Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Sólveig Ólafsdóttir (1904-1997) frá Strandseljum, Ísafj.s
Parallel form(s) of name
- Sólveig Sigríður Ólafsdóttir (1904-1997) frá Strandseljum, Ísafj.s.
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
24.febrúar 1904 - 11. maí 1997
History
Sólveig Ólafsdóttir fæddist á Strandseljum, Ögurhreppi í N-Ísafjarðarsýslu 24.2. 1904. Hún lést í Reykjavík 11. maí siðastliðinn (1997).
Vinnukona á Kirkjutorgi 6, Reykjavík 1930. Húsfreyja. Síðast bús. í Reykjavík.
Places
Strandsel; Núpsskóli; Kvennaskólinn á Blönduósi; Ísafjörður; Selárdalur við Arnarfjörð; Reykjavík.
Legal status
Sólveig sótti menntun sína í Núpsskóla séra Sigtryggs Guðlaugssonar og síðar í Kvennaskólann á Blönduósi.
Sólveig var manni sinum stoð og stytta við umfangsmikil þjóðmálastörf hans. Sjálf tók hún virkan þátt í ýmsum félagsmálastörfum, starfaði m.a. með kvenfélaginu Ósk á Isafirði og sat þing Kvenréttindafélags Íslands á þess vegum; um nokkurra ára skeið var hún formaður Kvenfélags Alþýðuflokksins á ísafirði. Hún var í framboði fyrir Alþýðubandalagið í Norður-Ísafjarðarsýslu 1956. Annars var líf hennar helgað uppeldi og umhyggju fyrir börnum sínum og afkomendum.
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Foreldrar hennar voru:
Ólafur Þórðarson útvegsbóndi á Strandseljum við Ísafjarðardjúp og kona hans Guðríður Hafliðadóttir, sem bjuggu á Strandseljum frá 1898 til dauðadags Ólafs 1933. Guðríður hélt áfram búskap á Strandseljum með Árna syni sínum til vorsins 1944.
Systkin Sólveigar:
1) Guðrún bóndakona í Unaðsdal.
2) Hafliði bóndi á Garðsstöðum og síðar í Ögri,
3) Þórður útvegsbóndi í Odda og síðar verkamaður í Reykjavík
4) Árni bóndi á Strandseljum og síðan verkamaður í Reykjavík,
5) Kjartan starfsmaður ýmissa fyrirtækja á vegum samvinnuhreyfingarinnar,
6)Friðfinnur, viðskiptafræðingur og forstjóri Háskólabíós.
Árið 1934 stofnaði Sólveig til heimilis með manni sínum, Hannibal Valdimarssyni, f. 13.1. 1903, d. 1.9. 1991, síðar alþingismanni og forseta ASI. Þau bjuggu á ísafirði til 1952, en eftir það í Reykjavík. Einnig áttu þau heimili í Selárdal við Arnarfjörð 1965-77.
Börn þeirra eru
1) Arnór, kv. Nínu Sveinsdóttur. Þeirra börn eru Ari, Kjartan, Auðun, Hrafn og Þóra. Arnór og Nína eiga tvö barnabörn.
2) Ólafur. K. I. Anna G. Kristjánsdóttir, þeirra börn eru Hugi, Sólveig og Kristín. K. II. Guðrún Pétursdóttir, þeirra dætur eru Ásdís og Marta.
3) Elín. Börn hennar og Kjartans Júliussonar eru Sólveig, Hannibal, Sif og Harri. Elín á níu barnabörn.
4) Guðríður. Sonur hennar er Sigurður H. Magnússon og dóttirin Hulda Jakobsdóttir. Guðriður á þijú barnabörn.
5) Jón Baldvin, kv. Bryndísi Schram. Þeirra börn eru Aldís, Snæfriður, Glúmur og Kolfinna. Barnabörnin eru fimm.
General context
Relationships area
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Maintained by
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
MÞ 17.12.2025
Language(s)
- Icelandic