Showing 10349 results

Authority record

Hlíðarfjall / Hlíðará í Bólstaðarhlíðarhreppi

  • HAH00781
  • Corporate body
  • 874 -

Hlíðará / Hlíðarfjall. Ævarsskarð er dalsmynnið milli Hlíðarfjalls [Bólstaðarhlíðarfjalls] og Skeggsstaðafjalls. Bæði þessi fjöll liggja frá austri til vesturs. Í daglegu tali er Bólstaðarhlíðarfjall kallað Hlíðarfjall. Það er eins og skjólgarður fyrir norðanátt og liggur vel móti sólu. Er því talið eitt af sólríkustu fjöllum þessa lands. Vanalega er það snjólétt. Á milli þeirra er djúpur dalur, er líkist skarði, á milli Svartárdals og Langadals. Utarlega í skarði þessu telja sumir að bær Ævars hins gamla hafi staðið.

Hlíf Böðvarsdóttir (1909-2015) kennari

  • HAH07316
  • Person
  • 11.4.1909 - 12.11.2015

Hlíf Böðvarsdóttir fæddist á Laugarvatni 11. apríl 1909. Húsfreyja á Reykjum í Hrútafirði, starfaði síðar hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins í Reykjavík. Reykjaskóla 1945-1947.
Hún lést á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík 12. nóvember 2015. Útför Hlífar fór fram frá Háteigskirkju 20. nóvember 2015, klukkan 13.

Hljóðaklettar við Jökulsá á Fjöllum

  • HAH00240
  • Corporate body
  • (1950)

Hljóðaklettar eru fornar eldstöðvar þar sem Jökulsá hefur skolað í burtu öllu lausa gosefninu og skilið eftir innviði gíganna. Jarðmyndanir eru á heimsmælikvarða, sjá má stuðla vefjast í alls konar form, býkúpuveðrara kletta og hella af ýmsum stærðum. Gengið er frá bílastæði og niður að fyrsta klettinum, Tröllinu. Þaðan er gengið austan megin við klettana, leið sem er nokkuð grýtt og erfið yfirferðar, þar til komið er að fallegum helli sem fengið hefur nafnið Kirkjan. Stuttu eftir Kirkjuna sveigir stígurinn til vesturs og svo til baka í suður, leiðin greikkar og gengið er meðfram hellunum í Skuggakletti. Stígurinn sameinast síðan upphafsleiðinni á ný.

Hér er hægt að fara einfalda og stutta leið frá bílastæði niður að Hljóðaklettum. Fyrsti kletturinn sem komið er að ber nafnið Tröllið og er einn af fáum klettum í Hljóðaklettum sem ber ákveðið nafn. Sé farið rétt austur fyrir Tröllið (til hægri) og gengið nokkra metra yfir klettana, er hægt að sjá afar fallega stuðlabergsröðum og býkúpuveðrun í klettunum. Sama leið er farin til baka.

Hljóðaklettar í Jökulsárgljúfrum eru sérkennileg þyrping stuðlabergskletta ímynni Vesturdals niðri við Jökulsá á Fjöllum. Þessir klettar munu vera gígtappargígaraðar, sem síðara hamfarahlaup Jöklu skolaði í burtu fyrir u.þ.b. 3000 árum.Stuðlarnir hafa alls konar legu og framkalla ýmsar kynjamyndir og rósettur.

Nafnið er dregið af smábergmáli árniðarins, sem líkist helzt suði. Það er upplagt að gangafrá Hljóðaklettum suður í Hólmatungur (2½-3 klst.).
Skammt sunnan Klettanna eru Karl og Kerling, tveir hraunstandar neðst í gljúfrinu. Karlinn er 60 m hár en Kerlingin lægri og grennri. Tröllahellir, handan árinnar, var bústaður þeirra áður.

Hlöðufell Blönduósi

  • HAH00105
  • Corporate body
  • 1916 -

Hlöðufell um 1916. Sjá umfjöllun um Hest og Reynivelli. Jóhannsbær 1910 og 1920.

Hnappastaðir Höfðakaupsstað

  • HAH00447
  • Corporate body
  • (1920)

Bærinn stóð á Hnappstaðatúni sem er við Oddagötu niður af Bogabraut. Bærinn er löngu horfinn....

Hnausakvísl og brúin

  • HAH00266
  • Corporate body
  • (1950)

Þingeyrar standa í miðju héraði, á lágri hæðarbungu er veit suður og austur að óshómum Hnausakvíslar þar sem hún rennur í Húnavatn.
Flóðið er stöðuvatn við mynni Vatnsdals. Í það fellur Vatnsdalsá. Vatnsfallið skiptir um nafn við Flóðið og heitir Hnausakvísl þegar það fellur úr Flóðinu. Hnausakvísl er 7 km löng og fellur til sjávar í Húnaós.
Brúarsmíði þar 1919.

Verkfræðingurinn hefir áætlað að brúin á Hnausakvísl muni kosta um 20 þús. kr., og er það ekki mikið fje. Nefndin bar verkfræðinginn fyrir því, að vegurinn kæmi ekki að notum, ef að eins yrði unnið að honum fyrra árið. Jeg hefi talað við verkfræðinginn, og skildi jeg hann ekki svo; er líka nægilega kunnugur þarna til þess að geta dæmt um það, og háttvirtur framsögumaður nefndarinnar hefir svo mikinn kunnugleik á þessu, að hann hlýtur að vita að jeg fer hjer með rjett mál. Ef veitt er fje til vegarins fyrra árið, kemst vegurinn yfir kvíslina, og gjörir þá minna til þó frestað verði áframhaldi hans seinna árið. Ef nauðsynlegt er að fresta einhverju, finst mjer að Húnvetningum sje ekki gjört beint ranglæti, ef fyrra árs veitingin er látin standa. Jeg játa að það þarf að spara, en jeg get ekki samþykt að taka einstakar fjárveitingar þannig út úr. Menn verða að gæta að því, að þetta er löng braut og nýlega byrjað að leggja hana, og þar að auki má geta þess, að fje það, sem veitt hefir verið til hennar undanfarandi, hefir ekki verið unnið upp. Mjer var auðheyrt að háttv. fjárlaganefnd hefir ekki góða samvisku af þessari tillögu, af því að hv. framsögumaður sá ástæðu til að forsvara hana sjerstaklega, og jeg vona að hv. deild komist ekki að þeirri niðurstöðu, að rjett sje að láta annað gilda um þennan veg en aðra vegi.
Guðmundur Ólafsson: 04.09.1915
Efri deild: 52. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 31 í B-deild Alþingistíðinda. (12)

  1. mál, fjárlög 1916 og 1917

Hnausar í Vatnsdal

  • HAH00294
  • Corporate body
  • (1950)

Hnausar I. Bærinn stendur framarlega á láglendinu milli Hnausatjarnar og Vatnsdalsár, á samnefndu landsvæði, litlu sunnar en móts við Skriðuskarð í Vatnsdalsfjalli. Tún hafa verið ræktuð um Hnausana á árökkunum og nú síðast austur við fjallsrætur, engjar norður frá túni og beitiland til fjallsins. Býlið er byggt í landi Skíðastaða hinna fornu sem fóru undir skriðu 1545 og fyrst í ábúð 1711, áður nýtt frá Þingeyrum. Íbúðarhús byggt 1942, 446 m3. Fjós fyrir 10 gripi og mjólkurhús. Fjárhús yfir 350 fjár. Hesthús yfir 10 hross. Hlöður 1160 m3. Votheys 40 m3. Tún 30,6 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Hnausatjörn.

Hnausar II. Bærinn stendur samtýnis Hnausum I örskotslengd þaðan, á grunni hins gamla bæjar, sem brann 1942. Tvíbýli hefir verið í Hnausum og sinn eigandi að hvorri hálflendu síðan 1915 og nú er þarna um að ræða tvö sjálfstæð býli með sér skiptum engjum, áveitu og ræktunarlendum en óskiptu beitarlandi. Hálfur Sauðadalur tilheyrir Hnausabæjum keyptur undan Stóru-Giljá í tíð Skaptaen læknis. Íbúðarhús byggt 1942, 287 m3 viðbygging 53 m3. Fjós fyrir 22 gripi. Fjárhús yfir 210 fjár. Hlöður 1010 m3. Tún 42 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Hnausatjörn.

Hnífsdalur

  • HAH00296
  • Corporate body
  • (1950)

Hnífsdalur er lítið þorp sem stendur við utanverðan Skutulsfjörð og er í mynni samnefnds dals. Þar búa um tæp 200 manns (2015). Þorpið er á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar og er hluti af sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ. Í Hnífsdal starfar Hraðfrystihúsið Gunnvör.

Árið 1910, þann 18. febrúar fórust 20 manns í snjóflóði.

Mynni dalsins er markað af tveimur hyrnum og heitir sú nyrðri Búðarhyrna eftir bæ að nafni Búð sem liggur við fjallsræturnar en sú syðri heitir Bakkahyrna eftir Bakka sem er bær við rætur þess. Eftir dalnum rennur Hnífsdalsá.

Fjallið sem skilur að Hnífsdal og Ísafjörð heitir Eyrarfjall.

Hnitbjörg Blönduósi

  • HAH00295
  • Corporate body
  • 1.3.1980

Hnitbjörg er kjarni átta íbúða í eigu Blönduóssbæjar. Það eru íbúðir fyrir aldraða með sjálfstæða búsetu, án stuðnings. Sveitarfélögin í A-Hún. og Skagaströnd eiga þessar íbúðir saman. Svo er öldrunardeild við heilbrigðisstofnunina á Blönduósi.

Sveitarfélögin veita heimilishjálp og heimsendingu á mat og styðja við félagsstarf aldraðra, en þessi þjónusta er að tilstuðlan byggðasamlagsins. - Heilsugæslustöð á Skagaströnd er nýbyggð, þar er hjúkrunarfræðingur með fasta viðveru og læknir kemur reglulega frá Blönduósi. Dvalar- og hjúkrunarheimili aldraðra, Sæborg, er starfrækt á Skagaströnd. Þar eru níu búseturými og allt að 10 starfsmenn. Óttast er að rýmum verði fækkað vegna niðurskurðar.

Hnitbjörg dvalarheimili aldraðra (1980)

  • HAH10130
  • Corporate body
  • 1980

Laugardaginn 1. mars var haldin vígsluhátíð í fyrri áfanga dvalarheimilis aldraðra á Blönduósi. Fyrri áfanginn er 2 hæðir og kjallari og í honum eru 10 íbúðir, 50 fm, ætlaður hjónum.
Hverri íbúð fylgir 6 fm geymslupláss í kjallara en þar er einnig samkomusalur og föndurherbergi, auk þvottaherbergis. „Það er ætlunin að föndurherbergið verði notað fyrir alla þá á
þessum aldri á Blönduósi og nágrenni sem óska eftir því”, sagði Sigursteinn Guðmundsson, yfirlæknir á Blönduósi, í samtali við Tímann.
„Framkvæmdir við byggingu dvalarheimilisins hófust 1975, en fyrstu íbúarnir fluttust inn 21. des. 1979 og húsið var fullskipað í janúar 1980. Arkitektastofan sf. (Ormar Þ. Guðmundsson og Örnólfur Hall) hönnuðu húsið, verktakar voru Fjarhitun hf. Rafteikning hf og verktakar frá Blönduósi”. Í seinni áfanganum verða íbúðir fyrir einstaklinga en í 4 af
10 fyrstu íbúðunum er þannig gengið frá hlutunum að 2 einstaklingar geta búið í þeim með því að deila með sér eldhúsi”. Húsinu var gefið nafn á vígsluhátíðinni og var það skírt Hnitbjörg.
Bætt

Hnjúkur í Þingi

  • HAH00501
  • Corporate body
  • (880)

Bærinn stendur austan Vatnsdalsvegar vestri sunnan undir Hnjúkahnjúk, beint á móti Jörundarfelli. Gamlatúnið og nokkrar nýræktir eru austan vegar, en aðrar vestan hans, sumar spölkorn vestur í hálsinum. Engjar eru í óshólmum Vatnsdalsár og beitiland víðlent á hálsinum. Ræktunarskilyrði heima við nálega full nýtt. Jörðin er fornbýli getið í Hallfreðarsögu, klausturjörð fyrr meir, nú um skeið bændaeign og ættarból í 5 ættliði [1975]. Íbúðarhús byggt 1951, 716 m3. Fjós fyrir 24 gripi og mjólkurhús. Fjárhús yfir 630 fjár. Hesthús yfir 30 hross. Hlöður 800 m3. Vothey 80 m3 Gömul fjárhús. Tún 64 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Höepfnerverslun Blönduósi

  • HAH00110
  • Corporate body
  • 1877 - 1930

Höphnerverslun 1877. Rifið 1930 og endureist á Blöndudalshólum.
Hillebrandt fékk í fyrstu útmælda lóð á sjávarbakkanum skammt innan við Skúlahorn en þar voru þá 3 útmældar verslunarlóðir, auk hans voru það Grafaróskaupmenn og Höephnersverslun á Skagaströnd sem reistu þar söluskúr sem síðar var fluttur inn fyrir á og reistur vestan Pétursborgar fyrstu sölubúð Höephners.

Þessi skúr ásamt skúr Thomsen eru því fyrstu byggingarnar sem reistar voru á Blönduósi

Hof á Skaga

  • HAH00422
  • Corporate body
  • (1930)

Bærinn stendur stuttan spöl norðan Hofsár, skammt vestan við Hjallahólsbrekku, sem er grasi gróin hólbrekka. Á Hofi er graslendi mikið og gott, túnstæði víðlent. Auk þess á Hof mikið engjaland austan fjalls. Hofsselsengi. ‚ibúðarhús steypt 1946 376 m3. Fjós steypt 1950 yfir 12 gripi, fjárhús steypt 1975 yfir 400 fjár. Hesthús byggt 1935 úr torfi og grjóti fyrir 20 hross. Tvær hlöður steyptar 984 m3, Voteysgeymsla byggð 1960 35 m3. Steypt geymsla 1960 130 m3, blásarahús og súgþurkun byggt 1972 85 m3. Tún 26,5 ha.

Hof í Vatnsdal

  • HAH00048
  • Corporate body
  • um 880 -

Landnámsjörð Ingimundar gamla. Höfuðból að fornu og nýju. Bærinn stendur í fögrum hvammi milli Hofsmela og Kötlustaðamela og er mjög skýlt þar, enda grær óvíða fyrr á vorin. Aðalheyskaparland jarðarinnar er norðan Hofsmela og að mestu ræktað. Undir jörðina er nú lögð eyðijörðin Kötlustaðir, lítið býli, sem var í byggð til 1935. Jörðin er miðsvæðis í dalnum. Tveir skógræktarreitir og heimagrafreitur í öðrum. Norðan Hofsmela voru til forna Gróustaðir. Á Hofi gerði Skinnapilsa fyrst vart við sig. Íbúðarhús byggt 1946 og 1955, 700 m3. Fjárhús yfir 860 fjár. Hesthús yfir 10 hross. Hlöður 2100 m3. Votheysturn 144 m3. Verkfærageymsla 600 m3. Geymsla og bílskúr. Tún 64 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.
Kristfjárjörð;

Höfðahólar Höfðakaupsstað

  • HAH00450
  • Corporate body
  • (1930)

Meirihluti Höfðakaupsstaðar er byggður í Höfðahólalandi. Höfðahólar stóðu á fallegum stað neðan svokallaðrar Hólabergja. Land jarðarinnar náði frá landamerkjum Spákonufells suður að Spákonufellshöfða, sem var í eigu Spákonufells. Mikið af landi Höfðahóla hefur verið ræst fram og ræktað. Núverandi eigandi er Höfðahreppur.

Höfðahreppur(1939-2007)

  • HAH10078
  • Corporate body
  • 1939-2007

Skagaströnd áður Höfðakaupsstaður er þorp á vestanverðum Skaga sem hefur verið sjálfstætt sveitarfélag, Höfðahreppur, síðan Vindhælishreppi var skipt í þrennt 1. janúar 1939. 11. september 2007 var tilkynnt um að nafni sveitarfélagsins hefði verið breytt í Sveitarfélagið Skagaströnd.

Höfðaskóli (1958)

  • HAH10116
  • Corporate body
  • 1958

Saga skólahalds á Skagaströnd nær allt aftur á síðustu öld. Þá var farkennsla við lýði og svo var einnig fyrstu fjóra áratugi þessarar aldar. Kennslan var þá allt frá 2-3 vikum og upp í 2-3 mánuði á ári. Kennslustaðirnir voru margir allt til ársins 1922 að keypt var sérstakt húsnæði undir skólann í kauptúninu. Var það hús úr steinsteypu, byggt árið 1912 sem verslunarhús og stóð á Hólanesi við sjóinn. Þar var kennt til ársins 1958. Kennslustofur voru tvær.
Árið 1939 varð kauptúnið að sjálfstæðu sveitarfélagi og það sama haust var komið á fót ,,fastaskóla”. Fyrsta skólaárið, 1939-1940, var kennt frá 17. október til 10. maí, alls 135 daga. Nemendur voru þá samtals 46 í 2 bekkjardeildum. Einn kennari starfaði við skólann, Páll Jónsson, og var hann jafnframt skólastjóri.Eftir því sem fólki fjölgaði í kauptúninu óx nemendafjöldinn smátt og smátt, fleiri deildir komu til og kennurum fjölgaði. Kennt var 6 daga vikunnar og var það gert allt til ársins 1973. Skólinn var tvísetinn og þrengsli mikil, sérstaklega eftir að unglingadeild var bætt við árið 1948. Því var brugðið á það ráð að byggja nýtt skólahús og var það tekið í notkun 2. nóvember 1958. Þá voru 117 nemendur í 7 bekkjardeildum. Hins vegar voru kennslustofur aðeins 4 og því skólinn áfram tvísetinn.
Nemendum hélt áfram að fjölga fram yfir 1960 og náði hámarki, um 150, skólaárið 1963-1964. Vegna slæms árferðis á sjötta og sjöunda áratugnum fækkaði aftur í kauptúninu og þar með nemendum sem urðu fæstir, rúmlega 100, skólaárið 1971-1972. Þá fór þeim aftur að fjölga, með betri tíð og blómum í haga, og voru nemendur að meðaltali um 140 á níunda áratugnum. Síðan hefur leiðin legið aftur niður á við og skólaárið 2011-2012 voru nemendur alls 100.
Árið 1982 var tekin í notkun ný viðbygging við skólann og batnaði þá hagur hans töluvert er ýmsar sérgreinastofur og bókasafn bættust við. Nýtt íþróttahús var svo tekið í notkun 14. mars 1998. Í því eru einnig þrjár kennslustofur og þá var loksins hægt að einsetja skólann að fullu en það var gert þá um haustið.
Fjöldi kennara var nokkuð jafn fram yfir 1970, eða um 4-6. Með lengingu skólans, fleiri vikustundum og minni kennsluskyldu hefur þeim fjölgað jafnt og þétt síðan og nú eru 13 stöðugildi í kennslu við skólann. Af kennurum starfaði Elínborg Jónsdóttir lengst, fyrst sem fastur kennari frá 1945-1985 og síðan sem bókavörður og stundakennari í tíu ár í viðbót, alls hálfa öld. Þá hefur Ólafur Bernódusson kennt við skólann frá árinu 1972, að undanskildu einu orlofsári og einu ári þegar hann ætlaði sér að hætta að kenna. Ólafur hefur því starfað við skólann í 43 ár.
Skólastjórar Höfðaskóla
Páll Jónsson frá 1939-1966
Jón Pálsson frá 1966-1973
Jóhanna Kristjánsdóttir frá 1973-1974
Jón Pálsson frá 1974-1986
Páll Leó Jónsson frá 1986-1991
Ingibergur Guðmundsson frá 1991-2001
Stella Kristjánsdóttir frá 2001-2002
Ingibergur Guðmundsson frá 2002-2005
Hildur Ingólfsdóttir frá 2005-2014
Vera Valgarðsdóttir frá 2014-2019
Sara Diljá Hjálmarsdóttir frá 2019-
Í upphafi var nafn skólans: Barnaskólinn í Höfðakaupstað, síðar Barna- og unglingaskólinn í Höfðakaupstað en svo var ákveðið að gefa skólanum sérstakt nafn og hlaut hann þá nafnið Höfðaskóli.

Höfðaver hf. (1965)

  • HAH10075
  • Corporate body
  • 1965

Höfðaver hf. var stofnað 1965 á Skagaströnd, tilgangur þess var rekstur vinnslustöðvar fyrir sjávarafurðir.
Í stjórn voru:
Ingvar Jónsson formaður
Jón Stefánsson varaformaður
Páll Jónsson ritari
Ráðinn var Björgvin Brynjólfsson sem framkvæmdastjóri fyrir félagið frá 1. júní 1965

Höfnin á Skagaströnd

  • HAH00442
  • Corporate body
  • (1900)

„Ég kom til Skagastrandar í sumar og sá höfn þá, sem verið er að vinna að þar, og þá rak ég mig á einkennilegt fyrirbrigði, sem ég vona; að verði hægt að ráða bót á. — Þannig er, að sjórinn hefur borið sand inn í höfnina, og kveður svo rammt að þessu, að þar sem áður gátu legið nokkuð stór skip, þar er nú þurrt land. Nú er verið að byggja garð innan við höfnina til þess að fyrirbyggja þetta, en menn eru þó hræddir um, að það takist ekki, en vona samt hið bezta. Hvort verksmiðjan þar er miðuð við hafnarmannvirkin, skal ég ekki dæma um.“ Hermann Jónasson á Alþingi 26.8.1942.

Hafnarnefnd samþykkti nýlega á fundi sínum að nefna hafnarkantana nýjum nöfnum og bera þeir framvegis nöfnin Útgarður, Sægarður, Ásgarður, Miðgarður, Skúffugarður og Smágarðar sem eru flotbryggjurnar fyrir smábátanna. Unnið er að gerð öryggisplans fyrir höfnina og þótti mikilvægt að fyrir lægi formlega hver væru nöfn bryggjanna og nauðsynlegt að festa nöfnin í sessi. Í framhaldi af þessari ákvörðun verða bryggjurnar merktar í samræmi við þessi nýju nöfn. Þar með falla út nöfn eins og Löndunarbryggja, Bræðslubryggja og Suðurgarður svo einhver séu nefnd af þeim nöfnum sem notuð hafa verið í gegnum tíðina á bryggjunum og einhverjum kann að þykja eftirsjá í.
Skagaströnd 8.3.2004

Syðsti endi Spákonuhöfða ber tvö nöfn, Hólsnef og Höfðatá. Þar er legu merki fyrir höfnina frá þeim tíma er stærri skip lögðust ekki að bryggju heldur lágu við festar þar sem merkið bar í annað legumerki sem stendur hæst á Höfða num. Sams konar merki voru á Hólanesi austan við víkina. Þegar gengið er frá bílastæðinu norður eftir Höfðanum, sjávarmegin, er eftir nokkurn spöl komið að sér kennil egum litlum kletti sem nefndist Tröllamey. Einhvern tímann hefur efsti hlutinn þó brotnað af klettinum og nú er eins og höfuðið vanti. Hún sat með bók eða prjóna í kjöltu sér og beið forðum eftir að bóndi sinn kæmi úr róðri en dagaði uppi.

