Showing 10344 results

Authority record

Solveig Guðmundsdóttir (1896-1978) New York

  • HAH09286
  • Person
  • 11.8.1896 - 14.12.1978

Solveig Þorbjörg Guðmundsdóttir Asmund 11. ágúst 1896 - 14. des. 1978. Húsfreyja í Bandaríkjunum. Var í Reykjavík 1910.

Sólveig Fríða Einarsdóttir (1945) Ljósmóðir

  • HAH9446
  • Person
  • 21.08.1945

fæddist í Vestmannaeyjum 21. ágúst 1945.
Foreldrar hennar voru Einar Guttormsson yfirlæknir, f. 1901, d. 1985 og k.h. Margrét Kristín Pétursdóttir húsmóðir, f. 1914, d. 2001.
Maki (27. des. 1969, skildu): Viðar flugstjóri, f. 20. júní 1945, Hjálmtýs verkstjóra í Keflavík Jónssonar og Guðlaugar dömuklæðskera Jóhannesdóttur frá Seyðisfirði.
Börn: Örlygur, f. 22. febr. 1970; Guttormur Einar, f. 28. marz 1972; Tryggvi, f. 28. apríl 1977; Ingibjörg Elín, f. 14. marz 1985.
Barnsfaðir: Þorsteinn Eyjólfsson rafvirki, f. 29. des. 1937.
Barn: Birgir Eyjólfur, f. 15. apríl 1966.

Fríða stundaði ensku- og ritaranám í Englandi 1961. Hún lauk ljósmæðraprófi við Ljósmæðraskóla Íslands 26. sept. 1969.
Hún var ljósmóðir í Eyjum í 5 mán. 1971 og í 2 mán. 1980; var ljósmóðir við Fæðingaheimili Reykjavíkur 1973 – 1975, við mæðraskoðun í Kópavogi 1977 – 1979; Landspítalann júní 1981 – 1. maí 1982. Hjúkrunarstörf vann hún á Sólvangi í Hafnarfirði 1970-1971 og St. Jósefs spítala í Hafnarfirði 1977-1979; ljósmóðir á Fæðingaheimili Reykjavíkur til 1981, Landspítalanum 1981-1982, Fæðingaheimili Rvk 1983-1984. Hætti þá störfum vegna slyss. Vann síðan á Landspítalanum sumarið 1987.

Sólveig Felixdóttir (1938-2003) Reykjavík

  • HAH05123
  • Person
  • 7.3.1938 - 14.10.2003

Sólveig Felixdóttir fæddist í Húsey í Skagafirði 7. mars 1938.
Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans þriðjudaginn 14. október 2003.
Útför Sólveigar var gerð frá Fossvogskirkju 24.10.2003 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Sólveig Eysteinsdóttir (1868-1928) Selkirk Manitoba

  • HAH09389
  • Person
  • 25.2.1868 - 21.12.1928

Solveig Eysteinsdóttir (Solveig Hannesson) 25. feb. 1868 - 21. des. 1928. Var á Arnbjargarlæk, Hjarðarholtssókn, Mýr. 1870. Fór til Vesturheims 1888. Var í Selkirk, Manitoba, Kanada 1911. Húsfreyja í Selkirk, Manitoba, Kanada 1906. Húsfreyja í Selkirk, Manitoba, Kanada 1916.

Solveig Eysteinsdóttir (1862-1914) Tindum

  • HAH06754
  • Person
  • 14.3.1862 - 1.1.1914

Solveig Eysteinsdóttir 14.3.1862 - 1.1.1914. Var á Orrastöðum, Þingeyrasókn, Hún. 1870. Húsfreyja á Orrastöðum, Þingeyrasókn, Hún. 1890. Húsfreyja í Tindum, Svínavatnssókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Sæunnarstöðum, Spákonufellssókn, Hún. 1910.

Sólveig Eiríksdóttir (1944-2005) Reykjavík

  • HAH08493
  • Person
  • 21.9.1944 - 30.4.2005

Sólveig Eiríksdóttir fæddist í Reykjavík 21. september 1944. Síðast bús. á Fellsenda í Dölum. Kvsk á Blönduósi 1965-1966. Ógift barnlaus
Hún andaðist á Sjúkrahúsinu á Akranesi 30. apríl 2005. Sólveig var jarðsungin frá Áskirkju 13.5.2005 og hófst athöfnin klukkan 15.

