Sýnir 953 niðurstöður

Nafnspjald
Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu (1966)

Sigurður Sigurðsson (1926-1984) Leifsstöðum

  • HAH07331
  • Einstaklingur
  • 28. des. 1926 - 5. júlí 1984

Var á Leifsstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Leifsstöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Bólstaðarhlíðarhreppi.

Sigurður Sigurðsson fæddist 28. desember 1926, að Leifsstöðum í Svartárdal. Foreldrar hans voru Sigurður Benediktsson bóndi á Leifsstöðum og kona hans Ingibjörg Sigurðardóttir. Sigurður var fjórði í röð átta barna þeirra hjóna. Sigurður dvaldist ávalll á Leifsstöðum. Á árunum 1917-1948 keyptu þeir bræður, Guðmundur og Sigurður, jörðina af foreldrum
sínum. Búskapurinn gekk vel hjá þeim bræðrum því búpeningurinn gaf góðan arð. Sigurður unni heiðinni og átti þangað fjölmargar ferðir, fór m.a. um margra ára skeið í undanreið.
Sigurður var í áratugi félagi í Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps. Eiginkona Sigurðar var María Steingrímsdóttir frá Brandsstöðum í Blöndudal.

Þorsteinn B Gíslason (1897-1980) prestur í Steinnesi

  • HAH06006
  • Einstaklingur
  • 26.06.1897-08.06.1980

Þorsteinn Björn Gíslason fæddist í Forsæludal í Vatnsdal, A-Hún., 26. júní 1897. Foreldrar hans voru Gísli Guðlaugsson, f. 1850, d. 1906, bóndi þar, síðar í Sunnuhlið í sömu sveit, og seinni kona hans, Guðrún S. Magnúsdóttir, f. 1870, d. 1953, húsfreyja.

Þorsteinn varð stúdent í Reykjavík árið 1918 og guðfræðiprófi lauk hann frá Háskóla Íslands árið 1922.

Þorsteinn var settur prestur í Þingeyraklaustursprestakalli og skömmu síðar var honum veitt kallið. Gegndi hann embættinu til nóvemberloka 1967 er hann fékk lausn. Hafði hann þá gegnt prestsstörfum í rúm 45 ár í Þingeyraklaustursprestakalli. Hann var prófastur Húnavatnsprófastsdæmis frá 1951 til 1967. Þorsteinn bjó í Ási í Vatnsdal sumarið 1922, á Akri veturinn 1922-1923 en síðan í Steinnesi. Um árabil var Þorsteinn með unglingaskóla í Steinnesi sem var vel sóttur. Eftir að Þorsteinn fékk lausn frá embætti fluttist hann til Reykjavíkur og bjó þar til æviloka.

Þorsteinn gegndi mörgum trúnaðarstörfum í sveit sinni. Hann stundaði kennslu um langt árabil, starfaði í fræðsluráði, var í stjórn sýslubókasafns, Sögufélags Húnvetninga, sýslunefndarmaður og stjórnarmaður í Kaupfélagi Húnvetninga. Þá átti hann sæti í stjórn Guðbrandsdeildar Prestafélags Íslands, í stjórn Prestafélags Hólastiftis og var kirkjuþingsmaður um margra ára skeið.

Kona Þorsteins var Ólína Benediktsdóttir, f. 2.11. 1899, d. 26.2. 1996, húsfreyja og organisti.

Börn Þorsteins og Ólínu eru Sigurlaug Ásgerður, f. 1923, fv. bankagjaldkeri, bús. í Reykjavík; Guðmundur Ólafs, f. 1930, fv. dómprófastur, bús. í Garðabæ, og Gísli Ásgeir, f. 1937, geðlæknir, bús. í Reykjavík. Barnabarn Þorsteins og sonur Gísla er Jón Ármann Gíslason, prófastur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.

Þorsteinn lést 8. júní 1980.

Sigurrós Þórðardóttir (1876-1920) forstk Kvsk á Blönduósi

  • HAH07428
  • Einstaklingur
  • 8.7.1876 - 2.3.1920

Sigurrós Guðbjörg Þórðardóttir 8.7.1876 - 2.3.1920. Námsmey í Kvennaskólanum, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1901. Kennari og skólastjóri á Blönduósi. Forstöðukona Kvennaskólans á Blönduósi 1911-1912 og 1915-1918

Orkustofnun (1967)

  • HAH10132
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1967

Um miðjan sjöunda áratuginn þótti tímabært að taka raforkulögin frá 1946 til endurskoðunar. Kom þar hvorttveggja til að með stofnun Landsvirkjunar hafði breyst mjög sú stefnumörkun sem fólst í raforkulögunum og svo hitt að hjá embætti raforkumálastjóra fór þá orðið fram mun veigameiri og víðfeðmari starfsemi en fjallað er um í þeim lögum. Hin nýju orkulög nr. 58/1967 tóku gildi 1. júlí 1967. Jakob Gíslason sat í nefnd þeirri sem endurskoðaði lögin og hafði þar veigamikil áhrif. Endurskoðuninni lauk 1966.
Í orkulögunum er fjallað bæði um vinnslu raforku og jarðhita; um rafveitur og hitaveitur og um jarðboranir. Sérstakur kafli er þar um Rafmagnsveitur ríkisins, núna RARIK. Embætti raforkumálstjóra var lagt niður, en ný stofnun, Orkustofnun, tók við hlutverki embættisins, öðru en umsjón með rekstri Rafmagnsveitna ríkisins, sem voru gerðar að sjálfstæðri stofnun. Jakob Gíslason var skipaður orkumálastjóri um leið og lögin tóku gildi.
Í orkulögunum er Orkustofnun falið að hafa með höndum rekstur Jarðborana ríkisins og Jarðvarmaveitna ríkisins, sem urðu til við stofnun Kísiliðjunnar við Mývatn, en bæði þessi fyrirtæki voru rekin sem svokölluð B-hluta fyrirtæki undir yfirstjórn Orkustofnunar uns Jarðboranir hf. voru stofnsettar í febrúar 1986 og Jarðvarmaveitur lagðar niður í árslok 1986. Þá var Rafmagnseftirlit ríkisins í umsjá orkumálastjóra allt til ársins 1979 en þá var það endanlega gert að sjálfstæðri stofnun.
Samkvæmt lögunum tók Orkusjóður við öllum eigum Raforkusjóðs og Jarðhitasjóðs.

Kristín Carolina Sigurðardóttir (1866-1944) Rvk frá Balaskarði

  • HAH06590
  • Einstaklingur
  • 11.8.1866 - 20.7.1944

Kristín Carolina Sigurðardóttir 11.8.1866 - 20.7.1944. Var í Finnsstaðanesi, Spákonufellssókn, Hún. 1870. Balaskarði. Ráðskona í Reykjavík 1910. Ráðskona á Frakkastíg 14, Reykjavík 1930.

Snorri Þorsteinsson (1930-2014) Fræðslustjóri

  • HAH09547
  • Einstaklingur
  • 31. júlí 1930 - 9. júlí 2014

Snorri Þorsteinsson fæddist á Hvassafelli í Norðurárdal hinn 31. júlí 1930. Hann lést 9. júlí 2014 á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Foreldrar Snorra voru Þorsteinn Snorrason bóndi, f. 28.8. 1892 á Laxfossi, Stafholtstungum, d. 2.8. 1978, og Sigurlaug Gísladóttir, f. 6.1. 1891 í Hvammi í Norðurárdal, d. 5.6. 1974.
Bróðir Snorra er Gísli Þorsteinsson, f. 15.12. 1935.
Snorri var kvæntur Eygló Guðmundsdóttur, f. 14.12. 1935, d. 1.11. 2012. Foreldrar hennar voru Guðmundur Sölvason verslunarmaður, f. 3.2. 1910, d. 17.6. 1995, og Undína Sigmundsdóttir, f. 6.6. 1912 í Vestmannaeyjum, d. 19.5. 1981. Snorri og Eygló voru barnlaus en Eygló átti dótturina Margréti með fyrri manni sínum Guðjóni Sigurbjörnssyni lækni.

Snorri ólst upp á Hvassafelli og bjó þar þangað til hann tók við starfi fræðslustjóra þá flutti hann í Borgarnes. Hann lauk stúdents prófi frá MR 1952. Hann stundaði nám við Háskóla Íslands í uppeldisfræði, ensku og íslensku og lauk þaðan BA prófi í íslensku og sögu svo og kennsluréttindaprófi í uppeldis- og kennslufræðum. Auk þess sótti hann ýmis námskeið hérlendis og erlendis. Frá 1949 var hann farkennari í Norðurárdal og Þverárhlíð. Þá kennari og síðan yfirkennari við Samvinnuskólann í Bifröst. Hann var lengst af fræðslustjóri Vesturlandsumdæmis og síðar forstöðumaður Skólaskrifstofu Vesturlands. Fyrstu árin sem fræðslustjóri var hann jafnframt framkvæmdastjóri heilsugæslustöðvar Borgarness. Snorri var virkur í félagsmálum og sinnti mörgum árbyrgðarstörfum sem hér verður einungis tæpt á. Hann var í stjórn Ungmennafélagsins Baulu og UMSB á árunum 1949-1958. Hann tók þátt í störfum Framsóknarflokksins á árunum 1949-1971, sat í stjórn FUF í Borgarfirði og var formaður FUF í Mýrasýslu. Hann sat í stjórn SUF og í miðstjórn Framsóknarflokksins og var formaður kjördæmissambands framsóknarmanna í Vesturlandskjördæmi. Hann sat í fyrstu stjórn Kennarasambands Vesturlands og í stjórn Félags fræðslustjóra, hann var einnig fyrsti formaður Sambands verslunarskólakennara. Var formaður Þroskahjálpar á Vesturlandi og í svæðisstjórn um málefni þroskaheftra. Sögufélag Borgarfjarðar var Snorra einkar hugleikið og var hann formaður þess á árunm frá 2000-2014, félagið gaf út Borgfirskar æviskrár ásamt Borgfirðingabók og íbúatali. Snorri var félagi í Rótarý-klúbbi Borgarness og var forseti klúbbsins 2014- 2015. Hann gegndi embætti umdæmisstjóra 1999-2000. Eftir hann liggja bækurnar „Sparisjóður í 90 ár. Saga Sparisjóðs Mýrasýslu 1913-2003“ frá 2004 og „Barna- og unglingafræðsla í Mýrasýslu, 1880-2007“ frá 2009 Snorri skrifaði greinar um bókmenntir og sagnfræði, leikþætti, kennsluefni o.fl.

Sigurjón Markússon (1879-1959) sýslumaður Eskifirði

  • HAH06620
  • Einstaklingur
  • 27.8.1879 - 8.11.1959

Sigurjón Markússon 27.8.1879 - 8.11.1959. Sýslumaður á Eskifirði 1920 og síðar stjórnarráðsfulltrúi. Húsbóndi Doktorshúsi í Reykjavík 1910. Stjórnarráðsfulltrúi á Lauganesspítala, Reykjavík 1930. Fulltrúi í Reykjavík 1945. Einkabarn.

Jóhannes Jónsson (1923-1995) Kennari frá Geitabergi

  • HAH09554
  • Einstaklingur
  • 2. jan. 1923 - 19. maí 1995

Jóhannes Jónsson frá Geitabergi var fæddur í Klettstíu í Norðurárdal I Mýrasýslu þann 2.1. 1923. Foreldrar Jóhannesar voru Jón Jóhannesson bóndi í Klettstíu, f. 7.12. 1984, d. 26.10.
1973, og Sæunn E. Klemensdóttir f. 5.2. 1890, d. 7.4. 1985.

Jóhannes átti þrjá bræður, sem allir eru á lífi, en þeir eru:

  1. Karl, fyrverandi bóndi í Klettstíu og síðar starfsmaður vegagerðarinnar í Borgamesi, f. 19.2. 1918. Kona hans er Lára Benediktsdóttir;
  2. Klemenz, leikari, búsettur í Reykjavík, f. 29.2. 1920, kæntur Guðrúnu Guðmundsdóttur;
  3. Elis, f. 3.4. 1931, umdæmissljóri Vegagerðar ríkisins á Suðvesturlandi, búsettur í Borgarnesi. Kona Elisar er Brynhildur Benediktsdóttir.

Jóhannes stundaði nám í gamla Ingimarsskólanum í Reykjavik á árunum 1940-1943. Þá var hann einn vetur í Menntaskólanum í
Reykjavík og lauk búfræðinámi frá Bændaskólanum á Hvanneyri vorið 1945. Eftir það starfaði hann við kennslu næstu árin og var kennari í Norðurárdal
í Borgarfirði á árunum 1945-1947 og síðar í Strandahreppi á Hvalfjarðarströnd 1948-1957. Það ár kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Ernu Jónsdóttur frá Geitabergi í Svínadal og
hófu þau hjónin búskap á Geitabergi það sama ár og hafa búið þar miklu rausnarbúi allt til þessa, en hin síðari ár í sambýli við son sinn Pálma. Foreldrar Ernu voru Steinunn Bjarnadóttir og Jón Pétursson, sem lengi bjuggu á Geitabergi í Svínadal. Eftir að Jóhannes hóf bússkap á Geitabergi
gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélag sitt. Sat m.a. í hreppsnefnd í fjölda ára og í skólanefnd Leirárskóla á áranum 1966-1974. Jóhannes og Erna eignuðust fjögur böm.
Elst þeirra er Sigríður, f. 23.5. 1958 og á hún einn son, Kára Eyþórsson að nafni.
Næst barna þeirra er Pálmi, f. 2.10. 1959. Kona hans er Asgerður G. Ásgeirsdóttir og eiga þau tvo syni: Jóhannes Om og Jón Hauk. Fyrir hjónaband eignaðist Pálmi Erlu Björk og Ásgerður Katrínu Ingu.
Þriðja barn Jóhannesar og Ernu er Jón, f. 6.9. 1960, skrifstofustjóri hjá Búseta í Reykjavík kvæntur Kristínu Sif Jónínudóttur og eiga þau einn son, Bjart Örn.
Yngstur er Einar Stefán, f. 23.3. 1962, trésmíðameistari, kvæntur Fjólu Ágústu Ágústsdóttur. Bam þeirra er Steinunn Marín.

Ólafur Jóhannsson (1919-1958) kennari og skólastjóri

  • HAH09553
  • Einstaklingur
  • 5. feb. 1919 - 21. sept. 1958

Ólafur Jóhannsson var fæddur að Austurey í Laugardal hinn 5. febr. 1919. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Þórarinsdóttir (1886-1935) frá Drumboddsstöðum í Biskupstungum og Jóhann Kr. Ólafsson (1883-1976) frá Helli í Ölfusi. Fluttust þau fáum árum síðar frá Austurey að Kjóastöðum í Biskupstungum og bjuggu þar í nokkur ár. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur árið 1930. Stundaði Ólafur þar nám sitt. Fyrst í barnaskóla, en seinna í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar og lauk þaðan prófi 1937. Kennaraprófi lauk hann svo 1940. Á sumardaginn fyrsta 1932 varð Ólafur fyrir þeirri raun að fá lömunarveiki, og bar hann þess ætíð menjar síðan. Sem barn var hann afar fjörugur og sást vart úti við öðruvísi en hlaupandi. Að loknu námi í Kennaraskólanum lá leiðin til starfsins. Kenndi Ólafur fyrst tvo vetur í Húnaþingi, en því næst í Eyjafirði nokkur ár. Síðustu árin var hann skólastjóri við barnaskólann í Reykholtsdalsskólahverfi. Mun á ýmsu hafa oltið með starfsskilyrðin á þessum stöðum eins og gengur. En einmitt á þessu hausti var ætlunin að hefja vetrarstarfið við bættar aðstæður. Ólafur hugðist flytja í nýtt húsnæði ásamt unnustu sinni, Ástríði Ingibjörgu Jónsdóttur, (1919-2007) frá Kaðalstöðum í Stafholtstungum og ungum syni þeirra er fæddist í sumar. En þá kom reiðarslagið.

Systkin Ólafs:

Gróa Jóhannsdóttir, f. i Austurey 1912. Býr i Galtarholti i Borgarhreppi i Mýrasýslu og var maður hennar, Guðmundur Stefánsson Jónsson, f. 1902. Börn þeirra eru: Sigríður, Jón Ómar, Jóhann Birgir og Svanhildur, en maður hennar er Grétar Óskarsson frá Brú.

Rannveig Jóhannsdóttir, f. i Austurey 1913. Maður hennar var Ólafur Sigurður Guðjónsson, f. 1897, og bjuggu þau á Litla-Skarði i Stafholtstungum i Mýrasýslu. Rannveig hefur oft dvalið á Spóastöðum hin síðari ár.

Þórarinn Jóhannsson, f. á Kjóastöðum 1929.

Hannes Jónsson (1893-1977) Þórormstungu

  • HAH04780
  • Einstaklingur
  • 17.11.1893 - 17.11.1977

Hannes Jónsson 17. nóvember 1893 - 17. nóvember 1977. Kaupfélagsstjóri og alþingismaður á Hvammstanga 1930. Alþingismaður og kaupfélagsstjóri. Síðast bús. í Áshreppi

Eggert Guðjónsson (1927-1953) frá Marðarnúpi

  • HAH7342
  • Einstaklingur
  • 15. nóvember 1927 - 10. maí 1953

Eggert Guðjónsson 15. nóvember 1927 - 10. maí 1953. Vinnumaður á Marðarnúpi. Var í Hvammi, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Ókvæntur.
Drukknaði í Vatnsdalsá

Hannes Gunnlaugsson Blöndal Stephensen (1863-1952) / H Blöndal, ljósmyndari Reykjavík.

  • HAH06639
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 25.10.1863 - 9.9.1932
  1. okt. 1863 - 9. sept. 1932. Skáld og bankaritari. Verslunarmaður á Akureyri til 1893, svo á Ísafirði, Hjörsey og Borgarfirði.
    Fór til Vesturheims 1900 frá Hjörsey, Hraunhreppi, Mýr. Blaðamaður og ritstjóri í Winnipeg 1899-1907.
    Húsbóndi í Reykjavík 1910. Bankaritari á Njálsgötu 10 a, Reykjavík 1930.

Sigfús Bragason (1953-2019) Sunnuhlíð

  • HAH08933
  • Einstaklingur
  • 25.8.1953-12.10.2019

Sigfús Indriði Bragason 25. ágúst 1953 - 12.10.2019. Var í Forsæludal, Áshr., A-Hún. 1957.

Jónas Jónsson (1848-1936) Finnstungu

  • HAH05824
  • Einstaklingur
  • 24.3.1848 - 19.11.1936

Var í Torfalæk, Hjaltabakkasókn, Hún. 1870. Húsbóndi í Finnstungu, Blöndudalshólasókn, Hún. 1880. Var í Finnstungu, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi í Finnstungu.

Blönduósbær (1988-2022)

  • HAH10102
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1988

Blönduós er bæjarfélag á Norðvesturlandi, við ósa Blöndu, eins og nafnið bendir til. Byggðin á Blönduósi stendur í kvos undir bröttum marbökkum, báðum megin Blöndu, og eru bakkarnir víðast um 40 m háir. Bærinn er byggður í landi jarðanna Hjaltabakka og Hnjúka, vestan ár (eða sunnan ár, eins og heimamenn segja) og Ennis austan (norðan) ár. Þjóðvegur 1 liggur í gegnum Blönduós.
Bærinn var upphaflega í tveimur sveitarfélögum, byggðin sunnan ár tilheyrði Torfalækjarhreppi en norðan ár Engihlíðarhreppi, en árið 1914 var Torfalækjarhreppi skipt og byggðin sunnan ár varð að sérstökum hreppi, Blönduóshreppi. Þann 1. febrúar 1936 var byggðin norðan ár svo sameinuð afganginum af kauptúninu. Kaupstaðarréttindi fékk hann 4. júlí 1988 og kallaðist þá Blönduósbær og hélst það nafn áfram við sameiningu við Engihlíðarhrepp 9. júní 2002. Nafnið breyttist í Húnabyggð við sameiningu við Húnavatnshrepp 2022.

Páll Hermann Jónsson (1914-1997) Stóruvöllum, Bárðardal

  • HAH08782
  • Einstaklingur
  • 7.4.1914 - 31.10.1997

Páll Hermann Jónsson 7.4.1914 - 31.10.1997. Var á Stóruvöllum, Lundarbrekkusókn, S-Þing. 1930. Bóndi á Lækjavöllum í Bárðardal. Síðast bús. í Bárðdælahreppi.
Hann var jarðsunginn frá Lundarbrekkukirkju laugardaginn 8. nóvember 1997 kl. 14.00.

Pálína Eggertsdóttir (1882-1963) Hvammstanga

  • HAH06740
  • Einstaklingur
  • 11.11.1882 - 21.6.1963

Pálína Eggertsdóttir 11. nóvember 1882 - 21. júní 1963 Húsfreyja á Hvammstanga 1930. Var í Holti, Hvammstangahr., V-Hún. 1957. Ógift Ánastöðum 1920

Ingibjörg Skúladóttir (1944-2003) Ljótunnarstöðum á Ströndum

  • HAH08505
  • Einstaklingur
  • 16.5.1944 - 25.12.2004

Ingibjörg Skúladóttir var fædd á Ljótunnarstöðum í Bæjarhreppi í Strandasýslu 16. maí 1944. Ingibjörg og Sveinbjörn hófu búskap á Ljótunnarstöðum 1972. Árið 1976 fluttu þau að Norðurfirði II í Árneshreppi og bjuggu þar í 19 ár. Árið 1995 brugðu þau búi og fluttu til Ísafjarðar. Ingibjörg sinnti barnauppeldi og bústörfum á Ljótunnarstöðum og í Norðurfirði. Eftir að þau hjón fluttu til Ísafjarðar hóf hún störf á næturvöktum í Bræðratungu, sambýli fyrir fatlaða. Hún hélt áfram vökustörfum á vegum Svæðisskrifstofu Vestfjarða, eftir að einn skjólstæðingur hennar fluttist í eigið húsnæði, meðan hún hafði heilsu til.
Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 25. desember 2004. Útför Ingibjargar fór fram frá Ísafjarðarkirkju 3.1.2004 og hófst athöfnin klukkan 14.

Teitur Teitsson (1855-1923) Víðidalstungu

  • HAH07440
  • Einstaklingur
  • 19.7.1855 - 18.7.1923

Teitur Teitsson 19. júlí 1855 - 18. júlí 1923. Bóndi í Víðidalstungu í Þorkelshólshr., V-Hún. Bóndi á Ægissíðu, Vesturhópshólasókn, Hún. 1901

Páll Jónsson (1875-1932) Sauðanesi

  • HAH07118
  • Einstaklingur
  • 15.3.1875 - 24.10.1932

Páll Jónsson f. 15.3.1875 - 24.10.1932. Bóndi í Sauðanesi í Torfalækjarhr., A-Hún. Bóndi í Sauðanesi, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930,

Svava Sigmundsdóttir (1916-2011) Björgum

  • HAH07830
  • Einstaklingur
  • 29.6.1916 - 30.5.2011

Var á Björgum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var á Björgum II, Skagahr., A-Hún. 1957. Húsfreyja á Björgum á Skagaströnd og síðar á Hofsósi. Einkabarn.
Svava Sigmundsdóttir fæddist á Björgum í Skagabyggð 29. júní 1916. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki 30. maí 2011.
Útför Svövu var gerð frá Hofsóskirkju 4. júní 2011 og hófst athöfnin kl. 16

Ungmennafélagið Húnar Torfalækjarhreppi (1952)

  • HAH10133
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1952

Ungmennafélagið Húnar var stofnað á fundi á Torfalæk 2. nóvember 1952. Í fyrstu stjórn voru kosnir:
Pálmi Jónsson Akri, formaður
Stefán A. Jónsson Kagaðarhóli, ritari
Erlendur Eysteinsson Stóru-Giljá, gjaldkeri
Varamenn:
Kristófer Kristjánsson Köldukinn, varaformaður
Óskar Sigurfinnsson Meðalheimi
Ingibjörg Eysteinsdóttir Beinakeldu
Stofnendur félagsins voru í upphafi 20 manns en fjölgaði með árunum. Lög félagsins voru samþykkt á fundi 14. desember 1952.

Sigurbjörg Ólafsdóttir (1944) Kringlu (Sifa)

  • HAH09480
  • Einstaklingur
  • 18.05.1944

Var í Tungu, Blönduóshr., A-Hún. 1957.
Húsmóðir á Kringlu í Torfalækjarhreppi 1961
Maki Jón Reynir Hallgrímsson 29.11.1938-11.08.2021
Börn þeirra:

  1. Ólafur Baldur f. 1961, kvæntur Önnu Hjálmarsdóttir Dætur þeirra eru tvær. Áður átti Baldur son og Anna dóttur.
  2. Hallgrímur Svanur f.1963, kvæntur Hildi Þöll Ágústsdóttur. Börn Svans eru fimm.
  3. Arnar Bjarki f. 1972. Synir hans eru þrír.

Valgerður Ágústsdóttir (1923-2022) Geitaskarði

  • HAH5959
  • Einstaklingur
  • 27.04.1923-31.01.2022

Sigurlaug Valgerður Ágústsdóttir fæddist á Hofi í Vatnsdal 27. apríl 1923. Hún lést á HSN á Blönduósi 31. janúar 2022. Foreldrar hennar voru hjónin Ingunn Hallgrímsdóttir og Ágúst Böðvar Jónsson, bændur á Hofi

Búnaðarbanki, útibú Blönduósi (1963-2003)

  • HAH10115
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1963-2003

Útibú Búnaðarbankans á Blönduósi var stofnað árið 1963 og á vordögum 2003 varð sú breyting á rekstri Búnaðarbankans að hann sameinaðist Kaupþingi og heitir nú Kaupþing Búnaðarbanki hf. eða KB banki. Bankinn er þar með kominn í tölu 10 stærstu banka á Norðurlöndum og eru starfsstöðvar í níu löndum utan íslands.

Byggingarfulltrúi Skagafjarðar og Austur Húnavatnssýslu (1959)

  • HAH10137
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1959

Starf byggingarfulltrúa fyrir Norðurland vestra hefst árið 1959 ráðinn er Ingvar Gígjar Jónsson og starfar hann til ársins 1986.
Aðstoðarmaður er ráðinn til embættisins á árunum 1973-1975, ekki alveg vitað hvaða ár og er það
Guðmundur Karlsson, húsasmíðameistari og bóndi á Mýrum í Hrútafirði.

Kiwanisklúbburinn Borgir (1978)

  • HAH10134
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1978

Kiwanisklúbburinn Borgir var stofnaður 25. nóvember 1978 og eru félagar 46 talsins

Gunnhildur Erla Þórmundsdóttir (1930-2020) Blönduósi

  • HAH8084
  • Einstaklingur
  • 3.6.1930-24.7.2020

Gunnhildur Erla Þórmundsdóttir fæddist í Reykjavík 3.6.1930. Hún andaðist á Ljósheimum á Selfossi 24. júlí 2020. Foreldrar hennar voru Þórmundur Guðmundsson, f. 27.10. 1905, d. 25.2. 1991 og Vilborg Jónsdóttir, f. 24.11. 1924, d. 28.2. 1983. Systkini hennar voru Þórunn Þórmundsdóttir, f. 30.4. 1928, d. 21.1. 1949. Gunnar Þórmundsson, f. 30.7. 1929, d. 26.1. 1930. Þórmundur Þórmundsson, f. 5.12. 1932, d. 4.11. 2009. Fyrri maki Gunnhildar var Skúli Jakobsson Bergstað, f. 7.7. 1918, d. 17.11. 1963. Börn þeirra eru 1) Jakob Þór Skúlason, f. 14.7. 1947, maki: Pála Þrúður Jakobsdóttir, f. 25.4. 1948, d. 25.8. 2008. Þau skildu. Börn þeirra eru Skúli Jakobsson, f. 5.8. 1967. Kristinn Jakobsson, f. 11.6.1969. Sambýliskona Jakobs er Jóhanna Bryndís Hallgrímsdóttir, f. 15.11.1949. Hennar börn eru Hallgrímur Ingi Þorláksson, f. 19.5. 1968, Þorvaldur Þorláksson, f. 23.9. 1972. 2) Þórmundur Skúlason, f. 27.5. 1951, maki: Sólborg Rósa Hjálmarsdóttir, f. 29.6. 1957, d. 25.7. 2016. Börn þeirra eru Gunnhildur Erla Þórmundsdóttir, f. 14.12. 1982, Birna Hjördís Þórmundsdóttir, f. 28.6. 1985. Skúli Már Þórmundsson, f. 3.6. 1991. Barn Sólborgar Rósu er Hulda Hákonardóttir, f. 5.1. 1980. 3) Vilberg Skúlason, f. 11.3. 1957, maki: Guðlaug Skúladóttir, f. 14.1. 1955. Börn þeirra eru Arnór Brynjar Vilbergsson, f. 6.1. 1975, Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, f. 3.8. 1979. Skúli Steinn Vilbergsson, f. 7.4. 1984. Seinni maki Gunnhildar var Bjarni Eyvindsson, f. 3.5. 1920, d. 9.11. 2007. Börn Bjarna eru: Eyvindur, f. 5.10. 1949, maki: Þórdís Magnúsdóttir, f. 2.7. 1950. Kjartan, f. 18.5. 1951, maki: Sigfríður Inga Wíium, f. 1.1. 1951, Rakel Móna, f. 16.12. 1954, maki: Ármann Ægir Magnússon, f. 19.5. 1952, Gréta Mjöll, f. 10.10. 1958, maki: Björn Rafnar Björnsson, f. 16.4. 1958, Ingvar, f. 5.2. 1960, maki: Hrafnhildur Loftsdóttir, f. 14.4. 1966, Svanur, f. 4.3. 1965, maki: Gunnhildur Gestsdóttir, f. 26.5. 1965.
Gunnhildur fæddist í Reykjavík en fluttist ung með foreldrum sínum á Selfoss. Hún stundaði nám í Barnaskóla Selfoss og seinna í Kvennaskólanum á Blönduósi eftir að hún flutti þangað. Gunnhildur giftist Skúla Jakobssyni mjólkurfræðingi og bjuggu þau fyrstu árin í Reykjavík en fluttu á Blönduós árið 1949. Þau byggðu sér fallegt heimili á Húnabraut 34 og framtíðin blasti við þeim þegar Skúli féll frá 1963. Gunnhildur flytur á Selfoss í framhaldinu á sínar æskustöðvar. Hún starfaði hjá KÁ og lengst í apótekinu. Seinni maður hennar var Bjarni Eyvindsson byggingameistari og bjuggu þau í Hveragerði. Vinnustaður Gunnhildar í Hveragerði var NLFÍ. Gunnhildur var mikil félagsmálamanneskja, Sontaklúbburinn og Skátastarfið sem hafði fylgt henni alla ævi voru hennar helstu áhugamál ásamt kvennabaráttu allri og sat hún í stjórn Sunnlenskra kvenna um árabil. Gunnhildur var mikil hannyrðakona og komu mörg listaverkin frá henni allt til síðasta dags.
Útförin fer fram frá Hveragerðiskirkju í dag, 12. ágúst 2020, klukkan 13. Vegna aðstæðna í samfélaginu er athöfnin einungis fyrir allra nánustu. Streymt verður frá athöfninni. www.facebook.com/hveragerdiskirkja

Lárus Lárusson (1869-1951)

  • HAH09560
  • Einstaklingur
  • 31.10.1868 - 8.11.1951

Sjómaður á Vörum, Gerðahr., Gull. 1910, Lausamaður í Brekkubæ, Búðasókn, Snæf. 1930. bóndi og sjómaður í Bakkabúð, Staðastaðarsókn, Snæf. 1920.

Sveinn Sveinsson (1890-1932) Tjörn

  • HAH06478
  • Einstaklingur
  • 29.9.1890 - 6.4.1932

Sveinn Mikael Sveinsson 29.9.1890 - 6.4.1932. Bóndi á Tjörn, Hofssókn, A-Hún. Bóndi þar 1930.

Íris Blandon (1950)

  • HAH06229
  • Einstaklingur
  • 03.07.1950

sjúkraliði og leikkona, búsett á Laugarási, Bláskógabyggð
Foreldrar hennar: Erlendur Dalmann Einarsson Blandon 1905-1977. stórkaupmaður, heildsali og leikari, síðast búsettur í Kópavogi og Inga Blandon 1919-2012, kennslukona, síðast búsett í Kópavogi
Dóttir hennar: Íris Blandon Grímsdóttir

Eggert Helgason (1830-1910) Helguhvammi í Miðfirði

  • HAH03070
  • Einstaklingur
  • 9.1.1830 - 17.6.1910

Eggert Helgason 9. janúar 1830 - 17. júní 1910 Kennari á Vatnsnesi og bóndi í Helguhvammi í Miðfirði yfir 20 ár. Léttadrengur í Miðhópi, Þingeyrarsókn, Hún. 1845.

Friðrik Björnsson (1928-2007) Gili í Svartárdal

  • HAH01226
  • Einstaklingur
  • 8.6.1928 - 3.1.2007

Friðrik Björnsson fæddist á Valabjörgum í Seyluhreppi 8. júní 1928. Á Valabjörgum bjó fjölskyldan í 13 ár eða til ársins 1941, þá hún flytur að Brún í Svartárdal en 1945 flytja þau að Gili í Svartárdal. Árið 1954 kaupir Friðrik jörðina og bjó þar til æviloka.
Hann andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 3. janúar 2007.
Útför Friðriks var gerð frá Blönduóskirkju 13.1.2007 og hófst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett var í heimagrafreit á Gunnsteinsstöðum.

Þorsteinn Einarsson (1882-1956) ljósmyndari Tannstaðabakka

  • HAH06139
  • Einstaklingur
  • 2.4.1882 - 11.12.1956

Þorsteinn Einarsson 2.4.1882 - 11.12.1956. Bóndi á Reykjum, Staðarsókn, V-Hún. 1930. Bóndi á Reykjum í Hrútafirði 1920. Tannstaðabakka 1910
Th Einarsson ljósmyndari Tannstaðabakka.
ÞANN 20. desember 1956., var jarðsettur að Stað í Hrútafirði. merkisbóndinn Þorsteinn Einarsson, fyrrum bóndi að Reykjum. Hann lézt í sjúkrahúsí í Reykjavík, eftir langa vanheilsu.
Þorsteinn var fæddur að Tannstaðabakka í Hrútafirði 2. apríl 1882, sonur Einars Skúlasonar gullsmiðs og bónda þar og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur, er þar bjuggu lengi og gerðu garðinn frægan. Hann ólst upp á Tannstaðabakka í fjölmennum systkinahópi, og naut í æsku betri menntunar í heimahúsum en almennt gerðist á þeim tíma.

Jón jóhannsson (1956) Beinakeldu

  • HAH05600
  • Einstaklingur
  • 12.2.1956 -

Jón Jóhannsson 12. febrúar 1956. Málari Blönduósi. Var á Beinakeldu í Torfalækjahr., A-Hún. 1957.

Svanhildur Eysteinsdóttir (1921-1983) Þorlákshöfn

  • HAH07223
  • Einstaklingur
  • 19.11.1921 - 7.12.1983

Svanhildur Eysteinsdóttir 19.11.1921 - 7.12.1983. Fædd í Meðalheimi Ásum 1921-1928, Hafurstöðum, Hofssókn, A-Hún. 1928-1936 og Blönduósi 1936. Var í Miðgili, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Húsfreyja. Síðast bús. í Þorlákshöfn.

Jónas Vermundsson (1905-1979) Pálmalundi

  • HAH5841
  • Einstaklingur
  • 18.06.1905-25.08.1979

Jónas Vermundsson, Blönduósi, andaðist 25. ágúst á Héraðshælinu.
Hann var fæddur 18. júní 1905 í Kollugerði á Skagaströnd. Foreldrar
hans voru Vermundur Guðmundsson, bóndi þar og kona hans Arnfríður Sigurðardóttir. Hann ólst upp hjá móður sinni er var víða í
vistum í héraðinu. Voru systkini hans mörg og eru tvær hálfsystur
hans á lífi. Faðir hans Vermundur varð úti í mannskaðaveðrinu mikla
í febrúar 1925.
Jónas vandist allri algengri sveitavinnu í æsku, eins og títt var um
fátæka unglinga á þeim árum.
Þann 4. maí 1939 gekk hann að eiga Torfhildi Þorsteinsdóttur frá
Austurhlíð í Blöndudal. Hófu þau búskap að Aralæk í Þingi, en fluttu
árið 1942 til Blönduóss, þar sem heimili hans var til dauðadags. Allt
frá tvítugsaldri vann hann að vegagerð innan héraðs og var veghefilsstjóri um 36 ára skeið, meðan heilsa og kraftar entust. Síðustu ár
æfi sinnar var hann starfsmaður í áhaldahúsi Vegagerðar ríkisins á
Blönduósi.
Þau hjón eignuðust einn son: Sigurgeir Þór, en hann er bifreiðarstjóri á Blönduósi, kvæntur Guðrúnu Pálsdóttur frá Hafnarfirði.
Torfhildur var gift áður og reyndistJónas fjórum sonum hennar mjög
vel.
Jónas tók um árabil mikinn þátt í félagsstörfum verkstjóra. Hann
var um langt skeið í stjórn Verkstjórafélags Skagafjarðar- og Húnavatnssýslna, en árið 1966 var hann kjörinn heiðursfélagi félagsins, fyrir
langt og gott starf í þágu þess.
Með Jónasi Vermundssyni er horfinn á braut góður félagi, vinsæll
og glaður á góðri stund.
Útför hans fór fram frá Blönduóskirkju 1. september

Sveinn Jónsson (1872-1963) Grímstungu

  • HAH05996
  • Einstaklingur
  • 23.7.1872 - 25.2.1963

Sveinn Jónsson 23.7.1872 - 25.2.1963. Var á Bergstöðum, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930. Heimili: Grímstunga, Vatnsdal Lausamaður í Grímstungu. Ókvæntur og barnlaus.

Hjalti Jóhannesson (1876-1947) Ísafirði 1930

  • HAH06703
  • Einstaklingur
  • 1.10.1876 - 4.10.1947

Fæddur í Gottorp. Var í Þernumýri, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1880. Vinnnumaður Hofi í Vatnsdal 1890. Leigjandi í Ísafjarðarkaupstað, N-Ís. 1901. Háseti á Ísafirði 1930.

Hinrik Magnússon (1851-1928) Orrastöðum og Tindum

  • HAH06712
  • Einstaklingur
  • 13.4.1851 -10.12.1928

Var á Gunnfríðarstöðum, Svínavatnssókn, Hún. 1860, Ystagili 1870. Húsbóndi á Orrastöðum, Þingeyrasókn, Hún. 1890. Bóndi í Tindum, Svínavatnssókn, Hún. 1901. Húsbóndi á Sæunnarstöðum, Spákonufellssókn, Hún. 1910.

Ingibjörg Sigurðardóttir (1859) vk Stóruborg 1910

  • HAH06715
  • Einstaklingur
  • 16.7.1859 -

vk Stóruborg 1910. Hreppsómagi í Kistu, Vesturhópshólasókn, Hún. 1860, niðursetningur Efri-Þverá 1870. Vinnukona Húnstöðum 1880 og 1920, Vesturhópshólum 1890, Snæringsstöðum í Vatnsdal 1901. Ógift og líklega barnlaus

Ingunn Pálmadóttir (1869-1923) Churchbridge

  • HAH06539
  • Einstaklingur
  • 4.8.1869 - 8.5.1906

Niðursetningur á Torfalæk, Hjaltabakkasókn, Hún. 1870. Sveitarómagi á Torfulæk, Hjaltabakkasókn, Hún. 1880. Fór til Vesturheims 1900 frá Syðstu Grund í Akrahr., Skag. Húsfreyja í Churchbridge, Assiniboia, The Territories, Kanada 1901.