Nokkru norðar er stór vík sem gengur inn í Höfðann að vestanverðu og heitir Vækilvík eða Vékelsvík en litlar skýringar er að finna á þessum sérkennilegu nöfnum. Sagnir eru um að fyrsti verslunarstaðurinn hafi verið þarna og kaup skip jafnvel legið á víkinni en þar er aðdjúpt. Einnig eru til heimildir um að festarhringir fyrir skip hafi verið við víkina. Vælugil nefnist gilskora í sunnanverðri Vækilvík. Skýringin á nafninu er sú að í ákveð num vindáttum hvín í gilinu. Norðan við víkina er Reiðingsflöt en þar voru bændur sagðir hafa búið upp á hesta sína eftir að hafa átt viðskipti í skipum sem lágu á víkinni. Á Reiðingsflöt er gott að nema staðar og skoða sig um. Framan við flötina er lítill hólmi sem nefnist Sauðsker og má ganga þangað þurrum fótum á fjöru. Enn utar er lítið sker og er Músasund á milli, hyldjúpt og má fara á báti um sundið. Nokkru norðan við Reiðingsflöt er Arnarstapi, tignarlegur klettur við norður enda Höfðans. Nálægt Arnarstapa er lægð sem ber nafnið Leynidalur eða Fagridalur og handan hennar er Réttarholtshæð. Austan hæðarinnar stendur bærinn Réttarholt. Efst á Réttarholtshæð er Spánskadys en þar mun spænskur sjómaður hafa verið greftraður og staðurinn valinn vegna útsýnisins. Þar sem Höfðinn og láglendið mætast heitir Landsendi og var Landsendarétt þar við sjóinn. Hún var hlaðin úr grjóti en er nú hrunin, þó sjást leifar hennar. Sunnan við Réttarholtshæð er bærinn Laufás. Norðan við Spákonufellshöfða er stór vík sem nefnist Bót og nær hún út að Finnsstaðanesi. Árið 1910 strandaði strandferðaskipið Laura í víkinni í dimm viðri en mannbjörg varð.

Hofsá á Skaga

  • HAH00462
  • Corporate body
  • (1000-2019)

Hofsá er bergvatnsá og rennur úr Langavatni á Skagaheiði
Ný brú var byggð 1985.

Fyrirhugað var að virkja hana um 1942

Hofskirkja Skagafirði

  • HAH00448
  • Corporate body
  • (1950)

Hofskirkja er í Hólaprestakalli í Skagafjarðarprófastsdæmi. Þar voru kaþólskar kirkjur helgaðar Pétri postula og tilheyrðu Hofsþingum.

Timburkirkjan, sem þar stendur nú, var byggð á árunum 1868-70. Henni hefur verið breytt nokkuð að innan. Söngloftið, sem var yfir framkirkju, var tekið niður og nú er sungið á palli vinstra megin við dyrnar.
Altaristaflan er frá 1655 og prédikunarstóllinn frá 1650. Innrammaður silfurskjöldur er til minningar um Jakob Havsteen, kaupmann á Hofsósi og konu hans.

Hofskirkja Skagaströnd

  • HAH00570
  • Corporate body
  • (1950)

Hofskirkja á Skagaströnd er í Höskuldsstaðaprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Hof var prestsetur á Skagaströnd, u.þ.b. 9 km norðan Höfðakaupsstaðar (Skagastrandar). Þar eru tóttir, sem kunna að vera af hofi, kallaðar Goðatóttir. Í kaþólskum sið voru kirkjur staðarins helgaðar Ólafi hinum helga, Noregskonungi.

Prestakallið var lagt niður 1907 og sóknir hennar lagðar til Höskuldsstaða. Timburkirkjan, sem nú stendur, var byggð árið 1876. Veggir hennar eru múrhúðaðir að utan og þakið járnklætt. Hún er turnlaus en með krossi á stafni. Bogalagaðir gluggar tóku við af fernyrndum og ekkert söngloft er í kirkjunni. Prédikunarstóllinn er ævagamall, trénegldur, með myndum af guðspjallamönnunum. Altaristaflan er gömul og sýnir upprisuna og er talið að hún sé íslensk.
Hofskirkja er timburhús, 10,06 m að lengd og 6,41 m á breidd. Þakið er krossreist og upp af framstafni er trékross. Kirkjan er klædd listaþili, þak trapisustáli og stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru fjórir póstagluggar með tveimur fjögurra rúða römmum og einn heldur minni er á framstafni. Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar vængjahurðir, okahurðir utan en spjaldahurðir að innan. Trétröppur með fimm þrepum eru framundan kirkjudyrum.
Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Hofsós

  • HAH00297
  • Corporate body
  • (1950)

Hofsós er þorp á Höfðaströnd við austanverðan Skagafjörð, báðum megin við ósa Hofsár. Þar er ágætt skipalægi frá náttúrunnar hendi, einkum í norðaustanátt, og betra en annars staðar við Skagafjörð. Talið er að verslun hafi hafist á staðnum á 16. öld, og er Hofsós því einn elsti verslunarstaður landsins. Þangað sóttu Skagfirðingar nær alla sína verslun þar til byggð hófst á Sauðárkróki upp úr 1870. Íbúar voru 161 árið 2015.

Föst búseta hófst á Hofsósi á 19. öld og flestir urðu íbúar þorpsins um 300 um miðja 20. öld. Aðalatvinnuvegurinn var lengst af fiskveiðar og vinnsla sjávarafla og þjónusta við sveitirnar í kring en á síðustu árum hefur ferðamannaþjónusta skipað æ stærri sess. Á Hofsósi er að finna eitt elsta bjálkahús landsins, Pakkhúsið, vörugeymslu frá tíma einokunarverslunarinnar. Það var reist árið 1772. Í Pakkhúsinu er nú Drangeyjarsafn, helgað Drangey og nýtingu hennar fyrr og nú. Þar er einnig Vesturfarasetrið, safn og rannsóknarsetur tengt vesturferðum Íslendinga 1870-1914. Það er í gömlu timburhúsi þar sem Kaupfélag Austur-Skagfirðinga var áður til húsa, og í nýbyggingu sem reist var í sama stíl. Allmörg önnur gömul hús eru í þorpinu, einkum á Plássinu svonefnda, niður við sjóinn, sem hafa flest verið gerð upp og eru sum þeirra notuð sem sumarhús.

Stuðlaberg í fjöru nálægt Hofsósi

Örskammt sunnan við Hofsós er annar gamall verslunarstaður, Grafarós, og spölkorn innar á ströndinni sá þriðji, Kolkuós. Strandlengjan í nágrenni Hofsóss þykir falleg og þar eru merkilegar stuðlabergsmyndanir, einkum í Staðarbjargavík og þó enn frekar í Þórðarhöfða, sem gengur út frá Höfðaströnd spölkorn utan við þorpið.
Ný sundlaug á Hofsósi var vígð um páskana 2010 og er hún gjöf frá athafnakonunum Lilju Pálmadóttur og Steinunni Jónsdóttur, sem eiga jarðir á Höfðaströnd og búa þar eða dvelja löngum.
Upphaflega var Hofsós í Hofshreppi, en þorpið og næsta nágrenni þess var gert að sérstökum hreppi, Hofsóshreppi, 1. janúar 1948. 10. júní 1990 var Hofsóshreppur sameinaður Hofshreppi á ný, ásamt Fellshreppi.
Hinn 6. júní 1998 sameinaðist svo Hofshreppur 10 öðrum sveitarfélögum í Skagafirði og mynduðu þau saman Sveitarfélagið Skagafjörð.