Sólveig Eggertsdóttir (1917-2008) frá Nautabúi

  • HAH02018
  • Person
  • 9.5.1917 - 18.3.2008

Sólveig Eggertsdóttir fæddist í Reykjavík hinn 9. maí 1917. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli þann 18. mars síðastliðinn. Sólveig bjó alla tíð í Reykjavík, að undanskildum nokkrum árum, þegar hún bjó með foreldrum sínum í Vestmannaeyjum. Hún stundaði skrifstofustörf á yngri árum og hélt heimili með móður sinni og börnum, lengst af, í Þingholtsstræti 30 í Reykjavík. Síðustu árin dvaldist hún á Hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík.
Útför Sólveigar fór fram í kyrrþey.

Solveig Daníelsdóttir (1898-1980) Reykjavík

  • HAH09385
  • Person
  • 10.4.1898 - 7.4.1980

Sólveig Daníelsdóttir 10. apríl 1898 - 7. apríl 1980. Húsfreyja á Laugavegi 69, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945.

Solveig Bergljót Stefánsdóttir (1879-1961) vkk Akureyri

  • HAH07079
  • Person
  • 20.2.1879 - 6.7.1961

Solveig Bergljót Stefánsdóttir 20. febrúar 1879 - 6. júlí 1961. Verkakona á Akureyri. Vinnukona Brandsstöðum 1901, Holti í Svínadal 1910. Ógift bústýra Bjarnastöðum Þingi 1920.

Solveig Benediktsdóttir (1912-2010) skólastýra Kvennaskólanum

  • HAH02014
  • Person
  • 24.12.1912 - 29.7.2010

Solveig Kristbjörg Benediktsdóttir fæddist á Húsavík 24. desember 1912. Hún lést á Héraðshælinu á Blönduósi að morgni 29. júlí 2010. Síðustu æviárin bjó hún á dvalardeild Héraðshælisins á Blönduósi.
Útför Solveigar fer fram frá Blönduóskirkju í dag, 6. ágúst 2010, og hefst athöfnin kl. 14.

Sólveig Arnórsdóttir (1928-2023) Þverá í Dalsmynni. Kennari við KVSK

  • HAH08151
  • Person
  • 25.5.1928 - 8.8.2023

Solveig fæddist á Laugum í Reykjadal 25. maí 1928. Kennari og húsfreyja í Útvík og Dýjabekk í Staðarhreppi og síðar á Sauðárkróki. Var í Alþýðuskólanum á Litlu-Laugum, Einarsstaðasókn, S-Þing. 1930.
Hún lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki 8. ágúst 2023. Útförin var gerð frá Sauðárkrókskirkju 25. ágúst 2023, klukkan 13 og jarðsett í Reynistaðarkirkjugarði.

Sólvangur Blönduósi

  • HAH00670
  • Corporate body
  • 20.7.1952 -

20.7.1952 fær Eyþór Guðmundsson 600 m2 lóð undir byggingu. Svínvetningabraut er norðan við lóðina, en á aðrar hliðar er ræktunarlóð Eyþórs. [Ragna Rögnvaldsdóttir ekkja Eyþórs bjó þar áfram þar til hún lést]

Sölvabakki á Refasveit

  • HAH00220
  • Corporate body
  • (1950)

Sölvabakki er nyrstur Neðribyggðarbæja á Refasveit í Engilhlíðarhreppi. „Bæjarhús standa steinsnar frá háum og bröttum sjávarbakkanum. Nafn býlisins er af því dregið að þar mun hafa verið sölvatekja til búsílags.“
Skammt sunnan og austan Sölvabakka var nýbýlið Svangrund, sem sagt er að hafi á sínum tíma verið byggt úr land jarðarinnar. Árið 1947 er hálf Svangrund, sem þá var í eyði, lögð undir heimajörðina, en síðasti ábúandi þar var Níels Jónsson. Fjörubeit er ágæt og útræðiver héðan fyrir nokkrum árum. Hrognkelsaveið sæmileg ef sótt er. Nokkurt land er leigt út yil jartöfluræktunar í svonefndri Stekkjarvík.
Íbúðarhús byggt 1932. kjallari og hæð 260 m3. Fjós fyrir 22 gripi. Fjárhús fyrir 250 fjár. Hlöður 1772 m3. Votheysgeymslur 280 m3. Tún 48,2 ha. Veiðiréttur í Ytri-Laxá.

Sölvabakki er nyrstur Neðribyggðarbæja á Refasveit í Engilhlíðarhreppi. „Bæjarhús standa steinsnar frá háum og bröttum sjávarbakkanum. Nafn býlisins er af því dregið að þar mun hafa verið sölvatekja til búsílags.“

Jarðarinnar er fyrst getið í Máldaga Péturs Nikulássonar Hólabiskups frá 1394 og jörðin þar nefnd Sölvabakki hinn ytri, í eign Höskuldsstaðakirkju ásamt Svangrund.

