Sýnir 10349 niðurstöður

Nafnspjald

Sigríður Eggertsdóttir (1877-1907) vk Þórormstungu 1901

  • HAH06659
  • Einstaklingur
  • 30.7.1877 - 10.2.1907

Sigríður Guðrún Eggertsdóttir 30. júlí 1877 - 10. feb. 1907. Barn þeirra á Hvoli, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1880. Var á Hvoli, Breiðabólsstaðarsókn, Hún. 1890. Hjú í Þórormstungu, Undirfellssókn, Hún. 1901.

Margrét Friðriksdóttir (1876-1959) Baldurshaga Blönduósi

  • HAH06660
  • Einstaklingur
  • 30.5.1876 - 6.10.1959

Margrét Friðriksdóttir 30. maí 1876 - 6. október 1959. Húsfreyja á Blönduósi. Var í Baldurshaga, Blönduóshr., A-Hún. 1920 og 1957. Þorgrímsstöðum á Vatnsnesi 1880. Bergstöðum, Tjarnarsókn, Hún. 1890. Vk Breiðabólsstað 1910.

Engjabrekka í Þverárhreppi V-Hvs

  • HAH00965
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1917 -1936

Árið 1917 reisir
Björn Friðriksson (f. 1878) þar nýbýli er hann nefndi Engjabrekku. Er það í
grösugri engjahlíð beint á móti Þorgrímsstöðum og fékk hann til þess leyfi
Jóns Helgasonar biskups. Býlinu fylgdi allt fjalllendi afréttarinnar og virðist
sem að hann hafi þá eða stuttu síðar keypt allt landið.
Björn hætti búskap 1923. Sama ár tók býlið á leigu Annas Sveinsson,
Strandamaður að ætt, og bjó þar í nokkur ár eða þar til hann andaðist 1935.
Kona hans Helga Jakobsdóttir, og börn þeirra bjuggu þar svo í eitt ár, en fluttu
burt 1936. Síðan þá er jörðin í eyði og eru nú öll bæjarhús algerlega fallin og
horfin, en grænn nokkuð stór blettur og smá tóftarbrot þar sem býlið stóð.
Í maí 1926 keypti Þverárhreppur jörðina af Sigurbirni Björnssyni á 3.000
krónur þannig að greitt að 1.144 krónur voru í peningum en 1.856 krónur með
yfirtöku láns við Kirkjujarðasjóð sem sýnir að Björn hefur keypt jörðina af
sjóðnum.
Engjabrekka hefur síðan verið í eigu Þverárhrepps og notuð sem afréttarland
hreppsins, aðallega fyrir sauðfé. Undanfarin síðustu ár hefur lítið verið rekið
af fé þangað og sum ár ekkert.

Sigurlaug Guðmundsdóttir (1853-1927) Hólabaki

  • HAH06669
  • Einstaklingur
  • 30.9.1853 - 30.4.1927

Sigurlaug Guðmundsdóttir 30.9.1853 - 30.4.1927. Húsfreyja að Ægissíðu á Vatnsnesi, Hún. Var á Hólabaki, Þingeyrasókn, Hún. 1880. Húsfreyja á Geirastöðum, Þingeyrasókn, Hún. 1901. Enniskoti 1855 og 1860, vinnukona Melrakkadal 1870. Guðrúnarstöðum í Vatnsdal 1910 og 1920

Sigríður Jónsdóttir (1856) Gili Svartárdal

  • HAH06672
  • Einstaklingur
  • 19.1.1856 -

Sigríður Jónsdóttir skírð 19.1.1856. Var í Dæli, Glaumbæjarsókn, Skag. 1860 og 1870. Vinnukona Fjósum 1880. Húsfreyja á Gili, Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1890. Húsfreyja í Gili, Holtastaðasókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Gili í Svartárdal, A-Hún.

