Soffía Jónsdóttir (1916-2004)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Soffía Jónsdóttir (1916-2004)

Parallel form(s) of name

  • Soffía Jónsdóttir (1916-2004) frá Nýpukoti í Víðidal

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

29.4.1916 - 29.7.2004

History

Soffía Jónsdóttir fæddist í Nýpukoti í Víðidal í V-Húnavatnssýslu 29. apríl 1916. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík 29. júlí síðastliðinn. Soffía ólst upp í Nýpukoti, hún missti móður sína þegar hún var á sjötta ári en fjölskyldan bjó áfram í Nýpukoti. Þegar Soffía var 18 ára fluttist hún búferlum með föður sínum og fóstrum, Ingibjörgu Sigurðardóttur og Málfríði Steingrímsdóttur, á Staðarhól við Siglufjörð. Eftir að hún tók saman við eiginmann sinn flutti hún út á Siglunes, Árið 1958 flutti fjölskyldan inn á Siglufjörð þar sem stöðugt fleiri af börnunum hófu skólagöngu. Síðustu æviárin dvaldi hún í nálægð við dætur sínar þrjár á öldrunardeild Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga á Húsavík.
Útför Soffíu fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Places

Nýpukot í Víðidal. Staðarhóll við Siglufjörð 1934: Siglunes: Siglufjörður 1958:

Legal status

Functions, occupations and activities

Á Staðarhóli vann Soffía við bústörf en einnig átti hún árabát sem hún notaði til að flytja mjólk á yfir fjörðinn og til að veiða fisk til heimilisins. Á Siglunesi voru þau hjónin vitaverðir og veðurathugunarmenn í 15 ár, til 1958. Auk þess að halda stórt heimili og sinna sauðfé vann Soffía við síldarsöltun, í frystihúsi og önnur störf sem til féllu. Hún var handlagin og átti ætíð prjónavél, á hana prjónaði hún ullarflíkur á fjölskylduna og einnig fyrir kunningjafólk. Soffía var félagslynd og þegar um hægðist tók hún virkan þátt í félagsstarfi aldraðra á Siglufirði og veitti félagi þeirra formennsku um tíma.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hennar voru Elínborg Hannesdóttir, f. 13. júní 1879, d. 22. desember 1921. Búandi ekkja í Nípukoti 1920 og Ásmundur Jón Sveinsson, f. 21. mars 1886, d. 5. apríl 1950 Bóndi í Nýpukoti í Víðidal, V-Hún., síðar á Staðarhóli við Siglufjörð. Bóndi í Nýpukoti 1930.
Soffía átti tvö eldri hálfsystkini, Guðrúnu Daníelsdóttur Meldal 28. júní 1906 - 2. mars 1965. Húsfreyja í Syðri-Melrakkadal í Víðidal. Húsfreyja í Melrakkadal, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Var í Syðri-Melrakkadal, Þorkelshólshr., V-Hún. 1957 og Ólafur Daníelsson 9. ágúst 1908 - 9. febrúar 1991 Var í Melrakkadal, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Bóndi á Sólbakka. Síðast bús. í Þorkelshólshreppi.
Soffía giftist 8. júlí 1945 Jóni Guðmundi Þórðarsyni, f. 10. des. 1910, d. 29. des. 1987. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Jónsdóttir 1. desember 1893 - 22. ágúst 1969. Húsfreyja á Siglunesi við Siglufjörð. Húsfreyja á Siglunesi 1930. Síðast bús. á Siglufirði og Þórður Þórðarson 18. maí 1869 - 5. mars 1923 Vitavörður á Reykjanesi og síðar á Siglunesi við Siglufjörð. Var einnig bóndi á Siglunesi. Var á Siglunesi 1919.
Soffía og Jón eignuðust sjö börn sem eru:
1) Þórður, kvæntur Guðbjörgu M. Björnsdóttur,
2) Margrét, gift Björgvini Þóroddssyni,
3) Björn Búi, kvæntur Hildi B. Sverrisdóttur,
4) Snorri, kvæntur Jónbjörtu Aðalsteinsdóttur,
5) Ásmundur Jón, sambýliskona Björg Brynjólfsdóttir, þau slitu samvistir,
6) Ingibjörg, gift Þráni G. Gunnarssyni, og
7) Sigríður, gift Þorgeiri B. Hlöðverssyni.
Barnabörnin eru 21 og barnabarnabörnin eru 12.

General context

Relationships area

Related entity

Sverrir Kristófersson (1921-1995) Halldórshúsi utan ár, Blönduós (3.3.1921 - 9.12.1995)

Identifier of related entity

HAH02072

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Hildur kona Björns Búa er dóttir Sverris

Related entity

Björn Búi Jónsson (1947) (24.9.1947 -)

Identifier of related entity

HAH02793

Category of relationship

family

Type of relationship

Björn Búi Jónsson (1947)

is the child of

Soffía Jónsdóttir (1916-2004)

Dates of relationship

24.9.1947

Description of relationship

Related entity

Elínborg Hannesdóttir (1879-1921) Nípukoti í Vesturhópi (13.6.1879 - 22.12.1921)

Identifier of related entity

HAH03221

Category of relationship

family

Type of relationship

Elínborg Hannesdóttir (1879-1921) Nípukoti í Vesturhópi

is the parent of

Soffía Jónsdóttir (1916-2004)

Dates of relationship

29.4.1916

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH02008

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 26.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places