Sölvabakki var 10 hundruð að fornu mati en 6,1 að nýju mati árið 1848.

Jörðin var að hálfu eign konungs og hálfu Höskuldsstaðakirkju 1708. Landsskuldin var greidd í landaurum. Helstu hlunnindi voru: lyngrif, berjatínsla, selveiði, sölvafjara og reki. Torfristu átti jörðin í Kúskerpislandi og á móti átti Kúskerpi skipastöðu í Bakkafjöru. Engi og tún voru léleg, en jörðin átti engjaítak í Neðra-Lækjardalslandi þar sem heitir Bakkateigur. Heimræði var og lendingin sæmileg, en sjaldan róið fleirum en einu skipi.

Gamalíel Jónsson sem talinn er hafa ritað Húnvetnskan annál 1753-1776 bjó á Sölvabakka. Hann var hagur maður á smíðar, bókbindari, góður fiskinn formaður og hreppstjóri.

Ósvíkurbúð er nefnd í Sýslu- og sóknarlýsingum og segir að hún hafi verið í byggð í eitt ár fyrir skömmu. Sóknarlýsingin var gerð 1873 og hefur því verið búið þar fyrir þann tíma en Ósvíkurbúðar er ekki getið í manntölum 1703, 1816, 1835 eða 1870. Í Ósvík er útræði, og á Ósvíkurbakkanum er sjóbúð,

Sölufélag Austur Húnavatnssýslu (1960)

  • HAH10105
  • Corporate body
  • 1960

Sölufélag Austur Húnavatnssýslu varð til árið 1960, en hét áður Sláturfélag Austur Húnavatnssýslu og stofnað 27.febrúar 1908.

Sólrún Sigurðardóttir (1928-2013)

  • HAH02017
  • Person
  • 2.8.1928 - 14.1.2013

Sólrún Sigurðardóttir fæddist 2. ágúst 1928 á Eyrarbakka. Hún lést á Fossheimum, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, 14. janúar 2013. Sólrún ólst upp með foreldrum sínum og níu systkinum í Búðarhamri á Eyrarbakka og gekk í barnaskólann á Bakkanum. Hún vann við verslunarstörf, fyrst í Bókabúð Lárusar Blöndal í Reykjavík og síðar í Bókabúð Kaupfélags Árnesinga á Selfossi.
Sólrún og Sigurður bjuggu á Víðivöllum 6 á Selfossi. Frá 1985 bjuggu Sólrún og Ástríður systir hennar saman á Grænuvöllum 6 og síðar í Álftarima 11. Síðastliðið ár dvaldi Sólrún á Fossheimum, Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Útför Sólrúnar verður gerð frá Selfosskirkju í dag, 24. janúar 2013, og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Sólrún Árnadóttir (1848) Stóra-Ósi Miðfirði

  • HAH07084
  • Person
  • 11.10.1848 - 11.5.1927

Sólrún Árnadóttir 11.10.1848 - 11.5.1927. Var í Litla-Ósi, Melstaðasókn, Hún. 1860. Bústýra að Stóra Ósi í sömu sveit 1870 og 1927. Tungu 1850. Syðri-Þverá 1855

Sólheimar í Svínadal

  • HAH00472
  • Corporate body
  • [1300]

Jörðin á mikið og gott land upp frá miðju Svínavatni, hallandi mót suðvestri. Einkum er ræktarland mikið og gott, mýrlendi að vísu, en auðvelt til þurrkunar. Þjóðvegurinn liggur ofarlega í hlíðinni. Gamla túnið og byggingar jarðarinnar er skammt neðar í 250 metra hæð yfir sjávarmáli, en nýræktartúnin þar niður frá. Jörðin hefur verið í eigu sömu ættar frá 1867, er Ingvar Þorsteinsson eignaðist hana og eftir hann Þorleifur sonur hans og Sigurlaug kona hans. Þorleifur byggði snotran sumarbústað í landi jarðarinnar og hafið þar trjárækt ofl. Íbúðarhús byggt 1950 múrhúðað, hæð og ris 104 m2 og 359 m3. Fjós yfir 22 gripi með mjólkurhúsi, kjarnfóður og áburðargeymslu. Fjárhús yfir 400 fjár, einangrað þak og grindur í gólfi yfir vélgengum áburðarkjallara. Hlöður 1218 m3 og votheysturn 40 m3. Tún 54 ha. Veiðiréttur í Svínavatni.

