Sýnir 10412 niðurstöður

Nafnspjald

Elísabet Guðmunda Kristjánsdóttir (1925-1991) Skagaströnd

  • HAH01198
  • Einstaklingur
  • 30.9.1925 - 21.3.1991

Elísabet var fædd á Blönduósi 30. september 1925, dóttir heiðurshjónanna Unnar Björnsdóttur og Kristjáns Sigurðssonar sem þá bjuggu að Hvammi í Laxárdal. Þau eru nú bæði látin. Þau fluttu frá Hvammi að Háagerði í Höfðahreppi 1939 með börnum sínum tveimur, Birni og Elísabetu. Þar bjuggu þau í nokkur ár en fluttu svo inn á Skagaströnd, í Þórshamar, þar sem þau áttu heima þar til Kristján lést.
Elsa og Gunnar voru alla tíð mjög samhent og hamingjusöm. Elsa helgaði fjölskyldu sinni og heimili krafta sína og breiddi úr sér yfir börn sín og barnabörn. Hún hætti að vinna úti þegar börnin komu, en þegar þau uxu úr grasi fór hún aftur að vinna í frystihúsinu og var þar meðan kraftar entust.

Sigríður Blandon Halling (1917-1968)

  • HAH01890
  • Einstaklingur
  • 5.5.1917 - 8.5.1968

Var í Neðri-Lækjardal, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Hjúkrunarkona í Oxford. Sigríður Árnadóttir Blandon fæddist að Neðri-Lækjardal í Engihlíðarhreppi, A-Húnavatnssýslu þann 5. maí árið 1917. Hún var elzt fimm dætra þeirra hjóna Þorbjargar Jóneyjar Grímsdóttur frá Kirkjubóli, Tungusveit í Strandasýslu, og Árna Ásgríms Erlendssonar, síðar Blandon, frá Fremstagili í Langadal, A-Húnavatnssýslu.
Sigríður ólst upp í glöðum systrahópi, undir handleiðslu ástríkra foreldra. Vafalaust hefur heimilisbragur á æskuheimili hennar mótað skapgerð hennar og lífsviðhorf, í erfð og uppeldi hafði Sigríður hlotið gott veganesti. Hún var góðum gáfum gædd, drenglunduð, kærleiksrík og fórnfús. Hún var skemmtilegur hagyrðingur, þótt ekki hefði hún það í hávegum, slík var hógværð hennar.
Árið 1957 flutti fjölskyldan búferlum til Englands, en þar gekk Sigríður ætíð sem gestur á grund. Ættjarðarást hennar og þrá til Íslands var sterk og einlæg og samband hennar við foreldra sína og systur var svo náið og kærleiksríkt, að til sannrar fyrirmyndar var. Tvisvar kom fjölskyldan hingað í heimsókn og enn var hugsað til Íslandsferðar á þessu sumri. Ekki vildi Sigríður gerast enskur ríkisborgari og snemma hafði hún orð á því við eiginmann sinn, að hún óskaði eftir að hinzti hvilustaður yrði í íslenzkri mold. Ferðin heim varð með öðrum hætti en fyrirhugað var og verður útför Sigríðar gerð í dag frá Fossvogskapellu.

Lárus Jónsson (1953) Blönduósi

  • HAH07499
  • Einstaklingur
  • 12.3.1953 -

Lárus Björgvin Jónsson 12.3.1953. Var á Bakka, Áshr., A-Hún. 1957. Framkvæmdastjóri Blönduósi

Hilmar Kristjánsson (1948-2008) frkvst Stíganda

  • HAH01437
  • Einstaklingur
  • 16.5.1948 - 1.1.2008

Hilmar Kristjánsson fæddist í Borgarnesi 16. maí 1948. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 1. janúar 2008.
Hilmar ólst upp á Blönduósi og bjó þar alla tíð. Hann og Valdís reistu sér fallegt hús á Hlíðarbraut 3 þar sem börnin uxu úr grasi á kærleiksríku heimili. Fjölskyldan flutti til Blönduóss þegar Hilmar var kornungur og þar sleit hann barnsskónum við leik og störf. Á unglingsárunum var Hilmar í sveit, fyrst á bænum Melkoti í Borgarfirði, síðar í Gautsdal í Húnavatnssýslu. Ungur að árum gekk Hilmar í hin ýmsu störf hjá fjölskyldufyrirtækinu, Trésmiðjunni Stíganda hf. Kom fljótt í ljós að smíðarnar áttu vel við hann og árið 1965 var hann kominn þar í fullt starf. Hilmar tók sveinspróf í trésmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1968 og meistaraprófi lauk hann 1973. Hilmar tók við sem framkvæmdastjóri Stíganda um áramótin 1975-1976 af föður sínum, Kristjáni Gunnarssyni, og gegndi því starfi til æviloka. Athafnamennskan var Hilmari í blóð borin og kom hann að rekstri fjölmargra fyrirtækja á lífsleiðinni. Hann var einn af stofnefndum og sat í stjórnum Bílaleigu Blönduóss hf., kranafyrirtækisins Átaks hf. og Steypustöðvar Blönduóss hf. Árið 1990 stofnaði hann Glaðheima hf., sem setti upp fjölda sumarhúsa og rak í Brautarhvammi við bakka Blöndu. Hilmar sat einnig í stjórn fjölda fyrirtækja til lengri og skemmri tíma; má þar nefna Kaupfélag Húnvetninga, Nökkva hf., Særúnu hf., Sólfell ehf. og Miðholt ehf. Hilmar var formaður stjórnar Vinnueftirlits ríkisins árin 1997 til 2003. Hilmar var mikill áhugamaður um sveitarstjórnarmál og unni hag landsbyggðarinnar. Hann var varamaður í hreppsnefnd Blönduóss frá 1970 til 1974 og aðalmaður í hreppsnefnd frá 1974. Síðan oddviti í hreppsnefnd Blönduóss frá 1978 til 1988 og fyrsti forseti bæjarstjórnar Blönduóss frá 1988 til 1990. Á þessum árum sat Hilmar í ótal nefndum og ráðum á vegum Blönduósbæjar. Hann var í stjórn Fjórðungssambands Norðurlands til margra ára. Hilmar var ávallt mikill félagsmálamaður og tók virkan þátt í félagsmálum á Blönduósi og víðar. Hann var einn af stofnefndum Hjálparsveitar skáta á Blönduósi og starfaði með sveitinni um árabil. Hann var alla tíð dyggur og mikill stuðningsmaður Ungmennafélagsins Hvatar og kom að starfi þess með margvíslegum hætti, allt frá því að leika með knattspyrnuliði Hvatar til þess að vera formaður stuðningsmanna. Hilmar tók virkan þátt í starfi JC Húnabyggðar, var um tíma formaður Lionsklúbbs Blönduóss og síðustu árin virkur í starfi Frímúrarareglunnar. Hilmar var formaður sóknarnefndar Blönduóskirkju frá árinu 2006. Fyrst og fremst var Hilmar mikill Blönduósingur. Stóran hluta lífs síns helgaði hann af áhuga, einlægni og gleði Blönduósi og Blönduósingum. Honum leið hvergi betur en á Blönduósi og alltaf þegar hann var einhvers staðar í burtu snerist allt um að komast aftur heim á Blönduós, þar vildi hann vera.
Útför Hilmars fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Eftirlits- og fóðurbirgðafélag Engihlíðarhrepps (1931)