Ingibjörg Jónsdóttir (1891-1974) Reynhólum

  • HAH04280
  • Einstaklingur
  • 9.12.1891 - 4.6.1974

freyja á Þverá, Efri-Núpssókn, V-Hún. 1930. Var á Reynhólum, Ytri-Torfustaðahr., V-Hún. 1957. Húsfreyja á Reynihólum. Síðast bús. í Ytri-Torfustaðahreppi.

Sveinbjörn Hjálmarsson (1905-1974) Seyðisfirði

  • HAH06741
  • Einstaklingur
  • 29.12.1905 - 5.12.1974

Sveinbjörn Jón Hjálmarsson 29.12.1905 - 5.12.1974. Verkamaður. Daglaunamaður á Seyðisfirði 1930. Síðast bús. á Seyðisfirði. Formaður verkamannafélagsins Fram.

Stefán Helgason (1833-1906) flakkari í V-Hvs

  • HAH06747
  • Einstaklingur
  • 30.8.1833 - 25.5.1906

Stefán Helgason 30.8.1833 - 25.5.1906. Var á Saurum, Melstaðarsókn, Hún. 1835. Var á Litlutungu, Staðarbakkasókn, Hún. 1845. Var á Barkastöðum, Staðarbakkasókn, Hún. 1860. Flakkari á Bálkastöðum, Melstaðarsókn, Hún. 1870. Flækingur á Kollafossi, Efranúpssókn, Hún. 1880. Flakkari í Litlutungu, Staðarbakkasókn, Hún. 1901.

Stefán Helgason var sá þeirra farandmanna, sem eg man eftir, er þótti meðal hinna hvimleiðustu. Hann hafði fátt í fari sínu, er til kosta gæti talist, þótt hann hinsvegar væri að mestu láus við þá ókosti, er sumir flakkarar höfðu til að bera. Aldrei heyrði eg hann kendan við óráðvendni, og þótt hann væri flestum illyrtari, er honum mislíkaði, þá var hann laus víð að bera róg og kjaftaslúður milli manna; var venjulega öllu mýkri í umtali en víðiali. Alla jafna var hann mjög hvass í máli; röddin og tónninn eins og hann væri altaf að rífast. En þó var hann kjarklaus gunga, ef á móti var tekið, á. m. k. ef hann hélt að til handalögmáls mundi koma. Hann var þó allmikill vexti og burðalegur. Hefir því tæpast verið mjög ósterkur, ef ekki hefði brostið kjark eða vana til að beita sér við verk eða átök.
Varla mun nokkur þessara flækinga hafa verið jafn óþrifinn og Stefán eða ræfilslegur. Hann át ýmsan óþverra, sem velsæmis vegna er ekki hægt að segja frá eða færa i letur. Einhverju sinni hafði hann stolið ketti, lógað honum og soðið i hvernum á Reykjum í Hrútafirði, og því næst etið með góðri lyst. Sagði hann að
kjötið hefði verið „allra ljómandi besti matur", enda væri það ekki furða, því að kötturinn hefði altaf lifað á úrvalsmat og „ekki gert nokkurt ærlegt handarvik".
Stefán þvoði sér um andlit og hendur úr „eigin vatni", og var þvi oft svell-gljáandi í framan. Rúm þau, er hann svaf í á bæjum, varð jafnan að hreinsa og þrífa á sérstakan hátt og dugði varla, því að alt var krökt og kvikt eftir hann. — Hann var því sjaldan veikominn á bæjum. Og þegar svo ofan á óþrifnaðinn bættist
afskapleg geðvonska, sílfeldar skammir og vanþakklæti fyrir alt, sem honum var gott gert, þá var ekki að undra, þó að hann yrði flestum leiður, enda gekk það oft svo, er hann kom á bæi og baðst gistingar, að hann fékk að vera með því skilyrði, að hann lofaði að koma aldrei oftar á það eða þau heimili, en slík loforð hans gleymdust oftast er frá leið.

