Ebba Guðmundsdóttir (1916-2001) Ásgerðarstöðum, Hörgárdal

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Ebba Guðmundsdóttir (1916-2001) Ásgerðarstöðum, Hörgárdal

Parallel form(s) of name

  • Ósk Ebba Guðmundsdóttir (1916-2001) Ásgerðarstöðum, Hörgárdal

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

14.8.1916 - 19.7.2001

History

Ósk Ebba Guðmundsdóttir fæddist að Ásgerðarstöðum í Hörgárdal 14. ágúst árið 1916 . Var á Ásgerðarstöðum, Bægisársókn, Eyj. 1930. Síðast bús. í Skriðuhr.

Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt 19. júlí 2001. Útför Ebbu fór fram frá Akureyrarkirkju 27.7.2001 og hófst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett var að Myrká í Hörgárdal.

Places

Legal status

Ebba stundaði nám við Héraðsskólann á Laugum í Reykjadal 1933-1935.

Functions, occupations and activities

Ebba og Gunnar hófu búskap á Ásgerðarstöðum árið 1942, en árið 1946 keyptu þau jörðina Búðarnes í Hörgárdal og bjuggu síðan þar allan sinn búskap. Í ágúst á 2000 fluttu þau til Akureyrar.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

eldrar hennar; Guðmundur Halldór Bjarnason 28. júní 1875 - 29. júlí 1923. Bóndi á Ásgerðarstöðum í Hörgárdal, Skriðuhr., Eyjaf. „Góður var Guðmundur í skapi og viðmóti.“ segir í Skriðuhr. og kona hans; Helga Þorsteinsdóttir 9.7.1872 - 1.8.1955. Húsfreyja á Ásgerðarstöðum í Hörgárdal, Eyjaf. „Helga var búkona mikil og fékk hvarvetna lof“ segir í Skriðuhr.

Systkini Ebbu eru öll fallin frá en þau voru, eftir aldursröð:
1) Halldór Ágúst Guðmundsson 7.8.1898 - 5.7.1978. Bóndi á Ásgerðarstöðum, Bægisársókn, Eyj. 1930. Bóndi á Ásgerðarstöðum í Hörgárdal. Síðast bús. í Skriðuhreppi.
2) Rósa Guðmundsdóttir 19.10.1899 - 12.12.1992. Hjúkrunarfræðingur í Reykjavík. Hjúkrunarnemi á Kleppsspítala eldri, Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík.
3) Friðrika Steinunn Guðmundsdóttir 29.7.1901 - 7.3.1990. Húsfreyja á Einhamri, Bægisársókn, Eyj. 1930. Húsfreyja á Einhamri í Hörgárdal. Síðast bús. á Akureyri. F. 3.8.1901 skv. kirkjubók.
4) Sigríður Jónína Guðmundsdóttir 5.12.1904 - 1.4.1995. Berklasjúklingur á Heisluhælinu í Kristnesi, Grundarsókn, Eyj. 1930. Heimili: Ásgerðarstaðir, Skriðuhr., Eyj. Umsjónarkona á Akureyri. Síðast bús. á Akureyri.
5) Búi Guðmundsson 8.5.1908 - 10.10.1977. Vinnumaður á Ásgerðarstöðum, Bægisársókn, Eyj. 1930. Bóndi á Myrkárbakka í Hörgárdal. Síðast bús. í Skriðuhreppi.
6) Gríma Guðmundsdóttir 19.4.1910 - 2.5.1986. Húsfreyja á Akureyri, síðar í Reykjavík.
7) Skúli Guðmundsson 19.3.1915 - 20.11.1985. Vinnumaður á Ásgerðarstöðum, Bægisársókn, Eyj. 1930. Bóndi á Ásgerðarstöðum og síðar á Staðarbakka í Hörgárdal.
Einn son á fyrsta ári misstu þau Guðmundur og Helga.

Hinn 9. maí 1945 giftist Ebba Gunnari H. Jósavinssyni frá Auðnum í Öxnadal, f. 15. sept. 1923, d. 10. október 2000.
Börn þeirra Ebbu og Gunnars eru:
1) Halldór Gunnarsson f. 8.2. 1943, kvæntur Björgu Dagbjartsdóttur.
2) Svanhildur Gunnarsdóttir f. 17.10. 1945, gift Magnúsi Lárussyni.
3) Bergljót Gunnarsdóttir f. 4.3. 1947.
4) Jósavin Gunnarsson f. 24.1. 1948, kvæntur Ingibjörgu Helgadóttur.
5) Guðmundur Helgi Gunnarsson f. 10.8. 1949, kvæntur Þórhildi Sigurbjörnsdóttur.
6) Sigrún Hlíf Gunnarsdóttir f. 24.1. 1953.
7) Gunnar Gunnarsson f. 5.4. 1954, sambýliskona Doris Maag.

General context

Relationships area

Related entity

Laugar í Reykjadal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00367

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1933-1935

Description of relationship

námsmey þar

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH08763

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ skráning 26.8.2021

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places