Ráðskona á Finnstöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Ráðskona á Hesti í Andakíl. Síðast bús. í Hafnarfirði. Ógift. Sigrún Theódóra Jakobsdóttir fæddist 12. desember 1892 að Vakursstöðum í Hallárdal í Austur Húnavatnssýslu.
Ómegð og erfiðleikar urðu því valdandi að Sigrún var send i fóstur ársgömul. — Kjör mannanna eru misjöfn og hlutskipti hið sama. Það hlaut Sigrún að reyna frá upphafi lífsferils síns. Sigrún komst i góða vist. Hún var tekin i fóstur af hjónunum Sveini Jónssyni bónda í Hafursstaðakoti í Refasveit og konu hans Maríu Guðmundsdóttur. Hún naut þar ástríkis og atlætis sem væri hún eitt af börnum hjónanna. Þau eignuðust hins vegar þrjú börn, tvær dætur og einn son. Af fóstursystkinum Sigrúnar er nú aðeins eitt á lifi, Guðrún á 92. aldursári.
Sigrún Jakobsdóttir dvaldi í Hafursstaðakoti fram til tvítugsaldurs og var það heimili í huga hennar alla tíð hin mikla kjölfesta, sú tenging við lífið, sem sannaði að þrátt fyrir umbrot og sviptivinda, er þó skjól að fá, þar sem er hjartarúm og friðarreitur. Innan við fermingaraldur gerðist sá atburður í lífi Sigrúnar, sem skóp henni örlög, varð henni fjötur og helsi. Hún fékk berkla, er bjuggu um sig sem fótamein. Urðu þau sár ekki grædd, en það örþrifaráð að taka fótinn burtu til að bjarga lífi hennar. Sigrún hlaut því að vera bundin rúmi sínu þau ár ævinnar, sem öðrum eru ár mestra umbrota og æskufjörs. Það var erfiður og langur tími og fór ekki hjá þvi, að hann skildi eftir varanleg áhrif á hugsun og þrek.
Meðan Sigrún liggur rúmföst, nemur dauðinn burtu fósturforeldra hennar, Svein og Maríu. Við örkuml bætist sár ástvinamissir. En það er harmabót að dauði fósturforeldranna breytir engu um ástríki hinnar samhentu fjölskyldu í Hafursstaðakoti. Við búsforráðum hafa nú tekið Guðrún fóstursystir hennar og maður hennar Magnús Bjarni Steingrímsson 3. apríl 1881 - 25. júlí 1951 Bóndi á Bergsstöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Bóndi og búfræðingur Þverá og á Sæunnarstöðum á Hallárdal og víðar í Vindhælishr., A-Hún. Hjá þeim dvelst Sigrún áfram. Brátt er rúmlegan á enda.
Æskukoma byrjar að nýju að feta lífsbraut í hópi hinna heilbrigðu, sem svo eru kallaðir. Hún styðst við hækjur, en horfir með einbeitni og ákveðnum lífsvilja fram á ókunna stigu.
Sigrún yfirgefur Finnsstaði ásamt fósturdóttur sinni. Hún er enn á Norðurlandi næstu 12 árin. Störfin, sem hún tekur að sér, eru margvísleg. Ýmist er hún ráðskona eða hjálparstúlka á heimilum vandalausra. Hún kynnist kjörum og lífi þeirra, sem rækta jörðina, sem og hinna, sem sækja sjóinn. — En hvert sem leið hennar liggur, hlýtur fósturdóttirin að fylgja, augasteinninn hennar. Sá fórnandi kærleikur, sem þar birtist, var hljóður en máttugur.
Aftur liggur leið Sigrúnar Jakobsdóttur til Reykjavíkur Hún hefur þá líklega ekki síður í huga framtíð fósturdóttur sinnar, að auðveldara muni að skapa fastan samastað syðra, líf þeirra muni taka á sig heilsteyptari mynd. — Eftir komuma suður gerist Sigrún hjálparstúlka hjá Halli Hallssyni, tannlækmi, og var það fjölda ára. Féll henni vistin vel og átti þaðan góðar og fagrar endurminningar.
Þó fór svo að lokum, að sjúkravist reyndist óumflýjanleg. Sigrún fékk vist á sjúkrahúsinu Sólvangi í Hafnarfirði. Þar dvaldi hún síðustu árin, og þar andaðist hún hinn 13. nóvember síðastliðinn á 78. aldursári.