Holt á Ásum

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Holt á Ásum

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

(1250)

Saga

Bærinn stendur á bakkanum sunnan við Laxá á Ásum. Landareignin takmarkast að norðan af Laxá og nær suður að Húnsstaðalæk eða Jarðbrúarlæk. Holtsbungan er mest áberandi í landinu og er þaðan víðsýni mikið. Annars er landið mýrar, flóar og holt vaxin hrísi, allt mjög grasgefið. Holt er líklega landnámsjörð, þar bjó Máni sem frægur var fyrir veiðisæld. Mánakot er á merkjum Holts og Laxholts, þar etu einhverjar rústir. Mánafoss er svo við Laxárvatn. Íbúðarhús byggt 1936 og viðbygging 1964, 460 m3. Fjós 1965 fyrir 35 gripi með áburðarkjallara og mjólkurhúsi. Fjárhús yfir 300 fjár. Hesthús yfir 13 hross. Hlöður 955 m3. Votheysturn 80 m3. Geymsla 160 m3. Tún 34,7 ha. Veiðiréttur í Laxá á Ásum.

Staðir

Torfalækjarhreppur; Laxá á Ásum; Húnsstöðum; Húnsstaðalæk; Holtsbunga; Mánakot; Laxholts; Árholt; Mánafoss; Laxárvatn; Grensás; Hrísholt; Brúarlækur; Prestavað; Þingeyrarklaustur; Stokkakelda; Langhylur; Mánagerði;

Réttindi

Jarðardýrleiki er kallaður xxxii € og so tíundast presti og fátækum. Eigandinn er kóngl. Majestat, og liggnr jörðin til þíngeyraklausturs. Abúandinn á hálfri er Sigurður Einarsson. Annar ábúandi Einar Jónsson, býr á hálfri. Landskuld af allri jörðinni i € lxxx álnir, geldur helming hver. Betalast með xl álna fóðri, og hitt sem meira er oftast með sauðum í kaupstað, síðan Lauritz lögmaður tók við klaustrinu; þó hefur hann nokkrum sinnum, þegar skortað hefur sauði, tekið nokkurn hluta landskuldar í gildu prjónlesi heim á Þíngeyrum. Fyrir hans tíð var landskuld jafnan úttekin í fardögum heim á jörðinni og galst í sauðum, fóðri og fjárgeymslu; voru geymslusauðir aldrei fleiri en xxx og sjaldan færri en xv. Kom alin af landskuld með hvörjum sauð, og ábyrgðist þó klausturhaldarinn sjálfur. Leigukúgildi vij. Leigir helming hver ábúenda. Leigur betalast í smjöri heim til klaustursins en stundum nokkuð í peníngum eður sokkapörum, þá smjör hefur skort. Kvaðir eru för til veiða í Lánghyl um einn dag um sumur, og ekki fremur síðan lögmaðurinn Lauritz Gottrup viðtók; áður voru þar að auki tveir hríshestar, en þeir hafa í hans tíð ekki kallaðir verið fyr en í fyrrahaust og guldust þá þó ekki. Kvikfje Sigurðar iii kýr, i kálfur, 1 ær, iii sauðir tvævetrir, v veturgamlir, xxv lömb, iii hestar, i foli þrevetur, ii hross, i únghryssa. Hjá Einari ii kýr, i kvíga veturgömul, xxx ær, i hrútur veturgamall, xiiii lömb, iii hestar, i hross, i foli veturgamall. Fóðrast kann á allri jörðinni vi kýr, i úngneyti, xl lömb, lxx ær, x hestar. Hinu er á útigáng vogað. Torfrista og stúnga mjög lök Rifhrís brúkast enn til kolgjörðar og eldiviðar en þver mjög. Laxveiði og silúngs sem áður segir um Húnstaði; þó er það hjer fyrir utan að marka, að þessari jörðu fylgdi steinker eitt af guði gjört, það liggur í fossi einum í Laxá og fellur laxinn þar í, þá hann stökkur fossinn, en menn stífla kvíslina þá er fellur í kerið, so þá verður fiskurinn á þurru. Að þessari veiði var oft stórgagn jörðinni, þángað til lögmaðurinn Lauritz Gottrup aldeilis afgirti kvíslir árinnar báðar, og þó tók veiðin mjög að spillast strax sem lögmaðurinn Þorleifur Kortsson setti kistu í aðra kvíslina; en fyrir tíð Þorleifs lögmanns segja menn, að aldrei hefði kista nje þvergarður í Laxá verið nema i ár Guðmundar Hákonarsonar. Tún eru meinerfið fyrir þýfi, grjóti og vætu. Enginu spillir Laxá með grjóti og sandi. Ekki er kvikfje óhætt fyrir foröðum og fara þau í vöxt. Vatnsból meinilt og þrýtur oft um vetur til stórmeina, er þá bæði mannhætta og stórerfiði að sækja vatn í Laxá eður að öðrum kosti snjó að þíða fyrir kvikfje. Girðíngaleifar sjást hjer allskamt frá bænum, aldrei hefur þar bygð verið í manna minni og ekki vita menn nafn þess nema eftir sögn eins manns, er lifði fram á vora daga.
Hann kallaði það Mánagerde. Hefur hjer lengi stekkur verið frá Holti, en túnstæði mestalt í mosamó komið, þar með er hjer vatnslaust og því ómögulegt aftur að byggja nema Holti til eyðileggíngar, sem nú hefur grasnautn alia.

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Ábúendur;
<1890> Björn Kristófersson 16. janúar 1858 - 28. febrúar 1911 Bóndi að Holti, Hjaltabakkasókn, Hún. 1890. Bóndi að Holti í Ásum og víðar. Varð úti. Kona hans; Ingibjörg Þorvarðardóttir 25. september 1855 - 23. maí 1894 Húsfreyja að Holti, Hjaltabakkasókn, Hún. 1890.
<1901 og 1910> Guðmundur Pétursson 10. júlí 1842 - 23. júní 1914 Bóndi að Hurðarbaki og síðar Holti á Ásum. Húsbóndi á Hólabæ, Holtastaðasókn, Hún. 1880. Húsbóndi á Hurðarbaki, Hjaltabakkasókn, Hún. 1890. Bóndi í Holti, Blönduóssókn, Hún. 1901 og kona hans 7.8.1880; Anna Sigríður Guðmundsdóttir 25. apríl 1845 - 30. mars 1928 Var á Stafni, Hofssókn, Skag. 1845. Vinnukona á Ytriey, Höskuldstaðasókn, Hún. 1860. Vinnukona á Gunnsteinsstöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1870. Húsfreyja á Hólabæ í Langadal 1880. Húsfreyja að Hurðarbaki og Holti á Ásum. Húsfreyja í Holti, Blönduóssókn, Hún. 1901.
<1910 og 1920> Pétur Guðmundsson f. 17.6.1875 - 17.6.1955 Vinnumaður í Holti, Blönduóssókn, Hún. 1901. Bóndi og verkamaður í Pétursborg. Var á Blönduósi 1930. Kona hans 24.2.1910; Guðrún Soffía Bogadóttir f. 3. okt. 1876, d. 23. des. 1938, sjá Pétursborg.
<1920 og 1930> Guðmundur Guðmundsson 13. október 1888 - 20. október 1977 Bóndi í Holti, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Kistu, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Bóndi í Neðra-Holti. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Kona hans; Jakobína Sigurlaug Vermundsdóttir 24. júní 1891 - 16. ágúst 1983. Var í Kollugerði, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1901. Húsfreyja í Holti, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Kistu, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Húsfreyja í Neðra-Holti. Síðast bús. í Blönduóshreppi.
1947-1956- Ólafur Björnsson 19. júní 1890 - 13. feb. 1985. Bóndi á Mörk í Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún., og síðast í Holti í Ásum. Bóndi í Mörk, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var í Holti 1957. Síðast bús. í Torfalækjarhreppi. Kona hans; Jósefína Þóranna Pálmadóttir

  1. mars 1887 - 4. sept. 1986
    1947- Pálmi Ólafsson 12.10.1916 - 6.12.2005 bóndi Holti og kona hans 14.6.1947; Aðalbjörg Guðrún Þorgrímsdóttir 20.4.1918 - 22.11.2007. Húsfreyja í Holti í Ásum, A-Hún. Var í Syðra-Tungukoti, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var í Holti, Torfalækjahr., A-Hún. 1957.
    Þorgrímur Guðmundur bóndi og trésmiður Holti, f. 1. maí 1954, maki Svava Ögmundardóttir 7.10.1954
    Eigandi 1923 Böðvar Þorláksson

Almennt samhengi

Landamerkjaskrá fyrir þjóðjörðinni Holti í Torfalækjarhreppi.
Að sunnan frá grasþúfu eða hól, sem er sunnantil á Grensás austur undir Laxá og beint vestur til vörðu á Hrísholti, og frá henni beint vestur í Brúarlæk, þar sem hann fellur vestur úr móahorninu. Ræður þá lækurinn ofan til fossa fyrir neðan götur. Að vestan beina stefnu í vörðu þá, er stendur norður undir Laxá fyrir sunnan Prestavað. Að norðan og austan ræður Laxá, fram að fyrrnefndri grasþúfu á Grensás.
Hvammi, 25. apríl 1884.
B.G.Blöndal umboðsmaður Þingeyrarkl.jarða.
Lesið upp fyrir manntalsþingsrjetti Húnavatnssýslu að Torfalæk, 29. maí 1884, og innfært í landamerkjabók sýslunnar No. 3, bls. 3.

Viðbót;
Í tilefni af landamerkjaskrám fyrir þjóðjörðunum Holti (No. 3) og Húnsstöðum (No. 4), sem gjörðar voru 25. apríl 1884, og þinglesnar að Torfalæk 20. maí s.á. hefur amtmaðurinn yfir norður og austuramtinu, með brjefi, dags. 15. ágúst 1885, skipað svo fyrir, að samin verði
Viðauka-merkjaskrá
Fyrir tjeðum þjóðjörðum, og verður hún á þess leið :
Landamerkjaskrá sú, sem nefnd er í merkjaskránum frá 25. apríl 1884 milli Holts og Húnsstaða, frá fossinum í Brúarlæk norður að vörðu við Laxá nálægt Prestavaði, skal haldast óbreytt, en Holt skal þó eingöngu eiga og nota, eins og að undanförnu hefur verið gjört, laxveiðalagnir niður með Laxá sunnanverðri að svonefndri Stokkakeldu (neðri) hvar tvær vörður skulu hlaðnar til glöggva merkja um það, hvað Holt eigi langt veiðirjett niður með Laxá, og Húnsstaðir uppmeð henni, sem er að eins að greindum merkjum Strokkakeldu (neðri) og vörðunum.
Að öðru en þessu standa fyrrnefndar merkjaskrár frá 1884 jarðanna Holts og Húnsstaða óbreyttar.

Hvammi 13. maí 1886
B.G. Blöndal umboðsmaður Þingeyraklaustursjarða.

Lesið upp fyrir manntalsþingsrjetti Húnavatnssýslu að Torfalæk 26. maí 1886, og innfært í landamerkjabók sýslunnar No. 47. fol. 25b.

Tengdar einingar

Tengd eining

Björn Kristófersson (1858-1911) Holti á Ásum (16.1.1858 - 28.2.1911)

Identifier of related entity

HAH02858

Flokkur tengsla

stigveldi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Pálmi Ólafsson (1916-2005) Holti (12.10.1916 - 6.12.2005)

Identifier of related entity

HAH01831

Flokkur tengsla

stigveldi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ingibjörg Björnsdóttir (1896-1975) frá Hnausum (28.2.1896 - 22.11.1975)

Identifier of related entity

HAH09292

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1896

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jón Magnússon (1852-1944) Umsvölum (24.12.1852 - 10.8.1944)

Identifier of related entity

HAH05658

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1852

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Laxárvatnsvirkjun (1953 -)

Identifier of related entity

HAH00374

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Magnús Blöndal Benediktsson (1856-1920) frá Hvammi í Vatnsdal (19.11.1856 - 3.4.1920)

Identifier of related entity

HAH09357

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigurbjörg Guðmundsdóttir (1855-1951) Borgum Eskifirði (11.11.1855 - 25.10.1951)

Identifier of related entity

HAH09193

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ólafur Björnsson (1890-1985) Mörk Laxárdal fremri og Holti Ásum (19.6.1890 - 13.2.1985)

Identifier of related entity

HAH06136

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Anna Guðmundsdóttir (1884-1964) frá Holti á Ásum. (24.8.1884 - 136.1.1964)

Identifier of related entity

HAH02328

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þorvaldur Guðmundsson (1883-1961) hrstj Sauðárkróki frá Auðkúlu (13.10.1883 - 11.10.1961)

Identifier of related entity

HAH07096

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðmundur Magnússon (1863-1924) prófessor (25.9.1863 - 23.11.1924)

Identifier of related entity

HAH04098

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Helga Björnsdóttir (1890-1972) Hólkoti og Gilsstöðum (1.7.1890 - 12.7.1972)

Identifier of related entity

HAH04876

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þingeyrakirkja (1864 -)

Identifier of related entity

HAH00633

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hurðarbak Torfalækjarhreppi ([1300])

Identifier of related entity

HAH00553

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Húnstaðir í Torfalækjarhreppi ((1300))

Identifier of related entity

HAH00554

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Laxholt á Ásum (1973 -)

Identifier of related entity

HAH00701

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Torfalækur í Torfalækjarhrepp ((1050))

Identifier of related entity

HAH00565

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Pétur Guðmundsson (1875-1955) Pétursborg (17.6.1875 - 17.6.1955)

Identifier of related entity

HAH04942

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Torfalækjarhreppur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00566

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Magnús Magnússon (1856-1909) Hurðarbaki (3.10.1856 - 11.8.1909)

Identifier of related entity

HAH06664

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Magnús Magnússon (1856-1909) Hurðarbaki

is the associate of

Holt á Ásum

Dagsetning tengsla

1856

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðrún Pálmadóttir (1951) Holti (1.3.1951 -)

Identifier of related entity

HAH04434

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Guðrún Pálmadóttir (1951) Holti

is the associate of

Holt á Ásum

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þórunn Björnsdóttir (1891-1979) Miðhópi (18.9.1891 - 20.5.1979)

Identifier of related entity

HAH07048

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Þórunn Björnsdóttir (1891-1979) Miðhópi

is the associate of

Holt á Ásum

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hrafnhildur Pálmadóttir (1948) Árholti (1.5.1948 -)

Identifier of related entity

HAH06180

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Hrafnhildur Pálmadóttir (1948) Árholti

is the associate of

Holt á Ásum

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Teitný Guðmundsdóttir (1904-2000) Litla-Bergi á Skagaströnd (23.9.1904 - 28.2.2000)

Identifier of related entity

HAH02078

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jakobína Vermundsdóttir (1891-1983) Holti og Kistu (24.6.1891 - 16.8.1983)

Identifier of related entity

HAH05256

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Óskar Jakobsson (1892-1935) Holti á Ásum (24.9.1892 - 28.8.1935)

Identifier of related entity

HAH09236

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Páll Kolka (1895-1971) læknir Blönduósi (25.1.1895 - 19.7.1971)

Identifier of related entity

HAH04940

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Böðvar Þorláksson (1857-1929) Böðvarshúsi (10.8.1857 - 3.3.1929)

Identifier of related entity

HAH02973

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Aðalbjörg Þorgrímsdóttir (1918-2007) Holti (20.4.1918 - 22.11.2007)

Identifier of related entity

HAH01001

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Maríanna Þorgrímsdóttir (1974) Holti á Ásum (26.7.1974 -)

Identifier of related entity

HAH01269

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

1975

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00552

Kennimark stofnunar

IS HAH-Bæ

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 26.3.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Guðmundur Paul
Jarðabók Árna Magnússonar 1706. Bls 311
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Landamerkjabók sýslunnar No. 47. fol. 25b.
Húnaþing II bla 279

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir