Ásta Sveinbjörnsdóttir (1911-2002) Seyðisfirði
- HAH01544
- Person
- 31.10.1911 - 9.6.2002
Guðrún Ásta Sveinbjörnsdóttir fæddist á Vestdalseyri í Seyðisfirði 31. október 1911. Hún lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar 9. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Oddfríður Ottadóttir, f. 27.7. 1882, d. 30.9. 1961, og Sveinbjörn Árni Ingimundarson, f. 26.12. 1878, d. 4.5. 1956. Þau bjuggu lengst af á Seyðisfirði. Ásta var næstelst af átta systkinum og eru tvö þeirra á lífi.
Eiginmaður Ástu var Sveinbjörn Jón Hjálmarsson, f. 28.12. 1905, d. 5.12. 1974. Börn þeirra eru: Baldur Guðbjartur, f. 30.1. 1929, kona hans er Helga Hermóðsdóttir. Inga Hrefna, f. 2.1. 1932, hennar maður var Jóhann Jóhannsson sem lést 24.4. 2001. Jóhann Björn, f. 18.2. 1934, kona hans er Svava Sófusdóttir. Fjóla, f. 11.6. 1935, hennar maður er Guðmundur Hannes Sigurjónsson. Ástrún Lilja, f. 14.9. 1951, sambýlismaður hennar er Kjartan Pálsson. Árdís Björg Ísleifsdóttir, f. 24.8. 1951, hennar maður er Stefán Þór Herbertsson. Árdís er dóttir Ingu Hrefnu og fósturdóttir Ástu og Sveinbjarnar. Ömmubörn Ástu eru 15 og langömmubörnin 29.
Ásta gekk í barnaskólann á Vestdalseyri og lauk þaðan fullnaðarprófi.
Ásta og Sveinbjörn bjuggu allan sinn búskap á Seyðisfirði þar sem hún stundaði verkamannastörf alla tíð ásamt heimilisstörfum.
Útför Ástu fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11.