Sauðadalur

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Sauðadalur

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

(900)

Saga

Sauðadalur er á milli Svínadalsfjalls og Vatnsdalsfjalls.
Austanvert við Vatnsdalsfjall gengur dalur til suðurs; hann er örmjór og heitir Sauðadalur. Austan megin þess dals er fjall sem kallað er einu nafni Svínadalsfjall. Nyrsti tindur þess heitir Reykjanibba og dregur hann nafn af bænum Reykjum á Reykjabraut er stendur skammt fyrir norðan og neðan Nibbuna svo að segja undir fjallinu.

Staðir

Austur-Húnavatnssýsla; Svínadalsfjalls; Vatnsdalsfjalls; Reykjanibba; Reykir á Reykjabraut;

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Dagur 22.9.1934.

Maður verður úti, í fyrrakvöld hermdi útvarpið eftir fregnritara sínum á Blönduósi, að úti hefði orðið aðfaranótt fimtudagsins Guðmundur Magnússon bóndi að Koti í Vatnsdal. Hafði það orðið með þessum atburðum:

Í Undirfells- og Auðkúlurétt var veður svo vont á miðvikudag, að um tíma var hætt að draga, að því er útvarpsfregn hermdi á miðvikudagskvöld.
— Samkvæmt fregninni í gærkvöldi hefir þó verið byrjað aftur, sennilega fljótlega, er eigi sáust horfur á að létta mundi.

Guðmundur heitinn lagði af stað með stóðrekstur frá Auðkúlurétt, miðvikudaginn síðdegis og með honum tólf ára gamall piltur, Ingvar SteingrímssonÆtluðu þeir að stytta sér leið með því að fara yfir Vatnsdalsfjall. Er þá komið niður hjá Marðarnúpi, framarlega í Vatnsdal. Blindhríð var á þeim; slydda í byggð, en frost er á fjallið kom. Fór þá svo að þeir villtust á fjallínu og vissu ekki lengi hvar þeir fóru, og gaf Guðm. þá lausan tauminn hesti sínum að hann skyldi ráða förinni. Eftir nokkurn tíma tók að halla undan fæti ofan í dal nokkurn. Komust þeir að á í dalnum og fór þá Guðmundur af baki og gekk ofan að ánni, til þess að sjá hvert hún rynni. En er hann sneri frá ánni, komst hann ekki til hests síns, heldur lagðist fyrir í brekkunni, veikur og lémagna. Ætlaði drengurinn þá að halda áfram, en Guðmundur bað hann að yfirgefa sig ekki. Settist drengurinn þá í brekkuna hjá honum og skefldi yfir báða.
— Alla nóttina hélt Guðmundur uppi samræðum við drenginn. Síðari hluta nætur tók óráð að færast yfir hann og fór þá að draga af honum.
Um birtingu hætti að heyrast til hans- Þreifaði drengurinn á honum og fann ekki lífsmark að hann taldi. Brauzt hann þá úr skaflinum, hélt ofan eftir dalnum og komst að Stóru Giljá kl. 8 um morguninn. En dalurinn, sem þeir höfðu villzt niður í, var reyndar Sauðadalur, eyðidalur nú orðið, fram af Ásum, milli Vatnsdals og Svínadalsfjalls.
Frá Stóru Giljá var þegar sent eftir héraðslækni á Blönduós og farið eftir Guðmundi. Var hann algjörlega stirðnaður, er hann fannst. Drengurinn var á Stóru-Giljá í fyrradag og leið vel. Guðmundur heitinn var 57 ára að aldri. Hann átti sjö börn, flest uppkomin.

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

TUGIR kinda hafa farist í Sauðadal í Húnavatnssýslu í Jónsmessuhretinu 1992. Erlendur Eysteinsson bóndi og oddviti á Stóru-Giljá og Stefán A. Jónsson hreppstjóri á Kagaðarhóli fundu í gær 18 dauðar ær og 13 dauð lömb í dalnum er þeir könnuðu hluta hans. Flestar kindurnar eru frá Stóru-Giljá og telur Erlendur að tugir fjár hafi farist í hretinu.

