Jón Ingimar Ólafsson (1891-1987) Höllustöðum, Eiðsstöðum og Óslandi

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Jón Ingimar Ólafsson (1891-1987) Höllustöðum, Eiðsstöðum og Óslandi

Parallel form(s) of name

  • Jón Ólafsson (1891-1987) Höllustöðum, Eiðsstöðum og Óslandi

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

  1. nóv. 1891-15.apríl 1987

History

Jón Ingimar Ólafsson (1891-1987) Óslandi (heitir Jón Ingimundur samkvæmt íslendingabók en Jón Ingimar samkvæmt kirkjubók)
Fæddur 6. nóvember 1891 í Stóradalsseli (Sléttárdal)

Foreldrar hans voru Ólafur Björnsson (14.01.1864-27.05.1894) Var á Ósi, Hofssókn, Hún. 1870. Vinnumaður á Höllustöðum, Svínavatnssókn, Hún. 1890 Bóndi á Höllustöðum og ráðskona hans Sigríður Jónsdóttir (19.09.1850-08.08.1919) Var með móður sinni á Sneis, Holtastaðasókn, Hún. 1860. Fór 1862 frá Sneis að Núpi. Kom 1863 frá Núpi að Tungunesi í Svínavatnssókn. Vinnukona á Ásum, Svínavatnssókn, Hún. 1870. Ógift vinnukona á Ásum í Svínavatnshr., A-Hún. 1870-71. Húsfreyja á Höllustöðum.

Places

Sléttárdalur; Guðlaugsstaðir; Höllustaðir; Eiðsstaðir; Blönduós

Legal status

Functions, occupations and activities

Húnavaka 1988 bls. 214-215

Jón Ingimar Ólafsson frá Eiðsstöðum andaðist 15. apríl á Héraðshælinu á Blönduósi. Hann var fæddur 6. nóvember 1891 í Stóradalsseli (Sléttárdal) í Svínavatnshreppi. Foreldrar hans, Sigríður Jónsdóttir og Ólafur Björnsson, voru þá í húsmennsku þar. Faðir hans lést skömmu síðar og móðir hans flutti í Höllustaði og dvaldi þar í húsmennsku með son sinn næstu tíu árin. Haustið eftir fermingu lagði Jón út á braut vinnumennskunnar og var á bæjum bæði í Vatnsdal og Svínavatnshreppi. Vorið 1918 réðst hann sem vinnumaður að Guðlaugs- stöðum í Blöndudal og var þar í átta ár. Á Guðlaugsstöðum kynntist Jón, Þuríði J. Helgadóttur, kaupakonu sunnlenskrar ættar, giftust þau 1927 og þá um vorið settu þau saman bú á Höllustöðum. Jón hafði keypt þá jörð af frænku sinni. Árið 1935 seldu þau Höllustaði og keyptu hálfa jörðina Eiðsstaði og fluttu þangað. Þar bjuggu þau um 18 ára skeið við góða afkomu. Þá seldu þau jörð sína og fluttu til Blönduóss. Jón var síðan árum saman við ýmis störf hjá Sláturfélagi Austur-Húnvetninga, einkum frystihús þess. Þuríður kona hans lést 29. september 1961 og ári síðar flutti hann til Kópavogs til dvalar á vetrum hjá hjónunum, Guðrúnu Sigurjóns- dóttur frá Tindum og Sveini Magnússyni loftskeytamanni, sem var á unglingsárum mörg sumur hjá Þuríði og Jóni, en Sveinn var bróðursonur Þuríðar. Á vorin hélt Jón norður í Húnaþing og var í vegavinnu á sumrin. Er Jón hafði dvalið 12 vetur og fjögur síðustu sumur þess tímabils hjá þeim Guðrúnu og Sveini fluttist hann á Ellideild Héraðshælisins á Blönduósi og dvaldi þar til síðustu stundar. Jón var atorkumaður til allra verka og vandvirkur. Hann var fjármaður góður, fór vel með búfé sitt og hafði af því góðan arð. í langri grein um Jón níræðan segir dr. Halldór Pálsson frá Guðlaugsstöðum. ,Jón hefur frábæra skapgerð. Þótt hann sé skapmikill þá er hann óáleitinn, hlýr og traustur og hefur ávallt kosið að eiga einungis góð og vinsamleg samskipti við samferðafólkið á lífsleiðinni, enda vinsæll af þeim, sem hann þekkja.“ Útför hans fór fram frá Blönduósskirkju. Stefán Á. Jónsson

Íslendingaþættir Tímans - 48. tölublað (23.12.1981)

Árnað heilla

Jón Ólafsson

níræður

Hinn 6. nóvember 1891 var i heiminn borinn drengur á heiðarbýlinu Stóradalsseli í Svínavatnshreppi í Húnavatnssýslu, er var skirður Jón Ingimar. Nú níutíu árum síðar er hann enn meðal lifenda, ern og vel metinn öldungur á Héraðshælinu á Blönduósi. Um leið og ég sendi þessum vini mínum afmæliskveðju,langar mig að lýsa í stuttumáli æviskeiöi hans til þessa, ekki af þvi að frá óvenjulega merkum atburðum sé að segja, heldurvegna þess, að ævi hans er dæmigerð fyrir marga þá ágætu þegna þessarar þjóðar, sem ekki voru bomir til auðs, heldur tilheyrðu þeirri fjölmennu stétt sem ólst upp i húsmennsku og vann lengi hörðum höndum í vinnumennsku, til þess loks að eignast eigið heimili, helzt jörð og bú, og með starfi sínu styrkja samfélagið til aukinnar hagsældar. Unga kynslóðin þekkir nú lítt sögu ( þessa fólks, sem flest er horfið, og gerir sér ekki grein fyrir, hve þjóðin á þvi mikið að þakka. Jón er Húnvetingur I báðar ættir. Foreldrar hans, Sigriður Jónsdóttir og Olafur Björnsson, voru i húsmennsku I Stóradalsseli (Sléttárdal), er hann fæddist, af þekktu dugnaðar og hæfi- leikafólki. Móöir hans var dóttir Jóns Jónssonar frá Strjúgsstöðum I Langadal. Var í ætt hennar margt fjölgáfað og harðduglegt fólk eins og Ingimundur Sveinsson, hómopati, afi Páls V.G. Kolka læknis o.fl. Ólafur faðir Jóns var sonur Medóniu Guðmundsdóttur Ketilssonar bróður Natans hins þjóðkunna hæfileikamanns. Fátækt, en engin örbirgð, mun hafa ríkt í Stóradalsseli, er Jón fæddist, en sá skuggi hvíldi yfir, að faðir hans var dauðvona af sullaveiki og lést skömmu siðar. Að Ólafi látnum flytur Sigríður með son sinn i Höllustaði í Blöndudal, þar sem hún dvelst i húsmennsku næstu 10 árin með drenginn í skjóli sinu, nema árin 1896 og ’97 urðu þau að færa sig á næsta býli, Syði-Löngumýri, líklega vegna húsþrengsla á Höllustöðum þau ár. Árið 1902 gengur Sigrfður, þá fimmtug að aldri, í hjónaband með Jóni Sigurðssyni, skemmtilega greindum skagfirskum hagyrðingi.sem hafði gaman af sauðfé, einkum skrýtnum kindum að lit og hornafjölda. Var hann jafnan kenndur við Gilhaga i Lýtingsstaðahreppi. Næsta vor 1903 flytja þau hjón að Stóradalsseli ásamt drengnum og þar býr fjölskyldan til vors 1906. A því mikla snjóa og harðindaári fermdist Jón Ólafsson hjá séra Stefáni M. Jónssyni á Auðkúlu. Ekki naut hann annarrar menntunar en að læra lestur og skrift hjá móður sinni og stjúpa og tilskilda kristindómsfræðslu undir umsjón séra Stefáns. Fræðslulögin um skólaskyldu barna höfðu þá ekki enn ekið gildi. Eftir ferminguna flyst Jón með móður sinni og stjúpa að Marðarnúpsseli enn hálendara heiðarbýli en Stóradalsseli. Þá um haustið leggur Jón út á braut vinnumennskunnar. Hann ræðst til Sigurður Jónssonar í Vöglum i Vatnsdal, góðs bónda, sem Jón hefur ætið borið hlýhug til síðan. Þar var hann til vors 1908. Næstu 10 árin var hann vinnumaður á Höllustöðum, Ljótshólum og Auðkúlu, síðast hjá Lárusi syni séra Stefáns, og þar fremur lausamaður en vinnumaður. Það fyrirkomulag kom sér vel fyrir báða, Lárus og Jón, af því verkefnin voru varla næg á búi Lárusar fyrir ársmann. Jón kynntist þá fjölbreyttari störfum en i vinnumennskunni. Vorið 1918 ræðst Jón Ólafsson vinnumaður til foreldra minna, að Guðlaugsstöðum i Blöndudal. Þá hefjast kynni okkar. Á vinnuhjúaskildaga 14. mai, kom Jón með föggur sinar og fáeinar kindur, sem hann átti, en nóttina áður gisti hann hjá móður sinni og stjúpa, sem þá bjuggu á hluta úr Höllustöðum. Ég var þá 7 ára strákhnokki, sem hafði meira yndi af sauðfé en öllu öðru, sem viðkom daglegu lifi í sveit. Ég var því fljótur að líta á kindur Jóns og veita athygli sérkennum þeirra og því, sem um þær var sagt. Kom það sér vel fyrir mig næstu daga. Fyrsta verkið, sem faðir minn bað Jón að vinna, var að rista ofanaf þúfnastykki neðan við fjósið. Ég man enn, hve gaman mér þótti að sniglast i kringum Jón í flaginu, spyrja hann um kindur hans, hvað þær hétu og svo um alla heima og geima. Ég veit að ástæðan var sú, að Jón hefur alltaf verið barngóður, og frá honum hefur lagt hlýhug, sem hændi mig að honum á þann veg, að gagnkvæm vinátta milli okkar helst meðan við lifum báðir. Aldrei hefur okkur borið neitt á milli og aldrei hefur farið milli okkar ádeilu eða ásökunarorð, enda hefur Jón frábæra skapgerð. Þótt hann sé skapmikill þá er hann óáleitinn hlýr og traustur og hefur ávallt kosið að eiga einungis góð og vinsamleg samskipti við samferðafólkið á lifsleiðinni, enda vinsæll af þeim, sem hann þekkja. Jón var vinnumaður hjá foreldrum minum í 8 ár. Þau eru mér minnisstæð enda mun aldursskeiðið frá 7-15 ára vera flestum mikilvægur áfangi á þroskaferli og þá margt að sjá og læra. Búskapurinn gekk vel, fólkið var margt og enn allt unnið án véla og komu þá handtök Jóns að góðum notum. Hann var atorkumaður til allra verka. Heyskapur var sóttur með ofurkappi á blaut og þýfð mýra- og flóalönd og þurfti að binda allt útheyið blautt og flytja það heim sem votaband ofan af háum hálsi. Jón var frábær bindingsmaður. Sagði faðir minn, sem jafnan flutti votabandið með einhverjum bræðra minna og rak ávallt 10-15 hesta undir reiðingi, að betra hefði verið að flytja votaband, sem Jón batt en nokkur annar af því að saman hefði farið að hann batt fast, lét aldrei frá sér fara skakka sátu og sleit öll reiðtögl,sem voru farin að lýjast, um leið og hann batt, svo að aldrei slitnaði reipi eða fór úr bandi i flutningi sáta, sem Jón batt. Jafnan batt einn maður með stúlku 100-140 hesta á dag og var hlutur Jóns jafnan góður i keppni um það mark. Á hverju vori var unnið að jarðabótum með gamla laginu, ýmist sléttað túnþýfi eða reynt að stækka túnið um nokkur hundruð fermetra. Við það verk þurfti oft að ryðja þungum björgum úr vegi oftast niður i Blöndu. Við slík verk vann Jón á hverju vori, en þó oft með öðrum. Faðir minn var fjármaður góður og náði jafnan þvi takmarki að fóðra féð vel, þótt sparlega væri farið með hey. Ekki er ég dómbær um fjármennsku Jóns, er hann kom til föður mins, en hafi hann ekki þá þegar verið frábær fjárhirðir, þá varð hann það skjótt eftir það. Hann hirti alla veturna heima tvenn hundrað kinda hús, ágætar ær sem haldið var vel til beitar. Fjármennskan fór ávallt vel úr hendi hjá Jóni. Mér er i fersku minni, að veturinn 1924-’25 tókst föður minum ekkiaö ná góðum þrifum i lömbin fyrir jól, vegna þess að hey i Lambshúshlöðu voru slæm. Bað hann þá Jón að taka við lömbunum, en láta sig fá ær i staðinn, en hann hafði betra hey við önnur ærhúsin. Faðir minn dáðist að þvi um vorið, hve snilldarvel Jóni tókst að fóðra lömbin, ég man ekki áður eftir fallegri gemlingum heima en vorið 1925, og sá árgangur bar af ánum árum saman. Aðdrættir voru erfiðir á Guðlaugsstöðum, hvort heldur flutt var á reiðingshestum vor og haust eða á sleðum á vetrum. Við slíka flutninga var Jón i senn úrræðagóður og óvilinn. Til gamans vil ég geta þess að árskaup Jóns var 30 kindarfóður og beit fyrir 5 hross auk ýmiskonar fatnaðar, sem vinnufólk átti tilkall til að fornum sið. Þetta mun hafa verið hið venjulega árskaup duglegs vinnumanns um og eftir 1920. Kaupið mun hafa verið vel af hendi reitt, og það sem meira var um vert, að faðir minn leyfi að fjölga fé í högum vor og haust eins og honum þóknaðist ef hann keypti sjálfur vetrarfóður handa þvi, sem hann settiá vetur umfram umsamda tölu. Jón var ekki sá eini, sem naut þessara hlunninda. Allt ársfólkið hafði þau að vissu marki og notaði sér það, a.m.k. við bræðurnir, eftir þvi sem aldur og áræði leyföi. Er Jón fór vorið 1926 átti hann á annaö hundrað fjár og 6-8 hross auk nokkurs sparifjár. Faðir minn gladdist ef heimilisfóikið fór vel með tekjur sinar, og ekkert taldi hann líklegra til að auka eigur þess en að það ætti sem flestar kindur. Hinn 14. mai 1926 er mér minnisstæöur. Þá flutti Jón alfarinn að heiman eftir átta ára starf. Ég vissi að ég myndi sakna hans og allt heimilisfólkið, en bót var í máli, aö hann ætlaði aðeins að færa sig um tvær bæjarleiðir að Syöri-Löngumýri. Ég gerði mér grein fyrir, aö þetta var eðlilegt. Hann ætlaði að vera eigin húsbóndi framvegis. Hafði fengið jarðarafnot fyrir sig til eins árs. Hann tók saman dót sitt batt það i klyfjar og bjó uppá hesta sina, Brún og Bleikáling, kvaddi og teymdi klárana út á götuna frá bænum. Ég fylgdi honum spölkorn út fyrir túnið. Þar kvöddumst við án margra orða. Jón var eitt ár á Syðri-Löngumýri með fénaö sinn. Sumarið 1926 var einstakt óþurrkasumar, svo að fjöldi bænda varð fyrir gifurlegum fjársköðum vorið 1927, ekki vegna heyskorts heldur vegna einhverrar efnavöntunar i hinum lélegu heyjum, en þá tiðkaöist ekki að gefa fóðurbæti nema i algjöru heyþroti. Ég undraöist, aö þetta vor gekk fé Jóns allt vel fram. Hann missti enga kind, þótt öll hey hans væru hrakin. Siðar trúði hann mér fyrir því, að hann hefði gefið fé sinu nokkurt kjarnfóður allan siðari hluta vetrarins. Því flíkaöi hann ekki, enda hefði það ekki verið talin ráðdeild hjá manni, sem hafði þá um veturinn keypt jörð allháu verði og hugði til að hefja þar búskap um vorið. Hann keypti Höllustaði, ágæta jörð, en gjörsamlega niðurnídda. Frænka hans, Sigurbjörg Jónsdóttir, sem hafði alið allan sinn aldur á Höllustöðum, bað Jón að kaupa jörðina, sem hún, 65 ára öryrki, neyddist til að selja. Hún þekkti engan, sem hún óskaði fremur að tæki við óðali hennar,sem hún unni, en hafði aldrei haft bolmagn til að gera neitt fyrir. Jón varð að þessum tilmælum þótt hátt væri boðið á móti, enda kaus hann gjarnan að verða sjálfseignarbóndi. Um þessar mundir var Jón heitbundinn prýðilegri konu Þuriði J. Helgadóttur sem hann hafði kynnst á