Sýnir 10466 niðurstöður

Nafnspjald

Eyjafjallajökull

  • HAH00850
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Eyjafjallajökull er sjötti stærsti jökull Íslands. Undir jöklinum er eldkeila sem hefur gosið fjórum sinnum síðan land byggðist, fyrst árið 920, þá 1612, 1821 og 2010. Öll þessi gos hafa verið frekar lítil. Þegar gaus árið 1821 stóð gosið til ársins 1823. Gos hófst svo á Fimmvörðuhálsi þann 20. mars 2010 austan við Eyjafjallajökul. Þann 14. apríl 2010 hófst gos undir jökulhettunni.

Eyjafjallajökull er einn af hæstu tindum Íslands, fjallið er 1.651 m hátt og jökullinn 1.666 m hár.[1] Úr jöklinum renna 2 skriðjöklar sem heita Steinsholtsjökull og Gígjökull en þeir skríða báðir til norðurs í átt að Þórsmörk. Hafa þeir á síðustu árum hörfað mikið og er Gígjökull nánast að hverfa.

Eyjafjallajökull og Mýrdalsjökull eru næst hvor öðrum á Fimmvörðuhálsi. Þar reka Ferðafélag Íslands og Útivist 2 gistiskála sem heita Baldvinsskáli og Fimmvörðuskáli. Eyjafjallajökull er mjög varasamur til ferðalaga vegna jökulsprungna en jökullinn er mjög brattur og sprunginn.

Lítið eldgos varð 2010 á Fimmvörðuhálsi, austan Eyjafjallajökuls, og stóð frá 21. mars til 13. apríl það ár. Fyrstu merki um gosið sáust kl. 23:58 20. mars og voru talin vera í Eyjafjallajökli.[2] Síðar kom í ljós að gossprungan var á Fimmvörðuhálsi.

Búnaðarfélag Áshrepps (1882)

  • HAH10066
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1882

Búnaðarfélag Áshrepps var stofnað 21. júní 1882, en þá var haldinn
fyrsti aðalfundur félagsins „sem stofnað var á manntalsþingi síðastliðið vor", eins og þetta er orðað í fundargerðinni. Virðist eftir þessu
orðalagi að félagið hafi raunverulega verið stofnað á manntalsþingi í
Áshreppi árið 1881, þótt ekki sjáist um það neinar heimildir.
Stofnendur félagsins voru 18 bændur i Ashreppi, allir tilgreindir
með nöfnum og heimilisfangi. Þeirra á meðal voru þeir sr. Hjörleifur
Einarsson á Undirfelli og sýslumaður Húnvetninga, Lárus Blöndal á
Kornsá, og undirrituðu þeir fyrstu fundargerðina. Lárus sýslumaður
var á fundinum kosinn fyrsti formaður félagsins, kallaður forseti, sr.
Hjörleifur skrifari og Hannes Þorvarðarson, bóndi á Haukagili féhirðir.
Félagslögin eru í 17 greinum og mjög ýtarleg. Tel ég rétt að tilfæra

  1. grein félagslaganna, sem speglar þau sjónarmið, sem bændur í
    Vatnsdal höfðu fyrir 100 árum, en hún er svohjóðandi:
    „ Það er tilgangur félags þessa að efla framfarir og velmegun búenda í
    hreppnum, einkum meðþvíað slétta tún, gjöra vörslugarða um rœktaðajörð,
    veita vatni á engjar, skera fram afvœtumýrar, plœgja og herfa til gras- og
    matjurtaræktar, byggja sáðgarða, taka upp móskurð, auka allan áburð og
    hagtéra hann vel, grafa brunna, fœra að grjót til bygginga og byggja
    heyhlöður, leggja stund á fjárrœkt og kynbœtur."
    Þá var gert að skyldu hverjum félagsmanni, að vinna vissa dagsverkatölu árlega, einyrkjum 6 dagsverk, en öðrum bændum 12 dagsverk, nema forföll bönnuðu. Var mjög fast eftir því gengið að þessi
    skylduvinna væri unnin.
    Arið 1902 voru lög félagsins endursamin og kemur þá fram að
    jarðabætur skulu metnar til dagsverka, samkvæmt gildandi reglum.
    HÚNAVAK A 71
    fyrir veitingu styrks úr Landssjóði „en þeim jarðabótum, sem ekki eru
    enn teknar upp í þær reglur skal leggja þannig í dagsverk:
    Aðgrafa brunna og hlaða úrgrjóti 2fet niðurjafnt og eitt dagsverk. Eigi
    skal þó taka til greina fyrstu 4 fetin niður.
    Aðfinna nýiilegt mótak skal metið til 5 dagsverka.
    Heyhlöðukjallari úr tómu grjóti 4 ferálnir ívegg teljist dagsverk. "
    Mönnum var greiddur styrkur á unnin dagsverk ef að þeir framkvæmdu skylduvinnu sína, af því fé, sem Amtsráð veitti til félagsins og
    var því veitt á dagsverkatöluna. Var sú upphæð árið 1883 krónur 284,
    en ekki nema 160 krónur árið 1894. Það ár skýrði forseti frá því að
    hann hefði ráðið Bjartmar nokkurn Kristjánsson til vinnu og skyldi
    hann fá 4 krónur á dag fyrir að plægja með tveim hestum, en 3 krónur
    ella. Af þessu kaupi Bjartmars áttu félagsmenn sjálfir að greiða 2
    krónur fyrir hvert dagsverk í plægingu, en 1 krónu ella.
    I fundargerð og reikningum ársins 1884 kemur fram að fært er til
    tekna af peningum hins forna búnaðarfélags krónur 50 og af peningum hins forna lestrarfélags krónur 25,79. Hvergi hef ég séð annað um
    þessi félög, eða heyrt hvenær þau störfuðu, en líklegt er að saga þeirra
    hafi verið stutt.

Rafveituskurðurinn

  • Fyrirtæki/stofnun

Á almennum borgarafundi, sem haldinn var á Blönduósi 15. febr. 1930 var kosin nefnd til að rannsaka skilyrði og undirbúning að rafvirkjun fyrir kauptúnið. Hún hafði samvinnu við sýslunefnd Austur-Húnavatnssýslu og stjórnir samvinnufélaganna, en varð ekkerí ágengt.

Vorið 1932 var haldinn borgarafundur á Blönduósi til þess að herða sóknina í raforkumálum. Jónas Sveinsson þáverandi héraðslæknir var málshefjandi. Mikill áhugi ríkti á fundinum um virkjunarframkvæmdir. Ný nefnd var kosin til að leita samvinnu við sýsluna og samvinnufélögin um undirbúning og framkvæmdir. Nefndina skipuðu: Jónas Sveinsson héraðslæknir, Steingrímur Davíðsson skólastjóri og Kristinn Magnússon. Nefndinni var falið að vinna í samráði við Þorstein Bjarnason oddvita Blönduóshrepps og fá til aðstoðar Stefán Runólfsson rafvirkja.

Fyrsta verk nefndarinnar var að leita til Höskuldar Baldvinssonar rafmagnsverkfræðings og fá hann til að athuga virkjunarmöguleika í nágrenni Blönduóss. Höskuldur lagði til að vatn til stöðvarinnar væri leitt í opnum skurði úr norðurenda Laxárvatns hjá Sauðanesi að melabrúnunum nálægt Dýhól. Af melbrúninni átti að leiða vatnið í pípum að Blöndu rétt ofan við Blöndubrú, þar sem stöðin skyldi reist. Með þessari aðferð hefði fengist um 40 m. fallhæð. Ekki leist undirbúningsnefndinni á þessar tillögur. Ljóst var að þessi skurður um 4 km langur hefði fyllst af snjó í fyrstu hríðum og vatnið farið úr farveginum.

Jakobi Gíslasyni forstjóra Rarik leist mjög vel á aðstöðu til virkjunar með því að setja stíflu við upptök Laxár til þess að hækka í Laxárvatni. Jakob Gíslason mældi síðan fyrir virkjuninni og öllum framkvæmdum. Var Laxárvatnsvirkjun byggð eftir hans fyrirsögn. Að fengnum þessum undirbúningi og athugunum sneri nefndin sér til sýslunefndar Austur-Húnavatnssýslu, stjórna samvinnufélaganna og hreppsnefndar Blönduóshrepps.

Eftir nokkrar umræður tókust samningar með framangreindum aðilum um að byggja rafstöð samkvæmt tillögum Jakobs Gíslasonar og gerð eftirfarandi samþykkt.

Möðruvallakirkja í Eyjafirði

  • HAH00856
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1847 -

Möðruvallakirkja er timburhús, 11,70 m að lengd og 5,41 m á breidd. Þakið er krossreist og klætt bárujárni og á suðurhlið þess er kvistgluggi með fjórum rúðum. Upp af framstafni er lágur ferstrendur stallur skreyttur renndum pílárum og á honum randskorinn trékross. Kirkjan er klædd slagþili og stendur á steinsteyptum sökkli og er stöguð niður á suðurhlið á þremur stöðum. Á hvorri hlið kirkju eru þrír póstagluggar með tveimur sexrúðu römmum hver. Tveir gluggar með fjögurra rúðu römmum eru á kórbaki og einn með sexrúðu ramma uppi á stafninum. Á framstafni er gluggi með fjögurra rúðu ramma. Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar vængjahurðir og þvergluggi að ofan. Yfir dyrum er brík studd kröppum og bikar sem tvö blöð sveigjast út frá. Gengt kirkjunni er fornt klukknaport.

Inn af kirkjudyrum er gangur að kór sem skilinn er frá framkirkju með þili með renndum pílárum og bogarimum efst. Þverbekkir eru hvorum megin gangs og hefðarbekkir innst með renndum pílárum í baki og stoðum og boga yfir dyrum. Prédikunarstóll er framan kórskila sunnan megin og dyrastafir í kórþili við inngöngu í stólinn. Veggbekkir eru umhverfis í kór að altari. Setuloft á bitum er yfir fremsta hluta framkirkju og stigi við framgaflinn sunnan megin. Girt er fyrir loftið með renndum pílárum, og rimlaverki og það skreytt súlum og bjór. Veggir eru klæddir stölluðum standþiljum; breiðum undir- og yfirborðum sem felld eru saman. Þverbitar eru yfir kirkjuna en skammbitar efst á milli sperra en loftið er opið upp undir mæni og klætt skarsúð ofan á sperrur.

Jörundarfell í Vatnsdalsfjalli (1038 mys)

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Jörundarfell er hæsti toppur Vatnsdalsfjalls í Austur-Húnavatnssýslu og er 1038 m hátt. Vatnsdals-fjall er nær 30 km langur fjallgarður sem liggur frá norðri til suðurs og er líklega þekktast fyrir að úr því mun hafa fallið skriðan sem myndaði Vatnsdalshólana sem eru eitt af þremur náttúrufyrirbærum á Íslandi sem sögð eru óteljandi. Af Jörundarfellinu er gríðarlega gott útsýni í allar áttir í góðu skyggni; í suðri sést inn á jökla og í Kerlingarfjöll, í vestri Strandafjöllin, í norður Skagi og Húnaflói og í austurátt blasa við fjöll Skagafjarðar og jafnvel Kerling í Eyjafirði. Gengin verður hringleið á fjallið, lagt upp frá eyðibýlinu Másstöðum og haldið beint á brattann. Þegar upp á fjallið kemur er haldið til suðurs upp á Jörundarfellið sjálft. Niður verður farið venjulega leið úr Mosaskarði og komið niður hjá Hjallalandi.

Jón Jónsson (1912-1965) Stóradal

  • HAH05627
  • Einstaklingur
  • 11.4.1912 - 14.10.1965

Jón Jónsson 11. apríl 1912 - 14. október 1965. Var í Stóradal, Svínavatnssókn, A-Hún. 1930. Búfræðingur og bóndi í Stóradal, A-Hún.

Jökulárgljúfur

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Jökulsárgljúfur eru árgljúfur á Íslandi, um 25 km löng, ½ km á breidd víða um eða yfir 100 metra djúp. Jökulsárgljúfur var sérstakur þjóðgarður en við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs 8. júní 2008 varð Jökulsárgljúfur hluti hans.

Fossárfoss á Skaga

  • HAH00792
  • Fyrirtæki/stofnun

Fossá, fellur fram af 20 m háu standbergi í Króksbjargi beint í sjó niður. Fossinn er tilkomumestur séður af sjó. Gatklettur sem Bjargastapi heitir ör­skammt norðan við fossinn

Kolufossar í Víðidal

  • HAH00795
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Neðan við bæinn Kolugil rennur Víðidalsá niður í stórbrotið gljúfur sem er á annan kílómeter að lengd og allt að 40-50 metra djúpt. Áin fellur í Kolugljúfur í tveimur tilkomumiklum fossum er nefnast Kolufossar og eru kenndir við tröllkonuna Kolu. Laut í vestanverðu gljúfrinu, rétt við brúna var svefnstaður skessunnar og kallast Kolurúm. Góðar gönguleiðir eru meðfram gilinu sitthvoru megin, fara verður þó með varúð og hætta sér ekki of nærri gilinu. Þvergil lokar leið að vestanverðu svo ekki er hægt að ganga hringleið niður á Víðidalsbrúna.

Guðrún Ólafsdóttir (1829) Flögu

  • HAH06367
  • Einstaklingur
  • 19.12.1829 -

Var í Steinnesi, Þingeyrarsókn, Hún. 1835. Skrifuð Þórunnardóttir í 1835. Vinnukona í Steinnesi, Þingeyrarsókn, Hún. 1860. Húsfreyja á Hólabaki, Þingeyrasókn, Hún. 1870. Húsmóðir á Flögu, Undirfellssókn, Hún. 1880. Húsfreyja á Flögu, Undirfellssókn, Hún. 1890. Lýstur faðir: Ólafur Ólafsson vinnumaður á Framnesi í Skagafirði, en hann sór fyrir að eiga barnið.

Barnafossar í Hvítá

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Barnafoss er foss í Hvítá, í þrengingum við jaðar Hallmundarhrauns rétt fyrir ofan Hraunfossa. Þar er steinbogi yfir ána, en engum er ráðlagt að reyna að fara yfir hann. Sagnir eru um annan steinboga á ánni á þessum stað sem nú er horfinn. Bogarnir neðan fossins hurfu á sjötta og sjöunda áratugnum, en boginn á gömlu fossbrúninni er alltaf þurr nema í flóðum.
Sjálf fossbrúnin er komin tugum metrum ofar en áður og er nú iðuflaumur þar sem áður var aðalafossinn. Erfið aðkoma er að steinboganum sem hefur alltaf heillað ofurhuga og stökk þar yfir aðkomumaður um miðja síðustu öld og síðast varð þar banaslys árið 1984.

Til eru heimildir fyrir því að fossinn hafi áður verið nefndur Bjarnafoss. Svæðið var friðlýst árið 1987.

Bálkastaðir í Miðfirði

  • HAH00811
  • Fyrirtæki/stofnun
  • um900

Ysti bær við Hrútafjörð austanverðan. Stendur við allgóða lendingarvík. Var löngum einhvern feng úr sjó að sækja, svo sem sel, hrognkelsi og fisk meðan hann gekk í fjörðinn. Vitað er um þrjár verbúðir í landi Bálkastaða. Allt er landið grasi gróið, gott beitarland og skjólsamt. landstærð 20 km² , bændaeign frá 1915.

Íbúðarhús byggt úr steini 1970, 700 m³, fjárhús yfir 546 fjá. Hlöður 814 m³. Tún 29 ha.

Helgi Hjálmarsson (1867-1941) prestur á Grenjaðarstað

  • Einstaklingur
  • 14.8.1867 - 17.3.1941

Prestur á Helgastöðum, Reykdælahr., S-Þing. 1895-1907. Aðstoðarprestur á Grenjaðarstað, Aðaldælahr., S-Þing. 1907, fékk 1911 staðinn veittan og hélt til 1930. Síðar bús. í Reykjavík. Kjördætur: Soffía Maren Björg Helgadóttir f.21.10.1897 og Elísabet Helga Helgadóttir, f. 6.12.1911.

Skúli Þorvarðarson (1831-1909) alþm Berghyl Hrun ov, frá Hofi á Skaga

  • HAH05951
  • Einstaklingur
  • 3.7.1831 - 3.7.1909

Skúli Þorvarðarson, fæddur á Breiðabólstað í Vesturhópi 3. júlí 1831 - 3. júlí 1909. Var á Hofi, Hofssókn, Hún. 1835. Bóndi og alþingismaður á Miðgrund og Fitjamýri undir Eyjafjöllum, síðar á Berghyl í Hrunamannahrepp og síðast á Austurey í Laugardal. Bóndi á Miðgrund undir Eyjafjöllum 1859–1864, á Fitjarmýri 1864–1885, á Berghyl í Hrunamannahreppi 1885–1903, í Austurey í Laugardal frá 1903 til æviloka.
Hreppstjóri og oddviti árum saman. Alþingismaður Rangæinga 1880–1885, alþingismaður Árnesinga 1886–1892.

Ásgeir Jónatansson Líndal (1859-1923) Victoria í British Columbia USA, frá Miðhópi

  • HAH06719
  • Einstaklingur
  • 22.8.1859 - 1.8.1923

Var í Miðhópi, Þingeyrasókn, Hún. 1860 og 1870. Sonur hennar á Miðhópi, Þingeyrasókn, Hún. 1880. Fór til Vesturheims 1887 frá Miðhópi, Þorkelshólshreppi, Hún. Búfræðingur frá Ólafsdalsskóla, dó úr krabbameini. Var þekktur fyrir „hin mörgu hugljúfu kvæði“ sín segir í Ólafsd. Maki : Steinunn Jónsdóttir Börn: Jakob A. Viktor f. 1904 og Joseph C. Harper f. 1907.

Nýpukot Nípukot í Vesturhópi í Víðidal

  • HAH00902
  • Fyrirtæki/stofnun
  • um1660

Afbýli bygt á fornu gerði fyrir 44 árum, þar sem áður hafði í manna minni ekki bygt verið. Dýrleikinn er kallaður v € og so tíundast ut supra.
Eigandinn Marchús Pálsson að Syðrivöllum við Miðfjörð og hans kvinna Sigríður Erlendsdóttir. Jörðin er afdeild í tvöbýli, annað beheldur nafni heimajarðarinnar, kallað og tíundað lv € , annað kallað Nípukot, tíundast v €. Ábúandinn Árni Guðmundsson. Landskyld 1 álnir í næstu 3 ár, áður lx álnir; því aftur fært að ekki hygðist ella. Betalaðist til forna með fiskatali í
kaupstað, en nú í landaurum, viðlíkt og segir um heimajörðina. Leigukúgildi iii. Leigur betalast í smjöri heim til landsdrottins. Kvaðir öngvar.
Kvikfje ii kýr, i kvíga veturgömul, xx ær, xx lömb, ii hestar, i únghryssa. Fóðrast kann ii kýr, xii lömb, xx ær, i hestur. Engjar má á hjáleigunni öngvar telja, nema það hent verður í mýrum og úthaga.
Hagar eru óskiftir og so önnur hlunnindi og bágindi jarðarinnar. Vatnsból hjáleigunnar ilt og bregst margoft sumar og vetur til stórmeina, er þá neyðarilt og erfitt til að sækja.
Sveitar fyrirsvar er hjer eftir proportion.

Galtanes í Víðidal / Galtarnes

  • HAH00900
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (900)

Býli frá landnámsöld. Galtanes á land meðfram Víðidalsá frá Mógili og að Síðukrók. Er það langt og gott veiðisvæði. Land á jörðin einnig vestur á Bjargabrún. Áður en brú kom á Víðidalsá var ferjustaður á Galtanesi. Var þat oft gestkvæmt af langferðafólki á meðan hestar eða eigin fætur voru farartækin. Ræktunarland er mikið og gott og beitiland allgott. Hefur verið í eign sömu ættar frá 1875.

Brandon í Manitoba Kanada

  • Fyrirtæki/stofnun
  • maí 1881 -

In May of 1881, General Thomas Rosser chose a location for a major divisional point of the Canadian Pacific Railway and named this new townsite "Brandon". The name "Brandon" is derived from the Blue Hills of Brandon and they, in turn, had received the name second hand from a Hudson's Bay trading post known as Brandon House - which in turn had been named after a hill on an island in James Bay where Capt. James had moored his ship in the winter of 1631. With that, hundreds flocked to Brandon to gain a foothold in the new development and reap the benefits of the rich and abundant farmland. They came quickly and before they could put up permanent structures, new habitants arrived and pitched their tents, sure to be charter participants in the new West. Brandon grew so rapidly that it never attained the status of village nor a town, but became a city overnight. Brandon was officially incorporated as a city on May 30th, 1882.

City Hall

On July 3rd, 1882 the first council of the City of Brandon held its historic meeting. The first mayor of Brandon was the Honourable Thomas Mayne Daly.

Brandon has been nicknamed the "Wheat City" in honor of its rich agricultural heritage and reputation as a prosperous farming community. It is situated in the southwest corner of the province of Manitoba and is the second-largest city in Manitoba. Brandon covers an area of 43 square kilometers (26 square miles) and its official population according to the 2016 Census is 48,859. However, its trading area population is estimated at 180,000.

Brandon is the little city with the big heart, and is a progressive community with a quality of life that must be experienced to be appreciated.

Gestur Einarsson (1933-1993)

  • HAH03761
  • Einstaklingur
  • 16.3.1933 - 15.3.1993

Gestur Einarsson 16. mars 1933 - 15. mars 1993 Ljósmyndari í Reykjavík, ókvæntur og barnlaus. Síðast bús. í Reykjavík.

Guðjón Jónsson (1897-1961) Búrfelli V-Hvs

  • HAH03900
  • Einstaklingur
  • 3.8.1897 - 23.9.1961

Guðjón Jónsson 3. ágúst 1897 - 23. september 1961 Var á Búrfelli, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930. Bóndi á Búrfelli í Miðfirði, Ytri-Torfustaðahrepp, V-Hún. Ókvæntur og barnlaus.

Guðjón Marteinsson (1903-1976)

  • HAH03904
  • Einstaklingur
  • 7.11.1903 - 11.2.1976

Guðjón Marteinsson 7. nóvember 1903 - 11. febrúar 1976 Háseti á Vatnsstíg 16, Reykjavík 1930. Verkamaður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.

Guðlaug Kvaran (1886-1964) Reykjavík

  • HAH03917
  • Einstaklingur
  • 3.3.1886 - 8.12.1964

Guðlaug Hjörleifsdóttir 3. mars 1886 - 8. desember 1964 Var í Reykjavík 1910. Húsfreyja í Reykjavík 1945.

Guðlaug Jónsdóttir (1852)

  • HAH03920
  • Einstaklingur
  • 17.10.1852 -

Guðlaug Jónsdóttir 17. október 1852. Fór til Vesturheims 1876 frá Þverá í Hallárdal, Vindhælishreppi, Hún. Var með föður sínum á Leysingjastöðum 1860. Settist fyrst að í Lockeport, svo Markland, Nova Scotia, en flutti loks til Hallson, N-Dakota.

Niðurstöður 6101 to 6200 of 10466