Soffía Jónsdóttir (1916-2004)

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Soffía Jónsdóttir (1916-2004)

Hliðstæð nafnaform

  • Soffía Jónsdóttir (1916-2004) frá Nýpukoti í Víðidal

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

29.4.1916 - 29.7.2004

Saga

Soffía Jónsdóttir fæddist í Nýpukoti í Víðidal í V-Húnavatnssýslu 29. apríl 1916. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík 29. júlí síðastliðinn. Soffía ólst upp í Nýpukoti, hún missti móður sína þegar hún var á sjötta ári en fjölskyldan bjó áfram í Nýpukoti. Þegar Soffía var 18 ára fluttist hún búferlum með föður sínum og fóstrum, Ingibjörgu Sigurðardóttur og Málfríði Steingrímsdóttur, á Staðarhól við Siglufjörð. Eftir að hún tók saman við eiginmann sinn flutti hún út á Siglunes, Árið 1958 flutti fjölskyldan inn á Siglufjörð þar sem stöðugt fleiri af börnunum hófu skólagöngu. Síðustu æviárin dvaldi hún í nálægð við dætur sínar þrjár á öldrunardeild Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga á Húsavík.
Útför Soffíu fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Staðir

Nýpukot í Víðidal. Staðarhóll við Siglufjörð 1934: Siglunes: Siglufjörður 1958:

Réttindi

Starfssvið

Á Staðarhóli vann Soffía við bústörf en einnig átti hún árabát sem hún notaði til að flytja mjólk á yfir fjörðinn og til að veiða fisk til heimilisins. Á Siglunesi voru þau hjónin vitaverðir og veðurathugunarmenn í 15 ár, til 1958. Auk þess að halda stórt heimili og sinna sauðfé vann Soffía við síldarsöltun, í frystihúsi og önnur störf sem til féllu. Hún var handlagin og átti ætíð prjónavél, á hana prjónaði hún ullarflíkur á fjölskylduna og einnig fyrir kunningjafólk. Soffía var félagslynd og þegar um hægðist tók hún virkan þátt í félagsstarfi aldraðra á Siglufirði og veitti félagi þeirra formennsku um tíma.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar voru Elínborg Hannesdóttir, f. 13. júní 1879, d. 22. desember 1921. Búandi ekkja í Nípukoti 1920 og Ásmundur Jón Sveinsson, f. 21. mars 1886, d. 5. apríl 1950 Bóndi í Nýpukoti í Víðidal, V-Hún., síðar á Staðarhóli við Siglufjörð. Bóndi í Nýpukoti 1930.
Soffía átti tvö eldri hálfsystkini, Guðrúnu Daníelsdóttur Meldal 28. júní 1906 - 2. mars 1965. Húsfreyja í Syðri-Melrakkadal í Víðidal. Húsfreyja í Melrakkadal, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Var í Syðri-Melrakkadal, Þorkelshólshr., V-Hún. 1957 og Ólafur Daníelsson 9. ágúst 1908 - 9. febrúar 1991 Var í Melrakkadal, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Bóndi á Sólbakka. Síðast bús. í Þorkelshólshreppi.
Soffía giftist 8. júlí 1945 Jóni Guðmundi Þórðarsyni, f. 10. des. 1910, d. 29. des. 1987. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Jónsdóttir 1. desember 1893 - 22. ágúst 1969. Húsfreyja á Siglunesi við Siglufjörð. Húsfreyja á Siglunesi 1930. Síðast bús. á Siglufirði og Þórður Þórðarson 18. maí 1869 - 5. mars 1923 Vitavörður á Reykjanesi og síðar á Siglunesi við Siglufjörð. Var einnig bóndi á Siglunesi. Var á Siglunesi 1919.
Soffía og Jón eignuðust sjö börn sem eru:
1) Þórður, kvæntur Guðbjörgu M. Björnsdóttur,
2) Margrét, gift Björgvini Þóroddssyni,
3) Björn Búi, kvæntur Hildi B. Sverrisdóttur,
4) Snorri, kvæntur Jónbjörtu Aðalsteinsdóttur,
5) Ásmundur Jón, sambýliskona Björg Brynjólfsdóttir, þau slitu samvistir,
6) Ingibjörg, gift Þráni G. Gunnarssyni, og
7) Sigríður, gift Þorgeiri B. Hlöðverssyni.
Barnabörnin eru 21 og barnabarnabörnin eru 12.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Sverrir Kristófersson (1921-1995) Halldórshúsi utan ár, Blönduós (3.3.1921 - 9.12.1995)

Identifier of related entity

HAH02072

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Björn Búi Jónsson (1947) (24.9.1947 -)

Identifier of related entity

HAH02793

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Björn Búi Jónsson (1947)

er barn

Soffía Jónsdóttir (1916-2004)

Dagsetning tengsla

1947 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Elínborg Hannesdóttir (1879-1921) Nípukoti í Vesturhópi (13.6.1879 - 22.12.1921)

Identifier of related entity

HAH03221

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Elínborg Hannesdóttir (1879-1921) Nípukoti í Vesturhópi

er foreldri

Soffía Jónsdóttir (1916-2004)

Dagsetning tengsla

1916 - ?

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH02008

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 26.7.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir