890 - 9. júlí 1957. Var á Orrastöðum, Þingeyrasókn, Hún. 1890. Var í Tindum, Svínavatnssókn, Hún. 1901. Ljósmyndari á Akureyri 1930.
Guðrún Georgsdóttir (1949-2007) Þorlákshöfn
Guðrún Georgsdóttir fæddist 25.10.1949 - 20.6.2007. Var í Miðgili, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957.
Fæddist á Blönduósi 25. október 1949.
Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 20. júní 2007. Útför Guðrúnar var gerð frá Þorlákskirkju 29.6.2007 og hófst athöfnin klukkan 14.
Guðrún Gestsdóttir (1892-1970) Meðalheimi
Guðrún Gestsdóttir 11. des. 1892 - 30. ágúst 1970. Húsfreyja í Meðalheimi og á Hafursstöðum, síðar í Reykjavík. Húsfreyja á Hafursstöðum 1930. Síðast bús. í Reykjavík.
Guðrún Gísladóttir (1848-1893) Steinnesi
Guðrún Gísladóttir 28. jan. 1848 - 2. mars 1893. Prestfrú. Var í Höfða, Vallanessókn, N-Múl. 1860. Prófastskona, húsfreyja í Steinnesi, Þingeyrasókn, Hún. 1880. Húsfreyja á Bókhlöðustíg 2, Reykjavíkursókn, Gull. 1890.
Guðrún Gísladóttir (1863-1951) Eldjárnsstöðum í Blöndudal og í Kálfárdal á Skörðum
Guðrún „yngri“ Gísladóttir 30. des. 1863 - 11. júní 1951. Húsfreyja á Eldjárnsstöðum í Blöndudal og í Kálfárdal á Skörðum. Guðrún „var skapmikil og bersögul, kjarkmikil og trygglynd, glaðvær og skemmtileg“ segir í Skagf.1910-1950 I.
Guðrún Gísladóttir (1866-1926) Borðeyri
Guðrún Gísladóttir 28. nóv. 1866 - 25. okt. 1926. Húsfreyja á Borðeyri. Seinni kona Vilhjálms.
Guðrún Grímsdóttir (1878-1932) Síðu
Guðrún Grímsdóttir 10. ágúst 1878 - 3. september 1932 Húsfreyja á Ytri-Völlum á Vatnsnesi. Húsfreyja á Stóruborg, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1880. Húsfreyja í Síðu, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1901.