Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Geitaskarð / Skarð Engihlíðarhreppi
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
[900]
Saga
Fornt höfuðból. Fyrst getið í Hallfreðarsögu og fyrstur ábúandi sem frá er greint, Gríss auðgi Semingsson. Byggingar standa vestur undir Skarðskarði og fara vel í umhverfi sínu. Þar sem hæst ber Illveðurshnjúk norðan skarðsins. Til jarðarinnar teljast nú 3 eyðibýli, Þorbrandsstaðir og Buðlunganes að norðan og Tungubakki á Laxárdal fremri. Fyrir landi jarðarinnar er vað á Blöndu, er Strengjavað nefnist. Nyrst í landi Geitaskarðs, vestan vegar, er smá stöðuvatn, er Buðlungatjörn nefnist. Sama ættin hefur búið á jörðinni frá 1886.
Íbúðarhús byggt 1910, endurbætt verulega 1967, kjallari 3 hæðir og ris 814 m3. Fjós fyrir 32 gripi. Fjárhús fyrir 490 fjár. Hesthús fyrir 25 hross. Hlöður 1509 m3. Votheysgeymslur 133 m3. Tún 47 ha. Veiðiréttur í Blöndu, Buðlungatjörn og Ytri-Laxá.
Hálfkirkja var í Geitaskarði
Staðir
Langidalur; Engihlíðarhreppur; Buðlunganes [Bolunarnes]; Skarðskarð; Illveðurshnjúkur; Þorbrandsstaðir; Tungubakki á Laxárdal fremri; Blanda; Strengjavað; Buðlungatjörn; Holtastaðakirkja; Selhvammur [Selhvamme]; Austurgil [Ausugilz]; Núpur á Laxárdal; Kolluberg; Norðlingabraut; Einbúahóll; Móholt; Harðeyri; Hlóðarsteinn; Mólækur; Mólækjarós; Nestá; Fosskot; Skarðslækur; Fosskotslaut; Leitismelur; Bardagahvammur; Dyshóll; Álftanes, Hvítárvellir Gilbakki í Borgarfjarðarsýslu; Kaldakinn; Núpur á Laxárda fremri; Illugastaðir;
Réttindi
Geita Skard.
Hjer er hálfkirkja og tíðir veittar þá heimamenn eru til altaris, og so hefur verið frá gamallri tíð. Þessari jörðu er sundur skift í tvo bæi, og stendur sá bærinn í úthögum, sem er talinn fjórði partur úr allri jörðunni, hefur hann tún og engjar útaf fyrir sig en öllu landi öðru óskift. Jarðardýrleiki á allri jörðunni lxxx € , sjálf heimajörðin lx € , og so tíundast fjórum tíundum.
Eigandi að hálfri jörðunni Guðmundur Sigurðsson að Álftanesi í Borgarfjarðarsýslu.
Eigandi að xx € (það er fjórði partur allarar jarðarinnar) Gunnar Halldórsson, sem menn ætla að sje í Kaupinhafn eður þar nálægt.
Eigendur að xx € eru þær systur Gunnars, Guðrún eldri Halldórsdóttir á Hvítárvöllum í Borgarfirði og Þórun Halldórsdóttir á Gilsbakka í sömu sýslu og Guðrún ýngri Halldórsdóttir að Köldukinn í Húnavatnssýslu, sín vi € og lxxx álnir hvör.
Ábúandinn á heimajörðunni Sigurður Einarsson. Landskuld iii € á heimajörðunni. Betalast í landaurum hjer heima eftir proportion. Leigukúgildi vi. Leigur betalast í smjöri hjer heima eftir proportion. Kvaðir öngvar.