Guðlaugsstöðum. Hún var ættuð af Suðurlandi, dóttir hjónanna Herdísar Magnúsdóttur frá Litlalandi í Ölfusi og Helga Þórðarsonar sjómanns frá Vestmannaeyjum. Foreldrar hennar hið mesta myndar og dugnaðarfólk, höfðu bæði veriö i kaupavinnu þegar þau voru ung, hjá öfum mínum og höfðu aldrei rofið tengslin við ættfólk mitt. Þuríður dóttir þeirra hafði allt frá fermingu verið starfandi timum saman hjá foreldrum mínum. Hún var glæsileg dugnaðarkona, frið sýnum og verkhög með afbrigðum og jafnvíg til allra starfa úti og inni. Nú settu þau Þuriður og Jón saman bú á Höllustöðum vorið 1927 og giftu sig um það leyti. Hjá þeim fékk Sigurbjörg að vera. Þau höfðu færst mikið í fang og höfðu mestan hug á að grynnka á skuldunum sem myndast höfðu við jarðarkaupin. Þau höfðu gagnsamtbú og tókst að ráða við skuldirnar en Kreppan dundi yfir um 1930 varð þyngra fyrir fæti og lögðu þau ekki í meiriháttar umbætur á jöröinni, enda voru þau barnlaus og gerðu ekki ráð fyrir að nokkur þeim nákominn myndi njóta umbótaverka þeirra. Árið 1935 seldu þau hjónin Höllustaði, en keyptu hálfa Eiðsstaði, og fluttu sig þangað búferlum. Bættu þau meö þvi fjárhagsstööu sina og sáu réttilega. að á hálfum Eiðsstöðum væru næg náttúrugæði fyrir þau meðan þau kysu að búa i sveit, enda höfðu þau bæði, er hér var komið eytt beztu árum ævinnar lengst af i annarra þjónustu og í glimu viö Kreppuna. Á Eiðsstöðum bjuggu þau hjón við prýðilega afkomu um 18 ára skeið. Búskapur þeirra var með svipuðum hætti og á Höllustöðum, frábær fóðrun og umönnun um allar skepnur. Jafnt fjárhundurinn, kýrin, féð og hrossin og heimiliskötturinn voru vinir þeirra, sem þau létu líða sem best. Hin góða umönnun var endurgoldin í ánægju af dýrunum og ágætum afurðum. Þau áttu óvenju vel ræktað og kostamikið fé. A heimili Þuriðar og Jóns ríkti alúð og rausn. Gestrisni var þar frábær og nutu þau þess að veita vel. Húsmóðirin var snillingur i matargerð sem öðrum verkum og skar aldrei við nögl. Þrjú bræðrabörn Þuriðar áttu svo árum skipti sumardvöl á Höllustöðum og Eiðsstöðum á búskaparárum þeirra Jóns og Þuríðar, þeir bræðurnir Sveinn Magnússon loftskeytamaður og Magnús H. Magnússon fyrrverandi ráðherra og Elín Albertsdóttir. Nutu þau öll í rikum mæli umhyggju og alúðar þeirra hjóna og mun sveitardvölin hafa reynst þeim i senn holl og lærdómsrik. Eftir 18 ára búskap á Eiðsstöðum brugðu Þuriður og Jón búi, enda aldur að færast yfir þau. Þau seldu jörö sina og fluttu til Blönduóss, þar sem þau komu sér á ný upp ágætu heimili, þar sem gestkvæmt var og gott að koma. Jón vann árum saman ýmis störf hjá Sláturfélagi Austur-Húnvetninga, einkum við frystihús þess. Eftir sjötugt fór hann að taka lifinu rólegar á vetrum, en vann i vegavinnu öll sumur til áttræðisaldurs. Þuriður lést hinn 29. september 1961. Var það Jóni mikið áfall, sem hann bar með æðrulausri karlmennsku, en það losnaði i bili um rætur hans á Blönduósi. Ári siðar flutti hann til Kópavogs til dvalar á vetrum hjá hjónunum Guörúnu Sigurjónsdóttir frá Tindum og Sveini Magnússyni, loftskeytamanni, sem var á unglingsárum mörg sumur hjá Þuriði og Jóni eins og áður er aö vikið. Naut hann þar hins besta atlætis og varð þeim og börnum þeirra kær. Meðan hann stundaði vinnu