Sigurbjörg Þórðardóttir (1907-1990) Brautarlandi, Víðidal

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Sigurbjörg Þórðardóttir (1907-1990) Brautarlandi, Víðidal

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

  1. maí 1907 - 19. jan. 1990

History

Húsfreyja í Galtarnesi, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Húsfreyja á Brautarlandi í Víðidal, Þorkellshólshr., V-Hún.Síðast bús. í Reykjavík.

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Sigurbjörg Þórðardóttir var fædd í Víðidal 14. maí árið 1907. Voru foreldrar hennar hjónin Þórður Hannesson (d. 1946), bóndi í Galtanesi, og Dýrunn Jónsdóttir (d. 1943).

Bróðir hennar:

Hannes Sigurjói (28. feb. 1915 - 17. apríl 1967) Kona hans var Jósefína Björnsdóttir, fædd 1924. Eignuðust þau tvo syni og eina dóttur sem komust til aldurs.

Sigurbjörg giftist hinn 2. júní 1929, Steindóri Ragnari Benediktssyni (1. mars 1898-28. Janúar 1971) Fæddur að Torfustöðum í Miðfirði. Voru foreldrar hans hjónin Ragnheiður Guðmundsdóttir og Benedikt Jóhannsson sem þar bjuggu allan sinn búskap.

Systkin Steindórs:

  1. Jón Emil (6. júní 1895 - 2. mars 1970), bjó lengi á Hvammstanga, einhleypur.

  2. Ingibjörg Guðný (28. apríl 1904 - 18. sept. 1965), bjó á Ytri-Völlum í Kirkjuhvammshreppi.

  3. Björn (27. apríl 1905 - 4. maí 1964), bjó á Torfustöðum.

  4. Jóhann Ólafur (16. jan. 1907 - 31. jan. 1962), bjó á Hvammstanga.

  5. Guðrún Aðalheiður (27. jan. 1912 - 7. des. 1981), var á Torfustöðum syðri, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930. Síðast bús. í Reykjavík.

Börn Sigurbjargar og Steindórs:

  1. Þórunn. (14. apríl 1932 - 18. júlí 1998) , gift Tryggva Kristjánssyni. Þau búa á Akureyri, eiga þrjá syni og eina dóttur.

  2. Benedikt Heiðar. (18. júlí 1939), búsettur í Garðabæ, kvæntur Þóreyju Eyjólfsdóttur, eiga tvær dætur og einn son.

  3. Ingólfur Arnar. (9. ágúst 1942), kvæntur Ingu Þyri Kjartans- dóttur, þau eru búsett í Kópavogi og eiga eina dóttur. Með fyrri konu sinni, Ólöfu Haraldsdóttur, eignað- ist hann son sem nú er tæplega tvítugur. Þau skildu.

  4. Dýrunn Ragnheiður. (4. ágúst 1945 - 9. des. 2019), búsett í Reykjavík, gift Sverri Haraldssyni, þau eiga tvær dætur.

  5. Hér hefur barna þeirra Sigurbjargar og Steindórs, er upp komust, verið getið. Fyrsta barn sitt, er fæddist 9. maí 1930 og hlaut í skírninni nafnið Þórunn Ragnhildur, misstu þau hjón tæplega ársgamalt. (9. maí 1930 - 25. apríl 1931)

General context

Hjónaminning

Kvatt hefur jarðlífið roskin kona eftir langt sjúkdómsstríð. Þegar rifjuð eru upp æviatriði hennar og lífsstarf er við hæfi að minnast mannsins sem hún deildi kjörum með í yfir fjóra áratugi. Líf samhentra hjóna rennur oft saman, það er eðlilegt og þannig á það raunar að vera. Bæði voru þau upprunnin í sveit og þar ólu þau aldur sinn að meginhluta, þar fæddust börn þeirra og ólust upp. Þau skiluðu þjóðinni mannvænlegum börnum, yrktu jörðina og reistu býli þar sem áður var aðeins beitarjörð. Ef þetta er ekki sjálf gæfan, þá veit ég ei hvar hana er að finna. Auðvitað er lífið ekki óslitin röð happa og sigra, einnig ósigrar. Skáldið frá Kirkjubóli í Bjarnadal, Guðmundur Ingi, orðar það snilldarega á þessa leið: Afrek í ósigrum lífsins er aldrei tilgangslaust. Hjónin sem hér er minnst áttu sér þann draum að gera landið byggi- legra en það var, er þau hófu lífsstarfið saman á morgni ævinnar. Þeim tókst það. Hvað er það sem samhent hjón geta ckki? Enginn mannlegur félagsskapur er sigur- stranglegri en sá er maður og kona standa að af heilum hug, ást og eindrægni.

