Showing 7003 results

Authority record
Person

Sólveig Fríða Einarsdóttir (1945) Ljósmóðir

  • HAH9446
  • Person
  • 21.08.1945

fæddist í Vestmannaeyjum 21. ágúst 1945.
Foreldrar hennar voru Einar Guttormsson yfirlæknir, f. 1901, d. 1985 og k.h. Margrét Kristín Pétursdóttir húsmóðir, f. 1914, d. 2001.
Maki (27. des. 1969, skildu): Viðar flugstjóri, f. 20. júní 1945, Hjálmtýs verkstjóra í Keflavík Jónssonar og Guðlaugar dömuklæðskera Jóhannesdóttur frá Seyðisfirði.
Börn: Örlygur, f. 22. febr. 1970; Guttormur Einar, f. 28. marz 1972; Tryggvi, f. 28. apríl 1977; Ingibjörg Elín, f. 14. marz 1985.
Barnsfaðir: Þorsteinn Eyjólfsson rafvirki, f. 29. des. 1937.
Barn: Birgir Eyjólfur, f. 15. apríl 1966.

Fríða stundaði ensku- og ritaranám í Englandi 1961. Hún lauk ljósmæðraprófi við Ljósmæðraskóla Íslands 26. sept. 1969.
Hún var ljósmóðir í Eyjum í 5 mán. 1971 og í 2 mán. 1980; var ljósmóðir við Fæðingaheimili Reykjavíkur 1973 – 1975, við mæðraskoðun í Kópavogi 1977 – 1979; Landspítalann júní 1981 – 1. maí 1982. Hjúkrunarstörf vann hún á Sólvangi í Hafnarfirði 1970-1971 og St. Jósefs spítala í Hafnarfirði 1977-1979; ljósmóðir á Fæðingaheimili Reykjavíkur til 1981, Landspítalanum 1981-1982, Fæðingaheimili Rvk 1983-1984. Hætti þá störfum vegna slyss. Vann síðan á Landspítalanum sumarið 1987.

Sigríður Sigfúsdóttir (1915-2003) Forsæludal

  • HAH9399
  • Person
  • 18. sept. 1915 - 30. jan. 2003

Sigríður var fædd að bænum Forsæludal. Foreldrar hennar voru Sigfús Jónasson bóndi og bókbindari í Forsæludal sem ættaður var frá Saurbæ í Vatnsdal og kona hans, Sigríður Ólafsdóttir en hún kenndi sig við Ólafshús á Blönduósi. Þau hjón eignuðust átta börn í þessari röð. Elst var Ingibjörg, hún er látin, Benedikt og Jónas, þeir eru látnir. Þá Sigríður, Sigfús og Ólafur, þeir eru látnir. Næst er Guðrún en yngst er Indíana. Sigríður ólst upp í Forsæludal hjá foreldrum sínum og systkinum í dalnum fallega sem hún unni. I Forsæludal snérist líf hennar um vinnuna heima. Hún bjó með systkinum sínum en frá árinu 1971-1979 félagsbúi við bróður sinn, Ólaf. Hún var ógift og barnlaus en í skjóli Sigríðar ólst upp Sigríður Ragnarsdóttir og einnig þau Sigríður Ivarsdóttir og Ólafur Bragason. Sigríður Sigfúsdóttir lét af búskap þegar systurdóttir hennar, Sigríður Ragnarsdóttir og hennar maður, Lúther Olgeirsson hófu búskap á jörðinni. Hjá þeim bjó hún áfram í Forsæludal. Áhugamál Sigríðar Sigfúsdóttur var búskapurinn heima. Einnig hafði hún gaman af bókalestri, kveðskap og vísnagerð.
Hún andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi þar sem hún hafði dvalið síðustu vikur lífs síns.

Sigurður Guðlaugsson (1902-1992) frá Hafurstöðum

  • HAH9349
  • Person
  • 12.01.1902-19.07.1992

Sigurður Guðlaugsson fæddist að Skúfi í Norðurárdal. Foreldrar hans voru Guðlaugur Guðmundsson og Arnbjörg Þorsteinsdóttir.
Fjölskyldan flutti síðar að Felli, og þaðan að Sæunnarstöðum á Hallárdal. Þar ólst Sigurður upp frá sjö ára aldri og fram á efri unglingsár er hann fór í vinnumennsku. Þau voru sjö systkinin sem upp komust. Eldri bræður Sigurðar voru Þorsteinn og Guðmundur, sem eru látnir, og yngsta systirin, Áslaug er einnig látin. Þau þrjú sem enn eru á lífi eru Sigurlaug í Asi er nú dvelur á sjúkrahúsinu á Blönduósi, Sigríður, sem býr í Hnitbjörgum á Blönduósi, en var lengst á Skagaströnd, og Ólafur, búsettur í Reykjavík. Árið 1930 bjó Sigurður á Ytra-Hóli sem leiguliði við hlið Björns Jónssonar, en á næsta ári eignaðist hann bæði konu og jörð. Hann kvæntist Auðbjörgu Albertsdóttur frá Neðstabæ í Norðurárdal og settust þau þar að og tóku við búinu afforeldrum Auðbjargar, sem voru áfram hjá þeim. Sigurður hafði kynnst lífsbaráttu leiguliðans í bernsku og ásetti sér snemma að vinna að því hörðum höndurn að geta eignast eigið bú. Eftir þrettán ár í Neðstabæ keyptu þau Hafursstaði og bjuggu þar í 28 ár, eða þar til Sigurður stóð á sjötugu. Þá brugðuþau búi og fluttust til Blönduóss. Á næstu 20 árum fann Siguröur margt að fást við. Um tíma hafði hann kindur. Hann veitti öðrum aðstoð við slátt og fleira. Einnig notfærði hann sér lagni sína og smíðaði ýmsa muni, spann líka hrosshár og bjó úr því nýtilega hluti til sölu og gjafa. Börn Sigurðar og Auðbjargar eru fimm. Elst er Hólmfríður Auðbjörg, sem er búsett í Hveragerði. Næstur er Albert Sveinbjörn á Blönduósi, kona hans er Svava Leifsdóttir. Hafþór Örn er einnig á Blöndnósi, kona hans er Ragnheiður Þorsteinsdóttir. Sigrún Björg býr í Eyjafirði, maður hennar er Hörður Kristinsson. Yngst er Bergþóra Hlíf á Blönduósi, maður hennar er Ólafur Þorsteinsson. Spor Sigurðar Guðlaugssonar urðu mörg. Níu áratugir eru að baki svo að margs er að minnast. Samferðamenn hafa verið margir, og þótt ýmsir séu horfnir á undan öldungnum standa eftir rninningar um góðan dreng sem rækti hlutverk sín af umhyggju og natni. Sigurður og Auðbjörg lilðu það að eiga 60 ára hjúskaparafmæli. Hann var styrkur heimilisfaðir, rnikill bóndi og náttúruunnandi. Hann hafði ákveðnar skoðanir, var glettinn og átti auðvelt með að sjá spaugilegu hliðar tilverunnar. Hann hafði gaman afmannamótum og naut þess að fá gesti, en aðaláhugamálið var landbúnaðurinn og honum fannst best að vera heima. Fjölskylduböndin voru sterk, og eins og börnin höfðu verið þiggjendur framan af ævi, endurguldu þau sem gefendur hin síðari ár. Sigurður Guðlaugsson var jarðsunginn frá Blönduósskirkju 25. júlí 1992.

Sigurður Benediktsson (1885-1974) Leifsstöðum í Svartárdal

  • HAH9250
  • Person
  • 11.11. 1885-02.06. 1974

Þann 2. júní andaðist Sigurður Benediktsson bóndi Leifsstöðum á H.A.H. á Blönduósi. Hann var fæddur 11. nóvember 1885 á Þorbrandsstöðum í Langadal. Foreldrar hans voru Benedikt Pétursson og Stefanía Sveinsdóttir.
Sigurður ólst upp með móður sinni til sex ára aldurs og þá um skeið í Valadal, en þá fer hann í fóstur til Guðmundar Sigurðssonar bónda og konu hans í Hvammi í Svartárdal. Þar ólst hann upp þar til hann varð fulltíða.
Árið 1909 flytur hann að Leifsstöðum sem leiguliði, en kaupir síðan jörðina og bjó þar allan sinn búskap.
Hann kvæntist Ingibjörgu Sigurðardóttur frá Torfustöðum, er andaðist 2. febr. 1957, þau eignuðust þessi börn:
Guðmund, kvæntan Sonju Wium.
Sigurð, er stofnað hefur heimili með Maríu Steingrímsdóttur.
Aðalstein, Björn og Sigurbjörgu, sem öll eru búsett á Leifsstöðum.
Guðrúnu, gifta Guðmundi Tryggvasyni bónda í Finnstungu.
Þóru, gifta Þorleifi Jóhannessyni bónda í Hvammi.
Önduð er Soffia, er gift var Ingva Guðnasyni, en þau voru búsett í Höfðakaupstað.
Fjögur börn þeirra hjóna önduðust í frumbernsku. Þá ólst upp með þeim hjónum, dóttursonur þeirra Hilmar Eydal Valgarðsson.
Sigurður Benediktsson var ötull maður að bjarga sér. Góður bóndi með sterka viðskiftahneigð. Hann ræktaði og byggði tvisvar upp bæ sinn, í seinna skiptið tvíbýlishús úr steini. Þá fékk Sigurður verzlunarleyfi og verzlaði með búsafurðir og flutti suður til sölu á haustin, en kom hlaðinn til baka af kaupstaðarvarningi.
Sigurður Benediktsson var mesti eljumaður, enda var hann jafnan vel stæður og hagur hans góður. Hann var prýðilega greindur og velviljaður.

Valdimar Jóhannesson (1933-1997) Helguhvammi

  • HAH9249
  • Person
  • 07.06.1933-26.05.1997

Valdimar Jóhannesson var fæddur í Helguhvammi á Vatnsnesi í V-Hún. 7. júní 1933. Hann varð bráðkvaddur 26. maí síðastliðinn.
Foreldrar hans voru hjónin Jóhannes Guðmundsson, bóndi, f. 30. sept. 1904, og Þorbjörg Marta Baldvinsdóttir, f. 10. nóv. 1897. Þau bjuggu allan sinn búskap í Helguhvammi. Bræður Valdimars eru Guðmundur, f. 4. júní 1934, kvæntur Helgu Magnúsdóttur, og Eggert, f. 31. ágúst 1939, kvæntur Auði Hauksdóttur. Fóstursystir hans er Halldóra Kristinsdóttir, gift Ólafi Þórhallssyni.
Eftirlifandi kona Valdimars er Guðrún Bjarnadóttir frá Hraðastöðum í Mosfellsdal, f. 25. april 1941. Þau eignuðust tvær dætur,
Þorbjörgu, f. 5. júní 1978, og Þuríði, f. 26. maí 1981.
Börn Guðrúnar frá fyrra hjónabandi eru þrjú:
Þorvaldur, f. 20. des. 1965,
Úlfhildur, f. 29. mars 1967, og
Jóhanna, f. 24. maí 1968.
Valdimar átti alla ævi heima í Helguhvammi. Hann ólst þar upp hjá foreldrum sínum og fór ungur að taka þátt í öllum störfum við búskapinn. Á unglingsárum vann hann ýmis störf utan heimilis. Var til dæmis við vertíðarstörf á Akranesi og vann á jarðýtum Búnaðarsambandsins. Starfsvettvangur hans var þó aðallega heima í Helguhvammi. Þar ráku þeir bræðurnir Valdimar og Guðmundur ásamt Jóhannesi föður sínum myndarlegt bú. Guðrún Bjarnadóttir kom að Helguhvammi árið 1976. Jóhannes lét upp úr því búið í hendur sona sinna og byggðu þau Valdimar og Guðrún þá fjótlega annað íbúðarhús á jörðinni. Þar hafa þau búið síðan með fólki sinu.
Fyrir nokkrum árum fór Valdimar að kenna nokkurs sjúkleika og þótti þá sýnt að hann þoldi illa erfiðið við bústörfin. Hætti hann þá búskap en hóf störf hjá Kaupfélaginu á Hvammstanga og þar starfaði hann til dauðadags.