á sumrum hélt hann á hverju vori norður í Húnavatnssýslu í vegavinnuna, en hélt suður á haustin. Er hann haföi dvalið 12 vetur og fjögur siðustu sumur þess timabils hjá þeim Guðrúnu og Sveini fluttist hann á Héraðshælið á Blönduósi þar sem hann dvelur enn við góða heilsu. Þreytir hann þar fangbrögð við elli kerlingu og heldur enn velli, þótt kraftar þverri og sjón hafi daprast mjög. Er þaö Jóni stálgreindum bókamanni mikill bagi. A héraðshælinu unir hann glaður og er vel metinn. Þess má að lokum geta að Jón var afrenndur að afli og eru til af honum ýmsar hreystisögur. Skal ein þeirra sögð hér. Þá var hann ungur maöur á Auðkúlu og risti heytorf við annan mann, Þorstein Sölvason frá Gafli.siðar barnakennara. Þeir félagar áttu von á að fá miðdegismat sendan á vinnustað á ákveðnum tima, eins og venja var. En það brást. Er þeir félagar höföu beðið matarins sívinnandi í meira en tvær klukkustundir töldu þeir þetta ekki einleikið, en ekki sást heim til bæjar. Héldu þeir því heim á leið, og er þeir komu á ás milli bæjar og vinnustaðar sjá þeir að grár mannýgur tarfur, þrevetur frá næsta bæ, Holti var að rótast um bölvandi kringum bæinn meö framfætur öðru hvoru uppi i gluggakistum baðstofunnar, skelfandi alla sem heima voru en það voru aðeins konur og böm. Skildu þá torfristumenn hversvegna þeir höfðu ekki fengið mat sinn og héldu ótrauðir heimleiðis. Strax og boli kom auga á þá félaga snerist hann gegn þeim af fullri heift og ætlaði sér að hafa þá undir annan eða báða. Var þeim nauðugur einn kostur að verja sig, en ekki var svo mikið sem nasahringur í bola. Hlutu þvi kraftar og lægni að ráða úrslitum. Leiknum lauk svo að Jóni tókst aö ná þvi taki á hornum bola að geta snúið hann niður og krækt framfótum hans upp á hornin meöan þeir félagar skorðuðu hann á bakinu milli þúfna þar sem þeir létu hann liggja meðan þeir nutu matar síns og sendu eiganda bola orð um að sækja hann, en þess hafði áður veriö óskað að boli væri ekki látinn ganga laus. Ég spurði eitt sinn Jón, hvort saga þessi væri sönn. Hann kvað svo vera, en ekki mætti ætla sér einum afrekið. Þorsteinn hefði gert allt auðveldara fyrir sig, einkum að skorða bola með sér milli þúfna, það hefði engum einum verið fært. Jæja, þetta var útúrdúr. Ég lýk þessari afmæliskveðju með bestu árnaðarósk um friðsælt ævikvöld og þökk fyrir 63 ára vináttu og öll störfin i þágu foreldra minna og þjóðfélagsins i heild.

Halldór Pálsson

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Related entity

Þuríður Helgadóttir (1893-1961) Höllustöðum og Eiðsstöðum (19. júlí 1893-29.sept. 1961)

Identifier of related entity

HAH02882

Category of relationship

family

Type of relationship

Þuríður Helgadóttir (1893-1961) Höllustöðum og Eiðsstöðum

is the spouse of

Jón Ingimar Ólafsson (1891-1987) Höllustöðum, Eiðsstöðum og Óslandi

Dates of relationship

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH 2481

Institution identifier

HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

MÞ 10.06.2025

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Íslendingabók
Húnavaka 1988, bls. 214-215.
Íslendingaþættir Tímans - 48. tölublað (23.12.1981)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places