Showing 10352 results

Authority record

Sigríður Friðfinnsdóttir (1907-1992) Friðfinnshúsi

  • HAH06962
  • Person
  • 24.12.1907 - 26.1.1992

Sigríður Friðfinnsdóttir 24. desember 1907 - 26. janúar 1992. Vinnukona á Laugavegi 41, Reykjavík 1930. Var jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 7. febrúar kl. 13.30.

Sigríður Fanný Ásgeirsdóttir (1914-2006) Lækjarbakka Skagaströnd

  • HAH01892
  • Person
  • 14.2.1914 - 11.12.2006

Sigríður Fanný Ásgeirsdóttir fæddist á Höfðahólum á Skagaströnd 14. febrúar 1914. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 11. desember síðastliðinn.
Útför Sigríðar verður gerð frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Sigríður Erna Jóhannesdóttir (1942-2018) Reykjavík

  • HAH08305
  • Person
  • 10.1.1942 - 13.11.2018

Sigríður Erna Jóhannesdóttir fæddist í Reykjavík 10. janúar 1942.
Hún lést 13. nóvember 2018. Útför Sigríðar fór fram í Bústaðakirkju 26. nóvember 2018, klukkan 13.

Sigríður Einarsdóttir (1902-1992)

  • HAH01891
  • Person
  • 4.10.1902- 24.6.1992

Sigríður Einarsdóttir frá Eyrarlandi Fædd 4. október 1902 Dáin 24. júní 1992 Hún fæddist í dagrenningu þessarar aldar og dó skömmu fyrir sólarlag hennar. Langri ævi merkrar konu er lokið - á meðal okkar hún sofnaði svefninum langa inn í Jónsmessunóttina. Einkennandi fyrir hana, sem unni vorinu svo sem hún lýsti sjálf fyrir skömmu í bréfi: " . . . sem krakki fylltist ég svo sterkri ógn um leið og byrjaði að snjóa og skildi ekki fullorðna fólkið sem tók þessu með jafnaðargeði. Þá byrjaði ég strax að þrá vorið með lítil lömb, grænan gróður, blóm og fuglasöng".
Hún hét Sigríður Einarsdóttir og fæddist, ólst upp og bjó nánast alla sína ævi á Eyrarlandi, nú í Eyjafjarðarsveit.
Hún kvaddi þennan heim á þann veg sem hún var svo oft búin að óska sér - með fullri reisn. Hún skrifaði fyrir tveimur árum: "Þetta sígur allt til þessarar einu áttar sem við öll hljótum að feta, hvort sem okkur er það ljúft eða leitt. Ég segi bara með Davíð: "fyrr að kallið kemur, þá kem ég glaður um borð". Og hún kom svo sannarlega glöð um borð.
Hún skrifaði einnig: "Gamla fólkið okkar er alltaf að kveðja og ég samfagna því og gleðst með þeim sem eiga þörf á hvíldinni".
Útför hennar fer fram á Akureyrarkirkju í dag og enn skrifar hún: "Í þeirri kirkju er hljóður helgiblær, þar líður mér vel." Hún verður lögð til hinstu hvílu við hlið eiginmanns síns, í Kaupangskirkjugarði, í sveitinni hennar fögru.

Sigríður Eggertsdóttir (1877-1907) vk Þórormstungu 1901

  • HAH06659
  • Person
  • 30.7.1877 - 10.2.1907

Sigríður Guðrún Eggertsdóttir 30. júlí 1877 - 10. feb. 1907. Barn þeirra á Hvoli, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1880. Var á Hvoli, Breiðabólsstaðarsókn, Hún. 1890. Hjú í Þórormstungu, Undirfellssókn, Hún. 1901.

Sigríður Blandon Halling (1917-1968)

  • HAH01890
  • Person
  • 5.5.1917 - 8.5.1968

Var í Neðri-Lækjardal, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Hjúkrunarkona í Oxford. Sigríður Árnadóttir Blandon fæddist að Neðri-Lækjardal í Engihlíðarhreppi, A-Húnavatnssýslu þann 5. maí árið 1917. Hún var elzt fimm dætra þeirra hjóna Þorbjargar Jóneyjar Grímsdóttur frá Kirkjubóli, Tungusveit í Strandasýslu, og Árna Ásgríms Erlendssonar, síðar Blandon, frá Fremstagili í Langadal, A-Húnavatnssýslu.
Sigríður ólst upp í glöðum systrahópi, undir handleiðslu ástríkra foreldra. Vafalaust hefur heimilisbragur á æskuheimili hennar mótað skapgerð hennar og lífsviðhorf, í erfð og uppeldi hafði Sigríður hlotið gott veganesti. Hún var góðum gáfum gædd, drenglunduð, kærleiksrík og fórnfús. Hún var skemmtilegur hagyrðingur, þótt ekki hefði hún það í hávegum, slík var hógværð hennar.
Árið 1957 flutti fjölskyldan búferlum til Englands, en þar gekk Sigríður ætíð sem gestur á grund. Ættjarðarást hennar og þrá til Íslands var sterk og einlæg og samband hennar við foreldra sína og systur var svo náið og kærleiksríkt, að til sannrar fyrirmyndar var. Tvisvar kom fjölskyldan hingað í heimsókn og enn var hugsað til Íslandsferðar á þessu sumri. Ekki vildi Sigríður gerast enskur ríkisborgari og snemma hafði hún orð á því við eiginmann sinn, að hún óskaði eftir að hinzti hvilustaður yrði í íslenzkri mold. Ferðin heim varð með öðrum hætti en fyrirhugað var og verður útför Sigríðar gerð í dag frá Fossvogskapellu.