Erla Dóris Halldórsdóttir (1956)

  • HAH8961
  • Person
  • 1956

Doktor í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2016. Hún lauk BA.-prófi í sagnfræði árið 1996 og MA.-prófi í sömu grein árið 2000. Erla Dóris er einnig hjúkrunarfræðingur, með sérmenntun í gjörgæsluhjúkrun. Rannsóknir Erlu Dórisar í sagnfræði hafa beinst að sögu heilbrigðisstétta, sjúkdóma, fæðingarhjálp, mæðradauða fyrr á öldum og sögu karla í ljósmæðrastörfum. Hún hefur haldið fyrirlestra um sögu læknis-og ljósmóðurfræði, holdsveiki, heilbrigði kvenna fyrr á öldum og barnsfarasótt. Hún hefur skrifað greinar meðal annars um sögu Ljósmæðrafélags Íslands, sögu barnsfarasóttar, um konur sem dóu í kjölfar barnsfæðinga í spænskuveikinni árið 1918 og mæðradauða í Skagafjarðarsýslu og Ísafjarðarsýslu á öldum áður.

Ögmundur Jónasson (1948) Alþingismaður

  • HAH8861
  • Person
  • 17.7.1948

Alþingismaður Reykvíkinga 1995–2003 (Alþýðubandalagið og óháðir, þingflokkur óháðra, Vinstrihreyfingin – grænt framboð), alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2003–2007, alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2007–2016 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Heilbrigðisráðherra 2009, dómsmála- og mannréttindaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 2010, innanríkisráðherra 2011–2013.

Formaður þingflokks óháðra 1998–1999. Formaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs 1999–2009.

Jón Torfi Jónasson (1947) Prófessor

  • HAH8860
  • Person
  • 9.6.1947

Jón Torfi Jónasson er prófessor emeritus í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann hefur fengist við rannsóknir á lestri og fjölmörgum þáttum menntunar og skólastarfs.
Rannsóknarsvið Jóns Torfa var í upphafi skynjun og lestur en síðar sneri hann sér að skrifum um skólastarf og menntun. Fyrst beindi hann sjónum sínum að notkun tölva í skólastarfi og fjarkennslu, síðan að þróun framhaldsskólans og rýndi þá sérstaklega í umfang og ástæður brottfalls nemenda. Hann hefur einnig fjallað um háskólamál og var meðal annars beðinn um að skrifa rit um áskoranir háskóla fyrir evrópsku samtökin, Observatory Magna Charta Universitatum á 20 ára afmæli þeirra árið 2008.
Jón Torfi hefur skrifað um leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla (bæði bók- og starfsnám), háskóla, fullorðinsfræðslu og símenntun, einkum hvað einkennir þróun þessara þátta menntunar í ljósi sögunnar, meðal annars í samanburði ólíkra skólakerfa. Árið 1985 var hann fenginn til að spá fyrir um þróun menntunar 25 ár fram í tímann og beinir enn sjónum sínum að því viðfangsefni, meðal annars hvernig kerfið ætti að bregðast við, og hefur bent á margvíslega (kerfis-) tregðu sem dregur úr eðlilegum breytingum í menntamálum.
Jón Torfi lauk BSc-prófi í eðlisfræði frá Edinborgarháskóla 1972, eftir að hafa lokið einu ári í sagnfræði, heimspeki og stjórnmálafræði við sama skóla. Hann lauk síðan MSc-prófi í tilraunasálfræði 1973 frá háskólanum í Sussex með áherslu á hugfræði (e. cognitive psychology) og doktorsprófi í sama fagi frá háskólanum í Reading á Englandi árið 1980.
Hann kenndi sálarfræði náms og hugsunar, aðferðafræði og síðan fjölmargar greinar menntavísinda frá 1977, fyrst sem stundakennari, síðan sem lektor, dósent og prófessor frá 1993. Hann var deildarforseti Félagsvísindadeildar HÍ 1995-2001 og forseti Menntavísindasviðs HÍ 2008-2013. Hann hefur gegnt formennsku í fjölmörgum nefndum á vegum Háskóla Íslands og menntamálaráðuneytis.

Valdimar Sigurgeirsson (1889-1967) Gunnfríðarstöðum

  • HAH8844
  • Person
  • 24.9.1889 - 15.1.1967

Bóndi á Brekku í Seyluhreppi, Selhaga á Skörðum og lengst á Gunnfríðarstöðum í Langadal. Var í Hamrakoti,Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi.

Valdimar Stefán Sigurgeirsson var fæddur að Miðsitju í Blönduhlíð í Skagafirði, 24. sept 1889. Valdimar var vinsæll maður, lundléttur og glaðvær, greiðasamur og góðlyndur. Hann var mikill skepnuvinur, einkum hafði hann yndi af hestum og þótti sérlega laginn tamningamaður. Hann var bókhneigður, minnugur og fróður um margt, sönghneigður og hafði lært að spila á orgel og mun hafa verið kirkjuorganisti í Skagafirði um skeið. Hann andaðist á héraðshælinu á Blönduósi 15. janúar

Gunnar Jósef Friðriksson (1921-2011) Reykjavík

  • HAH8841
  • Person
  • 12.5.1921-3.8.2011

Gunnar Jósef Friðriksson fæddist í Reykjavík 12. maí 1921. Hann lézt á Landakotsspítala 3. ágúst 2011.

Gunnar var sonur hjónanna Oddnýjar Jósefsdóttur, f. 1900 í Hausthúsum í Gerðahreppi, d. 1952, og Friðriks Gunnarssonar, f. 1889 á Hjalteyri, d. 1959.

Gunnar Jósef kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Elínu Margrethe Kaaber, 23. október 1943. Elín er fædd 20. janúar 1922 og er dóttir hjónanna Astrid Thomsen, f. 1884 í Færeyjum, d. 1928, og Ludvigs Kaaber, f. 1878 í Danmörku, d. 1941.

Börn Gunnars og Elínar eru Friðrik Gunnar, fæddur 1944, eiginkona María Helgadóttir, fædd 1949, Einar Ludvig, fæddur 1946, eiginkona Kristín Marie Sigurðsson, fædd 1948, Ragnar Jóhannes, fæddur 1947, eiginkona María Ingibergsdóttir, fædd 1949, Haukur Jón, fæddur 1949, Oddný María, fædd 1955, Gunnar Pétur, fæddur 1959, eiginkona Izabela Frank, fædd 1970, og Eríkur Knútur, fæddur 1961, eiginkona Inger Steinsson, fædd 1963. Barnabörnin eru 26, barnabarnabörnin eru 30 og barnabarnabarnabörnin eru tvö. Allir afkomendur þeirra eru á lífi.

Mjög ungur fór Gunnar í sveit og dvaldi þá í Íragerði við Stokkseyri. Hann stundaði nám við Landakotsskóla, þá í klausturskóla í Belgíu og útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands 1939. Friðrik, faðir Gunnars, hafði þá stofnað Ásgarð, sem framleiddi sápu og smjörlíki. Gunnar tók við sápugerðinni og byggði upp sápuverksmiðjuna Frigg, sem hann veitti forstöðu allan sinn starfsferil. Að auki kom hann að öðrum fyrirtækjum. Hann var í undirbúningsnefndinni að Álverinu í Straumsvík og síðan í stjórn þess. Hann kom að Glitni, Sigurplasti, Hampiðjunni, Skeljungi og fleiri fyrirtækjum. Hann var í fyrirsvari fyrir sýningarnefnd Íslands frá upphafi og veitti skála Norðurlandanna forstöðu í Kanada 1967 og átti þátt í stofnun bjartsýnisverðlauna Bröstes.

Þá var hann um tíma formaður Félags íslenzkra iðnrekenda, Vinnuveitendasambandsins, bankaráðs Iðnaðarbankans, Lífeyrissjóðs verksmiðjufólks, Sambands almennra lífeyrissjóða, ráðgjafanefndar EFTA og fleiri stofnana.

Ætt Gunnars er elsta kaþólska ættin á Íslandi eftir siðaskipti, en Gunnar Einarsson afi hans fór með Nonna, Jóni Sveinssyni, til náms í Frakklandi og tók þar upp kaþólskan sið. Gunnar Jósef gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir kirkjuna og fór fyrir móttökunefndinni í tilefni af komu Jóhannesar Páls páfa II 1989. Hann var Mölturiddari í allmörg ár og elstur þeirra á Norðurlöndum þegar hann féll frá.

Gunnar og Elín höfðu yndi af ferðalögum um Ísland og vandfundinn er sá blettur sem þau hafa ekki augum litið. Laxveiði var stunduð af kappi í góðum félagsskap vina sem nú eru flestir horfnir. Ferðalög erlendis voru mörg og farið víða, en Kanaríeyjar voru í miklu uppáhaldi til fjölda ára. Viðurkenningar sem Gunnar hlaut voru: Riddarakross hinnar íslenzku fálkaorðu, Hin hvíta rós Finnlands og viðurkenning páfa: Riddari af orðu Gregoríusar mikla.

Margrét Jónsdóttir (1912-2004) frá Fjalli í Kolbeinsdal

  • HAH8840
  • Person
  • 10.6.1912-23.4.2004

Jónína Margrét Jónsdóttir fæddist á Kaldrana á Skaga 10. júní 1912. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Skagafjarðar 23. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Klemensson frá Höfnum á Skaga, f. 1883, d. 1935, og Guðrún Ólöf Sigurðardóttir frá Ósbrekku, Ólafsfirði, f. 1883, d. 1972. Systkini Margrétar voru Klemensína Guðný, f. 1908, d. 1966 og Árni Svanberg, f. 1919, d. 1957.

Árið 1936, giftist Margrét, Víglundi Péturssyni, bónda og verkamanni, úr Svarfaðardal, f. 9.12. 1908, d. 1986. Sonur Margrétar og Víglundar er Pétur Símon Víglundsson tæknifulltrúi hjá Vinnueftirlitinu á Sauðárkróki, f. 28.8. 1937, kona hans er Anna Sigríður Hróðmarsdóttir mynd- og leirlistakona, f. 7.2. 1941. Þau eru búsett í Lundi í Varmahlíð. Fríða Ólafsdóttir, f. 1933, dóttir Guðnýjar systur Margrétar ólst upp hjá Margréti og Víglundi frá fimm ára aldri til þrettán ára aldurs. Leit Margrét alltaf á hana sem fósturdóttur sína. Fríða er gift Guðmundi Matthíassyni, f. 1932. Þau eru búsett á Ísafirði.