Hólabær í Langadal

  • HAH00165
  • Corporate body
  • (1930)

Hólabær. Gamalt býli byggt 1955. Bærinn stendur húsaveg norðan Gunnsteinsstaða í hólnum, sem nær þar fram á árbakkann. Eyðibýliðið Kárahlíð á Laxárdal er eign bænda í Hólabæ og Gunnsteinsstaða. Íbúðarhús byggt 1955- 345 m3 Fjós fyrir 12 gripi. Fjárhús yfir 270 fjár. Hlöður 950 m3. Tún 27 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Hólabak í Sveinstaðahreppi

  • HAH00702
  • Corporate body
  • (1450)

Bærinn stendur skammt vestan Vatnsdalshólanna á lágri Ásbungu syðst á Haganum [Bak hólum]. Gamla túnið kringum bæinn, en suður af því nýræktir. Engi var áður vestur við Gljúfurárósa og einnig ítak austur við Vatnsdalsá í Sveinsstaðalandi. Það er nú orðið tún. Beitiland er aðallega vestur frá bænum allt til Gljúfurár og Hóps, talið gott sauðaland. Ræktunarskilyrði allgóð. Jörðin er gamalt býli, fyrr klausturjörð, bændaeign nú um skeið. Íbúðarhús byggt 1953, 474 m3. Fjós 1975 fyrir 45 kýr og 30 geldneyti með mjaltarbás, mjólkurhúsi og haughúsi. Fjárhús yfir 350 fjár. Hlöður 1350 m3. Tún 22,6 ha. Veiðiréttur í Gljúfurá og Hóp.

Hólabyrða (1.244 m.y.s.)

  • Corporate body
  • 874 -

Náttúra Hólastaðar er tilkomumikil. Hólar eru líka sögustaður. Á miðöldum var þar fjölmennt þorp, skóli, prentsmiðja og eins konar miðstöð kirkju og veraldlegra málefna. Hér spígsporuðu ýmsar þekktar persónur Íslandssögunnar sem þið getið eflaust margar nafngreint…. Enn er mikið um að vera á Hólum. Þar er til dæmis háskóli!

Byggðin er falleg og stílhrein. Kirkjan stillir sér fremst, turninn upphefur hana og svo er reisulegt skólahúsið að baki. Að baki þorpsins rís fjallið Hólabyrða í öllu sínu veldi. Þess má geta að fjallið er hæsta fjall við byggð á Íslandi! En Hólabyrða er ekki eina fjallið. Dalurinn er umkringdur fallegum fjöllum sem halda utan um Hóla ef svo má segja.

Gvendarskál er sylla í Hólabyrðu sem nefnd er eftir Guðmundi biskupi góða. Þaðan féll stór skriða og myndaði hólana sem þorpið stendur á. Á láglendinu var votlent (fyrir tíma framræslu) en á hólunum sem stóðu uppúr votlendinu var tilvalið að setja niður hús. Víða sjást lækjarsprænur renna í átt til Hjaltadalsár og í fjöllunum eru gil.

Hóladómkirkja og Hólar í Hjaltadal

  • HAH00009
  • Corporate body
  • (1930)

Hólar í Hjaltadal eru bær, kirkjustaður og skólasetur í Hjaltadal í Skagafjarðarsýslu. Þar var settur biskupsstóll árið 1106 þegar Norðlendingar kröfðust þess að fá sinn eigin biskup til mótvægis við biskupinn í Skálholti. Fyrsti biskup á Hólum var Jón Ögmundsson.
Hólar voru í raun höfuðstaður og helsta menningarsetur Norðurlands frá því í upphafi tólftu aldar til upphafs nítjándu aldar og frá fornu fari hafa Norðlendingar og þó einkum Skagfirðingar talað um að fara „heim að Hólum“. Biskupsstóllinn átti geysimiklar eignir og um siðaskipti var um fjórðungur af öllum jörðum í Norðlendingafjórðungi í eigu stólsins. Á Hólum var löngum rekinn skóli, þó líklega ekki óslitið nema frá því um siðaskipti, og prentsmiðja var starfrækt þar lengi. Aðalhöfn fyrir Hóla fram að siðaskiptum var Kolbeinsárós (Kolkuós). Þar komu að landi þau skip sem biskupsstóllinn átti í förum á miðöldum.

Hólabiskupar voru 23 í kaþólskum sið og 13 í lútherskum sið. Margir biskupanna á 14. og 15. öld voru þó erlendir og stóðu stutt við á Hólum eða komu jafnvel aldrei til landsins en dvöldust erlendis og létu fulltrúa sína sinna málefnum biskupsdæmisins. Af atkvæðamestu biskupum í kaþólskum sið má auk Jóns Ögmundssonar nefna Guðmund góða Arason (biskup 1203-1237), Norðmanninn Auðun rauða Þorbergsson (biskup 1313-1322), sem meðal annars reisti Auðunarstofu hina fyrri, og Jón Arason (1524-1550), síðasta biskup á Hólum í kaþólskum sið.

Fyrsti lúterski biskupinn á Hólum var Ólafur Hjaltason en atkvæðamestur lútherskra biskupa þar var Guðbrandur Þorláksson, sem sat staðinn í meira en hálfa öld, eða frá 1571 til 1627 og lét meðal annars þýða og prenta biblíuna sem við hann er kennd og kölluð Guðbrandsbiblía. Gísli Magnússon (biskup 1755-1779) lét reisa steinkirkjuna sem enn stendur á Hólum. Síðasti biskup á Hólum var Sigurður Stefánsson (biskup 1789-1798) en eftir lát hans voru biskupsdæmin tvö sameinuð og Hólastóll lagður niður en skólinn fluttur suður og sameinaður Hólavallarskóla. Eftir að biskupsstóllinn var lagður af og eignir hans seldar voru Hólar prestssetur til 1868 en þá var prestssetrið flutt í Viðvík. Hólar urðu aftur prestssetur 1952 og frá Hólum hefur þar verið vigslubiskupssetur.
Skagafjarðarsýsla keypti jörðina 1881 og árið eftir var bændaskóli stofnaður á Hólum, Frá 2003 hefur nám þar verið á háskólastigi og kallast skólinn nú Háskólinn á Hólum. Ýmsar stofnanir eru einnig á Hólum, þar á meðal Sögusetur íslenska hestsins, Guðbrandsstofnun, sem er rannsókna- og fræðastofnun í tengslum við skólann, og fiskeldisstöðin Hólalax. Á Hólum er grunnskóli og leikskóli. Þar er umfangsmikil ferðaþjónusta og á sumrin er rekið þar gistihús og veitingahús. Þar er einnig sundlaug.

Auðunarstofa eða Timburstofan var reist á Hólum á árunum 1316 til 1317 og stóð í tæp 500 ár eða uns hún var rifin árið 1810. Auðunn rauði Þorbergsson, biskup á Hólum, hafði með sér viði í timburstofuna, þegar hann kom til Íslands 1315. Viðirnir voru dregnir að vetrarlagi frá Seleyri í Borgarfirði, yfir Stórasand, til Hóla, þar sem timburstofan var reist.

Timburstofan var hluti af staðarhúsunum á Hólum, stóð fast sunnan við kirkjugarðinn. Hún var tvískipt, annars vegar bjálkahús eða stokkahús, þ.e. hin eiginlega timburstofa, og hins vegar stafverkshús sem var sambyggt timburstofunni. Stafverkshúsið var á tveimur hæðum, var neðri hæðin stundum kölluð Anddyr eða Forstofa, og sú efri Studium eða Studiumloft. Hugsanlegt er að svalagangur hafi í öndverðu verið meðfram Timburstofunni. Nafnið Auðunarstofa kemur fyrst fyrir í Árbókum Espólíns, þegar sagt er frá niðurrifi stofunnar árið 1810.

Árið 1995 orðaði Bolli Gústavsson vígslubiskup þá hugmynd í Hólanefnd að láta endurgera Auðunarstofu á Hólum. Tókst með samvinnu íslenskra og norskra aðila að koma því í kring, og var Auðunarstofa hin nýja fullfrágengin sumarið 2002. Húsið er allnákvæm endurgerð stofunnar fornu, að öðru leyti en því að stafverkshlutinn er nokkru stærri, til þess að auka notagildi hússins.