Sigríður Jónasdóttir (1857-1925) Árbakka

  • HAH06759
  • Einstaklingur
  • 17.8.1857 - 14.9.1925

Sigríður Jónasdóttir 17.8.1857 - 14.9.1925. Húsfreyja Holtastöðum 1880, á Syðri-Ey, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1890. Húsfreyja í Árbakka, Spákonufellssókn, Hún. 1901.

Sigríður Hannesdóttir (1860) Kistu

  • HAH02208
  • Einstaklingur
  • 26.6.1860 - 5.11.1944

Sigríður Ingibjörg Hannesdóttir 26.6.1860 - 5.11.1944. Húsfreyja á Kistu, Vesturhópshólasókn, Hún. 1901. Húskona á Kistu, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Húskona Haukagili 1890.

Þorsteinn Jónsson (1843-1920) Hæli Torfalækjarhr og Betel Gimli

  • HAH07077
  • Einstaklingur
  • 13.5.1843 - 28.2.1920

Þorsteinn Jónsson 13.5.1843 - 28.2.1920. Var í Ytribrekkum, Hofsstaðasókn, Skag. 1845. Vinnumaður á Akri, Þingeyrasókn, Hún. 1870. Húsbóndi á Hæl, Þingeyrasókn, Hún. 1880 og 1890. Fór til Vesturheims 1900 frá Hæl, Torfalækjarhreppi, Hún. Síðast bús. í Betel, Gimli.

Sigríður Guðmundsdóttir (1862-1912) vk Blönduósi frá Kollugerði

  • HAH07101
  • Einstaklingur
  • 12.2.1862 - 12.1.1912

Sigríður Guðmundsdóttir 12.2.1862 - 12.1.1912. Var á Svangrund, Höskuldsstaðarsókn, Hún. 1870. Vinnukona, ekkja, Möllershúsi á Blönduósi 1890 og 1901. Lausakona, ekkja á Kornsá, Undirfellssókn, A-Hún. 1910.

Sveinn Jónatansson (1851-1936) Hrauni á Skaga frá Tjörn

  • HAH07113
  • Einstaklingur
  • 4.2.1851 - 14.6.1936

Sveinn Jónatansson 4.2.1851 - 14.6.1936. Stenjastöðum [Steinnýjarstöðum] 1855, Víkum 1860, Þangskála 1870 og 1880. Bóndi á Hrauni á Skaga, Skag. Var þar 1890 og 1910. Kelduvík 1920. Bóndi, sjómaður og hákarlaformaður. Var á Tjörn, Hofssókn, A-Hún. 1930.

Samband Austur-Húnvetnskra kvenna (1928)

  • HAH10109
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1928

Laugardaginn 12.maí 1928 voru mættir til fundar á Blönduósi fulltrúar frá sex kvenfélögum. Félögin og fulltrúarnir voru:
Kvenfélag Bólstaðarhlíðarhrepps, Ingibjörg Stefánsdóttir Gili.
Heimilisiðanarfélagi Engihlíðarhrepps, Guðríður Líndal Holtastöðum.
Kvenfélagið Vaka Blönduósi, Jóhanna Hemmert Blönduósi.
Kvenfélagið Vonin Torfalækjarhreppi, Ingibjörg Björnsdóttir Torfalæk.
Kvenfélag Sveinsstaðahrepps, Steinunn Jósepsdóttir Hnjúki.
Kvenfélag Vatnsdæla, Rannveig Stefánsdóttir Flögu.
Á fundinum var Samband Austur-Húnventskra kvenna stofnað og samþykkt lög, sem Guðríður á Holtastöðum hafði tekið saman. Skyldi aðaltilgangur sambandsins vera: ,,að efla samstarf og samúð meðal kvenna á félagssvæðinu“, eins og segir í lögunum.
Fyrstu stjórnina skipuðu þessar konur:
Guðríður Líndal, formaður
Jóhanna Hemmert, gjaldkeri
Rannveig H. Líndal ritari.
Fyrsta málið, sem Sambandið afgreiddi, var stofnun styrktarsjóðs fyrir ekkjur og einstæðar mæður.
Sambandið hefur staðið fyrir saumanámskeiðum og réðu konu til starfa við garðyrkju í héraðinu.Ýmislegt annað hafði Sambandið með að gera en of langt mál að telja allt upp en hægt að lesa um það í Húnaþingi I bls.283-296.

Sigríður Pétursdóttir (1832-1917) Engihlíð

  • HAH07192
  • Einstaklingur
  • 20.10.1832 - 23.10.1917

Sigríður Pétursdóttir 20.10.1832 [24.10.1832]- 23.10.1917. Vesturá 1835, á Refsstöðum [Rafstöðum], Holtssókn, Hún. 1840 og 1855. Vinnukona í Stóradal, Svínavatnssókn, Hún. 1860. Húskona í Ljótshólum, Auðkúlusókn, Hún. 1870 og 1880. Vinnukona Köldukinn 1890, í Stóradal, Svínavatnshr., A-Hún. Engihlíð 1910.

Jón Ólafsson (1907-1993) Steinnýjarstöðum

  • HAH05671
  • Einstaklingur
  • 16.7.1907 - 5.3.1993

Jón Ólafsson 16.7.1907 - 5.9.1993. Húsmaður á Steinarstöðum [Steinnýjarstöðum], Hofssókn, A-Hún. 1930. Var á Skeggjastöðum, Skagahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Skagahreppi.
hálfbróður átti og Jón.
Jón var fæddur fyrirburður og bar þess merki alla æfi sína. Hann var tekinn í fóstur á fyrsta ári af hjónunum, Stefáni Sveinssyni og konu hans, Unu Ólafsdóttur, er bjuggu á Steinnýjarstöðum, en við þann bæ var hann jafnan kenndur.
Útför hans var gerð frá Blönduósskirkju 11. september 1993.

Sigurlaug Helgadóttir (1900-1992). Yfirhjúkrunarkona í Reykjavík

  • HAH07217
  • Einstaklingur
  • 6.8.1900 - 29.12.1992

Sigurlaug Ágústa Helgadóttir 6.8.1900 - 29.12.1992. Verzlunarmaður á Akureyri 1930. Yfirhjúkrunarkona í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík. Kvennaskólanum á Blönduósi 1920. Ógift barnlaus. Hún lést að kvöldi 29. desember 1992. í Borgarspftalanum. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.

Sigurveig Jóhannesdóttir (1832-1899) Vesturheimi frá Laxamýri, Kagaðarhóli 1880

  • HAH07233
  • Einstaklingur
  • 13.5.1832 - 9.11.1899

Sigurveig Jóhannesdóttir 13.5.1832 - 9.11.1899. Tökubarn að Skógum í Skinnastaðarsókn, Þing., 1845. Húsfreyja á Héðinshöfða á Tjörnesi 1853 og Hringveri á Tjörnesi 1859. Húsfreyja á Langavatni, Aðaldælahr., S-Þing. 1874, Brekknakoti, Reykjahverfi 1876-78. Í vistum í S-Þing. Flutttist vestur að Kagaðarhóli í Húnaþingi 1879 til sonar síns og var þar eitthvað. Fluttist til Vesturheims 1896 frá Árnesi, Húsavíkurhreppi, S-Þing.

Matthilde Einarsdóttir Kvaran (1889-1980) Blönduósi

  • HAH07235
  • Einstaklingur
  • 29.9.1889 - 27.1.1980

Matthildur Einarsdóttir Kvaran Matthíasson f. 29. sept. 1889 d. 27. jan. 1980. Húsfreyja á Seyðisfirði og í Reykjavík. Var á Akureyri 1901. Var í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Túngötu 5, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945.
Hún var fædd í Winnipeg árið 1889, dóttir Einars Hjörleifssonar Kvarans skálds, sem þá var ritstjóri vestan hafs, og Gíslínu Gísladóttur konu hans. Matthildur var elzt barna þeirra sem upp komust, og lifði þeirra lengst. Hún giftist árið 1908 Ara Arnalds, síðar sýslumanni og bæjarfógeta, og áttu þau þrjá syni, þá Sigurð, útgefanda, Einar, fyrrv. Hæstaréttardómara og Þorstein, fyrrv. forstj. Bæjarútg. Reykjavíkur. Matthildur og Ari slitu samvistum og giftist hún síðar Magnúsi stórkaupm. Matthíassyni, Jockumssonar skálds. Hann lézt árið 1963.
Matthildur stundaði fyrr á árum píanókennslu hér í bænum, en síðar tók hún að sér kennslu í ýmsum greinum, en þó einkum íslenzku, og hafa margir kunnir menntamenn
þjóðarinnar notið tilsagnar hennar í þeim efnum á yngri árum.
Hún var jarðsungin frá Fossvogskirkju 6.2.1980, kl. 13.30

Þóra Jónsdóttir (1953) Hjaltabakka

  • HAH07258
  • Einstaklingur
  • 6.7.1953 -

Þóra Þuríður Jónsdóttir 6. júlí 1953. Var á Hjaltabakka, Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Hjúkrunarkona.

Sigurður Semingsson (1867-1949) Hvammi Laxárdal fremri

  • HAH06783
  • Einstaklingur
  • 29.1.1867 - 5.10.1949

Sigurður Semingsson 29. janúar 1867 - 5. október 1949 Var í Hvammi, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi í Hvammi í Laxárdal fremri. Sjúkraskýlinu á Blönduósi 1946.

Heimilisiðnaðarsafnið Blönduósi (1976)

  • HAH10071
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1976

Heimilisiðnaðarsafnið var upphaflega opnað árið 1976 á 100 ára afmæli Blönduósbæjar sem verslunarstaðar. Það voru konur innan raða Sambands austur-húnvetnskra kvenna, sem eru samtök kvenfélaganna í hérðinu, sem lögðu grunninn að safninu.
Ef horft er aðeins lengra aftur í sögunni að þá hafði verið starfandi byggðasafnsnefnd á vegum sýslunnar sem hafði það að markmiði að koma á fót byggðasafni fyrir báðar Húnavatnssýslur og Strandasýslu. Til hliðar og stuðnings við þessa nefnd var safnanefnd Sambands austur-húnvetnskra kvenna en á þessum tíma voru 10 kvenfélög þar starfandi.

Ekki var einhugur um hvar safnið ætti að vera og urðu niðurstöður þær að Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna var staðsett á Reykjum í Hrútafirði.
Margar kvenfélagskonur sem og fleiri voru afar óánægðar með þessa tilhögun, en ljóst var að ekki var grundvöllur fyrir öðru byggðasafni. Þær breyttu því heiti nefndarinnar í Heimilisiðnaðarsafnsnefnd og lögðu aðal áherslu á að safna munum sem hægt var að tengja við heimilisiðnað.
Konurnar fengu til afnota gamalt hús sem hafði verið byggt sem fjós og hlaða við Kvennaskólann á Blönduósi. Mikið verk var að koma þessu húsi í viðunandi horf og lögðu margir til hendi og gáfu vinnu sína og kvenfélögin lögðu til fjármagn eftir getu hvers og eins.
Safn var orðið til – og fyrst um sinn var það haft opið um helgar en er fram liðu stundir var opnunartími safnsins lengdur.
Það kom fljótlega í ljós að í raun gátu lítil félagasamtök ekki rekið safnið með sómasamlegum hætti. Það var þó ekki fyrr en árið 1993 sem mynduð var sjálfseignarstofnun um safnið með aðild sveitarfélaga héraðsins. Í framhaldi fékk safnið afsal fyrir gamla safnhúsinu en það var rétt eins og Kvennaskólinn í eigu ríkisins að 75% hluta og héraðsins 25% hluta. Einnig fylgdu aukin lóðarréttindi.
Þá var farið að huga alvarlega að stækkun húsnæðis og var leitað álits fagaðila á svið textíla og sérfræðinga í safnastarfsemi og að vel athuguðu máli var ákveðið að byggja nýtt hús sem tengdist gamla safnhúsinu.Framkvæmdir hófust í október árið 2001 og var nýja húsið vígt með pompi og prakt í maí 2003. Rúmum tveimur árum síðar var stofnkostnaður að fullu greiddur.
Það má segja að Heimilisiðnaðarsafnið geymi fyrst og fremst hina gleymdu iðju frá fortíð til nútíðar. Lögð er áhersla á að veita innsýn í vinnu kvenna og karla sem fram fór á heimilum og var stór þáttur hins daglega lífs. Þessi tóvinna var útflutningsiðnaður um aldir – „stóriðja þess tíma“ – þar sem ullinni var breytt í verslunarvöru. Það hefur verið hljótt um þessa vinnu og hvernig hvert heimili var sjálfbjarga um að breyta ull í fat og nýta til fullnustu það hráefni sem til féll.
Í safninu má greina hluta af atvinnusögu þjóðarinnar og sjá hvernig sjálfþurftarbúskabur og heimilisiðja mæta nútíma viðskiptabúskap á seinni hluta nítjándu aldar og fram á þá tuttugustu. Safnið er menningarstofnun sem gegnir margþættu hlutverki, við sýningahald, rannsóknir, fræðslu og miðlun menningar.
Ísland er heimili okkar og ríkt af náttúru, menningu og sögu, sem ber að varðveita, miðla og koma á framfæri til komandi kynslóða.
Heimilisiðnaðarsafnið er virkur þátttakandi í því.

Margrét Kristjánsdóttir (1926-1999) Vatnsdalshólum

  • HAH06799
  • Einstaklingur
  • 5.3.1926 - 4.7.1999

Margrét Kristjánsdóttir 5. mars 1926 - 4. júlí 1999. Var á Gauksmýri, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930. Bóndi á Vatnsdalshólum frá 1965.
Lengst voru þær mæðgur að Gauksmýri, þar andaðist Halldóra. Þá var Margrét á sjötta ári. Eftir að Margrét missti móður sína var hún í fóstri þar til hún kom að Grafarkoti í VesturHúnavatnssýslu. Þar var hún lengst samfellt eða til 15 ára aldurs, hjá Hólmfríði Helgu Jósefsdóttur (1876-1945) og Guðmundi Guðmundssyni (1873-1960). Frá Grafarkoti fór Margrét til föður síns að Vatnsdalshólum. Þegar faðir hennar andaðist árið 1970 tók Margrét við búinu.
Í Vatnsdalshólum bjó hún að undanskildum þrem árum á Hvammstanga og síðustu tveim árum ævi sinnar á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi.

Andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.

Hannes Sigurgeirsson (1950) frá Stekkjardal

  • HAH04787
  • Einstaklingur
  • 11.1.1950

Hannes Sigurgeirsson 11. jan. 1950. Var í Stóradal, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Reykjavík. Kjörbörn, f. Guðrún, f. 13.6.1982 og Sigurgeir, f. 3.2.1989.

Skarðskirkja á Skarðsströnd

  • HAH00833
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1450-1500

Altaristafla Ólafar ríku á Skarði. Veraldlegt vald - vist á himnum

Viðfangsefni þessarar ritgerðar er altaristafla Ólafar ríku sem staðsett er í Skarðskirkju að Skarði á Skarðsströnd. Taflan er að öllum líkindum frá síðari hluta 15. aldar og er saga hennar áhugaverð. Saga Ólafar er þó ekki síður áhugaverð og erfitt er að aðskilja þetta tvennt, altaristöfluna og skörunginn Ólöfu ríku. Á töflunni má sjá konumynd sem talin er sýna Ólöfu ríku Loftsdóttur. Því hefur verið haldið fram að hún hafi keypt altaristöfluna og gefið hana kirkjunni á Skarði til minningar um mann sinn Björn bónda Þorleifsson. Ólöf birtist því sem svokallaður gjafari á altaristöflunni. Viðfangsefni þessarar ritgerðar hverfist um þá spurningu hvort veraldlegt vald Ólafar endurspeglist í altaristöflunni. Þegar saga Ólafar er skoðuð út frá heimildum og munnmælasögum og aldur töflunar er metinn er niðurstaðan sú að líklegt megi telja að það sé mynd Ólafar sem sjá má á töflunni. Hlutverk gjafara er oft tengt völdum, auðlegð og tengslum við kirkju og trú. Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að finna megi samsvörun með stöðu Ólafar í íslensku samfélagi 15. aldar og veru hennar og ásýnd í altaristöflunni að Skarði.

Lokaverkefni (Bakkalár); Ásgerður Júníusdóttir (1968), 10.5.2016

Pétur Daníelsson (1917-1986) Þórukoti í Víðidal

  • HAH06345
  • Einstaklingur
  • 19.11.1917 - 20.9.1986

Var á Valdarási, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Var í Þórukoti, Þorkelshólshr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Mosfellsbæ. Ókvæntur barnlaus.
Hann lést í Landspítalanum 20. september 1986 og var jarðsunginn frá Víðidalstungukirkju laugardaginn 27. september kl. 15.
Minningarathöfn var í Fossvogskirkju fimmtudaginn 25. september kl. 13.30

Árnes á Laugarbökkum

  • Fyrirtæki/stofnun
  • um1950 -

Húsið er byggt af Karli Guðmundssyni (1901-1983) og Gunnlaugu Hannesdóttur (1920-2012)
Mikill jarðhiti er á svæðinu og réð það miklu um staðarvalið en Karl nýtti sér hann til upphitunar. Hann setti þarna á fót bílaverkstæði í samvinnu við Björn Jónasson frænda sinn og starfaði Karl þar alla tíð.

Húsið Stendur gegnt sundlauginni á staðnum.

Kristín Bjarnadóttir (1948) Haga

  • HAH06881
  • Einstaklingur
  • 29.5.1948

Leikkona og leiklistarkennari Svíþjóð, var í Haga, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957.

Blönduóshreppur (1914-1988)

  • HAH10076
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1914-1988

Blönduós er bæjarfélag á Norðvesturlandi, við ósa Blöndu, eins og nafnið bendir til. Byggðin á Blönduósi stendur í kvos undir bröttum marbökkum, báðum megin Blöndu, og eru bakkarnir víðast um 40 m háir. Bærinn er byggður í landi jarðanna Hjaltabakka og Hnjúka, vestan ár (eða sunnan ár, eins og heimamenn segja) og Ennis austan (norðan) ár. Þjóðvegur 1 liggur í gegnum Blönduós.
Bærinn var upphaflega í tveimur sveitarfélögum, byggðin sunnan ár tilheyrði Torfalækjarhreppi en norðan ár Engihlíðarhreppi, en árið 1914 var Torfalækjarhreppi skipt og byggðin sunnan ár varð að sérstökum hreppi, Blönduóshreppi. Þann 1. febrúar 1936 var byggðin norðan ár svo sameinuð afganginum af kauptúninu. Kaupstaðarréttindi fékk hann 4. júlí 1988 og kallaðist þá Blönduósbær og hélst það nafn áfram við sameiningu við Engihlíðarhrepp 9. júní 2002.

Niðurstöður 3801 to 3900 of 10349