Pétur eignaðist fimm börn með fyrri konu sinni, Rögnu Efemíu Guðmundsdóttur, f. 23. 11.1938. Þau eru: 1) Guðmundur Svanberg, f. 1956, kvæntur Elísabetu Guðmundsdóttur, f. 1958, búsett í Mosfellsbæ. Þeirra börn eru; Sólveig Ragna, f. 1982, Gunnhildur Edda, f. 1984 og Guðmundur Smári, f. 1990. Auk þeirra á Guðmundur, Hugrúnu Helgu, f. 1977, með fyrri konu sinni Margréti Stefánsdóttur, f. 1955. Hugrún Helga er í sambúð með Arinbirni Þórarinssyni, f. 1974 og eiga þau soninn Elmar Atla, f. 2001. 2) Margrét Björg, f. 1957, gift Björgvini M. Guðmundssyni, f. 1954, búsett á Sauðárkróki. Þeirra börn eru: Katrín Eva, f. 1977, gift Stefáni, f. Jónssyni, f. 1972, þau eiga tvö börn; Kristófer Fannar, f. 1995 og Jónínu Margréti, f. 2002, Efemía Hrönn, f. 1982, Stefanía Fanney, f. 1985 og Viktor Sigvaldi, f. 1985. 3) Víglundur Rúnar, f. 1959, kvæntur Hafdísi E. Stefánsdóttur, f. 1959, búsett í Varmahlíð. Þeirra börn eru: Pétur Fannberg, f. 1983 og Ellen Ösp, f. 1987. 4) Sólborg Alda, f. 1962, gift Hallgrími H. Gunnarssyni, f. 1947, búsett í Mosfellsbæ. Þeirra dóttir er Brynhildur, f. 1995. 5) Ragnar Pétur, f. 1971, búsettur í Reykjavík. Börn hans og fyrrverandi konu hans Dóru Ingibjargar Valgarðsdóttur, f. 1972 eru; Margrét Petra, f. 1993, Halla Sigríður, f. 1999 og Haukur Steinn, f. 2001.

Margrét var í vist frá fimmtán ára aldri á Harrastöðum á Skagaströnd til 1931. Hún var síðan á Hólum í Hjaltadal í fimm ár, fyrst sem nemandi en síðan sem vinnukona. Þar kynntist hún eiginmanni sínum. Eftir það stundaði hún búskap og ýmis störf. Margrét og Víglundur bjuggu lengst af á Fjalli í Kolbeinsdal í Skagafirði og í Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit. Þau fluttu til Akureyrar 1958 en þegar Víglundur lést flutti hún til Sauðárkróks. Síðustu þrjú æviárin dvaldi hún á Heilbrigðisstofnun Skagafjarðar. Margrét var góðum skáldagáfum gædd og eftir hana hafa birst ljóð, sögur og frásagnir í blöðum og tímaritum undir skáldanafninu Margrét Jónsdóttir frá Fjalli.

Ingimar Jónsson (1937) Akureyri

  • HAH8511
  • Person
  • 19.12.1937 -

Ingimar er fæddur á Akureyri

  1. des. 1937. Hann er sonur Jóns
    Ingimarssonar, formanns Iðju,
    félags verksmiðjufólks á Akreyri,
    og skrifstofustjóra félagsins, og
    Gefnar Geirdaí.
    Ingimar tók gagnfræðapróf á
    Akureyri og hélt til náms i
    íþróttakennaraskóla Islands, þar
    sem hann útskrifaðist iþróttakennari 1958. Arið eftir hélt hann
    til A-Þýskalands i iþróttaháskóla
    i Leipzig, DHfK skólann. Þaðan
    lauk hann diplom iþróttakennaraprófi 1964 og byrjaði siðan i
    sérnámi til undirbúnings doktorsritgerðar. Doktorsritgerðina
    varði Ingimar i mars 1968. Eftir að Ingimar kom heim 1968
    hóf hann að kenna við Kennaraskóla Islands og siðar Kennaraháskólann. Þar kenndi hann allt
    til ársins 1977. Ingimar var formaður Iþróttakennarafélags Islands frá 1971-
    1977 og ritstýrir málgagni félagsins, sem nefnist Iþróttamál. 1976
    kom út alfræðibók um iþróttir i
    alfræðisafni Menningarsjóðs og
    sú bók er eftir Ingimar, reyndar
    tvö bindi.
    Hann skrifaði einnig bókina Átökin um ólimpíuleikana í Moskvu 1980 árið 2020 á Bókarkápu segir "Ólympíuleikarnir í Moskvu árið 1980 eru þeir umdeildustu sem haldnir hafa verið. Stjórnmálamenn og fjölmiðlar, einkum á Vesturlöndum, nýttu sér leikana til að fordæma stjórnvöld og skort á mannréttindum í Sovétríkjunum. Eftir innrás sovéska hersins í Afganistan í árslok 1979 kröfðust bandarísk stjórnvöld þess að leikarnir yrðu hunsaðir, þeir haldnir í öðru landi eða þeim aflýst. Um tíma voru leikarnir og ólympíuhreyfingin í verulegri hættu. Margar þjóðir hunsuðu leikana eða höfðu í frammi ýmis mótmæli á leikunum sjálfum. Á Íslandi var hart deilt um leikana og þátttöku Íslendinga í þeim.
    Í bókinni eru þessi átök um leikana í Moskvu rakin ítarlega."

Gunnhildur Erla Þórmundsdóttir (1930-2020) Blönduósi

  • HAH8084
  • Person
  • 3.6.1930-24.7.2020

Gunnhildur Erla Þórmundsdóttir fæddist í Reykjavík 3.6.1930. Hún andaðist á Ljósheimum á Selfossi 24. júlí 2020. Foreldrar hennar voru Þórmundur Guðmundsson, f. 27.10. 1905, d. 25.2. 1991 og Vilborg Jónsdóttir, f. 24.11. 1924, d. 28.2. 1983. Systkini hennar voru Þórunn Þórmundsdóttir, f. 30.4. 1928, d. 21.1. 1949. Gunnar Þórmundsson, f. 30.7. 1929, d. 26.1. 1930. Þórmundur Þórmundsson, f. 5.12. 1932, d. 4.11. 2009. Fyrri maki Gunnhildar var Skúli Jakobsson Bergstað, f. 7.7. 1918, d. 17.11. 1963. Börn þeirra eru 1) Jakob Þór Skúlason, f. 14.7. 1947, maki: Pála Þrúður Jakobsdóttir, f. 25.4. 1948, d. 25.8. 2008. Þau skildu. Börn þeirra eru Skúli Jakobsson, f. 5.8. 1967. Kristinn Jakobsson, f. 11.6.1969. Sambýliskona Jakobs er Jóhanna Bryndís Hallgrímsdóttir, f. 15.11.1949. Hennar börn eru Hallgrímur Ingi Þorláksson, f. 19.5. 1968, Þorvaldur Þorláksson, f. 23.9. 1972. 2) Þórmundur Skúlason, f. 27.5. 1951, maki: Sólborg Rósa Hjálmarsdóttir, f. 29.6. 1957, d. 25.7. 2016. Börn þeirra eru Gunnhildur Erla Þórmundsdóttir, f. 14.12. 1982, Birna Hjördís Þórmundsdóttir, f. 28.6. 1985. Skúli Már Þórmundsson, f. 3.6. 1991. Barn Sólborgar Rósu er Hulda Hákonardóttir, f. 5.1. 1980. 3) Vilberg Skúlason, f. 11.3. 1957, maki: Guðlaug Skúladóttir, f. 14.1. 1955. Börn þeirra eru Arnór Brynjar Vilbergsson, f. 6.1. 1975, Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, f. 3.8. 1979. Skúli Steinn Vilbergsson, f. 7.4. 1984. Seinni maki Gunnhildar var Bjarni Eyvindsson, f. 3.5. 1920, d. 9.11. 2007. Börn Bjarna eru: Eyvindur, f. 5.10. 1949, maki: Þórdís Magnúsdóttir, f. 2.7. 1950. Kjartan, f. 18.5. 1951, maki: Sigfríður Inga Wíium, f. 1.1. 1951, Rakel Móna, f. 16.12. 1954, maki: Ármann Ægir Magnússon, f. 19.5. 1952, Gréta Mjöll, f. 10.10. 1958, maki: Björn Rafnar Björnsson, f. 16.4. 1958, Ingvar, f. 5.2. 1960, maki: Hrafnhildur Loftsdóttir, f. 14.4. 1966, Svanur, f. 4.3. 1965, maki: Gunnhildur Gestsdóttir, f. 26.5. 1965.
Gunnhildur fæddist í Reykjavík en fluttist ung með foreldrum sínum á Selfoss. Hún stundaði nám í Barnaskóla Selfoss og seinna í Kvennaskólanum á Blönduósi eftir að hún flutti þangað. Gunnhildur giftist Skúla Jakobssyni mjólkurfræðingi og bjuggu þau fyrstu árin í Reykjavík en fluttu á Blönduós árið 1949. Þau byggðu sér fallegt heimili á Húnabraut 34 og framtíðin blasti við þeim þegar Skúli féll frá 1963. Gunnhildur flytur á Selfoss í framhaldinu á sínar æskustöðvar. Hún starfaði hjá KÁ og lengst í apótekinu. Seinni maður hennar var Bjarni Eyvindsson byggingameistari og bjuggu þau í Hveragerði. Vinnustaður Gunnhildar í Hveragerði var NLFÍ. Gunnhildur var mikil félagsmálamanneskja, Sontaklúbburinn og Skátastarfið sem hafði fylgt henni alla ævi voru hennar helstu áhugamál ásamt kvennabaráttu allri og sat hún í stjórn Sunnlenskra kvenna um árabil. Gunnhildur var mikil hannyrðakona og komu mörg listaverkin frá henni allt til síðasta dags.
Útförin fer fram frá Hveragerðiskirkju í dag, 12. ágúst 2020, klukkan 13. Vegna aðstæðna í samfélaginu er athöfnin einungis fyrir allra nánustu. Streymt verður frá athöfninni. www.facebook.com/hveragerdiskirkja

Ingibjörg Guðjónsdóttir (1923-1979) Hvammi, Undirfellssókn

  • HAH7894
  • Person
  • 25.5.1923 - 28.8.1979

Ingibjörg Guðjónsdóttir 25. maí 1923 - 28. ágúst 1979. Var í Hvammi, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Húsmóðir, síðast bús. í Reykjavík. Efri-Gerðum í Garði. Kvsk á Blönduósi 1942-1943.

Eggert Guðjónsson (1927-1953) frá Marðarnúpi

  • HAH7342
  • Person
  • 15. nóvember 1927 - 10. maí 1953

Eggert Guðjónsson 15. nóvember 1927 - 10. maí 1953. Vinnumaður á Marðarnúpi. Var í Hvammi, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Ókvæntur.
Drukknaði í Vatnsdalsá

Sigríður Jónsdóttir (1906-1997) Garði

  • HAH7227
  • Person

Sigríður Jónsdóttir fæddist á Siglufirði 1.6. 1906. Hún lést á heimili sínu, Garði í Mývatnssveit, 1. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Kristvinsson og Guðný Anna Jónsdóttir og hjá þeim ólst Sigríður upp, í Blöndudalshólum til 1913, í Mýrarkoti, Laxárdal, A-Hún. til 1921 en þá fer fjölskyldan að Vatnsleysu í Skagafirði. Þaðan fer Sigríður í vistir og síðast til læknishjónanna á Kópaskeri, Jóns Árnasonar frá Garði í Mývatnssveit og Valgerðar Sveinsdóttur frá Felli í Sléttuhlíð. Þar kynnist hún verðandi eiginmanni sínum, Halldóri bróður Jóns, og fer til hans að Garði, þar ganga þau í hjónaband í júní 1928. Systkini hennar eru Soffía, f. 1910; Helga Lovísa, f. 1912, ekkja eftir Arnþór Árnason frá Garði; Hólmfríður, f. 1917, ekkja eftir Berg Guðmundsson; Guðrún f. 1919, ekkja eftir Árna Jósefsson; Jens Jóhannes f. 1921, kvæntur Sólveigu Ásbjarnardóttur; Róar, f. 1923, kvæntur Konkordíu Rósmundsdóttur: Jón Jakob f. 1925, d. 1988, kvæntur Málfríði Geirsdóttur. Halldór Árnason, eiginmaður Sigríðar, f. 12.7. 1898 d. 28.7. 1979, var bóndi í Garði í Mývatnssveit. Hann var sonur Árna Jónssonar bónda í Garði, og k.h., Guðbjargar Stefánsdóttur húsfreyju frá Haganesi. Börn Sigríðar og Halldórs eru Valgerður Guðrún f. 1929, búsett í Reykjavík, gift Kristjáni Sigurðssyni lækni og eru börn þeirra Hildur, Halldór, Sigurður, Hjalti og Guðrún Þura; Anna Guðný, f. 1930, búsett í Keflavík en sonur hennar er Ásþór Guðmundsson; Árni Arngarður, f. 1934, bóndi í Garði, kvæntur Guðbjörgu Eyjólfsdóttur og eru börn þeirra Eyjólfur, Sigríður, Helga Þuríður og Halldór; Guðbjörg, f. 1940, búsett í Reykjavík en börn hennar og Einars Péturssonar eru Pétur Heimir og Guðný Ingibjörg; Hólmfríður, f. 1945, búsett á Selfossi, gift Guðmundi Laugdal Jónssyni bílasmið og eru börn þeirra Aðalheiður og Árni; Arnþrúður, f. 1947, búsett í Reykjavík, gift Jóni Albert Kristinssyni bakarameistara og eru börn þeirra Steinþór, Dýrleif og Sigríður. Sigríður átti þrjátíu og eitt langömmubarn og tvö langalangömmubörn en afkomendur hennar eru því fimmtíu og sex talsins. Sigríður var elst átta systkina. Útför Sigríðar fer fram frá Skútustaðakirkju í dadg og hefst athöfnin klukkan 14.