Sigurbjörg og Steindór gengu í hjónaband hinn 2. júní 1929. Hún var fædd í Víðidal 14. maí árið 1907. Voru foreldrar hennar hjónin Þórður Hannesson (d. 1946), bóndi í Galtanesi, og Dýrunn Jónsdóttir (d. 1943). Þau bjuggu saman í Galtanesi í 37 ár. Auk dótturinnar Sigurbjargar, sem hér er minnst, eignuðust þau soninn Hannes sem tók við búi í Galtanesi að föður sínum látnum. Hann varð skammlífur, lést aðeins 52 ára, hinn 17. apríl 1967. Kona hans var Jósefína Björnsdóttir, fædd 1924, nú búsett í Kópavogi. Eignuðust þau tvo syni og eina dóttur sem komust til aldurs.

Steindór Ragnar Benediktsson var fæddur 1. mars 1898 að Torfustöðum í Miðfirði. Voru foreldrar hans hjónin Ragnheiður Guðmundsdóttir og Benedikt Jóhannsson sem þar bjuggu allan sinn búskap og áttu sex börn. Auk Steindórs voru börnin þessi: 1. Jón, bjó lengi á Hvammstanga, einhleypur. 2. Ingibjörg, bjó á Ytri-Völlum í Kirkjuhvammshreppi. 3. Björn, bjó á Torfustöðum. 4. Jóhann, bjó á Hvammstanga, hann dó aðeins fimmtugur. 5. Guðrún, hún var yngst af þeim systkinum. Steindór og Sigurbjörg hófu búskap í Galtanesi, föðurleifð hennar, eftir að þau giftu sig, sem fyrr er frá greint í þessari samantekt. En þau áttu sér þann draum að vera sjálfstæðar manneskjur. Þau fengu til eignar hluta úr landi Galtaness og nefndu Brautarland. Þar varð að byggja allt frá grunni. Landið varð einnig að rækta. Þetta var mikið verkefni ungum hjónum og tímarnir voru allt annað en hagstæðir. Hin magnaða fjárhagskreppa sem hófst 1929 lék marga grátt, ekki síst bændur þessa lands. Þá var mæðiveikin ekkert lamb að leika sér við. Á henni fengu þau að kenna svo að um munaði. En allt hélst þó í horfinu, því bæði voru dugleg, hagsýn og reglusöm. Steindór var að vísu lengst af fremur heilsutæpur en var þó mjög duglegur verkmaður. í Brautarlandi bjuggu þau öll sín bestu starfsár. Árið 1963 fékk Steindór hjartaáfall. Var þá ekki um annað að gera en hætta búskap. Fluttust þau þá til Reykjavíkur og festu þar kaup á góðri íbúð í Ljósheimum 22. Steindór rétti við hvað heilsu snerti er suður var komið og tók upp störf. Vann hann til dauðadags að kalla hjá Ríkisútvarpinu. Sigurbjörg vann á Kleppsspítala meðan heilsan entist. En lífið var ekki eingöngu starf og strit hjá þeim hjónum. Þau höfðu bæði yndi af fögrum tónum. Hann lék á harmóníum, sem raunar var aldrei nefnt annað en orgel í sveitum þessa lands. Hann var kirkjuorganisti í Víðidalstungu allan sinn búskap í Víðidal. Hann kenndi og nokkrum að leika á hljóðfæri, meðal annarra Hannesi mági sínum í Galtanesi, er síðar tók við starfi hans sem kirkju- organisti. Heima í Brautarholti voru kórar æfðir iðulega, þar var þá mikið sungið eins og að líkum lætur. Það fyrsta sem þau hjón keyptu, er flutt var að Brautarlandi, var harmóníum er kostaði 700 krónur, stórfé árið 1936. Mörgum fannst það mögnuð óráðsía, en bóndinn í Galtanesi gat sagt eins og skáldið góða frá Fagranesi: „Hjartað heimtar meira en húsnæði og brauð.“ Þegar upp er gert ævistarf hjóna fer ekki hjá því að nefnt sé það sem þau lögðu dýrast fram: börnin þeirra. Við lifum að nokkru áfram í börnum okkar. Hér skal að lokum getið barna Sigurbjargar og Stein- dórs er upp komust: 1. Þórunn. Fædd 14. apríl 1932, gift Tryggva Kristjánssyni. Þau búa á Akureyri, eiga þrjá syni og eina dóttur. 2. Benedikt. Fæddur 18. júlí 1939, búsettur í Garðabæ, kvæntur Þór- eyju Eyjólfsdóttur, eiga tvær dætur og einn son. 3. Ingólfur Arnar. Fæddur9. ágúst 1942, kvæntur Ingu Þyri Kjartans- dóttur, þau eru búsett í Kópavogi og eiga eina dóttur. Með fyrri konu sinni, Ólöfu Haraldsdóttur, eignað- ist hann son sem nú er tæplega tvítugur. Þau skildu. 4. Dýrunn Ragnheiður. Fædd 4. ágúst 1945, búsett í Reykjavík, gift Sverri Haraldssyni, þau eiga tvær dætur. 5. Hér hefur barna þeirra Sigur- bjargar og Steindórs, er upp komust, verið getið. Fyrsta barn sitt, er fæddist 9. maí 1930 og hlaut í skírninni nafnið Þórunn Ragnhildur, misstu þau hjón tæplega ársgamalt. Olli það þeim að vonum miklum harmi. En sem betur fór eignuðust þau börn síðar sem reyndust þeim vel, ekki síst henni sem síðustu árin var vistkona í Hátúni, farin að heilsu og kröftum. Dauðinn var henni mikil líkn, eins og komið var heilsu hennar. Hún andaðist á Landspítal- anum aðfaranótt föstudagsins 19. janúar sl., tæplega 83 ára að aldri. Hún var lögð til hinstu hvíldar við hlið manns síns í Fossvogskirkjugarði. Hér hefur verið reynt að bregða nokkru Ijósi á ævi hjóna sem skiluðu góðu dagsverki vegna þess hversu samhent þau voru. Þau máttu vart af hvort öðru sjá. Líf þeirra var oft erfitt, en örðugleikarnir þjöppuðu þeim saman. Barnabörn þeirra eru orðin 11 að tölu og barnabarnabörn- in 3. „Lífið heldur áfram Austur- stræti,“ yrkir Tómas Guðmundsson, og hann bætir við: „Og önnur kynslóð tekur við af hinni ...“ Þessi sannleikur endurtekur sig sífellt. Mest er um vert að skila framtíðinni einhverju. Það má telja að Sigurbjörg og Steindór hafi gert. Líf þeirra bar ríkulegan ávöxt. Blessuð sé minning þeirra og líf. A.B.S.

