Gunnhildur Erla Þórmundsdóttir fæddist í Reykjavík 3.6.1930. Hún andaðist á Ljósheimum á Selfossi 24. júlí 2020. Foreldrar hennar voru Þórmundur Guðmundsson, f. 27.10. 1905, d. 25.2. 1991 og Vilborg Jónsdóttir, f. 24.11. 1924, d. 28.2. 1983. Systkini hennar voru Þórunn Þórmundsdóttir, f. 30.4. 1928, d. 21.1. 1949. Gunnar Þórmundsson, f. 30.7. 1929, d. 26.1. 1930. Þórmundur Þórmundsson, f. 5.12. 1932, d. 4.11. 2009. Fyrri maki Gunnhildar var Skúli Jakobsson Bergstað, f. 7.7. 1918, d. 17.11. 1963. Börn þeirra eru 1) Jakob Þór Skúlason, f. 14.7. 1947, maki: Pála Þrúður Jakobsdóttir, f. 25.4. 1948, d. 25.8. 2008. Þau skildu. Börn þeirra eru Skúli Jakobsson, f. 5.8. 1967. Kristinn Jakobsson, f. 11.6.1969. Sambýliskona Jakobs er Jóhanna Bryndís Hallgrímsdóttir, f. 15.11.1949. Hennar börn eru Hallgrímur Ingi Þorláksson, f. 19.5. 1968, Þorvaldur Þorláksson, f. 23.9. 1972. 2) Þórmundur Skúlason, f. 27.5. 1951, maki: Sólborg Rósa Hjálmarsdóttir, f. 29.6. 1957, d. 25.7. 2016. Börn þeirra eru Gunnhildur Erla Þórmundsdóttir, f. 14.12. 1982, Birna Hjördís Þórmundsdóttir, f. 28.6. 1985. Skúli Már Þórmundsson, f. 3.6. 1991. Barn Sólborgar Rósu er Hulda Hákonardóttir, f. 5.1. 1980. 3) Vilberg Skúlason, f. 11.3. 1957, maki: Guðlaug Skúladóttir, f. 14.1. 1955. Börn þeirra eru Arnór Brynjar Vilbergsson, f. 6.1. 1975, Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, f. 3.8. 1979. Skúli Steinn Vilbergsson, f. 7.4. 1984. Seinni maki Gunnhildar var Bjarni Eyvindsson, f. 3.5. 1920, d. 9.11. 2007. Börn Bjarna eru: Eyvindur, f. 5.10. 1949, maki: Þórdís Magnúsdóttir, f. 2.7. 1950. Kjartan, f. 18.5. 1951, maki: Sigfríður Inga Wíium, f. 1.1. 1951, Rakel Móna, f. 16.12. 1954, maki: Ármann Ægir Magnússon, f. 19.5. 1952, Gréta Mjöll, f. 10.10. 1958, maki: Björn Rafnar Björnsson, f. 16.4. 1958, Ingvar, f. 5.2. 1960, maki: Hrafnhildur Loftsdóttir, f. 14.4. 1966, Svanur, f. 4.3. 1965, maki: Gunnhildur Gestsdóttir, f. 26.5. 1965.
Gunnhildur fæddist í Reykjavík en fluttist ung með foreldrum sínum á Selfoss. Hún stundaði nám í Barnaskóla Selfoss og seinna í Kvennaskólanum á Blönduósi eftir að hún flutti þangað. Gunnhildur giftist Skúla Jakobssyni mjólkurfræðingi og bjuggu þau fyrstu árin í Reykjavík en fluttu á Blönduós árið 1949. Þau byggðu sér fallegt heimili á Húnabraut 34 og framtíðin blasti við þeim þegar Skúli féll frá 1963. Gunnhildur flytur á Selfoss í framhaldinu á sínar æskustöðvar. Hún starfaði hjá KÁ og lengst í apótekinu. Seinni maður hennar var Bjarni Eyvindsson byggingameistari og bjuggu þau í Hveragerði. Vinnustaður Gunnhildar í Hveragerði var NLFÍ. Gunnhildur var mikil félagsmálamanneskja, Sontaklúbburinn og Skátastarfið sem hafði fylgt henni alla ævi voru hennar helstu áhugamál ásamt kvennabaráttu allri og sat hún í stjórn Sunnlenskra kvenna um árabil. Gunnhildur var mikil hannyrðakona og komu mörg listaverkin frá henni allt til síðasta dags.
Útförin fer fram frá Hveragerðiskirkju í dag, 12. ágúst 2020, klukkan 13. Vegna aðstæðna í samfélaginu er athöfnin einungis fyrir allra nánustu. Streymt verður frá athöfninni. www.facebook.com/hveragerdiskirkja