Kvikfje ix kýr, i kvíga þrevetur, i tvævetur, i veturgömul, i naut veturgamalt, i tvævett, i kálfur, lxxxviii ær, xiii sauðir tvævetrir og eldri, xxxiii veturgamlir, xxxv lömb, x hestar, ii hross,
i fyl. Fóðrast kann ix kýr, iiii úngneyti, lxx ær, xl lömb, iiii hestar, i folald. Afrjett ut supra. Torfrista og stúnga næg. Móskurður lítt nýtandi í sellandi. Silúngsveiðivon litil í Buðlúngatjörn, hefur enn í margt ár að gagni verið. Selstöðu á jörðin í Núpslandi á Laxárdal en beit öngva, og segja menn, að þegar þessi selstaða var brúkuð, hafi búfje verið beitt Illugastaðaland, sem þá hafi verið eign bóndans á Skarði. Beit á jörðin fyrir vestan Blöndu í takmörkuðu plátsi fyrir sunnan Köldukinnarland, sem kallast Skarðsreitur, og brúkast þessi beit oftast árlega. Túninu grandar lækur úr brattlendi, sem ber grjót á vollinn til stórskaða, sem áeykst árlega. Enginu grandar lækir, sem renna úr brattlendi og bera grjót og leir á það til stórskaða. Hætt er kvikfje fyrir holgryfjulækjum og forræðis afætudýjum, sem jafnlega verður mein að.
Þorbrandsstader.
Þetta er sá bærinn, sem áður um getur, að standi í úthögum á Skarði, og sje fjórðúngur allarar jarðarinnar. Dýrleikinn xx € ut supra. Eigendur sömu og áður segir um heimajörðina, og er þessi partur þar talinn með þeirri aðgreiníngu, sem þar er gjörð millum landsdrotnanna, því jafnmikið á hvör í þessum parti, eftir rjettri tiltölu, sem í sjálfri heimajörðunni.
Ábúandinn Þorleifur Jónsson. Landskuld i €. Betalast í landaurum ut supra. Leigukúgildi iiii en fyrir tuttugu árum vii. Leigur betalast í smjöri ut supra. Kvaðir öngvar.
Kvikfje iii kýr, i kálfur, xxxvi ær, viii sauðir veturgamlir, xx lömb, i hestur, ii hross, i fyl. Fóðrast kann xxx ær, ii kýr, xx lömb, i hestur. Kostir og ókostir sem segir um sjálfa heimajörðina, nema túninu grandar hjer grjótsuppgángur til stórskaða, en skriðufall ekkert.
Starfssvið
Bjarni [Kolbeinsson Benediktssonar ríka Kolbeinssonar Auðkýlings] seldi hér Þórði presti [Þórður Loftsson Þórðarson á Völlum Andréssonar. Það er karlleggur Oddaverja. En móðir hans væri" Guðrún Illugadóttir á Geitaskarði í Langadal Gunnarssonar Klængs sonar, systir séra Þorsteins er kallaður var skarðssteinn.] þrjá fjórðu hluta í Geitaskarði i Langadal og Buðlunganes allt fyrir hálfan sjötta tug hundraða og skyldi greiða í lausafé. Það var ákveðið með þessum fríðleika: Tuttugu kúgildi, tuttugu hundruð í vaðmálum, hálft hvort, vöru og hafnarvoðum, fimm hundruð í hrossum, fimm hundruð í gripum og fimm hundruð í slátrum. Lúkist á þrem árum. Hvert hundrað, sem ekki lýkst á fyrsta ári standi með 12 álna leigu (það er 10% vextir). Vottar að þessu bréfi voru Andrés Finnbogason prestur í Bólstaðarhlíð og Bergsstöðum í Svartárdal, Þorsteinn Bergsson.
Sonur Þórðar var Þórður prestur á Höskuldsstöðum sem lést í Svartadauða 1403.
Á Geitaskarði í Langadal var komin hálfkirkja fyrir 1318 og lá undir Holtastaði. Hún var helguð Jóhannesi babtista.
Gamli Geitaskarðsbærinn er einn þessara fornu horfhu bæja. Húsin tvö sem stöfnum sneru mót suðri, þ.e. baðstofa og suðurhús annars vegar og kontór og stofa hins vegar, voru ekki samveggja, sund var á milli niður úr.
