Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Þuríður Helgadóttir (1893-1961) Höllustöðum og Eiðsstöðum
Parallel form(s) of name
- Júnía Þuríður Helgadóttir (1893-1961) Höllustöðum, Eiðsstöðum og Óslandi
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
- júlí 1893-29.sept. 1961
History
Þuríður Helgadóttir fæddist að Litlalandi í Ölfusi 19. júlí 1893 og lést 29. september að heimili sínu á Blönsuósi.
Foreldrar Þuríðar voru Helgi Þórðarson (1866-1940) Múrari á Brekastíg 19, Vestmannaeyjum 1930. Bóndi á Litlalandi í Ölfusi og smiður á Húsatóftum í Grindavík, húsbóndi á Brú í Hafnarfirði, Vestmannaeyjum og síðar Reykjavík og kona hans Herdís Magnúsdóttir (1868-1953) Húsfreyja á Brekastíg 19, Vestmannaeyjum 1930. Húsfreyja á Húsatóftum í Grindavík, á Brú í Hafnarfirði og síðar í Reykjavík.
Systkin Þuríðar voru:
- Hermann Helgi (1892-1966) Var í Reykjavík 1910. Fór til Vesturheims 1914 frá Reykjavík. Trésmiður í Ashern, Manitoba, Kanada.
- Hendrika Júlía (1894-1968) Húsfreyja, síðast bús. í Vestmannaeyjum.
- Magnús (1896-1976) Skrifstofumaður á Sogabletti 14, Reykjavík 1930. Bókhaldari í Vestmannaeyjum. Gjaldkeri í Reykjavík 1945.
- Aldís (9. Jan. 1898-12. Jún. 1898
- Þórður (28. Feb. 1899-1. Mars 1900)
- Albert (1901-1961) Múrari í Vestmannaeyjum og Reykjavík.
- Hólmfríður Rúffía (1903-1919) Var í Hafnarfirði 1910.
- Dóróthea Guðný (1905-1959) Var á Brekastíg 19, Vestmannaeyjum 1930.
Places
Legal status
Functions, occupations and activities
Dagur - 48. tölublað (14.10.1961) - Tímarit.is
Þuríður Helgadóttir (1893-1961)
Fædd 19. júlí 1893.
Dáin 29. september 1961.
ÞEGAR EG man fyrst eftir mér var á heimili foreldra minna ung stúlka, Þuríður Helgadóttir, ættuð úr Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru kunnug móður minni, höfðu ung verið í kaupavinnu hjá föður hennar, Birni Eysteinssyni. — Þótti honum mikið til þeirra koma, sökum dugnaðar og glæsmennsku. Helgi var hamhleypa til verka, en þótti „sopinn“ góður. Herdís var fríð kona, greind og sérlega vel verki farin.
Bræður átti Þuríður þrjá og eina systur. Öll voru þessi systkini stórmyndarleg, þó held eg, að Þuríður hafi verið þeirra fríðust, þegar hún var á æskuskeiði. Hún var til heimilis á Guðlaugsstöðum í fimmtán ár, en dvaldi af þeim tíma tvo til þrjá vetur í Reykjavík og Vestmannaeyjum, hjá ættingjum sínum.
Fyrst þegar mig rekur minni til hafði hún þann starfa að hjálpa móður minni í eldhúsi (maskínuhúsi) og búri, leggja á borð og halda þarna öllu hreinu. Stundum skiptust stúlkurnar á um þessi „niðriverk", sem svo voru kölluð, en það var í mörgu að snúast, margt fólk í heimili og „farskóli" á vetrum. — Eg man hún hirti alla lampa af hinni mestu prýði og fægði allt, sem fægja þurfti. Hún stóð jafnan gestum fyrir beina, færði næturgestum morgunkaffi, burstaði föt þeirra og skó. — Aldrei man eg, að hún hefði mjaltir á höndum, en hún spann oft, tók ofan af ull, hærði og var fljót að prjóna. Það kom fyrir, að ég sat uppi í rúminu hjá henni, (fastarúm, notuð sem sæti á daginn,) og las fyrir stúlkunar fjórar, sem sátu við tóvinnu í miðbaðstofunni, og hafði fæturna undir hreinni ullinni. Það var gaman. Vel man eg hvað Þuríður var ætíð snoturlega klædd, það hefði mátt segja um hana: Bæði af henni „gustur geðs og gerðarþokki stóð.“ Hún lét ekki misbjóða sér, en var skyldurækin og áreiðanleg. Eg man enn hvað eg var hrifin af því að hún krullaði á mér hárið og hnýtti borða í að kaupstaðarsið.
Hún dansaði vel og kenndi okkur að dansa. Sérstaklega var gaman að dansa við hana skottís. Það voru oft smáböll í sveitum þá, á stærri bæjum.
Hún sagði mér af Stefaníu leikkonu, sem þá var dáð að verðleikum. Eg sá hjá henni póstkort af Stefaníu í hlutverki Kamelíufrúarinnar. Að horfa á það gaf huganum vængi.
Hún sagði mér frá leikrita- skáldinu Indriða Einarssyni, Nýársnóttinni hans og leikkonunum, dætrum hans.
Þuríður söng laglega og fór rétt með lögin. Þá söng fólk eða raulaði við vinnu sína, einkum við rokkinn, og börnin á bæjunum námu ljóð og lag. Hún átti söngfræði, sem þá var kennd í barnaskóla Reykjavíkur, og eg held Hafnarfjarðar.
Stundum raulaði hún söng Ulrikku í herberginu, úr „Kinnarhvolssystur", og kunni mikið úr „Ævintýri á gönguför“. Mikið var eg hrifin og sá þetta allt í anda. Fyrir kom, að hún raulaði kvæðið „Dáinn“, eftir Sig. Júl. Jóhannesson. Þá vissi eg, að hún var að hugsa um allt það böl, sem misnotkun víns leiðir af sér, og hvað móðir hennar hefði átt betri ævi, ef faðir hennar hefði verið bindindissamur. Þá var maður nú gráti nær.
Ekki gat hjá því farið, að þessi blómlega, unga stúlka vekti eftirtekt karlmannanna. Þeir ortu til hennar vísur og ljóð, bæði í gamni og alvöru. í einu erindinu voru t. d. þessi vísuorð: „Þú ert fegursta blómið í byggðinni hér, þitt bros vekur ylgeisla fjöld.“ Biðla fékk hún eflaust marga. Einn færði henni bréf og sagði: „Hérna er bréf til þín, Þuríður, það er frá mér.“ Sá var snemma gefinn fyrir pennann. Annar hóf upp bónorðið við heyband. (Hann var Vestfirðingur, notaði sérkennileg orð og kvað fast að errinu.)
Nú kemur faðir minn með hestana, og sem þeir eru að “láta upp“, segir Þorleifur: „Þurra (Þura) blóðill.“ Þessi stuttorða tilkynning var skilin svo, að hún hefði hryggbrotið hann. Þegar Þuríður var um þrítugt, giftist hún eftrlifandi manni sínum, Jóni Ólafssyni. Hann var greindur og gegn maður, átti snoturt fjárbú og var frábær skepnuhirðir.
Þau byrjuðu búskap á Höllustöðum í Blöndudal. Byggingar þar voru gamlar og fornfálegar og allt í niðurníðslu, en jörðin grasgefin. Hana átti gömul frændkona Jóns, eg held, að hún hafi selt honum jörðina, en gerst sjálf próventukona. Sú hafði munað tvenna tíma. Alin upp í allsnægtum við lestur og ferðalög. Sennilega var hún gáfuð, mjög fróð, en ætíð verka smá. Nú var henni þrotið fé fyrir löngu og orðin nærri blind. Samt vildi hún tilbreytingu og hafði þá stefnu, að enginn ábúandi skyldi lengi vera á óðali hennar. Þarna bjuggu Jón og Þuríður í sjö ár, en þá seldu þau jörðina og fluttu í Eiðsstaði í sama dal, keyptu hálflenduna. Þar var betur hýst.
Þeim varð ekki barna auðið og sáu því ekki ástæðu til að leggja mikið fé í jarðabætur eða byggingar, þar sem þau dvöldu. Þó hygg eg, að það hefði verið Þuríði að skapi, svo kjarkmikil og framgjörn sem hún var.
Ekki getur hjá því farið, að einyrkjakona í sveit þurfi oft að sjá um fé og fjós, ekki sízt, þegar maðurinn er heilsutæpur eins og í þessu tilfelli. Ekki hafði borið á því, að Þuríður væri gefin fyrir skepnur, áður en hún hóf búskap, nú gekk hún að gegningum með sama myndarbrag og áður að innanhússtörfum, ef á þurfti að halda. Þó var heimili þeirra hjóna ávallt í góðum sniðum innanhúss, hlýlegt og gott.
Hún var hin ágætasta matmóðir og veitul við gesti með afbrigðum.
Þau hjónin áttu góðan bókakost og lásu býsna mikið.
Foreldrarar Þuríðar dvöldu bæði á heimili hennar um tíma, þó sitt í hvert skipti, og oft voru hjá henni sumarbörn. Það voru bræðrabörn hennar. Sérstaklega var þeim elsti sonur Magnúsar bróður hennar og konu hans kær. Foreldrar hans komu oft í Eiðsstaði og eftir að Jón og Þuríður fluttu til Blönduóss, tóku þau hana oft með sér í ferðalög til að sjá landið og eyða glöðum dögum saman. Hún naut þess eins og sá einn getur notið, sem vanur er að hafa verk að vinna.
Þau Eiðsstaðahjón áttu fallegan lifandi pening, góða hesta og vel á sig komna, aldar ær og kýr. Þá voru nú kisa og seppi glaðleg á svipinn. Samt var fásinnið þreytandi barnlausum hjónum, og þau ráðgerðu oft að flytja til Blönduóss. Þó varð ekki af því, fyrr en Þuríður var komin fast að sextugu og farin að bila að heilsu.
Nú bjó hún aftur í kaupstað og kunni vel að meta rafmagns áhöldin og öll þau þægindi, sem því fylgja. Þarna leið henni vel, en ekki kunni hún við að sitja auðum höndum, heldur tók að sér ýmsa vinnu og var eftirsótt bæði við sláturgerð o. fl. Hún eignaðist þarna góða granna og vini, og gaman var að heimsækja hana á Blönduósi, ekki síður en í sveitinni. Þarna var heimili hennar í hálft níunda ár. —
Svo var það eitt kyrrlátt kvöld í haust, er hlíðarnar voru orðnar gular og fjólubláar, lyngið rautt og marglitt laufið af hríslunum í görðunum við húsin sveif mjúklega til jarðar, að Þuríður kom heim, frá því að hjálpa grannkonu sinni, einni, við að svíða.
Hún hafði verið frísk og glöð, og nú gekk hún framhjá börnum, sem voru að leik. Hún talaði glaðlega til þeirra, svo barn hlý sem hún var, og hélt síðan inn í íbúð sína. Hún sezt á stól við eldhússborðið sitt, í vinnufötunum sínum og kápunni, því nú var henni undarlega brugðið. Hann straukst þarna framhjá hinni gestrisnu konu, gesturinn, sem alla sækir heim, að lokum. —
Kona ein í húsinu hafði heyrt umgang, en síðan enga hreyfingu, svo hún leit inn, til að vita hverju þetta sætti. Þá sá hún hvar Þuríður sat, og hafði hallað sér fram á borðið eins og hún svæfi. Þó reyndist það ekki vera svo, „því stirðnuð var hin holla hönd og hjartað trygga kalt.“ —
Það má kallast umbun lífsins, fyrir ævi eyddri í eljusemi og heiðvirðu starfi, að hljóta svo hæga hvíld .að lokum, sátt við örlög sín og alla menn. — Við vinir þínir munum konu, sem engum brást, launaði alla góð- vild með meiri góðvild og bar örlög sín með reisn hins fædda höfðingja. Við vonum, að eiginmaður þinn fái borið harm sinn með karlmennsku, því: „Eitt sinn skal hver deyja.“
Við þökkum þér, góða kona, tryggðina gegn um æviárin, og væntum þess, að vinir hafi fagn að þér á hinni ókunnu strönd.
