Showing 1161 results

Authority record
Corporate body

Sýslumaður Húnvetninga (1225)

  • HAH10070
  • Corporate body
  • 1225

Saga sýslumanna
„Sýslumenn eru elstu veraldlegu embættismenn sem enn starfa á Íslandi og hafa alla tíð verið mikilvægur hluti stjórnsýslunnar“ (1)

Hér fyrir neðan verða þeir taldir upp og virðist embættið hafa byrjað með
Kolbeini Bjarnasyni (auðkýfingi) (1225-1309) og af honum tekur við Benedikt Kolbeinsson (1309-1379), höfðu þeir einhver sýsluvöld í Húnavatnsþingi 1323.
Gissur Galli Bjarnason, eigi ólíklegt að hann hafi fengið umboð yfir sýslunni hjá hirðstjóra Eiríki Sveinbjarnarsyni eftir 1323.
Benedikt Brynjólfsson og Brynjólfur ríki faðir hans, óvíst um sýsluvöld þeirra. Höfðu líklega umboð frá hirðstjóra, sem greitt var fyrir. Um aldamótin 1300-1400.
Jón Guttormsson skráveifa – 1360 drepinn í Grundardal.
Ásgeir Árnason er sýslumaður í Húnavatnssýslu 1422, óvíst hvenær hann tók við. Hætti það ár.
Guðmundur ríki Arason frá 1422.
Einar Þorleifsson varð hirðstjóri 1436 og umboðsmaður sem jafngilti sýslumanni um 1441.
Skúli Loftsson var um hríð sýslumaður, kannski í annarra umboði nálægt eða eftir 1441.
Bessi Einarsson sýslumaður eða umboðsmaður um það bil 1450.
Brandur Sigurðsson virðist hafa hálfa sýsluna 1458.
Egill Grímsson verið orðinn sýslumaður 1461.
Rafn Brandsson eldri virðist hafa hálfa sýsluna 1480
Sigurður Daðason er sýslumaður 1481 ásamt Agli Grímssyni – voru oftast tveir sýslumenn - .
Jón Sigmundsson hafði hálfa sýsluna 1494 ásamt Agli Grímssyni.
Einar Oddson sýslumaður að hálfu á móti Jóni Sigmundssyni 1495.
Ari Guðnason sýslumaður að hálfu á móti Einari Oddsyni.
Jón Einarsson orinn sýslumaður 1513 - 1516.
Teitur Þorleifsson sýslumaður 1516 – 1528.
Páll Grímsson 1536 – 1550.
Skúli Guðmmundsson um 1540 þá á móti Páli Grímssyni.
Egill Jónsson sýslumaður 1556 – 1960.
Þormóður Arason hálfur 1551 – 1554 síðan einn 1565.
Einar Þórarinsson um tíma umboðsmaður í Húnavatnssýslu.
Ormur Sturluson 1551 – 1553.
Oddur Gottskálksson 1553-1556.
Árni Gíslason 1557-1570.
Þorvaldur Björnsson í umboði Árna Gíslasonar 1568.
Sigurður Þormóðsson í umboði Þorvaldar Björnssonar 1569.
Jón Björnsson 1570-1591.
Hinrik Gerken Hansson í umboði Jóns Björnssonar 1574.
Jón lögmaður Jónsson 1578-1606.
Jón Egilsson umboðsmaður Jóns lögmanns 1593.
Jón Einarsson umboðsmaður Jóns lögmanns 1600-1607.
Páll Guðbrandsson 1607-1621.
Guðmundur Hákonarson 1621-1622 og aftur 1635-1656.
Jón Egilsson umboðsmaður Guðmundar Hákonarsonar 1640.
Jón lögmaður Sigurðsson 1622-1635.
Egill Jónsson umboðsmaður Jóns lögmanns 1622.
Þorkell Guðmundsson 1660-1662.
Björn Magnússon 1662-1670.
Guðbrandur Þorláksson 1665-1667.
Guðmundur Steindórsson 1670-1671.
Guðrandur Arngrímsson 1671-1683.
Jón eldri Sigurðsson hálfa sýsluna 1677.
Þorsteinn Benediktsson hálfa sýsluna 1678 og 1683 en alla sýsluna 1696.
Lárus Gottrup umboðsmaður 1683 svo 1695-1715, hafði sjö umboðsmenn á sínum ferli, þá Björn Hrólfsson, Jón Illugason, Sigurð Einarsson, Jón Eiríksson, Björn Þorleifsson, Sumarliða Klementsson og Þórð Björnsson.
Jóhann Lárusson Gottrup 1715-1728.
Grímur Grímsson 1727-1746 lögsagnari eða umboðsmaður.
Bjarni Halldórsson 1729-1773.
Arngrímur Jónsson 1773-1774.
Magnús Gíslason 1774-1789.
Björn Jónsson 1789-1790.
Margir af þeim hafa verið umboðsmenn Þingeyrajarða. (2)

Ísleifur Einarsson 1790-1800.
W. F. Krog danskur maður 1801-1805.
Sigurður Snorrason 1805-1813.
Björn Ólafsson lögsagnari 1813-1815.
Jón Jónsson 1815-1820.
Björn Auðunsson Blöndal 1820-1846.
Runólfur Magnús Björnsson Ólsen 1846-1847.
Arnór Árnason 1847-1859.
Kristján Kristjánsson 1860-1871.
Bjarni Einar Magnússon 1871-1876.
Eggert Gunnlaugsson Briem 1870-1877.
Lárus Þórarinn Björnsson Blöndal 1877-1894.
Benedikt Gísli Björnsson Blöndal settur sýslumaður 1876-1877 og 1894.
Jóhannes Jóhannesson 1894-1897.
Gísli Ísleifsson 1897-1912.
Guðmundur Björnsson 1904 í þrjá mánuði.
Björn Þórðarson 1912-1914.
Ari Jónssonn Arnalds 1914-1918.
Bogi Brynjólfsson 1918-1932.
Jónas Benedikt Bjarnason settur tímabundið 1919-1937.
Guðbrandur Magnússon Ísberg 1932-1960.
Jón Magnús Guðbrandsson Ísberg 1960-1994. (2. 3.)

Kjartan Þorkelsson 1994-2002.
Bjarni Stefánsson 2002-
Sýslumannsembætti Húnavatnssýslu og Skagafjarðarsýslu voru sameinuð um áramótin 2014-2015. (4)

Sýslumannshúsið Blönduósi Aðalgötu 6

  • HAH00134
  • Corporate body
  • 1900 -

„Norrænn“ byggingarstíll"

Húsið var upprunalega byggt á árinu 1900 sem embættisbústaður Gísla Ísleifssonar sýslumanns (1897-1912). Gísli fer frá Blönduósi 1913 en selur húsið 1914 Ara Jónssyni (Arnalds)
sýslumanni, sem selur síðan húsið 1918 Pétri Péturssyni frá Gunnsteinsstöðum, en hann rak umfangsmikla verslun á Blönduósi um tveggja áratuga skeið. Pétur lést árið 1922. Komst húsið þá í eigu Einars Thorsteinssonar, verslunarstjóra, og bjó hann þar um hríð.
Árið 1943 keypti Snorri Arnfinnsson hótelhaldari húsið og hóf að reka þar hótel. Jafnframt keypti hann steyptan skúr (sem nefndur var Hljómskálinn) og Blöndu sem var verslunarhús, Thorsteinsson- verslunar.

Húsið nýtti hann fyrir gistiaðstöðu í tengslum við hótelið og var svo um áratuga skeið eða þar til það hús var rifið uppúr 1980. Áður en Snorri hætti hótelrekstri hafði hann byggt enn frekar við hótelið og hafði það náð núverandi stærð. Húsið hefur óslitið verið nýtt til hótelrekstrar frá 1943.

BYGGINGARLAG, EFNI og ÁSTAND
Húsið er byggt í „Norrænum“ byggingarstíl. Það var byggt sem einnar hæðar timburhús með portbyggðu risi á hlöðnum kjallara. Inngönguskúrar hafa verið á hvorum gafli.
Kvistur með risþaki var settur á vesturhliðina árið 1925. Var sá kvistur stækkaður 1943 og breytt í kvist með einhalla þaki. Á mynd frá 1930 má sjá steinsteyptan skúr í vestan við húsið. Skúr þessi (Hljómskálinn) var nýttur sem vörugeymsla. 1943 voru gerðar breytingar á húsinu og byggt við það í austurátt (skrifstofa og salerni). Síðar var byggt ofan á Hljómskálann og hann lengdur til suðurs. Um 1960 er síðan búið að bæta við frekari viðbyggingum og húsið þá komið í þá mynd sem það hefur í dag. Gamla húsið er þó enn uppstandandi og sker sig úr viðbyggingunum Aðalgötumegin. En upprunalegum gluggum, hefðbundnum timburhúsagluggum, hefur verið skipt út fyrir aðra gluggagerð. Upphaflega var húsið timburklætt, en síðar múrað og málað eins og steinsteyptu viðbyggingarnar. Húsið hefur því gengið í gegnum miklar breytingar, en þrátt fyrir það tekist að halda velli.

Ástand húsanna í dag er þokkalegt, en umhverfi hússins er nöturlegt /óaðlaðandi.

Sýslunefnd Austur Húnavatnssýslu (1908-1988)

  • HAH10079
  • Corporate body
  • 1908-1988

Sýslunefnd Austur Húnavatnssýslu varð til er Húnavatnssýslu var skipt með lögum í tvö sýslufélög og var sýsluskiptingin miðuð við Gljúfurá og framhald hennar til sjávar. Lög um skiptingu Húnavatnssýslu í tvö sýslufélög voru gefin út 22. nóvember 1907. Í fyrstu grein laganna var ákveðið að Vindhælishreppur, Engihlíðarhreppur, Bólstaðarhlíðarhreppur, Svínavatnshreppur, Torfalækjarhreppur, Sveinsstaðahreppur og Áshreppur skyldu vera í Austur Húnavatnssýslu, en Þorkelshólshreppur, Þverárhreppur, Kirkjuhvammshreppur, Torfustaðahrepparnir og Staðarhreppur í Vestur Húnavatnssýslu. Hvort sýslufélagið um sig skyldi hafa sjálfstæðan fjárhag. Í annarri greininni var kveðið á um að fyrir hvora sýslu skyldi hafa sérstaka sýslunefnd og var sýslumaður oddviti þeirra beggja. Þriðja og síðasta greinin sagði fyrir um skiptingu eigna, skulda og skuldbindinga og átti þar að fara eftir samanlagðri tölu fasteigna- og lausafjárhundraða hvors sýslufélags. Sýslunefnd Austur Húnavatnssýslu var lögð niður 1988 þegar Héraðsnefnd Austur Húnavatnssýslu tók við.

Systrastapi á Síðu

  • HAH00413
  • Corporate body
  • 874 -

Árið 1186 var sett nunnuklaustur í Kirkjubæ á Síðu sem síðar var nefnt Kirkjubæjarklaustur og eru örnefnin Systrastapi og Systrafoss tengd þeim tíma. Systrastapi er klettastapi vestan við Klaustur.

Skaftá rennur rétt hjá Kirkjubæ og stendur einstakur steindrangur þverhníptur upp fyrir vestan hana og er aðeins einstigi upp á hann einumegin. Efst á honum er slétt flöt lítil og tvær þúfur á flötinni, og segja menn að þær þúfur séu leiði þeirra systra og þar hafi þær brenndar verið og sé önnur þúfan sígræn, en hin grænki aldrei, en á henni vex þyrnir. Af þessu er drangurinn kallaður Systrastapi.

Tannstaðabakki

  • HAH00584
  • Corporate body
  • (1950)

Gamalt býli, alltaf í byggð. Byggt úr landi Tannastaða, selt sem sjálfstæð jörð 1409 og aftur 1531, þá seld Ara Jónssyni lögmanni. Bærinn stendur niður við sjó, sunnan við svonefndan Bakkalæk. Landstærð 300 ha. ræktunarskilyrði góð, landið að mestu afgirt. Sama ætt hefur búið á jörðinni síðan 1831. Íbúðarhús byggt 1955, 539 m3. Fjós fyrir 14 gripi. Fjárhús yfir 318 fjár. Hlöður 1026 m3. Votheyshlöður 75 m3. Vélageymsla 90 m3. Tún 29,63 ha.

Teigarhorn

  • HAH00250
  • Corporate body
  • (1950)

Teigarhorn er býli undir Búlandstindi í sunnanverðum Berufirði á Austfjörðum. Þar er meðal annars rekið geislasteinasafn og veðurathugunarstöð. Þann 22. júní 1939 mældist þar mesti hiti á Íslandi, 30,5 °C.
Teigarhorn var byggt af Weiwadt fjölskyldunni í kringum 1800. Húsið sem þau byggðu stendur þar enn ásamt öllum gömlu húsgögnunum. Sumir úr fjölskyldunni urðu þekkt til dæmis Nicoline Weiwadt ljósmyndari. Seinna fluttist nýtt fólk á Teigarhorn þegar aðeins einn ættarmeðlimur var eftir (gamall maður) og byggðu nýtt hús en fluttu burt nokkrum árum seinna. Teigarhorn fékk sinn fyrsta landvörð 2013-2014. Í kletti á Teigarhorni fannst stærsta eintak af skólisíti sem fundist hefur á Íslandi en að Teigarhorni eru margar fjörur þar sem mikið er af geislasteinum.

Teigarhorn við Berufjörð er friðlýst sem fólkvangur og hluti jarðarinnar er náttúruvætti, á svæðinu starfar landvörður sem vaktar svæðið og veitir allar helstu upplýsingar. Innan marka jarðarinnar er einn merkasti fundarstaður geislasteina (zeólíta) í heiminum.

Veðurathuganir hafa verið stundaðar að Teigarhorni í marga áratugi eða allt frá 1872 en þá var stöðin fyrst stödd á Djúpavogi. Fyrst voru veðurskráningarnar eftir tilfinningu þess er skráir, seinna voru settir upp mælar til veðurathuganna.
Hæsti viðurkendi mældi hiti sem mælst hefur á Íslandi mældist á Teigarhorni eða 30,5°C þó á Teigarhorn einnig hæsta óviðurkennda mælda hita 36,0°C. Fyrir þá sem vilja frekari upplýsingar um þessi met er bent á að ýta hér.
Enn eru veðurmælingar á Teigarhorni og er hægt að sjá línurit frá stöðinni hér að neðan. Þess má einnig geta að árið 2015 var settur upp af Háskólanum að Cambridge, tímabundinn jarðskjálftamælir að Teigarhorni.
Úrkomumælingar eru einnig gerðr handvirkt á Teigarhorni og hægt er að skoða niðurstöður þeirra hér.

Templarahúsið á Blönduósi / Aðalgata 3

  • HAH00672
  • Corporate body
  • 1907 - 1918

Templarahús Framtíðarinnar 1907. Hús Jóns A Jónssonar 1910. Reist af IOGT Framtíðinni. Þar sem síðar reis Zophoníasarhús, Aðalgata 3. Rifið 1918

Þingeyrakirkja

  • HAH00633
  • Corporate body
  • 1864 -

Kirkja sú er nú stendur á Þingeyrum er með merkustu kirkjuhúsum landsins, byggð af Ásgeiri Einarssyni (1809-1885) alþingismanni er sat staðinn með reisn á árunum 1861-1863 og aftur frá 1867 til æviloka. Ásgeir reisti kirkjuna á árunum 1864-1877 og lagði til byggingarinnar 10.000.- af 16.000.- sem hún kostaði og sparaði ekkert til að gera hana sem veglegasta.

Kirkjan er hlaðin úr grjóti og steinarnir límdir með kalki í hleðslunni. Sverrir Runólfsson steinhöggvari sá um veggjahleðsluna og munu þeir Ásgeir saman hafa lagt á ráðin um gerð hússins. Naumast finnst steinvala í landi Þingeyra og var hleðslugrjótið allt sótt vestur í Nesbjörg handan Hópsins og dregið á sleðum með uxa fyrir, yfir ísa að vetrinum. Kirkjuhúsið er með forkirkju, turni og bogadregnum kór sem hlaðinn er út í eitt með kirkjuskipinu.