Sigríður Björnsdóttir (1907-2001)

  • HAH01889
  • Person
  • 13.1.1907 - 20.10.2001

Sigríður Björnsdóttir fæddist á Ísafirði 13. janúar 1907. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 20. október síðastliðinn. Sigríður ólst upp fyrstu árin á Ísafirði en fluttist til Reykjavíkur og síðan til Hafnarfjarðar. Sigríður og Árni bjuggu frá árinu 1933 í Einarsnesi 21 (sem þá hét Hörpugata) í Skerjafirði. Þau höfðu bæði mikinn áhuga á ræktun trjáa, berja og ýmissa matjurta og ber garðurinn í Einarsnesinu þess enn vitni. Jarðarberjauppskeran fór t.d. oft yfir 300 pund þegar vel áraði. Sigríður flutti árið 1995 að Hrafnistu í Reykjavík.
Útför Sigríðar fór fram í kyrrþey að hennar ósk í Fossvogskapellu hinn 30. október.

Sigríður Björnsdóttir (1902-1975) Skeggstöðum

  • HAH09056
  • Person
  • 3.5.1902-29.6.1975

Vinnukona á Skeggstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Blöndudalshólum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Bólstaðarhlíðarhreppi. M. Guðmundur Einarsson, bóndi.

Sigríður Björnsdóttir (1897-1990) frá Kornsá

  • HAH01888
  • Person
  • 25.1.1897 - 22.7.1990

Hún Sigríður á Laufásveginum, Sigríður Björnsdótttir, er látin, 92ja ára gömul. Það er hár aldur, enda mikið langlífi í ættinni. Kornsá var mikið höfðingjasetur eins og flestir bæir í Vatnsdal á þessum tíma og vildi Sigríður gjarnan kenna sig við Kornsá, þó ætti heima í Reykjavík.
Sigríður var glaðlynd og gamansöm og sérlega skemmtileg á vinafundum. Hún hafði ríka kímnigáfu og sagði skemmtilega frá. Fegurðarsmekk hafði hún góðan, vildi hafa allt í röð og reglu og góða umgengni í kringum sig og var mikið fyrir fallega hluti. Hún keypti aldrei ljótan hlut, allt varð að vera listrænt og smekklegt.
Árið 1925 giftist hún Jóni Árnasyni frá Stóra-Vatnsskarði í Skagafirði. Hann var framkvæmdastjóri hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga og síðar bankastjóri við Landsbanka Íslands og loks við Alþjóðabankann. Í sambandi við störf manns síns var hún mikið í utanlandsferðum og naut þess í ríkum mæli.
En sorgin barði líka að dyrum hjá Sigríði eins og mörgum öðrum. Árið 1948 missti hún einkadóttur sína, Ingunni Guðrúnu, af slysförum, 13 ára gamla. Þess beið hún aldrei bætur. Mann sinn missti hún á nýársdag 1977, og 1984 eldri son sinn, Björn, en Ebba kona hans lést árið 1974. Allur þessi ástvinamissir var henni mjög þungbær, en hún átti því láni að fagna að geta dvalið á eigin heimili til æviloka, þótt auðvitað þyrfti hún á stundum að dvelja á sjúkrahúsum vegna vanheilsu. Alltaf komst hún þó aftur heim og bjó þar í sambýli við Árnason sinn og Gíselu konu hans og naut þar aðhlynningar þeirra og barnabarnanna í ríkum mæli.
Fögur blóm og fallegur gróður voru henni til mikils unaðar og framá síðustu daga hafði hún hug á að láta laga til í garðinum sínum. Nú hefur hún lagt upp í sína hinstu för, þegar náttúran skartar sínu fegursta. Betri kveðjustund getur enginn kosið sér.

Sigríður Björnsdóttir (1880-1915) Ægissíðu

  • HAH07923
  • Person
  • 12.4.1880 - 21.8.1915

Sigríður Hansína Björnsdóttir 12. apríl 1880 - 21. ágúst 1915 af barnsförum. Var á Vatnsenda, Vesturhópshólasókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Ægissíðu.

Sigríður Bjarnadóttir (1910-1997) frá Odda

  • HAH05075
  • Person
  • 26.5.1910 - 18.3.1997

Sigríður Bjarnadóttir fæddist í Reykjavík 26. maí 1910. Eldhússtúlka í Kirkjustræti 8 , Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945, síðast bús. í Reykjavík.
Sigríður ólst upp í Odda á Rangárvöllum frá 8 ára aldri, hjá systur sinni, Önnu Bjarnadóttur, sem gift var séra Erlendi Þórðarsyni sem þar var prestur.
Hún lést í Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi aðfaranótt 18. mars 1997.
Útför Sigríðar fór fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 24. mars og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Sigríður Bjarnadóttir (1864-1941) Grand Fork N Dakota

  • HAH09400
  • Person
  • 23.3.1864 - 10.4.1941

Sigríður Bjarnadóttir 23. mars 1864 - 10. apríl 1941. Var í Síðu, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1870. Var á Hrappstöðum, Víðidalstungusókn, Hún. 1880. Fór til Vesturheims 1887 frá Saurbæ í Vatnsdal, Áshreppi, Hún. Var í Thingvalla, Pembina, N-Dakota, USA 1910. Var í Grand Forks, N-Dakota, Bandaríkjunum 1940. Átti 9 börn vestra.

Sigríður Bjarnadóttir (1841-1910) Bjarghúsi og Urðarbaki

  • HAH06764
  • Person
  • 30.10.1841 - 29.1.1910

Sigríður Bjarnadóttir 30.10.1841 - 29.1.1910. Fædd í Vatnahverfi, Hofi Vatnsdal 1845, tökubarn Marðarnúpi 1855, vinnukona á Hólabaki, Þingeyrarsókn, Hún. 1860. Vinnumannsfrú í Breiðabólstað, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1870. Húsfreyja í Bjarghúsi, Breiðabólsstaðarsókn, Hún. 1880 og 1890. Húsfreyja á Urðarbaki, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1901. Grund í Vesturhópi.

Sigríður Árnadóttir (1893-1967) Geitaskarð

  • HAH09002
  • Person
  • 4.7.1893 - 27.6.1967

Sigríður Árnadóttir 4. júlí 1893 - 27. júní 1967. Var í Geitaskarði, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja. Var í Geitaskarði, Engihlíðarhreppi, A-Hún. 1957. Síðast bús. á Sauðárkróki.

Sigríður Árnadóttir (1880-1965) kennari

  • HAH07082
  • Person
  • 3.6.1880 - 15.7.1965

Sigríður Árnadóttir 3.6.1880 - 15.7.1965. Kennari í Reykjavík. Sauðá 1880. Ingólfsstræti 6, 1910, ásammt Guðrúnu Espólín í Köldukinn, sennilega námsstúlka hjá henni.
Húsráðandi Sniðjustíg 7 Reykjavík 1920. Ógift og barnlaus.

Sigríður Árnadóttir (1870-1958) Ytra-Hóli

  • HAH06523
  • Person
  • 30.1.1870 - 6.1.1858

Húsfreyja á Fossi, Hvammssókn, Skag. 1910. Var á Bakka, Blönduóshr., A-Hún. 1957.
frá Þverá í Hallárdal, húsfr. á Ytra-Hóli.

Sigríður Árnadóttir (1863-1943) Blönduósi

  • HAH09304
  • Person
  • 23.1.1863 - 18.2.1943

Jónína Sigríður Árnadóttir, f. 23. jan. 1863 í Vesturhópi d. 18. febr. 1943, sjá Einarsnes [Sigtryggshúsi} 1901, Zóphaníasarbæ 1920. Hún ekkja Zóphóníasarh. (Jónasarhúsi) 1933.

Sigríður Árnadóttir (1811-1900). Húsfreyja Ytri-Ey og vk Gunnsteinsstöðum Langadal

  • HAH06739
  • Person
  • 3.7.1811 - 30.10.1900

Sigríður Árnadóttir 13.7.1811 - 30.10.1900. Bjó í Belgsholti, Melakirkjusókn, Borg. 1816. Húsmóðir þar 1835. Þjónustustúlka Armórs bróður síns í Múla í Aðaldal 1840. Ráðskona í Skógum, Skinnastaðarsókn, N-Þing. 1845. Ráðskona 1850 og búandi á Ytriey, Höskuldstaðasókn, Hún. 1860. Húskona á Gunnsteinsstöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1870 og 1880. Húsfreyja í Skálholtsstræti 5, Reykjavíkursókn, Gull. 1890. Ógift og barnlaus.

Signý Solveig Guðmundsdóttir (1898-1970) nuddlæknir Reykjavík

  • HAH09209
  • Person
  • 20.5.1898 - 29.1.1970

Signý Solveig Guðmundsdóttir 20. maí 1898 - 29. jan. 1970. Sveitarómagi í Kringlu, Þingeyrasókn, Hún. 1901. Nuddlæknir í Miðstræti 4, Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Jarðsungin frá Fossvogskapellu 5.2.1970, kl 10:30.

Signý Gunnlaugsdóttir (1967-2015) Balaskarði

  • HAH01104
  • Person
  • 20.10.1967 - 4.5.2015

Signý Gunnlaugsdóttir fæddist á Blönduósi 20. október 1967. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 4. maí 2015.
Signý barðist hetjulega við krabbamein síðustu æviár sín og var flutt á Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi í mars sl. þar sem hún andaðist eins og áður sagði að morgni 4. maí sl.

Útför Signýjar verður gerð frá Hólaneskirkju í dag, 16. maí, kl. 14 en jarðsett verður í Höskuldsstaðakirkjugarði.

Signý Böðvarsdóttir (1879-1961) Helgavatni

  • HAH06457
  • Person
  • 27.5.1879 - 5.2.1961

Námsmey í Kvennaskólanum, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Helgavatni, Undirfellssókn, A-Hún. 1910. Maður hennar 12.5.1908; Eðvarð Hallgrímsson 21. júní 1883 - 20. ágúst 1962. Bóndi á Helgavatni, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Helgavatni.

Signý Benediktsdóttir (1900-1991) Balaskarði

  • HAH01887
  • Person
  • 11.7.1900 - 7.1.1990

Á sólbjörtum degi þann 11. júlí sl. sumar var mannmargt heima á Balaskarði í tilefni af 90 ára af mæli húsmóðurinnar Signýjar Benediktsdóttur. Þar voru samankomnir afkomendur hennar, venslamenn og vinir. Sumt af þessu fólki var langt að komið til þess að gleðjast með gömlu konunni og heiðra hana í tilefni dagsins. Vegna sjúkleika hafði hún dvalið á Héraðshælinu á Blönduósi nokkurt skeið en fékk heimfararleyfi þennan dag með því skilyrði að koma þangað aftur að kvöldi. Við það stóð hún, svo sem var hennar von og vísa. Hún ræddi við gesti sína með blik í augum og bros á vör, þrátt fyrirað allir hlutu að sjá að þreki hennar var mjög brugið.
Afmælisdagurinn var síðasti dagur Signýjar heima á Balaskarði. Snemma í september kom Björg dóttir hennar, sem búsett er í Keflavík, norður til þess að sækja móður sína og flugu þær mæðgur suður. Ætlunin var að Signý gengi undir augnaaðgerð á Landakotsspítala, sem þó dróst nokkuð. Er til kom varð aðgerðin önnur því í ljós kom að Signý var haldin alvarlegum sjúkdómi, sem krafðist holskurðar. Eftir það var ferlivist hennar engin. Tók hún örlögum sínum með miklu æðruleysi og lagði þau í vald læknanna.
Vorið 1927, er þau Ingvar og Signý gáfu eftir ábúð á Smyrlabergi, voru þau í rauninni vegalaus. Mun hafa hvarflað að Ingvari að setjast að á Blönduósi, en til þess gat Signý ekki hugsað og réði því að svo varð ekki. Réðist þá svo að þau fengu Balaskarð til ábúðar. Búferlaflutningurinn frá Smyrla bergi að Balaskarði tók tvo daga með næturgistingu á Blönduósi. Kýrnar voru leiddar og búslóðinni tjaslað upp á hesta þar sem akvegur var ekki nema hluta af leiðinni. Takmarkið náðist þó og framundan var 41 árs dvöl Ingvars á Bala skarði en Signýjar 23 árum lengri.
Þau Balaskarðshjón eignuðust eftir nokkur ár ábúðarjörð sína, sem fljótlega breyttist úr niðurníðslu í hið snyrtilegasta býli. Íbúðarhús það sem enn er á Balaskarði byggðu þau árið 1944 og ræktunin óx. Undu þau hjón vel hag sínum. Tíminn leið og börnin uxu úr grasi. Hjá þeim var í fóstri um allmörg ár Ingvar Björnsson systursonur húsbóndans, síðar kennari á Akranesi.
Ekki er of sagt að Signý á Balaskarði hafi verið mikil skapfestu kona. Hún flíkaði ekki skoðunum sínum nema tilefni gæfist. Ævistarf hennar var helgað heimili og fjölskyldu meðan þrek entist. Hún tók þó þátt í kvenfélagi sveitar sinnar meðan hún taldi sig færa um. Hún var bókhneigð og fróð. Mikil rausn arkona heim að sækja. Kunna margir frá því að segja er nutu, bæði gangnamenn að hausti og fjölmargir sumargestir. Fáferðugt var að vetrinum á Laxárdal, enda dalurinn snjóþungur og vetrarríki mikið.
Eftir nokkurra vikna dvöl á Landakoti kom hún norður til dvalar á Héraðshælinu á Blönduósi þar sem hún andaðist þ. 7. þ.m.

Sigmundur Jónsson (1885-1932) Rafnkelsstöðum í Garði

  • HAH09227
  • Person
  • 10.10.1885 - 16.4.1932

Sigmundur Jónsson 10. okt. 1885 - 16. apríl 1932. Var á Rafnkelsstöðum, Útskálasókn, Gull. 1901. Sjómaður í Finnsstaðanesi, Spákonufellssókn, A-Hún. 1910. Verkamaður á Haðarstíg 8, Reykjavík 1930. Ókvæntur og barnlaus.

Sigmund Jóhannsson (1931-2012) skopteiknari Vestmannaeyjum

  • HAH01886
  • Person
  • 22.4.1931 - 19.5.2012

Sigmund Jóhannsson fæddist í Ibestad í Gratangen, Noregi, 22. apríl 1931. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 19. maí 2012. Þau hjónin hafa haft búsetu í Vestmannaeyjum til dagsins í dag og nú fyrir stuttu héldu þau upp á 60 ára hjúskaparafmæli. Honum var veittur riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu 15. apríl 1982 af þáverandi forseta, Vigdísi Finnbogadóttur.

Sigmar Ólafsson (1921-1991) Brandsstöðum

  • HAH09470
  • Person
  • 12.1.1921 - 30.10.1991

Hann fæddist á Eiríksstöðum í Svartárdal. Var á Hóli, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi og smiður á Brandsstöðum. Ókvæntur.
Sigmar Olafsson var jarðsunginn í Bergsstaðakirkju 9. nóvember 1991.

Sigmar Jónsson (1943-1986) Blönduósi

  • HAH04921
  • Person
  • 18.1.1943 - 18.9.1986

Sigmar Jónsson 18. jan. 1943 - 18. sept. 1986. Var í Húsi Jóns Sumarliðasonar, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi.

Sigmar Halldór Árnason Hafstað (1924-2023) frá Útvík Skagafirði

  • HAH09550
  • Person
  • 21. maí 1924 - 11. júní 2023

Bóndi í Útvík í Staðarhreppi, síðar bús. í Dýjabekk og loks á Sauðárkróki. Var í Vík, Glaumbæjarsókn, Skag. 1930. Félagi í karlakórnum Heimi um árabil og gegndi ýmsum félags- og trúnaðarstörfum.

Siglufjörður

  • HAH00917
  • Corporate body
  • 1614 -

Hinn forni Sigluneshreppur náði yfir bæði Siglufjörð og Héðinsfjörð og samsvaraði landnámi Þormóðs ramma. Var hann kenndur við bæinn Siglunes, sem framan af var höfuðból sveitarinnar og síðar kirkjustaður og mikil verstöð. Árið 1614 var ný kirkja reist á Hvanneyri við Siglufjörð, en nafnið Hvanneyrarhreppur mun ekki hafa verið tekið upp fyrr en á 18. öld. Verslun hófst í hreppnum 1788 og Siglufjörður varð að löggiltum verslunarstað árið 1818. Þá var 161 íbúi í hreppnum, þar af 8 í kaupstaðnum. Einni öld síðar, árið 1918, fékk Hvanneyrarhreppur kaupstaðarréttindi og hét eftir það Siglufjarðarkaupstaður.

Fjörðurinn er lítill og þröngur, umlukinn háum og bröttum fjöllum. Þar er mjög góð höfn frá náttúrunnar hendi en undirlendi lítið, nema inn af botni fjarðarins og á Hvanneyrinni vestan hans, og þrengdist því fljótt að byggðinni þegar fólki fjölgaði. Snjóflóðahætta er víða mikil í firðinum og 12. apríl 1919 fórust 9 manns í snjóflóði í ofurlitlu þorpi sem þá var risið austan fjarðarins og um sama leyti 7 í Engidal, sem er vestan Siglufjarðar en í Hvanneyrarhreppi, og 2 í Héðinsfirði, auk þess sem mörg mannvirki eyðilögðust, þar á meðal fyrsta stóra fiskimjölsverksmiðja á Íslandi. Alls fórust því 18 manns í hreppnum í þessari snjóflóðahrinu.

Í bænum bjuggu 1219 manns árið 2015, sem er mikil fækkun frá blómaskeiði bæjarins á fjórða og fimmta áratugnum. Árið 1950 bjuggu 3100 manns á Siglufirði og var það þá fimmti stærsti kaupstaður landsins, auk þess sem fjöldi aðkomumanna kom þangað til vinnu um stundarsakir og í brælum þegar ekki gaf til veiða lágu tugir eða jafnvel hundruð skipa á firðinum. Þetta blómaskeið Siglufjarðar var afleiðing mikilla síldveiða fyrir Norðurlandi sem hófust árið 1903. Það voru Norðmenn sem hófu veiðarnar en fljótlega fóru Íslendingar sjálfir að veiða síldina og þá varð Siglufjörður helsti síldarbærinn vegna góðrar hafnaraðstöðu og nálægðar við miðin. Þar voru nokkrar síldarbræðslur, þar á meðal sú stærsta á landinu, og yfir 20 söltunarstöðvar þegar best lét.

Herring2.jpg

Á síldarárunum, eins og þau urðu síðar kölluð, var mikið um að vera á Siglufirði og oft mikið um farandverkafólk sem vann í törnum og fékk vel greitt fyrir miðað við það sem annars staðar fékkst, sem varð til þess að Siglufjörður var stundum kallaður Klondike Íslands. Sum árin var verðmæti síldarútflutnings frá Siglufirði yfir 20% af öllum útflutningi Íslendinga. Siglfirðingar minnast þessa tímabils enn í dag, því í bænum er starfandi Síldarminjasafn og árlega er haldin „Síldarævintýrið á Sigló“ um verslunarmannahelgi. Áður en síldin kom til sögunnar hafði Siglufjörður einkum verið þekktur fyrir hákarlaveiðar en þar var mikil hákarlaútgerð.

Halla fór undan fæti á sjötta áratugnum, þegar síldin brást mörg ár í röð og íbúum fækkaði. Afli jókst aftur en árið 1964 hvarf síldin af norðlenskum miðum og 1968 alveg af Íslandsmiðum. Allöflug togaraútgerð hófst frá Siglufirði upp úr 1970, auk þess sem loðnubræðsla var stunduð í gömlu síldarbræðslunni og seinna kom rækjuvinnsla til sögunnar. Þó hefur íbúum fækkað jafnt og þétt en heldur hefur hægt á fækkuninni á síðustu árum.

Í janúar 2006 samþykktu Siglfirðingar og Ólafsfirðingar í kosningum að sameina bæjarfélögin tvö. Sameiningin gekk í gildi 11. júní 2006 að afloknum sveitarstjórnarkosningum 27. maí. Í kosningu um nafn á sameinað sveitarfélag varð tillagan „Fjallabyggð“ ofan á.

Siglufjarðarkirkja

  • HAH00918
  • Corporate body
  • 1614 -

Kirkja hefur verið á Siglufirði síðan árið 1614 en áður var aðalkirkjan á Siglunesi. Byrjað var að grafa fyrir steinsteypukirkjunni sem nú stendur á Siglufirði í maí árið 1931 og hófst steypuvinna í júní sama ár. Arne Finsen arkitekt teiknaði kirkjuna og Sverrir Tynes var yfirsmiður. Jón Guðmundsson og Einar Jóhannsson byggingameistarar voru valdir til verksins. Kirkjan var vígð árið 1932 og kom fjöldi fólks frá Reykjavík til að vera viðstatt. Mikið húsrými er á kirkjuloftinu og var gagnfræðaskóli Siglufjarðar starfræktur þar um alllangan tíma. Safnaðarheimili var vígt á loftinu árið 1982.

Steint gler var sett í glugga kirkjunnar árið 1974 en þeir voru teiknaðir af Maríu Katzgrau en gerðir af Oidtmannsbræðrum í Þýskalandi. Kirkjubekkirnir voru smíðaðir af Ólafi Ágústsyni á Akureyri, altarið var smíðað af Jóni og Einari og voru þeir gjöf kirkjunnar frá þeim. Elsta altaristafla kirkjunnar er frá árinu 1726 (síðasta kvöldmáltíðin). Önnur er frá árinu 1903 en hún sýnir Krist í grasagarðinum og er eftir Arker Lund. Sú þriðja er með mynd af Kristi þar sem hann birtist sjómönnum í hafsnauð og er eftir Gunnlaug Blöndal.

Kirkjan tekur um 400 manns í sæti, hún er um 35 metra löng og 12 metra breið. Turninn er um 30 metra hár og kirkjuklukkurnar sem þar eru voru gjöf frá Sparisjóði Siglufjarðar en stærri klukkan er talin vega um 900 kg.

Sighvatur Ágúst Karlsson (1933-1997) matreiðslumaður

  • HAH01885
  • Person
  • 16.1.1933 - 22.7.1997

Sighvatur Ágúst Karlsson var fæddur á Blönduósi 16. janúar 1937. Hann lést á Dvalarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík 22. júlí 1997. Fulltrúi á Akranesi, matreiðslumaður og bryti. Síðast bús. í Reykjavík.
Útför Sighvats fór fram frá Dómkirkjunni 29.7.1997 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Sigfús Þorsteinsson (1927-2001) Fossgerði Eiðaþinghá, ráðurnautur

  • HAH01884
  • Person
  • 20.6.1927 - 26.9.2001

Sigfús Þorsteinsson fæddist á Sandbrekku í Hjaltastaðaþinghá 20. júní 1927. Hann lést á heimili sínu á Brávöllum 1 á Egilsstöðum, 26. september 2001. Árið 1996 flytja þau aftur til Egilsstaða að Brávöllum 1.
Útför Sigfúsar fór fram frá Egilsstaðakirkju 3.10.2001 og hófst athöfnin klukkan 14.

Sigfús Pálsson (1933-2019) Blönduósi

  • HAH02242
  • Person
  • 6. apríl 1933 - 12. maí 2019

Sonur Páls Sigfússonar b. á Hvíteyrum og k.h. Kristínar Kristjánsdóttur. Bifreiðastjóri, búsettur í Reykjavík, síðar á Blönduósi. Kvæntist Öllu Bertu Albertsdóttur frá Ólafsfirði.

Sigfús Jónsson (1870) Almenningi Vatnsnesi

  • HAH06786
  • Person
  • 7.9.1870 -

Sigfús Jónsson 7.9.1870. Var í Almenningi, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1870. Í mt 1920 er hann sagður fæddur í Geitafelli. Lausamaður Sauðadalsá 1901. Húsbóndi Bergi Hvammstanga 1920. Ókvæntur og barnlaus.

Sigfús Jónasson (1876-1952) Forsæludal

  • HAH05952
  • Person
  • 20.4.1876 - 14.2.1952

Sigfús Jónasson 20. apríl 1876 - 14. febrúar 1952 Bóndi og bókbindari í Forsæludal í Vatnsdal, Áshr., A-Hún. lengst af frá um 1908 til 1952. Bóndi og bókbindari þar 1930.

Sigfús Guðmundsson (1934-2008) Bifrstj. Blönduósi

  • HAH01883
  • Person
  • 4.7.1934 - 16.6.2008

Sigfús Kristmann Guðmundsson fæddist á Eiríksstöðum í Svartárdal 4. júlí 1934. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 16. júní síðastliðinn. Hann fór snemma að vinna við ýmis störf í sveitinni. Hann var húsvörður í Húnaveri ásamt eiginkonu sinni í nokkur ár. Síðan fluttu þau á Blönduós og hann fór að vinna hjá Vegagerð ríkisins á veghefli og seinna í mörg ár hjá Mjólkursamlagi Húnvetninga sem mjólkurbílstjóri. Einnig voru þau hjónin skálaverðir á sumrin í Ströngukvíslar- og Galtarárskála á Eyvindastaðaheiði í 20 ár. Sigfús söng með Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps og var einsöngvari með honum lengi. Hann spilaði á harmoniku og fleiri hljóðfæri við ýmis tækifæri.
Útför Sigfúsar fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Sigfús Guðmundsson (1895-1955) USA

  • HAH09285
  • Person
  • 15.6.1895 - 1955

Sigfús Guðmundsson 15. júní 1895 - 1955. Verslunarmaður í Bandaríkjunum. Var í Reykjavík 1910.

Sigfús Guðmannsson (1881-1934) Ægissíðu

  • HAH04793
  • Person
  • 23.4.1881 - 1.7.1934

Sigfús Sigurbjörn Guðmannsson 23. apríl 1881 - 1. júlí 1934. Bóndi í Krossanesi og síðar á Ægissíðu. Bóndi á Ægissíðu, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930.

Sigfús Eymundsson (1837-1911) ljósmyndari Reykjavík

  • HAH06497
  • Person
  • 21.5.1837 - 20.10.1911

Sigfús Eymundsson 21. maí 1837 - 20. okt. 1911. Var á Svínabökkum, Hofssókn, N-Múl. 1845. Ljósmyndari og bóksali í Reykjavík. Húsbóndi í Reykjavík 1910.

Sigfús Blöndal Halldórsson (1891-1968) ritstjóri Heimskringlu, skólastjóri Akureyri 1930

  • HAH06778
  • Person
  • 27.12.1891 - 10.8.1968

Sigfús Blöndal Halldórsson 27.12.1891 - 10.8.1968. Var í Höfnum, Hofssókn, Hún. 1901. Var í Reykjavík 1910. Skólastjóri og skrifstofumaður. Ritstjóri Heimskringlu í Winnipeg. Skólastjóri á Akureyri 1930. Nefndur Sigfús Halldórs frá Höfnum. Hann andaðist 10. ágúst 1968 að Vífílsstöðum. Hann var fæddur 27. desember 1891 að Þingeyrum. Einkabarn

Sigfús Blöndal (1874-1950) bókavörður í Kaupmannahöfn

  • HAH09268
  • Person
  • 2.10.1874 - 19.3.1950

Sigfús Benedikt Björnsson Blöndal 2. október 1874 - 19. mars 1950. Skáld, orðabókarritsjóri og bókavörður í Kaupmannahöfn. Var á Heggstöðum, Melstaðarsókn, Hún. 1880.

Sigfús Bergmann Guðmundsson (1845-1928) Uppsölum í Miðfirði

  • HAH09343
  • Person
  • 22.8.1845 - 15.10.1928

Sigfús Bergmann Guðmundsson 22. ágúst 1845 - 15. okt. 1928. Var í Auðunnskoti, Víðidalstungusókn, Hún. 1845. Var á Gafli, Víðidalstungusókn, Hún. 1855. Bóndi á Rófu, nú Uppsölum í Miðfirði, V-Hún.

Sigfús Bergmann Guðmundsson (1844) Krókstöðum

  • HAH07080
  • Person
  • 8.6.1844 -

Sigfús Bergmann Guðmundsson 8.6.1844 [8.7.1844]. Var í Efri-Þverá, Vesturhópshólasókn, Hún. 1845. Var í Efri-Þverá, Vesturhópshólasókn, Hún. 1860. Bóndi á Krókstöðum, Staðarbakkasókn, Hún. 1880 og enn 1901.

Síða á Refasveit

  • HAH00217
  • Corporate body
  • (1950)

Íbúðar og peningahús standa ofarlega í allbröttu túni, en nokkru neðar og sunnar er nýja íbúðarhúsið. Í landi síðu er klettaborg er Refsborg heiti og ber sveitin nafn þess. [Refsborgarsveit]. Á Síðu hafði sama ætt búið frá 1896. Íbúðarhús byggt 1916 291 m3 og nýtt hús byggt 1973-1975 709 m3. Fjós fyrir 5 gripi, fjárhús fyrir 460 fjár, hesthús fyrir 9 hross. Hlöður 940 m3. Tún 18,9 ha.

Seyðisfjörður

  • HAH00410
  • Corporate body
  • (1950)

Seyðisfjörður (áður fyrr einnig nefndur Seyðarfjörður) er kaupstaður í botni samnefnds fjarðar á Austfjörðum. Staðurinn óx kringum síldveiðar- og vinnslu.
Bærinn fékk kaupstaðarréttindi 1. janúar 1895 og var þá skilinn frá Seyðisfjarðarhreppi. Kaupstaður og hreppur sameinuðust á ný 1. apríl 1990, þá undir merkjum kaupstaðarins.

Seyðisfjörður er þekktur fyrir fjölskrúðugt menningarlíf en þar er árlega haldin Listahátíðin Á seyði en partur af henni eru sumartónleikaröðin Bláa kirkjan og LungA (Listahátíð ungs fólks, Austurlandi). Auk þess heldur safnið árlega Smiðjuhátíð vikuna eftir Lunga. Á Seyðisfirði má einnig finna myndlistarmiðstöðina Skaftfell sem stendur fyrir myndlistasýningum allt árið. Í bænum er einnig eina starfandi kvikmyndahúsið á Austurlandi. Bærinn á sér merka sögu sem hægt er að kynna sér með því að heimsækja Tækniminjasafn Austurlands sem hefur á safnasvæði sínu meðal annars elstu vélsmiðju landsins og fyrstu ritsímastöð landsins. Fjarðarselsvirkjun (gangsett 1913), sem er í eigu Rarik, er fyrsta riðstraums- og bæjarveitan á Íslandi. Árið 2003 var stöðvarhúsið gert upp og á efri hæðinni komið fyrir sýningu.

Til Seyðisfjarðar siglir færeyska ferjan Norræna frá Færeyjum en þaðan siglir hún jafnframt til Danmerkur. Er þetta eina leiðin fyrir þá sem vilja fara til og frá Íslandi með bíl (utan þess að flytja bílinn með gámaskipi).
Þar hefur verið sjálfvirk veðurathugunarstöð síðan 1995.
Íþróttafélög á Seyðisfirði eru Íþróttafélagið Huginn (knattspyrna, handbolti, blak, og fleira), Viljinn (Boccia), Golfklúbbur Seyðisfjarðar (golf) og 06. apríl (knattspyrna). Auk þess starfar SkíS skíðafélagið í Stafdal í Stafdal, en það er félag sem er sameiginlegt skíðafélag íbúa Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar.

Þegar Friðrik VIII konungur kvaddi Ísland 1908 og sigldi frá Seyðisfirði sagðist hann sjá þar fyrir sér framtíðar höfuðstað landsins, þá voru íbúar þar um 800.
Sjá bókina Konungskoman 1907.

Sesselja Svavarsdóttir (1922-2000) Saurbæ

  • HAH01882
  • Person
  • 31.8.1922 - 4.1.2000

Sesselja Svavarsdóttir var fædd á Akranesi 31. ágúst 1922. Hún lést á Blönduósi 4. janúar síðastliðinn. Útför Sesselju verður gerð frá Blönduósskirkju á morgun, mánudaginn 10. janúar, og hefst athöfnin klukkan 14.

Sesselja Stefánsdóttir (1849-1924) ljósmóðir Óspaksstöðum

  • HAH06760
  • Person
  • 15.11.1849 - 8.11.1924

Sesselja Stefánsdóttir 15.11.1849 - 8.11.1924. Fædd að Húki í V-Hvs. Var á Litlabakka, Staðarbakkasókn, Hún. 1860. Ráskona á Óspaksstöðum, Staðarsókn, Hún. 1870. Ljósmóðir. Er á Óspaksstöðum hjá syni sínum 1901 og 1920. Dáin að Kolviðarhóli í Svínahrauni Ölfusi, stödd þar á ferðalagi er hún varð bráðkvödd..

Sesselja Hannesdóttir (1925-2021) Reykjavík

  • HAH07905
  • Person
  • 6.6.1925 - 1.7.1925

Sesselja Hannesdóttir 6. júní 1925 - 1. júlí 2021. Húsfreyja og verkakona á Sauðárkróki. Var á Grettisgötu 57a, Reykjavík 1930. Kvsk á Blönduósi 1942-1943.

Sesselja Gunnlaugsdóttir (1897-1992) Gnýstöðum

  • HAH01881
  • Person
  • 28.1.1897 - 10.3.1992

Sesselja Gunnlaugsdóttir frá Gnýstöðum Fædd 28. janúar 1897 Dáin 10. mars 1992. Þegar Sesselía og Árni voru um sjötugt hættu þau að búa á Gnýstöðum og fluttu út á Hvammstanga. Þau keyptu sér þar lítið og notalegt hús og létu Skúla syni sínum eftir jörðina. Árni vann hjá Sigurði Pálmasyni þar til hann lést 1974. Þá flutti Sesselía til Sólveigar dóttur sinnar og eiginmanns hennar, Jóns Auðunssonar, í Kópavogi. Fyrir fimm árum síðan, en þá var Sesselía 90 ára og heilsu hennar farið að hraka, vildi hún fara aftur á æskustöðvarnar. Hún fékk pláss á sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Sesselía var mjög jákvæð í allri hugsun og var afskaplega ánægð á sjúkrahúsinu og þakklát öllu hjúkrunarfólkinu þar og viljum við hér með þakka því fyrir alla hjúkrun og ummönnun við hana. Hún varð þeirrar gæfu aðnjótandi að halda sinni andlegu heilsu fram á síðustu stund. Núna síðustu mánuðina átti Sesselía aðeins þá ósk að mega kveðja þessa jarðvíst og flytja yfir í nýja þar sem hún var viss um að biðu hennar vinir í varpa.

Results 2101 to 2200 of 10352