Sólheimar Blönduósi

  • HAH00471
  • Corporate body
  • 1907 -

Sólheimar Blönduósi. Áður fyrsta verslunarhús Magnúsar kaupmanns (hús Jóns Stefánssonar, bróður Magnúsar 1910, einnig Kristjánshús 1910)

Sóknarnefnd Svínavatnskirkju (1920)

  • HAH10083
  • Corporate body
  • 1920

Fyrsta fundagerðabókin er frá 1920.
Undir fundargerðina rita Jón Pálmason og Erlendur Hallgrímsson sem hefur verið fundarritari.
1922 eru Gunnar Bjarnason, Jón Pálmason og Erlendur Hallgrímsson sagðir í sóknarnefnd.

Sóknarnefnd Hólaneskirkju (1880-)

  • HAH10026
  • Corporate body
  • 1880-

Árið 1880 voru sett lög um stjórn safnaðarmála og skipan sóknar- og hérðasnefnda. Sóknanefnd Spákonufellssóknar var stofnuð 1880 og breyttist í sóknarnefnd Hólaneskirkju þegar kirkjan fluttist niður í kauptúnið og var vígð 1928. Fyrstu sóknarnefndina skipuðu: Björn Jónsson, bóndi í Háagerði 1880-1884, Friðrik Möller, Skagaströnd 1880-1883, Sigurður Finnbogason, bóndi á Sæunnarstöðum 1880-1887

Sögufélagið Húnvetningur (1938)

  • HAH10060
  • Corporate body
  • 1938

Sögufélag Húnvetninga var stofnað árið 1938 og var Magnús Björnsson Syðra-Hóli einn af forgöngumönnum þess. Félagið hefur gefið út eða stuðlað að útgáfu ýmissa rita um húnvetnsk fræði. Árið 1990 ákvað stjórn Sögufélagsins að stuðla að aukinni þekkingu um ættir Austur-Húnvetninga og einnig að heiðra minningu Magnúsar með því að láta fullvinna það ættfræðirit sem Magnús hafði hafið. Sama ár var Guðmundur Sigurður Jóhannsson ættfræðingur ráðinn til verksins og hefur hann unnið að því meira og minna síðan. Hafði hann til þess aðstöðu á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga á Sauðárkróki, en þar er til staðar eitt besta og aðgengilegasta safn ættfræðirita sem til er á landinu. Á þessum níu árum hefur Guðmundur aukið og bætt svo við handrit Magnúsar að nú er mikill meirihluti ritsins orðinn verk Guðmundar. Auk framlags Guðmundar hafa fjölmargir einstaklingar, fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir lagt þessu verki lið; með söfnun upplýsinga og mynda, tölvuvinnu og fjárframlögum.
Árið 1997 samdi Sögufélagið Húnvetningur við bókaforlagið Mál og mynd um útgáfu þessa rits. Ættir Austur-Húnvetninga eru raktar svo langt aftur sem heimildir leyfa, jafnvel allt til 14. aldar. Í ritinu er mjög mikið af tilvitnunum í önnur rit svo að auðvelt er að afla sér margs konar fróðleiks um flesta þá einstaklinga sem getið er um.

Sófus Auðunn Blöndal Björnsson (1888-1936) kaupm Siglufirði

  • HAH06771
  • Person
  • 5.11.1888 - 22.3.1936

Sófus Auðunn Blöndal Björnsson 5.11.1888 - 22.3.1936. Kaupmaður og ræðismaður og síðar skrifstofustjóri á Siglufirði. Skrifstofustjóri á Siglufirði 1930. Raufarhöfn 1890.
Læknishúsinu (síðar Friðfinnshús) Blönduósi 1899-1901.

Sofía Jóhannsdóttir (1920-1974) Holti

  • HAH07866
  • Person
  • 22.6.1920 - 28.6.1974

Sofía Jóhannsdóttir 22. júní 1920 - 28. júní 1974. Var í Holti, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Var í Holti, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Húsfreyja þar. Síðast bús. í Svínavatnshreppi. Kvsk á Blönduósi 1940-1941.
Fædd í Holti, Lést á Heilsuhælinu, Jarðsett frá Auðkúlustað

Soffía Steinsdóttir (1913-1996)

  • HAH02012
  • Person
  • 26.11.1913 - 4.7.1996

Soffía Steinsdóttir var fædd í Stórholti í Fljótum 26. nóvember 1913. Hún lést á Landspítalanum 4. júlí sl. Tveggja ára gömul flyst Soffía ásamt foreldrum og systrum að Neðra-Ási í Hjaltadal. Útför Soffíu fer fram frá Neskirkju föstudaginn 12. júlí kl. 13.30.

