Arnljótur Ólafsson 11. júlí 1879 - 7. október 1937. Fór til Vesturheims 1883 frá Tyrfingsstöðum, Akrahreppi, Skag. Var í Thingvalla, Pembina, N-Dakota, USA 1900.
Arnljótur ólst upp og var til heimilis hjá stjúpföður sínum og móður, þangað til hann kvongaðist árið 1902, Sigurrósu Sigurbjörnsdóttur Guðmundssonar úr Eyford-bygð, N. D., ættaðri úr Eyjafirði í móðurætt, en frá Hólsfjöllum í Þingeyjarsýslu í föðurætt. Það ár fluttu ungu hjónin norður til Winnipegosis, Man. og staðnæmdust þar í 2 ár, en komu til baka aftur til þessarar bygðar 1904, og keyptu bújörð 2 ½ mílu norðvestur af Mountain, og hafa búið þar síðan í 33 ár. Þar kvaddi hann ástvini sína, og þar býr ekkja hans enn, með syni sínum, ásamt dóttur og tengdasyni, Mr. og Mrs. John Hallgrímson