Sýnir 10349 niðurstöður

Nafnspjald

Litlidalur Svínavatnshreppi

  • HAH00530
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1300]

Jörðin fór í eyði 1963. Hún var notagóð og vel setin jörð áður fyrr. Landið er að mestu graslendi, ræktarland mikið og gott. Jörðin var bændaeign 1907, en áður var hún kirkjujötð frá Auðkúlu. Ekkjur Auðkúluklerka höfðu forgangsrétt til ábúðar þar og notuðu sér það oft. Íbúðarhús byggt 1935, illafarið og óíbúðarhæft. Fjós fyrir 20 gripi en hefur verið breytt í fjárhús fyrir 120 fjár. Fjárhús yfir 250 fjár. Hlöður 714 m3. Tún 24 ha. Veiðiréttur í Svínavatni.
Eigendur 1975;
Guðmundur Björnsson 29. apríl 1950. Var í Ytri Löngumýri, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. K : Mette Haarstad.
Sigvaldi Sigurjónsson 19. júní 1930. Var á Rútsstöðum, Svínavatnshr., A-Hún. 1957.

Glaumbær í Langadal

  • HAH00211
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Bærinn stendur hátt, á brík milli brattra brekkuhalla. Land jarðarinnar, sem ekki er mikið, er grýtt og fremur gróðurrýrt til fjallsins en grösugt hið neðra. Ræktunarmöguleikar takmarkaðir. Býlið er nú í eyði, en er nytjað af Guðsteini Kristinssyni á Skriðulandi, sem jafnframt er eigandi þess. Hefur hann byggt stór fjárhús þar.
Fjós fyrir 12 gripi. Fjárhús fyrir 780 fjár. Hlöður 2825 m3. Votheysgeymslur 32 m3.
Tún 11,3 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Eggert Ólafur Gunnarsson (1840-um1885) Espihóli

  • HAH03078
  • Einstaklingur
  • 23.7.1840 - um 1885

Eggert Ólafur Gunnarsson 23. júlí 1840 - um 1885 Var í Laufási, Laufássókn, S-Þing. 1845. Bóndi á Espihóli og á Syðra-Laugalandi í Eyjafirði. Umboðsmaður á Hjaltastöðum, Flugumýrarsókn, Skag. 1870.

Bogi Daníelsson (1881-1943) Kolugili og Akureyri

  • HAH02920
  • Einstaklingur
  • 03.8.1881 - 10.9.1943

Bogi Daníelsson 3. ágúst 1881 - 10. september 1943 Veitingamaður og húsasmíðameistari á Akureyri. Smiður á Akureyri, Eyj. 1901. Trésmiður á Akureyri 1930.

Þóra Þorsteinsdóttir (1908-2000) frá Grund

  • HAH02166
  • Einstaklingur
  • 19.9.1908 - 16.8.2000

Þóra Þorsteinsdóttir fæddist á Grund í Svínadal, Austur-Húnavatnssýslu 19. september 1908. Hún missti föður sinn 13 ára en unnusti Ingiríðar systur hennar, Þorsteinn Sölvason, hjálpaði ekkjunni við búskapinn. Árið 1924 gekk lömunarveiki yfir landið og þá lamaðist Þóra á báðum fótum og var rúmliggjandi í heilt ár. Hún fékk aftur mátt í vinstri fótinn en hægri fóturinn var alla tíð lamaður upp í mjöðm. Hún flutti 17 ára til Reykjavíkur til móðurbróður síns, Þórðar Sveinssonar, yfirlæknis á Kleppsspítala og bjó hjá þeim hjónum, Ellen og Þórði, um hríð. Hún hélt heimili með systrum sínum og systurdóttur, lengst af á Flókagötu 7 í Reykjavík. Þóra var mikil hannyrðakona og listræn í verkum sínum. Hún var víðlesin og fróð og fylgdist grannt með þjóðmálum.
Hún lést á Landspítalanum Fossvogi 16. ágúst síðastliðinn.
Útför Þóru fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði.

Guðrún Magnúsdóttir (1884-1968) Stóru-Borg

  • HAH04396
  • Einstaklingur
  • 1.12.1884 - 1.11.1968

Guðrún Magnúsdóttir 1. des. 1884 - 1. nóv. 1968. Húsfreyja Klömbrum 1910 og á Stóru-Borg, Þverárhreppi, V-Hún. 1930, ekkja þar 1920. Var í Ytri-Stóru-Borg, Þverárhr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Þverárhreppi.

Einar Árnason (1875-1947) ráðherra, Eyrarlandi Ef

  • HAH03095
  • Einstaklingur
  • 27.2.1875 - 14.11.1947

Einar Árnason 27. nóvember 1875 - 14. nóvember 1947 Bóndi í Litla-Eyrarlandi, Kaupangssókn, Eyj. 1901. Bóndi og ráðherra í Litla-Eyrarlandi, Kaupangssókn, Eyj. 1930. Bóndi og barnakennari á Litla-Eyrarlandi í Öngulsstaðahr. Alþingismaður 1916-1942 og ráðherra.

Hannes Hannesson (1870-1923) South Cypress Manitoba, frá Þernumýri

  • HAH09439
  • Einstaklingur
  • 3.2.1870 - 22.10.1923

Hannes Hannesson (Hannes H. Johnson) 3. feb. 1870 - 22. okt. 1923. Fór til Vesturheims 1874 frá Þernumýri, Þverárhreppi, Hún. Bóndi í Argyle, Lisgar, Manitoba, Kanada 1901. Bóndi í Argyle, MacDonald, Manitoba, Kanada 1916. Bóndi í South Cypress, MacDonald, Manitoba, Kanada 1921.

Vilborg Hannesdóttir (1872-1908) frá Hæli. Gardar, Pembina ND

  • HAH09437
  • Einstaklingur
  • 6.9.1872 - 11.8.1908

Vilborg Hannesdóttir (Vilborg Johnson) 6. sept. 1872 - 11. ágúst 1908. Fór til Vesturheims 1874 frá Þernumýri, Þverárhreppi, Hún. Fór hugsanlega aftur til Vesturheims 1891 frá Hæl, Torfalækjarhreppi, Hún. Var í Gardar, Pembina, N-Dakota, Bandaríkjunum 1900.

Einar Magnússon (1895-1959)

  • HAH03122
  • Einstaklingur
  • 16.8.1895 -

Einar Magnússon 16. ágúst 1895 Fór til Vesturheims 1903 frá Torfastöðum, Jökuldals-og Hlíðarhreppi, N-Múl. Hermaður í kanadíska hernum í fyrri heimsstyrjöld.

Veiðifélagið Veiðikló (1974)

  • HAH10131
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1974

Veiðifélagið var stofnað á Blönduósi 7.febrúar 1974 og var kosin bráðabirgðastjórn og hlutu kosningu þeir:
Ólafur Sigfússon og Valur Snorrason. Félagsmenn urðu 18 talsins svo vitað sé.

Forsæludalur í Vatnsdal

  • HAH00041
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Fremsti bær í Vatnsdal. Stendur í brekkurótum syðst við Múlann mót vestri. Undirlendi mjó spilda með Vatnsdalsárgili, sem þarna er á þrotum. Spöl sunnar er Dalsfoss. Jörðin á stórt og gott beitiland. Áður fyrr átti jörðin allar Dalskvíslar. Heimagrafreitur stendur niður við gilið. Hjáleigan Dalkot var við túnið að norðan en Dalssel alllangt upp með Friðmundará og var þar búið fram undir aldamótin 1900. Hér sést sól ekki í 12 vikur. Íbúðarhús byggt 1949, 496 m3. Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 370 fjár. Hlaða 800 m3. Geymsla 84 m3. Tún 27 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

María Magnúsdóttir (1909-2005) Njálsstöðum. Kvsk á Blö 1933-1934

  • HAH07786
  • Einstaklingur
  • 22.11.1909 - 10.2.2005

María Karólína Magnúsdóttir fæddist á Njálsstöðum í Vindhælishreppi 22.11.1909. Ólst upp með foreldrum á Bergsstöðum, Þverá og Sæunnarstöðum í Vindhælishr. Var á Bergsstöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Ljósmóðir í Engihlíðarumdæmi 1931-1936, í Bólstaðarhlíðarumdæmi 1933-1935, í Sauðárkróks-og Skarðshreppsumdæmi og á Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki 1936-1979. Fluttist til Hafnarfjarðar 1979 og vann þar við heimilishjálp á vetrum til 1979 en á Löngumýri í Skagafirði á sumrin. Vann einnig við mæðra- og ungbarnaeftirlit á Sauðárkróki. Síðast bús. í Hafnarfirði.
Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði 10. febrúar 2005. Útför Maríu fór fram frá Sauðárkrókskirkju 26.2.2005 og hófst athöfnin klukkan 14.

Guðmann Magnússon (1913-2000)

  • HAH03944
  • Einstaklingur
  • 9.12.1913 - 22.11.2000

Guðmann Einar Bergmann Magnússon 9. desember 1913 - 22. nóvember 2000 Bóndi á Vindhæli, Vindhælishr., A-Hún. Var á Blönduósi 1930.
Guðmann Einar Magnússon andaðist á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi, jarðsunginn frá Höskuldsstaðakirkju á Skagaströnd.

Bjarg Blönduósi

  • HAH00119
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1911-

Bjarg 1911. Vilmundarstaðir 1914. Stækkað 1939, á sömu lóð, þó aðeins ofar, stóð hús Jóns Skagfjörð, síðar nefnt Solveigarhús.

Guðrún Friðriksdóttir (1841-1920) Njálsstöðum

  • HAH04226
  • Einstaklingur
  • 9.8.1841 - 17.3.1920

Guðrún Anna Friðriksdóttir 9. ágúst 1841 - 17. mars 1920 Var á Kornsá, Undirfellssókn, Hún. 1845. Húsmóðir á Kötlustöðum, Undirfellssókn, Hún. 1880. Húsfreyja á Njálsstöðum. Nefnd Anna Guðrún í Æ.A-Hún.

Tindar í Svínavatnshreppi

  • HAH00540
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1200]

Tindar er gamalt býli og bændaeign. Bærinn stendur við brekkulögg á skjólsælum stað mót vestri. Fyrir austan rís Hálsinn og ber þar hæst Tindatindur. Landið er víðlent graslendi og nær vestur að Fremri-Laxá og Svínavatni, en þar eru fornar skógarleifar „Tindaskógur“. Ræktunarland er mikið að mestu mýrlendi. Í fornri lýsingu er sagt; „Þar er útbeit góð og veðursæld“. Íbúðarhús byggt 1950, 580 m3. Fjós fyrir 18 gripi. Fjárhús yfir 500 fjár. Hesthús yfir 13 hross. Hlöður 1250 m3. Votheysgeymslur 90 m3. Tún 45,7 ha. Veiðiréttur í Fremri-Laxá og Svínavatni.

Sigurjón Þorláksson (1877-1943) Tindum

  • HAH09445
  • Einstaklingur
  • 15.3.1877 - 24.4.1943

Sigurjón Þorlákur Þorláksson 15. mars 1877 - 24. apríl 1943. Bóndi á Tindum í Svínavatnshr., A-Hún. Tökubarn Veðramóti Skagafirði 1880, Kúluseli 1901.

Erlendur Gíslason Gillies (1856-1945) frá Eyvindarstöðum, Winnipeg

  • HAH03338
  • Einstaklingur
  • 13.3.1856 - 28.2.1945

Erlendur Gíslason 13.3.1856 [3.3.1856] - 28.2.1945 í Burnaby BC Kanada. Var í Ásum, Svínavatnssókn, Hún. 1860. Var á Eyvindarstöðum, Blöndudalshólasókn, Hún. 1870. Mun hafa farið til Vesturheims. Hermaður í kanadíska hernum í fyrri heimsstyrjöld. K.: Kristjana Stefánsdóttir Thorarensen.

Kristín Sumarrós Sigurjónsdóttir (1915-1992)

  • HAH01674
  • Einstaklingur
  • 22.4.1915 - 19.2.1992

Var á Tindum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Var á Tindum, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Húsfreyja á Hamri, síðar á Tindum. Í dag, laugardaginn 29. febrúar, er kvödd frá Blönduóskirkju Kristín Sigurjónsdóttir húsfreyja á Tindum í Svínavatnshreppi. Hún lést á Héraðshælinu á Blönduósi þann 19. febrúar sl. en þar hafði hún dvalið frá því snemma í janúar, heltekin af þeim illræmda sjúkdómi sem svo marga Íslendinga leggur að velli. Stína, en það var hún alltaf kölluð heima í sveitinni okkar, var fædd að Tindum 22. apríl 1915 og ólst þar upp með foreldrum sínum, Guðrúnu Erlendsdóttur og Sigurjóni Þorlákssyni í hópi 7 systkina, en nú eru aðeins 3 þeirra eftir á lífi. Hún gekk ung í Kvennaskólann á Blönduósi eins og svo margar aðrar húnvetnskar stúlkur bæði fyrr og síðar og fékk þar gott veganesti fyrir lífsstarfið.

Þorvaldur Bjarnarson (1840-1906) prestur Mel í Miðfirði

  • HAH07443
  • Einstaklingur
  • 19.6.1840 - 7.5.1906

Þorvaldur Bjarnarson 19.6.1840 - 7.5.1906. Var í Belgsholti, Melasókn, Borg. 1845. Prestur á Reynivöllum í Kjós 1867-1877 og síðar á Mel í Miðfirði, Hún. frá 1877 til dauðadags. Fórst í Hnausakvísl.

Jóhannes Gíslason Gillies (1857-1923) Winnipeg, frá Eyvindarstöðum

  • HAH05440
  • Einstaklingur
  • 18.3.1857 - 29.1.1923

Jóhannes Gíslason Gillies 18.3.1857 - 29.1.1928. Var í Ásum, Svínavatnssókn, Hún. 1860. Var á Eyvindarstöðum, Blöndudalshólasókn, Hún. 1870. Fluttist til Vesturheims 1876 frá Eyvindarstöðum, Bólstaðahlíðarhreppi, Hún.

Jóhann Einarsson (1850-1924) Víðivöllum í Fnjóskadal

  • HAH05300
  • Einstaklingur
  • 25.9.1850 - 16.2.1924

Jóhann Einarsson 25. sept. 1850 - 16. feb. 1924. Kennari og bóndi á Víðivöllum í Fnjóskadal. Húsbóndi á Víðivöllum, Draflastaðasókn, S.-Þing. 1890. Húsmaður á Ásláksstöðum, Glæsibæjarhreppi, Eyj. 1920.

Páll Sessilíus Eyþórsson (1919-2002) Hvassafelli Blönduósi

  • HAH01826a
  • Einstaklingur
  • 3.6.1919 - 20.7.2002

Páll Sesilíus Eyþórsson fæddist á Blönduósi 3. júní 1919. Hann andaðist á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 20. júlí síðastliðinn. Var á Auðkúlu, Svínavatnssókn, Hún. 1920. Var á Grund, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Fósturmóðir Ragnhildur Sveinsdóttir. Var í Hvassafelli, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðar búsettur í Reykjavík um tíma en flutti þaðan til Grindavíkur. Starfaði við þar mest við fiskvinnslu.
Útför Páls verður gerð frá Grindavíkurkirkju í dag 26. júlí 2002 og hefst athöfnin klukkan 14.

Sigríður Hjálmarsdóttir (1834-1908) Holtastaðakoti

  • HAH06745
  • Einstaklingur
  • 21.1.1834 - 25.2.1908

Sigríður Hjálmarsdóttir f. 21. jan. 1834 d. 25. febr. 1908. Ljósmóðir og húsfreyja í Holtastaðakoti í Langadal, Engihlíðarhr., A-Hún. Var með föður sínum á Minni-Ökrum í Miklabæjarsókn, Skagafirði 1845. Blönduósi 1880.

Hurðarbak Torfalækjarhreppi

  • HAH00553
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1300]

Hurðarbak I og II. [Urðarbak]. Bærinn stendur austanvert við Miðás á svokölluðum Bæjarás. útsýn til vesturs takmarkast af Miðás og Holtsbungu. Jörðin er víðáttumikil, mest mýrlend. Austurmerkin eru frá Deildartjörn út að Laxá í Ásum, en hún ræður merkjum að norðan. Rétt ofan við merkin við Holt er Langhylur, sem var og er frægur veiðistaður. Jörðinni var skipt í tvennt 1966 og stofnað nýbýlið Hurðarbak II.
Hurðarbak I. Íbúðarhús byggt 1937 og viðbygging 1967, 195 m3. Fjós 1930 úr torfi og grjóti fyrir 9 gripi. Fjárhús úr torfi og grjóti yfir 210 fjár. Hlaða 120 m3 Votheysturn 40 m3. Geymsla 60 m3. Tún 14,1 ha. Veiðiréttur í Laxá á Ásum.
Hurðarbak II; Fjárhús yfir 175 fjár. Hlaða 545 m3. Geymsla 343 m3. Tún 21,6 ha. Veiðiréttur í Laxá á Ásum.

Magnús Magnússon (1856-1909) Hurðarbaki

  • HAH06664
  • Einstaklingur
  • 3.10.1856 - 11.8.1909

Magnús Magnússon 3. október 1856 - 11. ágúst 1909. Bóndi á Hurðarbaki á Ásum, Torfalækjarhr., A-Hún. Var í Holti, Hjaltabakkasókn, Hún. 1860.

Gilsstaðir í Vatnsdal

  • HAH00043
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1300)

Bærinn stendur undir hálsinum þar sem hann er lægstur eftir að kemur út fyrir Fellið. Beitiland er mikið og gott og nær allt vestur að Gljúfurá. Undirlendi er mikið en mest votlent nema á árbakkarnir sem jafngilda túni til heyskapar. Jörðin er ættaróðal. Íbúðarhús byggt 1924 og 1938, 287 m3. Fjárhús yfir 287 fjár. Hesthús yfir 16 hross. Hlaða 490 m3. Skúr 50 m3. Tún 29,9 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Ingunn Pálsdóttir (1867-1948) Akri

  • HAH06708
  • Einstaklingur
  • 11.5.1867 - 3.6.1948

Húsfreyja Akri. Ekkja á Njálsgötu 32 b, Reykjavík 1930. Ekkja Steinnesi 1920.

Helgi Jónsson (1896-1985) Sauðanesi

  • HAH09103
  • Einstaklingur
  • 6.7.1896 - 23.2.1985

Hann var fæddur 6. júlí árið 1896, að Umsvölum í Sveinsstaðahreppi.
frá Engihlíð, lengi ráðsmaður í Sauðanesi.
Vinnumaður víða. Var í Engihlíð, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Torfalækjarhreppi. Ókvæntur og barnlaus.
Helgi var allbókfróður og beindist hugur hans nokkuð að lögfræði. Mun hann hafa kunnað skil þeirrar fræðigreinar framar öðrum samferðamönnum sínum i alþýðustétt hér um slóðir.
Hann lést á á Héraðshælinu. Útför hans var gerð frá Blönduósskirkju 2. mars 1985

Lárus Jónsson (1896-1971) Blönduósi

  • HAH04931
  • Einstaklingur
  • 6.7.1896 - 19.11.1971

Lárus Ólafur Jónsson 6. júlí 1896 - 19. nóv. 1971. Vinnumaður í Kvennaskólanum, Höskuldsstaðasókn, A-Hún. 1930. Heimili: Blönduós. Var í Samkomuhúsinu, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Zophoníasarhúsi 1921, Pétursborg 1933 og 1941. Lárusarhúsi [Pétursborg] 1951. Síðast bús. í Reykjavík. Ókvæntur og barnlaus.

Pálmi Lárusson (1865-1957) frá Holtastaðakoti

  • HAH09454
  • Einstaklingur
  • 6.3.1865 - 18.7.1957

Pálmi Lárusson 6. mars 1865 - 18. júlí 1957. Fór til Vesturheims 1893. Settist að í Winnipeg, en síðar í Gimli, Manitoba. Lést á Hydro new Brunswick Nova Scotia. Jarðsettur í Gimli

Sigurgeir Pálsson Bardal (1829-1925) Skárastöðum

  • HAH07111
  • Einstaklingur
  • 5.9.1829 - 16.5.1925

Sigurgeir Pálsson 5. september 1829 - 16. maí 1925. Var á Hólum, Þverársókn, S-Þing. 1845. Bóndi á Grímsstöðum við Mývatn um 1853-55 og í Svartárkoti, Bárðardal, S-Þing. 1855-71 og síðar á Skárastöðum, Hún. Fór til Vesturheims 1900, (er ekki í Vesturfaraskrá skv íslendingabók). Fór frá Bjargi 1900. Tók upp nafnið Bardal.

Páll Ólafsson (1832-1910) Akri

  • HAH09457
  • Einstaklingur
  • 9.9.1832 - 22.5.1910

Páll Ólafsson 9. sept. 1832 - 22. maí 1910. Bóndi, hreppstjóri og dannebrogsmaður á Akri, Torfalækjarheppi., A.- Hún. Bóndi á Gilsstöðum, Undirfellssókn, Hún. 1860.

Austurhlíð -Eyvindarstaðagerði

  • HAH00151
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Bærinn er byggður ofan Blöndudalsvegar gegnt Guðlaugsstöðum. Stendur hann skammt frá brekkurótum og er þar allbratt upp á hálsinn [Eyvindarstaðaháls?]. Ræktun er bæði á framræstum mýrum neðan vegarins og einnig ofan vegarins að hluta í talsverðu brattlendi. Frekar er landþröngt en allvel gróið. Jörðin hét áður Eyvindarstaðagerði. Íbúðarhús steinsteypt 1950 350 m3. Fjós yfir 20 gripi. Fjárhús yfir 360 fjár. Hesthús yfir 6 hross. Hlöður 1220 m3. Tún 20 ha., veiðiréttur í Blöndu.

Jón Lárusson (1873-1959) kvæðamaður í Hlíð á Vatnsnesi

  • HAH01580
  • Einstaklingur
  • 26.12.1873 -14.4.1959

Bóndi og kvæðamaður í Hlíð á Vatnsnesi og síðar á Hvammstanga. Var í Hvammi, Hvammstangahr., V-Hún. 1957. Fæddur 26. desember 1873 í Holtastaðakoti í Austur-Húnavatnssýslu. Stemmurnar urðu að vera háar yfirleitt. Þær voru oft kveðnar í baðstofum, þar sem 2—4 stúlkur þeyttu rokka. Þá urðu menn að rífa sig upp fyrir rokkhljóðið til þess að orðaskil heyrðust. Hann mun oft hafa átt við fátækt að búa um dagana. Hann byggði bæinn Brautarholt á Blönduósi 1917: Erlendarhúsi 1916:

Ragnheiður Árnadóttir (1859) Fremrifitjum

  • HAH07540
  • Einstaklingur
  • 19.8.1859 -

Ragnheiður Árnadóttir 19.8.1859. Harastöðum 1860 og 1870, Neðri-Þverá 1880 Neðra-Vatnshorni 1890. Húsfreyja í Fremrifitjum, Staðarbakkasókn, Hún. 1901. Var í Gröf í Kirkjuhvamss., V-Hún. 1910. Ekkja Ísafirði 1920

Jóhannes Guðmundsson (1850-1906) Auðunnarstöðum

  • HAH05442
  • Einstaklingur
  • 4.8.1850 - 23.5.1906

Jóhannes Guðmundsson 4. ágúst 1850 - 23. maí 1906. Húsbóndi á Hörghóli, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1880. Bóndi á Auðunnarstöðum, Víðidalstungusókn, Hún. 1901.

Páll Sigþór Pálsson (1916-1983) Hæstaréttarlögmaður

  • HAH09465
  • 29.01.1916-11.07.1983

Páll Sigþór Pálsson hæstaréttarlögmaður fæddist í Sauðanesi í Torfalækjarhreppi 29.1. 1916. Hann var sonur Páls Jónssonar, bónda og búfræðings í Sauðanesi, og Sesselju Þórðardóttur frá Steindyrum.

Meðal systkina Páls má nefna dr. Hermann, fyrrv. prófessor við Edinborgarháskóla; Gísla, fyrrv. oddvita að Hofi í Vatnsdal; Hauk, bónda á Röðli, og Ríkharð tannlækni.

Eiginkona Páls var Guðrún Stephensen, kennari, forstöðumaður á leikskólum í Reykjavík og starfsmaður á Þjóðminjasafni.

Börn þeirra Páls eru lögfræðingarnir Stefán og Páll Arnór; Signý, skrifstofustjóri menningarmála hjá Reykjavíkurborg; Sesselja forstjóri; Þórunn, kennari og leikari; Sigþrúður sem er látin, bar listamannsnafnið Sissú og var myndlistarmaður og arkitekt, dr. Anna Heiða bókmenntafræðingur og Ívar, viðskiptafræðingur og útflytjandi í Reykjavík.

Sonur Páls frá því áður og Kristínar Gísladóttur er dr. Gísli Hlöðver Pálsson, ættleiddur sem Jack Gilbert Hills, stjarneðlisfræðingur í Bandaríkjunum.

Páll lauk kennaraprófi frá KÍ 1937, stúdentsprófi frá MR 1940 og embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1945. Hann var barnaskólakennari við Barnaskólann í Mýrarhúsum, Barnaskólann í Keflavík og Innri-Njarðvíkum og Miðbæjarskólann í Reykjavík á árunum 1937-42 og kenndi við Kvennaskólann í Reykjavík í tíu ár. Hann var framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda 1947-56 en stundaði jafnframt málflutning með öðrum störfum og starfrækti síðan eigin málflutningsstofu í Reykjavík frá 1956 og til æviloka. Páll var um langt skeið í hópi virtustu málflutningsmanna, gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, var t.d. formaður Húseigendafélags Íslands, Lögmannafélags Íslands og The World Peace Through Law Center, og sat í fjölda opinberra nefnda, einkum um margvíslegar lagabreytingar. Páll lést 11.7. 1983.

Sigurður Líndal (1931) Lagaprófessor

  • HAH09466
  • 02.07.1931

Sigurður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1951 og BA-prófi í latínu og mannkynssögu frá Háskóla Íslands árið 1957, embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1959 og MA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1968. Hann lauk einkaflugmannsprófi árið 1968 og stundaði nám í réttarsögu við Kaupmannahafnarháskóla árið 1960, við Háskólann í Bonn í Þýskalandi 1961-1962 og University College í Oxford árið 1998 og 2001.
Hann var dómarafulltrúi við embætti Borgardómara í Reykjavík 1959-1960 og 1963-1964, hæstaréttarritari við Hæstarétt Íslands frá 1964-1972, var prófessor við lagadeild Háskóla Íslands frá 1972-2001. Árið 2007 var hann ráðinn prófessor við Háskólann á Bifröst og var þar um skeið. Hann var dómari í Félagsdómi 1974-1980, forstöðumaður Lagastofnunar Háskóla Íslands frá 1976-2001, forseti Hins íslenzka bókmenntafélags frá 1967-2015. Hann var í stjórn Stofnunar Árna Magnússonar frá 1996-2006, var ráðunautur landstjórnar Færeyja í sjálfstæðismálum 1997-2000. Frá 2002-2005 var hann formaður rannsóknarnefndar til að rannsaka flugslys í Skerjafirði Sigurður hefur ritað mikið um kenningar í lögfræði, sagnfræði og stjórnmálafræði og ritstýrt fjölda verka á þessum fræðasviðum. Á sjötugsafmæli hans árið 2001 var gefin út bókin Líndæla sem er safn greina sem ritaðar voru honum til heiðurs.

Ólafur Jónsson (1934-2021) frá Steiná

  • HAH09481
  • Einstaklingur
  • 13. nóv. 1934 - 12. mars 2021

Ólaf­ur Blóm­kvist Jóns­son var fædd­ur í Kefla­vík þann 13. nóv­em­ber 1934. Hann andaðist á heim­ili sínu á Blönduósi þann 12. mars 2021. For­eldr­ar Ólafs voru hjón­in Jón Þór­ar­ins­son frá Kefla­vík, f. 16. mars 1915, d. 30. ág­úst 1983, og Ey­dís Ein­ars­dótt­ir frá Merki í Grinda­vík, f. 27. júní 1911, d. 23 sept­em­ber 2003. Ólaf­ur átti tvo bræður, Sig­urð Blóm­kvist, f. 27. júlí 1932, d. 31. janú­ar 2014, og Þór­ar­in Blóm­kvist, f. 13. nóv­em­ber 1944.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Ólafs er Jóna Anna Stef­áns­dótt­ir, f. 13. mars 1935 á Steiná í Svar­tár­dal. For­eldr­ar henn­ar voru Stefán Þór­ar­inn Sig­urðsson frá Steiná í Svar­tár­dal og Ragn­heiður Rósa Jóns­dótt­ir frá Skotta­stöðum i Svar­tár­dal.

Ólaf­ur og Jóna Anna gengu í hjóna­band þann 13. nóv­em­ber 1959 á Ak­ur­eyri.

Ólöf Guðmundsdóttir (1836-1925) Svertingsstöðum Miðfirði

  • HAH06746
  • Einstaklingur
  • 17.3.1836 - 3.3.1925

Ólöf Guðmundsdóttir 17.3.1836 - 3.3.1925. Húsfreyja á Efri-Svertingsstöðum. Var á Síðu, Breiðabólsstaðarsókn, Hún. 1845. Var á Ytri-Völlum, Melstaðasókn, Hún. 1860. Vinnukona í Gröf, Þingeyrasókn, Hún. 1870. Húsfreyja á Urðarbaki, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1880

Hjálmar Þorsteinsson (1886-1972) frá Hvarfi í Víðidal

  • HAH09488
  • Einstaklingur
  • 21.9.1886 - 20.6.1972

Hjálmar Þorsteinsson 21.9.1886 - 20.6.1972. Var á Hvarfi, Víðidalstungusókn, Hún. 1890. Húsgagnasmíðameistari í Reykjavík. Trésmiður á Bjarnarstíg 4, Reykjavík 1930. Hjálmarshúsi Reykjavík [við Frakkastíg]