Soffía Stefánsdóttir (1913-2005) Bala

  • HAH02004
  • Person
  • 15.9.1913 - 14.11.2005

Soffía Guðrún Stefánsdóttir fæddist á Hringveri í Víðvíkurhreppi í Skagafirði 15. september 1913. Hún lést 14. nóvember 2005. Soffía og Jósef bjuggu allan sinn búskap á Blönduósi. Soffía Guðrún var jarðsungin á Bönduósi 22. nóvember 2005.

Soffía Stefánsdóttir (1895-1958) Víðimýri

  • HAH09121
  • Person
  • 15.4.1895 - 8.11.1958

Steinunn Soffía Stefánsdóttir 15. apríl 1895 - 8. nóvember 1958 Húsfreyja í Víðimýri, Víðimýrarsókn, Skag. 1930. Hjúkrunakona á Sauðárkróki og Akureyri.

Soffía Sigurjónsdóttir (1875-1940) Laxamýri Þing

  • HAH09257
  • Person
  • 15.4.1875 - 5.9.1940

Soffía Sigurjónsdóttir 15. apríl 1875 - 5. sept. 1940. Nuddlæknir á Akureyri og starfaði þar að góðgerða- og hjúkrunarmálum, síðar bús. í Köln og Leipzig í Þýskalandi.
Um 1910 kom hún alfari heim til íslands ásamt dóttur sinni, Elsu, barnungri. Hóf hún þá nuddlækningar á Akureyri, undir handleiðslu þeirra Steingríms Matthíassonar og Vald. Stefensen, og Ijetu þeir þáðir svo um mælt, að skyldurækni og samviskusamari persónu í starfi sínu, en Soffíu við nuddlækningarnar, væri ekki unt að óska sjer.

Soffía Sigurðardóttir (1908-2002) Njálsstöðum

  • HAH02010
  • Person
  • 22.4.1908 - 24.10.2002

Soffía Aðalheiður Sigurðardóttir fæddist í Vöglum í Vatnsdal í A-Hún 22. apríl 1908. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 24. október síðastliðinn. Soffía og Hafsteinn byrjuðu sinn búskap í Vöglum í Vatnsdal, bjuggu í Hnausum í Þingi 1931-1934 en þá fóru þau að Njálsstöðum í Vindhælishreppi. Árið 1962 fluttu þau til Skagastrandar en eftir lát Hafsteins hefur Soffía dvalið á Hnitbjörgum, dvalarheimili aldraðra á Blönduósi, en fyrir ári flutti hún á Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi. Soffía ólst upp á Másstöðum í Vatnsdal hjá Guðrúnu Jónsdóttur, ljósmóður, f. 21. maí 1869, d. 15. okt. 1947. Hennar ævistarf var fyrst og fremst að vera húsmóðir á stóru heimili.
Útför Soffíu verður gerð frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Höskuldsstaðakirkjugarði.

Soffía Pétursdóttir Líndal (1901-1990) Holtastöðum

  • HAH02009
  • Person
  • 9.11.1901 - 18.4.1990

Soffía Pétursdóttir Líndal - Minning fædd 9. nóvember 1901 á Tjörn á Skaga dáin 18. apríl 1990. Góð og mikilhæf kona er fallin frá. Í áratugi var hún húsfreyja á höfuðbólinu Holtastöðum í Langadal, mannmörgu menningarheimili, og naut ástar og virðingar allra semþar dvöldust eða heimilinu kynntust. Alltaf var hún í nánum tengslumvið Holtastaði og vorið 1938 urðu þáttaskil í lífi hennar, er hún gekk í hjónaband með Jónatan Líndal bónda og hreppstjóra þar, sem þá var orðinn ekkjumaður. Það voru margir sem töldu, að sæti Guðríðar yrði vandfyllt og höfðu efasemdir um nýju húsfreyjuna. Fljótt kom í ljós að reisn Holtastaðaheimilisins varð ekki minni en áður með Soffíu við stjórnvölinn, og Jónatan naut þess að hafa góða konu sér við hlið á þessu síðara skeiði ævi sinnar. Þau voru einstaklega samstíga í hjónabandi sínu og áttu vel skap saman. Heimilisbragurinn einkenndist annars vegar af reglufestu og hins vegar af glaðværð og mannlyndi. Fólki var haldið að vinnu, en það átti líka sinn fasta frítíma. Aldrei var t.d. unnið á sunnudögum nema brýna nauðsyn bæri til. Matur var alltaf mikill og góður, enda var Soffía mikil matreiðslukona og myndarleg í öllu er laut að heimilisstörfum. Þau báru hag síns fólks mjög fyrir brjósti og þetta kunnu bæði vinnufólk og aðkomubörn vel að meta. Marga hef ég hitt, sem dvöldu á Holtastöðum um lengri eða skemmri tíma, og undantekningarlaust hafa þau lýst virðingu og hlýhug til þeirra hjóna og rómað bæði aðbúnaðinn og ekki síður þau þroskandi áhrif sem þau urðu fyrir á heimilinu.

