Sýnir 10412 niðurstöður

Nafnspjald

Jósefína Björnsdóttir (1924-2017) Galtanesi

  • HAH07960
  • Einstaklingur
  • 31.3.1924 - 7.5.2017

Jósefína Björnsdóttir fæddist 31. mars 1924. Jósefína fæddist að Hrappsstöðum í Víðidal í V.-Hún. og ólst þar upp hjá foreldrum sínum og systkinum. Húsfreyja og bóndi í Galtanesi í Þorkelshólshreppi, síðar saumakona í Kópavogi.
Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 7. maí 2017. Jósefína var jarðsungin frá Víðidalstungukirkju, 19. maí 2017, og hófst athöfnin klukkan 14.

Leó Guðlaugsson (1909-2004) frá Borðeyri

  • HAH07212
  • Einstaklingur
  • 27.3.1909 - 14.2.2004

Húsasmiður. Trésmíðalærlingur á Borðeyri 1930. Húsasmiður í Reykjavík 1945. Leó Guðlaugsson, húsasmíðameistari í Kópavogi, fæddist á Kletti í Geiradal í Barðastrandarsýslu 27. mars 1909. Móðir hans lést ung frá barnahópnum og voru börnin þá tekin í fóstur hjá vinum og skyldmennum á Ströndum og í Barðastrandarsýslu.
Leó ólst upp hjá Skúla Guðmundssyni, föðurbróður sínum, og Ólöfu Jónsdóttur, eiginkonu hans, á Þambárvöllum í Bitrufirði. Þar var systir hans Magdalena einnig fóstruð.
Hann lést í Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 14. febrúar 2004. Útför Leós fór fram frá Digraneskirkju 24.2.2004 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Hrólfur Ásmundsson (1911-2000) Hrísum

  • HAH07206
  • Einstaklingur
  • 24.7.1911 - 24.12.2000

Vegaverkstjóri. Lausamaður á Hrísum, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Var í Efri-Núp, Fremri-Torfastaðahr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Reykjavík.
Hrólfur Ásmundsson fæddist á Víðivöllum í Hróbergshreppi í Strandasýslu 24. júlí 1911.
Hann lést á Droplaugarstöðum 24. desember 2000. Útför Hrólfs fór fram frá Fossvogskirkju 4.1.2001 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Jóhanna Magnúsdóttir (1923-1985) Grund 1930

  • HAH05400
  • Einstaklingur
  • 30.7.1923 - 4.10.1985

Jóhanna Katrín Magnúsdóttir 30. júlí 1923 - 4. okt. 1985. Var á Grund , Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík.

Hulda Helgadóttir (1930-1995) Reykjavík

  • HAH08061
  • Einstaklingur
  • 4.9.1930 - 1.5.1995

Hulda Helgadóttir var fædd í Vestmannaeyjum 4. september 1930. Hulda fluttist með foreldrum sínum frá Vestmannaeyjum fjögurra vikna gömul, ólst upp og bjó í Reykjavík til dauðadags.
Hún lést í Landakotsspítala 1. maí 1995. Banamein hennar var krabbamein. Útför Huldu fór fram frá Bústaðakirkju 11.5.1995 og hófst athöfnin kl. 13.30. Jarðsett var í Fossvogskirkjugarði.

Birna Kristín Árnadóttir (1943) Reykjavík

  • HAH02629
  • Einstaklingur
  • 3.8.1943 - 25.4.2022

Birna Kristín Árnadóttir 3. ágúst 1943 - 25. apríl 2022. Reykjavík. Kvsk á Blönduósi 1960-1961. Flutti til Kaliforníu í Bandaríkjunum árið 1969. Á árunum 1985-1995 bjuggu þau á Íslandi en fluttu aftur til Kaliforníu þar sem þau eru búsett í dag.

Niðurstöður 4301 to 4400 of 10412