  • HAH10136
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1931

Félagið heitir Eftirlits- og fóðurbirgðafélag Engihlíðarhrepps og nær yfir allan Engihlíðarhrepp í Austur Húnavatnssýslu. Félagið er stofnað samkvæmt heimild í lögum um búfjárrækt, nr. 32, 8. september 1931, IV. kafla og starfa samkvæmt þeim.
Tilgangur félagsins er:
Að koma í veg fyrir fóðurskort á félagssvæðinu.
Að rannsaka hvernig fóðrun búpenings sé hagkvæmust og færa hana í það horf.
Að koma á samvinnu um kaup eða framleiðslu kjarnfóðurs, eftir því sem félaginu þykir henta.
Félaginu stýrir þriggja manna stjórn, tveir kosnir af aðalfundi félagsins en einn af hreppsnefnd.

Búnaðarfélag Engihlíðarhrepps (1884)

  • HAH10138
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1884

Félagið var stofnað árið 1884 og voru stofnfélagar:
Árni Á. Þorkelsson, Frímann Björnsson, Jósafat Jónatansson, þeir mynduðu undirbúningsstjórn, Eggert Eggertsson, Halldór Konráðsson, Einar Þorkelsson, Árni Hannesson og Jón Stefánsson. Stofnfundurinn var haldinn í þinghúsi hreppsins, sem þá var í Engihlíð. Þeim Árna, Frímanni og Jósafat var falið að semja lög fyrir félagið, og var frumvarp þeirra samþykkt með litlum breytingum á næsta fundi félagsins, sem haldinn var 26. apríl sama ár. Á þeim fundi var jafnframt kosin formleg stjórn:
Forseti, Árni Á. Þorkelsson, skrifari, Jósafat Jónatansson, féhirðir, Frímann Björnsson, allir með 7 atkvæðum.
Formenn félagsins frá upphafi voru:
Árni Á. Þorkelsson 1884-1902. 1903-1906.
Stefán Eiríksson á Refsstöðum 1902-1903.
Jónatan Líndal 1906-1933.
Hilmar Frímannsson 1933-1960.
Sigurður Þorbjarnarson 1960-1962.
Jakob Sigurjónsson í Glaumbæ 1962-1969.
Valgarður Hilmarsson 1969-1973.
Árni Jónsson 1973-1983.
Ágúst Sigurðsson 1983-
Komið var á fót félagsræktun á Neðri-Lækjardalsmelum árið 1979. Starfsvettvangur félagsins hefur verið viðfeðmur og margbreytilegur. Ljóst er að Búnaðarfélag Engihlíðarhrepps hefur markað greinileg og varanleg spor í búnaðarsögu sveitarinnar.

Jónas Eggert Tómasson (1928-1997) Handavinnukennari og bóndi

  • HAH09558
  • Einstaklingur
  • 9. jan. 1928 - 12. maí 1997

Jónas Eggert Tómasson fæddist í Sólheimatungu í Stafholtstungum 9. 1928. Hann andaðist á heimili sínu í Sólheimatungu 12. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Sigurlín Sigurðardóttir, húsfreyja, fædd á Hólmlátri á Skógarströnd 26. janúar 1892, dáin 13. nóvember 1974, og Tómas Jónasson, bóndi í Sólheimatungu, fæddur 2. desember 1881 í Örnólfsdal í Þverárhlíð, dáinn 5. nóvember 1954.
Systkini Jónasar eru:

  1. Guðrún María, f. 31. ágúst 1929, maki Jóhannes Guðmundsson, þau eiga fjögur börn.
  2. Sigurður, f. 5. febrúar 1931, maki Rita Elisabeth Larsen, þau eiga tvær dætur.
    3) Guðríður, f. 7. maí 1933, maki Björn Stefánsson, þau eiga þrjá syni.
    Jónas var ókvæntur og barnlaus.

Eftir fullnaðarpróf stundaði Jónas nám við Reykholtsskóla í einn vetur, síðan tvo vetur við Flensborgarskóla í Hafnarfirði og lauk þaðan gagnfræðaprófi vorið 1948. Vorið 1951 lauk Jónas prófi sem smíðakennari frá kennaradeild Handíða- og myndlistaskólans. Þar á eftir stundaði hann nám við handavinnudeild Kennaraskóla íslands, prófi þaðan lauk hann vorið 1953 og öðlaðist þar með full kennsluréttindi i handavinnu í barnaskólum og skólum gagnfræðastigsins. Að námi loknu stundaði hann kennslu í heimasveit sinni í nokkur misseri, en sneri sér síðan að búskap með Sigurði bróður sínum á föðurleifð þeirra eftir andlát Tómasar síðla árs 1954. Sinnti hann bústörfum í Sólheimatungu til dauðadags. Jónas gegndi margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum svo sem hreppsnefndarmaður en það höfðu áður verið faðir hans og afi, Jónas Eggert Jónsson. Jónas var formaður stjórnar Veiðifélags Gljúfurár frá stofnun til dánardægurs.

Ása Pálsdóttir (1920-2008) Ísafirði

  • HAH01073
  • Einstaklingur
  • 28.4.1920 - 18.2.2008

Ása Pálsdóttir fæddist á Ísafirði 28. apríl 1920. Hún andaðist á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 18. febrúar 2008. Fjölskyldan fluttist frá Ísafirði til Reykjavíkur árið 1939.
Útför Ásu fer fram frá Lágafellskirkju í dag 25. febrúar 2008 og hefst athöfnin klukkan 13.

Gísli Guðmundsson (1859-1884) Bollastöðum

  • HAH01243
  • Einstaklingur
  • 12.1.1859 - 1884

Fæddur 12.1.1859, d. 1884. Stúdent. Var í Bollastöðum, Blöndudalshólasókn, Hún. 1860 og 1870. Drukknaði ungur á leið til Íslands.

Sigríður Þorsteinsdóttir (1891-1980) Reykjavík

  • HAH09331
  • Einstaklingur
  • 25. maí 1891 - 31. okt. 1980

Sigríður Jónína Þorsteinsdóttir (1981-1980) fædd og búsett að Vesturgötu 33, Reykjavík og rak lengi (um 50 ár) saumastofu að Nýlendugöru 11, Reykjavík en hún lærði kjólasaum í Kaupmannahöfn 1916-1918.

Ingibjörg Pálsdóttir (1861-1912) Reykjum A-Hvs

  • HAH06248
  • Einstaklingur
  • 20. apríl 1861 - 30. júlí 1912

Húsfreyja á Reykjum, Torfalækjarhr., A-Hún. Var á Akri, Þingeyrasókn, Hún. 1870. Húsfreyja á Reykjum, Þingeyrasókn, Hún. 1901.

Unnur Stefánsdóttir (1922-2002) frá Smyrlabergi, uppfóstruð á Höllustöðum

  • HAH02101
  • Einstaklingur
  • 19.6.1922 - 4.9.2002

Unnur Sigrún Stefánsdóttir fæddist á Smyrlabergi í Austur-Húnavatnssýslu 19. júní 1922. Hún lést á heimili sínu, Ugluhólum 12, 4. september síðastliðinn.
Útför Unnar verður gerð frá Áskirkju á morgun, mánudaginn 16. september, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þegar Unnur fluttist að heiman fór hún fyrst á Blönduós, þar sem hún stundaði m.a. nám við Húsmæðraskólann, og svo til Siglufjarðar, Keflavíkur og síðar Reykjavíkur.
Útför Unnar verður gerð frá Áskirkju á morgun, mánudaginn 16. september, og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Guðrún Árnadóttir (1924-2004) hjúkrunarkona

  • HAH04233
  • Einstaklingur
  • 14.12.1924 - 30.10.2004

Guðrún Árnadóttir 14. des. 1924 - 30. okt. 2004, [Guðrún Árdal]. Yfirhjúkrunarkona Blönduósi. Var á Þverá, Munkaþverársókn, Eyj. 1930. Síðast bús. á Akureyri.

Þorvaldur Þorláksson (1919-1992) í Vísi

  • HAH02158
  • Einstaklingur
  • 21.9.1919 - 17.12.1992

Þorvaldur Þorláksson f. 21. september 1919 - 17. desember 1992 Vélsmiður á Blönduósi. Var á Blönduósi 1930. Var í Bræðraborg, Blönduóshr., A-Hún. 1957.

Einarsnes Blönduósi

  • HAH00096
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1898 - 1987

Sumarið 1878 var Sverri Runólfssyni steinhöggvara úthlutuð lóð sem þá nefndist Sverrishorn en síðar Einarsnes eftir að Einar Einarsson fór að búa þar. Hann náði þó ekki að koma yfir sig húsi áður en hann dó. Hann hafði þó viðað að sér efni sem var selt á uppboði eftir lát hans.

Sá fyrsti sem byggir á nesinu var Sigtryggur Benediktsson, sem settist þar að 1898 og bjó þar til 1903 er hann missti konu sínu og flutti burt. Dóttir þeirra var móðir Hannesar Péturssonar rithöfundar.
Húsið var rifið eða brennt 1987

Kvenfélagið Hekla Skagabyggð (1927 - )

  • HAH10043
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1927 -

Kvenfélagið Hekla í Skagabyggð var stofnað 28. ágúst 1927 af 14 konum yst í gamla Vindhælishreppi. Það hefur í 90 ár starfað að ýmsum framfaramálum og lagt mörgum góðum málum lið. Félagið stóð m.a. fyrir kaupum á vefstólum, prjónavél og spunavél á fyrstu árum félagsins. Þá stóðu kvenfélagskonur fyrir merku átaki í vegagerð á Skaga á 4. áratug síðustu aldar og var því átaki reistur minnisvarði sem vígður var 2. júlí 1989. Líkt og önnur kvenfélög landsins voru helstu mál kvenfélagskvenna þá og eru enn, að styðja við þá sem minna mega sín, stuðla að ýmsum framfaramálum er snerta heimili og íbúa svæðisins sem og fjölbreyttar fjáraflanir og samkomur. Má þar nefna réttarkaffisölu, basara, jólaböll og jólahlaðborð.
Í ársbyrjun 2018 eru kvenfélagskonur 12 talsins. Félagsfundir eru haldnir nokkrum sinnum á ári. Starfsstöð kvenfélagsins er í félagsheimilinu Skagabúð. Helstu viðburðir í starfsemi félagsins eru hátíðarkaffi á þjóðhátíðardaginn, réttarkaffisala við Fossárrétt, jólabasar, jólahlaðborð og jólaball. Þá sjá félagskonur um ýmsa veitingasölu, s.s. erfidrykkjur, fundakaffi og matarveislur.

Digrimúli á Skaga

  • HAH00988
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1930-1940

Digrimúli, grágrýtisás, það­an mjög góð útsýn til Stranda­­­fjalla. Þar lögðu kon­ur hellulagðan veg sem enn er hægt að skoða og þar er minnismerki um þessa vega­­gerð.

Háagerði Skagaströnd

  • HAH00446
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1943)

Finnstaðir og Háagerði eru samliggjandi jarðir. Þetta eru grasgefnar jarðir sem eiga land að sjó með góðri fjörubeit. Í landiþeirra er Finnstaðanes. Háagerði srendur í klettaás, sem mjög víðsýnt er af en Finnstaðir sunnar á skjólríkum stað. Núverandi (1975) eigandi Finnstaða er Höfðahreppur en Háagerði er í eigu Magnúsar Hjaltasonar á Bakka í Skagahreppi.

Skrá um landamerki Háagerðis og Finnsstaða.

Að norðan byrja merki á Gullhellisnöf við sjó, og er þar grjótvarða hlaðin á bakkanum, þaðan liggja merki beina sjónhending fyrir sunnan Hólkot, til vörðu, sem hlaðin er uppá Hólkotsbrekku, þaðan beina stefnu til vörðu á Hrossamýrarhrygg, þaðan ganga merki beina stefnu austur Brandaskarð, sunnan við Háagerðissel til vörðu á Selhrygg, þaðan liggja merki í Brandaskarðsgilbotn, þá ganga merki til vesturs norðan í fjallsbrúnum til klettastrýtu fyrir norðan Leynidali, fyrir norðan Borgarhaus, þaðan liggja merki beina stefnu yfir norðurenda Grenjadals, til Landamerkjagils, og þar sem það endar, sjer fyrir garði til sjóar, er stefnir norðanvert í Sandlækjarós. Í Finnstaðalandi á Spákonufell þrjá teiga fyrir utan Sandlæk út að Sandenda, og upp í flóann, eptir sem vörður vísa, ásamt öllum reka fyrir teigunum. Spákonuarfur er að nokkru leyti fyrir landi jarðanna, að undanteknum þeim hluta, sem liggur fyrir áður nefndum teigum, er heyra Spákonufelli til.

Árbakka í maí 1890.
J. Jósefsson, meðeigandi og í umboði meðeiganda minna að Háagerði
J. Jósefsson, Jens Jósefsson, Jóhann Jósefsson eigendur Spákonufells.
Árni Jónsson í umboði meðeiganda Harastaða.
Fyrir hönd ¾ Harastaða: Andrjes Árnason.
Jónann Jósefsson eigandi Finnsstaða.

