Ása Eiríksdóttir (1918- 2007) Dvergsstöðum, Eyjafirði

Original Digital object not accessible

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Ása Eiríksdóttir (1918- 2007) Dvergsstöðum, Eyjafirði

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

10.1.1918 - 26.10.2007

History

Ása Eiríksdóttir fæddist á Dvergsstöðum í Eyjafirði 10. janúar 1918, frostaveturinn mikla. Var á Dvergstöðum, Grundarsókn, Eyj. 1930. Húsfreyja og verkakona á Akureyri.
Ása ólst upp á Dvergsstöðum til 11 ára aldurs þegar faðir hennar dó. Þá leystist heimilið upp og systkinin frá Dvergsstöðum voru tekin í fóstur hjá vandamönnum, hvert á sínum stað. Ásu fóstraði Steinþór Jóhannsson frá Laugalandi og kona hans, Sigrún Ingimarsdóttir frá Litla-Hóli. Ása og Steinþór voru bræðrabörn og dvaldi hún þar fram yfir fermingu.

Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Seli 26. október 2007. Útför Ásu var gerð frá Akureyrarkirkju 5.11.2007 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Places

Ása og Ragnar bjuggu allan sinn búskap á Akureyri og frá 1945 áttu þau heimili í Helgamagrastræti 6. Ása fékkst við ýmis störf um ævina. Hún vann við prjónaskap, verðlagseftirlit og matjurtarækt. Á vorin starfaði hún reglulega við blómasölu Hreiðars bróður síns og garðyrkjubónda sem fór fram í söluturni við heimili Sigríðar systur þeirra í Fróðasundi. Frá 1972 starfaði Ása hjá Sútunarverksmiðju Sambandsins á Gleráreyrum. Hún lét af því starfi rúmlega sjötug. Höfuðáhugamál Ásu voru ferðalög um landið sitt, ljósmyndun og skógrækt.

Legal status

Hún lauk fullnaðarprófi frá Barnaskóla Akureyrar og nam einn vetur við Laugaskóla í Þingeyjarsýslu en réðist síðan í kaupavinnu á æskuslóðum sínum í Eyjafirði þar sem hún kynntist Ragnari.

Functions, occupations and activities

Hún starfaði lengi í stjórn Skógræktarfélags Tjarnargerðis og var gerð að heiðursfélaga þar.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hennar voru Eiríkur Helgason, bóndi frá Botni í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði, f. 6. mars 1880, d. 15. október 1930, og kona hans, Sigríður Ágústína Árnadóttir frá Hvammkoti í Arnarneshreppi í Eyjafirði, f. 10. ágúst 1883, d. 15. febrúar 1929.
Systkini Ásu eru: Helga, f. 31. maí 1909, d. 15. febrúar 1910, Baldur, f. 23. desember 1910, d. 16. nóvember 1994, maki Laufey Stefánsdóttir; Hreiðar, f. 7. apríl 1913, d. 25 nóvember 1995, maki Ragnheiður María Pétursdóttir; Helga Freyja, f. 27. ágúst 1915, d. 23. janúar 2000, maki Garðar Guðjónsson; Anton Helgi, f. 30. desember 1922, d. 6. febrúar 1923, og Sigríður Margrét, f. 11. febrúar 1929, maki Skúli Sigurgeirsson. Á Dvergsstöðum ólst líka upp Helgi Jakobsson, f. 14. september 1906, d. 5. janúar 1977. Ása og Helgi voru systkinabörn.

Hinn 1. júlí 1939 giftist Ása Ragnari Skjóldal bifreiðastjóra, f. 8. mars 1914, frá Ytra-Gili í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði. Foreldrar hans voru Kristján Pálsson Skjóldal, málari og bóndi, f. í Möðrufelli í Hrafnagilshreppi 4. maí 1882, d. 15. desember 1960, og Kristín Gunnarsdóttir, f. á Eyri við Skötufjörð í Norður-Ísafjarðarsýslu 28. september 1892 , d. 3. apríl 1968. Börn Ásu og Ragnars eru:
1) Kristín Sigríður, f. 13. febrúar 1945. Maki Jakob Jóhannesson, f. 15. febrúar 1944. Börn Kristínar og Jakobs eru: a) Gunnar Örn, f. 28. apríl 1965, maki Jenny Duch. Synir þeirra eru Michael Björn, f. 14. apríl 1992, og Daniel Þór, f. 3. maí 1998. b) Ása, f. 2. mars 1969, maki Gísli Friðriksson. Sonur þeirra er Þórgrímur Arnar, f. 26. júní 2002. Gísli á líka Jón Heiðar, f. 6. nóvember 1988. c) Jóhannes, f. 15. febrúar 1971, maki Anett Ernfelt Andersen. Synir þeirra eru óskírður drengur, f. – d. 15. september 1998, og Jakob Ernfelt, f. 3. janúar 2000. d) Ólafur Ragnar, f. 18. júlí 1976, maki Eleonor Tampos Rosento. Synir þeirra eru Neil Kenneth, f. 25. apríl 1995, Jón Ragnar, f. 29. október 2000, og Christopher Jakob, f. 10. desember 2006. e) Arna, f. 3. mars 1979, maki Jóhannes Baldur Guðmundsson. Synir þeirra eru Baldur Örn, f. 2. apríl 2001, og Óðinn Örn, f. 1. desember 2005.
2) Ragnar Skjóldal, f. 12. maí 1959. Maki Guðrún Inga Úlfsdóttir, f. 4. desember 1962. Synir þeirra eru Hrafnkell Úlfur, f. 4. desember 1995, og Arnkell Ragnar, f. 6. nóvember 1997.

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH08757

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ skráning 30.12.2021

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places