Soffía Lárusdóttir (1858-1923) Vindhæli

  • HAH09337
  • Person
  • 27.2.1858 - 10.6.1923

Steinunn Soffía Lárusdóttir 27. feb. 1858 [19.2.1857] - 10. júní 1923. Húsfreyja á Vindhæli, Spákonufellssókn, A-Hún. 1910.

Soffía Lárusdóttir (1925-2010) Skagaströnd, frá Vindhæli

  • HAH02011
  • Person
  • 23.6.1925 - 31.3.2010

Soffía Sigurlaug Lárusdóttir fæddist 23. júní 1925 á Vindhæli á Skagaströnd í Austur-Húnavatnssýslu. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 31. mars 2010. Soffía ólst upp á Vindhæli til 10 ára aldurs en fluttist þá til Skagastrandar með foreldrum sínum. Útför Soffíu fer fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag, 8. apríl 2010, og hefst athöfnin kl. 14.

Soffía Jónsdóttir (1916-2004)

  • HAH02008
  • Person
  • 29.4.1916 - 29.7.2004

Soffía Jónsdóttir fæddist í Nýpukoti í Víðidal í V-Húnavatnssýslu 29. apríl 1916. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík 29. júlí síðastliðinn. Soffía ólst upp í Nýpukoti, hún missti móður sína þegar hún var á sjötta ári en fjölskyldan bjó áfram í Nýpukoti. Þegar Soffía var 18 ára fluttist hún búferlum með föður sínum og fóstrum, Ingibjörgu Sigurðardóttur og Málfríði Steingrímsdóttur, á Staðarhól við Siglufjörð. Eftir að hún tók saman við eiginmann sinn flutti hún út á Siglunes, Árið 1958 flutti fjölskyldan inn á Siglufjörð þar sem stöðugt fleiri af börnunum hófu skólagöngu. Síðustu æviárin dvaldi hún í nálægð við dætur sínar þrjár á öldrunardeild Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga á Húsavík.
Útför Soffíu fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Soffía Jónsdóttir (1910-2006)

  • HAH02007
  • Person
  • 22.1.1910 - 24.6.2006

Soffía Jónsdóttir fæddist á Blöndudalshólum í Húnavatnssýslu 22. janúar 1910. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 24. júní síðastliðinn. Soffía fór ung að vinna, fyrst almenn sveitastörf. Vann á Hólum í Hjaltadal nokkur ár, þar til hún hóf búskap á Bakka í Skagafirði.Í Reykjavík bjó hún fyrst á Barónsstíg 41 og síðan á Austurbrún 4, þar til hún fluttist á Skjól.
Útför Soffíu verður gerð frá kapellunni í Fossvogi í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Soffía Jóhannsdóttir (1916-1996)

  • HAH02006
  • Person
  • 17.2.1916 - 6.2.1996

Soffía Ingibjörg Jóhannsdóttir fæddist á Mjóabóli í Haukadal í Dalasýslu 17. febrúar 1916. Hún lést á Borgarspítalanum 6. febrúar síðastliðinn.
Útför Soffíu fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.00.

Soffía Jóhannsdóttir (1875-1952) Neðra-Vatnshorni

  • HAH04734
  • Person
  • 20.12.1875 - 13.2.1952

Halldóra Soffía Jóhannsdóttir 20. des. 1875 [20.12.1873 skv kirkjubókum] - 13. feb. 1952. Húsfreyja á Neðra-Vatnshorni, síðast í Hafnarfirði.

Soffía Baldvinsdóttir (1866-1943) Blönduósi

  • HAH04961
  • Person
  • 24.8.1866 - 28.11.1943

Soffía Baldvinsdóttir 24. ágúst 1866 - 28. nóv. 1943. Var á Hömrum, Snæf. 1870. Hjú í Neðrifitjum, Víðidalstungusókn, Hún. 1901. Var í Hafnarfirði 1930. Ógift.
Sunnuhvoli 1910 og aftur 1919 og þá í óþökk eiganda, borin út. Bræðslubúð (síðar Lágafell) 1913-1915, fyrsti íbúi þarLangaskúr 1915-1918. Tilraun 1920. Ógift.
Fyrsti íbúinn í Bræðslubúð, skiptir þá á húsnæði við Valdimar Jóhannsson og flytst í Langaskúr.

Soffía Ásgeirsdóttir (1917-2004) úr Ásgeirshúsi.

