Showing 955 results

Authority record
Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu (1966)

Alda Kristjánsdóttir (1939-2014) Reykjavík

 • HAH08355
 • Person
 • 30.3.1939 - 26.3.2014

Alda Hraunberg Kristjánsdóttir 30.3.1939 - 26.3.2014. lést á Sjúkrahúsi Suðurlands miðvikudaginn 26. mars 2014. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.

Anna Guðmundsdóttir (1926-2010) Laugabóli

 • HAH01019
 • Person
 • 12. júní 1926 - 1. apríl 2010

Vann ýmis störf eins og á sjúkrahúsi, í rækjuvinnslu og við þrif. Var á Þorfinnsstöðum, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Var að Laugabóli, Ytri-Torfustaðahr., V-Hún. 1957.
Maður hennar 25.12.1947; Ingólfur Albert Guðnason 27. febrúar 1926 - 14. mars 2007 Var í Fremri-Vatnadal, Staðarsókn, V-Ís. 1930. Var að Laugabóli, Ytri-Torfustaðahr., V-Hún. 1957. Hreppstjóri, sparisjóðsstjóri og Alþingismaður á Hvammstanga.

Anna Skarphéðinsdóttir (1929-2017) Króki Víðidal

 • HAH08060
 • Person
 • 17.5.1929 - 18.7.2017

Anna Skarphéðinsdóttir fæddist í Króki í Víðidal 17. maí 1929, var þar 1957.
Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 18. júlí 2017. Útför Önnu fór fram frá Fossvogskirkju 1. ágúst 2017, og hófst athöfnin klukkan 13.

Anna Valgerður Björnsdóttir (1887-1967) Sporði

 • HAH07527
 • Person
 • 7.6.1887 - 7.7.1967

Kristín Anna Valgerður Björnsdóttir 7.6.1887 - 7.7.1967. Ásbjarnarstöðum 1890, Vinnukona á Bárugötu 16, Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Sporði 1901 og 1910. Prjónakona Grundarstíg 15 Rvík 1920 með lögheimili að Selási V-Hvs.

Arngrímur Konráðsson (1929-2015) Litlu-Laugum, Reykjadal

 • HAH08769
 • Person
 • 21.8.1929 - 19.9.2015

Arngrímur Konráðsson, trésmiður á Laugum, fæddist 21. ágúst 1929 í Laugaskóla í Suður- Þingeyjarsýslu.
Stofnaði og starfrækti trésmíðaverkstæðið Norðurpól. Rak einnig bókaverslun ásamt eiginkonu sinni. Var í Alþýðuskólanum á Litlu-Laugum, Einarsstaðasókn, S-Þing. 1930.
Hann lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík 19. september 2015. Útför Arngríms fór fram frá Einarsstaðakirkju 26. september 2015, og hófst athöfnin kl. 14.

Ásdís Kjartansdóttir (1909-2004) Bugðustöðum

 • HAH07749
 • Person
 • 31.12.1909 - 26.3.2004

Ásdís Kjartansdóttir fæddist að Hólslandi í Eyjahreppi 31. desember 1909. Ásdís ólst upp í Dölum, mest með föður sínum á ýmsum bæjum þar sem hann var í vinnumennsku, eftir að kona hans lést.
Vinnukona á Dunkárbakka, Snóksdalssókn, Dal. 1930. Húsfreyja á Bugðustöðum í Suðurdalahreppi.
Hún lést 26. mars 2004. Útför Ásdísar fór fram frá Snóksdalskirkju 3.4.2004 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Ásgerður Guðmundsdóttir (1914-1991) Akureyri

 • HAH07430
 • Person
 • 11.5.1914 - 23.12.1991

Ásgerður Guðmundsdóttir [Ása] 11.5.1914 - 23.12.1991. Húsfreyja á Akureyri. Var á Stóru-Giljá, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Einkabarn foreldra sinna. Á Stóru-Giljá ólst Ása upp við fjölbreytt mannlíf. Auk margra heimilismanna var þar mjög gestkvæmt og heimilið rómað fyrir gestrisni og rausnarskap. Ása var í Húsmæðraskólanum á Blönduósi 1933 og 1934. Um 1940 fluttist Ása til Akureyrar og vann fyrst sem ráðskona og síðan lærði hún klæðskerasaum. Á þeim tíma kynntist hún Hallgrími Vilhjálmssyni frá Torfunesi í Köldukinn, síðar tryggingafulltrúa á Akureyri.

Ásgrímur Ágústsson (1944) Ljósmyndari Akureyri

 • HAH09538
 • Person
 • 09.09.1944

Ásgrímur Ágústsson fæddist á Akureyri 1944. Foreldrar hans voru Ágúst Ásgrímsson (1911-1991), iðnverkamaður og Elísabet Geirmundsdóttir (1915-1959), listakona. Ásgrímur útskrifaðist sem ljósmyndari frá Iðnskólanum á Akureyri 1971. Starfaði sem lærlingur á ljósmyndastofunni Filman í Reykjavík. Síðari hluta árs 1972 keypti Ásgrímur ljósmyndastofu af Óla Páli Kristjánssyni sem fékk nýja nafnið Ljósop. Nokkrum mánuðum seinna, árið 1973 flutti Ásgrímur ljósmyndastofuna til Akureyrar, nefndi hana Norðurmynd
og rak hana allt til ársins 2007.
Ásgrímur er kvæntur Önnu Mary Björnsdóttur (1942-). Þau eiga 3 börn.

Ásta Jósefsdóttir (1947-2007) Hvoli í Vesturhópi

 • HAH08499
 • Person
 • 21.4.1947 - 13.1.2007

Ásta Jósefsdóttir fæddist í Reykjavík 21. apríl 1947. Ásta ólst upp hjá móðurömmu sinni og afa, Ástu Ásgeirsdóttur, f. 19.4. 1893, d. 2.9. 1986, og Hjalta Gunnarssyni, f. 2.12. 1891, d. 18.7. 1977, í Grænuhlíð 5 í Reykjavík. Hún bjó áfram í Grænuhlíðinni eftir andlát Aðalsteins og fram til ársins 1977 en flutti þá í Efstasund.
Hún vann ýmis verslunarstörf á sínum yngri árum, starfaði hjá Sápugerðinni Frigg og einnig á Kópavogshæli. Hún bjó á Vopnafirði frá 1979 til ársins 1993. Hún flutti þá í Efstasund 92 í Reykjavík og bjó þar síðan. Hún starfaði við heimilishjálp á seinni árum, bæði á Vopnafirði og hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík en lengst af var hún húsmóðir bæði á Vopnafirði og í Reykjavík.
Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans 13. janúar 2007. Útför Ástu var gerð 23.1.2007 frá Langholtskirkju og hófst athöfnin klukkan 13.

Ásta Þórarinsdóttir (1859-1929) Grenjaðarstað

 • HAH07538
 • Person
 • 20.6.1859 - 22.8.1929

Ólöf Ásta Þórarinsdóttir 20. júní 1859 [22.6.1859] - 22. ágúst 1929 Var á Víkingavatni, Garðssókn, N-Þing. 1860. Húsfreyja á Grenjaðarstað, S-Þing. frá 1885 fram yfir 1900, síðast á Húsavík. Skörungskona.

Auður Jónsdóttir (1942-2007) Hóli í Firði, N-Ísafjarðarsýslu

 • HAH08378
 • Person
 • 2.2.1942 - 5.5.2007

Auður Jónsdóttir fæddist á Hóli í Önundarfirði 2. febrúar 1942 og ólst þar upp. Sjúkraliði í Reykjavík. Kvsk Blö 1961-1962.
Hún lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 5. maí 2007. Útför Auðar var gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hófst athöfnin klukkan 13.

Baldur Óskarsson (1940)

 • HAH09546
 • Person
 • 26.12.1940

Fæddur í Vík í Mýrdal 26. desember 1940. Foreldrar: Óskar Jónsson alþingismaður og kona hans Katrín Ingibergsdóttir húsmóðir.
Starfaði hjá ASÍ við Menningar- og fræðslusamband alþýðu (MFA)

Baldur Pétursson (1915-1987) Hjalteyri

 • HAH08758
 • Person
 • 16.7.1915 - 7.5.1987

Baldur fæddist á Akureyri 16.7.1915 - 7.5.1987. Var á Akureyri 1930. Systursonur Reimars Leonharðs Þórðarsonar. Verkstjóri á Hjalteyri við Eyjafjörð, síðast bús. í Reykjavík. F. 16. júní 1915 skv. kb.
Foreldrar hans voru þau Valrós Baldvinsdóttir og Pétur Jónasson framkvæmdastjóri á Hjalteyri. Valrós var Þingeyingur í báðar ættir, dóttir Jóhönnu Finnbogadóttur, sem síðar bjó á Akureyri, og Baldvins Bergvinssonar Bárðdals kennara. Pétur var sonur Þuríðar Pétursdóttur frá Oddsstöðum á Sléttu, sonardóttur Jakobs Péturssonar umboðsmanns á Breiðamýri, og Jónasar Jónssonar sem var ættaður úr Skagafirði, sonarsonur Eiríks Eiríkssonar á Ábæ í Austurdal. Þau Þuríður og Jónas bjuggu á Halldórsstöðum í Reykjadal.

Foreldrar Baldurs fluttust til Hjalteyrar árið 1918 og gerðist Pétur Jónasson framkvæmdastjóri hjá Kveldúlfi hf. sem hafði þá mikil umsvif á staðnum. Pétur var annálaður fyrir dugnað og sína frábæru verkstjórn. Þarna ólst Baldur upp á sjávarbakkanum, ásamt fjórum systkinum sínum í litlu húsi semkallað var Péturshús. Þetta hús stendur enn og er í eigu systkinanna.
Hann lézt á Borgarspítalanum í Reykjavík 7. maí 1987, fór bálför hans fram í kyrrþey að eigin ósk 15. maí. Hann hafði þá átt við vanheilsu að stríða í mörg ár.

Bára Lárusdóttir (1931-2016) Keflavík

 • HAH07560
 • Person
 • 28.1.1931 - 19.3.2016

Bára Lárusdóttur fæddist á Heiði á Langanesi 28. janúar 1931.
Bára ólst upp á Heiði við almenn sveitastörf, bera vatn úr bæjarlæknum til heimilisins, gæta búfjár o.s.frv. Ung að árum fór Bára til Vestmannaeyja í vist þar sem hún gætti 3 barna, eldaði og sá um heimilisstörf.
Þegar Bára er um 17 ára gömul flyst hún suður með sjó til Keflavíkur þar sem hún bjó alla tíð lengst af á Hringbraut 59. Bára vann við fiskvinnslu, sá um matargerð t.d. á Mánabar og svo í kringum 1971-72 hóf hún að vinna í eldhúsinu á Sjúkrahúsi Keflavíkur allt þar til hún hætti að vinnu.
Hún fékkst við ýmis störf í Keflavík, starfaði lengst af við matseld.
Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 19. mars 2016.
Útför Báru fór fram frá Keflavíkurkirkju 29. mars 2016, klukkan 13.

Bára Sævaldsdóttir (1915-2007) Sigluvík, Suður-Þingeyjarsýslu

 • HAH08759
 • Person
 • 7.4.1915 - 5.8.2007

Bára Sævaldsdóttir fæddist í Sigluvík á Svalbarðsströnd 7. apríl 1915.
Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 5. ágúst 2007. Útför Báru var gerð frá Svalbarðskirkju 15.8.2007 og hófst athöfnin klukkan 11.

Benedikt Benjamínsson (1849-1910) póstmaður og bóndi á Ásmundarnesi,

 • HAH07535
 • Person
 • 13.8.1849 - 29.3.1910

Benedikt Benjamínsson 13.8.1849 - 29.3.1910. Var á Langeyjarnesi, Dalverðarnessókn, Dal. 1860. Vinnumaður í Hvalgröfum, Skarðssókn, Dal. 1880. Vinnumaður á Kleppustöðum, Staðarsókn, Strand. 1890. Vinnumaður í Stórholti, Staðarhólssókn, Dal. 1901.

Bergljót Hermundsdóttir (Thorlacius) (1943-2021) Reykjavík

 • HAH08394
 • Person
 • 17.12.1943 - 11.3.2021

Bergljót Hermundsdóttir fæddist í Reykjavík þann 17. desember 1943. Bergljót ólst upp í Vesturbænum til níu ára aldurs og flutti þá á Bústaðaveginn.
Hún lést 11. mars 2021. Útför Bergljótar fór fram í Guðríðarkirkju 19. mars 2021, klukkan 15.

Birgir Sigurðsson (1937-2019) rithöfundur

 • HAH06195
 • Person
 • 28. ágúst 1937 - 9. ágúst 2019

Birgir Sigurðsson fæddist í Reykjavík 28. ágúst 1937. Hann lést 9. ágúst 2019.
Birgir var sonur Sigurðar Ingimars Helgasonar, myndlistarmanns og sjómanns, og Friðbjargar Jónsdóttur húsmóður.
Systkini hans eru Ingimar Erlendur og Sigríður Freyja.
Birgir ólst upp í Reykjavík, lauk kennaraprófi frá KÍ 1961, stundaði tónlistarnám við Tónlistarskólann í Reykjavík í fimm ár og söngnám í Amsterdam 1967. Birgir var blaðamaður á Tímanum 1961-64 og var kennari og skólastjóri í nokkrum skólum þar til hann sneri sér alfarið að ritstörfum árið 1979. Eftir Birgi liggur fjöldi ritverka; leikrit, skáldsögur, ljóð,
þýðingar og fræðirit. Þekktasta leikrit Birgis er án efa Dagur vonar, sem frumsýnt var 1987, tilnefnt til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 1989 og hefur verið sýnt víða um heim.
Fyrsta leikritið, Pétur og Rúna, vann 1. verðlaun í samkeppni Leikfélags Reykjavíkur 1972 og vakti mikla athygli. Meðal annarra leikrita hans eru Skáld-Rósa, Selurinn hefur mannsaugu, Grasmaðkur, Óskastjarnan, Dínamít og Er ekki nóg að elska. Birgir var heiðursfélagi Leikfélags Reykjavíkur en hann þýddi einnig fjölmörg leikrit, m.a. Barn í garðinum, eftir Sam Shephard, Glerbrot, eftir Arthur Miller, og Köttur á heitu blikkþaki, eftir Tennessee Williams. Þá þýddi hann tvær skáldsögur eftir Doris Lessing, Grasið syngur og Marta Quest. Birgir var varaformaður Rithöfundasambands Íslands 1982-1986, var forseti Bandalags íslenskra listamanna 1985-87 og átti m.a. sæti í stjórn Listahátíðar og úthlutunarnefnd Kvikmyndasjóðs. Birgir var á þessu ári gerður að heiðursfélaga Rithöfundasambandsins. Birgir var einnig virkur í náttúruverndarbaráttu og það
voru einkum Náttúruverndarsamtök Íslands sem nutu krafta hans.
Eftirlifandi eiginkona Birgis er Elsa Vestmann Stefánsdóttir, myndlistarmaður og fv. sviðsstjóri hjá RÚV. Birgir eignaðist þrjú börn með fv. eiginkonu sinni, Jóhönnu Steinþórsdóttur. Þau eru: Steinþór, kona hans er Ásta Vilhjálmsdóttir, Freyja, maður hennar er Halldór Magnússon, og Steinunn Björg, maður hennar er Hólmsteinn Jónasson. Stjúpbörn Birgis eru: Anna Steinunn (látin), maður hennar er Kjartan Bjargmundsson, Einar, kona hans er Ásta Margrét Guðlaugsdóttir, Elías og Eva.

Bjarni Vilmundarson (1928-2016) Mófellsstöðum Skorradal

 • HAH07562
 • Person
 • 26.8.1928 - 1.8.2016

Bjarni Vilmundarson 26.8.1928 - 1.8.2016. Var á Mófellsstöðum, Fitjasókn, Borg. 1930. Bóndi á Mófellsstöðum í Skorradalshreppi. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Bjarni var ókvæntur og barnlaus.
Bjarni Vilmundarson fæddist á Mófellsstöðum 26. ágúst 1928.

Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi 1. ágúst 2016.
Útför hans fór fram frá Reykholtskirkju, 12. ágúst 2016, klukkan 14.

Björg Árnadóttir (1916-2014) Gerðum Garði

 • HAH07815
 • Person
 • 24.10.1916 - 21.9.2014

Björg Árnadóttir fæddist að Þórshamri í Garði þann 24. október 1916. Var í Gerðum IV, Útskálasókn, Gull. 1930. Var í Gerðum í Gerðahr., Gull. 1920. Húsfreyja í Garði og síðar í Keflavík. Björg og Jónas bjuggu að Melstað í Garði í 23 ár en fluttu þá á Skólaveg 36 í Keflavík
Hún lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi í Reykjanesbæ þann 21. september 2014. Útför hennar var gerð frá Útskálakirkju 9. október 2014, kl. 13.

Björg Baldvinsdóttir (1947-2011) Seljalandi undir Eyjafjöllum

 • HAH08519
 • Person
 • 22.9.1947 - 29.9.2011

Björg Arndís Baldvinsdóttir fæddist á Seljalandi undir Vestur-Eyjafjöllum 22. september 1947. Leikskólakennari og skrifstofustarfsmaður í Reykjavík. Fósturfaðir: Andrés Haukur Ágústsson f. 16.10.1923. Björg ólst upp á Seljalandi og á Hvolsvelli. Fljótlega eftir það flutti hún til Reykjavíkur og bjó síðan þar og í Mosfellsbæ. Útför Bjargar fór fram í kyrrþey. Hún var jarðsett í heimagrafreit á Seljalandi.

Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 29. september 2011.

Björg Björnsdóttir (1913-1993) söngkennari Lóni, N-Þing.

 • HAH08531
 • Person
 • 9.8.1993 - 9.6.1993

Björg Björnsdóttir 9.8.1913 - 9.6.1993 [Bubba]. Vinnukona í Lóni, Garðssókn, N-Þing. 1930. Söngkennari og organisti í Lóni. Kennari Kvsk á Blönduósi 1966-1967
BJÖRG Björnsdóttir organisti og söngsljóri frá Lóni í Kelduhverfi lést síðastliðinn miðvikudag, á áttugasta aldursári. Hún var þá stödd á organistanámskeiði í Skálholti. Björg var vel þekkt fyrir tónlistaráhuga sinn. Var hún meðal annars organisti við Garðskirkju í Kelduhverfi í rúm 50 ár og stjórnaði kór kirkjunnar á sama tíma. Einnig stjórnaði hún kór Skinnastaðasóknar í 40 ár. Björg var fædd 9. ágúst 1913 og var því að verða áttræð þegar hún lést. Hún var ógift og barnlaus. Björg átti fjögur systkini og er Árni Björnsson tónskáld nú einn eftirlifandi.

Björg Sigurðardóttir (1865-1942) Hamri

 • HAH07528
 • Person
 • 13.12.1865 - 26.3.1942

Björg Jósefína Sigurðardóttir 13. desember 1865 - 26. mars 1942. Húsfreyja á Þingeyrum, Þingeyrasókn, A-Hún um fá ár og síðan Hamri í Svínavatnshr., A-Hún. nær 30 ár fram um 1928. Var á Marargötu 3, Reykjavík 1930.

Björn Bjarnason (1921-1997) Hvammstanga

 • HAH07491
 • Person
 • 3.6.1921 - 13.5.1997

Björn Bjarnason 3.6.1921 - 13.5.1997. Fæddur á Neðri-Svertingsstöðum í Miðfirði. Var í Núpdalstungu, Efri-Núpssókn, V-Hún. 1930. Fósturfor: Björn Jónsson og Ásgerður Bjarnadóttir. Var í Útgarði, Hvammstangahr., V-Hún. 1957. Bifreiðastjóri, síðast bús. á Hvammstanga.

Blöndubrú í Blöndudal 1950

 • HAH0780
 • Corporate body
 • 24.06.1951

Nýja Blöndubrúin vígð

Um 1000 manns hvaðanæfa af Norður- og Vesturlandi sóttu vígsluhátíðina.

Á sunnudaginn var fór fram vígsla nýrrar brúar á Blöndu, um 30 km. framan við Blönduós. Var byrjað á brúargerð þessari fyrir 2 árum og henni að mestu lokið í fyrrahaust. Við vígsluathöfnina fluttu ræður: Hermann Jónasson samgöngumálaráðherra, Geir Zoéga vegamálastjóri, Jón Pálmason þingmaður Austur-Húnvetninga og Guðbrandur Ísberg sýslumaður. Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum flutti kvæði, er hann hafði ort í tilefni þessa viðburðar. Tveir karlakórar úr héraðinu sungu, og dansað var á brúnni fram eftir kvöldi.

Veður var bjart og fagurt þennan dag, og sóttu um 1000 manns vígsuna, fyrst og fremst Húnvetningar, en auk þeirra margt manna víðs vegar að af Norður- og Vesturlandi og sunnan úr Reykjavík.

Blöndubrúin nýja er um 100 metra löng, með 4 metra breiðri akbraut. Þetta er hengi brú að samskonar gerð og brúin yfir Jökulsá hjá Grímsstöðum. Hún er mikið mannvirki og kemur til með að stytta leiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur að verulegum mun. Verkstjóri við byggingu brúarinnar var Þorvaldur Guðjónsson Akureyri.

(Íslendingur 24. tölublað 27.06.1951)

Hin nýja 100 m. langa Blöndubrú vígð í dag.

Í dag verður vígð hin nýja hengibrú yfir Blöndu, en brúin er skammt frá Löngumýri í Blöndudal. Brú þessi er í tölu stærstu brúa landssins og er af henni hin mesta samgöngubót.

Þetta mikla brúarmannvirki er 100 m. að lengd og akbrautin eftir brúnni 4 metrar á breidd. Er brúin svipuð mjög Ölfusárbrúnni.

Byggð á einu ári.

Þessi nýja Blöndubrú er um 30 km. leið fyrir ofan Blönduósbrúna. Byrjað var á brúarsmíðinni árið 1949. Var brúarsmíðinni sjálfri lokið 1950. Þá var eftir að múrhúða yfir alla steypu og aðeins þá var eftir að mála hana. Því er nú lokið og hin nýja Blöndubrú er hvít að lit og fallegt mannvirki til að sjá, með fjórum 15 metra háum turnum, er halda uppi burðarstrengjum brúarinnar.

Mikil samgöngubót.

Húnvetningar fagna mjög þeirri stórlega auknu samgöngubót sem brú þessi hefur í för með sjer og eins skapar hún meira öryggi við flutninga á vetrum.

Þegar vígsluhátíðin fer fram í dag verða þar m.a. viðstaddir landbúnaðar- og samgöngumálaráðherra, vegamálastjóri og ýmsir leiðandi menn þar nyðra.

(Morgunblaðið 140. tölublað 24.06.1951)

Nýja Blöndubrúin vígð

Nýja brúin á Blöndu hjá Löngumýri í Blöndudal verður vígð í dag með mikilli viðhöfn. Meðal ræðumanna þar munu verða Geir Zoëga, vegamálastjóri, Hermann Jónasson, samgöngumálaráðherra o.fl. Borgfirðingar, sem eru á ferð í Húnavatnssýslu í boði Vatnsdælinga og Þingbúa munu fara til vígslunnar ásamt gestgjöfum sínum og búist er við fjölmenni úr héraðinu. Að lokinni vígslu mun verða stiginn dans á brúnni, mega menn þá gæta sín, ef vel er veitt, að falla ekki fyrir borð.

(Tíminn 139. tölublað 24.06.1951)

Nýja Blöndubrúin vígð í fyrradag

NÝJA BRÚIN yfir Blöndu hjá Löngumýri var vígð á sunnudaginn að viðstöddu miklu fjölmenni. Munu 800-1000 manns hafa verið viðstödd brúarvíglsuna, þar af margir utan héraðs menn. Ræður fluttu Hermann Jónasson samgöngumálaráðherra, Geir G. Zoëga vegamálastjóri, Jón Pálmason alþingismaður og Guðbrandur Ísberg sýslumaður, en Gísli Ólafsson skáld frá Eiríksstöðum flutti kvæði. Þá sungu Karlakórinn Húnar á Blönduósi og Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps. Dansað var á brúnni um kvöldið.

(Alþýðublaðið 140. Tölublað 26.06.1951)

Ný Blöndubrú vígð.

Blöndubrúin nýja hjá Löngumýri var vígð í gær að viðstöddu miklu fjölmenni, ekki aðeins úr Húnavatnssýslum, heldur og úr ýmsum nærliggjandi byggðarlögum og sýslum.

Hófst athöfnin með því að vegamálastjóri, Geir G. Zoëga bauð gesti velkomna. Þá sungu tveir karlakórar, Húnar frá Blönduósi og Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps, en að því loknu hélt Hermann Jónasson samgöngumálaráðherra vígsluræðuna, Geir G. Zoëga vegamálastjóri lýsti brúarsmíðinni, en aðrar ræður héldu þingmaður Austur-Húnavatnssýslu, Jón Pálmason, og Guðbrandur Ísberg sýslumaður. Gísli Ólafsson skáld flutti brúardrápu. Sungið var milli ræðuhalda og eins á eftir.

Um kvöldið var dansað á brúnni, en hjlómsveit frá Sauðárkróki lék fyrir dansinum.

Nærri lætur, að 800-1000 manns hafi verið viðstatt brúarvígsluna. Veður var eins fagurt og frekast var unnt að kjósa sér.

Brúin er 112 metra löng og er að henni hin mesta samgöngubót, því áður var aðeins ein brú á Blöndu, niður við ósa hennar.

(Vísir 142. Tölublað 25.06.1951)

Blönduósbær (1988-2022)

 • HAH10102
 • Corporate body
 • 1988

Blönduós er bæjarfélag á Norðvesturlandi, við ósa Blöndu, eins og nafnið bendir til. Byggðin á Blönduósi stendur í kvos undir bröttum marbökkum, báðum megin Blöndu, og eru bakkarnir víðast um 40 m háir. Bærinn er byggður í landi jarðanna Hjaltabakka og Hnjúka, vestan ár (eða sunnan ár, eins og heimamenn segja) og Ennis austan (norðan) ár. Þjóðvegur 1 liggur í gegnum Blönduós.
Bærinn var upphaflega í tveimur sveitarfélögum, byggðin sunnan ár tilheyrði Torfalækjarhreppi en norðan ár Engihlíðarhreppi, en árið 1914 var Torfalækjarhreppi skipt og byggðin sunnan ár varð að sérstökum hreppi, Blönduóshreppi. Þann 1. febrúar 1936 var byggðin norðan ár svo sameinuð afganginum af kauptúninu. Kaupstaðarréttindi fékk hann 4. júlí 1988 og kallaðist þá Blönduósbær og hélst það nafn áfram við sameiningu við Engihlíðarhrepp 9. júní 2002. Nafnið breyttist í Húnabyggð við sameiningu við Húnavatnshrepp 2022.

Blönduóskirkjugarður (1900)

 • HAH-10117
 • Corporate body
 • 1900

Kirkjugarðinum var valinn staður ofan brekkunnar sem gamla kirkjan stendur undir. Fyrst í stað var hann einungis girtur af með vírneti á tréstólpum en þá þegar var gert ráð fyrir steingirðingu. Garðurinn var um 24 metrar á hvorn veg og tilbúinn til notkunar haustið 1900, fyrst var jarðað í honum 22. nóvember það ár. Garðurinn hefur verið stækkaður nokkrum sinnum í tímans rás og er nú girðing úr steinsteypu umhverfis hann með skrautflúri mótuðu í vegginn. Við sáluhliðið er steyptur rammi eða gluggi þar sem í hangir lítil klukka. Er sú klukka fengin frá Þjóðminjasafni Íslands árið 1939 í stað fornrar klukku, sem fyrr hékk í sáluhliði garðsins en kom þá til safnsins. Vafalítið er hún fengin notuð frá kirkju, en ekki verður séð hvaðan.

Bragi Jóhannesson (1935-2017) frá Litlabæ í Skötufirði

 • HAH07561
 • Person
 • 31.7.1935 - 21.10.2017

Bragi Jóhannesson fæddist 31. júlí 1935 í Reykjavík. - 21.10.2017. Verkfræðingur í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.
Árið 1994 keyptu Bragi og Erla ásamt fleirum jörðina Arnarholt í Stafholtstungum, meðal annars til að stunda þar skógrækt. Þar reistu þau sér sumarhús sem varð annað heimili þeirra og dvöldu þau þar löngum stundum.
Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 21. október 2017. Útför Braga fór fram frá Áskirkju 6. nóvember 2017, klukkan 20.

Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 21. október 2017.

Brynhildur Jónasdóttir (1911-2007) Sauðárkróki

 • HAH07764
 • Person
 • 23.7.1911 - 18.4.2007

Brynhildur Jónasdóttir fæddist á Stekkjarflötum á Kjálka í Skagafirði 23. júlí 1911. Brynhildur vann ýmis störf um ævina, m.a. í þvottahúsi Sjúkrahúss Sauðárkróks og á saumastofu.
Lengst af bjuggu þau hjónin á Hólavegi 3. Brynhildur dvaldi á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki síðustu 12 árin þar sem hún lést 18. apríl 2007.
Útför Brynhildar var gerð 24. apríl í kyrrþey að ósk hinnar látnu.

Búnaðarbanki, útibú Blönduósi (1963-2003)

 • HAH10115
 • Corporate body
 • 1963-2003

Útibú Búnaðarbankans á Blönduósi var stofnað árið 1963 og á vordögum 2003 varð sú breyting á rekstri Búnaðarbankans að hann sameinaðist Kaupþingi og heitir nú Kaupþing Búnaðarbanki hf. eða KB banki. Bankinn er þar með kominn í tölu 10 stærstu banka á Norðurlöndum og eru starfsstöðvar í níu löndum utan íslands.

Búnaðarfélag Engihlíðarhrepps (1884)

 • HAH10138
 • Corporate body
 • 1884

Félagið var stofnað árið 1884 og voru stofnfélagar:
Árni Á. Þorkelsson, Frímann Björnsson, Jósafat Jónatansson, þeir mynduðu undirbúningsstjórn, Eggert Eggertsson, Halldór Konráðsson, Einar Þorkelsson, Árni Hannesson og Jón Stefánsson. Stofnfundurinn var haldinn í þinghúsi hreppsins, sem þá var í Engihlíð. Þeim Árna, Frímanni og Jósafat var falið að semja lög fyrir félagið, og var frumvarp þeirra samþykkt með litlum breytingum á næsta fundi félagsins, sem haldinn var 26. apríl sama ár. Á þeim fundi var jafnframt kosin formleg stjórn:
Forseti, Árni Á. Þorkelsson, skrifari, Jósafat Jónatansson, féhirðir, Frímann Björnsson, allir með 7 atkvæðum.
Formenn félagsins frá upphafi voru:
Árni Á. Þorkelsson 1884-1902. 1903-1906.
Stefán Eiríksson á Refsstöðum 1902-1903.
Jónatan Líndal 1906-1933.
Hilmar Frímannsson 1933-1960.
Sigurður Þorbjarnarson 1960-1962.
Jakob Sigurjónsson í Glaumbæ 1962-1969.
Valgarður Hilmarsson 1969-1973.
Árni Jónsson 1973-1983.
Ágúst Sigurðsson 1983-
Komið var á fót félagsræktun á Neðri-Lækjardalsmelum árið 1979. Starfsvettvangur félagsins hefur verið viðfeðmur og margbreytilegur. Ljóst er að Búnaðarfélag Engihlíðarhrepps hefur markað greinileg og varanleg spor í búnaðarsögu sveitarinnar.

Byggingarfulltrúi Skagafjarðar og Austur Húnavatnssýslu (1959)

 • HAH10137
 • Corporate body
 • 1959

Starf byggingarfulltrúa fyrir Norðurland vestra hefst árið 1959 ráðinn er Ingvar Gígjar Jónsson og starfar hann til ársins 1986.
Aðstoðarmaður er ráðinn til embættisins á árunum 1973-1975, ekki alveg vitað hvaða ár og er það
Guðmundur Karlsson, húsasmíðameistari og bóndi á Mýrum í Hrútafirði.

Chicago Illinois USA

 • HAH00964
 • Corporate body
 • 12.8.1833 -

Um miðja 18. öld var svæðið fyrst og fremst byggt af Potawatomi ættbálknum. Fyrsti landneminn í Chicago var Haítíbúinn Jean Baptiste Pointe du Sable en hann settist að um 1770 og giftist Potawatomi konu. Hann stofnaði þar fyrstu vöruskiptastöðina á svæðinu. Árið 1803 byggði Bandaríkjaher virkið Fort Dearborn, sem var lagt í rúst árið 1812 í Fort Dearborn fjöldamorðunum. Ottawa ættbálkurinn, Ojibwa ættbálkurinn og Potawatomi ættbálkurinn gáfu landið eftir til Bandaríkjanna með St. Louis samningnum árið 1816. Þann 12. ágúst 1833 var bærinn Chicago skipulagður með 350 íbúum og sjö árum síðar voru íbúar orðnir 4000 talsins.

Chicago fékk borgarréttindi þann 4. mars 1837.

Chicago var ein af mest ört vaxandi borgum heims á fyrstu öld sinni. Íbúafjöldin komst upp í eina milljón fyrir 1890.
Frá árinu 1848 hefur borgin verið mikilvægur tengihlekkur milli austur- og vesturhluta Bandaríkjanna, þá fyrst með opnun Galena & Chicago Union Railroad, fyrstu járnbraut Chicagoborgar, sem og Illinois og Michigan skipaskurðsins sem leyfði gufuskipum og seglskipum að fara af mikluvötnum að Mississippi í gegnum Chicago. Sístækkandi efnahagur laðaði að borginni marga nýja íbúa frá sveitahéröðum og írsk-amerískir, pólsk-amerískir, sænsk-amerískir og þýsk-amerískir innflytjendur fluttust til borgarinnar í hrönnum. Árið 1880 bjuggu um 299 þúsund manns í borginni en um aldamótin 1900 voru þeir orðnir 1,7 milljónir.

State Street árið 1907
Eftir mikinn eldsvoða árið 1871 sem eyðilagði þriðjung borgarinnar, þar með talið viðskiptahverfið eins og það lagði sig, upphófst mikil uppsveifla tengd endurbyggingunni. Það var á þessum endurreisnarárum sem fyrsti skýjakljúfurinn var byggður með stálgrind (1885). Árið 1893 var haldin í borginni Word's Columbian Exposition hátíðina í mýrinni þar sem nú er Jackson Park. Hátíðin dró að sér 27,5 milljón gesti. Einu ári fyrr hafði Chicago Háskóli verið stofnaður á þessum stað.

Borgin var upphafsstaður verkalýðsdeilna á þessum árum, sem fól meðal annars í sér Haymarket óeirðirnar 4. maí 1886. Áhyggjur af félagslegum vandamálum meðal fátækari stétta borgarinnar leiddu til stofnunnar Hull House árið 1889.