Hólaneskirkja (1928)

  • HAH10126
  • Corporate body
  • 1928

Skóflustunga að núverandi Hólaneskirkju var tekin af sr. Pétri Þ. Ingjaldssyni árið 1979 en hann var sóknarprestur á Skagaströnd frá 1941 til ársins 1981. Bygging kirkjunnar stóð með nokkrum hléum fram til ársins 1991.
Kirkja hefur líklega verið á Skagaströnd frá því um 1200. Hún stóð við rætur Spákonufells ofan kauptúnsins og nefndist Spákonufellskirkja. Staðurinn er kenndur við Þórdísi spákonu sem þar bjó til forna og getið er um í nokkrum Íslendingasögum. Kirkjan var bændakirkja allt til ársins 1919 er hún komst í eigu safnaðarins. Síðasta kirkjan á Spákonufelli var timburkirkja sem byggð var 1852 og stóð til 1928. Kirkjugarður hefur frá upphafi kirkjuhalds verið á Spákonufelli.
Árið 1928 var ný kirkja vígð í kauptúninu sjálfu og nefndist hún Hólaneskirkja og dregur nafn af nesi því sem hún stendur rétt ofan við. Þessi kirkja var steinkirkja og teiknuð af Guðjóni Samúelssyni. Hún var sóknarkirkja Skagstrendinga til 1991 er ný kirkja hafði verið reist rétt framan við þá gömlu sem var þá rifin.

Hólanesshúsin Höfðakaupsstað

  • HAH00444
  • Corporate body
  • 1733 -

Árið 1877 þegar Fr. Hillebrandt eldri lét reisa verslunarhús á Blönduósi, stóð verslun hans á Hólanesi fremur höllum fæti. Sonur hans og nafni var þá verslunarstjóri á báðum stöðum. Fr. Hillebrandt eldri hafði upphaflega stofnað verslunina árið 1835 á Hólanesi ásamt Ferdinand Bergmann. Hólanesverslun var fyrsta beina samkeppnisverslunin við Húnaflóa við gömlu Skagastrandarverslunina. Mjög stutt var á milli þeirra, þótt venja hafi verið að tala um „Hólanes og Höfða" sem tvo aðskilda verslunarstaði. Gamli verslunarstaðurinn á Skagaströnd var ýmist nefndur eftir Spákonufellshöfðanum eða sveitinni. Brugðust Skagastrandarmenn þá illa við nágrönnum sínum, en gátu þó ekki hindrað það að þeir fengju verslunarleyfi. Hólanesverslunin þótti ganga vel framan af og þótti jafnvel betri en Skagastrandarverslunin.

Árið 1850 gekk Bergmann út úr fyrirtækinu og Hillebrandt eignaðist það einn. Sama ár þurfti hann að taka lán til að halda verslun sinni gangandi og var þá einnig kominn með útibú í Reykjafirði. Rúmum áratug seinna, veturinn 1862, birtist frétt í Þjóðólfi þess efnis að „Hildebrandt á Skagaströnd" hefði selt bú sitt gjaldþrota í Kaupmannahöfn. Þetta mun þó ekki vera rétt. Þennan vetur varð Skagastrandarverslun aftur á móti gjaldþrota. Það voru „Sören Jacobsens sönner" sem boðnir voru upp, og Gudmann kaupmaður á Akureyri keypti verslun þeirra.

Um þetta leyti þurfti Hillebrandt hins vegar að taka stórt lán í Danmörku til að halda sinni verslun gangandi, og var umboðsaðili lánardrottinsins þar J. Chr. V. Bryde. Þar er kominn sá hinn sami og átti seinna eftir að lána Hillebrandt umtalsverðar fjárhæðir. Þetta er einnig sá sami sem lét honum í té verslunarlóðina á Blönduósi, þar sem Hillebrandtshúsið stendur nú. Kaupmaðurinn Fr. Hillebrandt eldri, bjó alla tíð í Kaupmannahöfn og hafði verslunarstjóra yfir versluninni á Íslandi. Sonur hans og nafni, sá Hillebrandt sem Húnvetningar þekktu, mun fyrst hafa komið til Íslands um 1860. Kom hann oft eftir það, oftast bara yfir sumartímann. Frits Berndsen kaupmaður í Karlsminni, sem var skammt frá verslunarstaðnum á Skagaströnd, þekkti Hillebrandt yngra vel. Frits var beykir hjá Skagastrandarverslun þegar hann dvaldi hér mikið á sumrin og segir að Hillebrandt hafi þar löngum verið „en ugelig gjest".

Árið 1866 hjálpaði faðir hans honum til að koma á fót verslun í Kaupmannahöfn, en hún gekk ekki lengi. Árið 1874 setti Hillebrandt eldri son sinn sem verslunarstjóra Hólanesverslunar sinnar. Þá hafði þáverandi verslunarstjóri látist. En í millitíðinni „lánaði" Bryde kaupmaður einn starfsmanna sinna frá Borðeyri, J.G. Möller, þar til Hillebrandt yngri kom til landsins. Bróðir hans Konráð kom einnig til Hólaness, var þar í tvö ár og stytti sér svo aldur. Þriðji bróðirinn, Julius Hillebrandt, mun einnig hafa komið til landsins. Hann var skipstjóri á einu skipa Hólanesverslunar árið 1878, en það strandaði. Hann var að sögn ólíkur bræðrum sínum og föður, glaðlegur og vingjarnlegur. Hillebrandt þótti fremur sérstakur, og hefur Magnús Björnsson frá Syðra-Hóli skráð lýsingu á honum: Hár maður, grannur, útlimalangur, hendur stórar. Allur hrikalegur. Ljóshærður? Ljóst skegg (alskegg). Stórskorinn í andliti og óaðlaðandi, enda mállaus (talaði dönsku alla tíð). Prúðmenni í framgöngu og mesta góðmenni, en drykkfeldur mjög; drakk oft einn. Mjög illa við, að menn hans drykkju. En er hann trúlofaðist og giftist Lucindu Thomsen hætti hann að drekka og varð sem nýr og betri maður þá tíð sem þau nutust.

Við fráfall hennar hvarf lífshamingja hans á ný; hneigðist hann þá enn meir til drykkjuskapar og lifði ekki glaðan dag úr því. Ári eftir að þau giftu sig lést Lucinda af barnsförum, í janúar 1877. Næsta vor reisti Hillebrandt verslunarhúsið á Blönduósi. En ekki var liðið ár þegar kaupmennirnir Munch og Bryde keyptu Hólanesverslunina með öllu tilheyrandi, bæði á Hólanesi, Blönduósi og Borðeyri, auk tveggja skipa og annarra lausamuna. Er ekki annað að sjá en Hillebrandt hafi skuldað þeim orðið andvirði hluta eigna sinna. Hillebrandt yngri hélt samt starfi sínu áfram sem verslunarstjóri á báðum stöðum, var mest á Blönduósi á sumrin og á Hólanesi á veturna.

Magnús Björnsson á Syðra Hóli segir svo frá þessari sölu: Nú skiftu þeir faðir Hillebrandt's og Bryde á Borðeyri (eigendurnir að versluninni á Hólanesi). Bryde sest á Borðeyri. Munck gyðingur keypti þá verslunina á Hólanesi og jafnframt lét hann byggja á Blönduósi verslunarhús.