Elisabeth Bryde (1832) Borðeyri 1890

  • HAH03494
  • Einstaklingur
  • 20.8.1832 - 24.4.1893

Elisabeth Bryde f. 1836 [20.8.1832] [sögð fædd 1833 við andlát en 1836 í mt 1880] - 1893 fædd í Meilgaard Ved Randers, skírð frá Glesborg í Randers 12.10.1832. Kaupmannsfrú á Borðeyri 1890. St Kongensgade 106 Kaupmannahöfn 1880. Stúlknanafn hennar; Elisabeth Christiane Helene Bedstrup (Bendsen, Beder eða Berndsen)

Jens Pétur Thomsen (1849-1902) Búðardal

  • HAH05276
  • Einstaklingur
  • 10.5.1849 - 1.8.1902

Jens Pétur Thomsen 10. maí 1849 - 1. ágúst 1902. Bókhaldari í Keflavík og síðast í Búðardal. Húsbóndi í Bókhaldarahúsinu, Hjarðarholtssókn, Dal. 1901. Ekkill 1882.
[Fæddur í Kaupmannahöfn 10.5.1850 skv Danish Census 1850 og kirkjubók.]

Sigurður Líndal (1915-1991) Lækjamóti

  • HAH01948
  • Einstaklingur
  • 29.11.1915 - 8.12.1991

Árið 1951 tók Sigurður við búskap á Lækjamóti, að föður sínum látnum. Varð búskapurinn aðalstarf hans til endadægurs þótt fleira kæmi til. Hann var mjög þeirrar gerðar að eiga traust og ekki síður góðhug samferðamanna og hlóðust á hann margskonar félagsmálastörf. Á Búnaðarþingi 1983 flutti Sigurður tillögu til ályktunar um stofnun reiðskóla í Reykjavík og byggingu reiðhallar. Sú ályktunartillaga var samþykkt og í framhaldi af því leitaði BÍ samstarfs við samtök hestamanna og hrossabænda, til að hrinda málinu í framkvæmd. Sigurður var síðan fremstur í flokki við undirbúning að stofnun hlutafélags til að standa að byggingunni og síðan formaður þess á meðan á byggingu stóð og fyrstu árin á eftir. Reiðhöllin var tekin í notkun 1987.

Ingibjörg Gísladóttir Möller (1853-1942) Hjalteyri

  • HAH09405
  • Einstaklingur
  • 2.11.1853 - 21.10.1942

Ingibjörg Gísladóttir Möller f. 2. nóvember 1853 - 21. október 1942. Húsfreyja í Baldursheimi á Galmaströnd og Hjalteyri, Eyj. Var á Neðrimýrum, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1870. Húsfreyja á Neðri-Mýrum, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1890. Húsfreyja í Möllers Kaupmannshúsi, Möðruvallaklaustursókn, Eyj. 1901. Ekkja á Hólatorgi 2, Reykjavík 1930. Var í Mýrum, Höskuldsstaðarsókn, Hún. 1870.

Guðrún Frímannsdóttir (1855-1904) Miðhópi

  • HAH04290
  • Einstaklingur
  • 24.1.1855 - 23.1.1904

Guðrún Frímannsdóttir 24. jan. 1855 - 23. jan. 1904. Var á Helgavatni, Undirfellssókn, Hún. 1860. Húsfreyja í Miðhópi, Þingeyrasókn, Hún. 1887, 1890 og 1901.

Hrólfur Jakobsson (1878-1910) frá Illugastöðum

  • HAH06543
  • Einstaklingur
  • 8.1.1878 - 20.12.1910.

Fór til Vesturheims 1904 frá Illugastöðum, Kirkjuhvammshreppi, Hún. Kom aftur til Íslands 1906. Útgerðarmaður og skipstjóri Ísafirði. Drukknaði. Ókvæntur.

Jóhann Ásmundsson (1836-1909) Haugi í Miðfirði

  • HAH05294
  • Einstaklingur
  • 29.2.1836 - 31.10.1909

Jóhann Ásmundsson 29. feb. 1836 - 31. okt. 1909. Syðri-Þverá 1840, Var á Skeggjastöðum, Efri-Núpssókn, Hún. 1845. Bóndi á Haugi í Miðfirði. Bóndi í Haugi, Efri-Núpssókn, Hún. 1901.

Guðmundur M Eiríksson (1891-1973)

  • HAH04097
  • Einstaklingur
  • 17.3.1891 - 19.4.1973

Guðmundur Magnússon Eiríksson 17. mars 1891 - 19. apríl 1973 Bóndi á Valdalæk, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Bóndi á Valdalæk á Vatnsnesi. Síðast bús. í Þverárhreppi. Kjörforeldrar: Ari Eiríksson, f .9.2.1850, bóndi Valdalæk og k.h. Valgerður Kristín Jóhannsdóttir, 30.1.1848.

Böðvar Þorláksson (1857-1929) Böðvarshúsi

  • HAH02973
  • Einstaklingur
  • 10.8.1857 - 3.3.1929

Böðvar Pétur Þorláksson 10. ágúst 1857 - 3. mars 1929 Var í Undirfelli, Undirfellssókn, Hún. 1870. Húsbóndi á Hofi, Undirfellssókn, Hún. 1890. Sýsluskrifari og póstafgreiðslumaður á Blönduósi.

Jón Stefán Þorláksson (1847-1907) Prestur á Tjörn á Vatnsnesi

  • HAH05736
  • Einstaklingur
  • 13.8.1847 - 7.2.1907

Var á Undirfelli, Undirfellssókn, Hún. 1860. Prestur á Tjörn á Vatnsnesi 1872-1902. Barnamóðir hans; Ólöf Eggertsdóttir 24. júní 1849 - 16. janúar 1925 Vinnukona í Reykjavík 1910. Var á Súluvöllum, Vesturhópshólasókn, Hún. 1850.

Brún í Svartárdal.

