Jón Sölvason (1889-1969) Réttarholti

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Jón Sölvason (1889-1969) Réttarholti

Parallel form(s) of name

  • Jón Jónas Sölvason (1889-1969) Réttarholti

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

10.12.1889-17.08.1969

History

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Jón Sölvason frá Réttarholti á Skagaströnd. Minning við jarðarför 23. ágúst 1969. Ég er búin að vera næsti nágranni þeirra góðu hjóna, Jóns og Þorbjargar, í 10 ár, í Hælinu, sem hann Páll Kolka bjó svo vel í haginn fyrir okkur fyrir 14 árum. Og það hefur verið gott nágrenni. Við höfum hitzt daglega, heimsótt hvert annað. Ævinlega gaman að hitta þau góðu hjón. Þau höfðu frá mörgu að segja um Skagaströndina okkar gömlu og góðu, sem við elskuðum öll. Þau sögðu vel frá, mundu vel, höfðu starfað þar með ættingjum mínum og vinum um langan aldur. Þorbjörg var ættuð úr Eyjafirði, en fluttist hingað í sýslu barn að aldri og ól hér allan aldur sinn, þar af rúmlega 50 ár gift Jóni bónda og um 30 ár bjuggu þau í Réttarholti. Aldrei kom ég víst í þetta litla, snotra býli, undir Höfðanum, en það brosti svo vingjarnlega við manni. Og þar ríkti áreiðanlega þrifnaður og snyrtimennska. Annan eins þrifnað hef ég aldrei séð og hjá þeim hjónum. Þorbjörg var alltaf að viðra og þurrka af ryk. Og Jóni féll aldrei verk úr hendi. Hann var nú póstur, fyrst og fremst, þótt hann væri að verða áttræður, svo batt hann bækur, prjónaði og saumaði ef á þurfti að halda — og ræktaði blóm. Þau voru blómstrandi um hávetur: „Gulur, rauður, grænn og blár“.

Jón safnaði vísum. Það urðu víst þúsundir. Hann var ljóðelskur, enda sjálfur hagmæltur. Margt var jafnan um gesti hjá þeim hjónum, sérstaklega utan að, gamlir, góðir vinir. Synirnir þrír, þeir góðu menn komu oft og sýndu foreldrum sínum mikla ræktarsemi, sem skyldugt var. Það er ekki ástæða til að harma, þótt við, aldin tré, föllum til jarðar, eftir mikið starf. Og það mun sízt hæfa, þegar Jón Sölvason er kvaddur, sá mikli gleðimaður, sem skemmti hvarvetna, efndi til skemmtana, án háreisti, en til hógværrar gleði. Mun margur sakna vinar í stað, þegar Jón er horfinn frá gleðskapnum. Hann var allur í starfi og hógværri gleði. Og nú fær þú hvíld í garðinum góða, við rætur Spákonufellsborgar, fegursta fjalls í heimi, þessa fögru síðsumarsdaga, með yndislegu litskrúði á jörðu, lofti og legi, með kyrrð yfir öllu. — Hvílíkt útsýni í allar áttir. Verið öll í Guðs friði, Guði falin, vinir. — Þakka samveruna.

Halldóra Bjarnadóttir (Húnavaka 1970)

Jón Jónas Sölvason, bóndi frá Réttarholti í Höfðahreppi, andaðist 17. Ágúst á H. A. H. Hann var fæddur 10. desember 1889 í Hólagerði í Höfðakaupstað. Foreldrar: Sölvi Jónsson og kona hans, Rósa Benediktsdóttir. Var Sölvi hálfbróðir Guðmundar, föður Björns á Örlygsstöðum. Móðir Rósu var Guðrún Guðmundsdóttir, var hennar móðir Rósa Jónsdóttir, systir Kristjáns í Stóra-Dal. Jón kvæntist 15. júlí 1916 Þorbjörgu Halldórsdóttur frá Sneis á Laxárdal. Er þau hjón áttu gullbrúðkaup, gáfu þau Kvenfélaginu í Höfðakaupstað álitlega peningagjöf. — Þessi gullbrúðkaupssjóður þeirra hjóna skal styrkja konur í orlof.

Þau hjón bjuggu á ýmsum bæjum á Ströndinni. Lengst af í Réttarholti og voru dugandi og snyrtimennska í blóð borin. Svo mátti ætla, að þau væru kjörin til að búa stóru búi. En það háði Jóni alla tíð, að hann var eigi heilsuhraustur líkamlega og mátti því ætla sér af. En alla ævi var hann vinnufús og laginn til allra verka. I Réttarholti hafði hann kindur og kýr og stundaði sjó á bát sínum og var aflasæll. Skepnur hans voru fallegar, og Réttarholtstúnið það bezta í kaupstaðnum. Þá var Jón bókhneigður, ljóðelskur, hafði yndi af hljómlist og glaðsinna. Hann var mjög félagslyndur og sótti mjög mannfagnaði. Var Jón dansmaður alla ævi og mátti teljast með þeim mestu um sína daga í Húnaþingi. Þau hjón fluttust á Ellideild Héraðshælisins á Blönduósi árið 1958. Gerðist Jón þá bæjarpóstur og batt inn bækur í tómstundum sínum. Börn þeirra hjóna eru: Björgvin í Höfðabrekku, kvæntur Þorgerði Guðmundsdóttur, Þorbjörn á Flankastöðum, kvæntur Guðmundu Árnadóttur, Jens, togaraskipstjóri í Reykjavík, kvæntur Hlín Christiansen.

Sr. Pétur Ingjaldsson (Húnavaka 1970)

Börn þeirra hjóna eru:

Björgvin Theodór Jónsson 22. febrúar 1921 - 4. maí 1992 Framkvæmdastjóri og síðar skrifstofumaður á Skagaströnd og síðar á Akureyri. Var á Finnstöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var á Höfðabrekku 1, Höfðakaupstað , A-Hún. 1957. Síðast bús. á Akureyri., kvæntur Þorgerði Guðmundsdóttur,

Þórbjörn Austfjörð Jónsson 19. nóvember 1917 - 22. janúar 1996 Sjómaður, smiður og verkamaður, fyrst á Skagaströnd, síðar í Reykjavík. Var á Finnstöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var á Flankastöðum, Höfðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Reykjavík kona hans; Guðrún Anna Guðmunda Árnadóttir 18. júlí 1921 - 26. janúar 2017 Var í Kringlu, Blönduósssókn, A-Hún. 1930. Var á Flankastöðum, Höfðahr., A-Hún. 1957. Fiskverkakona, handavinnukennari og saumakona á Skagaströnd, síðar skólastarfsmaður í Reykjavík.

Benedikt Jens Jónsson 22. janúar 1927 - 7. desember 1975 Var á Finnstöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Skipstjóri í Reykjavík. Kona hans; Hlín Hulda Kristensen 1. september 1922 - 28. apríl 1984 Var í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.

General context

Relationships area

Related entity

Þórbjörn Austfjörð Jónsson (1917-1996) Flankastöðum Skagaströnd (19.11.1917 - 22.1.1996)

Identifier of related entity

HAH05853

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Björgvin Theodór Jónsson (1921-1992) frá Finnstöðum, Hofssókn (22.2.1921 - 4.5.1992)

Identifier of related entity

HAH02764

Category of relationship

family

Type of relationship

Björgvin Theodór Jónsson (1921-1992) frá Finnstöðum, Hofssókn

is the child of

Jón Sölvason (1889-1969) Réttarholti

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Þorbjörg Halldórsdóttir (1885-1970) Réttarholti (7. maí 1885 - 30. júní 1970)

Identifier of related entity

HAH09011

Category of relationship

family

Type of relationship

Þorbjörg Halldórsdóttir (1885-1970) Réttarholti

is the spouse of

Jón Sölvason (1889-1969) Réttarholti

Dates of relationship

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH05601

Institution identifier

HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

MÞ 08.04.2024

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Húnavaka 1970

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places