Langhlið bæjarins snéri fram á hlaðið með bæjardyr nokkru sunnan miðju. Algengara mun hafa verið að stafnar (burstaþil) vissu við hlaði. Nokkra hugmynd um rými hans má fá af stærð miðbaðstofu með afþiljuðum „húsum" í báðum endum. Hún er rífar sex rúmlengdir eða um 11,5 m enda á milli og nálægt 3,5 m á breidd. Gólfílötur gæti því hafa verið um 40 m2.
Sjálfsagt hafa vistarverurnar verið misgamlar. Páll Kolka segir í Föðurtúnum að nokkuð af bænum hafi verið frá tíð ísleifs Einarssonar sýslumanns og því meira en 100 ára. (Sýslumaður á Geitaskarðifrál792til 1801).
Árið 1873 kom Árni Á. Þorkelsson að Geitaskarði sem ráðsmaður til Bjarna Magnússonar sýslumanns og Hildar konu hans Bjarnadóttur. Síðan þá hefir ætt Arna tengst staðnum og setið hann.
Á allri baðstofulengjunni var skarsúð og alþil en allt ómálað nema norðurhúsið, það var málað blátt. Stór opinn skápur var þar í þilinu að norðan. Einfalt þil var milli þess og maskíhuhúss. Hygg ég að norðurhúsið hafi verið byggt síðar, ásamt maskínuhúsi, hlóðaeldhúsi og búri og veggjum þá eitthvað breytt. Smá kvistir voru neðst á risinu, yfir gluggum og tveir bitar neðst á sperrum, grannir og heflaðir og rétt manngengt undir þá. Grind var kringum uppgöngu í baðstofu, um metri á hæð og smástrompur upp úr mæni. Skellihurð var í göngum og stórt sýruker, meira en hálft inni í veggnum. Torfveggir í göngum voru óþiljaðir og óþiljaður veggur að norðan, í maskínuhúsi. Veggir í eldhúsi (II) og búr voru óþiljaðir nema fjalir upp af borðum. Kontórinn var málaður bleikrauður, með sverum bitum í lofti. Þar var talið reimt og flúði Ari frá Móbergi þaðan nótt eina og vildi ekki meir sofa þar einn. (Ari Erlendsson, smiður og bóndi á Móbergi. Varð síðar tengdafaðir Páls. Innskot S.Þ.). Stofan var almáluð, með hengilampa og stórum ofni. Annar minni var í suðurhúsi.
Á dyralofti var oft sofið á sumrin en þótti of kalt á vetrum. Það var þiljað þvert nálægt uppgöngu. Á stofulofti var geymd tólg, harðfiskur og margt fleira. Mænigluggar voru á maskínuhúsi og eldhúsum báðum. Þriggja rúðu gluggi í „spískamersi" og þriggja rúðu gluggi þríhyrndur, yfir bæjardyrum. Á bæjarmyndinni í Föðurtúnum sýnist vera alþil á suðurhúsi en þegar ég man eftir var þar tjöruklætt hálfþil. Einnig sýnist á myndinni veggurinn sunnan bæjardyra vera heill en þar á gluggatóft kontórgluggans að vera. Var flá á henni til hliðanna en reft yfir og hlaðið ofaná því hún náði ekki upp úr vegg. Glugginn var stór.
Búrið var lágkúruleg útbygging og veggurinn að austan varla meira en rétt í hné. Var þar eini staðurinn sem búpeningur komst auðveldlega uppá bæinn. Heyrði ég sagt, að drukkinn maður hefði eitt sinn riðið uppá búrið og brotið það inn.
Lagaheimild
Sturlunga;
Hallfreðarsaga;
Innri uppbygging/ættfræði
Ábúendur:
1886-1926- Árni Ásgrímur Þorkelsson 17. desember 1852 - 2. desember 1940 Var á Sauðárkróki 1930. Hreppstjóri og bóndi í Geitaskarði í Langadal, Engihlíðarhr., A-Hún. og kona hans 2.6.1893; Hildur Solveig Sveinsdóttir 22. október 1874 - 14. ágúst 1931 Var á Sauðárkróki 1930. Húsfreyja í Geitaskarði í Langadal, Engihlíðarhr., A-Hún.