Kristín Jónsdóttir (1874-1945) Rvk frá Auðkúlu

  • HAH06569
  • Einstaklingur
  • 6.9.1874 - 15.12.1945

Kristín Jóhanna Jónsdóttir 6. sept. 1874 - 15. des. 1945. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Stýrimannastíg 14, Reykjavík 1930.

Jón Konráð Stefánsson (1849-1918) Strjúgsstöðum

  • HAH05636
  • Einstaklingur
  • 1.12.1849 - 4.4.1918

Jón Konráð Stefánsson 1.12.1849 -4.4.1918. Var á Strúgsstöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1870. Var á Móbergi í sömu sveit 1883. Húsbóndi á Strjúgsstöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1890. Bóndi á Strjúgsstöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1901.

Jón Hannesson (1816-1894) Hnjúkum

  • HAH05567
  • Einstaklingur
  • 1816 - 15.5.1894

Jón Hannesson 1816 - 15. maí 1894. Bóndi í Hnjúkum, Hjaltabakkasókn, Hún. 1845. Húsbóndi, bóndi á Hnjúki, Hjaltabakkasókn, Hún. 1880. Ekkill á Hnjúkum, Hjaltabakkasókn, Hún. 1890.

Jónína Pálsdóttir (1888-1955) Mýrum Miðfirði

  • HAH06579
  • Einstaklingur
  • 13.5.1888 - 15.11.1955

Jónína Pálsdóttir 13.5.1888 - 15.11.1955. Húsfreyja á Mýrum, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930. Var á Mýrum, Ytri-Torfustaðahr., V-Hún. 1957. Var í Reykjavík 1910. Þverá í Núpsdal.

Jóhanna Briem (1872-1962) Hálsi Fnjóskadal ov

  • HAH05399
  • Einstaklingur
  • 2.2.1872 - 4.12.1962

Jóhanna Katrín Eggertsdóttir Briem 2.2.1872 - 4.12.1962. Húsfreyja á Skólavörðustíg 4 c, Reykjavík 1930. Prestfrú á Hálsi í Fnjóskadal, í Gaulverjabæ í Flóa og Reykholti í Borgarfirði. á Laugarbökkum í Ölfusi, Árn. Síðast bús á Selfossi. Fullt nafn: Jóhanna Katrín Kristjana Eggertsdóttir Briem.

Sigurlaug Árnadóttir Knudsen (1863-1949) Breiðabólsstað

  • HAH06593
  • Einstaklingur
  • 5.11.1863 - 24.4.1949

Sigurlaug Björg Árnadóttir Knudsen 5. nóvember 1863 - 24. apríl 1949. Kennslukona á Laugalandi, Munkaþverársókn, Eyj. 1890. Prestsfrú á Breiðabólsstað í Vesturhópi, Hún. Kennari á Sauðárkróki 1930. Þau hjón voru systkinabörn.

Kristjana Gísladóttir (1861) vk Eiðsstöðum

  • HAH06600
  • Einstaklingur
  • 6.12.1861 -

Kristjana Gísladóttir 6.12.1861. Fósturbarn á Bægisá, Bægisársókn, Eyj. 1870. Vinnukona á Eiðsstöðum, Blöndudalshólasókn, Hún. 1880. ‚ogift barnlaus.

Sigurlaug Jónsdóttir (1826-1909) Melum Hrútafirði

  • HAH06619
  • Einstaklingur
  • 24.7.1826 - 16.2.1909

Sigurlaug Jónsdóttir 24.7.1826 - 16.2.1909. Var á Helgavatni, Undirfellssókn, Hún. 1845. Húsfreyja á Melum, Staðarsókn í Hrútafirði, Hún. 1855. Húsfreyja í Melum, Staðarsókn, Hún. 1860. Húsfreyja í Melum, Staðarsókn, Strand. 1870. Húsfreyja á Melum, Staðarsókn, Hún. 1880. Húsfreyja á Melum. Er hjá syni sínum á Melum í Staðarsókn, Strand. 1901.

Margrét Eiríksdóttir (1877) frá Múla í Miðfirði

  • HAH06637
  • Einstaklingur
  • 13.5.1877 -

Margrét Helga Eiríksdóttir 13.5.1877. Barn þeirra í Múla, Melstaðarsókn, Hún. 1880. Var á Efri-Þverá, Vesturhópshólasókn, Hún. 1890. Var á Sveðjustöðum, Melssókn í Miðfirði, Hún. 1901 og 1920. Húsfreyja á Akureyri 1930.

Sigríður Eggertsdóttir (1877-1907) vk Þórormstungu 1901

  • HAH06659
  • Einstaklingur
  • 30.7.1877 - 10.2.1907

Sigríður Guðrún Eggertsdóttir 30. júlí 1877 - 10. feb. 1907. Barn þeirra á Hvoli, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1880. Var á Hvoli, Breiðabólsstaðarsókn, Hún. 1890. Hjú í Þórormstungu, Undirfellssókn, Hún. 1901.

Margrét Friðriksdóttir (1876-1959) Baldurshaga Blönduósi

  • HAH06660
  • Einstaklingur
  • 30.5.1876 - 6.10.1959

Margrét Friðriksdóttir 30. maí 1876 - 6. október 1959. Húsfreyja á Blönduósi. Var í Baldurshaga, Blönduóshr., A-Hún. 1920 og 1957. Þorgrímsstöðum á Vatnsnesi 1880. Bergstöðum, Tjarnarsókn, Hún. 1890. Vk Breiðabólsstað 1910.

Engjabrekka í Þverárhreppi V-Hvs

  • HAH00965
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1917 -1936

Árið 1917 reisir
Björn Friðriksson (f. 1878) þar nýbýli er hann nefndi Engjabrekku. Er það í
grösugri engjahlíð beint á móti Þorgrímsstöðum og fékk hann til þess leyfi
Jóns Helgasonar biskups. Býlinu fylgdi allt fjalllendi afréttarinnar og virðist
sem að hann hafi þá eða stuttu síðar keypt allt landið.
Björn hætti búskap 1923. Sama ár tók býlið á leigu Annas Sveinsson,
Strandamaður að ætt, og bjó þar í nokkur ár eða þar til hann andaðist 1935.
Kona hans Helga Jakobsdóttir, og börn þeirra bjuggu þar svo í eitt ár, en fluttu
burt 1936. Síðan þá er jörðin í eyði og eru nú öll bæjarhús algerlega fallin og
horfin, en grænn nokkuð stór blettur og smá tóftarbrot þar sem býlið stóð.
Í maí 1926 keypti Þverárhreppur jörðina af Sigurbirni Björnssyni á 3.000
krónur þannig að greitt að 1.144 krónur voru í peningum en 1.856 krónur með
yfirtöku láns við Kirkjujarðasjóð sem sýnir að Björn hefur keypt jörðina af
sjóðnum.
Engjabrekka hefur síðan verið í eigu Þverárhrepps og notuð sem afréttarland
hreppsins, aðallega fyrir sauðfé. Undanfarin síðustu ár hefur lítið verið rekið
af fé þangað og sum ár ekkert.