Söngloft er yfir kirkjunni framanverðri og tekur hún alls nær 150 manns í sæti. Hvelfing er bogadregin og blámáluð og á henni gylltar stjörnur sem eiga að vera um 1000 eða jafnmargar og rúðurnar í bogagluggum kirkjunnar. Veggir voru í upphafi sléttaðir að innan með kalkblöndu en 1937 voru þeir steinmúraðir og síðan málaðir hvítir. Helluþak var á kirkjunni í upphafi og lengi síðan en það skaddaðist fyrir allmörgum árum og var þá sett eirklæðning í stað þess.

Þingeyrar

  • HAH00274
  • Corporate body
  • (1000)

Bærinn stendur sunnan í lágri bungu milli „Hóps og vatns“ nálægt norðurenda Hagans, snertispöl vestur frá Vatnsdalsá þar sem hún fellur í kvíslum til Húnavatns. Engjar eru í óshólmum hennar -Leirar- og austan hennar -Saurhólmi- áveita, beitiland er norður og vestur frá túni. Milli Hóps og Flóabotns er Þingeyrarsandur. Víðidalsfjall austurhlið þess milli Hólagilslækjar og Róðuskarðsár hefur um langann aldur legið til Þingeyra, var jafnan selstaða „Búfótur“ síðast 1930. Þingeyrar hafa verið í einkaeign frá 1812.
Önnur örnefni; Kornsársselsland milli Gljúfurár og Kornsár. Bjargaós.
Íbúðarhús byggt 1923 og 1939, 813 m3. Fjós fyri 24 gripi með haughúsi og mjólkurhúsi. Fjárhús yfir 360 fjár, hesthús fyrir 10 hross. Geymsluhús 120 m3.
Tún 47 ha, veiðiréttur í Húnavatni, Vatnsdalsá, Bjargós og Hópi.

Þingeyrarsandur

  • HAH00607
  • Corporate body
  • (880)

Þingeyrarsandur liggur við Húnaflóa.
Í svörtum Þingeyrasandi eru víða gróðurflesjur. Þar eru ýmsar reiðleiðir umhverfis hið forna höfuðból Þingeyrar, eina þekktustu jörð landsins. Þar var öldum saman klaustur og bókagerðarsetur.

Þingmálafundur (1925)

  • HAH10094
  • Corporate body
  • 1925

Þingmálafundur haldinn á Blönduósi í barnaskólahúsinu 1925. Fund þennan höfðu boðað alþingiskjósendur á Blönduósi og boðið þingmanni kjördæmisins Guðmund Ólafsson er ekki var mættur, en alls mættu um 50 kjósendur. Fund þennan boðaði Þorsteinn kaupmaður Bjarnason á Blönduósi en fundarstjóri var Árni hreppstjóri Þorkelsson á Geitaskarði, skrifari fundarins var kosinn Jónatan Líndal bóndi á Holtastöðum. Fyrir voru tekin:

  1. Fjárhagsmál
  2. Skattamál
  3. Ríkiseinkasala
  4. Landbúnaður
  5. Landhelgismál
  6. Menntamál
  7. Launamál
  8. Innflutningshöft
  9. Seðlaútgáfa
  10. Stjórnarskrárbreyting

Þingvallabærinn

  • HAH00858
  • Corporate body
  • 1892 -

Gamli bærinn var byggður um 1892, sá sem nú stendur var byggður 1929-1930 fyrir Alþingishátíðina og þá sem prestsetur.
Friðlýstur af forsætisráðherra að fenginni tillögu Minjastofnunar Íslands 10. nóvember 2014 með vísan til 3. mgr. 18. gr. laga nr. 80/2012 um menningarminjar. Friðlýsingin tekur til ytra borðs bæjarins.

Höfundur: Guðjón Samúelsson
Byggingarefni: Steinsteypa

Þingvallakirkja (1859)

  • HAH00859
  • Corporate body
  • 1859 -

Saga kirkjunnar

Þingvallakirkja er í Þingvallaprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Talið er að kirkja hafi verið byggð á Þingvöllum skömmu eftir kristnitökuna árið 1000 og hennar er víða getið í fornritum. Ólafur konungur digri gaf við til kirkju á Þingvöllum árið 1015 og mikla klukku, sem enn er til, segir Snorri Sturluson í Heimskringu um 1230. Líklega var þetta norsk stafakirkja, sem var nefnd Þingmannakirkja, og stóð á svipuðum slóðum og núverandi kirkja. Innan kirkjugarðs stóð bændakirkja að auki. Elzti máldagi kirkju þar er frá síðari hluta 14. aldar. Þá var hún helguð Ólafi helga. Einn kunnasti klerkur, sem sat á Þingvöllum var Alexíus Pálsson, síðar síðasti ábóti í Viðeyarklaustri.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.

Haraldur harðráði sendi við og klukku til kirkjunnar á Þingvöllum. Þá var hún líklega endurbætt og turni bætt við hana, en hún fauk í ofviðri 1118. Síðan hefur staðið ein kirkja á Þingvöllum, helguð Ólafi helga í katólskri tíð. Kirkjan var eign bóndans á Þingvöllum fram á 15. öld. Hún var flutt upp á grunn Þingmannakirkjunnar vegna vatnsaga í kirkjugarðinum 1523. Líkt og nú voru haldnar guðsþjónustur við upphaf þings á goðaveldistímanum. Kirkja Ólafs helga eignaðist Þingvelli snemma á 15. öld og um 1570 Skjaldbreið, urriðaveiði í Öxará, silungsveiði í Ólafsdrætti og jarðirnar Syðri- eða Neðri-Brú í Grímsnesi og Kárstaði, Heiðarbæ og Stíflisdal í Þingvallasveit. Vatnskot , Skógarkot, Arnarfell og Svartagil voru hjáleigur, sem fylgdu með. Auk þess átti kirkjan tvær klukkur og margar fánýtar bækur og lausagóss, sem var virt á 80 hundruð.

Um 1500 breyttist staða kirkjunnar á Þingvöllum. Hún varð að lénsjörð prestsins á staðnum. Í Jarðabók Árna og Páls 1711 hefur kirkjan komizt yfir Bessastaði að auki. Séra Símon Beck lét reisa núverandi kirkju 1859. Nýr turn var byggður 1907 (Rögnvaldur Ólafsson), og í honum hanga þrjár klukkur, ein forn, önnur frá 1697, vígð af Jóni Vídalín, og hin þriðja er mest, „Íslandsklukkan" frá 17. júní 1944. Gert var við kirkjuna 1973 og 1983. Prédikunarstóllinn er frá 1683, skírnarfonturinn er verk Guðmanns Ólafssonar, bónda á Skálabrekku (gjöf frá Kvenfél. Þingvallahr.) og Ófeigur Jónsson, bóndi í Heiðarbæ málaði altaristöfluna 1834. Þessa töflu keypti síðan brezka listakonan Disney Leith árið 1899 og gaf hana kirkjunni sinni á Wight-eyju í Ermasundi.

Taflan kom aftur til Þingvallakirkju og var endurvígð 1974. Sama ár var turninum breytt. Árið 1896 eignaðist kirkjan altaristöflu eftir danska málarann Anker Lund. Báðar töflurnar hanga uppi í kirkjunni, sem er í ríkiseign og í umsjá Þingvalla- og sóknarnefndar. Árið 1939 var gerður þjóðargrafreitur bak við kirkjuna. Einar Benediktsson var jarðsettur þar 27. janúar 1940. Þingvallanefnd veitti heimild til að flytja jarðneskar leifar Jónasar Hallgrímssonar til Þingvalla 1946 og 16. nóvember var haldin minningarathöfn í tilefni endurjarðsetningar Jónasar.

Þingvallavatn

  • HAH00860
  • Corporate body
  • 874 -

Þingvallavatn, til forna kallað Ölfusvatn, er stærsta náttúrulega stöðuvatn Íslands og er 83,7 km2 að flatarmáli.[1] Í Þingvallavatni eru tvær megineyjar, Sandey og Nesjaey og milli þeirra er Heiðarbæjarhólmi. Við norðanvert vatnið eru Þingvellir, suðaustan af því er Úlfljótsvatn.

Þar sem Þingvallavatn er dýpst er það 114 m. Mest af vatninu kemur beint úr uppsprettum og því er aðeins lítill hluti þess úr ám. Þó renna árnar Villingavatnsá, Ölfusvatnsá og Öxará í Þingvallavatn. Úr vatninu rennur Sogið, en það er stærsta lindá á Íslandi. Þrjár fiskategundir lifa í Þingvallavatni, en þær eru: bleikja, hornsíli og urriði.[2] Í Þingvallavatni eru fjögur afbrigði af bleikju, fleiri en fundist hafa í nokkru öðru vatni í heiminum, og allar eru þær einstakar fyrir vatnið.

Þingvöllur - Þingvellir

  • HAH00030
  • Corporate body
  • 0930 -

Fyrrum var nafnið ritað í eintölu sbr Njálu og og textann „Skundum á Þingvöll og treystum vor heit“

Þingvellir eru flatir, grasi grónir vellir norðan við Þingvallavatn á bökkum Öxarár, sem rennur eftir völlunum út í Þingvallavatn, sem er stærsta stöðuvatn á Íslandi. Þjóðgarður var stofnaður árið 1928 og nær hann yfir Þingvelli og nánasta umhverfi þeirra. Í Öxará er Öxarárfoss, þar sem áin steypist ofan í Almannagjá. Rennur áin síðan eftir gjánni og svo út úr henni og niður á vellina. Almannagjá er sprunga við vestanverða sigdældina á milli úthafsflekanna tveggja sem Ísland liggur á.

Þingvellir eru einn af mikilvægustu stöðunum í íslenskri sögu. Alþingi var stofnað á Þingvöllum árið 930 og kom þar saman árlega allt fram til ársins 1798. Það var árið 999 eða 1000 sem lögsögumaðurinn Þorgeir Ljósvetningagoði lagðist undir feld og lýsti Íslendinga í kjölfarið kristna.

Staðsetning Þingvalla
Það var einnig á Þingvöllum sem Íslendingar lýstu yfir sjálfstæði þann 17. júní 1944. Þangað hafa margir íslenskir listamenn sótt innblástur sinn, til dæmis Jóhannes Kjarval.
Skammt frá Þingvallakirkju er svokallaður þjóðargrafreitur, þar sem Jónas Hallgrímsson og Einar Benediktsson eru grafnir.

Skömmu eftir árið 900 var farið að huga að þeim möguleika að stofna eitt allsherjarþing - Alþingi - á Íslandi. Nokkru fyrir árið 930 komu höfðingjar sér saman um að senda mann, Úlfljót að nafni, til Noregs. Erindi hans var að kynna sér lög og venjur sem hafa mætti að fyrirmynd í hinu nýja þjóðfélagi. Hann sneri aftur til Íslands og við hann eru kennd fyrstu lögin sem sögð voru upp á Alþingi - Úlfljótslög. Fóstbróðir Úlfljóts, Grímur geitskör, fór um Ísland til að afla fylgis við stofnun Alþingis sem og að finna hentugan þingstað.

Niðurstaðan varð sú að þingið yrði í Bláskógum og sumarið 930 komu menn saman, þar sem nú heita Þingvellir, til að taka þátt í fyrsta Alþingi Íslendinga sem markar upphaf þjóðríkis á Íslandi. Nokkrar ástæður eru taldar líklegastar fyrir vali þingstaðarins á Þingvöllum.

Í landnámi Ingólfs Arnarsonar hafði verið stofnað þing á Kjalarnesi. Ættingjar hans voru valdamiklir og talið er að áhrifa þeirra hafi gætt við staðarval Alþingis. Á þjóðveldisöld lágu Þingvellir vel við helstu leiðum og þéttbýlustu svæðum á Íslandi og því auðvelt fyrir flesta að sækja þingið.

Aðstæður á Þingvöllum þóttu einnig heppilegar fyrir þing; góðir hagar, eldiviður og vatn. Þá þótti staðurinn henta vel fyrir sjálft þinghaldið sem slíkt þar sem brekka og sléttur völlur lágu upp að hamravegg. Einnig er nefnd frásögn í Íslendingabók Ara fróða af Þóri kroppinskegg sem átti land í Bláskógum. Hann myrti þræl sinn en í refsingarskyni var allt land hans gert að allsherjareign til afnota fyrir þingið.

Þjóðleikshúsið 1950

  • HAH00638
  • Corporate body
  • 20.4.1950-

Þjóðleikhúsið er leikhús í Reykjavík sem var vígt árið 1950. Leikhúsið hefur því starfað í meira en hálfa öld og hafa um fjórar milljónir áhorfenda farið á sýningar þess frá upphafi. Leikhúsið er rekið að einum fjórða hluta með sjálfsaflafé en þrem fjórðu hlutum með framlagi af fjárlögum.

Árið 1873, þegar þjóðerniskennd Íslendinga fór sífellt vaxandi, varpaði Indriði Einarsson fyrst fram hugmyndum um byggingu Þjóðleikhúss í símskeyti til Sigurðar Guðmundssonar málara. Indriði greindi svo formlega frá hugmyndum sínum í tímaritinu Skírni árið 1905. Árið 1922 komu fram hugmyndir um að skemmtanaskattur skyldi renna til byggingar þjóðleikhúss. Þær hugmyndir voru lögfestar ári síðar. 1925 skilaði byggingarnefnd af sér fyrstu teikningum. Guðjón Samúelsson hannaði bygginguna.

Árið 1929 var grunnur hússins tekinn og næstu tvö ár risu útveggir þessa nýja leikhúss. 1932 hættu stjórnvöld að láta skemmtanaskatt renna til leikhússins og stöðvuðust framkvæmdir því til ársins 1941. Eftir það stóðu framkvæmdir svo ekki lengi því sama ár var leikhúsið hernumið af breska hernum sem notaði húsið sem hergagnageymslu. Íslensk stjórnvöld brugðu síðan á sama ráð og voru nokkur ráðuneyti með skjalageymslur þar sem í dag eru rafmagnstöflur fyrir stóra sviðið. Eftir að Bretar yfirgáfu húsið var unnið hörðum höndum að því að breyta því í leikhús og var Þjóðleikhúsið formlega vígt þann 20. apríl árið 1950.

Í upphafi var aðeins eitt leiksvið, stóra sviðið, sem er útbúið snúningssviði sem enn er notað í dag í nánast óbreyttri mynd. Grunnur hringsviðsins er smíðaður úr járni úr gömlu Ölfusárbrúnni sem hrundi 1944. Í stóra salnum voru tvennar svalir auk hliðarstúka. Árið 1968 var byggt við húsið til austurs og það húsnæði nýtt sem smíðaverkstæði. Á sjöunda áratugnum var opnað minna svið, fyrst í húsnæði við Lindargötu 9, síðan var það flutt yfir í Leikhúskjallarann og loks yfir í húsnæði leikhússins í kjallara Lindargötu 7 Íþróttahúss Jóns Þorsteinssonar. Árið 1990 voru aðrar svalirnar fjarlægðar og halli aukinn í salnum. Þessum framkvæmdum lauk ári síðar. Um svipað leyti var smíðaverkstæðinu breytt í leikhús. Á árunum 2006 til 2007 var ráðist í viðgerðir á þaki og ytra byrði hússins. Árið 2006 var opnað nýtt svið, Kassinn, á efri hæð hússins við Lindargötu 7 og skömmu síðar var hætt að nota smíðaverkstæðið sem leikhús. Í dag eru starfrækt þrjú leiksvið í Þjóðleikhúsinu, stóra sviðið sem tekur 445 til 499 manns í sæti, Kassinn með um 140 sæti, og Kúlan sem tekur um 100 manns í sæti.

Í turninum, upphækkuninni yfir Stóra sviðinu, eru göngubrýr til að auðvelda starfsmönnum að athafna sig við ljósavinnu o.fl. Í brúnum er sagt að breskur hermaður hafi slasast á hernámsárunum og að hann gangi aftur og geri blásaklausum ríkisstarfsmönnum lífið leitt. En í húsinu eru líka margir ranghalar og dimm herbergi þar sem furðulegir hlutir geta átt sér stað og telja starfsmenn lítinn vafa á því að allmargir leikhúsdraugar hafi aðsetur í Þjóðleikhúsinu.