Pétur Lárusson (1892-1986) Steini á Reykjaströnd

  • HAH09156
  • Einstaklingur
  • 23.3.1892 - 4.5.1986

Pétur Lárusson 23. mars 1892 - 4. maí 1986. Bóndi á Steini á Reykjaströnd, Skarðshr., Skag., síðar eftirlitsmaður í Keflavík (1946). Síðast bús. í Keflavík.

Vilhelm Lárusson (1902-1963) Sævarlandi ov

  • HAH05843
  • Einstaklingur
  • 15.2.1902 - 22.11.1963

Daglaunamaður á Sauðárkróki 1930. Bóndi á Dalsá og í Tungu í Gönguskörðum og á Sævarlandi í Laxárdal, Skag.
Vilhelm ólst upp í Skarði með foreldrum sínum. Reisti bú á Dalsá (Heiðarseli) í Gönguskörðum 1923 og bjó þar til 1929; brá þá búi og fór í húsmennsku að Skarði og síðan til Sauðárkróks. Fór aftur að búa 1931 og þá í Tungu (Skollatungu) í Skörðum og bjó þar til 1935, fór þá byggðum að Sævarlandi og bjó þar óslitið til lokadags.

Ásgrímur Jónsson (1876-1958) listmálari

  • HAH03642
  • Einstaklingur
  • 4.3.1876 - 5.4.1958

Ásgrímur Jónsson 4. mars 1876 - 5. apríl 1958 Listmálari í Reykjavík. Var í Reykjavík 1910. Listmálari á Óðinsgötu 17 b, Reykjavík 1930. Ókvæntur og barnlaus.

Björg Jónsdóttir (1844-1924) Hofi

  • HAH02731
  • Einstaklingur
  • 29.8.1844 - 20.2.1924

Björg Jónsdóttir 29. ágúst 1844 - 10. febrúar 1924 Var í Háagerði, Spákonufellssókn, Hún. 1845. Húsfreyja í Hofi, Undirfellssókn, Hún. 1880.

Chr Neuhaus Amagetorv 19 Köbenhavn K, ljósmyndastofa / Christian Rasmus Neuhaus (1833-1907)

  • HAH09270
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1862 - 1894

Christian Neuhaus stod i glarmesterlære, men skiftede ca. 1858 til fotografien, idet han gik i lære hos og derpå arbejdede for Rudolph Striegler (HER) , der var ved at tjene en formue på sine visitkortfotos.
Foråret 1862 etablerede Christian Neuhaus sig i en åben gård i Nyboder med et halvtag af lærred til at beskytte kunderne og sit apparat. I slutningen af dette år flyttede han til Købmagergade 14 og virkede der til 1894, hvorpå hans mangeårige medhjælper Oluf W. Jørgensen videreførte firmaet i fem år som Christian Neuhaus' efterfølger.
Christian Neuhaus portrætoptagelser er sobert, men ret traditionelt arbejde; i første halvdel af 1860'erne mest helfigurs, stående, med en stol som støttemøbel og kanten af en portiere som dekoration, derpå overvejende brystbilleder, indtil begyndelsen af halvfjerdserne vignetterede, senere mest ovalt afmaskede.

Even Neuhaus (1863-1946) Amagertorv 19, Köbenhavn

  • HAH09269
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 6.2.1863 - 20.4.1946

ljósmyndari frá 29.4.1888-ca. 1902: Amagertorv 19 og ca. 1902-1938: Amagertorv 25.
þegar hann hætti störfum 1938, fluttist hann í Ljósmyndarahúsið í Rysgade

Hrútafell undir Eyjafjöllum

  • HAH00691
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1960)

Hrútafell [Rútsfell sbr Rútshellir] er í Eyvindarhólasókn í Rangárvallasýslu. 1703 bjugggu 44 í Hrútafelli.

„Fyrir austan láglendið gengur Hrútafell framundan hálendinu, það er tindóttur móbergsrani með hellum og skvompum. Fyrir austan Hrútafell rennur Skógaá, í henni er bergvatn, hún íellur fram af brúnunum í háum fossi, það er hinn fagri Skógafoss, sem svo opt hefir verið lýst. Fyrir austan Hrútafell taka við gróðurlausir sandar, sem haldast alla leið austur fyrir Pétursey.“
Vestan við Hrútafell er Drangshlíð og Drangshlíðarheiði.
Dómur féll í landamerkjadeilu Hrútafells, Skarðshlíðar og Drangshlíðar 31.3.1912.
Landsyfirréttardómar og hæstaréttardómar í íslenzkum málum, Annað (01.01.1917), Blaðsíða 36. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3527887

Hrafn heimski Valgarðsson nam land vestan við Þrasa frá Kaldaklofsá að Lambafelli og bjó að Rauðafelli eystra. Landnám Hrafns hefur náð yfir Eyvindarhóla-, Stóruborgar- og Miðbælissóknir. Ekki er ljóst hvaða á Lambafellsá hefur verið en Haraldur Matthíasson bendir á tvær mögulegar ár sem renna sitt hvoru megin við Lambafell, Svaðbælisá og Laugará.

Stórisandur

  • HAH00262
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Stórisandur er landflæmi í óbyggðum norðan við Langjökul, gróðurlítið og mishæðótt. Sandurinn er í 700-800 metra hæð yfir sjávarmáli. Um hann lá fyrr á öldum Skagfirðingavegur, þjóðleið milli Norður- og Vesturlands, en oft var einfaldlega talað um að fara Stórasand. Leiðin var fremur greiðfær þótt sumstaðar lægi hún um stórgrýtt hraun og var vel vörðuð.

Þegar Stórisandur var farinn úr Skagafirði var haldið upp Mælifellsdal og yfir húnvetnsku heiðarnar, þvert á Kjalveg norðan Seyðisár. Við Sauðafell, skammt frá Kjalvegi, taka við melöldur með grunnum dölum á milli. Þær þóttu leiðigjarnar yfirferðar eins og gamall vísuhelmingur bendir til: „Átján öldur undir Sand / eru frá Sauðafelli.“ Þá tók Stórisandur við og af honum var svo komið á Arnarvatnsheiði og þaðan ýmist haldið niður með Hvítá til Borgarfjarðar eða suður Kaldadal.

Sunnan við sandinn er fjallið Krákur, sem er 1167 m á hæð og sést víða að. Grettishæð heitir strýta á sandinum og er stundum sagt að þar hafi Þorbjörn öngull grafið höfuð Grettis Ásmundarsonar.

Strýtur á Kili

  • HAH00993
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Kjalhraun kom upp úr Strýtum

Lómagnúpur

  • HAH00604
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1000-2019)

Lómagnúpur er 767 m hátt fjall á Skeiðarársandi. Lómagnúpur er eitt hæsta standberg á Íslandi (671 m).

Eins og mörg fjallshlíð á svæðinni á milli Kirkjubæjarklausturs og Skeiðarársands, hefur núpurinn áður fyrr verið hornbjarg. Lengi hefur hann skagað fram í sjó og mótast af afli haföldunnar og landrisi. Fjörður mikill hefur í þann tíð gengið inn í landið, þar sem Skeiðarársandur er núna. Samt er nú langt síðan árnar á sandinum hafa fyllt upp þennan fjörð og raunar miklu meir en það - ekki síst í mörgum jökulhlaupum.
Lómagnúpur er úr móbergi, seti og grágrýti. Að meginhluta til er Lómagnúpur byggður upp af móbergi, tvær áberandi syrpur af kubbabergi og stuðludu basalti blasa þó við í hamrahlíðum fjallsins. Á jökulskeiðum ísaldar hefur móbergið myndast og jarðlögin í höfðanum í heild hlaðist upp á um einni milljón ára.
Tvö þekkt berghlaup hafa fallið úr honum, eitt af þeim á árinu 1789. Skriðan kom niður í jarðskjálfta í júli 1789. Hún fell úr 600 métra hæð niður á sandinn og nær fast að þjóðvegi, hún kallast Hlaup og verður því stórgrýttari sem nær dregur fjallinu.

Skessufossar í Vatnsdalsá

  • HAH01000
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Skessufoss heitir fram í gljúfrunum, nærri Glámsþúfu, allmikill foss, og eru þar gljár miklar í ánni. Þar er talið að óvættur sú hafi búið, er grandaði sauðamönnum Þórhalls bónda. Talið er að Glámur hafi ráðið henni bana, því ekki varð hennar vart síðan. Ekki tók þó betra við er Glámur lá eigi kyrr í dysinni. Og enn versnaði er Glámur hafði hálsbrotið Þorgaut sauðamann er þó var tveggja manna maki. Ekki létti ófögnuðinum af Þórhallsstöðum fyrr en Grettir hafði lagt Glám en sú glíma varð honum dýr sakir álaga Gláms, og „hvar sem feigra fold þú byggir, ég finn þig aftur þegar skyggir“. Þótt hér hafi skeð stóratburðir Grettlu finnum við nú enga nálykt af Glámi, aðeins gróðurilm. á vordegi.

Rjóðurháls, Vaglakvísl, Hólkotskvísl og Tunguá í Vatnsdal

  • HAH09272
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Rjóðurháls í landi Guðrúnarstaða, Rjóðurá og Rjóðurflá.
Rjúpnafelli að norður enda Rjóðurháls liggur Dalagil og eftir því rennur Dalagilslækur sem svo kvíslast í Vaglakvísl. Vaglakvísl sameinast svo Hólkotskvísl sem einnig á upptök sín fram á hálsum og úr verður Tunguá sem síðan rennur í Vatnsdalsá. Þessar tvær kvíslar eru ein

Syðri-Hóll í Vindhælishreppi

  • HAH00544
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Hið forna bæjarstæði var á all háum hól undir hlíðarrótum. Þaðan var hið fegursta útsýni yfir Húnaflóa. Gamli bærinn var með burstastíl með grasi grónum þekjum og féll vel inní hlýlegt umhverfi. Nú stendur bærinn miklu neðar. Landinu hallar á móti vestri og er það skjólsamt og grær snemma á vorin. Íbúðarhús byggt 1960 431 m3. Fjós yfir 16 kýr. Fjárhús yfir 250 fjár. Hlöður 815 m3. Vélageymsla 108 m3. Tún 29,3 ha. Veiðiréttur í Ytri-Laxá.

Hítará, Brúarfoss, Kolbeinsstaðafjall, Fagraskógarfjall, Grettisbæli, Barnaborgarhraun.

  • HAH09274
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Kolbeinsstaðafjall 675 mys
Fagraskógarfjall er um 684 m. fjall í Hnappadal í Borgarbyggð, sunnan við Hítardal. Við suðaustanvert fjallið er fellið Grettisbæli.
Þann 7. júlí 2018 féll skriða eða berghlaup úr fjallinu sem stíflaði um tíma Hítará. Við það myndaðist vatn sem nefnt var Bakkavatn. Skriðan var einfaldlega nefnd Skriðan.
Grettisbæli er 426 m hátt móbergsfjall, er gengur suðaustur úr Fagraskógarfjalli (684 m). Efst í fjallinu eru skörðóttir móbergstindar er standa upp úr annars snarbröttum skriðunum. Í Grettis sögu segir að Grettir Ásmundarson hafi haft aðsetur í hellisskúta í fjallinu í þrú ár, enda hafi fjallið verið mjög svo ákjósanlegt vígi til varna frá náttúrunnar hendi. Aðrar heimildir segja hann hafa dvalist þar nokkuð skemur, eða í um eitt ár. Mun Grettir hafa gengið svo frá hellismuna að lítið bæri þar á mannaferðum og síðan herjað á nágrannabyggðir um vistir og viðurværi.
Hítará er bergvatnsá sem rennur úr Hítarvatni eftir Hítardal og fellur í Akraós. Hítará afmarkar Mýrasýslu og Snæfells- og Hnappadalssýslu.
Í ánni eru fossarnir Kattarfoss og Brúarfoss og er í henni góð laxveiði en hún er nú laxgeng allt til upptaka. Selir ganga stundum upp í ána allt að Brúarfossi. Jóhannes á Borg byggði sér veiðihús á árbakkanum og kallaði Lund. Þar er að finna mikið safn uppstoppaðra fugla sem Jóhannes viðaði að sér.
Barnaborgarhraun og Barnaborg eru í Kolbeinsstaðahreppi, Snæfellsnessýslu. Þetta er úfið apalhraun frá nútíma, víða lyngi og kjarri vaxið, runnið frá Barnaborg, eldvarpi í miðju hrauninu.

Laxárbrúin á Refasveit

  • HAH00368
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1928 -

Laxárbrú.
Endurbyggingu hennar var lokið 1974.
Elsta brúin á Laxá, var á hlaupinu fyrir ofan gljúfrin í Laxá. Miðbrúin var ofar fyrir sunnan Syðra-Hól, var byggð 1928 og var 24 m löng, en hæð frá brúargólfi niður á botn 16 metrar. Kostaði hún 13 þúsund og 200 kr. Var mynd af henni í hinu svonefnda riti ríkisstjórnarinnar, „Verkin tala". Erfitt hefur oft verið beggja vegna við þessa brú. Hliðarhalli að sunnan, en var lagaður. Að norðan var snjóþung brekka og snjósækin og svellrunninn vegurinn því uppspretta virtist vera í jarðveginum. Auk þess var brúin brostin og verið sett á hana timburgólf ofan á steingólfið. Hin nýja brú er nokkru ofar, lengri og hærri en sú eldri og mikil uppfylling beggja megin brúarsproða svo lárétt er að aka að og frá brúnni

Sigvaldi Stefánsson Kaldalóns (1881-1946) læknir Grindavík

  • HAH01989
  • Einstaklingur
  • 13.1.1881 - 28.7.1946

Frostaveturinn mikla 1917-18 veiktist Sigvaldi af taugaveiki og náði sér aldrei fyllilega eftir það. Hann fluttist frá Ármúla 1921. Hann dvaldist á Vífilstaðahæli og fór síðan utan til Kaupmannahafnar á heilsuhæli. Dvöl hans í Grindavík hefur verið líkt við "menningarlega vígslu" í héraðinu. Þar dvöldu löngum hjá honum eða í návist hans þjóðkunnir listamenn eins og Gunnlaugur Scheving, Halldór Laxness, Ríkharður Jónsson, Steinn Steinarr o.fl.

Skúli Magnússon (1916-1969)

  • HAH01999
  • Einstaklingur
  • 9.8.1916 - 17.11.1969

Skúli Magnússon 9. ágúst 1916 - 17. nóvember 1969 Var á Hvammstanga 1930. Var í Víðigerði, Hvammstangahr., V-Hún. 1957. Vegaverkstjóri á Hvammstanga.

Snorri Arnfinnsson (1900-1970) hótelstjóri Blönduósi

  • HAH02001
  • Einstaklingur
  • 19.7.1900 - 28.6.1970

Hann ólst upp í foreldrahúsum og stundaði margs konar sveitastörf þar vestra. Snorri keypti gömul hús á Blönduósi, lét breyta þeim og gerði þannig mjög vistleg húsakynni. Fljótlega hófst hann handa með nýbyggingu, og byggði við Hótelið samkomusal — Hljómskálann — og nokkur svefnherbergi. Síðar réðist hann í stórendurbyggingu og byggði Hótel Blönduós upp í það form, sem er í dag. Því miður bilaði heilsa Snorra heitins fljótlega eftir að þessi síðasti byggingaráfangi var fullgerður, svo hann naut skemur en skyldi bættra aðstæðna við veitingareksturinn, en samtíð hans naut framtaksseminnar og framsýni í þessu sem og mörgum öðrum störfum Snorra heitins. Árið 1962 seldi Snorri Hótel Blönduós, og hefur það örugglega verið hans ósk við það tækifæri, að það mætti vaxa og dafna hjá hinum nýja eiganda.

Snorri Bjarnason (1925-2005)

  • HAH02002
  • Einstaklingur
  • 24.9.1925 - 21.12.2005

Snorri Bjarnason fæddist í Reykjavík 24. september 1925. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 21. desember síðastliðinn. Snorri ólst upp í Reykjavík. Hann starfaði við húsasmíðar í Reykjavík til ársins 1960 en þá flutti hann með fjölskylduna norður að Sturluhóli í Engihlíðarhreppi í Húnavatnssýslu þar sem hann reisti nýbýli. Snorri og Erla bjuggu á Sturluhóli til ársins 1981 þegar þau fluttu til Blönduóss. Útför Snorra verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Soffía Jóhannsdóttir (1916-1996)

  • HAH02006
  • Einstaklingur
  • 17.2.1916 - 6.2.1996

Soffía Ingibjörg Jóhannsdóttir fæddist á Mjóabóli í Haukadal í Dalasýslu 17. febrúar 1916. Hún lést á Borgarspítalanum 6. febrúar síðastliðinn.
Útför Soffíu fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.00.

Sólrún Sigurðardóttir (1928-2013)

  • HAH02017
  • Einstaklingur
  • 2.8.1928 - 14.1.2013

Sólrún Sigurðardóttir fæddist 2. ágúst 1928 á Eyrarbakka. Hún lést á Fossheimum, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, 14. janúar 2013. Sólrún ólst upp með foreldrum sínum og níu systkinum í Búðarhamri á Eyrarbakka og gekk í barnaskólann á Bakkanum. Hún vann við verslunarstörf, fyrst í Bókabúð Lárusar Blöndal í Reykjavík og síðar í Bókabúð Kaupfélags Árnesinga á Selfossi.
Sólrún og Sigurður bjuggu á Víðivöllum 6 á Selfossi. Frá 1985 bjuggu Sólrún og Ástríður systir hennar saman á Grænuvöllum 6 og síðar í Álftarima 11. Síðastliðið ár dvaldi Sólrún á Fossheimum, Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Útför Sólrúnar verður gerð frá Selfosskirkju í dag, 24. janúar 2013, og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Sólveig V. Kristjánsdóttir (1918-2001)

  • HAH02019
  • Einstaklingur
  • 27.3.1918 - 11.8.2001

Sólveig Kristjánsdóttir fæddist á Ísafirði 27. mars 1918. Hún lést á Landspítalanum 11. ágúst síðastliðinn. Útför Sólveigar fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30.

Stefán Jónsson (1930-2013)

  • HAH02029
  • Einstaklingur
  • 6.3.1930 - 21.7.2013

Stefán fæddist á Neðri-Svertingsstöðum í Miðfirði í V-Húnavatnssýslu 6. mars 1930. Hann lést á líknardeild Kópavogs 21. júlí 2013. Stefán verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag, 1. ágúst 2013, og hefst athöfnin kl. 13.

Steingerður Theodórsdóttir (1922-2007) Raufarhöfn

  • HAH02035
  • Einstaklingur
  • 1.2.1922 - 7.12.2007

Steingerður Theodórsdóttir fæddist í Holti í Hrafnagilshreppi 1. febrúar 1922. Hún lést á dvalarheimilinu Hvammi á Húsavík 7. desember síðastliðinn. Steingerður og Valtýr bjuggu allan sinn búskap á Raufarhöfn. Steingerður dvaldi á dvalarheimilinu Hvammi á Húsavík frá árinu 2001 og þar til hún lést.
Útför Steingerðar fer fram frá Raufarhafnarkirkju 15. desember og hefst athöfnin klukkan 14.

Steinunn Finnbogadóttir (1924-2016)

  • HAH02042
  • Einstaklingur
  • 9.3.1924 - 9.12.2016

Steinunn Finnbogadóttir, ljósmóðir og fyrrverandi borgarfulltrúi, fæddist í Bolungarvík 9. mars árið 1924. Hún lést 9. desember 2016. Steinunn var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní 1982.
Útför Steinunnar fer fram frá Háteigskirkju í dag, 16. desember 2016, kl. 11.

Steinunn Guðmundsdóttir (1889-1991)

  • HAH02043
  • Einstaklingur
  • 4.11.1889 - 19.6.1991

Steinunn Guðmundsdóttir frá Skriðinsenni Fædd 4. nóvember 1889 Dáin 19. júní 1991 Þann 19. júní sl. lést í sjúkrahúsinu á Hólmavík Steinunn Guðmundsdóttir á 102. aldursári, fyrrum ljósmóðir í Árneshreppi á Ströndum. Með Steinunni er horfin sjónum okkar mikil mannkosta kona, sem átti frá æsku þá þrá í hjarta að hlú að öðru fólki og verða því að liði í baráttu lífsins. Það var því fyrir henni sem kall frá Guði, er hún var beðin um að læra ljósmóðurfræði til að gegna ljósmóðurstörfum í Árneshreppi. Strax í æsku naut Steinunn þess að vera uppfrædd í orði Guðs sem leiddi hana til lifandi trúar á Guð og son hans Jesú Krist. Á námsárum sínum í Reykjavík gekk hún í KFUK og starfaði þar þau árin sem hún dvaldi í Reykjavík. Meðal þeirra sem hún kynntist í Reykjavík var frú Anna Thoroddsen, sem um árabil var forstöðukona Kristniboðsfélags kvenna. Er ekki ótrúlegt að þau kynni hafi leitt tilþess góða og einlæga áhuga fyrir kristniboði er hún sýndi alla tíð bæði í orði og verki. Er skemmst að minnast stórrar peningagjafar til Kristniboðssambandsins í tilefni af 100 ára afmæli hennar 1989. Sú gjöf var til minningar um eiginmann hennar Jón Lýðsson bónda og hreppstjóra á Skriðinsenni, en þar bjuggu þau hjónin góðu búi um áraraðir.
Steinunn fæddist að Dröngum næst nyrsta bæ í Strandasýslu. Foreldrar hennar voru Guðmundur Pétursson bóndi og kona hans Anna Jakobína Eiríksdóttir ættuð úr Húnavatnssýslu. Á bernskuheimili Steinunnar var aldrei sultur í búi og munu slík heimili hafa verið talin til undantekninga á þeim tíma.
Steinunni var Guðstrúin hjartkær frá fyrstu bernsku. Húslestrar voru á hverjum einasta degi og sungið til lesturs á hennar heimili.
Á Kvsk á Blönduósi heyrði hún fyrst spilað á orgel, sem vakti hjá þessari ungu stúlku mikla hrifningu. Pabbi hennar keypti nokkru síðar orgel fyrir systkinin og fékk kennara til að segja þeim til á tónlistarsviðinu.

Svanberg Sveinsson (1907-2002)

  • HAH02052
  • Einstaklingur
  • 29.4.1907 - 4.1.2002

Svanberg Sveinsson fæddist. á Múla í V-Hún. 29. apríl 1907. Hann lést 4. janúar síðastliðinn. Svanberg bjó á Ísafirði til 1982, en eftir það í Kópavogi, en síðustu vikurnar á sjúkradeild Hrafnistu. Svanberg ólst upp á Egilsstöðum og víðar í Húnaþingi með foreldrum. Hann var yngsta barn þeirra og voru þau bæði látin áður en hann varð tvítugur.
Útför Svanbergs fór fram í kyrrþey 15. janúar.

Svanborg Sæmundsdóttir (1913-1995)

  • HAH02053
  • Einstaklingur
  • 19.12.1913 - 8.3.1995

Svanborg Sæmundsdóttir var fædd 19. des. 1913. Hún lést að kvöldi 8. mars á Borgarspítalanum. Bjarni og Svanborg bjuggu fyrst á Svarfhóli í Stafholtstungum, 1 ár á Hofsstöðum í sömu sveit. Fluttust þá að Hjarðarnesi á Kjalarnesi og voru þar búandi í 6 ár. Þá varð Bjarni bústjóri á Kópavogsbúinu á meðan þar var rekinn búskapur og síðan verkstjóri á sama stað. Er störfum Bjarna lauk við Kópavogsbúið festu þau hjónin kaup á snoturri íbúð að Furugrund 34 í Kópavogi. Eftir það starfaði Bjarni við gróðrarstöð í Fossvogi á meðan heilsan leyfði.
Útför Svanborgar fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30.

Svava Benediktsdóttir (1911-1994) Kolugili

  • HAH02055
  • Einstaklingur
  • 14.4.1911 - 26.10.1994

Svava Benediktsdóttir var fædd á Kambshóli í Víðidal 14. apríl 1911. Hún lést á heimili sínu í Kolugili í Víðidal 26. október síðastliðinn.
Útför Svövu fer fram frá Víðidalskirkju í dag.

Svavar Jónsson (1928-2007) Öxl

  • HAH02060
  • Einstaklingur
  • 15.10.1928 - 31.1.2007

Svavar Guðjón Jónsson fædd ist á Molastöðum í Fljótum 15. október 1928. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 31. janúar síðastliðinn. Svavar ólst upp í Fljótum í Skagafirði. Útför Svavars verður gerð frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Sveinbjörn Helgi Blöndal (1932-2010)

  • HAH02063
  • Einstaklingur
  • 11.10.1932 - 7.4.2010

Sveinbjörn Helgi Blöndal fæddist á Akureyri 11. október 1932. Hann lést á nýrnadeild 13E á Landspítalanum við Hringbraut 7. apríl síðastliðinn. Útför Sveinbjörns fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 16. apríl 2010, og hefst athöfnin kl. 15.

Sverrir Ragnarsson Ragnars (1906-2001) sparisjóðsstjóri Akureyri

  • HAH02073
  • Einstaklingur
  • 16.8.1906 - 28.1.2001

Sverrir Ragnars, fyrrverandi kaupmaður og sparisjóðsstjóri, fæddist á Akureyri 16. ágúst 1906. Hann lést 28. janúar síðastliðinn. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar ísl. fálkaorðu og norsku sánkti Ólafsorðunni og hlaut einnig franska heiðursviðurkenningu.
Sverrir óx upp úr frjóum jarðvegi. Hann var fjórði í röð ellefu barna Ragnars Friðriks Ólafssonar (1871-1928) kaupmanns og konsúls á Akureyri og konu hans sýslumannsdótturinnar Guðrúnar Johnsen Ólafsson (1880-1973). Ragnar var einn mesti athafnamaður sem um getur í sögu Norðurlands og raunar á landsvísu, lét að sér kveða m.a. bæði í viðskiptalífi og líknarmálum. Var heimili þeirra hjóna annálað fyrir höfðingsskap.
Umsvif Ragnars leiddu til þess að Sverrir ferðaðist ungur til útlanda og öðlaðist við það víðsýni sem mótaði hann alla tíð.
Fjöldi áhugamála veitti Sverri lífsfyllingu, þ.ám. hestamennska, sem þau hjónin voru samstiga um fram eftir árum, golf og laxveiði, en innan dyra lestur, auk þess sem hann lék listavel á píanó. Hann var alla tíð vel á sig kominn líkamlega; lét sig ekki muna um að fara höfuðstökk í stofunni á miðjum aldri. Það var unun að vera nærstaddur þegar dró að veiðitímabilinu í Laxá í Aðaldal, ánni sem Sverrir stundaði veiðiskap í meira en hálfa öld.
Þá mátti heyra hann blístra af tilhlökkun meðan hann fór yfir veiðibúnaðinn sem hann hafði búið um af eðlislægri vandvirkni haustið áður.
Útför Sverris verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Teitný Guðmundsdóttir (1904-2000) Litla-Bergi á Skagaströnd

  • HAH02078
  • Einstaklingur
  • 23.9.1904 - 28.2.2000

Teitný Guðmundsdóttir fæddist á Kringlu í Torfalækjarhreppi í A-Hún. 23. september 1904. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Blönduósi 28. febrúar síðastliðinn. Teitný hóf ásamt Sveini manni sínum búskap á Blöndubakka í Engihlíðarhreppi árið 1933. Þar bjuggu þau til ársins 1943 er þau fluttu að Holti á Ásum þar sem þau bjuggu um tveggja ára skeið, en brugðu þá búi og fluttu á Blönduós. Var Teitný þá ráðskona nokkur sumur hjá vegavinnumönnum. Árið 1949 fluttu þau til Skagastrandar þar sem Teitný starfaði við fiskvinnslu um árabil hjá Hólanesi hf.
Útför Teitnýjar fer fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Torfhildur Þorsteinsdóttir (1897-1991) Pálmalundi

  • HAH02084
  • Einstaklingur
  • 13.7.1897 - 3.1.1991

Torfhildur Þorsteinsdóttir fæddist á Mánaskál í Laxárdal 13. júlí árið 1897. Að kvöldi þriðja dags janúarmánaðar kvaddi hún þennan heim, sátt við guð og menn.
Lengst af bjuggu þau á Blönduósi í húsi því sem Pálmalundur nefnist.

Tryggvi Friðlaugsson (1919-2000) frá Litluvöllum, Lundarbrekkusókn

  • HAH02091
  • Einstaklingur
  • 14.7.1919 - 10.6.2000

Tryggvi Friðlaugsson 14. júlí 1919 - 10. júní 2000 Var á Litluvöllum, Lundarbrekkusókn, S-Þing. 1930. Fósturfaðir Kristján Pétursson. Nefndur Tryggvi Sigurtryggvason á manntali 1930. Lést á hjúkrunarheimilinu Skógabæ, Árskógum 2, 10. júní síðastliðinn. Hinn 1. apríl 1943 hóf hann störf í lögreglunni í Reykjavík og vann þar óslitið þar til hann lét af störfum 1. september 1980. Einnig starfaði hann hjá Nesti til margra ára.
Útför Tryggva verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Tryggvi Jónatansson (1903-2005)

  • HAH02092
  • Einstaklingur
  • 9.9.1903 - 18.1.2005

Tryggvi Jónatansson fæddist á Litla-Hamri í Eyjafjarðarsveit 9. september 1903. Hann lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 18. janúar síðastliðinn. Tryggvi ólst upp á Litla-Hamri og átti þar heima alla tíð. Fór snemma að vinna á búi föður síns.
Tryggvi verður jarðsunginn frá Munkaþverárkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Unnur Benediktsdóttir (1909-1995)

  • HAH02093
  • Einstaklingur
  • 24.5.1909 - 19.11.1995

Unnur Benediktsdóttir var fædd á Moldhaugum í Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði 24. maí 1909. Hún lést í Hátúni 10 19. nóvember síðastliðinn.
Útför Unnar fór fram 27. nóvember.

Unnur Brynjólfsdóttir (1933-2002)

  • HAH02094
  • Einstaklingur
  • 3.11.1933 - 25.3.2002

Unnur Brynjólfsdóttir fæddist í Reykjavík 3. nóvember 1933. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 25. mars síðastliðinn. Fyrstu árin bjuggu þau Unnur og Garðar á Ísafirði en upp úr 1960 fluttu þau til Flateyrar og bjuggu þar allan sinn búskap. Ári eftir að Garðar lést, einungis 55 ára gamall, flutti Unnur til Reykjavíkur. Unnur bjó á Hrafnistu í Reykjavík sl. 2 ár.
Útför Unnar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athörfnin klukkan 15.

Unnur Valdís Kristjánsdóttir Hall (1913-1990)

  • HAH02103
  • Einstaklingur
  • 31.5.1913 - 21.4.1990

Hún fæddist í Reykjavík 31. maí 1913 lést eftir erfið veikindi 21. apríl 1990. Námsmey á Hverfisgötu 49, Reykjavík 1930.
Foreldrar hennar létust í spönsku veikinni í nóvember 1918. Hún og þrjú systkin hennar stóðu þá uppi munaðarlaus, hið elsta þeirra níu ára. Var þeim komið í fóstur hverju í sína áttina og ólst Unnur upp hjá frænku sinni, Jóhönnu Gróu Jósafatsdóttur f. 27. desember 1877 - 11. janúar 1960, saumakona á Holtastöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1901. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Hverfisgötu 49, Reykjavík 1930 og eiginmanni hennar, Ingvari Pálssyni 29. júlí 1872 - 6. október 1934 Kaupmaður í Reykjavík. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Ólu þau Unni upp sem væri hún þeirra eigin dóttir og bar Unnur mikinn hlýhug til þeirra alla tíð.

Auður Halldórsdóttir Ísfeld (1917-1996) Bólstað

  • HAH01052
  • Einstaklingur
  • 2.5.1917 - 21.1.1996

Auður H. Ísfeld fæddist 2. maí 1917 á Tungu í Fáskrúðsfirði. Hún andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði 21. janúar sl.
Sr. Jón vígðist að Hrafnseyri við Arnarfjörð og bjuggu þau hjón þar til 1943, síðan á Bíldudal til 1960, þá að Bólstað í Austur-Húnavatnssýslu til 1970 og í Búðardal til 1975. Þá fluttu þau til Reykjavíkur er sr. Jón hætti föstu embætti.

Ari Ísberg (1925-1999) hrl Reykjavík

  • HAH01035
  • Einstaklingur
  • 16.9.1925 - 27.6.1999

Ari Guðbrandur Ísberg fæddist 16. september 1925 í Möðrufelli í Hrafnagilshreppi, Eyjafirði. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 27. júní síðastliðinn. Útför Ara Ísberg fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, mánudaginn 5. júlí, og hefst athöfnin klukkan 10.30. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði.

Ástríður Arngrímsdóttir (1935-2010) frá Mýrum í Dýrafirði

  • HAH01097
  • Einstaklingur
  • 11.4.1935 - 18.10.2010

Ástríður Kristín Arngrímsdóttir fæddist 11. apríl 1935 á Mýrum í Dýrafirði. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík 18. október 2010. Ástríður bjó á Ísafirði til ársins 1962 en þá flutti hún til Reykjavíkur og bjó þar til dánardags. Jarðarför Ástríðar fer fram frá Neskirkju í dag, 27. október 2010, og hefst athöfnin kl. 15.

Niðurstöður 5201 to 5300 of 10412