Ingibjörg Eyfells (1895-1977) Handavinnukennari

  • HAH6004
  • Person
  • 4. des. 1895 - 24. feb. 1977

Handavinnukennari og verslunarkona. Húsfreyja á Skólavörðustíg 4 b, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.

Valgerður Ágústsdóttir (1923-2022) Geitaskarði

  • HAH5959
  • Person
  • 27.04.1923-31.01.2022

Sigurlaug Valgerður Ágústsdóttir fæddist á Hofi í Vatnsdal 27. apríl 1923. Hún lést á HSN á Blönduósi 31. janúar 2022. Foreldrar hennar voru hjónin Ingunn Hallgrímsdóttir og Ágúst Böðvar Jónsson, bændur á Hofi

Jónas Vermundsson (1905-1979) Pálmalundi

  • HAH5841
  • Person
  • 18.06.1905-25.08.1979

Jónas Vermundsson, Blönduósi, andaðist 25. ágúst á Héraðshælinu.
Hann var fæddur 18. júní 1905 í Kollugerði á Skagaströnd. Foreldrar
hans voru Vermundur Guðmundsson, bóndi þar og kona hans Arnfríður Sigurðardóttir. Hann ólst upp hjá móður sinni er var víða í
vistum í héraðinu. Voru systkini hans mörg og eru tvær hálfsystur
hans á lífi. Faðir hans Vermundur varð úti í mannskaðaveðrinu mikla
í febrúar 1925.
Jónas vandist allri algengri sveitavinnu í æsku, eins og títt var um
fátæka unglinga á þeim árum.
Þann 4. maí 1939 gekk hann að eiga Torfhildi Þorsteinsdóttur frá
Austurhlíð í Blöndudal. Hófu þau búskap að Aralæk í Þingi, en fluttu
árið 1942 til Blönduóss, þar sem heimili hans var til dauðadags. Allt
frá tvítugsaldri vann hann að vegagerð innan héraðs og var veghefilsstjóri um 36 ára skeið, meðan heilsa og kraftar entust. Síðustu ár
æfi sinnar var hann starfsmaður í áhaldahúsi Vegagerðar ríkisins á
Blönduósi.
Þau hjón eignuðust einn son: Sigurgeir Þór, en hann er bifreiðarstjóri á Blönduósi, kvæntur Guðrúnu Pálsdóttur frá Hafnarfirði.
Torfhildur var gift áður og reyndistJónas fjórum sonum hennar mjög
vel.
Jónas tók um árabil mikinn þátt í félagsstörfum verkstjóra. Hann
var um langt skeið í stjórn Verkstjórafélags Skagafjarðar- og Húnavatnssýslna, en árið 1966 var hann kjörinn heiðursfélagi félagsins, fyrir
langt og gott starf í þágu þess.
Með Jónasi Vermundssyni er horfinn á braut góður félagi, vinsæll
og glaður á góðri stund.
Útför hans fór fram frá Blönduóskirkju 1. september

Sigurður Pálsson (1925-2022) Sviðningi

  • HAH5028
  • Person
  • 20.7.1925 - 16.7.2022

Var á Björgum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var í Króksseli, Skagahr., A-Hún. 1957.
Bóndi og sjómaður á Sviðningi í Skagabyggð, síðar sundlaugarstarfsmaður og verkamaður á Blönduósi. Var á Björgum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var í Króksseli, Skagahr., A-Hún. 1957.

Ólafía Klemensdóttir (1870-1967) hjúkrunarkona

  • HAH3487
  • Person
  • 14.11.1870-21.02.1967

Ólafía Ingibjörg Klemensdóttir 14. nóv. 1870 - 21. feb. 1967. Var í Austursaltvík, Brautarholtssókn, Kjós. 1880. Vinnukona í Reykjavík 1910. Hjúkrunarkona á Spítalastíg 2 b, Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík.

Gígja Árnadóttir (1943-)

  • HAH10051
  • Person
  • 1943-

Gígja Árnadóttir f. 05.01. 1943 Foreldrar: Rósa Gunnarsdóttir f. 25.12. 1918 d. 15.07. 2016 og Árni Kristinn Finnbogason sjómaður.
Börn: Gunnar Hjartarson f. 21.01. 1966, Rósa Hjartardóttir f. 15.02. 1969, Björg Hjartardóttir f. 27.10. 1972

Rósa Þorsteinsdóttir (1958-)

  • HAH10047
  • Person
  • 1958-

Rósa Þorsteinsdóttir f. 12.ágúst 1958 Bárugötu 37 101 Reykjavík, ritstjóri.

Guðbergur Magnússon (1946-)

  • HAH10046
  • Person
  • 1946-

Guðbergur Magnússon f. 3.janúar 1946 bróðursonur Hermanns Þórarinssonar föður Sigurlaugar Hermannsdóttur Brekkubyggð 17 540 Blönduósi.

María M. Magnúsdóttir (1916-2017)

  • HAH10039
  • Person
  • 1916-2017

Var í Nýpukoti, Þorkelshólshreppi, V-Hún. 1920. Var í Hafnarfirði 1930. Hjúkrunarkona og yfirhjúkrunarfræðingur á National Hospital for Neurology and Neurosurgery í London um áratugaskeið. Síðast bús. á Blönduósi.

Jón Arason (1949) Skuld

  • HAH10033
  • Person
  • 20. apríl 1949

Jón Arason er fæddur 20. apríl 1949 í Skuld á Blönduósi. Foreldrar hans voru, Guðlaug Nikódemusdóttir og Ari Jónsson verkamaður á Blönduósi. Jón ólst þar upp og lauk þar skólagöngu. Hann hefur alltaf búið á Blönduósi og unnið þar við ýmis störf, m. a. húsamíðar. I tómstundum hefur Jón mikið grúskað á Héraðsskjalasafninu í heimildum um ættir í sýslunni og þekkir allra manna best sögu Blönduóss frá upphafi byggðar þar.

Pétur Sæmundsen (1925-1982) Bankastjóri Reykjavík

  • HAH10027
  • Person
  • 13.2.1925 - 5.2.1982

Pétur Júlíus Sæmundsen var fæddur á Blönduósi 13. febrúar 1925. Evald átti við heilsuleysi að stríða og lést á heilsuhæli í Danmörku árið 1926. Pétur var yngstur systkinanna og sá hann aldrei föður sinn. Pétur ólst upp hjá móður sinni hér á Blönduósi ásamt systrum sínum tveimur. Var hann þar liðtækur félagi sem og í öðrum félögum. Svo mikill Húnvetningur sem Pétur var, þá var ekki nema eðlilegt að hann ynni mikið í Húnvetningafélaginu.

Gerður Hallgrímsdóttir (1935-2021) frá Kringlu

  • HAH10022
  • Person
  • 4.4.1935 - 26.1.2021

Var á Kringlu í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Nefnd Jóninna skv. Æ.A-Hún. Kjörbarn skv. Thorarens.: Sigurður Pétur Hilmarsson, f. 4.9.1960.

Guðrún Guðmundsdóttir (1950) Hvammstanga og Skagaströnd

  • HAH10019
  • Person
  • 3.5.1950 -

Guðrún er fædd 3.maí 1950. Hún er uppalin á Hvammstanga en bjó lengi á Skagaströnd.

Þar starfaði hún meðal annars sem leiðbeinandi í handavinnu aldraðra, rak hannyrðaverslun og fleira slíkt. Fjölskyldan flutti síðan suður fyrir rúmum áratug og síðan þá hefur Guðrún meðal annars staðið fyrir námskeiðum í japönskum pennasaum sem haldin hafa verið víða um land. Jafnhliða því rekur hún verslunina Annoru sem nú orðið er aðeins starfrækt á netinu. Eiginmaður Guðrúnar er Árni Björn Ingvarsson og eiga þau þrjú börn og fjögur barnabörn.

Hannes Ólafsson (1890-1950) Eiríksstöðum og Kistu

  • HAH10018
  • Person
  • 1.9.1890 - 15.6.1950

Bóndi á Eiríksstöðum í Svartárdal, A.-Hún, svo á Blönduósi. Daglaunamaður á Blönduósi 1930.
Þau hjón bjuggu sín fyrstu búskaparár á Eiríksstöðum, en þar höfðu áður búið foreldrar Hannesar, Helga Sölvadóttir (1855) og Ólafur Gíslason (1847-1912). Síðar bjuggu þau Svava og Hannes um hríð í Hamrakoti á Ásum uns þau fluttu á Blönduós.

Sigurður Kr. Jónsson (1933-2017) Blönduósi

  • HAH10013
  • Person
  • 8.7.1933 - 23.8.2017

Sigurður Kr. Jónsson fæddist 8. ágúst 1933 á Sölvabakka í Engihlíðarhreppi. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi 23. ágúst 2017.
Sigurður Kr. ólst upp á Sölvabakka en flutti til Blönduóss og bjó þar alla tíð ásamt konu sinni. Hann lærði húsasmíðar og rak ásamt fjórum félögum sínum Trésmiðjuna Fróða í áratugi. Hann var framkvæmdastjóri Byggðatryggingar hf. í mörg ár og starfaði síðan fyrir Tryggingamiðstöðina á Blönduósi í áratugi. Sigurður starfaði í mörg ár með Leikfélagi Blönduóss og í björgunarsveitinni Blöndu. Hann hafði gaman af söng og var í kvartett undir stjórn Jónasar Tryggvasonar. Sigurður hafði gaman af laxveiði og stundaði laxveiðar af miklum móð, aðallega í Blöndu og einnig í öðrum ám.

Halla Jökulsdóttir (1952-2016) frá Núpi

  • HAH10012
  • Person
  • 30.9.1952 - 16.9.2016

Sigurlaug Halla Jökulsdóttir fæddist á Skagaströnd í Austur-Húnavatnssýslu 30. september 1952. Hún lést á gjörgæsludeild sjúkrahússins á Akureyri 16. september 2016.