Þjófadalir

  • HAH00331
  • Corporate body
  • (1950)

Þjófadalir: N64 48.893 W19 42.516.
Þjófadalir 680 mys [, eru dalir og kvosir milli Langjökuls, Þjófadalafjalla og Hrútfells. Þaðan fellur Fúlakvísl til suðurs. Dalurinn, sem er kallaður Þjófadalur, er í hringlaga lægð milli Þjófafells (900m) og Rauðkolls. Þverfell lokar dalnum næstum að sunnan, en Þjófadalsá rennur hjá því um þröngt skarð. Vegurinn liggur um Þröskuld, sem er norðaustan Þjófadals.

Sæluhús FÍ frá 1939 fyrir 10-12 manns stendur við rætur Rauðkolls. Mjög skemmtileg gönguleið er milli Hveravalla og Hvítárness um Þjófadali.

Frá Árbúðum á Kili að Hveravöllum á Kili.
Þetta er vestari reiðleiðin yfir Kjöl, um Þjófadali.

Eystri leiðin liggur um Svartárbotna og Kjalhraun. Bílvegurinn liggur svo enn austar. Lengst af fylgir leiðin Fúlukvísl. Í Hrefnubúðum eru birkileifar í 500 metra hæð. Í Þjófadölum er graslendi. Annars staðar er farið um þýft land og hraun. Þjófadalir eru huliðsheimar, þar sem talið er, að útilegumenn hafi búið. Rauðkollur gnæfir yfir dalnum. Gott skjól er í dalnum. Hann er í 700 metra hæð, en eigi að síður gróinn lyngi, víði og stör. Ekki má nota dalinn sem beitiland fyrir ferðahesta, heldur verða menn að fara þar viðstöðulaust í gegn. Sjá líka slóðina Hvinverjadalur.

Þjófakvísl á Grímstunguheiði

  • HAH00608
  • Corporate body
  • (1000-2019)

Ein af mörgum upptakakvíslum Vatnsdalsár heitir Þjófakvísl. Vestan við hana, fast upp við Stórasand, er stór, þurr grasflesja. Þar er síðasti áningarstaður gangnamanna áður en þeir leggja á auðnir Stórasands. Aðrar kvíslar eru; Strangakvisl, upptök hennar eru suður undir Krókshrauni á Stórasandi. Í hana fellur fjöldi lækja og kvisla, svo sem Öldumóðukvísl, Þjófakvísl, Hestlækur, Miðkvísl og Fellakvísl, Kólkukvisl. Eftir það nefnist áin Vatnsdalsá. Á leið hennar til byggða falla í hana nokkrir lækir og koma þeir helztu úr Refkelsvatni, Galtarvatni, Þórarinsvatni og Svlnavatni á Grimstunguheiði.

Sumarið 1971 fór Björn Bergmann þangað og þá taldi sig sjá þar nokkurn veginn örugg merki um uppþornað votlendi og það jafnvel fyrir austan kvíslina, en þar er blettur, sem hefur blásið talsvert upp. Síðar sagði Lárus Björnsson í Grímstungu honum, að þarna hefði verið blautt á fyrsta áratug aldarinnar, en hann kvaðst ekki muna, hvenær flesjan hefði þornað.

Þórarinsvatn á Grímstunguheiði

  • HAH00277
  • Corporate body
  • (1950)

Fjögurra vatna á Grímstunguheiði skal getið hér: Þórarinsvatn, 493 m.y.s. og 0,95 km²; Svínavatn, 491 m.y.s. og 1,2 km²; Galtarvatn, 515 m.y.s. og 0,84 km²; Refkelsvatn, 480 m.y.s. og 0,82 km². Norður frá Galtarvatni rennur Svínavatnslækur og annar til, en Refkelslækur kemur úr Refkelsvatni.

Allir falla þeir í Vatnsdalsá. Góð bleikja er í þessum vötnum og bændur veiddu þar áður með netum. Vötnin eru á afrétti Ás- og Sveinsstaðahreppa. Allsæmilegur jeppavegur liggur upp úr Vatnsdal. Hann liggur á milli vatnanna og áfram suður í Fljótsdrög.

Þórðarhús Blönduósi

  • HAH00143
  • Corporate body
  • 1898 -

Helgahús 1898 - Þórðarhús 1915. Lárusarhús 1946. Bíbíarhús.
Byggt 1898 af Helga Gíslasyni, sem bjó í húsinu til 1905. Hann bjó eitt ár úti í Refasveit, en kom aftur á Blönduós og byggði þá annað hús (Kristófershús).

Þórdísarlundur

  • HAH00380
  • Corporate body
  • 1952 -

Sunnan undir Vatnsdalshólum, vestan vegar, er Þórdísarlundur, skógarreitur sem Húnvetningafélagið í Reykjavík hefur ræktað og girt. Í Þórdísarlundi er minnisvarði um fyrsta innfædda Húnvetninginn, Þórdísi, dóttur Ingimundar gamla að Hofi. Enn þekkjast örnefni sem við hana eru kennd, Þórdísarholt þar sem hún fæddist að sögn Vatnsdæla sögu og Þórdísarlækur. Kristján Vigfússon í Vatnsdalshólum gaf Húnvetningafélaginu í Reykjavík 1952, 1 ha lands úr jörð sinni sunnan í Hólunum.
Vestan við Þórdísarlund er veiðiskálinn Flóðvangur sem Veiðifélag Vatnsdalsár hefur reist, jafnframt notaður til félagsstarfa, fundahalda ofl.

Þórdís fæddist í sunnanverðum Vatnsdalshólum, þar sem nú er Þórdísarlundur, rétt eftir að skip föður hennar komu að landi og er hún því talin fyrsti Húnvetningurinn. Sonur Þórdísar var Þorgrímur Kárnsárgoði og átti hann son einn, Þorkel kröflu, við ambáttinni Neireiði af ætt Orkneyjajarla. Þorgrímur lét bera sveininn út en Þorsteinn mágur hans á Hofi bjargaði barninu og kom því í fóstur. Þegar Þorkell krafla var tólf vetra var fundur sá er Vatnsdælir héldu til þess að velja sér goðorðsmann og þar vó Þorkell krafla nafna sinn, Þorkel silfra, og tryggði föðurnum sem hafði látið bera hann út, goðorðið. Fyrir það verk gekkst Þorgrímur Kornsárgoði við faðerninu.

Þorkelshóll I og II í Víðidal

  • HAH00901
  • Corporate body
  • (1300)

Þorkelshóll I
Gamalt býli og bændaeign. Jörðin hefur verið ein af stærstu jörðum í Víðidal en hefur nú verið skipt í fleiri býli. Land jarðarinnar náði áður fyrr meðfram Víðidalsá frá Dalsá og meðfram Grafarlæk og frá Finnbjarnarholti og allt þar neðar niður að Víðidalsá. Á þessu landi eru nú fjögur býli og öll góðar bújarðir. Engjar átti jörðin vel grasgefnar meðfram Víðidalsá. Beitiland var mýrlent og víða blautt en allt ræktanlegt með framræslu og nútímabúskapar tækni.

Íbúðarhús byggt 1967 ein hæð 310 m³. Fjárhús fyrir 320 fjár. Hlöður 670 m³. Hesthús fyrir 10 hest, Verkfærageymsla 136 m². Tún 18 ha.

Þorkelshóll II
Suðurhlutinn af jörðinni Þorkelshóll. Jörðinni var skipt 1962 þegar fyrri ábúendur hættu búskap en við tóku börn þeirra. Auk þess sem áður er fram tekið um Þorkelshól, má geta þess að á jörðinni voru fyrr meir mörg smábýli sem vafalaust hafa ekki verið í samfelldri byggð. Jarðarbókin nefnir þessi býli; Áskot, Miðkot og Efstakor, Einnig Tóftakot á Þorkelshóls engi.
Á jörððinni var hálfkirkja að fornu.
Beitarítak átti jörðin á Melrakkadal á sumrum en Melrakkadalur engja ítak þess í stað.

Íbúðarhús byggt 1947, 270 m³. Fjós fyrir 17 kýr. Fjárhús fyrir 260 fjár. Hlöður 870 m³. Votheysgryfja 45 m³. Tún 30 ha.

Veiðiréttur í Víðidalsá fylgir báðum býlunum

Þorlákshöfn í Ölfusi

  • HAH00847
  • Corporate body
  • 1937 -

Þorlákshöfn (áður Elliðahöfn) er bær í Sveitarfélaginu Ölfusi í Árnessýslu. Árið 2015 voru 1460 manns með skráða búsetu í bænum.

Í apríl 1937 keypti Kaupfélag Árnesinga með aðstoð Egils Thorarensens jörðina sem seinna var nefnd Þorlákshöfn af efnamönnum í Reykjavík. Þaðan voru síðan gerðir út nokkrir bátar til fiskveiða, áhugi komst með tíð og tíma á fyrir því að koma upp hafnaraðstöðu á þessu svæði. Til þess að það mætti gerast þurfti að selja land Þorlákshafnar til hins opinbera. Með rekstur á landinu fór Þorlákshafnarnefnd og komst það fljótlega á dagskrá hjá henni að stofna til útgerðarfélags.

Hagur Þorlákshafnar vænkaðist töluvert eftir að ákveðið var á fundi í Selfossbíói, þann 10. júní 1949 að stofna hlutafélagið Meitillinn h.f. með hlutafé frá sveitungum. Hafist var handa við útgerð á fimm vélbátum snemma næsta ár eftir að gengið hafði verið frá kaupum á þeim og 1951 voru 14 manns með skráða búsetu í Þorlákshöfn [1].

Í dag er leikskóli, grunnskóli, heilsugæslustöð, apótek, bakarí, matvöruverslun, banki, bensínstöð, bókasafn, vínbúð og fl. í bænum.
Kristján frá Djúpalæk samdi ljóð sem heitir Þorlákshöfn

Þorlákskirkja í Þorlákshöfn

  • HAH00846
  • Corporate body
  • 28.7.1985 -

Þorlákskirkja var vígð af biskupi Íslands herra Pétri Sigurgeirssyni þann 28. júlí 1985. Þá voru liðin 10 ár síðan Árnessýsla gaf 18000 fermetra af landi undir kirkjugarð en um sama leyti (4.sept. 1975) var ákveðið að byggja kirkju hér á staðnum og byggingarnefnd kosin. Grunnur kirkjunnar var helgaður og fyrsta skóflustungan tekin 28. apríl 1979.

Þorlákskirkja (hin forna) í Þorlákshöfn var rifin um 1770 og hafði þá staðið í að minnsta kosti í 250 ár og ef til vill í 450 ár ef marka má afrit Vilcninsmáldaga.

Stærð kirkjunnar er 302.5 m2, söngloft 111.6m2, "líkhús" undir kór 57 m2, rúmmál kirkjunnar er 2119 m3. Kirkjan er steinsteypt með timburþaki klæddu lakkbrenndu þakstáli. Í kirkjuskipi eru sæti fyrir 200 manns, auk þess upphaflega um 80 sæti á sönglofti. það rými minnkaði umtalsvert 1996 þegar nýtt pípuorgel smíðað af Björgvini Tómassyni var tekið í notkun. Aftan við kirkjuskip er fundarherbergi 25 m2 að stærð með rennihurð að kirkjuskipi. Anddyri kirkjunnar er 46 m2.

Hægramegin við það er skrúðhús sem jafnframt er eldhús 12 m2. Vinstra megin við anddyri er hreinlætisaðstaða 23 m2 að stærð. Vinstra megin úr anddyri er stigi á söngloft. Hann er úr tréi og járni. Söngloftið er steynsteypt með korki á gólfi. Öll önnur gólf eru klædd með íslensku grágrýti. Veggir kirkjunnar að innan eru hvítmálaðir. Á hvorri hlið kirkjunnar eru 11 gluggar. Handriði á stiga, frammi á sönglofti og grátur eru úr prófíljárni teiknað af arkitekt hússins. Að utan er kirkjan hraunuð og grámáluð. Í kirkjuskipi er óbein lýsing í kverkum og 34 ljósakúlur í lofti.

Kirkjan er upphituð með vatni frá hitaveitu. Altaristafla Þorlákskirkju heitir "Herra bjarg þú mér" og er múrrista eftir Gunnstein Gíslason gerð í hugblæ af Matt. 14:28. Altari og predikunarstóll er úr íslensku grágrýti. Teiknað af Jörundi Pálssyni arkitekt unnið í Steinsmiðju Sigurðar Helgasonar, Kópavogi. Skírnarfontur er úr íslensku grágrýti og gabbró. Teiknað og unnið af sömu. Kertastjaki á gólfi, sænsk alþýðulist, unnið úr smíðajárni. Lítið orgel er stofuorgel Ingimundar Guðjónssonar. Pípuorgel er átján radda smíðað af Björgvini Tómassyni.

Þorleifsbær Blönduósi 1929

  • HAH00141
  • Corporate body
  • 1908 -

Bærinn líklega byggður 1908, en óvíst hver bjó þar fyrstur. Þarna bjó Sveinn Guðmundsson 1911-1920 hann bjó þar fyrst með konu sinni Pálínu Pálsdóttur. Hún dó 26.5.1915. Þá varð ráðskona þar Elínborg Guðmundsdóttir. 1920 flytur Þorleifur Jónsson í Sveinsbæ. 14.6.1929 kaupir Þorleifur svo bæinn og býr þar til æviloka og Alma Ólafsdóttir kona hans eftir það.

Þórormstunga í Vatnsdal

  • HAH00059
  • Corporate body
  • (950)

Bærinn Þórormstunga [Þóroddstunga í mt 1801] stendur á þurru sléttlendi norður af Tungumúla sem klífur dalinn að nokkru, klettalaus bungulaga fjallshryggur. Allt undirlendið má heita þurrt og gott til ræktunar. Austan undir Múlanum gegnt Kárdalstungu stóð hjáleigan Hólkot við Hólkotskvísl. Þar var búið fram undir 1920. Þórormstunga er ættaróðal frá 1784. Heimagrafreitur er í túninu . Fagurt umhverfi og jörðin góð. Tungukot var í túnfæti og Jökulsstaðir allhátt í norðaustan Múlanum. Í Þórormstungu 1835 bjó Jón Bjarnason stjarnfróði. Íbúðarhús byggt 1964-1967, 417 m3. Fjárhús yfir 475 fjár. Hlöður 1440 m3. Votheysgryfjur 72 m3. Geymslur. Tún 50 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Tunguá. Eigandi jarðarinnar 1975; Hannes Jónsson (1893).

Þorsteinshús Aðalgata 11 Blönduósi,

  • HAH00142
  • Corporate body
  • 1907 -

Þorsteinshús Blönduósi 1907. Margrétarhús 1940.
Lóðarsamningur dagsettur 31.10.1908 um 125 ferálna lóð. Lóðin er 25 álnir að lengd frá austri til vesturs og 5 álnir [3 metrar] frá norðri til suðurs.
Lóðin afmarkast að vestan af veginum niður í kauptúnið [Aðalgötu], eða skurðinum meðfram honum. Að norðan eru takmörkin, gatan heim að Böðvarshúsi 4 álnir að breidd meðfram girðingu þeirri er Zophonías Hjálmsson hefur gert um sína lóð [Jónasarhús]. að austan girðing um lóð Böðvars og að sunnan hin áður útmælda lóð Þorsteins.

Þórukot í Víðidal

  • HAH00895
  • Corporate body
  • um 1660

Fjórða býli, bygt fyrir meir en 40 árum á eyðihól, þar sem aldrei hafði áður bygð verið. Dýrleikinn er reiknaður x € af Ásgeirsá, og so tíundast fjórum tíundum, og hefur þetta býli töðuslægjur af heimaiörðunni.
Eigendur sem áður er sagt um heimajörðina. Ábúandinn Oddur Jónsson.
Landskuld Ix álnir. Betalast í öllum gildum landaurum heim til landsdrotna. Leigukúgildi iii. Leigur betalast í smjöri heim til landsdrotna. Kvaðir öngvar. Kvikfje ii kvígur að fyrsta kálfi, xxvii ær, viii lömb, i hestur, i únghryssa. Fóðrast kann ii kýr, xii lömb, xxiiii ær, ii hestar. Öll afhýlin hafa óskamtaðan haga, en töður og engjar eru hverjum afdeildar. Torfrista og stúnga bág og erfið á allri jörðunni, en þó híngaðtil við sæmt.

