Guðrún Brunborg (1896-1973) Noregi

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Guðrún Brunborg (1896-1973) Noregi

Parallel form(s) of name

  • Guðrún Bóasdóttir (1896-1973) Noregi
  • Guðrún Bóel Bóasdóttir Brunborg (1896-1973) Noregi
  • Guðrún Bóel Bóasdóttir Brunborg Noregi

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

5.6.1896 - 14.10.1973

History

Guðrún Bóel Bóasdóttir Brunborg 5. júní 1896 - 14. október 1973 Húsfreyja í Noregi.
Útför frú Guðrúnar Bóasdóttur Brunborg var gerð 22. okt. s.l. frá Aker-kirkju í Asker. Með láti hennar er lokið starfsamri ævi mikilhæfrar konu. Guðrún fæddist að Stuðlum i Reyðarfirði 5. júni 1896, og ólst þar upp i hópi 9 systkina. Af þeim er nú aðeins eitt eftir á lifi, Jón Bóasson, fyrrum bóndi að Eyri við Reyðarfjörð.

Places

Borgargerði Reyðarfirði; Stuðlar;

Legal status

Guðrún stundaði nám við Kennaraskólann i Reykjavik og lauk þaðan prófi 1918.

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hennar; Sigurbjörg Halldórsdóttir 6. apríl 1856 - 1. júní 1949 Vinnukona á Hólmum, Hólmasókn, S-Múl. 1880. Húsfreyja í Borgargerði, Hólmasókn, S-Múl. 1890. Húsfreyja á Stuðlum, Hólmasókn, S-Múl. 1901. Var á Grímsstöðum, Búðareyrarsókn, S-Múl. 1930 og maður hennar 31.8.1880; Bóas Bóasson 17. ágúst 1855 - 21. júlí 1915 Óðalsbóndi og trésmiður á Stuðlum í Hólmasókn, Reyðarfirði, S-Múl.
Systkini Guðrúnar;
1) Hallgrímur Bóasson 4. júní 1881 - 21. febrúar 1939 Útgerðarmaður á Grímsstöðum, Búðareyrarsókn, S-Múl. 1930. Útgerðarmaður í Reyðarfirði, S-Múl. Fósturbörn: Fanney Gísladóttir, f. 27.12.1911 og Haukur Líndal Arfinnsson, f. 1918.
2) Kristrún Bóasdóttir 23. desember 1882 - 30. desember 1927 Húsfreyja og ljósmóðir í Borgargerði í Reyðarfirði, S-Múl. Maður hennar 1904; Jóhann Pétur Malmquist Jóhannsson 25. október 1877 - 16. mars 1937 Var í Áreyjum, Hólmasókn, S-Múl. 1901. Bóndi í Borgargerði í Reyðarfirði, S-Múl.
3) Gunnar Bóasson 10. maí 1884 - 28. júlí 1945 Bóndi og útgerðarmaður í Bakkagerði, Búðareyrarsókn, S-Múl. 1930. Útvegsbóndi í Teigagerði og Bakkagerði í Reyðarfirði. Kona hans 1906; Una Sigríður Jónsdóttir 11. júní 1884 - 5. janúar 1922 Hjú í Teigagerði, Hólmasókn, S-Múl. 1901. Húsfreyja.
3) Valdór Bóasson 24. júní 1885 - 22. apríl 1927 Útgerðar- og verslunarmaður í Reyðarfirði og Stuðlum.
4) Hildur Þuríður Bóasdóttir 24. ágúst 1886 - 12. desember 1933 Húsfreyja á Borg í Skriðdal, S-Múl. 1912-16 og á Stuðlum í Reyðarfirði frá 1916. Húsfreyja á Stuðlum, Búðareyrarsókn, S-Múl. 1930. Maður hennar; Emil Tómasson 8. ágúst 1881 - 11. september 1967 Með móður í Eyjafirði fram um 1887. Var á Úlfsbæ í Bárðardal, S-Þing. um 1888-98 og síðar á Einarsstöðum í Reykjadal um 1900-07. Búfræðingur frá Ólafsdalsskóla og nam í Noregi og Danmörku. Bóndi Borg í Skriðdal, S-Múl um 1912-16 og á Stuðlum í Reyðarfirði 1916-35, síðar verkamaður og húsvörður í Reykjavík. Rithöfundur og mikill glímumaður. Síðast bús. í Kópavogi. Sonur þeirra; Tómas (1918-2002) Seyðisfirði, kona hans; Þórdís Bergsdóttir (1929) skáldkona Seyðisfirði, systir Jóns Bergssonar (1933-2008) Ketilsstöðum á Völlum, kona hans Elsa Þorsteinsdóttir (1930) frá Enni.
5) Pétur Bóasson 1. mars 1888 - 30. apríl 1947 Trésmiður og kaupmaður á Reyðarfirði, síðar útgerðarmaður og byggingameistari á Siglufirði og víðar. Trésmiður á Siglufirði 1930.
6) Jón Brunsted Bóasson 27. júlí 1889 - 17. mars 1978 Bóndi á Eyri í Reyðarfirði.
7) Jónas Pétur Bóasson 18. maí 1891 - 27. febrúar 1960 Bóndi á Stuðlum og Bakka í Reyðarfirði. Bóndi og sjómaður á Bakka, Búðareyrarsókn, S-Múl. 1930.
8) Eðvald Bóasson 17. maí 1893 - 10. október 1969 Bóndi og héraðsráðunautur í Noregi. Kona: Signe Christopha Knudsen, f. 04.12.1889, d. 12.02.1966. Börn: Snorri Sundre Bóasson, f. 25.12.1920, Tryggvi Sundre Bóasson, f. 08.03.1922 og Eðvald Bóasson, f. 28.01.1927.
Maður Guðrúnar 1920; Salomon Brunborg f. 16.12.1887 Vestlandet Hausvik Noregi, d. 26.8.1876
Börn þeirra:
1) Reidun Brunborg Staver 7.3.1921 - 6.4.1991. Maður hennar Rolf Staver (1912-1975) https://lokalhistoriewiki.no/wiki/Rolf_Staver
2) Olav Brunborg 10.5.1922 í Billingstad Noregi d. 8.4.1944 í Natzweiler-Struthof fangabúðunum við Alsace í Þýskalandi https://no.wikipedia.org/wiki/Olav_Brunborg
3) Erling Brunborg 23.6.1925 - 1.1.2003, blaðamaður, rithöfundur og ævintýramaður, kona hans Anne Brunborg. https://no.wikipedia.org/wiki/Erling_Brunborg
4) Birgir Egil Brunborg, kona hans Else Brunborg