Halla flutti á fimmta ári að Núpi í Laxárdal með foreldrum sínum ásamt tveimur yngri bræðrum, þar sem þau tóku við búi fósturforeldra föðurs hennar. Halla sótti nám í farskóla sveitarinnar, var einn vetur í Blönduskóla og síðan tvo vetur í grunnskólanum á Skagaströnd. Veturinn 1967 vann Halla við mötuneyti Reykjaskóla í Hrútafirði og árið eftir fór hún í Húsmæðraskólann á Laugalandi. Flutti hún þá til Akureyrar og vann við ýmis störf meðal annars við Fjórðungssjúkrahúsið. Eftir að börnin fæddust starfaði Halla jafnhliða barnauppeldi og heimilisstörfum á sjúkrahúsinu á Blönduósi með hléum. Vorið 1980 festu hjónin kaup á jörðinni Efri-Mýrum í Engihlíðarhreppi og ráku þar aðallega eggjabúskap allt til ársins 2008. Halla hafði gaman af félagsmálastörfum og var virkur félagi í JC hreyfingunni um nokkurra ára bil.

Árni Árnason (1867-1953) Straumi í Hróarstungu, frá Þverá Hallárdal

  • HAH10011
  • Person
  • 9.8.1867 - 22.6.1953

Árni Árnason 9. ágúst 1867 - 22. júní 1953 Bóndi og búfræðingur á Straumi í Hróarstungu. Bóndi í Blöndugerði, Kirkjubæjarsókn, N-Múl. 1930. Hjú Möllershúsi 1890.
Árni varð alblindur. Rúmliggjandi var hann síðustu 2 —3 ár æfinnar. Hann þurfti þá mikla og nákvæma hjúkrun.

Ingibjörg Eysteinsdóttir (1927 - 2023) Beinakeldu

  • HAH10006
  • Person
  • 1927-

Ingibjörg Eysteinsdóttir frá Beinakeldu, f. 18. júlí 1927, kvæntist, Jóhanni Eiríki Jónssyni f. 19. ágúst 1921 d. 20. mars 2004, 5. júní 1954 . Synir þeirra eru Eysteinn, f. 1953, kvæntur Huldu V. Arthúrsdóttur, Jón, f. 1956, og Guðráður, f. 1958.

Oktavía Þórðardóttir (1891-1911) frá Móbergi

  • HAH10005
  • Person
  • 11.10.1891 - 27.8.1911

Þann 28. ágúst síðastl. andaðist að Undirfelli í Vatnsdal ungfrú Oktavía Þórðardóttir frá Móbergi, eftir mjög stutta legu. Banamein hennar var illkynjuð hálsbólga. Oktavía sál. var svo vinsæl og merk stúlka, að verðugt væri að hennar væri minst með nokkrum orðum. Hún var fædd 9. okt. 1891 að Geitaskarði í Langadal, og var hún því varla tvítug að aldri. Uppvaxtarár sín var hún lengst af á Móbergi í Langadal hjámóðursinni. Naut hún mikils ástríkis hjá öllum, en sérstaklega gerði móðir hennar alt til þess að vanda uppeldi þessa einkabarns sins. Oktavía sál stundaði nám 2 vetur við kvennaskólann á Blönduósi og tók burtfararpróf þaðan vorið 1909. Næsta vor dvaldi hún á námsskeiði kennaraskólans í Reykjavík. Tvo síðastl. vetur hafði hún á hendi kenslustarf við farskóla í Vindhælis- og Torfalækjarhreppum. Ávann hún sér á báðum þessum stöðum traust og álit jafnt nemenda sem annara. Hún var, með vitund nánustu ættingja og vina, trúlofuð Guðmundi Guðmundssyni frá Klömbrum, bróður Ingimundar ráðanauts. Oktavía sál. var mjög góð og göfuglynd stúlka, sérlega vel gefin, andlega og líkamlega, gáfurnar fjölhæfar og táp og líkams'atgerfi meira en alment gerist á hennar aldri. Rækti hún hvert það starf, er húu tók að sér með áhuga og samvizkusemi og var fyrirmynd annara að háttprýði og siðgæði. Hún er því ekki að eins harmdauði foreldra sinna og unnusta, sem öll unnu henni ósegjanlega heitt, heldur líka allra þeirra, sem nokkuð þektu hana, niannkosti hennar og hjartaþel.

Lárus Lárusson (1869-1951)

  • HAH09560
  • Person
  • 31.10.1868 - 8.11.1951

Sjómaður á Vörum, Gerðahr., Gull. 1910, Lausamaður í Brekkubæ, Búðasókn, Snæf. 1930. bóndi og sjómaður í Bakkabúð, Staðastaðarsókn, Snæf. 1920.

Jónas Eggert Tómasson (1928-1997) Handavinnukennari og bóndi

  • HAH09558
  • Person
  • 9. jan. 1928 - 12. maí 1997

Jónas Eggert Tómasson fæddist í Sólheimatungu í Stafholtstungum 9. 1928. Hann andaðist á heimili sínu í Sólheimatungu 12. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Sigurlín Sigurðardóttir, húsfreyja, fædd á Hólmlátri á Skógarströnd 26. janúar 1892, dáin 13. nóvember 1974, og Tómas Jónasson, bóndi í Sólheimatungu, fæddur 2. desember 1881 í Örnólfsdal í Þverárhlíð, dáinn 5. nóvember 1954.
Systkini Jónasar eru:

  1. Guðrún María, f. 31. ágúst 1929, maki Jóhannes Guðmundsson, þau eiga fjögur börn.
  2. Sigurður, f. 5. febrúar 1931, maki Rita Elisabeth Larsen, þau eiga tvær dætur.
    3) Guðríður, f. 7. maí 1933, maki Björn Stefánsson, þau eiga þrjá syni.
    Jónas var ókvæntur og barnlaus.

Eftir fullnaðarpróf stundaði Jónas nám við Reykholtsskóla í einn vetur, síðan tvo vetur við Flensborgarskóla í Hafnarfirði og lauk þaðan gagnfræðaprófi vorið 1948. Vorið 1951 lauk Jónas prófi sem smíðakennari frá kennaradeild Handíða- og myndlistaskólans. Þar á eftir stundaði hann nám við handavinnudeild Kennaraskóla íslands, prófi þaðan lauk hann vorið 1953 og öðlaðist þar með full kennsluréttindi i handavinnu í barnaskólum og skólum gagnfræðastigsins. Að námi loknu stundaði hann kennslu í heimasveit sinni í nokkur misseri, en sneri sér síðan að búskap með Sigurði bróður sínum á föðurleifð þeirra eftir andlát Tómasar síðla árs 1954. Sinnti hann bústörfum í Sólheimatungu til dauðadags. Jónas gegndi margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum svo sem hreppsnefndarmaður en það höfðu áður verið faðir hans og afi, Jónas Eggert Jónsson. Jónas var formaður stjórnar Veiðifélags Gljúfurár frá stofnun til dánardægurs.

Guðmundur Björnsson (1902-1989) kennari frá Núpsdalstungu

  • HAH09555
  • Person
  • 24. mars 1902 - 17. nóv. 1989

Guðmundur Bjömsson fæddist í Núpsdalstungu í Miðfirði 24. mars 1902. Þar ólst Guðmundur upp við fremur góð efni í fjölmennum systkinahópi og urðu þau öll hið mesta atgervisfólk. Foreldrar hans voru Björn Jónsson bóndi þar og kona hans Ásgerður Bjarnadóttir. Ættfeður Guðmundar höfðu um aidir búið í Núpsdalstungu.

Guðmundur stundaði nám í Al þýðuskólanum á Hvammstanga 1918-1919 og lauk gagnfræðaprófi frá Flensborgarskóla vorið 1921. Að því loknu hóf hann kennslustörf í sinni heimabyggð og fer þar um sveitir enn orð af frammistöðu þessa glæsilega kennara og félagsmálafrömuðar.
í Kennaraskólann hélt Guðmundur haustið 1933 og lauk þar prófi
árið 1934. Hann hóf kennslu á Akranesi sama ár. Því starfi gegndi hann samfellt um 38 ára skeið. Þar á ofan sinnti hann kennslustörfum við Iðnskóla Akraness í tuttugu ár.

Jóhannes Jónsson (1923-1995) Kennari frá Geitabergi

  • HAH09554
  • Person
  • 2. jan. 1923 - 19. maí 1995

Jóhannes Jónsson frá Geitabergi var fæddur í Klettstíu í Norðurárdal I Mýrasýslu þann 2.1. 1923. Foreldrar Jóhannesar voru Jón Jóhannesson bóndi í Klettstíu, f. 7.12. 1984, d. 26.10.
1973, og Sæunn E. Klemensdóttir f. 5.2. 1890, d. 7.4. 1985.

Jóhannes átti þrjá bræður, sem allir eru á lífi, en þeir eru:

  1. Karl, fyrverandi bóndi í Klettstíu og síðar starfsmaður vegagerðarinnar í Borgamesi, f. 19.2. 1918. Kona hans er Lára Benediktsdóttir;
  2. Klemenz, leikari, búsettur í Reykjavík, f. 29.2. 1920, kæntur Guðrúnu Guðmundsdóttur;
  3. Elis, f. 3.4. 1931, umdæmissljóri Vegagerðar ríkisins á Suðvesturlandi, búsettur í Borgarnesi. Kona Elisar er Brynhildur Benediktsdóttir.

Jóhannes stundaði nám í gamla Ingimarsskólanum í Reykjavik á árunum 1940-1943. Þá var hann einn vetur í Menntaskólanum í
Reykjavík og lauk búfræðinámi frá Bændaskólanum á Hvanneyri vorið 1945. Eftir það starfaði hann við kennslu næstu árin og var kennari í Norðurárdal
í Borgarfirði á árunum 1945-1947 og síðar í Strandahreppi á Hvalfjarðarströnd 1948-1957. Það ár kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Ernu Jónsdóttur frá Geitabergi í Svínadal og
hófu þau hjónin búskap á Geitabergi það sama ár og hafa búið þar miklu rausnarbúi allt til þessa, en hin síðari ár í sambýli við son sinn Pálma. Foreldrar Ernu voru Steinunn Bjarnadóttir og Jón Pétursson, sem lengi bjuggu á Geitabergi í Svínadal. Eftir að Jóhannes hóf bússkap á Geitabergi
gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélag sitt. Sat m.a. í hreppsnefnd í fjölda ára og í skólanefnd Leirárskóla á áranum 1966-1974. Jóhannes og Erna eignuðust fjögur böm.
Elst þeirra er Sigríður, f. 23.5. 1958 og á hún einn son, Kára Eyþórsson að nafni.
Næst barna þeirra er Pálmi, f. 2.10. 1959. Kona hans er Asgerður G. Ásgeirsdóttir og eiga þau tvo syni: Jóhannes Om og Jón Hauk. Fyrir hjónaband eignaðist Pálmi Erlu Björk og Ásgerður Katrínu Ingu.
Þriðja barn Jóhannesar og Ernu er Jón, f. 6.9. 1960, skrifstofustjóri hjá Búseta í Reykjavík kvæntur Kristínu Sif Jónínudóttur og eiga þau einn son, Bjart Örn.
Yngstur er Einar Stefán, f. 23.3. 1962, trésmíðameistari, kvæntur Fjólu Ágústu Ágústsdóttur. Bam þeirra er Steinunn Marín.