Árið 1855 byrjaði Chicago að byggja fyrsta heildstæða skolpkerfi Bandaríkjanna, en til þess þurfti að hækka margar götur miðborgarinnar um allt að þremur metrum. Með þessu fór skolp og iðnaðarúrgangur beint út í Chicago á og þaðan í Michiganvatn og mengaði þar með vatnsbólið sem borgarbúar fengu drykkjarvatn sitt úr. Borgaryfirvöld brugðust við með því að leggja göng um þrjá kílómetra út í vatnið en rigningar á vorin báru skolpið út að inntaksrörunum. Loks var brugðið á það ráð að leysa vandann með því að snúa straumstefnu Illinois-ár við.

Á þriðja áratug 20. aldar varð borgin víðfræg fyrir skipulagða glæpastarfsemi. Glæpónar á borð við Al Capone börðust hver við annan á meðan að bjórbannið átti sér stað. En á sama tíma var mikil uppbygging í iðnaði ásamt því sem að þúsundir blökkumanna fluttust til Chicago og annarra norðlægra borga á þessum tíma.

Þann 2. desember 1942 var fyrsta stýrða kjarnahvarfið framkvæmt í háskólanum í Chicago, sem var einn af upphafspunktum Manhattan verkefnisins.

Á sjötta áratugnum fluttust margir efri- og millistéttaríbúar úr miðborginni í úthverfin og skildu eftir sig fjölmörg fátæk hverfi. Árið 1968 hýsti borgin Landsþing Bandaríska Demókrataflokksins og byrjaði byggingu á Sears turni (sem árið 1974 varð hæsta bygging heims) og O'Hare flugvellinum.

Árið 1983 varð Harold Washington fyrsti blökkumaðurinn til þess að gegna embætti borgarstjóra eftir einn krappasta kosningaslaginn í sögu borgarinnar. Frambjóðandi Repúblikanaflokksins, Bernard Epton, auglýsti framboð sitt með slagorðinu „áður en það er um seinan“, sem talið var skýrskotun til kynþáttafordóma.

Á síðasta hluta 20. aldar varð mikil breyting á borginni og mörg hverfi sem áður höfðu verið mestmegnis yfirgefin hafa tekið sér líf að nýju.

Árið 2019 var Lori Lightfoot fyrsta svarta konan til að vera kosin borgarstjóri og fyrsta samkynhneigða manneskjan til að gegna stöðu borgarstjóra í stórri bandarískri borg.

Daníel Jónsson (1821-1886) Þóroddsstöðum í Hrútafirði

 • HAH03011
 • Person
 • 21.12.1821 - 23.10.1886

Daníel Jónsson 21. desember 1821 - 23. október 1886 Var á Þóroddstöðum, Staðarsókn, Hún. 1835. Fyrirvinna á Þóroddsstöðum, Staðarsókn, Hún. 1845. Hreppstjóri og dannebrogsmaður á Þóroddsstöðum.

Ebba Guðmundsdóttir (1916-2001) Ásgerðarstöðum, Hörgárdal

 • HAH08763
 • Person
 • 14.8.1916 - 19.7.2001

Ósk Ebba Guðmundsdóttir fæddist að Ásgerðarstöðum í Hörgárdal 14. ágúst árið 1916 . Var á Ásgerðarstöðum, Bægisársókn, Eyj. 1930. Síðast bús. í Skriðuhr.

Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt 19. júlí 2001. Útför Ebbu fór fram frá Akureyrarkirkju 27.7.2001 og hófst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett var að Myrká í Hörgárdal.

Edda Önfjörð Magnúsdóttir (1944-2018) Kvsk 1960-1961

 • HAH03042
 • Person
 • 15.7.1944 - 8.8.2018

Edda Önfjörð Magnúsdóttir 15.7.1944 - 8.8.2018. Húsfreyja á Hellu á Rangárvöllum, fékkst síðar við ýmis störf á Hellu og í Reykjavík. Síðast bús. á Hellu.
Fæddist á Akureyri 15. júlí 1944.
Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 8. ágúst 2018. Útför Eddu fór fram frá Grafarvogskirkju 22. ágúst 2018, klukkan 13.

Eftirlits- og fóðurbirgðafélag Engihlíðarhrepps (1931)

 • HAH10136
 • Corporate body
 • 1931

Félagið heitir Eftirlits- og fóðurbirgðafélag Engihlíðarhrepps og nær yfir allan Engihlíðarhrepp í Austur Húnavatnssýslu. Félagið er stofnað samkvæmt heimild í lögum um búfjárrækt, nr. 32, 8. september 1931, IV. kafla og starfa samkvæmt þeim.
Tilgangur félagsins er:
Að koma í veg fyrir fóðurskort á félagssvæðinu.
Að rannsaka hvernig fóðrun búpenings sé hagkvæmust og færa hana í það horf.
Að koma á samvinnu um kaup eða framleiðslu kjarnfóðurs, eftir því sem félaginu þykir henta.
Félaginu stýrir þriggja manna stjórn, tveir kosnir af aðalfundi félagsins en einn af hreppsnefnd.

Eggert Guðjónsson (1927-1953) frá Marðarnúpi

 • HAH7342
 • Person
 • 15. nóvember 1927 - 10. maí 1953

Eggert Guðjónsson 15. nóvember 1927 - 10. maí 1953. Vinnumaður á Marðarnúpi. Var í Hvammi, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Ókvæntur.
Drukknaði í Vatnsdalsá

Eggert Helgason (1830-1910) Helguhvammi í Miðfirði

 • HAH03070
 • Person
 • 9.1.1830 - 17.6.1910

Eggert Helgason 9. janúar 1830 - 17. júní 1910 Kennari á Vatnsnesi og bóndi í Helguhvammi í Miðfirði yfir 20 ár. Léttadrengur í Miðhópi, Þingeyrarsókn, Hún. 1845.

Eggert Ólafur Briem (1867-1936) hæstréttardómari

 • HAH07415
 • Person
 • 25.7.1867 - 7.7.1936

Eggert Ólafur Briem 25.7.1867 - 7.7.1936. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Hæstaréttardómari á Tjarnargötu 28, Reykjavík 1930. Sýslumaður á Sauðárkróki og síðar hæstaréttardómari í Reykjavík.

Egill Bjarnason (1915-1993) Dalvík

 • HAH08764
 • Person
 • 20.2.1915 - 7.3.1993

Egill Sofanías Bjarnason 20.2.1915 - 7.3.1993. Var á Lækjarbakka, Vallasókn, Eyj. 1930. Fornbókasali og ljóðaþýðandi í Reykjavík. Auglýsingastjóri í Reykjavík um 1960. Síðast bús. í Kópavogi.

Elín Margrét Kaaber (1922-2017) Reyjavík

 • HAH08825
 • Person
 • 20.1.1922-16.11.2017

Elín Margrethe Kaaber fæddist í Reykjavík 20. janúar 1922. Hún lézt á Landakotsspítala 16. nóvember 2017.

Hún var dóttir hjónanna Astridar Kaaber, f. Thomsen, og Ludvigs Emil Kaaber. Alsystkini Elínar voru Gunnar, Axel, Sveinn, Eva, Nanna og tvíburabróðir hennar Knud, öll eru þau látin. Hálfsystkini hennar samfeðra eru Sigrún, Edda, Edwin og Eggert, sem lézt ungur.

Að loknu námi við Kvennaskólann nam hún hússtjórn við Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði. Þann 23. október 1943 gekk hún að eiga Gunnar J. Friðriksson, f. 10. maí 1921, d. 3. ágúst 2011. Hann var sonur Oddnýjar Jósefsdóttur og Friðriks Gunnarssonar. Þau Gunnar eignuðust sjö börn; Friðrik Gunnar, f. 1944, maki María Helgadóttir, Einar Ludvig, f. 1946, maki Kristín Sigurðsson, Ragnar Jóhannes f. 1947, maki María Ingibergsdóttir, Hauk Jón, f. 1949, maki Melroy Desylva, Oddnýju Maríu, f. 1955, maki Stefán Haraldsson, Gunnar Pétur, f. 1959, maki Izabela Frank, og Eirík Knút, f. 1961, maki Inger Steinsson. Afkomendur eru nú 77.

Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau að Hólatorgi 6 en 1949 fluttu þau að Snekkjuvogi 13 og bjuggu þar næstu 50 árin, Síðustu ár Gunnars bjuggu þau að Skúlagötu 10 en eftir lát hans í ágúst 2011 flutti Elín að Brúnavegi 9.

Þau hjón ferðuðust víða um landið með börnin og voru laxveiðar stór þáttur í lífi þeirra. Elín sinnti formennsku Inner Wheel Rotaryklúbbs Reykjavíkur og var stofnfélagi kvennadeildar Flugbjörgunarsveitar Reykjavíkur.