1926-1946- Þorbjörn Björnsson 12. janúar 1886 - 14. maí 1970 Bóndi í Geitaskarði, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Heiði í Gönguskörðum, Skarðshreppi, Skag. og á Geitaskarði í Langadal, A-Hún. Var í Geitaskarði, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðast bús. á Sauðárkróki. Kona hans; Sigríður Árnadóttir 4. júlí 1893 - 27. júní 1967 Var í Geitaskarði, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja. Var í Geitaskarði, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðast bús. á Sauðárkróki.
Eigandi án ábúðar; Brynjólfur Þorbjörnsson 6. jan. 1918 - 14. jan. 1995. Var í Geitaskarði, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Rennismíðameistari í Hafnarfirði. Vélsmiður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Hafnarfirði. Nefndur Brynjólfur Þröstur í Garðaselsætt. Kona hans; Sigríður Sigurðardóttir 1. júlí 1921 - 22. sept. 1988. Var á Laugavegi 20 b, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Hafnarfirði. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Hafnarfirði.
1946-1975- Sigurður Örn Þorbjarnarson 27. október 1916 - 15. mars 2002 Bóndi á Geitaskarði í Langadal, A-Hún. Síðar skrifstofumaður og bókavörður á Blönduósi. Var í Geitaskarði, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Var í Geitaskarði, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðast bús. á Blönduósi. Kona hans; Valgerður Ágústsdóttir 27. apríl 1923 Var á Hofi, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var í Geitaskarði, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957
1975> Ágúst Sigurðsson 5. maí 1945 Var í Geitaskarði, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Kona hans; Ásgerður Pálsdóttir 3. febrúar 1946 formaður Samstöðu Blönduósi.
Almennt samhengi
Í sóknarlýsingu frá 1839 segir prestur svo frá: „Reisulegasti bærinn er hér nú Geitaskarð. Stendur þar enn bygging etatsráðs Ísleifs heit. Einarssonar, sem bjó þar frá 1792 til 1800.“
Geitaskarðs er getið í Sturlungu en þangað reið Gissur Þorvaldsson til Gunnars Klængssonar þar sem hann tók til sín frillu Ingibjörgu Gunnarsdóttur „ok unni henni brátt mikit.“ Hún fór heim að Ási með Gissuri.
Árið 1360 er fjórðungur úr Geitaskarði komin í eigu Holtastaðakirkju með þessum merkjum „j millum kambs þess er geingur af Holltastaða fialli. og vt ad selhvamme og austur til ausugilz. og rekstur j skardz jord til hagbeytar. þar sem veigir liggia ädur“.
Hálfkirkja var í Geitaskarði og er nefnd í Vísitazíugerð Jóns Hólabiskups Vilhjálmssonar frá 1432. Árið 1405 kaupir Björn Einarsson hálft Geitaskarð af Jóni Ófeigssyni ásamt fleiri jörðum í Langadal, þ.á.m. hjáleiguna Buðlunganes (þar Bolunarness) sem þá kemur fyrst fyrir. Árið 1445 er Geitaskarð selt ásamt, Ytra-Gili, Harrastöðum og Bakka fyrir jörðina Auðbrekku í Hörgárdal.
Geitaskarð var að fornu metin á 80 hundruð og var henni skipt í tvær jarðir; Geitaskarð og Þorbrandsstaði og voru hinir síðarnefndu um fjórðungur af allri jörðinni, metnir á 20 hundruð.
Buðlunganes er fornbýli í landi Geitaskarðs. Býlisins er fyrst getið árið 1405 eins og getið er hér að framan og virðist vera komið í eyði fyrir 1703 en það kemur ekki fyrir í manntali og þess er ekki getið í jarðabók Árna og Páls.
Um Þorbrandsstaði segir í jarðabók að bærinn standi í úthöfum og sé fjórðungur allrar jarðarinnar. Jörðin var í byggð fram til 1913 og voru þá lagðir undir Geitaskarð.
Jörðin átti selstöðu í Núpslandi á Laxárdal. Snemma er getið um sel frá Geitaskarði en í Hallfreðarsögu segir af seli á Laxárdal og munu hafa verið fleiri sel á dalnum. Haft var í seli a.m.k. fram á miðja 19. öld og í sóknarlýsingum segir að selstaðan hafi verið frá fráfærum til 18. viku sumars.
Samkvæmt Ágústi Sigurðarsyni er talið að kirkjan hafi staðið þar sem steinsteypt smiðja stendur, beint norður af íbúðarhúsinu. Kirkjan er horfin en staðsetning virðist sennileg miðað við fund mannabeina sem kom upp við framkvæmdir framan (norðvestan) smiðjunnar.
Hálfkirkja var í Geitaskarði og er nefnd í Vísitazíugerð Jóns Hólabiskups Vilhjálmssonar frá 1432. Einnig segir í jarðabók Árna og Páls: „Hálfkirkja var 1705 og tíðir veittar þegar heimamenn voru til altaris og sagt að svo hafði verið frá „gamallri tíð“
Samkvæmt heimildamanni komu mannabein upp við framkvæmdir á bílaplani norður af bænum fyrir um 14-16 árum [skráning gerð 2009].
Gata liggur frá Geitaskarði til norðausturs og yfir í Laxárdal. Gatan sést liggja í norðaustur átt upp túnið ofan við bæinn og leiðin er mjög greinileg upp frá „Fosskoti“ og yfir í Laxárdal og er þetta nú stikuð gönguleið. Frá „Fosskoti“ var leiðin hnitsett eftir loftmynd.
Þorbrandsstaðir voru hjáleiga frá Geitaskarði. Hennar er getið í jarðabók frá 18. öld.
„Land þess [Þorbrandsstaða] liggur austan þjóðvegar (Norðlingabrautar). Að norðan takmarkast það af línu, dreginni úr Hlóðarsteini norðan í Einbúahól til austurs í mitt Kolluberg, og þaðan í austur, svo sem vötn draga. Að sunnan eru merkin við línu, sem hugsast dregin úr norðurbrún Móholt. Þaðan beint í austur til jafnlengdar við norðurtakmörkin. Þorbrandsstaðir fóru í eyði og voru lagðir undir Geitaskarð árið 1913.“
Bæjarhólinn er austur af sumarhúsi sem stendur innan gamla Þorbrandsstaðatúnsins. Bærinn stóð á hæð og liggur túnið niður brekkur til suðvesturs. Mikill gróður er innan gamla túnsins og erfitt að greina minjarnar sem þar eru. Bæjarlækurinn sker túnið í tvennt og eru minjar beggja vegna hans.
Rúmlega 15m norðaustur af bæjarhólnum er steinlögn. Lýsing Steinlögnin er sporöskjulaga, horn, rúnnuð. Hæð hleðslunnar er um 0,1-0,2m og er hún gróin grasi mosa og ljónslöpp.
Buðlunganes var hjáleiga frá Geitaskarði og er landamerkjum þess lýst svo í örnefnaskrá: „Land þess liggur vestan þjóðvegar, gegnt Þorbrandsstöðum. Um landamerki milli þessara jarða er engin örugg heimild til, en að líkum hafa þau verið um það bil, er þjóðvegurinn liggur nú. Að vestan ræður Blanda merkjum. Að norðan ræður líka, dregin af Blöndubakka syðst á Harðeyri til austurs í áðurnefndan Hlóðarstein. Að sunnan eru merkin úr svonefndum Mólækjarós, þar sem Mólækur fellur í Blöndu, og beina línu í austur í norðurbrún Móholts. Á Buðlunganesi mun ekki hafa verið búið, síðan um miðja 17. öld, og hafði ábúandi Þorbrandsstaða, þá þar var búið, flestar nytjar beggja jarða.“
Býlið liggur framarlega á Buðlunganesi og nær túngarður alveg niður að Blöndu. Sunnan við býlið og syðst á nesinu eru nú tún og er líklegt að einhver hluti minjanna sé komin undir þau. Í örnefnaskrá er sagt að búið hafi verið á Buðlunganesi fram á miðja 17. öld. Ekki fundust heimildir um hversu lengi býlið var í ábúð en þess er ekki getið í jarðabók Árna og Páls en þar er hefð fyrir því að geta eyðibýla í landi jarðanna.