Móskurður til eldiviðar er nægur en brúkast ekki. Lax og silúngsveiðivon góð í Víðidalsá. Rekavon kirkjunnar fyrir Gnýstöðum á Vatnsnesi hefur ekki fengist, síðan Guðmundur Hákonarson hjelt þíngeyraklaustur, en Árni Daðason átti Ásgeirsá. Selstöðu á jörðin í Víðidalstúngulandi, þar sem heita Haugakvíshr, og sjást þar enn tóftirnar þar sem heitir Asgeirsársel; það hefur aldrei brúkað verið í manna minni. Lambaupprekstur á Víðidalstúnguafrjett for toll ut supra.

Enginu grandar Víðidalsá, mest á heimajörðunni. Högunum spilla fjallskriður.

Þrístapar

  • HAH00634
  • Corporate body
  • 12.1.1830 -

Þrístapar. Þrír samliggjandi stakir smáhólar er standa norður og vestur af Vatnsdalshólum. Þar fór fram síðasta aftaka á Íslandi 12. janúar 1830, er Friðrik Sigurðsson og Agnes Magnúsdóttir voru hálshöggvin vegna morðsins á Natani Ketilssyni og Pétri Jónssyni á Illugastöðum á Vatnsnesi. Efst á miðhólnum er hlaðinn aftökupallur, um 20-70 cm hár og um 5x5 metar að ummáli. Á honum er minningarsteinn um atburðinn. Skilti er við þjóðveginn og stutt gönguleið að staðnum.

Morðið, aftakan og örlagasaga Friðriks, Agnesar og Natans hafa verið yrkisefni í íslenskri skáldsögu og íslenskri kvikmynd. Þorgeir Þorgeirson skrifaði skáldsöguna Yfirvaldið og mun sú saga styðjast við heimildir. Kvikmyndin Agnes sem Egill Eðvarðsson leikstýrði árið 1996 er byggð á þessum atburðum en víkur mjög frá þekktum staðreyndum.

Þroskahjálp Skagafjarðar- og Húnavatnssýslu (1990)

  • HAH10100
  • Corporate body
  • 1990

Félagið Þroskahjálp á Norðurlandskjördæmi vestra var stofnað laugardaginn 28.októrber 1990. Stofnfélagar voru 27 talsins.
Í stjórn voru:
Ásta B. Þorsteinsdóttir, Guðmundur Ragnarsson, Hörður Sigþórsson, Jóhann Ingi Gunnarsson, Margrét Ríkharðsdóttir, Egill Pálsson, Svanfríður Larsen og Aldís Rögnvaldsdóttir.
Tilgangur félagsins er að berjast fyrir réttindum og vinna að málefnum þroskaheftra og tryggja þeim fulla jafnréttisstöðu á við aðra þjóðfélagsþegna. Vinna að því að komið verði upp í sem flestum þéttbýlisstöðum á svæðinu þeirri þjónustu fyrir þroskahefta sem ráð er fyrir gert í lögum hverju sinni og þroskaheftum þannig veitt sem best skilyrði til að ná þeim þroska sem hæfileikar þeirra leyfa og að starfsorka þeirra verði nýtt. Að annast kynningu á málum þroskaheftra með útgáfustarfsemi eða á annan hátt.

Þúfnalækur í landi Kirkjuhvamms á Vatnsnesi

  • HAH00845
  • Corporate body
  • (1000)

Að norðan ræður frá sjó Rauðilækur upp á veg, og er þar varða rjett fyrir ofan veginn, úr vörðunni bein lína í Grænutópt, yfir Grænutópt í Þúfnalæk, ræður svo Þúfnalækur merkjum upp fyrir utan Hvammsholt, beina línu yfir hest í klöpp á Hvammsbarmi, merkta L., úr klöpp þessari í klettanybbu sunnan í Hnausabrúninni merkta L., úr klettanybbu þessari rjetta sjónhending norðarlega á Efstahnaus, í vörðu þar, og úr vörðu þessari sömu stefnu á fjall austur, eins og vötn að draga, svo suður háfjallið á móts við Kirkjuhvammsvatn, svo beinlínis ofan í nefnt vatn, úr Kirkjuhvammsvatni ræður merkjum að sunnan á sú, er rennur úr Kirkjuhvammsvatni ofan milli Kirkjuhvamms og Syðstahvamms alla leið ofan fyrir Kirkjuhvammstún og ofan í árkrók þann, sem er skammt fyrir ofan ás þann, er vegurinn liggur eftir, og úr árkróknum ofan í sömu á rjétt á veginum, á þessum kafla er stefna landamerkjanna sett með þremur steinum, frá veginum ræður svo sama á alla leið til sjáfar, er áin fellur í sjó við klöpp sunnanvert við Hvammstanga. Allur reki á landi Kirkjuhvamms fylgir óskertur. Engin ítök eiga aðrar jarðir í Kirkjuhvammi. Kirkjuhvammur á engin ítök í öðrum jörðum.

Þúfnalækur í landi Kringlu í Torfalækjarhreppi

  • HAH00844
  • Corporate body
  • (1000)

Þúfnalækur sprettur upp í flóanum ofan við Beinakeldu og rennur í Húnavatn.

Norðurmörk Stóru-Giljár eru við Þúfnalæk og síðan eftir krókaleiðum í Torfavatn og Reykjanibbu.

Norður frá Beinakeldu er svo kallaður Þúfnalækur, sem landi skiptir að norðan frá fossi norður undan Beinakeldu og það vestur á Lestavað yfir lækinn norður undan Stórugiljá gagnvart miðju Lækjargili,

Þverá í Hallárdal

  • HAH00612
  • Corporate body
  • (1950)

Gamla bæjarstæðið er gróið og liggur á gömlum árbakka, um 40-90m austan Þverár. Nokkrar tóftir eru á bæjarstæðinu sem er grasi gróið og töluverður gróður þegar skráð var sumarið 2012. Samkvæmt örnefnaskrá var íbúðarhúsið sem byggt var úr timbri rifið um 1940 og sér ekkert eftir nema gróið svæði austan við tóftir hestaréttar. Svæðið er um 6x9m að utanmáli og mótar fyrir kanti að austan og sunnan líklega leifum kjallara eða húsgrunns. Aðrar upplýsingar Í örnefnaskrá er bænum svo lýst: „Vestast stóð mjólkurskemma, rétt fyrir austan hana Baldvinsskemma. Í austari húsaröðinni var vestast Stóraskemma, þá hrossarétt og þá íbúðarhús. Í næstu húsalengju var vestast búr, þá eldhús, þá fjós, þá Vatnsranghali [vatnsból], þá hlaða, þá hesthús.“ (Ö-Þverá-1, 3). Í annarri skrá segir: „Þverá fór í auðn 1938. Seinasti bóndi þar hét Björn Jóhannsson, flutti á Skagaströnd. Timburhúsið var rifið um veturinn 1940 og viðirnir seldir. Áður var búið að rífa bæ og peningshús. 1941 sást engin spýta, túnið loðið, ekki slegið, ógirt, fullt af skepnum.

Á túnakorti frá 1920 sem lagt er yfir hnitsetta loftmynd er merkt hesthús þar sem tóftin er. Í fasteignamati frá 1916-1918 segir: „Peningshús torfbyggð og allstæðileg og rúma 7 nautgr. 160 sauðfjár og 14 hross.“ (Jarðavefur Þjóðskjalasafns Íslands. http://jardavefur.skjalasafn.is/. Skoðaður þann 09.09.12).

Eigandi jarðarinnar er Ólafur Björnsson, Árbakka [var eigandi þegar örnefnaskrá var skrifuð]. Stærð timburhússins var 9x6 metrar, kjallari, 1 hæð og loft.“ (Ö-Þverá-2, 1).
Núverandi eigandi Vindhælishreppur.

Þverá í Norðurárdal

  • HAH00619
  • Corporate body
  • (1950)

Þverá er efsti bærinn í Norðurárdal og eini bærinn þar sem er í byggð. Bærinn stendur á háum hól ofarlega í túninu. Þjóðvegur liggur í gegnum túnið. Hamarshlíð er til norðausturs og Hvammshlíðardalur til suðausturs og samnefnt fjall. Erfitt um ræktun, sumarhagar með ágætum, kjarnmiklir og grösugir. Ábúandi nytjar Neðstabæ og notar fjárhús á Skúfi og hefur jarðnot þar. Íbúðarhús byggt 1930, 200 m3. Fjárhús yfir 18 200 fjár. Hesthús yfir 18 hross. Geymsla 42 m3. Tún 13,4 ha.

Þverárdalur á Laxárdal fremri

  • HAH00179
  • Corporate body
  • [1300]

Fremsti bær á Laxárdal, byggður á háum bröttum hól. Blasir hann við af Norðurlandsvegi ofan Húnavers. Þröngidalur gengur norðaustur í fjallgarðinn sunnan túns í Þverárdal og er brú á Hlíðará neðan við bæjarhólinn. Sunnan ár gnæfa Ógöngin, syðstihluti Laxárdalsfjalla ofan túnsins. Túnið er grasgefið, en sumt af því mjög brattir hólar. Norðan túns er víðáttu mikið flólendi óframræst. Íbúðarhús byggt 1948 358 m3. Fjós yfir 9 gripi. Fjárhús fyrir 280 fjár. Hesthús fyrir 15 hross. Tún 10 ha. Veiðiréttur í Hlíðará.

Þverbrekkur á Kili

  • HAH00996
  • Corporate body
  • 874-

Sunnan við Þjófadali er Hrútafell. Austur frá Hrútafelli gengur lágur háls alllangt austur á Kjöl. Heitir hann Þverbrekkur hæst 628 m ysm (sumstaðar rangnefndir múlar). Þverbrekknaver heitir hagapláss eitt, sem liggur á vesturjaðri Kjalhrauns, með fram Fúlukvísl, nokkru sunnan við Þverbrekkur. Er þar mjó flá, með pollum og stargróðri í kring um þá.

Þýskaland

  • HAH00861
  • Corporate body
  • 843 -

Sambandslýðveldið Þýskaland (þýska: Bundesrepublik Deutschland; framburður (uppl.)) er að flatarmáli sjöunda stærsta ríki Evrópu og spannar rúmlega 357 þúsund km². Það er að sama skapi næst fjölmennasta land Evrópu með 81,1 milljónir íbúa. Aðeins Rússland er fjölmennara. Höfuðborgin er Berlín. Þýskaland var áður fyrr meginhluti Hins heilaga rómverska keisaradæmis sem myndaðist við skiptingu hins mikla Frankaríkis Karlamagnúsar árið 843. Í dag er Þýskaland eitt mesta iðnveldi heims og er efnahagskerfi landsins eitt það stærsta í heimi.

Þýska tungumálið og samkennd meðal Þjóðverja er yfir þúsund ára gömul en sameinað þýskt þjóðríki varð þó ekki til fyrr en með stofnun Þýska keisaradæmisins árið 1871.

Þýskaland rekur uppruna sinn til Verdun-samningsins frá 843 en með honum var Frankaveldi skipt upp í vesturhluta sem varð að Frakklandi nútímans, miðhluta sem tók yfir Norður-Ítalíu, Niðurlönd og fleiri svæði og austurhluta sem myndaði Hið heilaga rómverska keisaradæmi. Það var til í ýmsum myndum allt til 1806 en var þó aldrei meira en mjög laustengt bandalag smá konungsríkja og hafði auk þess fleiri þjóðir en þá þýsku innan sinna vébanda.

Á þessum þúsund árum juku Þjóðverjar mjög við áhrif sín í gegnum kaþólsku kirkjuna, Norður-krossferðirnar og Hansasambandið.

Talið er að rekja megi uppruna germanskra þjóðflokka til bronsaldar Norður-Evrópu (um 1800 – 600 f.Kr.) eða í síðasta lagi til járnaldar Norður-Evrópu (5. öld – 1. öld f.Kr.) Þjóðflokkarnir breiddust út til suðurs, austurs og vesturs frá suðurhluta Skandinavíu og norðurhluta Þýskalands á 1. öld f.Kr. og komust þá í kynni við keltneska þjóðflokka í Gallíu og íranska og slavneska þjóðflokka í Austur-Evrópu. Lítið er vitað um sögu germanskra þjóðflokka á þessum tíma, nema hvað varðar samskipti þeirra við Rómverja auk þekktra fornleifa.[1]

Í valdatíð Ágústusar hófu Rómverjar, undir forystu rómverska herforingjans Publiusar Quinctiliusar Varusar, að ráðast inn á landsvæði Germana. Á þessum tíma kynntust Germanar herstjórnarlist Rómverja. Árið 9 e.Kr. gereyddu Germanar, undir forystu Arminiusar (Hermans), þremur rómverskum herdeildum Varusar í orrustunni um Teutoburgs-skóg. Þar með héldust landsvæði Germana allt að Rín og Dóná utan Rómaveldis. Um 100 e.Kr., þegar rit Tacitusar Germanía var samið, höfðu Germanar komið sér fyrir meðfram Rín og Dóná og réðu nú að mestu leyti yfir því svæði sem Þýskaland nær yfir nú á dögum.

Á 3. öld óx ýmsum vestur-germönskum þjóðflokkum eins og Alamönnum, Frönkum, Söxum og fleirum ásmegin.

Talið er að rekja megi uppruna germanskra þjóðflokka til bronsaldar Norður-Evrópu (um 1800 – 600 f.Kr.) eða í síðasta lagi til járnaldar Norður-Evrópu (5. öld – 1. öld f.Kr.) Þjóðflokkarnir breiddust út til suðurs, austurs og vesturs frá suðurhluta Skandinavíu og norðurhluta Þýskalands á 1. öld f.Kr. og komust þá í kynni við keltneska þjóðflokka í Gallíu og íranska og slavneska þjóðflokka í Austur-Evrópu. Lítið er vitað um sögu germanskra þjóðflokka á þessum tíma, nema hvað varðar samskipti þeirra við Rómverja auk þekktra fornleifa.[1]

Í valdatíð Ágústusar hófu Rómverjar, undir forystu rómverska herforingjans Publiusar Quinctiliusar Varusar, að ráðast inn á landsvæði Germana. Á þessum tíma kynntust Germanar herstjórnarlist Rómverja. Árið 9 e.Kr. gereyddu Germanar, undir forystu Arminiusar (Hermans), þremur rómverskum herdeildum Varusar í orrustunni um Teutoburgs-skóg. Þar með héldust landsvæði Germana allt að Rín og Dóná utan Rómaveldis. Um 100 e.Kr., þegar rit Tacitusar Germanía var samið, höfðu Germanar komið sér fyrir meðfram Rín og Dóná og réðu nú að mestu leyti yfir því svæði sem Þýskaland nær yfir nú á dögum.

Á 3. öld óx ýmsum vestur-germönskum þjóðflokkum eins og Alamönnum, Frönkum, Söxum og fleirum ásmegin.

Tilraunastöðin á Akureyri (1948-1968)

  • Corporate body
  • 1948-1968

Upphaf stofnræktunar á kartöflum hér á landi má rekja til laga um verslun með kartöflur o.fl. nr. 31 frá 1943, en þar segir í 10. gr. ,,Grænmetisverslun ríkisins skal sjá um, eftir því sem unnt er, að árlega sé völ á heilbrigðu, völdu, innlendu útsæði. Skal hún þess vegna koma á fót stofnræktun úrvalskartöflutegunda (eliteræktun) og semja við einstaka kartöfluframleiðendur um framleiðslu útsæðis af þessum tegundum og sé þessi ræktun háð ströngu heilbrigðiseftirliti''.

Ekki var þessari grein laganna framfylgt fyrr en 1948 en þá gerðu Grænmetisverslunin og Tilraunaráð jarðræktar með sér samning um framkvæmd og eftirlit með þessari stofnrækt. Er þar gert ráð fyrir, að tilraunastöðvarnar í jarðrækt sjái um fyrsta lið stofnræktarinnar, þ.e. framleiðslu á svokölluðum A-stofni en Grænmetisverslunin semji síðan við kartöfluframleiðendur um framhaldsræktun á því útsæði sem kallast þá B-stofn.