Ekki er vel ljóst hvernig skilja ber viðskipti þeirra Hillebrandts og Bryde. Til er þinglýstur sölusamningur, og ekki annað að sjá en að þar sé um sölu á eignum Hólanesverslunar að ræða. Greinilegt er þó að mikil tengsl hafa verið milli Hólanesverslunar og Bryde kaupmanns, og síðan „Munch og Bryde". Ekki er þó ljóst á hvern hátt þau voru. Skulduðu Hillebrandtar þeim e.t.v. stórar fjárhæðir, og hlupu þeir þess vegna undir bagga með þeim með byggingalóðir, starfsmenn og peningalán? Munch og Bryde áttu Hólanesvershmina á Blönduósi ekki lengi. Munch keypti Bryde út árið 1881. Tveimur árum síðar var Tryggvi Gunnarsson eigandi hennar. Árið eftir keypti J. G. Möller húsið til að nota sem pakkhús með verslun sinni. Þar með lauk hlutverki hússins sem krambúðar. Lítum nánar á hina upphaflegu krambúð á verslunarstaðnum á Skagaströnd.

Hóll í Svartárdal

  • HAH00166
  • Corporate body
  • [1300]

Bærinn Hóll er vestan Svartár, byggður á bröttum hól í norður tagli Oksans. Þar er víðsýnt út um svartársal allt till Laxárdalsfjalla. Hólsdalur liggur vestan Oksans og á jörðin þar mikið land, gott og víðáttumikið, allt til Eyvindastaðarheiðar. Tún er rækrað norðan Oxans til merkja við Steiná og einnig fram með Svartá. Er þar valllendisræktun að mestu. Íbúðarhús byggt 1956 180 m3. Fjárhús með áburðarkjallara fyrir 300 fjár. Hesthús fyrir 8 hross. Hlaða 820 m3. Tún 14 ha. Veiðiréttur í Svartá.

Höllustaðir Svínavatnshreppi

  • HAH00528
  • Corporate body
  • 1655 -

Höllustaðir I mun vera byggð um 1600 af ¼ hluta Guðlaugsstaðalands. Seinna var svonefndur Hólareitur, sem er væn landspilda gegnt Blöndudalshólum, lagður undir jörðina. Í gömlum skjölum er talið að nafnið sé dregið af halllendi sem býlið stendur í. Má það teljast sennilegt, því landið er í halla en ekki bratt. Um lýsingu á landinu vísast til lýsingar á Höllustöðum II. Íbúðarhús byggt 1943, 446 m3. Fjós fyrir 22 gripi með mjólkurhúsi og áburðargeymslu. Fjárhús yfir 180 fjár og torfhús yfir 100 fjár. Hlöður 600 m3. Votheysturn 65 m3. Bílskúr 45 m3. Tún 25,4 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Höllustaðir II. Nýbýli stofnað 1958 á hálfu landi Höllustaða. Ræktunarland niðri í lágdalnum er nú uppunnið að mestu, en ofan við bæjarbrún í um 200 metra hæð yfir sjávarmáli er gnægð ræktarlands og hefur talsverður hluti þess verið þurrkaður. Félagsbú hefur verið rekið á býlunum nokkur síðustu ár [1975]. Íbúðarhús byggt 1958, 490 m3. Fjárhús yfir 180 fjár og önnur jarnklædd yfir 100 fjár. Hesthús yfir 7 hross torfhús. Hlöður 539 m3 og önnur 212 m3. Véla og verkfærageymslur 134 m3. Tún 42 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Hólmfríður Ágústsdóttir (1896-1977) Blönduósi

  • HAH07544
  • Person
  • 1.11.1896 - 4.9.1977

Hólmfríður Sigurbjörg Ágústsdóttir 1.11.1896 - 4.9.1977. Var á Litlu-Borg, Vesturhópshólasókn, V-Hún. 1930. Heimili: Lækjamót. Húsmóðir Kúskerpi. Var í Óslandi, Blönduóshr., A-Hún. 1947 og 1957. Síðast bús. í Reykjavík.

Hólmfríður Albertsdóttir Thorsteinsson (1899-1984) Blönduósi

  • HAH07383
  • Person
  • 24.6.1899 - 22.2.1984

Hólmfríður Albertsdóttir Thorsteinsson f 24. júní 1899 - 22. febrúar 1984. Hjá foreldrum á Stóruvöllum 1899-1900. Húsfreyja á Blönduósi 1930. Húsfreyja á Blönduósi, síðar í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.

Hólmfríður Björnsdóttir (1917-2000) Sandgerði, frá Reynhólum

  • HAH02133
  • Person
  • 5.9.1917 - 24.11.2000

Þorbjörg Hólmfríður Björnsdóttir fæddist á Kollafossi í Miðfirði 5. september 1917. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja í Keflavík 24. nóvember síðastliðinn. Hólmfríður ólst upp í Miðfirði og vann þar ýmis sveitastörf. Hólmfríður og Sveinbjörn bjuggu allan sinn búskap í Sandgerði.

Hólmfríður Davíðsdóttir (1852-1943) Enni

  • HAH06677
  • Person
  • 15.6.1852 - 16.12.1943

Júlíana Hólmfríður Davíðsdóttir 15. júní 1852 - 16. des. 1943. Var á Sneisi, Holtastaðasókn, Hún. 1860. Vinnukona í Kambakoti 1901. Var á Blönduósi 1930. Heimili: Enni.

Hólmfríður Einarsdóttir (1925-2002) ljósmóðir

  • HAH01448
  • Person
  • 19.5.1925 - 6.3.2002

Hólmfríður Einarsdóttir fæddist í Varmahlíð undir Eyjafjöllum 19. maí 1925.
Hún lést á Sóltúni 6. mars síðastliðinn. Hólmfríður vann á unglingsárum öll almenn störf sem tilheyrðu sveitabúskapnum. Árið 1946-1947 var hún við nám í Húsmæðraskólanum á Varmalandi.
Hólmfríður bjó síðustu árin í íbúð sinni á Sléttuvegi 13 í Reykjavík.
Útför Hólmfríðar fór fram frá Bústaðakirkju 15.3.2002 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Hólmfríður Erlendsdóttir (1875-1966) Hlöðufelli Blönduósi 1957

  • HAH05376
  • Person
  • 4.10.1875 - 30.8.1966

Hólmfríður Halldóra Erlendsdóttir 4. okt. 1875 - 30. ágúst 1966. Vinnukona á Ysta-Mói í Flókadal, Skag. til 1896. Lausakona á Akureyri 1899-1904. Var á Hlöðufelli, Blönduóshreppi, A-Hún. 1957. Ráðskona í Meðalheimi. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Ógift.

Hólmfríður Evaldsdóttir Hemmert (1902-1988) Hemmertshúsi

  • HAH01449
  • Person
  • 22.6.1902 - 25.5.1988

Fríða, eins og hún var kölluð, var há og glæsileg og sérstaklega yndisleg kona, höfðingleg og yfirveguð í allri framkomu. Það var hátíð hjá okkur á Karlsskála þegar von var á Fríðu og Möggu Hemmert. Allri fjölskyldunni þótti skemmtilegt að fá þær í heimsókn, jafnt ungum semþeim eldri.

Hólmfríður var kennari að mennt, útskrifuð úr Kennaraskóla Íslands. Hún var farsæl í starfi, fljót að laða að sér unga fólkið og öllum þótti vænt um hana. Þær systur fóru báðar til Danmerkur til framhaldsnáms. Hólmfríður lærði þar talkennslu, en Margrét lærði tannsmíðar.

Hólmfríður Eysteinsdóttir (1919-1984) Vilmundarstöðum Borg

  • HAH06259
  • Person
  • 18.4.1919 - 5.8.1984

Hólmfríður Eysteinsdóttir 18. apríl 1919 - 5. ágúst 1984. Húsfreyja á Vilmundarstöðum í Reykholtsdal, síðar verkakona í Reykjavík. Var á Hafurstöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.

Hólmfríður Jónasdóttir (1903-1995) Axlarhaga

  • HAH01450
  • Person
  • 12.9.1903 - 18.11.1995

Hólmfríður Jónasdóttir fæddist 12. september 1903. Hún lést á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki 18. nóvember síðastliðinn. Hólmfríður starfaði mikið að félagsmálum, var m.a. formaður Verkakvennafélagsins Öldunnar á Sauðárkróki. Þá fékkst hún við ritstörf og hefur gefið út eina ljóðabók. Húsfreyja í Axlarhaga í Blönduhlíð, Skag. 1930.
Útför Hólmfríðar verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00.

Hólmfríður Jónasdóttir Pétursson (1879-1971)

  • HAH01451
  • Person
  • 10.6.1879 - 10.3.1971

Með foreldrum á Hraunkoti, Aðaldal, S-Þing. 1879-93. Fór þaðan til Vesturheims 1893. Prestfrú. Barn í Vesturheimi: Thorvaldur Pétursson, f. 1904, d. 1960. Frú Hólmfríður Pétursson, ekkja drs. Rögnvalds Péturssonar, lézt í Winnipeg 10. marz 91 árs að aldri. Hún fluttist vestur um haf með foreldrum sínum frá Hraunkoti í Aðaldal 1893 og giftist Rögnvaldi Péturssyni 1898. En hann varð síðar prestur Unitara í Winnipeg, ritstjóri Heimis, Heimskringlu og síðar Tímarits þjóðræknisfélagsins og fyrsti forseti þess, í stuttu máli sagt einn allra fremsti leiðtogi íslendinga vestan hafs,og studdi frú Hólmfríður hann jafnan með ráðum og dáð. Dr. Rögnvaldur lézt í Winnipeg 30.janúar 1940. Auk drjúgs framlags til íslenzkra menningarmála vestan hafs gaf frú Hólmfríður og börn hennar, Landsbókasafni íslands merka handrita- og bókagjöf árið 1941, sem skýrt er frá í Árbók safnsins það ár. Síðar — eða um 1960 — stofnaði frú Hólmfríður minningarsjóð Rögnvalds Péturssonar við Háskóla íslands, og hafa þegar margir ríflegir styrkir verið veittir úr honum til rannsókna í íslenzkum fræðum, þeim fræðum, er dr. Rögnvaldur unni um önnur fræði fram.

Hólmfríður Jónsdóttir (1915-2002) Úlfsstöðum

  • HAH01452
  • Person
  • 3.4.1915 - 16.5.2002

Hólmfríður Jónsdóttir fæddist á Vatni á Höfðaströnd í Skagafirði 3. apríl 1915. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki 16. maí síðastliðinn. Jón, faðir Hólmfríðar, andaðist frá fjórum ungum börnum 1926, en þá voru þau hjón flutt að Víðivöllum í Blönduhlíð í Skagafirði. Árið 1933 giftist Amalía móðir Hólmfríðar Gunnari Valdimarssyni, f. 16. júní 1900, d. 18. okt. 1989, og fluttist Hólmfríður með þeim hjónum á Víðimýri í Skagafirði 1934. Hún stundaði nám í Kvennaskólanum á Blönduósi. Árið 1939 giftist hún Sigurði og fluttist að Úlfsstöðum í Blönduhlíð og bjuggu þau hjón þar og stunduðu búskap til 1972, að þau brugðu búi og fluttu til Sauðárkróks. Eftir að hún flutti til Sauðárkróks starfaði hún allmörg ár í eldhúsinu á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki.

Útför Hólmfríðar verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Hólmfríður Jónsdóttir (1876) Jaðri Hrútafirði

  • HAH06696
  • Person
  • 31.12.1876 -

Var í Gerði, Hvammssókn, Dal. 1880. Húsfreyja á Tannstöðum, Staðarsókn, V-Hún. 1920 og 1930. Var á Jaðar Ytri, Staðarhr., V-Hún. 1957. Búsett á Jaðri í Hrútafirði, Hún.

Hólmfríður Jónsdóttir (1903-1967) Undirfelli

  • HAH07199
  • Person
  • 1.6.1903 - 20.1.1967

Hólmfríður Steinunn Jónsdóttir 1. júní 1903 - 20. janúar 1967. Húsfreyja á Undirfelli, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var í Undirfelli, Áshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Áshreppi.

Hólmfríður Magnúsdóttir (1918-2013) frá Syðri-Hóll

  • HAH01453
  • Person
  • 1.4.1918 - 6.7.2013

Hólmfríður Magnúsdóttir fæddist á Syðra-Hóli, A-Hún. 1. apríl 1918. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð 6. júlí 2013. Hólmfríður ólst upp á Syðra-Hóli. Veturinn 1936-37 var hún á Kvennaskólanum á Blönduósi. Hún flutti til Akureyrar 1937. Næstu ár á eftir var hún í vist á veturna og í kaupavinnu á sumrin. Hún fór m.a. sem kaupakona til Flateyjar á Skjálfanda, að Ketilsstöðum á Völlum austur á Héraði og eitt sumar var hún í Lundabrekku í Bárðadal. Þetta var hennar aðferð til að ferðast og sjá meira af landinu. Hún vann einnig á saumastofu Jórunnar Guðmundsdóttur sem og á saumastofu Gefjunar. Á árunum 1944 til 1958 helgaði hún sig að mestu heimilinu, en fór eftir það að vinna á Heklu á Akureyri, við saumar. Hún vann þar í 30 ár, eða þar til hún fór á eftirlaun 1988. Árið 2006 flutti hún í raðhúsaíbúð við Dvalarheimilið Hlíð á Akureyri. Síðasta veturinn sem hún lifði bjó hún inni á Hlíð.

Útför Hólmfríðar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 12. júlí 2013, kl. 13.30.

Hólmfríður Sigurðardóttir (1913-2001) Reykjavík

  • HAH06429
  • Person
  • 12.4.1913 - 19.9.2001

Hólmfríður Sigurðardóttir fæddist á Hugljótsstöðum í Skagafirði 12. apríl 1913,
Níu ára gömul fór Hólmfríður í fóstur að Undhóli í Óslandshlíð, til Hólmfríðar Jóhannesdóttur og Páls Gíslasonar.
Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 19. september 2001.
Útför Hólmfríðar fór fram frá Bústaðakirkju í dag og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Hólmfríður Sigurðardóttir (1915-2002) Mánaskál

  • HAH04326
  • Person
  • 20.6.1915 - 18.9.2002

Guðrún Hólmfríður Sigurðardóttir 20. júní 1915 - 18. sept. 2002. Var í Mánaskál, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var í Mánaskál, Vindhælishr., A-Hún. 1957.
Á Mánaskál dvaldi Guðrún til fullorðinsára, fyrst sem barn og unglingur en síðan var hún ráðskona föður síns um langt skeið, en móður sína missti Guðrún árið 1922 er hún var aðeins sjö ára að aldri.
Hún lést á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki 18. september 2002. Útför Guðrúnar verður gerð frá Höskuldsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Hólmfríður Sigurðardóttir (1925-2014) Umsvölum

  • HAH07962
  • Person
  • 7.1.1925 - 8.2.2017

Hólmfríður Sigurðardóttir 7.1.1925 - 8.2.2017. Var á Titlingastöðum, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. búsett í Hlíð í Garðabæ. Kvsk Blö. 1944-1945.

Hólmfríður Zóphoníasdóttir (1889-1957) Ásgeirshúsi

  • HAH06191
  • Person
  • 9.6.1889 - 5.4.1957

Hólmfríður Zóphoníasdóttir 9. júní 1889 - 5. apríl 1957. Var á Neðra-Vatnshorni, Víðidalstungusókn, Hún. 1890. Var í Sigtryggshúsi, Blönduóssókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Blönduósi. Húsfreyja þar 1930

Hólmgeir Björnsson (1937)

  • HAH05004
  • Person
  • 18.5.1937 -

Hólmgeir Björnsson 18. maí 1937. Tölfræðingur. Bændaskólinn á Hvanneyri 1965-1966

Results 4601 to 4700 of 10349