  • HAH00495
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1300]

Jörðin hefur verið í eyði frá 1947. Var nytjuða af Eiríksstöðum í rúmlega 20 ár. Eigandinn rekur þar nú hrossabú. Jörðin er vestan Svartár gegnt Eiríksstöðum. Stóð bærinn á háum hól á gilbarmi að sunnan og bar þar hátt. Túnið er töluvert bratt, en ræktunarskilyrði góð, bæði á mýrlendi í hálsinum og eyrum við Svartá. Landið er að mestu samfellt graslendi. Brúnarskarð liggur til Blöndudals í vestur frá flóanum ofan við túnið. Fjárhús fyrir 180 fjá. Haða 500 m3. Tún 11ha. Veiðiréttur í Svrtá.

Guðrún Sigurðardóttir (1855-1930) Fornastöðum

  • HAH04443
  • Einstaklingur
  • 14.5.1855 - 15.7.1930

Guðrún Sigurðardóttir 14. maí 1855 - 15. júlí 1930. Húsfreyja á Fornastöðum. Þau voru barnlaus. Fósturdóttir skv. ÍÆ.: Guðrún Þorkelsdóttir.

Ögn Guðmannía Jónsdóttir (1895-1970) Syðri-Þverá

  • HAH09493
  • Einstaklingur
  • 19.7.1895 - 29.12.1970

Ögn Guðmannía Jónsdóttir 19. júlí 1895 - 29. des. 1970. Var á Syðri-Þverá, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1901. Lausakona á Tjarnargötu 11 a, Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík.

Jóhannes Sigurðsson (1855-1908) Hindisvík

  • HAH05478
  • Einstaklingur
  • 23.8.1855 - 3.6.1908

Jóhannes Sigurðsson 23. ágúst 1855 - 3. júní 1908. Bóndi í Hindisvík á Vatnsnesi, Þverárhreppi, V-Hún. Var í Hindisvík, Tjarnarsókn, Hún. 1860.

Ólöf Sigfúsdóttir (1894-1983) Aðalbóli í Miðfirði

  • HAH08896
  • Einstaklingur
  • 22.2.1894 - 17.4.1983

Ólöf Ragnhildur Sigfúsdóttir, f. 22. febr. 1894, d. 17. apríl 1983. Húsfreyja á Aðalbóli, Efri-Núpssókn, V-Hún. 1930. Var á Aðalbóli, Fremri-Torfastaðahr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Reykjavík.

Sigfús Bergmann Guðmundsson (1845-1928) Uppsölum í Miðfirði

  • HAH09343
  • Einstaklingur
  • 22.8.1845 - 15.10.1928

Sigfús Bergmann Guðmundsson 22. ágúst 1845 - 15. okt. 1928. Var í Auðunnskoti, Víðidalstungusókn, Hún. 1845. Var á Gafli, Víðidalstungusókn, Hún. 1855. Bóndi á Rófu, nú Uppsölum í Miðfirði, V-Hún.

Guðrún Daníelsdóttir(1890-1980) Akureyri

  • HAH04271
  • Einstaklingur
  • 27.8.1890 - 21.3.1980

Björg Guðrún Daníelsdóttir 27. ágúst 1890 - 21. mars 1980. Var í Skipalóni, Möðruvallaklaustursókn, Eyj. 1901. Ráðskona á Akureyri 1930. Síðast bús. á Akureyri. Ógift, barnlaus.
Útför hennar fór fram frá Akureyrarkirkju, mánudaginn 31. marz 1980, kl. 1.30

Auðunnarstaðakot / Auðunnarkot í Víðidal

  • HAH0830
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1500)

Annar ábúandi á xv € , sem er afdeildur bær uppgjör fyrir fáum árum og kallaður Audunarstadakot, er Olafur Arngrímsson. Landskuld af þessum xxx € er ij € . Geldur helming hver ábúenda. Betalast með xl álna fóðri eftir proportion; en hitt sem meira er í ullarvöru og öllum gildum landaurum. Leigukúgildi vi, leigir helming hver. Leigur betalast í smjöri heim til landsdrottins. Kvaðir öngvar.

Kvikfje hjá Ólafi iiii kýr, Ixx ær, x sauðir tvævetrir, xviii veturgamlir, xii lömb, iiii hestar, i hross. Fóðrast kann á þessum helmíngi jarðarinnar alt slíkt sem áður er talið á þann helming, sem Björn heldur. [Sjá Auðunnarstaði]
Torfrista og stúnga næg. Reiðíngsrista lök. Móskurður til eldiviðar hefur verið, meinast enn vera mega en brúkast ei. Rifhrís hefur verið af nægð, tekur að þverra og brúkast
þó enn til kola.

Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir (1917-2004) Seyðisfirði

  • HAH01509
  • Einstaklingur
  • 10.11.1917 - 7.5.2004

Inga á Eyri eins og hún var oftast kölluð, var fædd á Vestdalseyri í Seyðisfirði 10. nóvember 1917. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Siglufirði 7. maí síðastliðinn. Ingibjörg ólst upp á Vestdalseyrinni, og fluttist með fjölskyldunni inn í kaupstaðinn skömmu eftir að bræður hennar drukknuðu. Er hún var nokkurra ára var hún smátíma í fóstri hjá þeim hjónum Láru Bjarnadóttur frá Hvanneyri í Siglufirði og Gísla Lárussyni, en fór svo aftur til foreldra sinna.
Ung að árum fór hún til Reykjavíkur og starfaði þar á Hótel Heklu og einnig aðstoðaði hún móðursystur sína Pálínu Ottadóttur við verslun þá er hún rak á Baldursgötu 36 í Reykjavík og eins við heimilisstörf.
Fyrir sunnan kynntist hún eiginmanni sínum og fluttust þau til Siglufjarðar, festu þar kaup á húseigninni við Hvanneyrarbraut 28b og bjuggu þar allan sinn búskap.
Ingibjörg vann við ýmis störf með húsmóðurstarfinu, við síldarsöltun og fiskvinnslu. Ingibjörg tók virkan þátt í félagslífi á Siglufirði. Hún var félagi í Slysavarnafélaginu Vörn á Siglufirði og var kjörin heiðursfélagi 1992.
Útför Ingibjargar verður gerð frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Vilbergur Sveinbjörnsson (1920-2014) Seyðisfirði

  • HAH02121
  • Einstaklingur
  • 20.7.1920 - 16.1.2014

Otti Vilbergur Sveinbjörnsson fæddist á Vestdalseyri við Seyðisfjörð hinn 20. júlí 1920. Hann andaðist á sjúkrahúsinu á Seyðisfirði hinn 16. janúar síðastliðinn. Vilbergur ólst upp í foreldrahúsum á Seyðisfirði, fyrstu árin á Vestdalseyri og síðar inni í bæ og bjó þar allt til dauðadags.
Vilbergur verður jarðsunginn frá Seyðisfjarðarkirkju í dag, 27. janúar 2014, og hefst athöfnin kl. 14.