Ólafur Jóhannsson (1919-1958) kennari og skólastjóri

  • HAH09553
  • Person
  • 5. feb. 1919 - 21. sept. 1958

Ólafur Jóhannsson var fæddur að Austurey í Laugardal hinn 5. febr. 1919. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Þórarinsdóttir (1886-1935) frá Drumboddsstöðum í Biskupstungum og Jóhann Kr. Ólafsson (1883-1976) frá Helli í Ölfusi. Fluttust þau fáum árum síðar frá Austurey að Kjóastöðum í Biskupstungum og bjuggu þar í nokkur ár. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur árið 1930. Stundaði Ólafur þar nám sitt. Fyrst í barnaskóla, en seinna í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar og lauk þaðan prófi 1937. Kennaraprófi lauk hann svo 1940. Á sumardaginn fyrsta 1932 varð Ólafur fyrir þeirri raun að fá lömunarveiki, og bar hann þess ætíð menjar síðan. Sem barn var hann afar fjörugur og sást vart úti við öðruvísi en hlaupandi. Að loknu námi í Kennaraskólanum lá leiðin til starfsins. Kenndi Ólafur fyrst tvo vetur í Húnaþingi, en því næst í Eyjafirði nokkur ár. Síðustu árin var hann skólastjóri við barnaskólann í Reykholtsdalsskólahverfi. Mun á ýmsu hafa oltið með starfsskilyrðin á þessum stöðum eins og gengur. En einmitt á þessu hausti var ætlunin að hefja vetrarstarfið við bættar aðstæður. Ólafur hugðist flytja í nýtt húsnæði ásamt unnustu sinni, Ástríði Ingibjörgu Jónsdóttur, (1919-2007) frá Kaðalstöðum í Stafholtstungum og ungum syni þeirra er fæddist í sumar. En þá kom reiðarslagið.

Systkin Ólafs:

Gróa Jóhannsdóttir, f. i Austurey 1912. Býr i Galtarholti i Borgarhreppi i Mýrasýslu og var maður hennar, Guðmundur Stefánsson Jónsson, f. 1902. Börn þeirra eru: Sigríður, Jón Ómar, Jóhann Birgir og Svanhildur, en maður hennar er Grétar Óskarsson frá Brú.

Rannveig Jóhannsdóttir, f. i Austurey 1913. Maður hennar var Ólafur Sigurður Guðjónsson, f. 1897, og bjuggu þau á Litla-Skarði i Stafholtstungum i Mýrasýslu. Rannveig hefur oft dvalið á Spóastöðum hin síðari ár.

Þórarinn Jóhannsson, f. á Kjóastöðum 1929.

Jóhann Frímann Sigvaldason (1905-1992) kennari og bóndi á Brekkulæk í Miðfirði

  • HAH09552
  • Person
  • 1. ágúst 1905 - 30. júní 1992

Jóhann Frímann Sigvaldason (1905-1992), bóndi á Brekkulæk í Miðfirði er sextugur í dag, 1. ágúst. Hann er eitt af mörgum börnum hjónanna Sigvalda Björnssonar og Hólmfríðar Þorvaldsdóttur, er lengi bjuggu á Brekkulæk. Sigvaldi var sonur Björns Sigvaldasonar bónda á Útibleiksstöðum og víðar og Ingibjargar Aradóttur konu hans, en Hólmfríður var dóttir hjónanna Þorvalds prests Bjarnarsonar á Melstað og Sigríðar Jónasdóttur. Þegar Jóhann var rúmlega tvítugur fór hann til náms í Hvítárbakkaskólann. Að lokinni skólavist þar fór hann til Þýskalands og var þar um tíma við nám og störf, en kom heim vorið 1930. Sumarið 1929, þegar Jóhann var í Þýskalandi, fór hann í ferðalag til Balkanskaga, austur í Litlu-Asíu og til Ítalíu, ásamt nokkrum ungum Þjóðverjum. Ferðafélagar hans voru fimm stúdentar, tveir iðnfræðingar og einn bókhaldari. Nú þykir ekki tíðindum sæta þó að íslendingar bregði sér austur að Svartahafi og jafnvel enn lengra út i veröldina, en í fjarlægar heimsálfur fara menn nú í loftköstum á örskömmum tíma. Á þessum tíma voru ferðalög með allt öðrum hætti, langtum erfiðari og tímafrekari. — Jóhann skrifaði síðan bók um ferðalagið, og nefnist hún Ferðasaga Fritz Liebig. í upphafi ferðarinnar gerðist það, að þegar að þeir félagar voru saman komnir til að stíga inn í járnbrautarlest, sem átti að flytja þá fyrsta áfangann, fannst ekki vegabréfið hans Jóhanns, það hafði verið sent til Berlínar, og glatast þar. Nú var ekki gott í efni, því að lestin var rétt á förum og enginn tími til að ná í ný skilríki handa íslendingnum. Voru því horfur á að hann yrði að sitja eftir, og mundi honum hafa þótt það mjög illt. En þá kom upp að á járnbrautarstöðinni voru nokkur vegabréf í óskilum. Tóku þeir félagar það ráð, að velja eitt i af þeim handa Jóhanni. Á því vegabréfi var nafnið Fritz Liebig frá Breslau, og er hér fengin skýring á heiti ferðabókarinnar. Þarna var djarft teflt hjá þeim ungu mönnum, en Jóhann slapp fram hjá lögreglumönnum allra þeirra landa, sem þeir fóru um, undir nafninu Fritz Liebig. Var hann þó oft kynntur sem íslendingur á ferðalaginu. Í ferðabók Jóhanns segir frá för þeirra félaga um mörg lönd - frá því seint í júlí og fram í september. Þeir höfðu fjármuni af skornum skammti, og ferðuðust því svo ódýrt sem unnt var. Fóru með járnbrautum, bifreiðum, hestvögnum og fótgangandi. Oft sváfu þeir í tjaldi um nætur, og fengu ódýra gistingu í skólahúsum. Komust á hæsta tind fjallsins Tatra, sem er talið 540 metrum hærra en hæsta fjall íslands, en voru svo óheppnir að þar var svartaþoka. Margt bar þeim fyrir augu og eyru í ferðinni, en oft voru þeir þreyttir og ákaflega þyrstir á göngunni. En sá þeirra, sem þeir höfðu kosið fararstjóra, bannaði þeim að drekka vatn, því að það taldi hann stórhættulegt. í þeim löndum, er þeir fóru um, hittu þeir oft Þjóðverja, sem þar voru búsettir, og fengu mjög góðar viðtökur hjá þeim. — Ferðasaga Jóhanns gefur góða lýsingu á löndum og fólki, og er krydduð með gamansemi, svo að hún er skemmtilestur. Í niðurlagi bókarinnar segir höfundur, að þótt gaman sé að fara til annarra landa, sé meira gaman að koma heim. Og Jóhann Sigvaldason kom heim. Hann hefur búið í meira en 20 ár á jörðinni, þar sem hann var fæddur og upp alinn. Jóhann lauk prófi frá Kennaraskóla fslands árið 1936. Síðan stundaði hann barnakennslu í sveitum í báðum Húnavatnssýslum, austur í Hjaltastaðaþinghá, norður á Tjörnesi og vestur í Dýrafirði. Heyrt hef ég að í því starfi hafi hann lagt sérstaka rækt við móðurmálskennsluna, enda ágætlega að sér í þeirri grein eins og fleirum. Hann hóf búskap á Brekkulæk 1942, og hefur búið þar síðan. Kvæntist árið 1947 frændkonu sinni, Sigurlaugu Friðriksdóttur frá Stóra-Ósi. Eiga þau fjögur börn á aldrinum 6—15 ára. Og áður en Jóhann kvæntist eignaðist hann einn son. Jóhann á Brekkulæk er dugnaðarmaður að hverju sem hann gengur. Hefur þó ekki verið heilsu hraustur. En þó að alvara lífsins hafi ekki farið fram hjá garði hans, er hann gæddur þeim ágæta hæfileika að sjá broslegu hliðina á tilverunni, og því er alltaf gaman að eiga tal við hann. Ég sendi Jóhanni og fjölskyldu hans bestu heillaóskir í tilefni af sextugsafmælinu. Skúli Guðmundsson

Sigmar Halldór Árnason Hafstað (1924-2023) frá Útvík Skagafirði

  • HAH09550
  • Person
  • 21. maí 1924 - 11. júní 2023

Bóndi í Útvík í Staðarhreppi, síðar bús. í Dýjabekk og loks á Sauðárkróki. Var í Vík, Glaumbæjarsókn, Skag. 1930. Félagi í karlakórnum Heimi um árabil og gegndi ýmsum félags- og trúnaðarstörfum.

Sveinbjörn Jónsson (1894-1979) Snorrastöðum Kolbeinsstaðahreppi

  • HAH09549
  • Person
  • 4. sept. 1894 - 19. jan. 1979

Aðfaranótt 19. janúar lést merkisbóndinn Sveinbjörn á Snorrastöðum i Kolbeinsstaðahreppi. Sveinbjörn fæddist að Snorrastöðum 4. sept. 1894 og var því á 85. aldursári er hann lést. Hann var sonur hjónanna Jóns Guðmundssonar (1835-1916) og konu hans Sólveigar Magnúsdóttur (1850-1922).

Systkin hans voru:

Magnús Jónsson, 4. febr. 1878 - 9. ágúst 1955

Guðrún Elísabet Jónsdóttir, 25 ágúst 1884 - 9. júní 1916

Margrét Jónsdóttir, 4 ágúst 1888 - 21. júní 1968

Stefán Lýður Jónsson, 10 marz 1893, 9. des. 1969

Kristján Jónsson, 24 apríl 1897 - 31. ágúst 1990

Hann ólst upp á Snorrastöðum i hópi margra systkina á miklu menningarheimili. Tvítugur fór hann til náms á Hvitárbakkaskóla til Sigurðar Þórólfssonar og var þar tvo vetur 1914-1916. Að námi loknu sneri hann aftur heim og vann að búi foreldra sinna fyrst i stað. Hann tók að sér barnakennslu i Kolbeinsstaðahreppi haustið 1919 og var kennari i sex vetur samfleytt að mestu og einn vetur jafnframt i Miklaholtshreppi. Síðan varð hlé í fjóra vetur. Þá tók hann við kennslustarfi aftur og hélt því samfellt til 1959 eða í 30 vetur. Hann hóf búskap á Snorrastöðum ásamt Magnúsi bróður sinum 1922 og bjuggu þeir i sambýli til þess að Magnús lést 1955. Í fyrstu stóð Margrét systir þeirra fyrir búi með þeim bræðrum en vorið 1931 kvæntist Sveinbjörn Margréti Jóhanna Sigríður Jóhannesdóttir (1905-1995) frá Haukatungu í Kolbeinsstaðahreppi.

Börn þeirra eru, eftir aldursröð:

Haukur, (6. feb. 1932 - 8. mars 2020) kvæntur Ingibjörgu Jóndóttur. Dóttir þeirra er Branddís Margrét.

Friðjón, (11. mars 1933 - 1. sept. 1990) kvæntur Björk Halldórsdóttur. Dætur þeirra eru Sigríður, Margrét og Halldóra Björk.

Jóhannes Baldur (29. júní 1935 - 23. okt. 2002). Var kvæntur Sigrúnu Ólafsdóttur. Börn þeirra eru Margrét J.S. og Ólafur Daði.

Kristín Sólveig, (17. mars 1941 - 8. mars 1992) gift Grétari Haraldssyni. Börn þeirra eru Margrét, Jóna Björk og Sveinbjörn Snorri.

Helga Steinunn, (20. jan. 1943) gift Indriða Albertssyni. Börn þeirra eru Helga, Margrét Kristín, Sveinbjörn og Magnús.

Elísabet Jóna. (20. des. 1946) Var gift Baldri Gíslasyni. Börn þeirra eru Stefanía og Gísli Marteinn.

Fyrir hjónaband eignaðist Margrét son, Kristján Benjamínsson, (5. okt. 1923 - 23. okt. 2013) sem kvæntur er Huldu Guðmundsdóttur. Börn þeirra eru Kristín Berglind og Broddi.