Hulda Pálsdóttir
Tíminn - 258. tölublað (07.10.1961) - Tímarit.is
Þuríður var fædd að Litla-Landi i Ölfusi 9. júní 1893. Foreldrar Þuríðar voru sæmdarhiónin Herdís Magnúsdóttir og Helgi Þórðarson, bæði upprunnin úr Árnessýslu. Árið 1895 fluttust foreldrar Þuríðar til Grindavíkur, en stuttu síðar til Hafnarfjarðar
Þegar Þuríður var á 16. ári, fluttist hún frá foreldrum sínum norður að Guðlaugsstöðum í Blöndudal. Á Guðlaugsstöðum dvaldist Þuríður svo þar til hún giftist eftirlifandi manni sinum Jóni Ólafssyni, árið 1928 Þau hjónin reistu bú að Höllustöðum í Blöndudal, en skiptu fljótlega á þeirri jörð og hálfum Eiðsstöðum í sömu sveit. Þar bjuggu þau hjónin síðan til ársins 1953, en þá seldu þau jörðina og fluttu til Blönduóss. Þar hafa þau búið síðan. Þuríður varð bráðkvödd að heimili sínu á Blönduósi að kvöldi þess 29. september síðastliðins. Hafði hún hin síðustu ár orðið vör nokkurrar hjartabilunar, en að öðru leyti kenndi hún engrar vanheilsu, og kom andlát hennar eiginmanni og vinum mjög á óvart. Þuríður Helgadóttir var á allan hátt hin mætasta kona. Höfuðeinkenni hennar var trygglyndi, hjálpsemi og höfðingslund.
Hún fluttist ung að árum úr foreldrahúsum í fjarlægum landshluta, þar festi hún svo rætur, að hún hvarf eigi úr þvi byggðarlagi, fyrr en dauðann hafði borið að höndum, en legstað hafði hún kjörið sér hjá ættingjum sínum hér við Faxaflóa.
Í 18 ár dvaldi Þuriður á Guðlaugsstöðum hjá þeim hjónunum Guðrúnu Björnsdóttur og Páli Hannessyni og þar kynntist hún manni sínum Jóni Ólafssyni, sem í mörg ár dvaldist á því sama heimili. Voru þau Þuríður og Jón mjög samhent að gera veg heimilisins sem beztan, og bundust bæði hinum traustustu vináttuböndum við húsbændur sína og börn þeirra hjóna. Hélzt sú vinátta æ síðan.
Þau hjónin Þuríður og Jón bjuggu oftast ein að búi sínu. Starfsdagur húsfreyjunnar var því oft langur og í mörgu að snúast, en svo var dugnaður og höfðungs lund Þuríðar mikil, að hún var alltaf veitandi, en aldrei þiggjandi öllum skiptum við þá, sem samleið áttu með henni á lífsleiðinni. Gestrisni þeirra hjóna var svo mikil, að af bar, og öll umgengni húsfreyju hin ágætasta, þótt ekki væri alltaf búið við glæsileg húsakynni. Manni sínum bjó hún ávallt hið ágætasta heimili og lét sér mjög annt um líðan hans, enda með því aðalsmarki að vilja ávallt láta gott af sér leiða, hvort sem þar var gagnvart vandamönnum eða vandalausum. Trygglyndi Þuríðar var svo mikið að hún sleit aldrei vináttu við þá sem hún hafði bundizt vináttuböndum, og horfði ekki í það, að fórna tíma og kröftum til að gera þeim greiða.
Þegar hin gamla húsmóðir hennar, Guðrún á Guðlaugsstöðum, hafði flutzt til Blönduóss, er þar dvaldi Guðrún siðustu æviár sín sökum vanheilsu, þá eyddi Þuríður miklum tíma ti] að stytta i henni stundir og hjálpa henni við ýmsa hluti.
Fjölskyldan frá Guðlaugsstöðum þakkar Þuríði 50 ára ógleymanlega viðkynningu og hennar miklu vináttu og tryggð og öll hennar óeigingjörnu og vel unnu störf í þágu þess heimilis. Einnig vottar hún manni hennar Jóni í Ólafssyni hina dýpstu samúð, vegna andláts hans ágæta lífsförunautar.
Blessuð sé minning Þuriðar Helgadóttur.
H. P
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the spouse of
Þuríður Helgadóttir (1893-1961) Höllustöðum og Eiðsstöðum
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
MÞ 18.06.2025 innsetning og skráning
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
Íslendingabók
heimildir.is
Dagur - 48. tölublað (14.10.1961) - Tímarit.is
Tíminn - 258. tölublað (07.10.1961) - Tímarit.is