Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Davíð Björnsson (1890-1981) sjómaður og bóksali 763 Banning Str, Winnipeg
Parallel form(s) of name
- Davíð Björnsson
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
7.7.1890 - 30.9.1981
History
Davíð Björnsson 7. júlí 1890 - 30. september 1981 Útskrifaðist úr búnaðarskólanum á Hólum 1914. Fluttist vestur um haf 1924. Stundaði fiskveiðar þar fyrst um sinn, en gerðist síðan bóksali. Var skrifari Íslendingadagsins í 18 ár. KII. 4.8.1945: Hallgerður Róslaug Jónsdóttir, f. 12.4.1893.
Places
Legal status
Functions, occupations and activities
Fluttist vestur um haf 1924. Stundaði fiskveiðar þar fyrst um sinn, en gerðist síðan bóksali við 763 Banning St. Var skrifari Íslendingadagsins í 18 ár. Davíð Björnsson er Húnvetningur að ætt, fæddur að Þorbjarnarstöðum í Garðasókn í Gullbringusýslu en þar var móðir hans á ferð en var til heimilis í Enniskoti í Húnavatnssýslu á þessum tíma. Hann ólst upp við algeng sveitastörf, hlaut fyrstu skólamenntun sína í Hnífsdal við Ísafjarðardjúp. Síðar hóf hann nám við Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal, brautskráðist þaðan sem búfræðingur vorið 1914 og gerðist þá um skeið kennari við Hólaskóla í verklegum námsgreinum. — Síðar hóf hann trésmíðanám í Reykjavík og stundaði þá iðn í nokkur ár. Davíð fluttist til Vesturheims árið 1924. Vann hann þá fyrst við fiskveiðar á Winnipegvatni, en hóf síðan smíðastörf í Winnipeg. Sakir heilsubrests varð hann að leggja smíðarnar á hilluna. Eftir langa dvöl á sjúkrahúsi tók hann við íslenskri bókaverslun hér í borg og miðlaði löndum sínum þannig andlegri fæðu að heiman í 18 ár. Hann gerðist þá atkvæðamaður í flestum Íslendingafélögum, skrifaði mikið og orti. Ekki verslaði Davíð einungis með bækur, heldur safnaði hann þeim. Kom hann sér upp fágætu safni vesturíslenskra bóka og handrita, sem hann síðar gaf Landsbókasafni íslands.
In Memoriam: Davíð Björnsson passed away in Winnipeg September 30. He was born in Iceland in 1890 but emigrated to Canada in 1924. Björnsson was a writer, book-binder and proprietor of his own bookstore on Sargent Ave., Winnipeg. He was a very prominent figure in the Icelandic Festival Committee for 18 years, member of the Icelandic Male Choir of Winnipeg for 20 years and was on the board of Icelandic Canadian Frón for 16 years.
Mandates/sources of authority
Vakna þú ísland! útverðirnir sungu.
Ómarnir flugu yfir brimhvít höf.
Fjallkonan kallar alla hina ungu
upp, fram til sigurs. Leyfa má ei töf.
Tröllvaxnar fylgjur liðins aldaranda,
ógnuðu þeim, sem ryðja vildu braut.
Fjötruðu þá, sem hefjast vildu handa.
Hundeltu þá, sem létta vildu þraut.
Glottu við tönn og stóðu föstum fótum
fullhugar Íslands, djarfir, sannir menn.
Andþrengsla voðann rifu upp með rótum.
Rokvindar þjóta. — Fjöllin standa enn.
Nú hefir ísland fullveldi sitt fengið.
Fegursti draumur sá er þjóð vor á,
hefir rætzt, og gullöld aftur gengið
í garð, sem áður undir fargi lá.
Risin er öld, sem gróandanum gagnar.
Gullfagrar sýnir hrífa þjóðarsál
í þúsund liðu. Fjallkonan því fagnar.
Í frjálsum huga þroskast guðamál.
Fossarnir syngja, fagna virkjan nýrri.
Fæðast í Ijós og gera býlin hlýrri.
Gróandann auka, byggðir verða betri.
Blómkrónur springa út á hlíðarsetri.
Framtökin stækka, fleiri hendur vinna.
Fólkið er glatt þó mörgu hafi að sinna.
Lukkunnar hjól því leikur mjúkt í hendi
líðandi ár. Það áldrei frá þeim vendi.
Frjálsu í landi, œskan kyndir elda,
einhuga, djörf, sem fylking æðri velda.
Stefnir að marki þráðu heilum huga.
Heldur skal falla en lifa og ekki duga.
Framtíðin björt skal hlúa að lýð og landi.
Lýðræðis starfið tengjast friðarbandi.
Samhent til frama leiðist orka og andi. —
Ættlandið verndar heilladís frá grandi.
Davíð Björnsson
Lögberg 8.8.1946
http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2203898
Internal structures/genealogy
Foreldrar hans; Guðrún Bjarnadóttir 8. júlí 1860 - 14. maí 1936. Vinnukona og húskona á Litlu-Giljá og víðar. Vinnukona í Steinnesi, Þingeyrasókn, A-Hún. 1910. Fluttist til Vesturheims og sambýlismaður hennar; Björn Hjálmarsson 28. nóvember 1862 - 28. janúar 1938 Lausamaður víða í V-Hún., húsmaður á Litlu-Giljá í SVeinsstaðahr., A-Hún., síðast verkamaður í Reykjavík, þau slitu samvistir. Sagður ekkill í mannt 1920.
Systkini Davíðs
1) Jón Páll f um1895 mt 1901
2) Steinþór Björn Björnsson 28. mars 1900 - 4. janúar 1986 Bóndi á Breiðabólsstað, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Breiðabólsstað, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Sveinsstaðahreppi. Kona hans 31.10.1925; Ingibjörg Jónasdóttir 31. október 1899 - 4. apríl 1978 Húsfreyja á Breiðabólsstað, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Breiðabólsstað, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Sveinsstaðahreppi, systir Hafsteins á Njálsstöðum.
Kona Davíðs; Kristjana Guðbrandsdóttir Norðdahl 7. ágúst 1895 - 25. maí 1983 Var í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Bergþórugötu 23, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Þau skildu.
Barn þeirra;
1) Erling Eyland Davíðsson 8. mars 1916 - 8. september 1974 Sjómaður í Garði, síðar leigubílstjóri í Keflavík. Síðast bús. í Keflavík. Kona hans; Ingunn Böðvarsdóttir 10. júlí 1917 - 19. október 1990 Var í Grimsby 3 og 4, Reykjavík 1930. Síðast bús. í Kópavogi.
2) Gunnar Axel Davíðsson 1. maí 1921 - 13. júlí 2002 trésmiður, kona hans Kristín Stefánsdóttir frá Sauðárkróki fædd 12.6.1927
Seinni kona Davíðs 4.8.1945; Hallgerður Róslaug Jónsdóttir (Rose Björnsson) f. 12.4.1893 Winnipeg.
General context
Davíð Björnsson býr enn búi sínu á 763 Banning St. hér í borg. Hann varð níræður þann 7. júlí síðastliðinn og af ýmsum ástæðum viðeigandi að þeirra tímamóta sé minnst á ritstjórnarsíðu Islendingadagsblaðs Lögbergs-Heimskringlu. Má rétt geta þess að Davíð hefur skrifað mikið, bæði í bundnu máli og óbundnu, fyrir íslensku vikublöðin í Winnipeg og var um skeið ritstjóri Heimskringlu. Þá er nafn hans nátengt sögu Islendingadagsins, en hann var ritari Islendingadagsnefndar í næstum tvo áratugi. Stóð hann meðal annarra að baki þeirri ráðstöfun að flytja Íslendingadagshátíðina frá Winnipeg til Gimli. Jónas Þór hefur bent á það á öðrum stað í þessu blaði að snarpar umræður hafi orðið um það hvort heppilegt væri að velja íslendingadeginum stað utan Winnipegborgar. Davíð Björnsson ritaði þá einarðlega grein og leiddi fram svo sterk rök fyrir því að íslendingadagurinn hlyti að eiga sína framtíð á Gimli að ekki varð á móti mælt. Eftir nærfellt hálfa öld sem liðin er frá fyrsta íslendingadeginum á Gimli geta menn nú gert það upp við sig hvort Davíð eigi skilið lof eða last fyrir greinarskrifið. Hyggjum við þó að hin glæsta saga hátíðarinnar síðustu 5 áratugina tali sínu máli svo skýrt að Davíð hljóti lofsyrðin ómenguð. Fundargerðir Islendingadagsins færði Davíð með fágætri kostgæfni, enda bæði rit- og stílhagur maður. Á starfstímabili sínu í nefndinni hafði hann forgöngu um að safna bréfum frá vesturíslenskum gullafmælisbörnum. Hefur Jónas Þór gert nánari grein fyrir því safni annars staðar í blaðinu.
Davíð Björnsson er Húnvetningur að ætt, fæddur að Litlu-Giljá í Húnavatnssýslu. Hann ólst upp við algeng sveitastörf, hlaut fyrstu skólamenntun sína í Hnífsdal við Ísafjarðardjúp. Síðar hóf hann nám við Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal, brautskráðist þaðan sem búfræðingur vorið 1914 og gerðist þá um skeið kennari við Hólaskóla í verklegum námsgreinum. — Síðar hóf hann trésmíðanám í Reykjavík og stundaði þá iðn í nokkur ár. Davíð fluttist til Vesturheims árið 1914. Vann hann þá fyrst við fiskveiðar á Winnipegvatni, en hóf síðan smíðastörf í Winnipeg. Sakir heilsubrests varð hann að leggja smíðarnar á hilluna. Eftir langa dvöl á sjúkrahúsi tók hann við íslenskri bókaverslun hér í borg og miðlaði löndum sínum þannig andlegri fæðu að heiman í 18 ár. Hann gerðist þá atkvæðamaður í flestum Íslendingafélögum, skrifaði mikið og orti. Ekki verslaði Davíð einungis með bækur, heldur safnaði hann þeim. Kom hann sér upp fágætu safni vesturíslenskra bóka og handrita, sem hann síðar gaf Landsbókasafni íslands.
Hér eru ekki tök á að gera grein fyrir menningarstörfum Davíðs Björnssonar. Hins vegar eru þeir mjög samaldra hann og Islendingadagurinn og við hæfi að senda báðum hugheilar árnaðaróskir.
H.B.
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the associate of
Davíð Björnsson (1890-1981) sjómaður og bóksali 763 Banning Str, Winnipeg
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the child of
Davíð Björnsson (1890-1981) sjómaður og bóksali 763 Banning Str, Winnipeg
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the parent of
Davíð Björnsson (1890-1981) sjómaður og bóksali 763 Banning Str, Winnipeg
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 29.1.2018
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
®GPJ ættfræði http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2234455