Elínborg Þorláksdóttir (1891-1945) Eskifirði frá Ytra-Tungukoti

 • HAH08819
 • Person
 • 21.1.1891 - 11.1.1945

Elínborg Kristín Þorláksdóttir 21. sept. 1891 - 11. jan. 1945. Húsfreyja. Húsfreyja á Eskifirði. Fædd á Kárastöðum í Svínavatnssókn. 1901 á Ytra-Tungukoti í Bólstaðarhlíðarsókn. 1920 í húsi Árna Halldórssonar á Eskifirði.

Elísabet Eggertsdóttir (1870-1949) Kothvammi

 • HAH03242
 • Person
 • 9.12.1870 - 16.4.1949

Elísabet Eggertsdóttir 9. desember 1870 - 16. apríl 1949 Húsfreyja í Kothvammi. Var í Kothvammi, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930.

Engey í Kollafirði

 • HAH00928
 • Corporate body
 • 874 -

Engey er næststærsta eyjan í Kollafirði á eftir Viðey. Þar er nú viti sem var reistur árið 1902 en áður fyrr var búið í eynni og var þar oft margbýli. Elstu heimildir um byggð í Engey eru í Njálu. Í eynni var kirkja frá 1379 til 1765. Eyjan varð hluti af Reykjavík árið 1978.

Á 19. öld voru skipasmiðir úr Engey þekktir og svokallað Engeyjarlag á bátum varð algengasta bátalagið um allan Faxaflóa. Fremstur þessara skipasmiða var Kristinn Magnússon, sem smíðaði 220 skip og báta á árunum 1853-1875. Hann þróaði einnig seglabúnað sem varð almennur á Faxaflóasvæðinu og stundaði þilskipaútgerð í félagi við Geir Zoëga og fleiri. Búið var í eynni til 1950. Öll hús í eynni voru brennd árið 1966, enda þá grautfúin og að falli komin.

Við eyjuna er kennd Engeyjarættin, afkomendur Snorra Sigurðssonar ríka, sem bjó mjög lengi í eynni og lést þar hátt á níræðisaldri árið 1841. Til hennar heyrir til dæmis Bjarni Benediktsson, sem var forsætisráðherra frá 1963 til 1970, Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og Ragnhildur Helgadóttir fyrrverandi ráðherra.

Nokkrar hernaðarminjar eru í Engey en á árum heimsstyrjaldarinnar síðari voru þar reist virki til að verja innsiglinguna í Reykjavíkurhöfn. Þar er meðal annars neðanjarðarstjórnstöð. Minjarnar þar eru betur varðveittar en víða annars staðar vegna þess að eyjan fór í eyði fljótlega eftir að stríðinu lauk.

Í sveig út frá suðurodda eyjarinnar liggur langt sker, Engeyjarboði, sem sjór rétt flýtur yfir á fjöru. Ljósbauja gegnt Reykjavíkurhöfn merkir enda boðans.

Síðasta fjölskyldan sem bjó í Engey var fjölskylda Valdemars Guðmundssonar og Öllu konu hans. Alla var gælunafn. Börnin þeirra eru Guðmundur Valdimarsson, Björn sonur Öllu, Haraldur sonur hjóna Ragna og Sigurður alsystkyn Halla.þau fluttu í land 1958 og varð Valdemar yfirfangavörður á Skólavörðustíg 9 fram yfir 1976. Þess má til gamans geta að Valdi lék í mynd Óskars Gíslasonar Bakkabræður ásamt Skarphéðni Össurarsyni föður Össurar.

Enghlíðingabrautarfélag (1927)

 • HAH10104
 • Corporate body
 • 1927

Félagið sennilega stofnað 1927 en í fundagerðarbók félagsins frá 1927 er ekki stofnfundur þannig að kannski er til eldri gögn. Engihlíðar- og Vindhælishreppur stofnuðu félag sem sjá átti um vegamál hreppanna, s.s. Refsborgarsveitar, Laxárdals og Langadals.

Engjabrekka í Þverárhreppi V-Hvs

 • HAH00965
 • Corporate body
 • 1917 -1936

Árið 1917 reisir
Björn Friðriksson (f. 1878) þar nýbýli er hann nefndi Engjabrekku. Er það í
grösugri engjahlíð beint á móti Þorgrímsstöðum og fékk hann til þess leyfi
Jóns Helgasonar biskups. Býlinu fylgdi allt fjalllendi afréttarinnar og virðist
sem að hann hafi þá eða stuttu síðar keypt allt landið.
Björn hætti búskap 1923. Sama ár tók býlið á leigu Annas Sveinsson,
Strandamaður að ætt, og bjó þar í nokkur ár eða þar til hann andaðist 1935.
Kona hans Helga Jakobsdóttir, og börn þeirra bjuggu þar svo í eitt ár, en fluttu
burt 1936. Síðan þá er jörðin í eyði og eru nú öll bæjarhús algerlega fallin og
horfin, en grænn nokkuð stór blettur og smá tóftarbrot þar sem býlið stóð.
Í maí 1926 keypti Þverárhreppur jörðina af Sigurbirni Björnssyni á 3.000
krónur þannig að greitt að 1.144 krónur voru í peningum en 1.856 krónur með
yfirtöku láns við Kirkjujarðasjóð sem sýnir að Björn hefur keypt jörðina af
sjóðnum.
Engjabrekka hefur síðan verið í eigu Þverárhrepps og notuð sem afréttarland
hreppsins, aðallega fyrir sauðfé. Undanfarin síðustu ár hefur lítið verið rekið
af fé þangað og sum ár ekkert.

Erla Dóris Halldórsdóttir (1956)

 • HAH8961
 • Person
 • 1956

Doktor í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2016. Hún lauk BA.-prófi í sagnfræði árið 1996 og MA.-prófi í sömu grein árið 2000. Erla Dóris er einnig hjúkrunarfræðingur, með sérmenntun í gjörgæsluhjúkrun. Rannsóknir Erlu Dórisar í sagnfræði hafa beinst að sögu heilbrigðisstétta, sjúkdóma, fæðingarhjálp, mæðradauða fyrr á öldum og sögu karla í ljósmæðrastörfum. Hún hefur haldið fyrirlestra um sögu læknis-og ljósmóðurfræði, holdsveiki, heilbrigði kvenna fyrr á öldum og barnsfarasótt. Hún hefur skrifað greinar meðal annars um sögu Ljósmæðrafélags Íslands, sögu barnsfarasóttar, um konur sem dóu í kjölfar barnsfæðinga í spænskuveikinni árið 1918 og mæðradauða í Skagafjarðarsýslu og Ísafjarðarsýslu á öldum áður.

Erlingur Magnússon (1931-2001) frá Bæ í Króksfirði

 • HAH07486
 • Person
 • 7.10.1931 - 20.10.2001

Erlingur Bjarni Magnússon fæddist á Miðjanesi í Reykhólasveit 7.10.1931 - 20.10.2001. Bifreiðarstjóri, bóndi í Melbæ í Reykhólsveit 1959-1974. Síðast bús. í Garðabæ.
Útför Erlings fór fram frá Fossvogskirkju 26.3.2001 og hófst athöfnin klukkan 15.

Félagsheimilið Húnaver (1957)

 • HAH10110
 • Corporate body
 • 1957

Félagsheimilið Húnaver er staðsett á mótum Svartárdals og Langadals þar sem þjóðvegur 1 liggur upp Vatnsskarð. Húnaver var vígt 1957.
Í Húnaveri er boðið upp á margvíslega þjónustu við ferðamenn. Einnig er við Húnaver mjög góð tjaldstæði með rafmagni og snyrtingum.
Rekstraraðili Húnvers er Hagur verk.
Símanúmer Húnavers eru 452-7110 og netfang hunaverbb@gmail.com
Fulltrúar Húnavatnshrepps í Hússtjórn Húnavers:
Aðalmenn:
Jón Gíslason, Stóra-Búrfelli
Magnús Sigurjónsson
Ragnhildur Haraldsdóttir
Varamenn:
Jóhanna Magnúsdóttir
Maríanna Þorgrímsdóttir
Óskar Eyvindur Óskarsson
Að auki eiga sæti í Hússtjórn Húnavers, fulltrúar frá Búnaðarfélagi Bólstaðarhlíðarhrepps, Ungmennafélagi Bólstaðarhlíðarhrepps og Kvenfélagi Bólstaðarhlíðarhrepps.

Finnbogi Guðmundsson (1954) Akri

 • HAH07261
 • Person
 • 23.8.1954

Finnbogi Ottó Guðmundsson 23. ágúst 1954. Var á Akri í Torfalækjahr., A-Hún. 1957, húsasmíðameistari í Reykjavík,

Finnur Kristjánsson (1916-1994) Halldórsstöðum, Kinn

 • HAH08765
 • Person
 • 20.6.1916 - 16.6.1994

Finnur Frímann Kristjánsson var fæddur á Halldórsstöðum í Kinn í Suður-Þingeyjarsýslu 20. júní 1916. Var á Halldórsstöðum, Ljósavatnssókn, S-Þing. 1930. Kaupfélagsstjóri á Svalbarðseyri á Svalbarðsströnd og Húsavík, síðar forstöðumaður Safnahúss Þingeyinga á Húsavík. Síðast bús. á Húsavík.
Hann lést á Húsavík 16. júní 1994 tæplega 78 ára að aldri. Útför hans fór fram frá Húsavíkurkirkju 23.6.1994.

Fjóla Helgadóttir (1930-2015) Reykjavík

 • HAH08062
 • Person
 • 4.9.1930 - 1.1.2015

Fjóla Helgadóttir fæddist í Vestmannaeyjum 4. september 1930. Var á Klapparstíg 42, Reykjavík 1930. Var í Reykjavík 1945. Húsfreyja í Reykjavík. Þau Björn stofnuðu heimili á Hverfisgötu 100b. Síðar bjuggu þau í Stóragerði 8 og í Akraseli 6, þar sem tvíburasysturnar og makar þeirra byggðu sér tvíbýlishús árið 1974. Fjóla bjó áð Sléttuvegi 23 frá 2007 til dauðadags.
Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 1. júlí 2015. Útför Fjólu var gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 20. júlí 2015, og hófst athöfnin kl. 13.

Friðrik Björnsson (1928-2007) Gili í Svartárdal

 • HAH01226
 • Person
 • 8.6.1928 - 3.1.2007

Friðrik Björnsson fæddist á Valabjörgum í Seyluhreppi 8. júní 1928. Á Valabjörgum bjó fjölskyldan í 13 ár eða til ársins 1941, þá hún flytur að Brún í Svartárdal en 1945 flytja þau að Gili í Svartárdal. Árið 1954 kaupir Friðrik jörðina og bjó þar til æviloka.
Hann andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 3. janúar 2007.
Útför Friðriks var gerð frá Blönduóskirkju 13.1.2007 og hófst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett var í heimagrafreit á Gunnsteinsstöðum.

Geirastaðir í Þingi

 • HAH00932
 • Corporate body
 • (900)

Bæjarins er fyrst getið í Landnámu, kenndur þar við Geira þann er fyrst bjó á Geirastöðum við Mývatn en hraktist þaðan vegna vígaferla. Sat hann hér um vetur en settist að lokum að í Geiradal í Króksfirði í Varðastrandarsýslu og gaf öllum aðsetursstöðunum nafn sitt.

Georg Agnarsson (1911-1988) Guðrúnarstöðum

 • HAH07222
 • Person
 • 25.8.1911 - 30.3.1988

Georg Agnarsson 25. ágúst 1911 - 30. mars 1988. Bóndi og kennari á Guðrúnarstöðum í Vatnsdal. Síðar bifreiðarstjóri og verkamaður á Þorlákshöfn. Var í Miðgili, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957.

Gígja Sæbjörg Kristinsdóttir (1929-2019) Skagaströnd

 • HAH08064
 • Person
 • 11.10.1929* - 26.8.2019

Gígja Sæbjörg Kristinsdóttir fæddist í Hrísey 11. október 1929. Gígja ólst upp í Hrísey til 16 ára aldurs. Þau hjón, Gígja og Jón, fluttu til Skagastrandar árið 1951 og voru þar búsett í þrjú ár. Þá fluttu þau aftur til Ólafsfjarðar þar sem þau hafa átt heima síðan. Húsfreyja og fiskverkakona á Ólafsfirði. Var í Gamlahúsi, Hríseyjarsókn, Eyj. 1930.
Hún lést á Hornbrekku í Ólafsfirði 26. ágúst 2019. Útför Gígju fór fram frá Ólafsfjarðarkirkju 6. september 2019, og hófst athöfnin klukkan 14

Gísli Guðmundsson (1915-1991) Litlu-Laugum, Reykjadal

 • HAH08766
 • Person
 • 22.3.1915 - 30.11.1991

Gísli Tómas fæddist í Reykjavík 22. mars 1915. Foreldrar hans voru Áslaug Friðjónsdóttir frá Sandi í Aðaldal og Guðmundur Pétursson nuddlæknir.
Gísli var ekki fæddur í hjónabandi og átti móðir hans við veikindi að stríða um það bil er hann fæddist. Sigurjón, bróðir Áslaugar, bóndi og skáld á Litlu-Laugum og kona hans, Kristín Jónsdóttir, tóku drenginn í fóstur strax á fyrsta ári og ólst hann upp hjá þeim til fullorðinsaldurs. Þau Litlu Laugahjón áttu reyndar tíu börn fyrir, en létu sig ekki muna um að bæta þessum litla dreng í hópinn. Fósturforeldrar Gísla ólu hann upp sem væri hann þeirra eigin sonur og gerðu í engu verr til hans en sinna eigin barna. Það var heldur að Kristínu fyndist stundum hún þyrfti að gera hlut fóstursonarins ívið betri en sinna barna. Gísli varð líka snemma elskur að fósturmóður sinni. Svo var hún honum kær, að hann hafði heitið því með sjálfum sér, að ætti það fyrir honum að liggja að eignast dóttur, skyldi hún engu nafni heita öðru en Kristín.

Gizur Bergsteinsson (1902-1997) Hæstaréttardómari

 • HAH09505
 • Person
 • 18.04.1902-26.03.1997

Gizur Bergsteinsson:
MINNING
Gizur Bergsteinsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, andaðist hinn 26. mars
1997, tæplega 95 ára að aldri. Með honum er genginn einn þeirra manna, sem
markað hafa hvað dýpst spor í sögu Hæstaréttar íslands og einnig í mótun
réttarþróunarinnar í landinu á þessari öld.
Gizur Bergsteinsson fæddist hinn 18. apríl 1902 að Árgilsstöðum í Hvolhreppi, Rangárvallasýslu, en þar bjuggu foreldrar hans, Bergsteinn Ólafsson,
bóndi og oddviti, og Þórunn ísleifsdóttir, húsfreyja. Hann varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1923 og embættisprófi í lögfræði lauk hann frá
Háskóla íslands í júní 1927. Á árunum 1927 og 1928 stundaði hann framhaldsnám í lögfræði við háskólana í Berlín og Kaupmannahöfn.
Á árinu 1928 hófst starfsferill Gizurar sem lögfræðings. Starfaði hann fyrst
sem endurskoðandi hjá sýslumönnum og bæjarfógetum. Hann var skipaður
fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu í ágúst 1929 og var síðar settur
skrifstofustjóri þar á árunum 1930, 1931 og 1934. Á þessum árum gegndi hann
og nokkrum sinnum setudómarastörfum.
Hinn 24. september 1935 var Gizur skipaður dómari við Hæstarétt íslands
frá 1. október sama ár að telja. Var hann þá aðeins 33 ára að aldri og hefur
enginn yngri en hann verið skipaður dómari við réttinn. Dómaraembættinu
gegndi hann til 1. mars 1972, eða í 36 ár og 5 mánuði, lengur en nokkur annar.
Forseti réttarins var hann samtals í 9 ár á þessu tímabili.
Á starfstíma Gizurar urðu miklar breytingar í hinu íslenska þjóðfélagi frá því
bændasamfélagi, sem hann ólst upp í, til nútímaþjóðfélags með gjörbreyttum
háttum á öllum sviðum. Óhjákvæmilega varð og mikil og ör þróun í íslenskum
rétti á þessum tíma. Þar hafði Gizur mikil áhrif sökum víðtækrar lagaþekkingar
sinnar og atorku. Naut hann mikils álits og trausts í störfum sínum, enda hafði
hann til að bera greind og hæfileika, sem gerðu hann frábærlega hæfan til að
leysa úr hinum flóknustu viðfangsefnum. Hann var víðlesinn á flestum sviðum
lögfræðinnar og gerði sér sérstakt far um að fylgjast með nýjum straumum í
þeim efnum. í Hæstarétti reyndi sífellt á ný og erfið úrlausnarefni, sem tekin
voru föstum og vönduðum tökum. Þar voru á þessum tíma dæmd mál á mörgum
sviðum réttarins, sem voru stefnumarkandi og reyndust traust fordæmi til
framtíðar. Naut hér við staðgóðrar lagaþekkingar, glöggskyggni og mannvits
Gizurar og samdómenda hans. A alllöngu tímabili fyrir og eftir miðja öldina
störfuðu saman í Hæstarétti auk Gizurar dómararnir Þórður Eyjólfsson, Jón
Asbjörnsson, Jónatan Hallvarðsson og Arni Tryggvason. Allir eru þessir hæfu
dómarar nú horfnir af sviðinu, en ég vil leyfa mér að fullyrða að þeir hafi haft
mikil og heillavænleg áhrif á réttarþróunina og stuðlað þar að festu og
stöðugleika.
Ekki einasta nýttist þekking Gizurar Bergsteinssonar og hæfileikar í störfum
hans sem dómari í Hæstarétti, heldur kom hann víða við. Einkum vann hann
mjög að undirbúningi lagasetningar, meðal annars á nýjum sviðum. Þannig átti
hann mjög hlut að mótun löggjafar á sviði samgangna, en óvíða hafa orðið eins
gagngerar breytingar og þar. Hann vann meðal annars að frumvarpi að bifreiðalögum og ekki síður er merkt framlag hans til laga um loftferðir, en hann mun
hafa samið frumvarp að fyrstu lögum um þau efni og skýringar með því. Þá átti
hann hlut að samningu löggjafar um réttarfarsmálefni, bæði um meðferð opinberra mála og einkamála, svo og að löggjöf um Hæstarétt íslands. Til viðbótar
má hér nefna hegningarlög, lög um barnavemd og lög um lax- og silungsveiði.
Um langt árabil var Gizur og formaður í yfirmatsnefnd samkvæmt lögum um
lax- og silungsveiði. Þá ritaði hann einnig greinar um lögfræðileg málefni í
ýmis rit.
Rétt er og að geta þess að Gizur var mikill unnandi íslenskrar tungu og jafnan
var það sameiginlegt kappsmál hans og samdómenda hans að dómar Hæstaréttar
væru ritaðir á góðu íslensku máli eins og dómar réttarins á ofangreindu tímabili
bera glöggt vitni um. Ber að vona að ætíð takist að fylgja því góða fordæmi.
Gizur var gæfumaður í einkalífi. Eiginkona hans, Dagmar Lúðvíksdóttir,
reyndist honum mikil stoð og stytta, en þau gengu að eigast á árinu 1931. Eignuðust þau 4 börn, Lúðvík, hæstaréttarlögmann, Bergstein, verkfræðing og
brunamálastjóra rikisins, Sigurð, sýslumann á Akranesi og Sigríði, meinatækni.
Er þeim öllum, sem og öðrum aðstandendum, vottuð innileg samúð við fráfall
Gizurar.
Hæstiréttur íslands minnist Gizurar Bergsteinssonar með mikilli þökk og
virðingu. Með mikilvirkum störfum sínum átti hann stóran þátt í að leggja
traustan grunn, sem síðan hefur verið byggt á. Sú ósk skal látin hér í ljós, að
Hæstarétti megi auðnast um alla framtíð að starfa af þeirri vandvirkni, hollustu
og trúnaði, sem einkenndu öll hans störf.
Haraldur Henrysson