Bændur í Vatnsdal stóðu í ströngu í gær ásamt 15 björgunarsveitarmönnum við að smala og bjarga fé úr Sauðadal í Húnavatnshreppi. Alls smöluðu 26 manns Sauðadalinn við mjög erfiðar aðstæður og var komið með um þúsund fjár til byggða. Í Vatnsdalnum flæddi áin yfir bakka sína í fyrradag og í gærmorgun voru hross innlyksa í hólmum og á hæstu punktum.

  • Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að um 15 kindur hafi fundist dauðar í fönn en Pétur taldi að þær væru þó fleiri. Hann taldi að þeir væru með rúmlega þúsund fjár í safninu þegar hann var tekinn tali á sjöunda tímanum í gærkvöldi og þá var um hálfur annar kílómetri eftir í réttirnar með féð. Hann sagði eitthvað af fé eftir en vonaðist til að það væru engin ósköp þar sem margt hefði þegar verið komið til byggða af sjálfsdáðum fyrir óveðrið.
    Húnahornið 12.9.2012

Fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkisins, hefur lagt fram kröfur um þjóðlendur á Norðvesturlandi.
Meðal landsvæða sem ráðherra krefst að úrskurðuð verði sem þjóðlendur eru Almenningur á Skagaheiði, samliggjandi svæði Staðarafréttar, Höskuldsstaðaafréttar og Skrapatunguafréttar, Breiðabólsafréttur á Vatnsnesi og Sauðadalur í Austur Húnavatnssýslu. Rúv 5.7.2012.

Kröfum um að Reynistaðarafrétt, Grímstunguheiði, Haukagilsheiði, Sauðadalur, vesturheiði Víðidalstunguheiðar, Aðalbólsheiði, Efranúpsheiði og Breiðabólsstaðarafrétt/ Engjabrekka yrðu þjóðlendur var hafnað.
Feykir 22.12.2014

Tengdar einingar

Tengd eining

Marðarnúpur í Vatnsdal ((950))

Identifier of related entity

HAH00052

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Reykjanibba, Sauðadalur í Vatnsdalsfjall (874 -)

Identifier of related entity

HAH00405

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Torfalækjarhreppur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00566

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Másstaðir í Þingi ((1930))

Identifier of related entity

HAH00504

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðmundur Magnússon (1874-1934) Sunnuhlíð (21.7.1874 - 20.9.1934)

Identifier of related entity

HAH04099

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kötlustaðir í Vatnsdal ((1930))

Identifier of related entity

HAH00177

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hof í Vatnsdal (um 880 -)

Identifier of related entity

HAH00048

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðrúnarstaðir í Vatnsdal ((950))

Identifier of related entity

HAH00045

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Grímstunga í Vatnsdal ((950))

Identifier of related entity

HAH00044

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Brekka í Þingi ((1950))

Identifier of related entity

HAH00498

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Stefán Jónsson (1930-2009) Kagaðarhóli (4.11.1930 - 29.6.2009)

Identifier of related entity

HAH02022

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Erlendur Eysteinsson (1932-2020) Stóru Giljá (10.1.1932 - 1.10.2020)

Identifier of related entity

HAH03339

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Grímstunguheiði ((1950))

Identifier of related entity

HAH00017

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Vatnsdalur (um 880 -)

Identifier of related entity

HAH00412

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ás í Vatnsdal ((800))

Identifier of related entity

HAH00033

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Beinakelda Torfalækjarhreppi ((1300))

Identifier of related entity

HAH00550

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Gilá í Vatnsdal ((950))

Identifier of related entity

HAH00042

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Svínavatn bær og vatn ([900])

Identifier of related entity

HAH00523

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Svínavatn bær og vatn

is the associate of

Sauðadalur

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Öxl í Þingi ((1350))

Identifier of related entity

HAH00514

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Öxl í Þingi

controls

Sauðadalur

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Stóra-Giljá Torfalækjarhreppi ((950))

Identifier of related entity

HAH00479

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Stóra-Giljá Torfalækjarhreppi

er eigandi af

Sauðadalur

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00405

Kennimark stofnunar

IS HAH-Nat

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 27.2.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Guðmundur Paul
Húnahornið 12.9.2012
Rúv 5.7.2012.
Feykir 22.12.2014

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir