Bærinn stóð á hól fyrir miðju gamla túninu og var fjós sambyggt honum (Túnakort frá 1921). Lýsing Bæjarhóllinn er stór ávalur náttúruhóll um 22x30m að utanmáli. Einu sjáanlegu leifar bæjarins eru fjórar dældir á hólnum 20-70sm djúpar. Aðrar upplýsingar Á túnakortinu frá 1921 eru útmörk túnsins sýnd og hús merkt inn, þar stendur við bæjarsamstæðuna, „bær og fjós“ í úttekt á jörðum Þingeyrarklausturs frá árinu 1829 er hins vegar sagt að fjárhús séu sambyggð bænum. Þá samanstendur bærinn nánar til tekið af: baðstofu, eldhúsi, búrhústóft, „fjárhústóft innanbæjar“, göngum, útidyrum og áfastur við bæjardyrnar var kofi (Úttekt nr. 101). Árið 1832 er fjárhústóftin horfin og komið nýtt búrhús: þá eru baðstofa, skáli, búrhús, eldhús og anddyri. Þar segir jafnframt að undir öllum bænum sé hlaðin stétt (Úttekt nr. 108).
Lýsing Bæjarhóllinn er stór ávalur náttúruhóll um 22x30m að utanmáli. Einu sjáanlegu leifar bæjarins eru fjórar dældir á hólnum 20-70sm djúpar. Aðrar upplýsingar Á túnakortinu frá 1921 eru útmörk túnsins sýnd og hús merkt inn, þar stendur við bæjarsamstæðuna, „bær og fjós“ í úttekt á jörðum Þingeyrarklausturs frá árinu 1829 er hins vegar sagt að fjárhús séu sambyggð bænum. Þá samanstendur bærinn nánar til tekið af: baðstofu, eldhúsi, búrhústóft, „fjárhústóft innanbæjar“, göngum, útidyrum og áfastur við bæjardyrnar var kofi (Úttekt nr. 101). Árið 1832 er fjárhústóftin horfin og komið nýtt búrhús: þá eru baðstofa, skáli, búrhús, eldhús og anddyri. Þar segir jafnframt að undir öllum bænum sé hlaðin stétt (Úttekt nr. 108).
Þar eru nú engin bæjarhús. Bærinn stóð áður norðaustan við samnefndan hamar við sunnanverða Kálfshamarsvík. Á Kálfshamri er sæmilega gott til ræktunar og fjárbeit góð til lands og sjávar. Útræði ágætt. Hlaða byggð 1976, grunnur steyptur, á honum stálgrindarhús 1770 m3. Tún 12,1 ha.