Tilraunastöðvarnar á Akureyri, Sámsstöðum og Skriðuklaustri hófu þessa stofnræktun 1948 en eftir 1954 var Tilraunastöðin á Akureyri ein eftir og hafði með höndum framleiðslu á A-stofni til ársins 1968. Á því ári fluttist A-stofns ræktunin að Áshóli í Grýtubakkahreppi og voru ábúendur þar með þá ræktun allt til 1990. Um 1980 komu fleiri aðilar inn í ræktun á A-stofni, voru það bændur á jörðunum Arnarhóli, Eyrarlandi og Garði í Öngulsstaðahreppi og svo nokkru síðar Þórustöðum I í Öngulsstaðahreppi.

Grænmetisverslun ríkisins og síðar Grænmetisverslun landbúnaðarins gerðu síðan samninga við kartöfluframleiðendur um framhaldsræktun á A-stofninum, þ.e. framleiðslu B-stofns til sölu til hins almenna kartöflubónda. Fór sú ræktun fram hjá kartöfluframleiðendum við Eyjafjörð og var hún yfirleitt í höndum 10-15 framleiðenda, a.m.k. hin síðari ár. Á fyrstu árum stofnræktarinnar voru mörg afbrigði ræktuð innan hennar en þeim fækkaði fljótt og lengst af hafa þau aðeins verið 4, þ.e. Rauðar íslenskar, Gullauga, Helga og Bintje. Atvinnudeild Háskólans og síðar Rannsóknastofnun landbúnaðarins eða sérfræðingar þessara stofnana í jurtasjúkdómum hafa alla tíð annast eftirlit með stofnræktinni.

Tindar í Svínavatnshreppi

  • HAH00540
  • Corporate body
  • [1200]

Tindar er gamalt býli og bændaeign. Bærinn stendur við brekkulögg á skjólsælum stað mót vestri. Fyrir austan rís Hálsinn og ber þar hæst Tindatindur. Landið er víðlent graslendi og nær vestur að Fremri-Laxá og Svínavatni, en þar eru fornar skógarleifar „Tindaskógur“. Ræktunarland er mikið að mestu mýrlendi. Í fornri lýsingu er sagt; „Þar er útbeit góð og veðursæld“. Íbúðarhús byggt 1950, 580 m3. Fjós fyrir 18 gripi. Fjárhús yfir 500 fjár. Hesthús yfir 13 hross. Hlöður 1250 m3. Votheysgeymslur 90 m3. Tún 45,7 ha. Veiðiréttur í Fremri-Laxá og Svínavatni.

Tjarnarkirkja á Vatnsnesi

  • HAH00596
  • Corporate body
  • um 1935

Tjarnarkirkja er kirkja að Tjörn á vestanverðu Vatnsnesi. Kirkan þar var reist á árunum 1930 til 1940 úr steinsteypu. Alls tekur kirkjan milli 70 og 80 manns í sæti en altaristafla er eftir Þórarinn B. Þorláksson, máluð 1910. Er hún eftirmynd altaristöflunnar í Dómkirkjunni í Reykjavík eftir G.T. Wegener.
Tjörn á Vatnsnesi er bær, kirkjustaður og fyrrum prestsetur á vestanverðu Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu. Sigurður Norland var prestur í Tjarnarprestakalli en hann bjó ekki á prestsetrinu heldur í Hindisvík. Annar prestur á Tjörn var séra Róbert Jack, Skoti sem kom til Íslands sem knattspyrnuþjálfari og varð hér innlyksa í stríðinu. Hann fór þá að læra guðfræði í Háskóla Íslands og varð eftir það prestur og prófastur á Tjörn í áratugi.

Tjörn á Skaga

  • HAH00433
  • Corporate body
  • (1950)

Bærinn stendur við Vestanvert Tjarnarfjall, sunnarlega. Þar er skjóllegt, allgott til ræktunar, fjörubeit og til heiðar rúmgóð beitilönd. Áður var þar selveiði, en mun að mestu aflögð.
Íbúðarhús byggt 1956 steinsteypt 448 m3. Fjós yfir 16 gripi byggt 1971 ásamt kálfafjósi og haughúsi, 310 m3 og mjólkurhús 30 m3. Geymsla byggð 1962, 168 m3. járhús steypt 1967 yfir 300 fjá. 2 hlöður 728 m3. Fjárhús byggð 1948 úr torfi og grjóti yfir 260 fjár.. Tún 29,1 ha. Selveiði.

Tófugreni

  • HAH00918
  • Corporate body
  • 874 -

Íslenskar tófur eignast afkvæmi árlega sem er frábrugðið því sem þekkist víðast hvar annars staðar á útbreiðslusvæði tegundarinnar. Í Skandinavíu, A-Grænlandi, Alaska og á freðmýrum Kanada tímgast tófur á 3–5 ára fresti, í takt við sveiflur í stofnun nagdýra sem eru þeirra helsta fæða. Þegar nagdýrastofnarnir eru í hámarki er frjósemin afar há en dæmi eru um að læður eignist allt upp í 18–20 yrðlinga í goti. Þegar lítið er af nagdýrum eru hinsvegar fá eða engin pör sem ná að fjölga sér. Ekki hefur verið sýnt fram á að frjósemi íslenskra refa sé breytileg eða í takt við sveiflur í fæðustofnum. Á Íslandi er hins vegar algengt að mjög ung dýr séu meðal grendýra. Aðgangur að maka og lausu óðali er grundvöllur þess að refir geti tekið þátt í tímgun. Refaveiðar árið um kring eru meðal líklegra skýringa á því hve algengt er að óðul liggi á lausu fyrir ung og óreynd dýr. Slíkt þekkist ekki á svæðum þar sem ekki eru stundaðar refaveiðar nema um hávetur, einungis vegna feldarins.

Lífshættir íslenskra refa eru breytilegir eftir árstíðum. Veturinn einkennist af undirbúningi undir fengitíma og meðgöngu, þar á meðal fari ungra dýra að heiman í leit að maka og óðali. Bæði kyn verða kynþroska á fyrsta vetri. Fengitími er í mars og meðgangan tekur tæpa 60 daga. Flestar læður gjóta um og upp úr miðjum maí og eru yrðlingarnir algerlega háðir móðurmjólkinni fyrstu 3–4 vikurnar. Sumarið er tími vaxtar og uppeldis og sjá báðir foreldrar um að færa yrðlingunum fæðu.

Meginreglan í samfélagi refa er einkvæni og einvera. Þeir eru ekki félagsdýr og fara ekki um í flokkum eins og til dæmis úlfar. Refaparið heldur saman meðan bæði lifa, það ver óðal sitt í sameiningu og sinnir uppeldi yrðlinga. Ein ástæða einkvænis gæti verið sú að fengitíminn er það stuttur að steggurinn þorir ekki að yfirgefa læðuna af ótta við að missa af tækifærinu við pörun því læðan er einungis mótækileg í nokkra daga. Einnig gæti verið gott að halda tryggð við maka sem hefur hæfni til að viðhalda óðali og koma upp yrðlingum.

Eftir uppkomu yrðlinga og fram á næsta fengitíma eru lítil bein samskipti milli steggs og læðu en heilmikil óbein samskipti, svo sem gagg og lyktarmerkingar. Missi refur maka sinn parar hann sig fljótlega á ný og á þetta við um bæði kynin.

Stundum er ein eða fleiri ársgamlar dætur parsins enn á óðali foreldranna að sumarlagi, svokölluð hjálpardýr. Þær færa gjarnan yrðlingum fæðu og eyða töluverðum tíma með þeim. Þó er ekkert sem bendir til að sú hjálp skipti máli hvað varðar afkomu yrðlinganna. Geldlæður þessar virðast eiga það sameiginlegt að hverfa af svæði foreldranna í júlí. Erlendis er þekkt að ung gelddýr dvelji á óðali foreldra og er talið að þau geti orðið að gagni við varnir gegn afræningjum svo sem rauðrefum og örnum. Framboð óðala er takmarkað og því getur verið hentugt að fá að dvelja á heimaslóðum þar til annað býðst.

Greni er íverustaður læðunnar og yrðlinganna. Þar gýtur hún og þar dveljast yrðlingarnir þegar þeir bíða foreldranna. Sjaldgæft er að steggir fari inn í greni. Greni veitir skjól og í góðu greni er einnig pláss fyrir fæðuleifar og úrgang. Greni geta verið mjög misjöfn að gæðum, stundum bara ein hola en oft heilmikið kerfi. Refalæður grenja sig einnig í húsatóttum eða öðrum yfirgefnum mannvistarminjum. Erfitt að endurnýja greni á svæðum þar sem berggrunnur er þéttur og jarðvegur lítill, til dæmis á norðanverðum Vestfjörðum.

Óðal er yfirráðasvæði pars, heimasvæði þeirra sem þau fara um daglega til að afla fæðu og annarra nauðsynja. Mörg greni geta verið innan sama óðals og getur parið flutt sig um set ef þau telja ástæðu til. Gott óðal hefur allt sem þarf til að dýrin geti þrifist og komið upp afkvæmum. Gæði óðala hafa áhrif á tímgunarárangur dýranna og því er mikilvægt fyrir parið að hafa styrk og getu til að helga sér óðal og viðhalda því.

Tokagjel Norheimsund í Hörðalandi

  • Corporate body
  • 1907-

Tokagjelet er en veiparsell i Kvam. Veien gjennom Tokagjelet ble stukket ut rundt 1890, påbegynt i 1903 og åpnet i 1907. Store partier er bygget med håndkraft mens arbeiderne hang i tau i den glatte fjellsiden. Dette ble gjort fordi veien mangler naturlig fundament.

Ny vei med fire tunneler ble bygget mellom 1953 til 1956. Dette er tunnelene Snauhaugen på 349 meter, Hansagjel på 697 meter, Tokagjel på 408 meter og Fossagjel på 365 meter.

Det som er igjen av den gamle veien utenfor tunnelene ble i 2002 foreslått vernet i Nasjonal verneplan for veger, bruer og vegrelaterte kulturminner[1] og vedlikeholdt som gang- og sykkelvei.

Den 21. desember 2009 fredet Riksantikvaren Tokagjelet sammen med 39 andre veier omtalt i Nasjonal verneplan for veger, bruer og vegrelaterte kulturminner.

Tónlistarfélag Austur Húnavatnssýslu (1970)

  • HAH10099
  • Corporate body
  • 1970

Tónlistarfélag Austur Húnavatnssýslu var stofnað 8. nóvember 1970. Í lögum Tónlistarfélagsins er kveðið skýrt á um tilgang félagsins, sem er að efla og styrkja tónlistarlíf í héraðinu m. a. með stofnun og starfrækslu tónlistarskóla.

Tónlistarskóli Austur Húnvetninga (1971)

  • HAH10135
  • Corporate body
  • 1971

Tónlistarskóli Austur Húnavatnssýslu var stofnaður árið 1971 og kennsla hófst um haustið. Kennslustaðir urðu strax þrír, Blönduós, Húnavellir og Skagaströnd.
Í fyrstu var ráðinn einn kennari við skólann og stundarkennari. Nú starfa fimm kennarar í fullu starfi.
Í fyrstu var skólinn rekinn af sveitarfélögunum að 1/3, Tónlistarfélaginu að 1/3 og skólagjöldum að 1/3 en nú er skólinn rekinn af Byggðasamlagi um tónlistarskóla.

Torfalækjarhreppur

  • HAH00566
  • Corporate body
  • (1000-2019)

Torfalækjarhreppur. Kolkumýrar

Torfalækjarhrepur hinn forn lá vestan Blöndu frá Svínavatnshreppi allt til sjávar og vestur í Húnavatn. Árið 1914 var Blönduóshreppur stofnaður og urðu þá mörk hreppsins frá Draugagili og austur í Fálkanöf við Blöndu. Árið 1931 keypti Blönduóshreppur Hnjúka og teljast þeir síðan til Blönduóss.
Mörk Torfalækjarhrepps að vestan liggja um Húnavatn og áfram eins og segir í ´lýsingu Sveinsstaðahrepps. Sauðadalur tilheyrir hreppnum, síðan eru mörkin frá vesturenda Svínavatns, eftir vatninu að Fremri Laxá og fylgja henni að landamerkjum Kagaðarhóls og Tinda. Svo um Hafratjörn sunnanverða og Hóladala að Blöndu.

Torfalækjarhreppur (1000-2005)

  • HAH10061
  • Corporate body
  • 1000-2005

Torfalækjarhreppur var hreppur í Austur-Húnavatnssýslu til ársloka 2005. Aðalatvinnuvegur er landbúnaður. Fólksfjöldi 1. desember 2005 var 92.
Hinn 1. janúar 2006 sameinaðist hann Bólstaðarhlíðarhreppi, Sveinsstaðahreppi og Svínavatnshreppi og var hið nýja sveitarfélag kallað Húnavatnshreppur.

Torfalækur í Torfalækjarhrepp

  • HAH00565
  • Corporate body
  • (1050)

Torfalækur I. Þar er þingstaður hreppsins og því gamalt býli. Bærinn stendur á brúninni norðan við Torfalækinn. Jörðin er landmikil, nær suður að Torfalæk og hið efra út að Jarðbrúarlæk, gegnt Holtslandi en hið neðra út á flóann móti Húnsstaðalandi. Hún takmarkast að vestan af Höfðanum ogan við Húnsstaðasand. Landið er er mest allt mýrlent með holtum á milli og gott ræktunarland. Mest áberandi er Breiðás, en þar lá áður vegurinn frá Blönduósi upp að Meðalheimi. Íbúðarhús byggt 1943 og viðbygging 1965, 570 m3. Fjós 1948 fyrir 32 gripi og bú (1975) breytt í fjárhús. Fjárhús yfir 400 fjár. Hlöður 950 m3. Votheysturn 40 m3. Geymslur 529 m3. Tún 44 ha.

Torfalækur II, nýbýli stofnað 1967 úr ¼ Torfalækjar lands, en landinu er skki skipt. Byggingar eru á brúninni norðan við Torfalækinn, nokkru nær þjóðveginum en eldra býlið. Túnin liggja norðan við lækinn beggja vegna þjóðvegar. Landið er með góðum ræktunarhalla og grasgefið. Áður var hálfkirkja frá Hjaltabakka á Torfalæk. Íbúðarhús byggt 1971, 404 m3. Lausagöngufjós 1969 fyrir 48 gripi með mjaltabás, mjólkurhúsi og áburðarkjallara. Hlaða 1125 m3. Geymsla 175 m3. Tún 35,5 ha.

Torfustaðir í Svartárdal.

  • HAH00176
  • Corporate body
  • [1300]

Bærinn Torfustaðir er vestan Svartár og stendur á brún allknapprar brekku við enda Torfustaðavegar gegn Ytra-Bergsstaðaklifi. Í útvestri rís Járnhryggur sunnan Brúnaskarðs. Jörðin er landlítil en sæmilega gróin. Gott tún er á framræstu mýrlendi allt til merkja að sunnan, en ræktun er erfiðari vegna grjóts og brattlendis í úthluta landsins. Íbúðarhús byggt 1956, 287 m3. Fjós fyrir 6 gripi. Fjárhús með áburðarkjallara fyrir 360 fjár. Hlaða 900 m3. Tún 15 ha. Veiðiréttur í Svartá.

Trefjaplast hf. (1962-1991)

  • HAH10113
  • Corporate body
  • 1962-1990

Trefjaplast hf. var stofnað 1962, hætti starfsemi 1990.

Trésmiðjan Fróði (1957-1982)

  • HAH10077
  • Corporate body
  • 1957-1982

Trésmiðjan Fróði var stofnuð 1957 og tilgangur félagsins var að starfrækja trésmiðju og versla með framreiðsluvörur hennar og ef til vill byggingarvörur. Starfaði félagið allt til ársins 1982 er það var lagt niður.
Fyrsta stjórn félagsins:
Einar Evensen formaður
Knútur Berndsen gjaldkeri
Sigurður Kr. Jónsson ritari

Tröllafoss í Kjós

  • HAH00919
  • Corporate body
  • 874 -

Tröllafoss er í Mosfellsdal, mjög góð og auðveld göngu leið er að honum.
Beygt er inn þar sem sveitabærinn Selvangur stendur og keyrt skamma stund að vegi sem liggur til hægri upp hlíðina.

Fossinn er í Lerivogsá.

Tröllagil

  • HAH00567
  • Corporate body
  • (1950)

Tröllagil 20,2 km í Fljótsdrögum við Djöflasand á Grímstunguheiði

Tröllaskagi

  • HAH00884
  • Corporate body
  • 874 -

Tröllaskagi er skagi fyrir miðju Norðurlandi Íslands á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Skaginn er fjöllóttur og ná margir fjallatindar yfir 1200 m yfir sjávarmál og nokkrir yfir 1400 m, hæst er Kerling (1538 m). Fjölmargir smájöklar eru í fjöllum og dölum Tröllaskaga, þeirra stærstir eru Gljúfurárjökull og Tungnahryggsjökull.

Djúpir dalir skerast inn í fjalllendi Tröllaskaga, þeirra stærstir eru: Hjaltadalur, Hörgárdalur, Norðurárdalur og Svarfaðardalur. Dalirnir mótuðust af greftri vatnsfalla og svörfun skriðjökla á jökulskeiðum ísaldar.

Byggð á svæðinu einskorðast við láglendi nálægt ströndum og í dölum, landbúnaður er þar mikill og sjávarútvegur stundaður frá nokkrum þéttbýlisstöðum. Þéttbýlisstaðir í kringum Tröllaskaga eru: Hólar, Hofsós, Siglufjörður, Ólafsfjörður, Dalvík, Árskógssandur, Hauganes, Hjalteyri, Akureyri og Hrafnagil.

Hálendi Tröllaskaga er nokkuð erfitt viðureignar fyrir samgöngur á svæðinu en tveir akvegir liggja nú um það. Lágheiði liggur á milli Ólafsfjarðar og Fljóta í Skagafirði, sú leið er yfirleitt lokuð meirihluta árs vegna snjóa. Þjóðvegur 1 liggur um Öxnadalsheiði, þar fer vegurinn hæst í 540 metra yfir sjávarmál og er nokkuð snjóþungur að vetrum en þó kemur sjaldan til lokana þar sem mikið er lagt í að halda honum opnum. Tillögur eru uppi um jarðgöng sem gætu leyst veginn yfir heiðina af hólmi, annað hvort undir núverandi vegarstæði eða frá Hörgárdal yfir í Hjaltadal sem myndi stytta verulega vegalengdina milli Akureyrar og Sauðárkróks. Jarðgöng eru milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar Múlagöng og milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar Héðinsfjarðargöng.

Örnefnið Tröllaskagi er ungt, sennilega búið til undir lok 19. aldar. Áður mun skaginn hafa verið nafnlaus.[1]

Tunga Blönduósi

  • HAH00137
  • Corporate body
  • 1922 - 1987

Tunga Blönduósi. Byggð 1922 af Birni Björnssyni er bjó þar til 1943. Hannes Ólafsson til 15.6.1950. Ólafur Sigurjónsson, Valgarð Jörgensen og Bóthildur Halldórsdóttir. Útihús.
Rifið 1987

Tunguá í Vatnsdal

  • HAH00568b
  • Corporate body
  • 874 -

Sjá umfjöllun um Tungumúla

Tunguhnjúkur við Norðurárdal

  • HAH00917
  • Corporate body
  • 874 -

„Austanvert við Tunguhnjúk var hjáleigan Draflastaðir, og var talið Draflastaða land frá Múrgili ofan til Klofasteina.“

Tungumúli í Vatnsdal

  • HAH00568
  • Corporate body
  • (1950)

Tungumúli (338 m). Upphafsstaður: Vatnsdalsvegur sunnan Þórormstungu. Hækkun 270 m. Gengið frá Vatnsdalsvegi sunnan Þórormstungu um vegslóða á Tungumúla. Gott göngukort fæst víða.

Jökull Ingimundarson var sonur Ingimundar gamla er nam land í Vatnsdal. Jökli var úthlutað land í hlíðum Tungumúla í Vatnsdal og byggði þar bæ sinn, Jökulsstaði. Tóftir Jökulstaða eru í landi Þórormstungu.

Jökli Ingimundarsyni er lýst að hann hafi verið allmikilfenglegur með hvassar sjónir, eigi margra maki og mikill kappi og afreksmaður að vexti og afli. Hann var fálátur, ómjúkur og ódæll, harðúðigur og hraustur um allt, en gat trauðla hamið skap sitt. Ekki var hann skapdeildarmaður en tryggur vinur og gekk á undan í öllum deilum þeirra bræðra. Jökull hlaut sverðið Ættartanga við arfskipti eftir Ingimund gamla.

Í Vatnsdæla sögu er sagt frá því að þegar Eyvindur sörkvir frétti að Hrolleifur hinn mikli hefði banað Ingimundi hafi hann fyrirfarið sér með því að láta fallast á sax sitt. Synir Eyvindar voru þeir Hermundur og Hrómundur halti, sem örkumlaðist þegar Jökull Ingimundarson hjó á fót honum.

Tungunes í Svínavatnshreppi

  • HAH00541
  • Corporate body
  • [900]

Tungunes er eyðijörð síðan 1959. Það er stór jörð og var talið mikið sómabýli. Lega jarðarinnar er að vísu ekki ákjósanleg. Tún og byggingar lágu hátt í hlíðinni í um 200 metra hæð yfir sjávarmáli og sneru mót norðaustri. Þessvegna var þar næðingssamt, en jarðsælt. Ræktunarland er víðáttumikið. Vegasamband er ekki gott. 2,6 km leið frá Svínvetningabraut, að mestu ruddur vegur. Jörðin er ættar jörð. Hinn kunni félagsmálamaður Erlendur Pálamason frá Sólheimum eignaðist hana 1847, en hafði áður búið þar í nokkur ár. Eftir hann hafa niðjar hans búið þar til 1959 og átt hana til þessa daga [1975]. Hús eru að mestu fallin. Tún 6 ha. Veiðiréttur í Blöndu og Blending.

Úlfljótsvatn-bær og kirkja

  • HAH00572
  • Corporate body
  • 1914 -

Úlfljótsvatnskirkja er í Mosfellsprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Hún var byggð á fornu kirkjustæði á höfða rétt við vatnið í útgröfnum kirkjugarði árið 1914. Þetta er vegleg timburkirkja með stórum turni, sem bætt var við hana 1961.

Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Maríu guðsmóður og henni var þjónað frá Þingvöllum þá og síðar. Hún er nú annexía frá Mosfelli í Grímsnesi.

Gissur Bjarnason (1660-1727) þjónaði staðnum um tíma frá Þingvöllum eftir að hafa verið vikið úr embætti í Meðallandsþingum 1701. Síðar varð hann prestur í Breiðuvíkurþingum og átti þar í ýmsum vanda. Hann drukknaði í síki í Kaupmannahöfn.

Á árunum 1929-1933 keypti Rafmagnsveita Reykjavíkur (nú Orkuveita Reykjavíkur) jörðina Úlfljótsvatn og vatnsréttindi að vestanverðu í Efra Sogi, Ljósafossi og Írafossi. Jörðin er talin vera um 1397 ha. Af þeim fimm jörðum sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur í Grafningi liggur Úlfljótsvatn lægst.

Undirfell í Vatnsdal

  • HAH00569
  • Corporate body
  • (1930)

Kirkjustaður. Jörðin hefur verið í eyði um árabil og öll hús jöfnuð við jörðu. Bærinn stóð á hólbungu ekki fjarri Vatnsdalá, en kirkjan og kirkjugarðurinn framan við bæinn nær ánni, þaru sem hún fellur fyrir Pontueyrina og Eyjuna. Kirkja hefur staðið hér frá því snemma á 13. öld og staðið á Undirfellseyrum síðan 1853. Árið 1944 var jörðinni skipt í tvö býli. Jörðin hefur sum verið nytjuð vegna slægna að einhverju leytii. Í landinu ganga nokkur hross sem eigandi á. Tún 22,7 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá..
Bærinn nefnist Undornfell í mt 1890 og 1901. Sjá Nautabú.

Það var ekki einungis margt fólk á Undirfelli. Þar var og mikið umleikis. A messudögum var öllum kirkjugestum boðið til kaffidrykkju og lét Ástu húsfreyju vel að veita gestum og þeim að þiggja úr höndum hennar. Hún var vel látin höfðingskona. Samkomur voru gjarnan haldnar í gömlu baðstofunni og rýmið aukið með því að taka burtu timburskilrúm milli miðbaðstofunnar og suðurhússins. Man ég vel eftir að leikritið Maður og kona var sýnt þarna og er það ábyggilega skemmtilegasta leiksýning sem ég hefi séð um dagana. Þau Agúst á Hofi og Herdís á Undirfelli skiluðu hlutverkum sínum á eftirminnilegan hátt.

Mikil bæjarhús voru á Undirfelli. Baðstofan, sem var í vesiari röðinni var í fernu lagi. Var gengið inn í alla hluta hennar af löngum gangi, nema í suðurhúsið, sem var með dyrum fram í aðal baðstofuhúsið. Jón bóndi hafði byggt timburbyggingu austan við baðstofuna og var hún aðskilin með áðurnefndum gangi. Sú bygging var hin reisulegasta með kvisti til austurs, rúmgóðu svefnlofti til norðurs og geymslulofti til suðurs þar sem Steinunn (fótalausa) svaf gjarnan er hún var heima.

Bæjardyr voru móti norðaustri í krika er myndaðist við það að nýrri byggingin náði ekki eins langt norður og baðstofan. Búr var nyrst í röðinni, svo eldhúsið og síðan tvær samliggjandi stofur og var sparistofan sunnar en hún var sjaldan notuð. Voru þar útidyr móti austri, sjaldan notaðar.
Undornfell en undorn var eyktarmark til forna og þýddi klukkan þrjú síðdegis, eða sama og nón.

Kirkjan á Undirfelli var helguð Nikulási biskupi í Myra í kaþólskum sið. Útkirkja þaðan var á Másstöðum uns hana braut í snjóflóði árið 1811, og í Grímstungu 1849-1881. Hálfkirkjur og bænhús voru víða í sókninni að fornu. Núverandi kirkja á Undirfelli er allveglegt steypuhús sem byggt var sumarið 1915 eftir teikningu Rögnvalds Ólafssonar húsameistara, dálítið sérkennileg að því leyti að turninn er upp af nyðra framhorni hennar. Í henni er altaristafla eftir Ásgrím Jónsson er sýnir Jesúm blessa börnin og fleiri góðir gripir.

Fyrra kirkjuhús, sem var stór timburkirkja frá 1893, brann á annan í jólum 1913. Síðasti presturinn á Undirfelli, séra Hjörleifur Einarsson (1831-1910) sagði af sér embætti árið 1906 eftir 30 ára þjónustu á staðnum. Séra Hjörleifur lagði mikla stund á kennslu og hafði flesta vetur námssveina og á árunum 1879-1883 var haldinn kvennaskóli á Undirfelli fyrir hans forgöngu, með 6 nemendum og einum kennara auk hans sjálfs sem kenndi stúlkunum bóklegar greinar. Var það fyrsti vísir að kvennaskóla Húnvetninga. Sonur Hjörleifs var Einar H. Kvaran (1859-1938) rithöfundur. Einar var afkastamikill rithöfundur og vinsælt skáld á löngum og merkum rithöfundarferli. Hann var ritstjóri ýmissa blaða og tímarita, einnig í Winnipeg þar sem hann dvaldi í 10 ár fyrir aldamót, en á háskólaárum í Kaupmannahöfn var hann einn Verðandimanna. Lengstu skáldsögur hans eru Ofurefli (1908) og gull (1911) en kunnastur er hann nú fyrir smásögur sínar.

Einn fyrsti listmálari sem nokkuð kveður að á Íslandi, Þórarinn B. Þorláksson (1867-1924) var fæddur á Undirfelli og ólst þar upp fyrstu árin.

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Undirfellskirkja 1893-

  • HAH00569a
  • Corporate body
  • 1893

Kirkjan á Undirfelli var helguð Nikulási biskupi í Myra í kaþólskum sið. Útkirkja þaðan var á Másstöðum uns hana braut í snjóflóði árið 1811, og í Grímstungu 1849-1881. Hálfkirkjur og bænhús voru víða í sókninni að fornu. Núverandi kirkja á Undirfelli er allveglegt steypuhús sem byggt var sumarið 1915 eftir teikningu Rögnvalds Ólafssonar húsameistara, dálítið sérkennileg að því leyti að turninn er upp af nyðra framhorni hennar. Í henni er altaristafla eftir Ásgrím Jónsson er sýnir Jesúm blessa börnin og fleiri góðir gripir.

Fyrra kirkjuhús, sem var stór timburkirkja frá 1893, brann á annan í jólum 1913. Síðasti presturinn á Undirfelli, séra Hjörleifur Einarsson (1831-1910) sagði af sér embætti árið 1906 eftir 30 ára þjónustu á staðnum. Séra Hjörleifur lagði mikla stund á kennslu og hafði flesta vetur námssveina og á árunum 1879-1883 var haldinn kvennaskóli á Undirfelli fyrir hans forgöngu, með 6 nemendum og einum kennara auk hans sjálfs sem kenndi stúlkunum bóklegar greinar. Var það fyrsti vísir að kvennaskóla Húnvetninga. Sonur Hjörleifs var Einar H. Kvaran (1859-1938) rithöfundur. Einar var afkastamikill rithöfundur og vinsælt skáld á löngum og merkum rithöfundarferli. Hann var ritstjóri ýmissa blaða og tímarita, einnig í Winnipeg þar sem hann dvaldi í 10 ár fyrir aldamót, en á háskólaárum í Kaupmannahöfn var hann einn Verðandimanna. Lengstu skáldsögur hans eru Ofurefli (1908) og gull (1911) en kunnastur er hann nú fyrir smásögur sínar.

Einn fyrsti listmálari sem nokkuð kveður að á Íslandi, Þórarinn B. Þorláksson (1867-1924) var fæddur á Undirfelli og ólst þar upp fyrstu árin.

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Undirfellskirkja (1893)

  • HAH10010
  • Corporate body
  • 1893-1990

Undirfellskirkja er í Þingeyrarprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Nikulási biskupi í Myra. Útkirkja var að Másstöðum, þar til hún brotnaði í snjóflóði 1811, og í Grímstungu 1849-1881.
Víða voru hálfkirkjur og bænhús í sókninni. Kirkjan, sem nú stendur, er byggð úr steinsteypu 1915. Rögnvaldur Ólafsson, húsameistari, teiknaði hana.
Undirfell er eyðibýli, kirkjustaður og fram til 1906 prestssetur í vestanverðum Vatnsdal. Stendur staðurinn undir Felli (358m y.s.) og er kenndur við það. Fell þetta mun upphaflega hafa heitið Undornfell. Undorn (eða undrun) er eyktamark í fornu máli og merkti sama og nón (kl.3), spr. Völuspá, 6. vísu:
"morgin hétu
ok miðjan dag,
undorn og aftan,
árum at telja."
En fellið er í nónstað frá bænum. Í Landnámabók og Vatnsdæla sögu er bærinn Undirfell nefndur Undunfell. Einnig kemur fyrir rithátturinn Undinfell og Undurnfell og virðist bærinn þannig hafa verið samnefndur fellinu.
Kirkjan á Undirfelli var helguð Nikulási biskupi í Myra í kaþólskum sið. Útkirkja þaðan var á Másstöðum uns hana braut í snjóflóði árið 1811, og í Grímstungu 1849-1881. Hálfkirkjur og bænhús voru víða í sókninni að fornu. Núverandi kirkja á Undirfelli er allveglegt steypuhús sem byggt var sumarið 1915 eftir teikningu Rögnvalds Ólafssonar húsameistara, dálítið sérkennileg að því leyti að turninn er upp af nyðra framhorni hennar. Í henni er altaristafla eftir Ásgrím Jónsson er sýnir Jesúm blessa börnin og fleiri góðir gripir.
Fyrra kirkjuhús, sem var stór timburkirkja frá 1893, brann á annan í jólum 1913. Síðasti presturinn á Undirfelli, séra Hjörleifur Einarsson (1831-1910) sagði af sér embætti árið 1906 eftir 30 ára þjónustu á staðnum. Séra Hjörleifur lagði mikla stund á kennslu og hafði flesta vetur námssveina og á árunum 1879-1883 var haldinn kvennaskóli á Undirfelli fyrir hans forgöngu, með 6 nemendum og einum kennara auk hans sjálfs sem kenndi stúlkunum bóklegar greinar. Var það fyrsti vísir að kvennaskóla Húnvetninga. Sonur Hjörleifs var Einar H. Kvaran (1859-1938) rithöfundur. Einar var afkastamikill rithöfundur og vinsælt skáld á löngum og merkum rithöfundarferli. Hann var ritstjóri ýmissa blaða og tímarita, einnig í Winnipeg þar sem hann dvaldi í 10 ár fyrir aldamót, en á háskólaárum í Kaupmannahöfn var hann einn Verðandimanna. Lengstu skáldsögur hans eru Ofurefli (1908) og gull (1911) en kunnastur er hann  nú fyrir smásögur sínar. Heildarsafn verka Einars er ritsafn I-IV (1944 og síðar).
Einn fyrsti listmálari sem nokkuð kveður að á Íslandi, Þórarinn B. orláksson (1867-1924) var fæddur á Undirfelli og ólst þar upp fyrstu árin.

Turninn rís upp úr nyrðra framhorni hennar. Ásgrímur Jónsson málaði altaristöfluna (Jesús að blessa börnin). Nokkrir aðrir góðir gripir eru í kirkjunni. Timburkirkjan, sem þarna stóð frá 1893, brann annan í jólum 1913. Sonur síðasta prestsins, Hjörleifs Einarssonar, sem þjónaði að Undirfelli í 30 ár til 1906, var Einar H. Kvaran (1859-1938), rithöfundur. Fyrsti listmálarinn, sem kvað að á Íslandi, Þórarinn B. Þorláksson (1867-1924), fæddist að Undirfelli.

Undirfellsrétt

  • HAH00571
  • Corporate body
  • 1853-

Elsta Undirfelhréttin var byggð 1853
Haustið 1948, fóru fjárskipti fram í Húnavatnssýslu í kjölfar mæðiveiki faraldurs, fé var keypt af Ströndum. Féð var flutt með skipa frá Hólmavík til Skagastrandar og þaðan með bílum til nýrra heimahaga.

Núveranfi rétt var byggð 1973, hönnuð af Ólafi í Kárdalstungu og Gísla Pálssyni, Unnar Jónsson hjá Teiknistofa Landbúnaðarins teiknaði síðan upp eftir þeirra hugmynd.

Sú hugmynd sem glímt var við var að reyna að létta dráttinn, því að mjög margt fé var í sveitinni þá og í réttina kom margt fé úr nágrannahreppunum. Gamla réttin var ákaflega erfið í umgengni. Dyrnar á dilkunum voru ekki manngengar og sérlega vont að vinna í henni. Fyrir kom að réttin tók þrjá daga. Þess vegna kom sú hugmynd að hafa þennan kjarna, það er hring í miðri réttinni. Kjarninn er til mikils hagræðis við dráttinn, því að fé leitar í hring eftir dyrum sínum, svo að maður þarf miklu minna að ferðast um réttina til að finna kindur. Hvergi hef ég komið í rétt sem betra hefur verið að vinna í.

Einnig var þess gætt að smíða almenninginn þannig að gott væri að opna dilksdyrnar, sem voru úr pípum og krossviði, og sérstaklega að hægt væri með annarri hendinni að opna og loka með góðu móti. Notaðar voru einfaldar smellur, sem sums staðar eru í garðhliðum, ákaflega grannar, fyrirferðarlitlar og ódýrar. Þetta hefur tekist það vel að engin hefur bilað enn á 14 árum. Dilksdyrnar voru látnar opnast inn í almenninginn. Það var reginmunur frá því sem áður var og minni hætta á að missa fé úr réttinni inn í dilkana.

Ungmennafélagið Húnar Torfalækjarhreppi (1952)

  • HAH10133
  • Corporate body
  • 1952

Ungmennafélagið Húnar var stofnað á fundi á Torfalæk 2. nóvember 1952. Í fyrstu stjórn voru kosnir:
Pálmi Jónsson Akri, formaður
Stefán A. Jónsson Kagaðarhóli, ritari
Erlendur Eysteinsson Stóru-Giljá, gjaldkeri
Varamenn:
Kristófer Kristjánsson Köldukinn, varaformaður
Óskar Sigurfinnsson Meðalheimi
Ingibjörg Eysteinsdóttir Beinakeldu
Stofnendur félagsins voru í upphafi 20 manns en fjölgaði með árunum. Lög félagsins voru samþykkt á fundi 14. desember 1952.

Ungmennafélagið Hvöt (1924)

  • HAH10122
  • Corporate body
  • 1924

Um fyrsta ungmennafélagið á Blönduósi er lítið vitað. Þó er kunnugt að vorin 1909 og 1910 er kennt sund á Blönduósi og þá er starfandi Umf. Blönduóss er byggði sundpoll til sundkennslu. Arið 1912 er það starfandi og sendir fulltrúa á stofnfund USAH, en gerist ekki sambandsfélagi vegna ágreinings, hvorki þá né síöar. Árið 1915 og 1916 var Umf. Dagsbrún á Blönduósi í sambandinu en hvarf brátt úr sögunni.
Fyrsta færsla í fundargerðarbók Ungmennafélagsins Hvatar hljóðar svo: „Sunnudaginn 16. nóvember 1924 komu nokkrir menn saman á fund í sýslubókasafnsstofunni á Blönduósi og ræddu þar um félagsstofnun. Eftir litlar umræður var í einu hljóði samþykkt að stofna ungmennafélag með stefnuskrá U.M.F.I. Þá var samþykkt að kjósa 3ja manna nefnd til þess að semja lög fyrir félagið og leggja þau fyrir stofnfund, sem ákveðið var að halda föstudaginn 21. s. m. I nefndina voru kosnir: Steingrímur Davíðsson,Jón Kristófersson og Hermann Víðdal." Föstudaginn 21. nóvember 1924 var síðan stofnfundur félagsins þar sem farið var yfir lög þess og kosið í fyrstu stjórn. í aðalstjórn voru kosin: Steingrímur Davíðsson, formaður, Rannveig Líndal, ritari og Jón Kristófersson, féhirðir. Í varastjórn: Halldór Björnsson, Hermann Víðdal og Klemens Þorleifsson. Á fyrsta fundinum voru jafnframt kosnir menn sem endurskoðendur félagsins og í verkefnanefnd næsta fundar.
Um 1950 eignaðist ungmennafélagið eigið merki. Einari Evensen, sem genginn var í félagið, fannst mikið vanta að ekki væri til merki fyrir félagið. Teiknaði hann merkið sem ennþá er notað.
Formannatal Umf. Hvatar 1924 -1994

  1. 1924-1927 Steingrímur Davíðsson
  2. 1927-1929 Karl Helgason
  3. 1929-1934 Tómas R. Jónsson.
  4. 1934-1935 Stefán Þorkelsson
  5. 1935-1938 Tómas R. Jónsson
  6. 1938-1939 Karl Helgason
  7. 1939-1940 Jóna Kristófersdóttir
  8. 1940 Þórður Pálsson
    Félagið var ekki starfandi 1945 -1948.
  9. 1948-1949 Jóhann Baldurs
  10. 1949-1954 Snorri Arnfinnsson
  11. 1954-1955 Nína ísberg
  12. 1955-1960 Ottó Finnsson
  13. 1960-1962 Guðmundur Theodórsson
  14. 1962-1967 Valur Snorrason
  15. 1967-1968 Baldur Valgeirsson
  16. 1968-1969 Kolbrún Zophoníasdóttir
  17. 1969-1970 Baldvin Kristjánsson
  18. 1970-1972 Jón Örn Berndsen
  19. 1972-1976 Valur Snorrason
  20. 1976-1978 Páll Ingþór Kristinsson
  21. 1978- 1979 Jóhannes Fossdal
  22. 1979- 1983 Björn Sigurbjörnsson
  23. 1983-1985 Pétur Arnar Pétursson
  24. 1985-1986 Stefán Logi Haraldsson
  25. 1986-1987 Baldur Reynisson
  26. 1987-1990 Baldur Daníelsson
  27. 1990-1992 Inga Birna Tryggvadóttir
  28. 1992-1994 Stefán Hafsteinsson
  29. 1994 Þórólfur Óli Aadnegard

Ungmennafélagið Vísir Bólstaðarhlíðarhrepps (1911)

  • HAH 10123
  • Corporate body
  • 1911

Árið 1911 er Málfundafélagið Vísir starfandi í Bólstaðarhlíðarhreppi og er Hafsteinn Pétursson ritari í stjórn þess.
Ekki er meira vitað um þetta félag annað en reynt var að endurvekja það sem Ungmennafélagið Vísir Bólstaðarhlíðarhrepps árið 1927, síðan er ekki ljóst hvað varð um félagið.

Ungmennafélagið Vorblær Vindhælishreppi (1938-)

  • HAH10054
  • Corporate body
  • 1938

Ungmennafélagið Vorblær var stofnað að Höskuldsstöðum á pálmasunnudag 1938. Er félagssvæðið Höskuldsstaðasókn. Hefur það tekið við hlutverki fyrirrennara sinna, Ungmennafélagsins Framsóknar og Ungmennafélagsins Morgunroðans á Laxárdal. Félagið hefur, sem önnur slík, lagt stund á fegrun móðurmálsins í mæltu og rituðu máli. Félagið hefur haft umræðufundi um þjóðþrifamál og gefið út félagsblað. Þá hefur það hvatt félagsmenn sína til að æfa ýmsar frjálsar íþróttir, svo sem aðstaða hefur leyft. Skákíþróttin hefur og verið iðkuð nokkuð á vegum félagsins. Stærsta framkvæmd félagsins er efalaust bygging samkomuhúss fyrir félagssvæðið. Byggingarvinnan var framkvæmd af sjálfboðaliðum.
Á stofnfundi voru félagar 22 að tölu, en fjölgaði brátt og urðu flestir sextíu. Var þá um skeið mikil gróska í félaginu, syngjandi líf og fjör. Félagið æfði söng. Síðustu ár hafa margir félagar helst úr lestinni, en fáir fyllt skarðið, og því hefur hallað undan fæti um stund.

Ungmennafélagið Vorboðinn (1915-2011)

  • HAH10068
  • Corporate body
  • 1915-2011

U.M.F. Vorboðinn í Engihlíðarhreppi var stofnað 3. janúar 1915. Fyrsti fundur félagsins var haldinn á Holtastöðum. Stofnendur félagsins voru 15, allt ungir menn héðan úr Langadalnum og voru þeir þessir:
Bjarni O. Frímannsson, nú bóndi Efri-Mýrum.
Jónatan J. Líndal, bóndi Holtastöðum.
Jakob B. Bjarnason, bóndi Síðu.
Jón Benediktsson, bróðir Vilhjálms á Brandaskarði.
Helgi Björnsson, bóndi Búrfelli.
Hilmar Frímannsson, nú bóndi Fremstagili.
Isleifur H. Árnason frá Geitaskarði.
Vilhjálmur Benediktsson, bóndi Brandaskarði.
Valdimar Stefánsson.
Sigurður E. Guðmundsson frá Engihlíð.
Hafsteinn Björnsson, Blönduósi.
Guðmundur Agnarsson, nú búsettur á Blönduósi.
Þrjá stofnendur vantar enn, en nöfn þeirra hefur mér ekki tekizt að hafa upp.
Fyrstu stjórn félagsins skipuðu:
Sigurður E. Guðmundsson, form., Hafsteinn Björnsson, varaform., ísleifur H. Árnason, ritari, Hilmar Frímannsson, varam., Bjarni Ó. Frímannsson, gjaldk., Helgi Björnsson, varam. Endurskoðendur, Jónatan J. Líndal og Sigurður E. Guðmundsson.
STJÓRNIR U.M.F. VORBOÐANS 1915-1965
Stjómir félagsins hafa verið eins og hér segir, en nokkuð vantar þó í, þar sem gjörðabækur hafa glatazt:
Timabilið 1915-1919:
Sigurður E. Guðmundsson, formaður.
ísleifur H. Arnason, ritari 1915—1917 og 1918-1919.
Bjarni O. Frímannsson, gjaldkeri 191")—1918.
Guðmundur Fr. Agnarsson, ritari 1917—1918.
Hilmar A. Frímannsson, gjaldkeri 1918—1919.
Tímabilið 1919-1921:
Bjarni O. Frímannsson, formaður.
Árni Á. Guðmundsson, ritari 1919—1920.
Hilmar A. Frimannsson, gjaldkeri 1919—1921.
Vilhjálmur Benediktsson, ritari 1920—1922.
Jakob B. Bjarnason, gjaldkeri 1921—1924.
Páll H. Arnason, ritari 1922-1924.
Timabilið 1924-
Hilmar A. Frímannsson, formaður.
Pall H. Árnason, ritari 1924—
Jakoh B. Bjarnason, gjaldkeri 1924—
Timabilið 1938-1947:
Pall H. Arnason, formaður.
Sigurður Þorbjörnsson, ritari 1938—1940 og 1941-1947.
Hilmar A. Frímannsson. gjaldkeri 1938—1941.
Jón Karlsson, gjaldkeri 1941-1947.
Ástvaldur Kristófersson, ritari 1940—1941.
Timabilið 1947-1950:
Hörður Valdimarsson, formaður.
Pétur H. Björnsson, ritari 1947—1950.
Björn Karlsson, gjaldkeri 1947—1950.
Timabilið 1950-1951:
Elsa Þorsteinsdóttir, formaður.
Pétur H. Björnsson, ritari 1950—1951.
Björn Karlsson, gjaldkeri 1950—1951.
Timabilið 1951-1966:
Pétur H. Björnsson formaður.
Sigurbjörg Sigfúsdóttir, ritari 1951—1952.
Hilmar Fríinannsson, gjaldkeri 1951—1954.
Sigurður H. Þorsteinsson, ritari 1952—1953 og gjaldkeri 1954—1955.
Björn Karlsson, ritari 1953—1955.
Ari H. Einarsson, ritari 1955—1966.
Ævar Þorsteinsson, gjaldkeri 1955—1956.
Frímann Hilmarsson, gjaldkeri 1956—1962.
Haraldur H. Líndal, gjaldkeri 1962-1965.
Runólfur B. Aðalbjörnsson, gjaldkeri 1965 -1966.
Núverandi stjóm V. M. F. Vorboðans skipa:
Pétur H. Björnsson, formaður.
Ari H. Einarsson, ritari.
Runólfur B. Aðalbjörnsson, gjaldkeri.
Félagið telur nú 30 meðlimi og hefur talan verið svipuð undanfarin ár.
Aðalritstjórar „Vorboðans", blaðs U.M.F.
Vorboðinn árin 1915—1966:
Jakob B. Bjarnason 1922-1927.
Páll H. Árnason 1927-1930.
Pétur Þ. Einarsson 1930—
Guðrún Ó. Árnadóttir 1938-1940.
Sigurður Þorbjörnsson 1940—1942.
Anna Árnadóttir 1942-1945 og 1946-1947.
Elísabet Árnadóttir 1945-1946.
Björn Karlsson 1947—1951.
Einar Björnsson 1951—1954.
Ari H. Einarsson 1954-1966.
Félagið var lagt niður á félagsfundi 6. desember 2011 og þá voru í stjórn:
Aðalbjörg Valdimarsdóttir formaður.
Björn Björnsson ritari.
Anna Margrét Jónsdóttir gjaldkeri.
Jófríður Jónsdóttir skoðunarmaður reikninga.

Ungmennasamband Austur-Húnvetninga (1912)

  • HAH10128
  • Corporate body
  • 1912

Sambandið heitir Ungmennasamband Austur-Húnvetninga, skammstafað USAH. Sambandssvæðið er Austur-Húnavatnssýsla. Heimili þess og varnarþing er á Blönduósi.
Ungmennasamband Austur-Húnvetninga USAH var stofnað 30.mars 1912.
Hlutverk USAH er að stjórna sameiginlegum íþrótta- og æskulýðsmálum aðildarfélaganna. Sambandið annast samstarf um íþrótta- og æskulýðsmál við sveitar- og bæjarstjórnir og aðra opinbera aðila innan héraðs, varðveitir og skiptir milli félaganna því fé sem til þess hefur verið veitt í því skyni, og aðstoða við skipulag, undirbúning og framkvæmd íþróttamóta og æskulýðsviðburða í héraðinu. USAH hefur frumkvæði um eflingu íþrótta- og æskulýðsstarfs innan héraðs, staðfestir lög/lagabreytingar aðildarfélaga, heldur utan um staðfest lög félaga, - og fylgist með því að starfsemi aðildarfélaga fari fram skv. gildandi lögum þeirra og íþróttahreyfingarinnar í heild. Í því skyni skal USAH hafa fullan aðgang að bókhaldi og fylgiskjölum aðildarfélaga sinna og ef ástæða þykir til getur stjórn USAH tilnefnt sérstakan skoðunarmann reikninga fyrir aðildarfélag og fyrirskipað ítarlega rannsókn á fjárreiðum viðkomandi félags.
Rétt til aðildar að sambandinu hafa öll ungmenna- og íþróttafélög á svæðinu enda séu lög þeirra í samræmi við lög UMFÍ og ÍSÍ.