Sigurður Þorbjarnar, höfundur örnefnaskrár lýsir bæjarstæðinu svo: „Á Nestánni vestast sést glöggt móta fyrir túnstæði og tóftum bæjar- og peningshúsa Buðlunganess. Tóftirnar eru allfyrirferðarmiklar og bera þess vott, að um mikinn húsakost hafi verið að ræða. Túnið hefir verið allstórt, girt allt vallargarði, víðast hlöðnum úr torfi, en með köflum úr torfi og grjóti. Leifar þessa garðs segja manni ótvírætt, að þar hafi verið geysimannvirki, svo há og breið er rúst hans.“. Í dag er túngarður greinilegur í vestur hluta túnsins og austan hans þrennar tóftir. Þar austan við er svo tún og norðan þess eru fleiri minjar, tóftir og mógrafir sem liggja á milli melhóla sem eru á nesinu. Gamall vegur liggur suður Buðlunganesið og er hann greinilegur á kafla norður og austur af fornbýlinu.
Grjóti virðist hafa verið rutt úr brautinni á kafla og hefur hún þá verið um 120-130 sm breið. Nú liggur gata eftir henni, líklega fjárgata. Gatan var mæld á tæplega 300m kafla og endar hún við tún í suðri. Ekki sést hún á loftmynd en hún hefur líklega legið lengra til norðurs eftir Buðlunganesi, meðfram Blöndu, en þar lá þjóðleiðin áður en bílvegur var lagður.
Fosskot. Sunnan Skarðslækjar, suðaustur af svonefndri Fosskotslaut. Í örnefnaskrá segir: þar má sjá óglöggt móta fyrir tóftum. Rústirnar eru mjög grónar og fallnar í umhverfið og því ekki hægt að sjá skipan húsa lengur. Húsakynnin hafa öll verið smáskorin. Ekki sást móta fyrir tóftum suðvestan við réttina en norðan, norðaustan og norðvestan hennar eru tóftir og garðlag, allt saman fremur óljóst. Ómögulegt er að segja til hvort þarna sé um að ræða minjar um Fosskot en minjarnar benda ekki til þess að þar sé um að ræða híbýli og umhverfi er óhagstætt fyrri býli, nema þar sem réttin stendur nú. Sjá hugsanlegar leifar Fosskots.
Skammt norðan Buðlungalækjaróss er steinn allstór nokkuð út í ánni. Um það bil miðja vega milli steins þessa og lækjaróssins er vað á Blöndu, er heitir Strengjavað í daglegu tali kallað Strengir.
„Þar sem skarðið opnast austur á Laxárdalinn, er stór melur fyrir miðju mynni þess: hann heitir Leitismelur. Skammt vestan þessa mels er hvammur í Skarðinu sunnanverðu, sem heitir Bardagahvammur. Nyrzt í hvamminum, fyrir honum miðjum er hólkollur, sem heitir Dyshóll. Um þessu nöfn er ekkert frekar vitað en það, er þau sjálf benda til; sem sagt, að í hvamminum hafi verið barizt og að sá eða þeir, er þar féllu, hafi hlotið leg í Dyshól.“
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the associate of
Geitaskarð / Skarð Engihlíðarhreppi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
controls
Geitaskarð / Skarð Engihlíðarhreppi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er eigandi af
Geitaskarð / Skarð Engihlíðarhreppi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH-Bæ
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 25.3.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
Guðmundur Paul
Jarðabók Páls Vidalín 1708. Bls 403
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Húnaþing II bls 147.
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/6RHI2NVE/fornleifaiii.pdf
Geitaskarðsbærinn gamli. – Húnavaka, 1. tölublað (01.05.1990), Bls. 156-159
https://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000571414