Ástrún Jónsdóttir (1938-1994) iðnrekandi í Reykjavík og Danmörku,

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Ástrún Jónsdóttir (1938-1994) iðnrekandi í Reykjavík og Danmörku,

Parallel form(s) of name

  • Ástrún Jónsdóttir

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Rúna

Description area

Dates of existence

20.3.1938 - 1.4.1994

History

Ástrún Jónsdóttir [Rúna] 20. mars 1938 - 1. apríl 1994 verslunarmaður og iðnrekandi í Reykjavík og Danmörku,

Places

Reykjavík; Danmörk:

Legal status

Rúna var ekki langskólagengin, eftir barnaskóla fór hún í Gagnfræðaskólann á Siglufirði og Kvsk á Blönduósi 1955-1956.

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hennar; Sigríður Jóhannesdóttir 16. apríl 1908 - 8. desember 2001 Húsfreyja á Lambanesreykjum, Knappstaðasókn, Skag. 1930. Síðast bús. á Sauðárkróki og maður hennar; Jón Sveinsson Arngrímsson 8. febrúar 1901 - 8. nóvember 1942 Var í Gili, Holtssókn, Skag. 1901. Verkamaður á Lambanesreykjum, Knappstaðasókn, Skag. 1930. Bóndi á Brúnastöðum í Holtshr., Skag. Seinni maður Sigríðar; Árni Anton Sæmundsson 4. febrúar 1898 - 7. júní 1980 Útgerðarmaður á Ólafsfirði 1930. Síðast bús. á Sauðárkróki.
Systkini hennar;
1) Sigurður Jónsson 18. mars 1929 - 8. september 1986 Var á Lambanesreykjum, Knappstaðasókn, Skag. 1930. Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Selfossi. Síðast bús. á Selfossi. Kona hans; Ingibjörg Þorgrímsdóttir 20. ágúst 1926 Var á Miðengi, Útskálasókn, Gull. 1930. Selfossi, Sonur þeirra; Þorgrímur Óli (1952) Lögregluþjónn á Selfossi. http://gudmundurpaul.tripod.com/kristbjorg.html
2) Haukur Jónsson 16. júlí 1932 vélgæslumaður við Skeiðsfossvirkjun, Akureyri
3) Ríkharður Jónsson 4. febrúar 1935 Bóndi Brúnastöðum í Fljótum. Kona hans; Guðbjörg Indriðadóttir 10. júlí 1941 - 24. mars 1986 Húsfreyja á Brúnastöðum í Fljótum, Skag. Síðast bús. í Holtshr. Sonur þeirra; Jóhannes Helgi (1966) Kona hans; Stefanía Hjördís Leifsdóttir (1965) http://gudmundurpaul.tripod.com/olof.html
4) Jóna Ólafía Jónsdóttir 3. apríl 1942 Skólaliði í Varmahlíð.
Sammæðra;
5) Sveinn Einald Árnason 29. ágúst 1945

Maður hennar 1960; Haukur Dór Sturluson 24. ágúst 1940 leirlistamaður. Kjörfaðir: Sturla Pétursson, f. 6.9.1915, d. 14.4.1999.
Kjörbörn;
1) Tinna Rún Hauksdóttir, f. 14.8.1973
2) Tanja Hauksdóttir, f. 27.1.1975.

General context

Nám og störf Hauks og Rúnu erlendis báru smám saman ríkulegan ávöxt, ekki einungis í keramikinu, heldur einnig málverkinu. Keilir blasti við eins og glögglega má merkja í myndum Hauks fyrr og síðar. Rúna sló ekki slöku við, fremur en áður. Hún stofnaði listmunaverslunina Kúnígúnd við Skólavörðustíg ásamt vinkonu sinni, Guðrúnu Magnúsdóttur, Dúnu, fljótlega eftir heimkomuna. Það var glæsibúð með nýjum stíl sem snerti listræna strengi breyttra tíma. Þar voru alþekktu kertin hennar Rúnu - Norðurljós hétu þau - sem hún framleiddi árum saman af mikilli smekkvísi og runnu út. Verslunarrekstur, kertagerð, leirmunagerð; þótt ekkert af þessu væri í sjálfu sér nýlunda á Íslandi voru stíll og efnistök með nýjum brag. Að því leyti fóru þar frumkvöðlar.
Stórhuga fólk unir ekki lengur þegar allt virðist vera að færast í fastar skorður. Þá þarf að kanna nýjar slóðir, hugurinn leitast við að storka örlögunum og sé kjarkurinn nægur er látið til skarar skríða. Hauk og Rúnu skorti ekki hugrekkið, seldu allt hér heima 1980 og settu stefnuna á Ameríku til að byrja með. Þá tók við tveggja ára dvöl í Columbia í Maryland, nýtt hús og nýr leirbrennsluofn og mikið varð til af fallegum hlutum. Þar nutu þau öll dyggilegrar aðstoðar Dóru, systur Hauks.

Og ögrandi hugmyndir voru til þess eins fallnar að koma þeim í verk; þau rétt tylltu niður fæti á gamla landinu á leiðinni austur um haf á ný, söðluðu gjörsamlega um, festu kaup á gömlum og lúnum herragarði á Norður-Sjálandi og umbyltu enn sem fyrr gömlu húsi, og þar með lífi sínu, svo ævintýri var líkast. Á ótrúlega skömmum tíma varð að veruleika glæsilegur veitingastaður, Tinggården, þar sem gestum var boðið hangikjöt og íslenskar pönnukökur meðal annarra kræsinga. Og líkaði vel. Haukur og Rúna stóðu í eldlínunni, við potta og pönnur og uppvaskið - Tinna og Tanja líka - innkaupin, bókhaldið, starfsmannahaldið og allt sem fylgir veitingaamstri. En erill og fjárhagsvíl varð meira en góðu hófu gegndi og fjölskyldan flutti sig um set inn til Kaupmannahafnar.

Rúna helgaði sig upp frá því fyrst og fremst Hauki, Haukur helgaði sig Rúnu og myndlistinni, og þau bæði dætrunum. Rúna hafði þó engu gleymt um verslunarrekstur með listmuni og stofnaði með vinahjónum, Mörtu Kristjánsdóttur og Guðjóni Gestssyni, Gallerí Grímu við Laugaveg fyrir tæpum tveimur árum. Annaðist hún innkaup í Danmörku af þeirri list sem galleríið ber með sér. Marta og Guðjón reyndust síðan, að öðrum ólöstuðum, meðal sannra vina í raun.

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH03701

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 19.6.2018

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places