Sveinbjörn tók ungur mikinn þátt í félagsmálastarfi sveitar sinnar og héraðs og kom víða við í þeim störfum. Hann hóf félagsmálastörfin eins og margir aðrir ungir menn i ungmennafélaginu Eldborg og formaður þess var hann frá 1920-1930. Þá var hann einn af þeim sem gekkst fyrir stofnun héraðssambands ungmennafélaganna á Snæfellsnesi og var kjörinn i fyrstu stjórn héraðssambandsins á stofnfundi þess 1922 og sat i þeirri stjórn til 1939. Hann var kjörinn heiðursfélagi sambandsins á fjörutíu ára afmæli þess 1962. Sveinbjörn var kosinn i hreppsnefnd 1931 og sat samfellt i hreppsnefndinni til 1942 en þá varð hlé á til 1950 að hann var kosinn aftur í hreppsnefndina og sat þá i henni átta ár sem oddviti. En oddviti var hann alls í 12 ár. Sýslunefndarmaður var hann 1946-1950. Hann var kosinn i sóknarnefnd 1929 og jafnframt safnaðarfulltrúi fyrir Kolbeinsstaðakirkju. Hann lét sér mjög annt um málefni kirkjunnar og var mjög lengi i safnaðarstjórn. Sveinbjörn var mjög oft fulltrúi sveitar sinnar á búnaðarsambandsfundum og einnig var hann oftsinnis fulltrúi á fundum Kaupfélags Borgfirðinga. Hann hafði mikinn áhuga á framförum á sviði landbúnaðar og taldi að samvinna bænda gæti leyst ýmis vandamál bændastéttarinnar. Hann sat stofnfund Ræktunarsambands Snæfellinga og studdi þann félagsskap með ráðum og dáð fyrstu bernskusporin. Sveinbjörn var kosinn í nýbýlanefnd Snæfellinga 1946 og átti lengi sæti i henni. Þá átti hann sæti i yfirskattanefnd sýslunnar frá 1951-1962. Og enn fleiri félagsstörfum sinnti hann. T.d. var hann formaður slysavarnarfélags Kolbeinsstaðahrepps. Einnig var hann námsstjóri i þrjú ár i sex hreppum á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Mýrum, þ.e. 1931-1933. Það mátti segja að um áratugi væri Sveinbjörn einn mesti félagsmálamaður á Snæfellsnesi og hann kæmi nær alls staðar við sögu i því efni. Hann var skemmtilegur fundarmaður, — gamansamur í ræðuflutningi og talaði gott mál enda fjöllesinn og sérlega næmur á þau efni. A Snorrastöðum var bókleg iðja stundu meir en títt er almennt, og ef gesti bar þar að garði var gjarnan rætt um bókmenntir og félagsmál. Var þá oft glatt á hjalla og stundin fljót að líða. Snorrastaðaheimilið hefur verið menningarsetur og margur hefur komið þangað og notið þess að fræðast og gleðjast af viðræðum við heimilisfólkið. Þjóðleg gestrisnihefur verið rækt þar eins og best verður gert. Snorrastaðir liggja suðaustanvert við Eldborgarhraun. Land jarðarinnar stórt og gott. Ræktunarland er mikið og beitiland er einnig viðáttumikið. Þar ilmar sterkt í gróandanum á vorin. Selveiði er í Kaldárósi og lítils háttar veiði í Kaldá. Skóglendi er i Eldborgarhrauni. Bæjarstæði er fagurt og hlýlegt. Um skeið var Haukur Sveinbjörnsson I félagsbúi með foreldrum sinum uns hann kvæntist og byggði nýbýlið Snorrastaði II 1968-1970. Færðist búskapurinn þá meir á hans hendur. Búskapar umsvif voru lengst af mikil og hefur fjölskyldan verið samhent við dagleg störf og farist farsællega búreksturinn. Sveinbjörn varð fyrir því að veikjast á góðum starfsaldri eða um sextugt. Dró hann þá smám saman úr búskaparumsvifum, þó hann nyti í því efni bróður síns Kristjáns, sem alla tíð hefur verið í búskapnum með honum, auk þess sem börnin voru þá flest uppkomin og aðstoðuðu eftir getu. Þennan sjúkdóm losnaði Sveinbjörn aldrei við og dró hann sig því í hlé bæði í félagsmálum og einnig smám saman í búskapnum líka. En með lítilli áreynslu leið honum miklu betur og var jafnan hress og glaður til hinstu stundar.

Oddný Guðmundsdóttir (1908-1985) kennari og rithöfundur

  • HAH09548
  • Person
  • 15. feb. 1908 - 2. jan. 1985

Var á Hóli, Sauðanessókn, N-Þing. 1930. Kennari og rithöfundur síðast bús. í Raufarhafnarhreppi.

Oddný Guðmundsdóttir rithöfundur og kennari Fædd 15. febrúar 1908. Dáin 2. janúar 1985.
Hún Oddný er dáin. Fórst í umferðarslysi á Raufarhöfn að kvöldi 2. janúar s.l. Undarleg eru örlögin og erfitt að sætta sig við, þegar vinir, sem eru í fullu fjöri eru hrifnir brott fyrirvaralaust, er okkur þykir að enn eigi svo margt ógert og langa leið framundan hérna megin árinnar. Með hryggð og söknuði kveðjum við nú Oddnýju Guðmundsdóttur og þökkum samfylgdina.
Oddný Gunnhildur Guðmundsdóttir var fædd á Hóli á Langanesi N.-Þing. Foreldrar hennar voru Guðmundur bóndi á Hóli Gunnarsson bónda að Djúpalæk Péturssonar og kona hans Kristín Gísladóttir bónda í Kverkártungu Árnasonar. Oddný átti tvo bræður Gísla og Gunnar.
Gísli var alþingismaður N.-Þingeyinga og seinna Norðurlandskjördæmis eystra langa tíð.
Gunnar er járnsmiður og býr í Reykjavík.
Heima á Hóli ólst Oddný upp og sleit sínum barnsskóm. Þar á Hóli á Langanesi hef ég séð síðsumars, grasið grænna og safaríkara en annarsstaðar og þar eru margir stórir huldusteinar.
Oddný fékk í vöggugjöf góðar gáfur, sem hún ræktaði vel alla ævi. Hún tók gagnfræðapróf frá Akureyrarskóla 1929. Dvaldi í Svíþjóð við nám og störf, var jafnframt um tíma, fréttaritari ríkisútvarpsins þar í landi. Árið 1936 stundaði Oddný nám við Norræna lýðháskólann í Genf í Sviss. Á þessum námsárum ferðaðist hún víða um Evrópu m.a til Sovétríkjanna. Það var gaman að heyra hana minnast þeirra tíma.
Ævistarf Oddnýjar Guðmundsdóttur var að kenna börnum og unglingum, aðallega farkennsla í sveitum, þ.e. kenna heima á bæjum til skiptis. Kennslan var Oddnýju meira en starfið eitt, heldur hugsjón. Hún kenndi mjög víða um landið, var gjarnan einn vetur í stað, breytti þá til og réði sig á nýjan stað á næsta hausti. Þess vegna eignaðist hún marga vini og hélt tryggð við. Á sumrin réði hún sig oft í kaupavinnu. Úti á túni, með hrífu í hönd naut Oddný lífsins. Þegar björgunarafrekið var unnið við Látrabjarg árið 1947, sem frægt er, var Oddný á vettvangi. Þá sögu rakti hún skemmtilega í útvarpi, ekki alls fyrir löngu í þættinum „Út og suður". Sagt er að „tilvera okkar sé undarlegt ferðalag", og er það oft í mörgum skilningi. Oddný hafði alla tíð mikið yndi af ferðalögum. Þar fór hún oft á tíðum sínar eigin leiðir. Hún notaði reiðhjólið, hana Skjónu og hjólaði sína götu. Á slíkum ferðum kynntist hún íslandi vel. Þegar Oddný var fimmtug skrifaði hún, „Hef hjólað nær alla akvegi landsins samfylgdarlaust." Ísland og íslensk tunga var Oddnýju Guðmundsdóttur helgidómur. Oft þótti henni menn misbjóða landi og tungu. þá greip hún gjarnan pennann, var hvöss og viðhafði enga tæpitungu. Hún hafði ríka réttlætiskennd, málsvari minnimáttar, mannréttindakona. Hún var „vinstrisinni", og virkur félagi á þeim vettvangi. Hennar draumur var: - ísland úr NATO - Herinn burt - Oddný var rithöfundur. Ritaði margar skáldsögur, gaf út Ijóðabækur, þýddi mikið, bæði bækur og framhaldssögur í blöð, flutti erindi í útvarp, skrifaði smásögur og fjölmargar greinar í blöð og tímarit. Og aðaláhugamálið alltaf það sama: - að skapa betri heim -. „Orðaleppar" og „Ljótar syrpur" þætti hennar um íslenska tungu og menningu, skrifaði hún marga og birti í Þjóðviljanum og Tímanum. Þessir pistlar og fleiri í sama dúr voru frábærir og vel eftir þeim tekið, skipuðu höfundi í heiðurssæti. Oddný Guðmundsdóttir var fjölskylduvinur okkar í Austurgörðum svo lengi ég man eða m.k. 40 ár. Alltaf var hátíð þegar hún kom, hafði frá svo mörgu að segja og var fyndin, kát og skemmtileg, og átti svo auðvelt með að blanda geði við alla, unga sem aldna. Já, hún var vinur vina sinna. Og hún var einkar lagin og næm að veita aðstoð, með nærveru sinni þar sem sorg var í húsi og erfiðleikar. Þess minnast margir. Og nú er hún Oddný dáin. Laugardaginn 5. janúar s.l. var minningarathöfn Oddnýjar í kirkjunni á Raufarhöfn. Sú athöfn var ógleymanleg og kirkjan þéttsetin. Konur stóðu heiðursvörð með logandi kerti í hendi - merki friðar. Þannig var hún kvödd með virktum og þökk á Raufarhöfn. Innilegustu samúðarkveðjur sendi ég Margréti, Gunnari, Sólveigu og öðrum ástvinum. Það er gott að minnast Oddnýjar Guðmundsdóttur, hún var kona sönn og heiðarleg. Blessuð sé hennar minning.

Þórarinn Björnsson

Snorri Þorsteinsson (1930-2014) Fræðslustjóri

  • HAH09547
  • Person
  • 31. júlí 1930 - 9. júlí 2014

Snorri Þorsteinsson fæddist á Hvassafelli í Norðurárdal hinn 31. júlí 1930. Hann lést 9. júlí 2014 á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Foreldrar Snorra voru Þorsteinn Snorrason bóndi, f. 28.8. 1892 á Laxfossi, Stafholtstungum, d. 2.8. 1978, og Sigurlaug Gísladóttir, f. 6.1. 1891 í Hvammi í Norðurárdal, d. 5.6. 1974.
Bróðir Snorra er Gísli Þorsteinsson, f. 15.12. 1935.
Snorri var kvæntur Eygló Guðmundsdóttur, f. 14.12. 1935, d. 1.11. 2012. Foreldrar hennar voru Guðmundur Sölvason verslunarmaður, f. 3.2. 1910, d. 17.6. 1995, og Undína Sigmundsdóttir, f. 6.6. 1912 í Vestmannaeyjum, d. 19.5. 1981. Snorri og Eygló voru barnlaus en Eygló átti dótturina Margréti með fyrri manni sínum Guðjóni Sigurbjörnssyni lækni.