Svava Sveinbjörnsdóttir (1908-1983) Seyðisfirði

  • HAH09510
  • Einstaklingur
  • 25.10.1908 - 15.12.1983

Svafa Ámundínusardóttir Sveinbjörnsdóttir 25.10.1908 - 15.12.1983. Húsfreyja á Seyðisfirði, var þar 1930, síðast bús. þar. Nefnd Svava Ámundínusardóttir skv. 1910 & Kb. Ættleidd af Sveinbirni.

Björn Friðriksson (1878-1946) Þorfinnsstöðum

  • HAH02807
  • Einstaklingur
  • 6.5.1878 - 3.11.1946

Björn Friðriksson 6. maí 1878 - 3. nóvember 1946 Verslunarmaður á Laufásvegi 4, Reykjavík 1930. Verkamaður og alþýðuskáld í Húnaþingi, síðar í Reykjavík. Bóndi Þorfinnsstöðum Vesturhópi 1910 og Engjabrekku 1920.

Chr. B. Eyjólfsson (1883-1933) Ljósmyndari Reykjavík

  • HAH09503
  • Einstaklingur
  • 8.8.1883 - 12.1933

Chr. B. Eyjólfsson / Atelier Moderne / Bjarni Kristinn Eyjólfsson (1883–1933) ljósmyndari Templarasundi Reykjavík 1904-1910, ein fínasta ljósmyndastofa landsins á sinni tíð. Meðlimur DfF frá 3.3.1905 [jan 1905]

Bjarni Kristinn Eyjólfsson 8. ágúst 1883 - í des. 1933. Gestkomandi í Reykjavík 1910. Umboðssali á Ægisgötu 26, Reykjavík 1930. Ljósmyndari og síðar verzlunarfulltrúi víða um lönd.

Svínavatn bær og vatn

  • HAH00523
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [900]

Svínavatn er önnur af þeim tveimur jörðum í Svínavatnshreppi sem getið er í Landnámu. Þar byggði Þorgils gjallandi, félagi Auðuns skökuls. Jörðin liggur við suðausturenda Svínavatns. Í vatninu er allgóð silungaveiði. Ræktunarland er mikið og gott, með ákjósanlegri legu mót suðvestri. Frá 1867 hefur jörðin verið í eign og ábúð sömu ættar, en á sjöunda áratug síðustu alda var henn skipt formlega milli systkinanna sem þar bjuggu. Félagsbú hafa þau þó rekið að mestu og hér er jörðin talin í einu lagi. Íbúðarhús byggt 1952, kjallari , hæð og portbyggt ris 744 m3. Fjós steypt 1960, fyrir 24 gripi. Fjárhús yfir 240 fjár. Gömul torfhús eru yfir 120 kindur og 15 hross. Hlöður 1040 m3. Tún 26 ha. Veiðiréttur í Svínavatni.

Hafsteinn Sigurðsson (1872-1948) Blönduósi

  • HAH04613
  • Einstaklingur
  • 23.5.1872 - 30.11.1948

Hafsteinn Sigurðsson 23. maí 1872 - 30. nóv. 1948. Sparisjóðsgjaldkeri á Blönduósi 1930. Sparisjóðsgjaldkeri í Sæmundsenshúsi. Ókvæntur og barnlaus.

Ingibjörg Jósefsdóttir (1882-1955) Grund og Einarsnesi

  • HAH04892
  • Einstaklingur
  • 31.12.1882 - 10.10.1955

Ingibjörg Jósefsdóttir 31. des. 1882 - 10. okt. 1955. Hjú á Svínavatni, Svínavatnssókn, Hún. 1901. Húskona í Kringlu, Blönduósssókn, A-Hún. 1930. Húskona á Grund í Svínadal, síðast bús. á Blönduósi.

Jósef Einarsson (1839-1916) Hjallalandi

  • HAH05398
  • Einstaklingur
  • 27.6.1841 - 21.5.1916

Jósef Einarsson 27.6.1841 [26. júní 1836, / 19.6.1836, skírður sama dag] - 21. maí 1916. Barn á Svínavatni, Svínavatnssókn, Hún. 1845. Bóndi á Hjallalandi, Undirfellssókn, Hún. 1870. Bóndi á Hjallalandi í Vatnsdal.
Í íslendingabók er honum ruglað saman við alnafna sinn sem dó 29.4.1837

Margrét Jónsdóttir (1854-1941) Ytri-Bakka Hörgárdal

  • HAH09497
  • Einstaklingur
  • 1.3.1854 - 18.4.1941

Margrét Ásdís Jónsdóttir 1. mars 1854 - 18. apríl 1941. Var á Þrastarhóli, Möðruvallarklausturssókn, Eyj. 1860. Húsfreyja í Sæborg, Möðruvallaklausturssókn, Eyj. 1930.

Kristín Kristjánsdóttir (1894-1977) Hóli Siglufirði

  • HAH09496
  • Einstaklingur
  • 12.12.1894 - 22.6.1977

Kristín Margrét Kristjánsdóttir 12. des. 1894 - 22. júní 1977. Húsfreyja á Hóli í Siglufirði og í Sæborg [Ytra-Bakkaland] við Hjalteyri. Húsfreyja í Sæborg, Möðruvallaklausturssókn, Eyj. 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Fædd á Skagaströnd, lést á sjúkradeild Hrafnistu

Niðurstöður 4801 to 4900 of 10349