General context

Guðrún stundaði nám við Kennaraskólann i Reykjavik og lauk þaðan prófi rúmlega tvitug að aldri. Árið 1919 hélt hún til Noregs, og var ætlun hennar að læra hjúkrun, en þvi starfi vildi hún helga sig. Meðan hún beið eftir skipi i Reykjavik gekk spánska veikin yfir, og vann Guðrún þá mikið starf sem sjálfboðaliði við hjúkrunarstörf i barnaskólanum, sem gerður var að bráðabirgðaspitala. Þegar til Noregs kom tók Edvald bróðir hennar á móti henni, en hann varð siðar stórbóndi i nágrenni Osló og lézt þar fyrir nokkrum árum i góðri elli. Minna varð úr hjúkrunarnámi Guðrúnar en efni stóðu til. Með Edvald vann ungur norskur búfræðingur, Salomon Brunborg. Felldu þau Guðrún hugi saman og gengu i hjónaband eftir tiltölulega skamma dvöl Guðrúnar i Noregi. Þau Salomon og Guðrún settu upp heimili sitt i nágrenni Osló, fyrst á Stabekk, en siðan á Billingstad, þar sem heimili þeirra yar æ siðan.
Salomon Brunborg starfaði i landbúnaðarráðuneytinu i Osló, þar til hann hætti störfum fyrir aldurs sakir, en jafnhliða stunduðu þau hjónin alla tið nokkurn búskap.
Tveir eldri synirnir tóku virkan þátt i andspyrnuhreyfingunni gegn Þjóðverjum. Þeirri sögu lauk þannig, að Olav var fluttur i fangabúðir i Þýzkalandi, þar sem hann lézt eftir langa fangavist, en Erling var haldið i átta mánuði f fangabúðum Þjóðverja á Grini, rétt utan við Osló.
Ennþá átti Guðrún þó eftir stærsta átakið í þágu islenzks námsfólks. Húsnæðisvandræði voru gífurleg i Osló á árunum eftir striðið, og fór íslenzkt námsfólk ekki síður en aðrir varhluta af þvi. Mér er enn i fersku minni, eins og það hefð gerzt i gær, þegar við Guðrún ræddum þessi mál eitt haustkvöld fyrir 20 árum i stofu þeirra hjóna. þá höfðu nýlega verið teknar I notkun fyrstu byggingarnar i nýjum stúdentagarði að Sogni, sem Norðmenn höfðu svo til eingóngu aðgang að. Allt i einu sló Guðrún þeirri hugmynd fram, að þarna væri lausnin á húsnæðismálum islenzks námsfólks fundin, það þyrfti bara að kaupa nokkur herbergi handa þvi á Sogni. Og eins og einatt lét hún ekki standa á framkvæmdum.
Daginn eftir var athugun á þessu máli komin í fullan gang. Herbergin, sem hún ætlaði að kaupa, voru i upphafi 5, en urðu fljótlega 10. Og áður en nokkur hafði raunverulega áttað sig á, hvað var að gerast, var búið að ganga frá kaupum á þessum 10 herbergjum. Engir peningar voru að visu fyrir hendi, en allar eignir Brunborgfjölskyldunnar veðsettar, eins og lög framast leyfðu.

Relationships area

Related entity

Þorsteinn Sigurðsson (1901-1967) Enni (1.3.1901 - 7.1.1967)

Identifier of related entity

HAH04148

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Jón Bergsson á Ketilstöðum maður Elsu dóttur Þorsteins er bróðir Þórdísar skáldkonu á Seyðisfirði, maður hennar var Tóma Emilsson (1918-2002) sonur Hildar systur Guðrúnar.

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH04267

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 5.11.2018

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

®GPJ ættfræði
Íslendingaþættir Tímans, 57. tölublað (25.10.1973), Blaðsíða 1. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3572715

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places