Sigurlaug Guðmundsdóttir (1853-1927) Hólabaki

  • HAH06669
  • Einstaklingur
  • 30.9.1853 - 30.4.1927

Sigurlaug Guðmundsdóttir 30.9.1853 - 30.4.1927. Húsfreyja að Ægissíðu á Vatnsnesi, Hún. Var á Hólabaki, Þingeyrasókn, Hún. 1880. Húsfreyja á Geirastöðum, Þingeyrasókn, Hún. 1901. Enniskoti 1855 og 1860, vinnukona Melrakkadal 1870. Guðrúnarstöðum í Vatnsdal 1910 og 1920

Sigríður Jónsdóttir (1856) Gili Svartárdal

  • HAH06672
  • Einstaklingur
  • 19.1.1856 -

Sigríður Jónsdóttir skírð 19.1.1856. Var í Dæli, Glaumbæjarsókn, Skag. 1860 og 1870. Vinnukona Fjósum 1880. Húsfreyja á Gili, Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1890. Húsfreyja í Gili, Holtastaðasókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Gili í Svartárdal, A-Hún.

Ingibjörg Jónsdóttir (1891-1974) Reynhólum

  • HAH04280
  • Einstaklingur
  • 9.12.1891 - 4.6.1974

freyja á Þverá, Efri-Núpssókn, V-Hún. 1930. Var á Reynhólum, Ytri-Torfustaðahr., V-Hún. 1957. Húsfreyja á Reynihólum. Síðast bús. í Ytri-Torfustaðahreppi.

Sveinbjörn Hjálmarsson (1905-1974) Seyðisfirði

  • HAH06741
  • Einstaklingur
  • 29.12.1905 - 5.12.1974

Sveinbjörn Jón Hjálmarsson 29.12.1905 - 5.12.1974. Verkamaður. Daglaunamaður á Seyðisfirði 1930. Síðast bús. á Seyðisfirði. Formaður verkamannafélagsins Fram.

Stefán Helgason (1833-1906) flakkari í V-Hvs

  • HAH06747
  • Einstaklingur
  • 30.8.1833 - 25.5.1906

Stefán Helgason 30.8.1833 - 25.5.1906. Var á Saurum, Melstaðarsókn, Hún. 1835. Var á Litlutungu, Staðarbakkasókn, Hún. 1845. Var á Barkastöðum, Staðarbakkasókn, Hún. 1860. Flakkari á Bálkastöðum, Melstaðarsókn, Hún. 1870. Flækingur á Kollafossi, Efranúpssókn, Hún. 1880. Flakkari í Litlutungu, Staðarbakkasókn, Hún. 1901.

Stefán Helgason var sá þeirra farandmanna, sem eg man eftir, er þótti meðal hinna hvimleiðustu. Hann hafði fátt í fari sínu, er til kosta gæti talist, þótt hann hinsvegar væri að mestu láus við þá ókosti, er sumir flakkarar höfðu til að bera. Aldrei heyrði eg hann kendan við óráðvendni, og þótt hann væri flestum illyrtari, er honum mislíkaði, þá var hann laus víð að bera róg og kjaftaslúður milli manna; var venjulega öllu mýkri í umtali en víðiali. Alla jafna var hann mjög hvass í máli; röddin og tónninn eins og hann væri altaf að rífast. En þó var hann kjarklaus gunga, ef á móti var tekið, á. m. k. ef hann hélt að til handalögmáls mundi koma. Hann var þó allmikill vexti og burðalegur. Hefir því tæpast verið mjög ósterkur, ef ekki hefði brostið kjark eða vana til að beita sér við verk eða átök.
Varla mun nokkur þessara flækinga hafa verið jafn óþrifinn og Stefán eða ræfilslegur. Hann át ýmsan óþverra, sem velsæmis vegna er ekki hægt að segja frá eða færa i letur. Einhverju sinni hafði hann stolið ketti, lógað honum og soðið i hvernum á Reykjum í Hrútafirði, og því næst etið með góðri lyst. Sagði hann að
kjötið hefði verið „allra ljómandi besti matur", enda væri það ekki furða, því að kötturinn hefði altaf lifað á úrvalsmat og „ekki gert nokkurt ærlegt handarvik".
Stefán þvoði sér um andlit og hendur úr „eigin vatni", og var þvi oft svell-gljáandi í framan. Rúm þau, er hann svaf í á bæjum, varð jafnan að hreinsa og þrífa á sérstakan hátt og dugði varla, því að alt var krökt og kvikt eftir hann. — Hann var því sjaldan veikominn á bæjum. Og þegar svo ofan á óþrifnaðinn bættist
afskapleg geðvonska, sílfeldar skammir og vanþakklæti fyrir alt, sem honum var gott gert, þá var ekki að undra, þó að hann yrði flestum leiður, enda gekk það oft svo, er hann kom á bæi og baðst gistingar, að hann fékk að vera með því skilyrði, að hann lofaði að koma aldrei oftar á það eða þau heimili, en slík loforð hans gleymdust oftast er frá leið.

Sigríður Jónasdóttir (1857-1925) Árbakka

  • HAH06759
  • Einstaklingur
  • 17.8.1857 - 14.9.1925

Sigríður Jónasdóttir 17.8.1857 - 14.9.1925. Húsfreyja Holtastöðum 1880, á Syðri-Ey, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1890. Húsfreyja í Árbakka, Spákonufellssókn, Hún. 1901.

Sigríður Hannesdóttir (1860) Kistu

  • HAH02208
  • Einstaklingur
  • 26.6.1860 - 5.11.1944

Sigríður Ingibjörg Hannesdóttir 26.6.1860 - 5.11.1944. Húsfreyja á Kistu, Vesturhópshólasókn, Hún. 1901. Húskona á Kistu, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Húskona Haukagili 1890.

Þorsteinn Jónsson (1843-1920) Hæli Torfalækjarhr og Betel Gimli

  • HAH07077
  • Einstaklingur
  • 13.5.1843 - 28.2.1920

Þorsteinn Jónsson 13.5.1843 - 28.2.1920. Var í Ytribrekkum, Hofsstaðasókn, Skag. 1845. Vinnumaður á Akri, Þingeyrasókn, Hún. 1870. Húsbóndi á Hæl, Þingeyrasókn, Hún. 1880 og 1890. Fór til Vesturheims 1900 frá Hæl, Torfalækjarhreppi, Hún. Síðast bús. í Betel, Gimli.

Niðurstöður 201 to 300 of 953