Upprekstrarfélag Eyvindarstaðaheiðar (1891-)

  • HAH10050
  • Corporate body
  • 1891-

Varð til við kaup þriggja sveitarfélaga á Eyvindarstaðaheiði í kringum 1891. Sveitarfélögin þrjú voru:
Bólstaðarhlíðarhreppur að 5/17, Seyluhreppur að 4/17 og Lýtingsstaðahreppur að 8/17. Eyvindarstaðaheiði er að dýrleika talin 26,4 hundruð eftir jarðabókinni 1861.

Uppsalir í Þingi

  • HAH00511
  • Corporate body
  • (1550)

Bærinn stendur vestarlega á Vatnsdalshálsi beint vestur af Miðhúsum, en þar verður norðvesturhluti hálsins hæstur, víðsýni mikið. Tún liggja út frá bænum og einnig vestur og fram á hálsinum. Beitiland í allar áttir frá bænum, fjölbreyttur hálsa og mýrargróður. Ræktunarskilyrði sæmileg. Ekki er vitað nær jörðin varð sjálfstætt býli, fyrr klausturjörð, nú um skeið bændaeign. Íbúðarhús byggt 1938 og 1951, 415 m3. Fjós fyrir 11 gripi. Fjárhús yfir 400 fjár. Hesthús yfir 24 hross. Hlöður 576 m3. Vothey 50 m3. Geymslur 95 m3. Tún 38 ha.
Nefnist Umsvalir í öllum manntölum.

Útibleiksstaðir Ytri-Torfustaðahreppi V-Hvs

  • HAH00931
  • Corporate body
  • (1780)

Heggstaðanes eða Bálkastaðanes kallast nesið milli Hrútafjarðar og Miðfjarðar. Er það framhald af Hrútafjarðarhálsi með áþekku landslagi en láglendara. Þar er mýrlent með melholtum á milli. Hæst er nesið utanvert, milli bæjanna Heggstaða (að austanverðu) og Bálkastaða (að vestanverðu), 184 metrar yfir sjávarmáli. Kallast landið þar Heggstaðaheiði.

Sauðfjárrækt er mikil á nesinu; er það grösugt og mikil sauðalönd. Þar fóru fyrstu fjárskipti á Íslandi fram árið 1937 og var fé tekið á ný úr Norður-Þingeyjarsýslu. Þá er þar æðardúntekja - mest á Heggstöðum en einnig á Bálkastöðum og Bessastöðum. Yfir Heggstaðanesháls liggur malarvegur fær öllum fólksbílum en hann var mikið betrumbættur haustið 2006. Var þetta aðalvegurinn á nesinu lengst af þar sem fólk á nesinu hafði lítið að sækja fram í Hrútafjörð. Heggstaðanes tilheyrði Ytri-Torfustaðahreppi fram til ársins 1998 en er síðan hluti af Húnaþingi vestra. Kirkjusókn er að Melstað. Fjórir bæir eru á nesinu: Bessastaðir og Bálkastaðir að vestanverðu og Útibleiksstaðir og Heggstaðir að austanverðu. Útibleiksstaðir eru í eyði. [Í Lögbýlaskrá frá 2017 er jörðin ekki sögð í eyði. Eigandi þá; Ingibjörg Guðmundsdóttir]

Frá botni Miðfjarðar út á Heggstaðanestá eru 13,6 kílómetrar beina sjóleið en frá botni Hrútafjarðar eru 34,7 kílómetrar beina sjóleið, þar af 20,3 kílómetrar frá Heggstaðanestá að Reykjarifi í Hrútafirði.

Á Heggstaðanesi er fjölskrúðugt fuglalíf og finnst mörgum skemmtilegt að ganga fyrir nesið frá Heggstöðum til Bálkastaða, eða öfugt. Þar má sjá fugla eins og hrafn, æðarfugl, fýl og kríu, að ógleymdum haferni ásamt ýmsum smáfuglum.

Vaðlaheiði

  • HAH00888
  • Corporate body
  • 874 -

Vaðlaheiði er heiði eða fjall milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. Yfir heiðina lá áður Þjóðvegur 1 í fjölmörgum beygjum og sveigjum, einkum austan megin, en þar voru beygjurnar 13 talsins. Vegurinn lá hæst í um 520 m hæð og heitir Steinsskarð efst á heiðinni þar sem vegurinn liggur. Hann var lagður um 1930. Efst á heiðinni er gamall húsgrunnur og hafa sumir getið þess til að þar hafi staðið sá frægi „Vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúr“ en það er oft talið lengsta orð í íslensku. Endurvarps- fjarskiptastöð er á hæstu bungu norðan Steinsskarðsins (613m).

Árið 1985 var þjóðvegurinn færður út í Víkurskarð og hætt að mestu að nota gamla Vaðlaheiðarveginn. Nú eru hins vegar unnið að gerð jarðganga undir Vaðlaheiði og munu þau stytta hringveginn um 16 kílómetra.

Vaðlaheiði er víðast hvar nokkuð vel gróin og af henni er mikið útsýni um Eyjafjörð og Fnjóskadal. Árið 1784 var 35 hreindýrum sleppt á Vaðlaheiði. Þeim fjölgaði nokkuð ört en hurfu af heiðinni og úr Fnjóskadalsafrétti snemma á 19. öld, sum drápust eða voru felld en önnur eru talin hafa leitað í austurátt.

Rétt sunnan Vaðlaheiðar er hið grunna Bíldsárskarð upp af Kaupangi. Þar var fyrrum vörðuð og greiðfær alfaraleið til Fnjóskadals.

Landnáma segir, að Helgi magri hafi byggt sér skála að Bíldsá annað árið sitt við Eyjafjörð. Líklega hefur Helgi lagt skipum sínum skammt norðan þessa bústaðar við svonefndan Festarklett við ósa Bíldsár. Þarna dvaldist hann í bráðabirgðaskála áður en hann fluttist að Kristnesi.

Vaglaskógur

  • HAH00224
  • Corporate body
  • (1950)

Vaglaskógur er skógur í Fnjóskadal, Suður-Þingeyjarsýslu. Hann er 300 hektarar að stærð og er annar stærsti skógur Íslands. Norðan við hann er Hálskógur sem eyddist mikið á fornöld af beit og skógarhöggi. Skógurinn komst í eigu Skógræktar Ríkisins árið 1908 og var í eigu Danmerkur þar á undan sem bæði lögðu kapp á gróðursetningu skógarins. Í dag er skógurinn frístundasvæði og í einkaeigu.

Vaglaskógur er í margra huga einn stærsti og fegursti skógur landsins. Hann er vinsæll til útivistar og um hann liggja merktar gönguleiðir. Á Vöglum er starfstöð Skógræktarinnar og aðsetur skógarvarðarins á Norðurlandi. Starfsemin felst í umhirðu skóglenda Skógræktarinnar á Norðurlandi, grisjun, úrvinnslu og sölu afurða. Á Vöglum er unnið að trjákynbótum, ræktuð fræ nytjatrjátegunda og þar er fræmiðstöð Skógræktarinnar með frægeymslum og fræsölu.
Um miðbik Fnjóskadals, austan Fnjóskár, er Vaglaskógur. Stutt er til Akureyrar frá Vöglum, eða um 34 km ef farið er um Víkurskarð en aðeins um 16 km um Vaðlaheiðargöng.

Vaglaskógur er meðal fjölsóttustu skóga á Íslandi. Skógurinn er skipulagður til útivistar með merktum göngustígum. Vinsæl tjaldsvæði eru í skóginum og fjöldi sumarhúsa í nágrenninu. Í skóginum er skemmtilegt trjásafn með fjölda tegunda.
Margir leggja leið sína í Vaglaskóg til sveppa- eða berjatínslu og jurtaskoðunar. Sveppir gegna veigamiklu hlutverki við ræktun skóga. Þeir útvega trjánum næringu en hafa líka hlutverk í náttúrlegum hringrásum við niðurbrot á dauðu efni. Kúalubbi myndar til dæmis svepprót með birki og fjalldrapa, hjálpar plöntunum að afla sér vatns og steinefna og þiggur í staðinn næringu frá trjánum. Í Vaglaskógi er að finna ýmsa bragðgóða matsveppi, svo sem áðurnefndan kúalubba en líka kóngsvepp, lerkisvepp, furusvepp og fleiri tegundir. Hrútaber dafna vel á sólríkum og skjólgóðum stöðum eins og í gras- og blómabrekkum, í gisnu kjarri eða birkiskógi. Hrútaber er því víða að finna í Vaglaskógi þegar líður á sumarið og sækjast margir gestir skógarins eftir þeim. Úr hrútaberjum má gera saft og sultur eða hlaup.

Þegar Skógræktin tók formlega til starfa 1. janúar 1908 fékk hún í vöggugjöf Hallormsstaðaskóg, Vaglaskóg og umsjón með ræktuðu smáreitunum á Þingvöllum og að Grund í Eyjafirði. Vaglaskógur hafði náð athygli dönsku frumkvöðlanna sem störfuðu hérlendis kringum aldamótin. Þegar höfðu verið settar upp litlar girðingar á Vöglum til undirbúnings gróðrarstöðvar svipað og gert var í Mörkinni á Hallormsstað. Þegar var hafist handa við að friða skóginn í heild.

Bogabrúin yfir Fnjóská er fyrsta steinbrú sinnar tegundar hér á landi. Brúin var hönnuð og byggð árið 1908 af danska fyrirtækinu Christiani & Nielsen og var þá lengsti steinbogi á Norðurlöndum, 54,8 metrar. Hún var upphaflega aðeins ætluð fyrir ríðandi menn og hestvagna en var notuð fyrir almenna umferð til ársins 1968. Eftir það var hún aðeins ætluð léttri umferð en var á endanum lokað fyrir bílaumferð árið 1993 þegar hún var færð í sitt upprunalega horf. Það gerði Vegagerðin vegna sérstöðu mannvirkisins svo það gæti staðið sem minnisvarði gamallar verkmenningar og samgöngusögu.

Vakursstaðir í Hallárdal

  • HAH00685
  • Corporate body
  • (1900)

Vakursstaðir koma fyrst fyrir í Auðunarmáldaga frá 1318 þar sem segir að jörðin greiði tíund til Spákonufellskirkju og þar eigi heimilismenn leg í kirkjugarði. Vakursstaðir koma aftur fyrir í Testamentisbréfi frá 1431. Jörðin er komin í eigu Þingeyrarklausturs 1525. Bænhús var á Vakursstöðum og er þess fyrst getið kirknatali frá árinu 1461 þar sem segir að bænhús sé niðri.

Árið 1703 bjuggu fimm manns á Vakursstöðum en þegar flest var til heimilis 1890 voru þar 13 og var stundum tvíbýlt.5 Vakursstaðir fóru í eyði 1936 og voru síðustu ábúendur Frímann Lárusson og Þóra Frímannsdóttir.6
Eyðijörð frá 1936. Eigandi 1975; Guðmann Einar Bergmann Magnússon 9. desember 1913 - 22. nóvember 2000 Bóndi á Vindhæli, Vindhælishr., A-Hún. Var á Blönduósi 1930.

Vallholt Blönduósi

  • HAH00676
  • Corporate body
  • (1920)

Vallholt Blönduósi. (Vellir) sunnan við réttina á Miðholti.
Þar er í dag aðsetur tækja Júlíusar Líndal.

Varðskipið Óðinn I

  • HAH00111
  • Corporate body
  • 1926 -

Svo skulum við lesa "Moggann" 28 nóv 1926:

"Óðinn varðskipið nýja, hefir verið mjög til umræðu meðal almennings síðustu dagana,. Eins og kunnugt er, " Óðinn"byggður í " Flydedokken ", í Kbh Hann kom hingað snemma sumars sl og annaðist strandgæslu. hér við land í sumar og haust. Við strandgæsluna reyndist skipið ekki gott sjóskip, ef nokkuð verulegt var að sjó. Var hann ágjöfull og vildi skera sig niður að aftan, þegar undan var haldið í vondum sjó. Einnig hafði skipinu hlekkst á í haust, er það var að fara inn á Siglufjörð, hafði skipið farið á hliðina og rétti sig ekki strax við. Kolin köstuðust út í aðra hliðina og þurftu hásetar að moka þeim yfir um. Þá réttlist skipið við aftur.Yfirmenn varðskipsins gáfu skýrslu um þetta atvik og staðfestu þá skýrslu fyrir sjórétti nú áður en þeir fóru utan."Óðinn" er ekki fullkomlega afhentur íslensku stjórninni ennþá. í samningnum var reynslutíminn ákveðinn 6 mánuðir, en sá tími er útrunninn 15. des. n.k. Og þar sem álíta verður, að einhverjir gallar séu á skipinu, var ákveðið að það skyldi sendast út áður en reynslutíminn væri útrunninn, og krefjast þess af skipasmíðastöðinni, að gallarnir yrðu Iagfæðir.

Við samningsgerðina var af íslensku stjórnarinnar hálfu lögð rík á hersla á það, að skipið væri gott sjóskip. Hvað að skipinu er, verður ekkert fullyrt ennþá. Sennilega verður fram að fara nákvæm skoðun á skipinu, til þess að hægt sé að sjá fyrir víst, hverjir gallarnir eru. Menn þykjast sjá nokkra galla, eins og þann, að reykháfurinn sé of víður o. fl. galla ofan þilfars, en hvað orsök þess, að skipið er ekki gott sjóskip, verður ekkert fullyrt um að svo stöddu. Ef til vill verður eitthvað að breyta byggingu skipsins til þess að fá þá lagfærða." Óðinn" hefir nú verið sendur til Hafnar, og er kominn þangað, og er erindið það, að fá lagfærða þá galla, sem reynast vera á skipinu. Þess verður krafist af hálfu ísl. stjórnarinnar að skipasmíðastöðin lagfæri þessa galla, og að sjálfsögðu ber þá skipasmíðastöðin allan kostnað er þetta hefir í för með sér. Fari svo, að skipasmíðastöðin vilji ekki lagfæra gallana, vegna þess að hún telji sig ekki eiga sök á þeim, þá er svo ákveðið í samningnum, að gerðardómur skeri úr ágreining Sá gerðardómur er skipaður þrem mönnum og tilnefnir íslenska ríkisstjórnin einn, skipasmíðastöðin annan og velja þeir síðan oddamann.

Verði ekki samkomulag um valið á oddamanninum er svo ákveðið, að aðalmaður Lloyds hins enska í Höfn skuli vera oddamaður. Þannig horfir þá mál þetta við Enn verður ekkert um það sagt hvað lagfæra þarf á skipinu, og því síður Það , hvernig skipasmíðastöðin lítur á málið. En að sjálfsögðu verður haldið fast á þessu máli frá okkar hálfu, og alt sem unt er gert il þess að fá okkar kröfum fullnægt, að öllu leiti. Trúnaðarmenn íslensku stjórnarinnar við samningsgerð og byggingu skipsins voru þeir Ólafur T. Sveinsson vélfræðingur og skipasmíðasérfræðingarnir Brorson & Overgaards i Höfn."

Mér finnst gaman að lesa þess grein. Þeir virðast í fljótu bragði ætla að kenna skipasmíðastöðinni um slæma sjóhæfni skipsins. Hún hefur sennilega teiknað skipið líka. Og ég las líka einhvers staðar að varla hefði sést fram fyrir skipið út af hve brúin var lá og því byggður "kofi" ofan á hana. Skipið var kolakynt og reykti víst heil ósköp þegar verið var á fullri ferð og það aftur á móti aðvaraði veiðiþjófana sem mikið var af á þessum tíma.

Results 1001 to 1100 of 1161