  • HAH02005
  • Person
  • 1.9.1917 - 6.7.2004

Soffía Ingibjörg Ásgeirsdóttir fæddist á Blönduósi 1. september 1917. Hún lést í Seljahlíð, heimili aldraðra, Reykjavík, þriðjudaginn 6. júlí 2004. Hjálmar og Soffía hófu búskap sinn á Ísafirði en fluttust til Reykjavíkur árið 1946. Þar lærði Hjálmar fiskmat og vann við það að mestu upp frá því. Þau bjuggu bæði í Vesturbænum og Austurbænum en eignuðust síðan íbúð á Kleppsvegi 4 árið 1959. Soffía fluttist í Akraland 1 árið 1983 og bjó þar til ársins 2000. Þá fluttist hún í Seljahlíð, heimili aldraðra og bjó þar til dauðadags. Soffía ólst upp á Blönduósi Hún dvaldi í Vallanesi á Fljótsdalshéraði hjá Hrefnu systur sinni og manni hennar um tveggja ára skeið. Soffía verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Snorri Þorsteinsson (1930-2014) Fræðslustjóri

  • HAH09547
  • Person
  • 31. júlí 1930 - 9. júlí 2014

Snorri Þorsteinsson fæddist á Hvassafelli í Norðurárdal hinn 31. júlí 1930. Hann lést 9. júlí 2014 á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Foreldrar Snorra voru Þorsteinn Snorrason bóndi, f. 28.8. 1892 á Laxfossi, Stafholtstungum, d. 2.8. 1978, og Sigurlaug Gísladóttir, f. 6.1. 1891 í Hvammi í Norðurárdal, d. 5.6. 1974.
Bróðir Snorra er Gísli Þorsteinsson, f. 15.12. 1935.
Snorri var kvæntur Eygló Guðmundsdóttur, f. 14.12. 1935, d. 1.11. 2012. Foreldrar hennar voru Guðmundur Sölvason verslunarmaður, f. 3.2. 1910, d. 17.6. 1995, og Undína Sigmundsdóttir, f. 6.6. 1912 í Vestmannaeyjum, d. 19.5. 1981. Snorri og Eygló voru barnlaus en Eygló átti dótturina Margréti með fyrri manni sínum Guðjóni Sigurbjörnssyni lækni.

Snorri ólst upp á Hvassafelli og bjó þar þangað til hann tók við starfi fræðslustjóra þá flutti hann í Borgarnes. Hann lauk stúdents prófi frá MR 1952. Hann stundaði nám við Háskóla Íslands í uppeldisfræði, ensku og íslensku og lauk þaðan BA prófi í íslensku og sögu svo og kennsluréttindaprófi í uppeldis- og kennslufræðum. Auk þess sótti hann ýmis námskeið hérlendis og erlendis. Frá 1949 var hann farkennari í Norðurárdal og Þverárhlíð. Þá kennari og síðan yfirkennari við Samvinnuskólann í Bifröst. Hann var lengst af fræðslustjóri Vesturlandsumdæmis og síðar forstöðumaður Skólaskrifstofu Vesturlands. Fyrstu árin sem fræðslustjóri var hann jafnframt framkvæmdastjóri heilsugæslustöðvar Borgarness. Snorri var virkur í félagsmálum og sinnti mörgum árbyrgðarstörfum sem hér verður einungis tæpt á. Hann var í stjórn Ungmennafélagsins Baulu og UMSB á árunum 1949-1958. Hann tók þátt í störfum Framsóknarflokksins á árunum 1949-1971, sat í stjórn FUF í Borgarfirði og var formaður FUF í Mýrasýslu. Hann sat í stjórn SUF og í miðstjórn Framsóknarflokksins og var formaður kjördæmissambands framsóknarmanna í Vesturlandskjördæmi. Hann sat í fyrstu stjórn Kennarasambands Vesturlands og í stjórn Félags fræðslustjóra, hann var einnig fyrsti formaður Sambands verslunarskólakennara. Var formaður Þroskahjálpar á Vesturlandi og í svæðisstjórn um málefni þroskaheftra. Sögufélag Borgarfjarðar var Snorra einkar hugleikið og var hann formaður þess á árunm frá 2000-2014, félagið gaf út Borgfirskar æviskrár ásamt Borgfirðingabók og íbúatali. Snorri var félagi í Rótarý-klúbbi Borgarness og var forseti klúbbsins 2014- 2015. Hann gegndi embætti umdæmisstjóra 1999-2000. Eftir hann liggja bækurnar „Sparisjóður í 90 ár. Saga Sparisjóðs Mýrasýslu 1913-2003“ frá 2004 og „Barna- og unglingafræðsla í Mýrasýslu, 1880-2007“ frá 2009 Snorri skrifaði greinar um bókmenntir og sagnfræði, leikþætti, kennsluefni o.fl.

