Showing 10349 results

Authority record

Jón Þórisson (1948-2016) leikmyndateiknari

  • HAH06194
  • Person
  • 19. okt. 1948 - 1. jan. 2016

Jón Þórisson fæddist á Siglufirði 19. október 1948. Hann lést á heimili sínu 1. janúar 2016.
Foreldrar Jóns voru hjónin Þórir Kristján Konráðsson bakarameistari, f. 10.7. 1916 á Ísafirði, d. 20.3.1995, og Hrönn Jónsdóttir húsmóðir, f. 4.1. 1918 á Siglufirði, d. 18.5. 2005.
Systkini Jóns eru Fylkir, f. 1941, Helga, f. 1943, Jens, f. 1946, Konráð, f. 1952, d. 2014, Vörður, f. 1958, og Þorbjörg, f. 1959.
Jón kvæntist Ragnheiði Kristínu Steindórsdóttur leikkonu, f. 26.6. 1952, 2014 eftir áratuga sambúð.
Börn Jóns og Ragnheiðar eru Steindór Grétar, f.1.10. 1985, og Margrét Dóróthea, f. 9.5. 1990. Sambýliskona Steindórs er Kristjana Björg Reynisdóttir, f. 1988. Sambýlismaður Margrétar er Jón Geir Jóhannsson, f. 1975.
Jón lauk gagnfræðaprófi á Siglufirði 1965 og starfaði síðan nær óslitið við leikmyndagerð í leikhúsi og fyrir kvikmyndir og sjónvarp. Hann stundaði nám við MHÍ 1970-1972, nam leikmyndagerð hjá Leikfélagi Reykjavíkur og hlaut starfsþjálfun hjá Danmarks Radio & TV. Jón starfaði lengst af hjá LR en einnig fyrir Þjóðleikhúsið, Leikfélag Akureyrar, Íslensku óperuna, Íslenska dansflokkinn, Ríkissjónvarpið, Stöð 2, þýsku stöðina NDR, London Weekend, Ísfilm og fjölda áhugamannaleikfélaga. Jón vann með fjölmörgum sjónvarps- og kvikmyndagerðarmönnum, setti upp vörusýningar og hlaut verðlaun fyrir hönnun sýningarbása og umbúða. Hann innréttaði veitingastaði og verslanir og gerði útilistaverk og minnisvarða, t.d. Hvirfil í Sandgerði. Hann átti þátt í hönnun og leikhústæknilegri útfærslu á Borgarleikhúsinu og gerði hátt í 40 leikmyndir fyrir LR í Iðnó, Austurbæjarbíói og Borgarleikhúsinu. Hann vann mikið við kvikmyndir og sjónvarp, þ.á m. eru Land og synir, Útlaginn, Vér morðingjar, Steinbarn, Hælið, Dómsdagur og Brekkukotsannáll (í samstarfi við Björn Björnsson). Jón kom að undirbúningi og hafði umsjón með nokkrum erlendum gestasýningum á Listahátíð, m.a. fyrir San Franciscoballettinn. Hann átti sæti í stjórn LR af og til á árunum 1982 til 2000. Einnig var hann um langt skeið í inntökunefnd Félags íslenskra leikara og var einn af stofnendum Samtaka um leikminjasafn og sat þar í stjórn. Á seinni árum starfaði Jón einkum við söfn og sögusýningar og gerði m.a. Þórbergssetur á Hala í Suðursveit og Kjarvalsstofu á Borgarfirði eystra.

Jón Þorkelsson (1915-1996) Litla-Botni, Hvalfjarðarstrandarhreppi

  • HAH08778
  • Person
  • 17.10.1915 - 20.12.1996

Jón Þorkelsson fæddist í Litla-Botni í Hvalfirði 17. október 1915. Var á Litlabotni, Saurbæjarsókn, Borg. 1930. Bóndi í Stóra-Botni í Hvalfirði. Síðast bús. í Strandarhreppi.
Hann lést á Akranesspítala 20. desember 1996. Útför Jóns fór fram frá Akraneskirkju 30. desember 1996

Jón Þorsteinsson (1889-1963) Skálholtskoti

  • HAH09221
  • Person
  • 27.3.1889 - 10.10.1963

Jón Þorsteinsson 27. mars 1889 - 10. okt. 1963. Var í Skálholtskoti, Reykjavíkursókn, Gull. 1890. Fór til Vesturheims 1911 frá Reykjavík. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum í Reykjavik þar til hann var 14 ára, þá fór hann að Höfnum í Húnavatnssýslu, og var þar 5 ár. Þaðan fór hann aftur bi! Reykjavíkur og lærði þar járnsmíði. Vestur um haf fluttist hann 1911, og vann í Winnipeg á sumrum, en við fiskiveiðar á vetrum fyrstu 3 árin, á Manitoba-vatni

Jón Þorsteinsson (1924-1994)

  • HAH01595
  • Person
  • 21.2.1924 - 7.9.1994

Jón Þorsteinsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður, fæddist á Akureyri 21. febrúar 1924. Hann varð bráðkvaddur 17. september síðastliðinn, sjötugur að aldri, og fór útför hans fram frá Seltjarnarneskirkju 26. september.
Hann var fulltrúi bæjarfógetans í Vestmannaeyjum sumarið 1949, fluttist um haustið til Akureyrar og rak þar málaflutningsskrifstofu til 1955. Starfsmaður Alþýðusambands Íslands í Reykjavík var hann 1955--1960, rak málaflutningsskrifstofu í Reykjavík 1960--1963 og aftur frá 1973 til æviloka.
Jón Þorsteinsson var valinn til ýmissa nefndar- og stjórnarstarfa. Árið 1959 var hann skipaður í nefnd til að undirbúa lög um samningsrétt opinberra starfsmanna og 1960 í endurskoðunarnefnd skattalaga. Hann var í stjórn Íslenskrar endurtryggingar 1961--1972, í kjaranefnd 1962--1973 og í samninganefnd ríkisins um launakjör ríkisstarfsmanna 1962--1966. Málflytjandi ríkisins fyrir Kjaradómi var hann 1963--1972. Árið 1964 var hann skipaður í nefnd til athugunar á menntunarkröfum og atvinnuréttindum vélstjóra og á sama ári kosinn í áfengismálanefnd. Hann var formaður framkvæmdanefndar byggingaráætlunar 1965--1969. Árið 1966 var hann skipaður í nefnd til að semja frumvarp um framleiðnisjóð landbúnaðarins og var síðan í stjórn sjóðsins 1966--1974. Hann var skipaður árið 1968 í nefnd til að athuga ýmsa þætti landbúnaðarmála og var í yfirnefnd um verðlagsgrundvöll landbúnaðarins 1968--1975. Á árunum 1975--1980 átti hann sæti í mörgum sáttanefndum í kjaradeilum. Hann var formaður nefndar sem skipuð var af Hæstarétti á árinu 1986 til að rannsaka viðskipti Útvegsbanka Íslands og Hafskips. Í Félagsdómi átti hann sæti frá 1986 og í Kjaradómi 1991--1993. Formaður umsjónarnefndar fólksbifreiða á höfuðborgarsvæðinu var hann frá 1989.
Jón Þorsteinsson var alþýðuflokksmaður, sat í miðstjórn flokksins 1958--1972. Eftir kjördæmabreytinguna 1959 skipaði hann efsta sæti á lista flokksins í Norðurlandskjördæmi vestra í þrennum kosningum til Alþingis og var landskjörinn þingmaður 1959--1971, sat á 12 þingum alls.
Jón Þorsteinsson var skákmeistari Norðurlands 1942--1944 og 1952--1953, eða fimm sinnum alls. Hann var sigurvegari í meistaraflokki á skákþingi Norðurlanda í Svíþjóð 1959 og hlaut sigur í áskorendaflokki á skákþingi Íslands 1976.

Jón Tómasson (1865-1933) Árbæ

  • HAH04905
  • Person
  • 31.7.1865 - 13.5.1933

Jón Benedikt Tómasson 31. júlí 1865 - 13. maí 1933. Bóndi í Króki. Árbæ Blönduósi 1917 og 1933.

Jón Torfi Jónasson (1947) Prófessor

  • HAH8860
  • Person
  • 9.6.1947

Jón Torfi Jónasson er prófessor emeritus í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann hefur fengist við rannsóknir á lestri og fjölmörgum þáttum menntunar og skólastarfs.
Rannsóknarsvið Jóns Torfa var í upphafi skynjun og lestur en síðar sneri hann sér að skrifum um skólastarf og menntun. Fyrst beindi hann sjónum sínum að notkun tölva í skólastarfi og fjarkennslu, síðan að þróun framhaldsskólans og rýndi þá sérstaklega í umfang og ástæður brottfalls nemenda. Hann hefur einnig fjallað um háskólamál og var meðal annars beðinn um að skrifa rit um áskoranir háskóla fyrir evrópsku samtökin, Observatory Magna Charta Universitatum á 20 ára afmæli þeirra árið 2008.
Jón Torfi hefur skrifað um leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla (bæði bók- og starfsnám), háskóla, fullorðinsfræðslu og símenntun, einkum hvað einkennir þróun þessara þátta menntunar í ljósi sögunnar, meðal annars í samanburði ólíkra skólakerfa. Árið 1985 var hann fenginn til að spá fyrir um þróun menntunar 25 ár fram í tímann og beinir enn sjónum sínum að því viðfangsefni, meðal annars hvernig kerfið ætti að bregðast við, og hefur bent á margvíslega (kerfis-) tregðu sem dregur úr eðlilegum breytingum í menntamálum.
Jón Torfi lauk BSc-prófi í eðlisfræði frá Edinborgarháskóla 1972, eftir að hafa lokið einu ári í sagnfræði, heimspeki og stjórnmálafræði við sama skóla. Hann lauk síðan MSc-prófi í tilraunasálfræði 1973 frá háskólanum í Sussex með áherslu á hugfræði (e. cognitive psychology) og doktorsprófi í sama fagi frá háskólanum í Reading á Englandi árið 1980.
Hann kenndi sálarfræði náms og hugsunar, aðferðafræði og síðan fjölmargar greinar menntavísinda frá 1977, fyrst sem stundakennari, síðan sem lektor, dósent og prófessor frá 1993. Hann var deildarforseti Félagsvísindadeildar HÍ 1995-2001 og forseti Menntavísindasviðs HÍ 2008-2013. Hann hefur gegnt formennsku í fjölmörgum nefndum á vegum Háskóla Íslands og menntamálaráðuneytis.

Jón Tryggvason (1917-2007) Ártúnum

  • HAH01593
  • Person
  • 28.3.1917 - 7.3.2007

Jón Tryggvason, Ártúnum, var fæddur í Finnstungu 28. mars 1917. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi hinn 7. mars 2007. Útför Jóns Tryggvasonar verður gerð frá Blönduóskirkju í dag, laugardaginn 17. mars, kl. 13.30. Jón átti sæti í hreppsnefnd Bólstaðarhlíðarhrepps frá 1946, var oddviti hreppsins 1961–82 og sat í sýslunefnd 1961–88. Hann var mikill áhugamaður um söng og tónlistarmál, var söngstjóri Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps 1952–87 og organisti í Bólstaðarhlíðarkirkju 1945–91. Þá sat Jón í ýmsum stjórnum og nefndum og hlaut viðurkenningar fyrir þátt sinn að söng- og félagsmálum þ.ám. hina íslensku fálkaorðu. Í framhaldi af hefðbundnu skólanámi þeirra tíma fór Jón vetrarlangt til náms í Íþróttaskólanum í Haukadal 1935–36 og 1937 lauk hann búfræðinámi frá Hólaskóla.
Jarðsett verður í Bólstaðarhlíðarkirkjugarði.

Jón Vídalín Pálsson (1857-1907) frá Víðidalstungu

  • HAH05543
  • Person
  • 6.9.1857 - 20.8.1907

Jón Friðrik Vídalín Pálsson 6.9.1857 - 20.8.1907. Var í Víðidalstungu, Víðidalstungusókn, Hún. 1860. Dvaldist ýmist á Íslandi eða í Kaupmannahöfn. Kaupmaður og ræðismaður. Barnlaus.

Jóna Anna Sigurðardóttir (1940-2013)

  • HAH01598
  • Person
  • 18.4.1940 - 13.2.2013

Jóna Anna Sigurðardóttir fæddist í Köldukinn í Dalasýslu 18. apríl 1940. Hún lést á Landspítalanum í Reykjavík 13. febrúar síðastliðinn. Anna ólst upp í Köldukinn, en flutti að heiman á unglingsárum til Reykjavíkur og vann þar ýmis störf. Hún lauk prófi frá Húsmæðraskólanum á Blönduósi og útskrifaðist sem sjúkraliði árið 1966. Anna starfaði stærstan hluta starfsævinnar á Landspítalanum, lengst af á gjörgæsludeild, en lauk starfsferlinum á barnadeildinni. Anna og Einar bjuggu við Hrísateig í Reykjavík í tæp 40 ár en fluttu að Suðurlandsbraut 62 árið 2010.
Útför Önnu fer fram frá Langholtskirkju í dag, 28. febrúar 2013, og hefst athöfnin kl. 13.

Jóna Björk Guðmundsdóttir (1954) Akranesi

  • HAH08710
  • Person
  • 11.6.1954 -

Jóna Björk Guðmundsdóttir 11.6.1954. Akranesi. Kvsk á Blönduósi 1973-1974. Kjörforeldrar skv. Vigurætt: Guðmundur Jónsson, f. 19.3.1906, d.31.5.1988, garðyrkjuráðunautur hjá Akranesbæ og Hildur Jónsdóttir, f. 27.5.1910, d.23.12.1991.

Jóna Guðbergsdóttir (1930-2015) frá Neðri-Hjarðardal, Dýrafirði

  • HAH08117
  • Person
  • 8.6.1930 - 8.9.2015

Jóna Guðbergsdóttir 8. júní 1930 - 8. sept. 2015. Var á Höfða, Mýrarsókn, V-Ís. 1930. Húsfreyja, saumakona og verkakona í Reykjavík. Kvsk á Blönduósi 1951-1952.
Sextán ára fluttist Jóna ásamt foreldrum sínum til Reykjavíkur og bjó á höfuðborgarsvæðinu alla tíð síðan.
Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 8. september 2015. Útför Jónu fór fram frá Digraneskirkju 17. september 2015, og hófst athöfnin kl. 13.

Jóna Guðrún Vilhjálmsdóttir (1918-2003)

  • HAH01599
  • Person
  • 15.7.1918 - 13.7.2003

Jóna Guðrún Vilhjálmsdóttir fæddist á Siglufirði hinn 15. júlí 1918. Hún lést á heimili sínu, dvalarheimilinu Sæborg á Skagaströnd, 13. júlí síðastliðinn. Skafti og Jóna áttu heima í Dagsbrún til ársins 1958; þar bjuggu þau með kindur, kýr og hest eins og tíðkaðist á þessum árum og var lífsbaráttan oft hörð. Árið 1958 fluttust þau að Fellsbraut 5, síðan í Lund, en í mörg ár hafa þau búið á dvalarheimili aldraðra, Sæborg á Skagaströnd.
Útför Jónu Guðrúnar verður gerð frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 11.

Jóna Kristófersdóttir (1918-2003) iðjuþjálfi á Kleppi

  • HAH01600
  • Person
  • 20.4.1918 - 7.9.2003

Jóna Kristófersdóttir iðjuþjálfi fæddist á Blönduósi 20. apríl 1918. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík 7. september 2003. Jóna nam í Kvennaskólanum á Blönduósi 1936-1937 og stundaði framhaldsnám í vefnaði á sama stað. Jóna fór til náms í iðjuþjálfun til Danmerkur 1939. Hún kom heim til Íslands fullnuma í iðjuþjálfun árið 1946. Hún hóf þá þegar störf á Kleppsspítala þar sem hún starfaði samfellt til ársins 1986, eða í 40 ár, er hún hætti störfum vegna veikinda.
Útför hennar fór fram í kyrrþey.

Jóna Sigríður Sveinbjarnardóttir (1912-2005)

  • HAH01602
  • Person
  • 14.9.1912 - 18.7.2005

Jóna Sigríður Sveinbjarnardóttir fæddist á Bjargarstöðum í Miðfirði hinn 14. september 1912. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 18. júlí síðastliðinn. Jóna ólst upp á Bjargarstöðum og stundaði nám við húsmæðraskólann á Blönduósi 1935-1936. Jóna og Ólafur hófu síðan búskap sinn á Bjargarstöðum í Miðfirði. Árin 1942-1944 bjuggu þau á Akureyri en fluttust þá í Mosfellssveit og stofnuðu ásamt fleirum nýbýlið Hamrafell. Þar var hún húsfreyja í nær 50 ár en stundaði ávallt ýmis störf utan heimilis. Hún tók virkan þátt í starfi Kvenfélags Lágafellssóknar og sat í sóknarnefnd um árabil. Á Hvítasunnu árið 1992 fluttust þau á Dvalarheimili aldraðra á Hlaðhömrum í Mosfellsbæ. Síðasta eina og hálfa árið dvaldist Jóna á Hjúkrunarheimilinu Eir.

Útför Jónu fer fram frá Lágafellskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Jóna Sigþrúður Stefánsdóttir (1925-2017) Fossum

  • HAH05785
  • Person
  • 19.12.1925 - 21.1.2017

Jóna Sigþrúður Stefánsdóttir. Var á Ekru, Hjaltastaðarsókn, N-Múl. 1930. Húsfreyja á Fossum í Bólstaðarhlíðarhreppi. Síðast bús. á Blönduósi. Fæddist á Ekru í Hjaltastaðaþinghá 19. desember 1925. Jóna ólst upp á Ekru í Hjaltastaðaþinghá. Þar vann hún við hin hefðbundnu sveitastörf. Hún var mikið náttúrubarn og leið best úti í náttúrunni. Vorið 1959 réð hún sig sem ráðskona að Fossum í Svartárdal til þeirra feðga þar. Jóna og Bjössi fóru fljótlega að búa saman og bjuggu félagsbúi með aðskilið skepnuhald en unnu sameiginlega að heyöflun og öðrum bústörfum með bræðrum hans og föður. Hún var bóndi af lífi og sál. Eftir að Bjössi lést 2010 bjó hún til haustsins 2011 með aðstoð Guðmundar sonar síns. Þá flutti hún til Blönduóss að Hnitbjörgum.
Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 21. janúar 2017. Jóna var jarðsungin frá Bergstaðakirkju 4. febrúar 2017, klukkan 14.

Jóna Steingrímsdóttir (1930-2000) frá Höfðakoti á Skagaströnd

  • HAH01601
  • Person
  • 5.5.1930 - 13.12.2000

Jóna Sigríður Steingrímsdóttir fæddist í Höfðakoti á Skagaströnd 5. maí 1930. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð 13. desember síðastliðinn. Fyrstu búskaparárin bjó Jóna í Neskaupstað og síðar í Grindavík þar sem hún vann m.a. við fiskvinnslu og sem matráðskona. Um 1980 flutti Jóna til Reykjavíkur og vann um tíma sem matráðskona í Hrauneyjarfossvirkjun og einnig á leikskólanum Hraunborg.
Útför Jónu verður gerð frá Grafarvogskirkju í 20. des. 2000 og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hótel Blönduós 1951

Jóna Tryggvadóttir (1927-2015) Hellu, Fellsströnd

  • HAH07969
  • Person
  • 8.3.1927 - 25.3.2015

Jóna Tryggvadóttir 8. mars 1927 - 25. mars 2015. Var á Hellu, Staðarfellssókn, Dal. 1930. Húsfreyja í Reykjavík. Kvsk á Blönduósi 1945-1946. Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Útför Jónu fór fram frá Fossvogskapellu 8. apríl 2015. Tvíburi.
Fósturforeldrar: Elín Jóhanna Jóhannsdóttir f.27.4.1888, d.15.4.1970 og Jónas Kristjánsson f.2.4.1879, d.14.12.1955.

Jónadab Guðmundsson (1825-1915) Reykjum í Hrútafirði

  • HAH05787
  • Person
  • 7.8.1825 - 11.2.1918

Jónadab Guðmundsson 7. ágúst 1825 - 11. feb. 1918. Var á Reykjum, Staðarsókn, Hún. 1835 og 1855. Bóndi á Reykjum, Staðarsókn, Hún. 1860. Var á Borðeyri, Prestbakkasókn, Strand. 1901. Var í Jónatanshúsi í Prestbakkas., Strand. 1910.

Jónas Ari Sigurðsson (1865-1933) Prestur í Vesturheimi.

  • HAH05788
  • Person
  • 6.5.1865 - 10.5.1933

Jónas Ari Sigurðsson 6. maí 1865 - 10. maí 1933. Búfræðingur frá Ólafsdalsskóla. Fór til Vesturheims 1887 frá Gröf, Þorkelshólshr., Hún. Prestur frá skóla í Chicago með „hærri einkunnir en nokkur annar“ segir í Ólafsd. Prestur í Vesturheimi. Form. Þjóðræknissamtaka Vestur-Ísl. Átti 2 börn vestra með Oddrúnu og 3 með Stefaníu.

Jónas Benedikt Bjarnason (1866-1965) Litladal

  • HAH05790
  • Person
  • 20.9.1866 28.10.1965

Jónas Benedikt Bjarnason 20. september 1866 - 28. október 1965 Var í Þórormstungu, Undirfellssókn, Hún. 1890. Bóndi og hreppstjóri í Litladal í Svínavatnshr., A-Hún., síðar á Blönduósi. Fyrrverandi bóndi á Bókhlöðustíg 8, Reykjavík 1930. Heimili: Litli-Dalur, Hún. Ekkill. Var í Jónasarhúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957.

Jónas Benedikt Hafsteinsson (1933-1995) Njálsstöðum

  • HAH01603
  • Person
  • 16.8.1933 - 22.11.1995

Jónas Benedikt Hafsteinsson fæddist á Hnausum í Þingi í Austur-Húnavatnssýslu 16. ágúst 1933. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 22. nóvember. Jónas stundaði nám við Bændaskólann á Hólum í tvo vetur og var síðan bóndi á Njálsstöðum. Hann bjó þar fyrst ásamt foreldrum sínum, en 1962 tók hann við búinu er foreldrar hans fluttu til Skagastrandar. Útför Jónasar fer fram frá Höskuldsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Jónas Bergmann Hallgrímsson (1945-1992)

  • HAH01604
  • Person
  • 13.5.1945 - 3.5.1992

Jónas ólst upp á Helgavatni með systkinum sínum þremur og þar átti hann heima allt sitt líf. Snemma fór hann að hjálpa til við búskapinn og síðar gerðist hann bóndi sjálfur. Fyrst í félagi við föður sinn, en síðan keypti hann Helgavatn, jörðina, sem afi hans og faðir höfðu unnað og byggt upp. Þar stendur lífsstarf þriggja ættliða.
Á Helgavatni hefur jafnan verið rekið gott bú. Þar er snyrtimennska meiri en almennt gerist og hjálpsemi Helgavatnsfólksins er einstök. Það hafa nágrannar, vinir og sveitungar oft fengið að reyna. Um árabil ferðaðist Jónas víða um sveitir á vetrum og rúði fé fyrir bændur. Þessum starfa hætti hann er þau tóku við búinu. En síðasta áratuginn stundaði hann fjárkeyrslu bæði vor og haust. Hvergi var af sér dregið og vinnudagur oft langur. Hér undi hann sér í umhverfi því er fóstraði hann. Umhverfi sem mótaði skaphöfn hans, efldi manndóm og metnað; grundvallaði lífsviðhorf hans og farsæld í störfum. Í þessu umhverfi kaus hann að lifa með fjölskyldu sinni, jörðinni sinni og búsmala.
Það var gæfa Jónasar að kynnast Sigurlaugu Helgu Maronsdóttur frá Ásgeirsbrekku í Skagafirði. Sambúð þeirra var farsæl og þau bjuggu vel að sínu.

Jónas Bergmann Jónsson (1908-2005) fræðslustjóri, frá Torfalæk

  • HAH01605
  • Person
  • 8.4.1908 - 1.4.2005

Jónas Bergmann Jónsson, fyrrverandi fræðslustjóri í Reykjavík, fæddist á Torfalæk í Austur-Húnavatnssýslu hinn 8. apríl 1908. Hann lést á Landakotsspítala aðfaranótt 1. apríl síðastliðins, tæplega 97 ára að aldri. Jónas B. var formaður Kennarafélags Laugarnesskóla 1935-43, sat í stjórn Stéttarfélags barnakennara í Reykjavík 1939-42 og í stjórn Sambands íslenskra barnakennara 1942-50. Hann var formaður Barnaverndarnefndar Reykjavíkur 1946-50, formaður forstöðunefndar Námsflokka Reykjavíkur frá 1946-54. Einnig samdi hann kennslubækur og skrifaði greinar um uppeldismál og fræðslumál í blöð og tímarit. Jónas B. tók mikinn þátt í félagsmálum. Hann var formaður Barnaverndarráðs Íslands 1953-57 og framkvæmdastjóri Íþróttaráðs Reykjavíkur frá stofnun þess 1962 og til 1973. Hann sat í stjórn Bandalags íslenskra skáta frá 1950 og var skátahöfðingi Íslands 1958-71. Hann var alla tíð mjög virkur í uppbyggingu aðstöðu skáta að Úlfljótsvatni. Jónas B. sat í stjórn Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands frá stofnun 1949-79 og var ritari í stjórn Rauða kross Íslands 1975-79. Hann sat í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins um áratugaskeið og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Jónas var virkur félagi í Oddfellow-reglunni og sat þar í stjórn.
Jónas B. var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1961 og stórriddarakrossi 1972. Þá var hann kjörinn heiðursdoktor við Kennaraháskóla Íslands 2001.
Útför Jónasar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag 8. apríl 2005 og hefst athöfnin klukkan 15.

Jónas Björnsson (1881-1977) Dæli í Víðidal

  • HAH01606
  • Person
  • 5.9.1881 - 23.7.1977

Jónas Björnsson 5. september 1881 - 23. júlí 1977 Bóndi á Dæli, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Síðast bús. í Hvammstangahreppi. Þann 5. september s.l. varð Jónas Björnsson, Hagamel 41 hér í borg, níutíu ára. Jónas fæddist 5. september 1881 að Valdarási í Víðidal og ólst hann upp að Valdarási og Stóru- Ásgeirsá. Jónas byrjaði búskap í Dæli árið 1912 og bjó þar til ársins 1945, en þá fluttist hann að Litlu-Ásgeirsá og bjó þar til ársins 1955, að hann hætti búskap og fluttist til Reykjavíkur, Jónas átti heima í Víðidal yfir 70 ár, og störf hans í þágu félagsmála í Þorkelshólshrepp voru mörg og margvísleg. Fólk Jónasar mun hafa orðið fyrir vonbrigðum með hin nýju heimkynni, og bíður nú fyrsta tækifæris til að komast heim aftur, og eru nú þegar tvö barnabörn hans komin heim aftur. Jónas hefur alla tíð verið höfðingi heim að sækja, og finnst aldrei vera nóg veitt gestum þeim, sem að garði bera. Hjálpsemi hans og greiðasemi, er hann átti heima í Víðidal, var viðbrugðið.

Jónas Bragason (1958-1991) Sunnuhlíð og Marðarnúpi

  • HAH08931
  • Person
  • 17.9.1958-3.3.1991

Bóndi á Marðarnúpi og síðar í Sunnuhlíð, Áshr., A-Hún. Síðast bús. í Áshreppi.
fæddur á Blönduósi,
Útför hans fór fram frá Undirfellskirkju 8. mars.

Jónas Eggert Tómasson (1928-1997) Handavinnukennari og bóndi

  • HAH09558
  • Person
  • 9. jan. 1928 - 12. maí 1997

Jónas Eggert Tómasson fæddist í Sólheimatungu í Stafholtstungum 9. 1928. Hann andaðist á heimili sínu í Sólheimatungu 12. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Sigurlín Sigurðardóttir, húsfreyja, fædd á Hólmlátri á Skógarströnd 26. janúar 1892, dáin 13. nóvember 1974, og Tómas Jónasson, bóndi í Sólheimatungu, fæddur 2. desember 1881 í Örnólfsdal í Þverárhlíð, dáinn 5. nóvember 1954.
Systkini Jónasar eru:

  1. Guðrún María, f. 31. ágúst 1929, maki Jóhannes Guðmundsson, þau eiga fjögur börn.
  2. Sigurður, f. 5. febrúar 1931, maki Rita Elisabeth Larsen, þau eiga tvær dætur.
    3) Guðríður, f. 7. maí 1933, maki Björn Stefánsson, þau eiga þrjá syni.
    Jónas var ókvæntur og barnlaus.

Eftir fullnaðarpróf stundaði Jónas nám við Reykholtsskóla í einn vetur, síðan tvo vetur við Flensborgarskóla í Hafnarfirði og lauk þaðan gagnfræðaprófi vorið 1948. Vorið 1951 lauk Jónas prófi sem smíðakennari frá kennaradeild Handíða- og myndlistaskólans. Þar á eftir stundaði hann nám við handavinnudeild Kennaraskóla íslands, prófi þaðan lauk hann vorið 1953 og öðlaðist þar með full kennsluréttindi i handavinnu í barnaskólum og skólum gagnfræðastigsins. Að námi loknu stundaði hann kennslu í heimasveit sinni í nokkur misseri, en sneri sér síðan að búskap með Sigurði bróður sínum á föðurleifð þeirra eftir andlát Tómasar síðla árs 1954. Sinnti hann bústörfum í Sólheimatungu til dauðadags. Jónas gegndi margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum svo sem hreppsnefndarmaður en það höfðu áður verið faðir hans og afi, Jónas Eggert Jónsson. Jónas var formaður stjórnar Veiðifélags Gljúfurár frá stofnun til dánardægurs.

Jónas Erlendsson (1818-1895) Tindum

  • HAH05798
  • Person
  • 9.3.1818 - 17.2.1895

Fósturbarn og léttadrengur á Brakanda, Möðruvallaklausturssókn, Eyj. 1835. Vinnuhjú á Illugastöðum, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1845. Bóndi á Tindum í Svínavatnshr., A-Hún. Bóndi á Orrastöðum, Þingeyrarsókn, Hún. 1860.

Jónas Guðmundsson (1815-1904) Ási

  • HAH05800
  • Person
  • 2.2.1815 - 26.8.1904

Jónas Guðmundsson 2. febrúar 1815 - 26. ágúst 1904. Bóndi á Guðrúnarstöðum, Grímstungusókn, Hún. 1845. Bóndi í Ási í Vatnsdal.

Jónas Guðmundsson (1879-1933) Eiðsstöðum

  • HAH05804
  • Person
  • 19.1.1879 - 25.9.1933

Jónas Guðmundsson 19. jan. 1879 - 25. sept. 1933. Niðurseta í Sólheimum, Svínavatnssókn, Hún. 1880.Hreppsdrengur í Litladal, Auðkúlusókn, Hún. 1890. Bóndi á Sólheimum, síðar á Búrfelli. Bóndi á Eiðsstöðum, Svínavatnshreppi, Hún. 1920 og 1930.

Jónas Guðmundsson (1886-1979) Grundarbrekku Vestm, frá Miðgili.

  • HAH05805
  • Person
  • 9.3.1886 - 20.2.1979

Jónas Guðmundsson 9.3.1886 - 20.2.1979. Fæddist að Torfastöðum í Bergstaðaprestakalli. Var á Refsstöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1890. Daglaunamaður á Skólavegi 11, Vestmannaeyjum 1930. Verkamaður Grundarbrekku í Vestmannaeyjum.

Jónas Halldórsson (1936-1973) Leysingjastöðum

  • HAH05807
  • Person
  • 10.5.1936 - 25.8.1973

Jónas Halldórsson 10. maí 1936 - 25. ágúst 1973. Var á Leysingjastöðum, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Bóndi. Síðast bús. í Sveinsstaðahreppi. Drukknaði í Hópinu ásamt Ara Hermannssyni í Sæmundsenhúsi

Jónas Hannes Jónsson (1875-1941) Bakkakoti 1880

  • HAH05808
  • Person
  • 26.2.1875 - 12.12.1941

Jónas Hannes Jónsson 26.2.1875 - 12.12.1941. Húsasmiður og fasteignasali í Reykjavík. Tökubarn í Bakkakoti, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1880. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Fasteignasali á Tjarnargötu 10 a, Reykjavík 1930.

Jónas Helgason (1947-2011) Æðey

  • HAH05013
  • Person
  • 18.11.1947 - 20.1.2011

Jónas Helgason fæddist 18. nóvember 1947 í Reykjavík. Bóndi og búfræðingur í Æðey, Snæfjallahreppi.
Jónas ólst upp í Reykjavík þar til á vordögum 1961 að hann fluttist með foreldrum og systkinum til Æðeyjar þar sem þau hófu búskap.
Hann lést á heimili sínu í Æðey 20. janúar 2011.
Útför Jónasar fór fram frá Grafarvogskirkju 28. janúar 2011, og hófst kl. 15.

Jónas Illugason (1865-1954) Fornastöðum

  • HAH04919
  • Person
  • 12.6.1865 - 31.7.1954

Jónas Illugason 12. júní 1865 - 31. júlí 1954. Bóndi í Bröttuhlíð, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi, smiður og fræðimaður í Brattahlíð, á Fornastöðum 1933.

Jónas Jakobsson (1917-1974) veðurfræðingur frá Haga, Aðaldal

  • HAH08779
  • Person
  • 3.3.1917 - 18.12.1974

Jónas Jakobsson fæddist i Haga i Aðaldal i S-Þing. 3. marz 1917 og ólst þar upp i f jölmennum systkinahópi við mikla fátækt i bernsku en jafnframt brunn menningarheimilis, þar sem saman fór mikið likamlegt starf, og lestur góðra bóka
Veðurfræðingur í Reykjavík. Laugum 1933-1934

Jónas Jóhannsson (1868-1937) Kárdalstungu

  • HAH05813
  • Person
  • 7.2.1868 - 28.6.1937

Jónas Jóhannsson 7. feb. 1868 - 28. júní 1937. Fæddur á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, í Hamrakoti, Litla-Búrfelli og síðast í Kárdalstungu í Vatnsdal. Bóndi í Hamrakoti, Þingeyrasókn, Hún. 1901. Bóndi í Káradalstungu, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Smali Haukagili 1880. Vinnumaður Kolugili og Ási 1890. Ekkill Hvammi 1910.

Jónas Jónasson (1840-1926) Súluvöllum Vesturhópi

  • HAH05816
  • Person
  • 12.7.1840 - 15.2.1926

Tökubarn á Aðalbóli, Efranúpssókn, Hún. 1845. Bjó á Súluvöllum. Húsbóndi, bóndi á Súluvöllum, Vesturhópshólasókn, Hún. 1880, 1890 og 1901.

Jónas Jónasson (1850-1928) Hlíð á Vatnsnesi,

  • HAH05817
  • Person
  • 16.7.1850 - 13.5.1928

Jónas Jónasson 16.7.1850 - 13.5.1928. Fæddur á Tittlingsstöðum. Bóndi á Gröf, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1880. Bóndi í Hlíð á Vatnsnesi, Kirkjuhvammshr., V-Hún. 1890 og 1901.

Jónas Jónasson (1867-1941) Winnepeg

  • HAH05815
  • Person
  • 11.9.1867 - 21.4.1941

Jónas Jónasson 11. sept. 1867 - 21. apríl 1941. Fór til Vesturheims 1890 frá Vesturhópshólum, Þverárhreppi, Hún. Kaupsýslumaður í Winnipeg, Kanada.
Hann rak um langt skeið verzlun og kvikmyndahús á Osborne stræti við Corydon, og farnaðist vel meðan heilsu hans naut við. Jónas var hvers manns hugljúfi, er ekki mátti vamm sitt vita í neinu, vinfastur og drenglyndur maður. Lézt á Grace sjúkrahúsinu í Winnipeg.
Kveðjuathöfn var haldin hjá Bardals á miðvikudaginn, er séra Valdimar J. Eylands stýrði, en síðan voru jarðneskar leifar Jónasar fluttar til Geysis til jarðsetningar

Jónas Jónasson (1881-1956) Múla, V-Hún.

  • HAH05819
  • Person
  • 24.5.1881 - 17.1.1956

Jónas Jónasson 24. maí 1881 - 17. jan. 1956. Bóndi á Sauðadalsá, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1910. Bóndi í Múla, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930.

Jónas Jónasson Sauðanesi

  • HAH05814
  • Person

var vinnumaður í Sauðanesi 1920 skv skráningu, nafnið gæti verið rangt

Jónas Jónsson (1848-1936) Finnstungu

  • HAH05824
  • Person
  • 24.3.1848 - 19.11.1936

Var í Torfalæk, Hjaltabakkasókn, Hún. 1870. Húsbóndi í Finnstungu, Blöndudalshólasókn, Hún. 1880. Var í Finnstungu, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi í Finnstungu.

Jónas Jónsson (1930-2007)

  • HAH01607
  • Person
  • 9.3.1930 - 24.7.2007

Jónas Jónsson fæddist í Yztafelli í Köldukinn 9. mars 1930. Hann lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi 24. júlí síðastliðinn. Á sumrin árin 1960-1963 vann Jónas hjá fyrirtækinu Fóður og fræ í Gunnarsholti, kenndi við Bændaskólann á Hvanneyri 1957-1963, starfaði sem sérfræðingur við Rannsóknastofnun landbúnaðarins í Reykjavík 1963-1966 og jarðræktarráðunautur Búnaðarfélags Íslands 1966-1971. Jónas var aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra 1971-1974, starfsmaður Búnaðarfélags Íslands 1974-1980 og búnaðarmálastjóri 1980-1995. Eftir það vann hann að sérverkefnum fyrir Bændasamtök Íslands og stundaði ritstörf. Jónas Jónsson sat í, og leiddi störf fjölda nefnda og sjóða innan landbúnaðarins og tók þátt í samningu þingfrumvarpa um málefni landbúnaðarins á 7., 8. og 9. áratug aldarinnar sem leið, m.a. landnámsstjórnar, Landgræðslusjóðs, Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, Framleiðnisjóðs og Skógræktar ríkisins.
Náttúruvernd og umhverfismál stóðu Jónasi ætíð nærri. Hann sat í stjórn Skógræktarfélags Íslands frá 1969 og var formaður félagsins 1972-1981. Þá var hann formaður samstarfsnefndar um landgræðslu, landnýtingu og gróðurvernd 1974-1981, varaformaður náttúruverndarráðs 1978-1984, sat í dýraverndarnefnd og dýraverndarráði, auk örnefnanefndar.
Þá starfaði Jónas einnig ötullega að ritstörfum alla tíð. Hann var m.a. ritstjóri: Freys 1974–1980, Handbókar bænda 1975–1980 og Búnaðarritsins 1981–1990. Hann ritstýrði og var aðalhöfundur sögu æðarræktar á Íslandi og hefur síðustu ár haft forgöngu um og unnið ásamt fleirum að samningu heildarrits um sögu íslensks landbúnaðar frá öndverðu til okkar tíma. Stefnt er að útgáfu ritsins innan nokkurra missera.
Jónas Jónsson sat á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn í Norð-austurlandskjördæmi 1973-1974 og var varaþingmaður frá 1969.
Útför Jónasar verður gerð frá Digraneskirkju í Kópavogi í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Jónas Kristjánsson (1870-1960) læknir

  • HAH09289
  • Person
  • 20.9.1870 - 3.4.1960

Læknir víða um land, meðal annars á Sauðárkróki en síðast í Hveragerði. Héraðslæknir á Sauðárkróki 1930.

Jónas Pétursson (1890-1918) frá Rútsstöðum

  • HAH09155
  • Person
  • 3.10.1890 - 7.3.1918

Jónas Pétursson 3. okt. 1890 - 7. mars 1918. Rútsstöðum 1890, Kornsá 1901 og Gilstöðum, Undirfellssókn, A-Hún. 1910. Vinnumaður í Umsvölum í Þingeyrasókn 1918.

Jónas Reynir Jónsson (1926-2008) Melum Hrútafirði

  • HAH07356
  • Person
  • 5.8.1926 - 22.2.2008

Hann fæddist á Melum í Bæjarhreppi í Strandasýslu 5. ágúst 1926. Var á Melum, Prestbakkasókn, Strand. 1930. Bóndi á Melum í Bæjarhreppi, síðar húsvörður í Reykjavík. Gegndi ýmsum félags- og trúnaðarstörfum. Reykjaskóla 1945-1946
Eftir að hjónin Elín og Jónas brugðu búi 1989 fluttu þau til Reykjavíkur og Jónas starfaði sem húsvörður í Landsbankanum allt til ársins 1995. Þar eignaðist hann góða félaga sem hann ræktaði samband við eftir að hann lét af störfum. Hann sinnti áhugamáli sínu að spila bridge og eignaðist góðan hóp kunningja í Sólheimunum. Síðustu árin naut hann góðs félagsskapar spilafélaga og vina í safnaðarheimili Langholtskirkju meðan kraftar leyfðu.
Hann lést á líknardeild Landspítalans, Landakoti, föstudaginn 22. febrúar 2008. Jónas var jarðsunginn frá Langholtskirkju 29.2.2008 og hófst athöfnin klukkan 13.

Jónas Samúelsson (1867-1947) landnámsmaður Point Roberts.

  • HAH05830
  • Person
  • 4.2.1867 - 13.8.1947

Jónas Samúelsson 4. feb. 1867 - 13. ágúst 1947. Niðursetningur í Múla, Melstaðarsókn, Hún. 1870. Fór til Vesturheims 1889 sennilega frá Söndum, Leiðavallarhreppi, V-Skaft. Var fyrst í Winnipeg svo í Victoria og nam að lokum land í Point Roberts. Var í Point Roberts, Whatcom, Washington, Bandaríkjunum 1910 og 1940.

Jónas Sigfússon (1913-1971) Forsæludal

  • HAH05831
  • Person
  • 4.9.1913 - 24.7.1971

Jónas Sigfússon 4. sept. 1913 - 24. júlí 1971. Vinnumaður á Forsæludal, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Bóndi í Forsæludal, Áshr. Ókvæntur og barnlaus.

Jónas Stefánsson (1881-1960) Geirastöðum í Þingi

  • HAH05836
  • Person
  • 11.10.1881 - 4.1.1960

Jónas Stefánsson 11.10.1881 - 4.1.1960. Tökubarn Stóradal 1890, vinnumaður þar 1901. Bóndi Eldjárnsstöðum 1910, á Geirastöðum í Sveinsstaðahr., A-Hún. 1920, síðar verkamaður á Akureyri. Miðstöðvarkyndari á Akureyri 1930.

Jónas Sveinsson (1895-1967) læknir Blönduósi

  • HAH05840
  • Person
  • 7.7.1895 - 28.7.1967

Jónas Sveinsson 7.7.1895 - 28.7.1967. Læknir á Hvammstanga og Blönduósi 1923-1934. Var í Reykjavík 1910. Var í Reykjavík 1945. Efri-Múla í Staðarhólssókn Dalasýslu 1910.
Fæddist að Ríp í Hegranesi.

Jónas Vermundsson (1905-1979) Pálmalundi

  • HAH5841
  • Person
  • 18.06.1905-25.08.1979

Jónas Vermundsson, Blönduósi, andaðist 25. ágúst á Héraðshælinu.
Hann var fæddur 18. júní 1905 í Kollugerði á Skagaströnd. Foreldrar
hans voru Vermundur Guðmundsson, bóndi þar og kona hans Arnfríður Sigurðardóttir. Hann ólst upp hjá móður sinni er var víða í
vistum í héraðinu. Voru systkini hans mörg og eru tvær hálfsystur
hans á lífi. Faðir hans Vermundur varð úti í mannskaðaveðrinu mikla
í febrúar 1925.
Jónas vandist allri algengri sveitavinnu í æsku, eins og títt var um
fátæka unglinga á þeim árum.
Þann 4. maí 1939 gekk hann að eiga Torfhildi Þorsteinsdóttur frá
Austurhlíð í Blöndudal. Hófu þau búskap að Aralæk í Þingi, en fluttu
árið 1942 til Blönduóss, þar sem heimili hans var til dauðadags. Allt
frá tvítugsaldri vann hann að vegagerð innan héraðs og var veghefilsstjóri um 36 ára skeið, meðan heilsa og kraftar entust. Síðustu ár
æfi sinnar var hann starfsmaður í áhaldahúsi Vegagerðar ríkisins á
Blönduósi.
Þau hjón eignuðust einn son: Sigurgeir Þór, en hann er bifreiðarstjóri á Blönduósi, kvæntur Guðrúnu Pálsdóttur frá Hafnarfirði.
Torfhildur var gift áður og reyndistJónas fjórum sonum hennar mjög
vel.
Jónas tók um árabil mikinn þátt í félagsstörfum verkstjóra. Hann
var um langt skeið í stjórn Verkstjórafélags Skagafjarðar- og Húnavatnssýslna, en árið 1966 var hann kjörinn heiðursfélagi félagsins, fyrir
langt og gott starf í þágu þess.
Með Jónasi Vermundssyni er horfinn á braut góður félagi, vinsæll
og glaður á góðri stund.
Útför hans fór fram frá Blönduóskirkju 1. september

Jónasarhús - Zóphóníasarhús, Aðalgata 9a

  • HAH00660
  • Corporate body
  • 1905 -

Jónasarhús 1937 - Zóphóníasarhús 1905-1918. Jóns hús Kristóferssonar 1918-1937.
Fyrsta steinsteypta húsið á Blönduósi. Símstöð 1906.

Jónatan Hallvarðsson (1903-1970) Hæstaréttardómari

  • HAH09462
  • Person
  • 14. okt. 1903 - 19. jan. 1970

JÓNATAN HALLVARÐSSON
HÆSTARÉTTARDÓMARI
Grein þessi eftir Bjarna Benediktsson forsætisráðherra birtist í Morgunblaðinu 24. janúar 1970 og er birt hér með leyfi barna hans.
Jónatan Hallvaiðsson varð sjálfur, að mestu einn og óstuddur, að sjá sér farborða á námsbraut sinni. Hann hafði því á þeim árum lagt gjörfa hönd á fleira en flestir skólabræðra hans, sem bjuggu við auðveldari kjör i æsku. Jónatan lauk gagnfræðaprófi utanskóla við Menntaskólann í Reykjavík árið 1923, þá rúmlega tvítugur, sat einungis einn vetur í skólanum, í fjórða bekk, og lauk stúdentsprófi utanskóla á árinu 1925 með góðri 1. einkunn. Hann hafði þá lesið fimmta og sjötta bekk á einum vetri og jafnframt unnið fyrir sér. í lagadeild Háskólans settist hann haustið 1925 og tók embættispróf vorið 1930 með góðri 1. einkunn, eftir 5 ára veru í deildinni, og var það ekki lengri, heldur skemmri timi en ýmsir þeirra, sem
engu höfðu öðru að sinna en náminu, þurftu til að Ijúka þvi. A þessum árum var Jónatan m. a. heimiliskennari hjá barnmörgum fjölskyldum. Þar af spratt ævilöng vinátta hans og Ellingsens-fólksins.
Jónatan gerðist fulltrúi lögreglustjórans i Reykjavik strax sumarið 1930. Eftir það varð braut hans bein til vandasömustu og æðstu lögfræðiembætta i landinu. Fyrst var hann fulltrúi lögreglustjóra í sex ár, síðan settur lögreglustjóri i fjögur ár, þá fyrsti sakadómari i Reykjavík fimm ár, lengst af skipaður, og loks skipaður hæstaréttardómari í tæp tultugu og fimm ár. Öllum þessum embættum gegndi Jónatan við miklar vinsældir og virðingu, jafnt starfsbræðra, undirmanna og almennings. Nauðleitarmenn, sem kynnzt höfðu Jónatan á lögreglustjórnarárum lians, leituðu iðulega til hans á seinni árum, þvi að þeir fundu, að hann vildi leysa vandræði þeirra eftir því, sem föng stóðu til, enda hélt hann
tryggð við þá. Jónatan var maður mildur og friðsamur í eðli en úrskurðargóður og ötull þegar á reyndi. Hann naut sín þess vegna vel í öllum þessum störfum, enda léttu meðfædd sanngirni, ágæt dómgreind og góð lagaþekking honum dómarastörfin. Embætti hæstaréttardómara er að vísu fjölbreytt vegna margháttaðra úrskurðarefna, en hefur í för með sér
nokkra einangrunarhættu, einkum ef því er gegnt mjög lengi. Enda var það yfirdómarinn Bjarni Thorarensen, sem orti:
Ekki er hollt að hafa ból,
hefðar uppá jökultindi.
Skaphöfn Jónatans gerði honum flestum auðveldara að standast þá þraut. Hann skildi hver vandi er af þessu búinn bæði dómaranum sjálfum og samskiptum hans við aðra, ef ekki er höfð full gát á. Auk aðalstarfa sinna voru Jónatan falin margvisleg trúnaðarstörf, svo sem formennska ríkisskattanefndar, sáttasemjarastörf i vinnudeilum fyrr og síðar, fulltrúastörf á þingi Sameinuðu þjóðanna og ýmist einum eða með öðrum samning fjölda lagafrumvarpa. Öll þessi störf leysti Jónatan af hendi með þeirri prýði, sem einkenndi hann og verk hans. & þar skemmst að minnast þess, að í fyrra var hann skipaður i sáttanefnd til lausnar hinum miklu vinnudeilum, sem þá voru yfirvofandi. Loks undirbjó hann hina nýju löggjöf og reglugerð um Stjórnarráð íslands.
Á aðfangadag 1930 kvæntist Jónatan Rósu (Sigurrós) Gísladóttur og hafa þau sdðan búið saman í fágætlega hamingjusömu hjónabandi. Efnahagur Jónatans var stundum heldur þröngur, eins og verða hlýtur um þann, sem er í útdráttarsamri stöðu með takmörkuðum tekjum. En þau hjón gættu alltaf fyllstu ráðdeildar og hefur heimili þeirra ætið verið með afbrigðum vistlegt og ánægjulegt þangað að koma. Hygg ég og leit að manni, sem umhyggjusamari sé um heimili sitt, konu og börn, en Jónatan var. Börn þeirra hjóna eru þrjú: Halldór lögfræðingur, skrifstofustjóri Landsvirkjunar, sem er kvæntur Guðrúnu Dagbjartsdóttur, Bergljót, kona Jóns Sigurðssonar ráðuneytisstjóra, og Sigríður, kona Þórðar Þ. Þorbjörnssonar verkfræðings. Öllum kippir þeim systkinum í kyn til sinna góðu foreldra og geta sér hvarvetna hið bezta orð.
Við Jónatan höfum nú þekkzt hátt á fimmta áratug og lengst af mjög náið. Á lagadeildar-árum okkar urðum við þegar samrýmdir, vorum þá m. a.
báðir áhugasamir um stjórnmál og tókum þátt í starfi Frjáislynda flokksins, og lukum lagaprófi með dags millibili vorið 1930. Síðan hafa leiðir okkar legið saman með margvíslegum hætti. Því fer þó fjarri, að við höfum ætíð verið sammála. Um stjórnmál töluðum við t. d. alls ekki saman í mörg ár og innti ég hann á fullorðinsárum aldrei eftir skoðunum hans á
þeim. En í ótal öðrum efnum, ekki sízt varðandi filókna lagasetningu, hefur Jónatan verið mér ómetanlegur ráðgjafi. Svo vildi til, að hinn 18. desember s.l. kom Jónatan til mín til að afhenda mér síðustu útgáfu af frumvarpi að reglugerð um Stjórnarráð Islands. Hann sagðist þá vera að koma úr Hæstarétti og hefði þar og þá skilað af sér
dómarastörfunum til félaga sinna. Kom tal okkar þar, að við sammæltum okkur ásamt konum okkar um kvöldið og áttum saman mjög ánægjulega stund. Félaga sína og starfsfólk í Hæstarétti kvaddi Jónatan svo heima hjá sér daginn eftir, en veiktist þá um nóttina eftir. Siðan hefur hann legið fársjúkur þangað til hann andaðist að morgni hins 19. janúar.
Ég vissi raunar, að Jónatan hafði lengi verið heilsuveill, en ekkert slikt var á honum að sjá á síðustu samfundum okkar. Við rifjuðum þá upp ýmislegt, sem á dagana hefur drifið. Okkur kom saman um, að leiðust væri sú manntegund, sem þættist sjálf alfullkomin og krefðist fullkomleika af öðrum, því að eitthvað mætti með rökum að öllum finna. En þótt ýmsar blikur væru á lofti í samskiptum manna, virtist okkur samt stefna í rétta átt. Þá minntumst við mjög ánægjulegs ferðalags, sem við fjögur höfðum farið vestur á Snæfellsnes fyrir nokkrum
árum. Við lögðum þá lykkju á leið okkur niður Mýrar og fórum út í Skutilsey, þar sem Jónatan lifði sín fyrstu bernskuár. Nú var eyjan komin i eyði, en Jónatan varð ungur í annað sinn, þegar hann sýndi okkur bernskustöðvarnar og hvernig fugl var þar fangaður. Þegar þessi ferð var farin, var verið að leggja veginn fyrir Ólafsvíkurenni og komumst við því ekki þá leið, heldur snerum við í Rifi. S.l. sumar ætluðum við að bæta úr því, en mér varð ætíð eitthvað til farartálma. Á dögunum hétum við að láta ekki fara svo að sumri, enda gætum við þá minnzt fjörutíu ára lögfræðingsafmælis okkar. En hér hefur sem oftar farið öðru vísi en ætlað var. Jónatan var þegar orðinn hættulega veikur, þótt hann léti það ekki uppi út í frá.
hjarta hans var bilað svo að hann átti erfitt með gang og varð að halda sér við með meðulum. Hann ætlaði ekki að láta skríða til skarar um sjúkdóminn fyrr en eftir jól. Þá var það orðið um seinan, en sjálfur sýndi hann þessa siðustu daga sömu fyrirhyggju og æðruleysi og hann hafði gert allt sitt lif. Og sjaldan hefi ég hitt glaðari mann og bjartsýnni en Jónatan var þetta síðasta samvistakvöld okkar. Ég þekki og engan, sem ánægðari hefur mátt líta yfir lifsferil sinn en Jónatans Hallvarðsson.
Bjarni Benediktsson

Jónatan Jósafatsson Líndal (1879-1971) Holtastöðum

  • HAH06596
  • Person
  • 26.6.1879 - 6.11.1971

Jónatan Jósafatsson Líndal 26. júní 1879 - 6. nóvember 1971. Var á Holtastöðum, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Bóndi á Holtastöðum. Síðast bús. í Engihlíðarhreppi.

Jónbjörn Gíslason (1879-1969) Köldukinn, verslm Rvk og múrari Kanada

  • HAH06564
  • Person
  • 22.7.1879 - 29.10.1969

Jónbjörn Gíslason 22. júlí 1879 - 29. október 1969. Strjúgsseli 1880. Húsmaður í Köldukinn á Ásum. Verslunarmaður í Reykjavík. Fór til Kanada 1925 og stundaði múraraiðn þar en kom aftur til Íslands 1956. Síðast bús. á Akureyri.

Results 5901 to 6000 of 10349