Kveðja frá mágkonu

Þegar Sigurbjörg frá Galtanesi er öll langar mig til að kveðja hana með nokkrum orðum. Er ég ung að árum giftist Hannesi bróður hennar og stóð fyrir búi ásamt honum á föðurleifð hans, Galtanesi, urðu Sigurbjörg og Steindór, maður hennar, næstu nágrannar okkar. En þau voru meira en það. Þau voru hollvinir og hjálpendur. Fyrir mig sem óreynda, unga konu var mikils virði að geta leitað til Sigurbjargar um ráðgjöf í daglegum störfum húsmóðurinnar. Til þess var hún ætíð reiðubúin. Oft kom ég að Brautarlandi og við bæði þá tæpa tvo áratugi sem þau voru nágrannar okkar, Sigurbjörg og Steindór. Heimili þeirra var glaðvært. Húsbóndinn lék á orgel og hafði yndi af tónlist. Sem unglingur í vist hjá séra Jóhanni Kr. Briem á Melstað nam hann orgelleik. Einnig hafði hann stundað nám í þessari listgrein í Reykjavík. Sigurbjörg eignaðist góðan eiginmann, henni samboðinn. Enginn fær umflúið ellina og þá hrörnun sem henni fylgir og nú er Sigurbjörg frá Galtanesi horfin frá okkur. Hinn efnislegi líkami hennar hefur verið lagður til hinstu hvíldar í skaut fósturjarðarinnar, við hlið elskaðs eiginmanns. Ég geymi einungis ljúfar minningar um Sigurbjörgu mágkonu mína og bið ég henni blessunar um tíma og eilífð.

Jósefina Björnsdóttir frá Galtanesi

Relationships area

Related entity

Þórður Hannesson (1871-1946) Galtanesi Víðidal (13.9.1871 - 26.5.1946)

Identifier of related entity

HAH04774

Category of relationship

family

Type of relationship

Þórður Hannesson (1871-1946) Galtanesi Víðidal

is the parent of

Sigurbjörg Þórðardóttir (1907-1990) Brautarlandi, Víðidal

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Dýrunn Jónsdóttir (1879-1943) Galtarnesi (17.11.1879 - 18.5.1943)

Identifier of related entity

HAH03038

Category of relationship

family

Type of relationship

Dýrunn Jónsdóttir (1879-1943) Galtarnesi

is the parent of

Sigurbjörg Þórðardóttir (1907-1990) Brautarlandi, Víðidal

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Þórunn Steindórsdóttir (1932-1998) Brautarlandi, V-Hún.

Identifier of related entity

Category of relationship

family

Type of relationship

Þórunn Steindórsdóttir (1932-1998) Brautarlandi, V-Hún.

is the child of

Sigurbjörg Þórðardóttir (1907-1990) Brautarlandi, Víðidal

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Dýrunn Steindórsdóttir (1945-2019) Brautarlandi í Víðidal (4.8.1945 - 9.12.2019)

Identifier of related entity

HAH08442

Category of relationship

family

Type of relationship

Dýrunn Steindórsdóttir (1945-2019) Brautarlandi í Víðidal

is the child of

Sigurbjörg Þórðardóttir (1907-1990) Brautarlandi, Víðidal

Dates of relationship

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH03844

Institution identifier

HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

MÞ 20.08.2025

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places