Sölvabakki er nyrstur Neðribyggðarbæja á Refasveit í Engilhlíðarhreppi. „Bæjarhús standa steinsnar frá háum og bröttum sjávarbakkanum. Nafn býlisins er af því dregið að þar mun hafa verið sölvatekja til búsílags.“
Skammt sunnan og austan Sölvabakka var nýbýlið Svangrund, sem sagt er að hafi á sínum tíma verið byggt úr land jarðarinnar. Árið 1947 er hálf Svangrund, sem þá var í eyði, lögð undir heimajörðina, en síðasti ábúandi þar var Níels Jónsson. Fjörubeit er ágæt og útræðiver héðan fyrir nokkrum árum. Hrognkelsaveið sæmileg ef sótt er. Nokkurt land er leigt út yil jartöfluræktunar í svonefndri Stekkjarvík.
Íbúðarhús byggt 1932. kjallari og hæð 260 m3. Fjós fyrir 22 gripi. Fjárhús fyrir 250 fjár. Hlöður 1772 m3. Votheysgeymslur 280 m3. Tún 48,2 ha. Veiðiréttur í Ytri-Laxá.
Sölvabakki er nyrstur Neðribyggðarbæja á Refasveit í Engilhlíðarhreppi. „Bæjarhús standa steinsnar frá háum og bröttum sjávarbakkanum. Nafn býlisins er af því dregið að þar mun hafa verið sölvatekja til búsílags.“
Jarðarinnar er fyrst getið í Máldaga Péturs Nikulássonar Hólabiskups frá 1394 og jörðin þar nefnd Sölvabakki hinn ytri, í eign Höskuldsstaðakirkju ásamt Svangrund.
Sölvabakki var 10 hundruð að fornu mati en 6,1 að nýju mati árið 1848.
Jörðin var að hálfu eign konungs og hálfu Höskuldsstaðakirkju 1708. Landsskuldin var greidd í landaurum. Helstu hlunnindi voru: lyngrif, berjatínsla, selveiði, sölvafjara og reki. Torfristu átti jörðin í Kúskerpislandi og á móti átti Kúskerpi skipastöðu í Bakkafjöru. Engi og tún voru léleg, en jörðin átti engjaítak í Neðra-Lækjardalslandi þar sem heitir Bakkateigur. Heimræði var og lendingin sæmileg, en sjaldan róið fleirum en einu skipi.
Gamalíel Jónsson sem talinn er hafa ritað Húnvetnskan annál 1753-1776 bjó á Sölvabakka. Hann var hagur maður á smíðar, bókbindari, góður fiskinn formaður og hreppstjóri.
Ósvíkurbúð er nefnd í Sýslu- og sóknarlýsingum og segir að hún hafi verið í byggð í eitt ár fyrir skömmu. Sóknarlýsingin var gerð 1873 og hefur því verið búið þar fyrir þann tíma en Ósvíkurbúðar er ekki getið í manntölum 1703, 1816, 1835 eða 1870. Í Ósvík er útræði, og á Ósvíkurbakkanum er sjóbúð,