Snorri Kristjánsson (1885-1966) Snorrahúsi Blönduósi

  • HAH04960
  • Person
  • 12.6.1885 - 7.2.1966

Snorri Kristjánsson 12. júní 1885 - 7. feb. 1966. Með foreldrum í Hraungerði um 1887-88 og 1893-1900. Einnig með foreldrum á Höskuldsstöðum og Hömrum í Reykjadal, S-Þing. 1889-92. Var svo í vinnumennsku í S-Þing., meðal annars á Laxamýri. Um 1914 fluttu þau vestur í Húnavatnssýslu og bjuggu lengst af á Blönduósi. Hestkeyrslumaður á Blönduósi 1930. Var í Pétursborg (Snorrabær), Blönduóshr., A-Hún. 1957. Tilraun 1947.

Snorri Jónsson (1910-1990) Hléskógum, Höfðahverfi

  • HAH08785
  • Person
  • 25.2.1910 - 25.1.1990

Snorri Jónsson fæddur 25. febrúar 1910. Verkamaður á Akureyri og í Reykjavík. Vinnumaður á Hóli, Grenivíkursókn, S-Þing. 1930. Síðast bús. í Reykjavík.
Snorri fæddist á Hóli í Höfðahverfi 25. febrúar árið 1910 og hefði hann því orðið áttræður nú í febrúar.
Hann andaðist á Landspítalanum 25. janúar 1990. Jarðsettur föstudaginn 2. febrúar 1990.

Snorri Dalmar Pálsson (1917-2006) Akureyri

  • HAH08786
  • Person
  • 28.12.1917 - 2.2.2006

Snorri Dalmar Pálsson 28.12.1917 - 2.2.2006. Akureyri. Var á Siglunesi, Siglufirði 1930.
Hildur og Snorri bjuggu á Siglufirði til ársins 1972 þegar þau fluttu til Reykjavíkur.

Snorri Bjarnason (1925-2005)

  • HAH02002
  • Person
  • 24.9.1925 - 21.12.2005

Snorri Bjarnason fæddist í Reykjavík 24. september 1925. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 21. desember síðastliðinn. Snorri ólst upp í Reykjavík. Hann starfaði við húsasmíðar í Reykjavík til ársins 1960 en þá flutti hann með fjölskylduna norður að Sturluhóli í Engihlíðarhreppi í Húnavatnssýslu þar sem hann reisti nýbýli. Snorri og Erla bjuggu á Sturluhóli til ársins 1981 þegar þau fluttu til Blönduóss. Útför Snorra verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Snorri Arnfinnsson (1900-1970) hótelstjóri Blönduósi

  • HAH02001
  • Person
  • 19.7.1900 - 28.6.1970

Hann ólst upp í foreldrahúsum og stundaði margs konar sveitastörf þar vestra. Snorri keypti gömul hús á Blönduósi, lét breyta þeim og gerði þannig mjög vistleg húsakynni. Fljótlega hófst hann handa með nýbyggingu, og byggði við Hótelið samkomusal — Hljómskálann — og nokkur svefnherbergi. Síðar réðist hann í stórendurbyggingu og byggði Hótel Blönduós upp í það form, sem er í dag. Því miður bilaði heilsa Snorra heitins fljótlega eftir að þessi síðasti byggingaráfangi var fullgerður, svo hann naut skemur en skyldi bættra aðstæðna við veitingareksturinn, en samtíð hans naut framtaksseminnar og framsýni í þessu sem og mörgum öðrum störfum Snorra heitins. Árið 1962 seldi Snorri Hótel Blönduós, og hefur það örugglega verið hans ósk við það tækifæri, að það mætti vaxa og dafna hjá hinum nýja eiganda.

Snorrabúð Blönduósi

  • Corporate body

Snorrabúð var þar sem Skjalasafnið er núna, síðar hesthús

Snjólaug Baldvinsdóttir (1861-1949) Blönduósi

  • HAH04958
  • Person
  • 3.7.1875 - 3.9.1960

Lilja Snjólaug Baldvinsdóttir f. 3. sept. 1875 Hálsi í Svarfaðardal, d. 3. sept. 1960. Tökubarn Hæringsstöðum 1880. Húsfreyja á Blönduósi. Verkakona á Blönduósi 1930.
Kristinshúsi 1920 [Sólheimar]. Ekkja Snjólaugarhúsi 1933-41.

Results 1301 to 1400 of 10344