Snorri ólst upp á Hvassafelli og bjó þar þangað til hann tók við starfi fræðslustjóra þá flutti hann í Borgarnes. Hann lauk stúdents prófi frá MR 1952. Hann stundaði nám við Háskóla Íslands í uppeldisfræði, ensku og íslensku og lauk þaðan BA prófi í íslensku og sögu svo og kennsluréttindaprófi í uppeldis- og kennslufræðum. Auk þess sótti hann ýmis námskeið hérlendis og erlendis. Frá 1949 var hann farkennari í Norðurárdal og Þverárhlíð. Þá kennari og síðan yfirkennari við Samvinnuskólann í Bifröst. Hann var lengst af fræðslustjóri Vesturlandsumdæmis og síðar forstöðumaður Skólaskrifstofu Vesturlands. Fyrstu árin sem fræðslustjóri var hann jafnframt framkvæmdastjóri heilsugæslustöðvar Borgarness. Snorri var virkur í félagsmálum og sinnti mörgum árbyrgðarstörfum sem hér verður einungis tæpt á. Hann var í stjórn Ungmennafélagsins Baulu og UMSB á árunum 1949-1958. Hann tók þátt í störfum Framsóknarflokksins á árunum 1949-1971, sat í stjórn FUF í Borgarfirði og var formaður FUF í Mýrasýslu. Hann sat í stjórn SUF og í miðstjórn Framsóknarflokksins og var formaður kjördæmissambands framsóknarmanna í Vesturlandskjördæmi. Hann sat í fyrstu stjórn Kennarasambands Vesturlands og í stjórn Félags fræðslustjóra, hann var einnig fyrsti formaður Sambands verslunarskólakennara. Var formaður Þroskahjálpar á Vesturlandi og í svæðisstjórn um málefni þroskaheftra. Sögufélag Borgarfjarðar var Snorra einkar hugleikið og var hann formaður þess á árunm frá 2000-2014, félagið gaf út Borgfirskar æviskrár ásamt Borgfirðingabók og íbúatali. Snorri var félagi í Rótarý-klúbbi Borgarness og var forseti klúbbsins 2014- 2015. Hann gegndi embætti umdæmisstjóra 1999-2000. Eftir hann liggja bækurnar „Sparisjóður í 90 ár. Saga Sparisjóðs Mýrasýslu 1913-2003“ frá 2004 og „Barna- og unglingafræðsla í Mýrasýslu, 1880-2007“ frá 2009 Snorri skrifaði greinar um bókmenntir og sagnfræði, leikþætti, kennsluefni o.fl.

Baldur Óskarsson (1940)

  • HAH09546
  • Person
  • 26.12.1940

Fæddur í Vík í Mýrdal 26. desember 1940. Foreldrar: Óskar Jónsson alþingismaður og kona hans Katrín Ingibergsdóttir húsmóðir.
Starfaði hjá ASÍ við Menningar- og fræðslusamband alþýðu (MFA)

Guðmundur Ingi Jónatansson (1950-2015) Sauðárkróki

  • HAH09543
  • Person
  • 17. maí 1950 - 4. des. 2015

Guðmundur Ingi Jónatansson fæddist 17. maí 1950 á Sauðárkróki. Hann lést 4. desember 2015. Foreldrar hans voru Jónatan Jónsson og Þorgerður Guðmundsdóttir. Seinni maður Þorgerðar var Björgvin Theodór Jónsson. Bræður Guðmundar Inga eru Helgi, Örn Berg og Jón Geir.

Guðmundur Ingi sleit barnsskónum á Sauðárkróki og í Reykjavík. Hann flutti með móður sinni, systkinum og fósturföður 11 ára gamall til Skagastrandar, þar sem hann bjó til tvítugs.

Guðmundur giftist þann 17. júní 1972 Guðrúnu Katrínu Konráðsdóttur, dóttur hjónanna Lilju Halldórsdóttur Steinsen og Konráðs Más Eggertssonar sem bjuggu á Haukagili í Vatnsdal. Guðmundur og Guðrún eiga þrjú börn: Evu Björgu, Þorgerði Kristínu og Hannes Inga.

Eva Björg giftist Erni Heiðari Sveinssyni, sem lést árið 2001. Börn þeirra eru tvö; Alexandra og Björgvin Theodór. Sambýlismaður Alexöndru er Aðalsteinn Hugi Gíslason. Sambýliskona Björgvins er Karen Júlía Fossberg.

Sambýlismaður Evu Bjargar er Sigurður Páll Gunnarsson og eiga þau Vigdísi Önnu, Vigni og Hannes Inga.

Þorgerður Kristín er gift Garðari Guðmundssyni og eru börn þeirra þrjú; Salka Björk, Guðmundur Orri og Þuríður Lilja.

Hannes Ingi er giftur Þóru Björk Eiríksdóttir og eiga þau þrjú börn, Önnu Isabellu, Sebastian Víking og Amelíu Arneyju.

Guðmundur útskrifaðist úr MA 1972. Hann lauk kennaraháskólaprófi 1976 og húsasmíðanámi 1977. Guðmundur kenndi á Húnavöllum einn vetur en flutti með fjölskyldu sinni til Dalvíkur árið 1977 þar sem hann starfaði sem kennari við Dalvíkurskóla í átta ár. Árið 1985 stofnaði hann með Sigmari Sævaldssyni prentsmiðjuna Fjölrita, sem seinna varð Víkurprent. Þar starfaði hann til síðasta dags. Árið 2008 tók Guðmundur til við kennslu á ný, nú við Grunnskóla Fjallabyggðar, þar sem hann var smíðakennari þar til í sumar er barátta við krabbamein hófst.

Guðmundur Ingi vann ötult starf í félagsstörfum, var lengst af í Kiwanisklúbbnum á Dalvík og JC hreyfingunni.

Guðmundur Ingi var einn af stofnendum Golfklúbbsins Hamars Dalvík og var þar í stjórn og sjálfboðaliðastörfum.

Guðmundur Ingi tók þátt í Bjarmanum, félagsskap um andleg málefni, og starfaði sem miðill síðustu ár.

Þórir Sigvaldason (1925-1992) Stafni

  • HAH09541
  • Person
  • 30. jan. 1925 - 11. júní 1992

Þórir Hólm Sigvaldason fæddist að Kúfustöðum í Svartárdal. Foreldrar hans hófu búskap þar 1923, en fluttu í Stafn 1934. Foreldrar Þóris voru Sigvaldi Halldórsson, dáinn 1979, og Steinunn Björnsdóttir sem enn býr í Stafni, komin á tíræðisaldur.
Þórir var næstelstur sex systkina. Elsti bróðirinn, Sigurður, bjó einnig í Stafni, en lést 1981. Guðrún Halldóra býr í Kópavogi, maður hennar er Haukur Björgvnsson. Birna María býr ásamt manni sínum, Þorkeli Sigurðssyni, á Barkarstöðum. Erna Sólveig bjó í Eyjafirði, en lést 1985. Eftirlifandi maður hennar er Hreinn Gunnarsson. Yngstur er Jón Björgvin, búsettur á Sauðárkróki, kona hans er Guðríður María Stefánsdóttir.
Tvö eru þau til viðbótar sem tilheyra heimafólki og eru alin upp með fjölskyldunni í Stafni frá fæðingu og standa nú fyrir heimili og búi. Það eru Elsa Heiðdal, frænka þeirra og Sigursteinn Bjarnason, sonur Birnu Maríu.
Þórir Sigvaldason var heimakær maður. Hann ól allan sinn aldur í Svartárdal og þótti vænt um dalinn sinn og heiðina. Hann var áhugasamur bóndi, sinnti skepnum vel og hændi þær að sér. Ahugi hans náði þó langt út fyrir héraðið. Hann hafði yndi af að kynnast og fylgjast með mannlífi og landsvæðum, hlustaði mikið á útvarp og las mikið, ekki síst rit Ferðafélagsins. Af þeim lestri var hann vel kunnugur landi sínu.
Á yngri árum tók Þórir virkan þátt í starfi ungmennafélagsins og starf búnaðarfélagsins stóð honum ávallt nærri.
Börn voru iðulega mörg í Stafni og öllum þótti þeim vænt um Þóri. Þau hændust að honum, kunnu vel að meta kímni hans og glettni og fundii öryggi og frið í návist hans. Sérstakt tilhlökkunarefni var að komast með honum upp á heiði og helst sem allra fyrst á vorin. Þar þekkti Þórir hvern stein og hverja þúfu og fylgdist með gróðri og dýralífi. Þar fremra þarf líka oft að smala og þar var enginn betri gangnamaður en hann. Leitarmönnum þótti eftirsóknarvert að fá að fara með honum. Friður og ró dalsins og heiðarinnar endurspeglaðist í lífi Þóris. Ósjálfrátt veitti hann af þessuni fjársjóði til annarra.
Síðustu mánuðirnir einkenndust afsjúkleika og sjúkrahúsdvöl. Þórir Sigvaldason var jarðsunginn í Bergsstaðakirkju 19. júní.
Sr. Stína Gísladóttir

Ásgrímur Ágústsson (1944) Ljósmyndari Akureyri

  • HAH09538
  • Person
  • 09.09.1944

Ásgrímur Ágústsson fæddist á Akureyri 1944. Foreldrar hans voru Ágúst Ásgrímsson (1911-1991), iðnverkamaður og Elísabet Geirmundsdóttir (1915-1959), listakona. Ásgrímur útskrifaðist sem ljósmyndari frá Iðnskólanum á Akureyri 1971. Starfaði sem lærlingur á ljósmyndastofunni Filman í Reykjavík. Síðari hluta árs 1972 keypti Ásgrímur ljósmyndastofu af Óla Páli Kristjánssyni sem fékk nýja nafnið Ljósop. Nokkrum mánuðum seinna, árið 1973 flutti Ásgrímur ljósmyndastofuna til Akureyrar, nefndi hana Norðurmynd
og rak hana allt til ársins 2007.
Ásgrímur er kvæntur Önnu Mary Björnsdóttur (1942-). Þau eiga 3 börn.

Sigríður Pétursdóttir (1905-1959) Hvammstanga

  • HAH09537
  • Person
  • 23. ágúst 1905 - 19. júlí 1959

Var í Reykjavík 1910. Var á Freyjugötu 3, Reykjavík 1930. Húsfreyja á Hvammstanga, Kópavogi, Breiðumýri í Reykjadal o.v.
giftist Brynjúlfi Dagssyni lækni og bjó með honum meðal annars á Hvammstanga, þau skildu.

Helga Pálsdóttir Vídalín (1895-1918) Laxnesi í Kjós

  • HAH09534
  • Person
  • 10.7.1895 - 24.11.1918

Helga Vídalín Pálsdóttir 10. júlí 1895 - 24. nóv. 1918 úr spænskuveikinni. Var í Laxnesi, Lágafellssókn, Kjós. 1901. Var í Reykjavík 1910. Fyrsta stúlkan, sem brautskráð var frá Iðnskólanum í Reykjavík var Helga Vídalín, er nam bókbandsiðn og lauk burtfararprófi vorið 1915. Fósturbarn Bólstaðarhlíð 1910

Jón Konráðsson (1893-1986) kennari Selfossi

  • HAH09532
  • Person
  • 29.7.1893 - 19.3.1986

Jón Konráðsson 29.7.1893 - 19.3.1986. Kennari og lausamaður á Kaldárhöfða, Mosfellssókn, Árn. 1930. Bóndi á Hofstöðum, Helgafellssókn, Snæf. 1920. Síðast bús. á Selfossi. Var þar með smábarna kennslu. Ókvæntur barnlaus

Magnús Konráðsson (1898-1986) verkfræðingur Reykjavík

  • HAH09531
  • Person
  • 1.4.1898 - 23.1.1986

Magnús Konráðsson 1.4.1898 - 23.1.1986. Verkfræðingur á Sjafnargötu 8, Reykjavík 1930. Verkfræðingur við Vita- og hafnarmálaskrifstofunaí Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík. Blönduósi 1911 hjá Magnúsi Kaupmanni frá Flögu.

Results 1 to 100 of 7003