Fæddur 1902, skipaður hæstaréttardómari frá 1. október 1935.

Lét af störfum 1. mars 1972. Lést 1997.

Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1923.

Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1927.

Framhaldsnám við háskóla í Berlín og Kaupmannahöfn 1927 og 1928.

Endurskoðandi hjá sýslumönnum og bæjarfógetum 1928 – 1929.

Fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1929 – 1935.

Helstu aukastörf:

Formaður ríkisskattanefndar 1934 – 1935.

Formaður í yfirmatsnefnd samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði 1942 – 1990.

Guðlaug Jónsdóttir (1945-2017) Akureyri, frá Grenivík

 • HAH06185
 • Person
 • 25.5.1945 - 10.8.2017

Guðlaug Hólmfríður Jónsdóttir fæddist í Grýtubakkahreppi 25. maí 1945. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð fimmtudaginn 10. ágúst 2017.
Guðlaug var einkabarn. Hún ólst upp á Grenivík en fluttist ung til Akureyrar þar sem hún bjó til dauðadags.
Guðlaug lést á Öldrunarheimili Akureyrar 10. ágúst 2017.

Útför hennar fór fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 15. ágúst 217 klukkan 13.30.

Guðlaug Snorradóttir (1914-2009) Bægisá syðri

 • HAH07778
 • Person
 • 15.5.1914 - 19.11.2009

Guðlaug Snorradóttir fæddist á Syðri-Bægisá í Öxnadal 15. maí 1914. Hún bjó á Akureyri til ársins 1955 en flutti þá til Reykjavíkur og bjó þar til æviloka. Guðlaug vann við saumaskap alla starfsævi sína. Hún giftist ekki og eignaðist ekki afkomendur.
Hún lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 19. nóvember 2009. Minningarathöfn var frá Háteigskirkju 27. nóv. kl. 11. Útför Guðlaugar fór fram frá Bægisárkirkju 30. nóv. kl. 13.30.

Guðmundur Björnsson (1902-1989) kennari frá Núpsdalstungu

 • HAH09555
 • Person
 • 24. mars 1902 - 17. nóv. 1989

Guðmundur Bjömsson fæddist í Núpsdalstungu í Miðfirði 24. mars 1902. Þar ólst Guðmundur upp við fremur góð efni í fjölmennum systkinahópi og urðu þau öll hið mesta atgervisfólk. Foreldrar hans voru Björn Jónsson bóndi þar og kona hans Ásgerður Bjarnadóttir. Ættfeður Guðmundar höfðu um aidir búið í Núpsdalstungu.

Guðmundur stundaði nám í Al þýðuskólanum á Hvammstanga 1918-1919 og lauk gagnfræðaprófi frá Flensborgarskóla vorið 1921. Að því loknu hóf hann kennslustörf í sinni heimabyggð og fer þar um sveitir enn orð af frammistöðu þessa glæsilega kennara og félagsmálafrömuðar.
í Kennaraskólann hélt Guðmundur haustið 1933 og lauk þar prófi
árið 1934. Hann hóf kennslu á Akranesi sama ár. Því starfi gegndi hann samfellt um 38 ára skeið. Þar á ofan sinnti hann kennslustörfum við Iðnskóla Akraness í tuttugu ár.

Guðmundur Ingi Jónatansson (1950-2015) Sauðárkróki

 • HAH09543
 • Person
 • 17. maí 1950 - 4. des. 2015

Guðmundur Ingi Jónatansson fæddist 17. maí 1950 á Sauðárkróki. Hann lést 4. desember 2015. Foreldrar hans voru Jónatan Jónsson og Þorgerður Guðmundsdóttir. Seinni maður Þorgerðar var Björgvin Theodór Jónsson. Bræður Guðmundar Inga eru Helgi, Örn Berg og Jón Geir.

Guðmundur Ingi sleit barnsskónum á Sauðárkróki og í Reykjavík. Hann flutti með móður sinni, systkinum og fósturföður 11 ára gamall til Skagastrandar, þar sem hann bjó til tvítugs.

Guðmundur giftist þann 17. júní 1972 Guðrúnu Katrínu Konráðsdóttur, dóttur hjónanna Lilju Halldórsdóttur Steinsen og Konráðs Más Eggertssonar sem bjuggu á Haukagili í Vatnsdal. Guðmundur og Guðrún eiga þrjú börn: Evu Björgu, Þorgerði Kristínu og Hannes Inga.

Eva Björg giftist Erni Heiðari Sveinssyni, sem lést árið 2001. Börn þeirra eru tvö; Alexandra og Björgvin Theodór. Sambýlismaður Alexöndru er Aðalsteinn Hugi Gíslason. Sambýliskona Björgvins er Karen Júlía Fossberg.

Sambýlismaður Evu Bjargar er Sigurður Páll Gunnarsson og eiga þau Vigdísi Önnu, Vigni og Hannes Inga.

Þorgerður Kristín er gift Garðari Guðmundssyni og eru börn þeirra þrjú; Salka Björk, Guðmundur Orri og Þuríður Lilja.

Hannes Ingi er giftur Þóru Björk Eiríksdóttir og eiga þau þrjú börn, Önnu Isabellu, Sebastian Víking og Amelíu Arneyju.

Guðmundur útskrifaðist úr MA 1972. Hann lauk kennaraháskólaprófi 1976 og húsasmíðanámi 1977. Guðmundur kenndi á Húnavöllum einn vetur en flutti með fjölskyldu sinni til Dalvíkur árið 1977 þar sem hann starfaði sem kennari við Dalvíkurskóla í átta ár. Árið 1985 stofnaði hann með Sigmari Sævaldssyni prentsmiðjuna Fjölrita, sem seinna varð Víkurprent. Þar starfaði hann til síðasta dags. Árið 2008 tók Guðmundur til við kennslu á ný, nú við Grunnskóla Fjallabyggðar, þar sem hann var smíðakennari þar til í sumar er barátta við krabbamein hófst.

Guðmundur Ingi vann ötult starf í félagsstörfum, var lengst af í Kiwanisklúbbnum á Dalvík og JC hreyfingunni.

Guðmundur Ingi var einn af stofnendum Golfklúbbsins Hamars Dalvík og var þar í stjórn og sjálfboðaliðastörfum.

Guðmundur Ingi tók þátt í Bjarmanum, félagsskap um andleg málefni, og starfaði sem miðill síðustu ár.

Results 1 to 100 of 955