Sýnir 953 niðurstöður

Nafnspjald
Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu (1966)

Hulda Helgadóttir (1930-1995) Reykjavík

  • HAH08061
  • Einstaklingur
  • 4.9.1930 - 1.5.1995

Hulda Helgadóttir var fædd í Vestmannaeyjum 4. september 1930. Hulda fluttist með foreldrum sínum frá Vestmannaeyjum fjögurra vikna gömul, ólst upp og bjó í Reykjavík til dauðadags.
Hún lést í Landakotsspítala 1. maí 1995. Banamein hennar var krabbamein. Útför Huldu fór fram frá Bústaðakirkju 11.5.1995 og hófst athöfnin kl. 13.30. Jarðsett var í Fossvogskirkjugarði.

Félagsheimilið Húnaver (1957)

  • HAH10110
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1957

Félagsheimilið Húnaver er staðsett á mótum Svartárdals og Langadals þar sem þjóðvegur 1 liggur upp Vatnsskarð. Húnaver var vígt 1957.
Í Húnaveri er boðið upp á margvíslega þjónustu við ferðamenn. Einnig er við Húnaver mjög góð tjaldstæði með rafmagni og snyrtingum.
Rekstraraðili Húnvers er Hagur verk.
Símanúmer Húnavers eru 452-7110 og netfang hunaverbb@gmail.com
Fulltrúar Húnavatnshrepps í Hússtjórn Húnavers:
Aðalmenn:
Jón Gíslason, Stóra-Búrfelli
Magnús Sigurjónsson
Ragnhildur Haraldsdóttir
Varamenn:
Jóhanna Magnúsdóttir
Maríanna Þorgrímsdóttir
Óskar Eyvindur Óskarsson
Að auki eiga sæti í Hússtjórn Húnavers, fulltrúar frá Búnaðarfélagi Bólstaðarhlíðarhrepps, Ungmennafélagi Bólstaðarhlíðarhrepps og Kvenfélagi Bólstaðarhlíðarhrepps.

Lárus Eysteinsson (1853-1890) prestur Staðarbakka

  • HAH06574
  • Einstaklingur
  • 4.3.1853 - 5.5.1890

Lárus Eysteinsson 4. mars 1853 - 5. maí 1890. Var á Refstöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1860. Prestur á Helgastöðum í Reykjadal, Þing. 1881-1884 og á Staðarbakka í Miðfirði, Hún. frá 1884 til dauðadags. „Gáfaður maður en drykkfelldur“, segir Einar prófastur.

Guðlaug Jónsdóttir (1945-2017) Akureyri, frá Grenivík

  • HAH06185
  • Einstaklingur
  • 25.5.1945 - 10.8.2017

Guðlaug Hólmfríður Jónsdóttir fæddist í Grýtubakkahreppi 25. maí 1945. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð fimmtudaginn 10. ágúst 2017.
Guðlaug var einkabarn. Hún ólst upp á Grenivík en fluttist ung til Akureyrar þar sem hún bjó til dauðadags.
Guðlaug lést á Öldrunarheimili Akureyrar 10. ágúst 2017.

Útför hennar fór fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 15. ágúst 217 klukkan 13.30.

Margrét Friðriksdóttir Möller (1873-1956) Stokkseyri

  • HAH06638
  • Einstaklingur
  • 9.1.1873 - 29.10.1956

Margrét Pálína Friðriksdóttir Möller 9. janúar 1873 - 29. október 1956. Barn hjá foreldrum á Skagaströnd, Spákonufellssókn, Hún. 1880. Húsfreyja og ljósmyndari á Stokkseyri. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Hólum, Skildinganesi, Reykjavíkursókn, Kjós. 1930. Skráð Margrét Árnason á manntali 1930. Fráskilin Suðurgötu 14 1910.

Sigurbjörn Björnsson (1859-1936) Geitlandi Miðfirði

  • HAH06748
  • Einstaklingur
  • 23.3.1859 - 1936

Sigurbjörn Björnsson 23.3.1859 - 1936. Var í Fossárdal, Fróðársókn, Snæf. 1860. Vinnumaður á Súluvöllum, Vesturhópshólasókn, Hún. 1880. Húsmaður í Katadal, Tjarnarsókn, Hún. 1890. Bóndi að Kambshóli í Vatnsdal, V-Hún. Bóndi á Geitlandi, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930.

Alda Kristjánsdóttir (1939-2014) Reykjavík

  • HAH08355
  • Einstaklingur
  • 30.3.1939 - 26.3.2014

Alda Hraunberg Kristjánsdóttir 30.3.1939 - 26.3.2014. lést á Sjúkrahúsi Suðurlands miðvikudaginn 26. mars 2014. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.

Ingibjörg Finnbogadóttir (1947-2009) Reykjavík

  • HAH08563
  • Einstaklingur
  • 29.8.1947 - 24.2.2009

Ingibjörg Finnbogadóttir fæddist í Reykjavík 29.8. 1947. Ingibjörg og Ingólfur hófu búskap sinn í Kópavogi en fluttu til Hornafjarðar árið 1972. Á Höfn starfaði Ingibjörg sem launafulltrúi á skrifstofum Hafnarhrepps og sá um bókhald hjá söltunarstöðinni Stemmu. Árið 1987 fluttu þau hjónin á Hvolsvöll, en þar starfaði Ingibjörg hjá útibúi Landsbanka Íslands allt þar til hún lét af störfum vegna veikinda sinna. Síðsumars árið 2007 fluttu þau á ný til Hornafjarðar. Á Hornafirði tók Ingibjörg virkan þátt í starfsemi Lionsklúbbsins Kolgrímu og var einn af stofnendum hans. Hún hafði mikla ánægju af garðrækt svo sem sjá mátti í görðum við hús hennar, bæði á Hornafirði og Hvolsvelli, en árið 1991 hlaut hún umhverfisverðlaun fyrir fallegasta garðinn á Hvolsvelli. Hún ræktaði m.a. rósir í garðhúsi sínu á Hornafirði og var með yfir 30 tegundir rósa þar. Þá hafði Ingibjörg unun af lestri góðra bóka.
Hún lést á Hjúkrunarheimili HSSA á Hornafirði þriðjudaginn 24. febrúar 2009. Útför Ingibjargar fór fram frá Hafnarkirkju í Hornafirði 7.3.2009 og hófst athöfnin kl. 14.

Stella Meyvantsdóttir (1955-2010) Reykjavík

  • HAH08705
  • Einstaklingur
  • 10.12.1955 - 20.7.2010

Stella Meyvantsdóttir var fædd í Reykjavík 10. desember 1955. Búfræðingur, fékkst við verslunar- og umönnunarstörf í Reykjavík.
Hún andaðist á Landspítala Fossvogi 26. júlí 2010. Útför Stellu var gerð frá Áskirkju í Reykjavík, 6. ágúst 2010, og hófst athöfnin kl. 13.

Ásta Ingvarsdóttir (1954) Akranesi

  • HAH08703
  • Einstaklingur
  • 5.8.1954 -

Ásta Ingvarsdóttir 5.8.1954. Akranesi, síðar húsfreyja Blönduósi og Njálsstöðum.

Ingibjörg Gísladóttir (Abba) (1898-1987) Saurbæ

  • HAH09273
  • Einstaklingur
  • 16.12.1898 - 30.1.1987

Ingibjörg Gísladóttir (Abba) 16.12.1898 - 30.1.1987. Var í Saurbæ, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var á Hofi, Áshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Áshreppi. Ógift barnlaus.

Jón Skúlason (1836-1907) söðlari Söndum

  • HAH05733
  • Einstaklingur
  • 14.8.1836 - 4.9.1907

Jón Skúlason 14. ágúst 1836 - 4. september 1907 Tökubarn á Söndum, Melstaðarsókn, Hún. 1845. Fóstursonur á Söndum, Melstaðasókn, Hún. 1860. Húsmaður á Tannastaðarbakka, Staðarsókn, Hún. 1870. Bóndi og söðlari á Söndum.

Stefán M Jónsson (1852-1930) prestur Auðkúlu

  • HAH06612
  • Einstaklingur
  • 18.1.1852 - 17.6.1930

Stefán Magnús Jónsson 18. janúar 1852 - 17. júní 1930. Prestur á Bergsstöðum í Svartárdal 1876-1885 og síðar á Auðkúlu í Svínadal, Hún. 1885-1920

Þorbjörg Halldórsdóttir (1851-1895) Auðkúlu

  • HAH07411
  • Einstaklingur
  • 12.10.1851 - 18.8.1895

Þorbjörg Halldórsdóttir 12. október 1851 - 18. ágúst 1895. Húsfreyja í Auðkúlu. Var í Laxamýri, Húsavíkursókn, S-Þing. 1860.

Valdís Jónsdóttir (1886-1929) Gautsdal

  • HAH06773
  • Einstaklingur
  • 1.9.1886 - 25.5.1929

Valdís Jónsdóttir 1. september 1886 - 25. maí 1929. Var á Ljótshólum, Auðkúlusókn, Hún. 1890 og 1901. Lausakona Auðkúlu 1910. Húsfreyja Gautsdal 1920.

Sigurður Sigurðsson (1829-1897) Skeggstöðum Svartárdal

  • HAH07472
  • Einstaklingur
  • 3.7.1829 - 2.5.1897

Sigurður Sigurðsson 3. júlí 1829 - 2. maí 1897. Bóndi og hreppstjóri á Skeggsstöðum í Svartárdal, A-Hún. Var í Miðhúsum, Þingeyrarklausturssókn, Hún. 1835. Kom 1844 frá Miðhúsum að Mörk í Bergsstaðasókn. Bóndi á Vakurstöðum, Spákonufellssókn, Hún. 1860. Bóndi á Æsustöðum, Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1870. Húsbóndi, söðlasmiður á Skeggstöðum, Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1880.

Margrét Gísladóttir (1865-1895)-Stóru-Giljá 1890

  • HAH07473
  • Einstaklingur
  • 29.6.1865 - 1895

Margrét Gísladóttir 29.6.1865 - 1895. Stóru-Giljá 1890. Var á Húnstöðum, Hjaltabakkasókn, Hún. 1870. Dóttir bónda á Húnsstöðum, Hjaltabakkasókn, Hún. 1880.

Jón Jónsson (1824-1900) Melum í Hrútafirði.

  • HAH05605
  • Einstaklingur
  • 25.12.1824 - 3.6.1900

Jón Jónsson 25.12.1824 - 3.6.1900. Hreppstjóri og bóndi á Melum í Hrútafirði. Bóndi á Melum, Staðarsókn í Hrútafirði, Hún. 1855. Sagður fóstursonur sýslumanns í mt 1835.

Jón Ásgeirsson (1839-1898) Þingeyrum

  • HAH05509
  • Einstaklingur
  • 16.3.1839 - 26.7.1898

Var í Kollafjarðarnesi, Fellssókn, Strand. 1845. Síðar bóndi á Þingeyrum í Sveinstaðahr. A.-Hún. Ekkill á Þingeyrum, Þingeyrasókn, Hún. 1880. Einkabarn.

Lárus Björnsson Blöndal (1836-1894) sýslum Kornsá

  • HAH07410
  • Einstaklingur
  • 16,11,1836 - 12.5.1894

Lárus Þórarinn Björnsson Blöndal 16. nóvember 1836 [15.11.1836] - 12. maí 1894. Fæddur í Hvammi í Vatnsdal. Sýslumaður á Staðarfelli á Fellsströnd og í Innri-Fagradal, Dal. Síðar sýslumaður og alþingismaður á Kornsá í Vatnsdal, A-Hún. Var á Staðarfelli, Staðarfellssókn, Dal. 1870. Riddari af dbr. „Gleðimaður mikill og annálað karlmenni, en jafnframt hinn glæsilegasti maður og kom hvarvetna vel fram“, segir í Dalamönnum

Heilbrigðisstofnun Norðurlands Blönduós (2014)

  • HAH10129
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 2014

Heilbrigðisstofnun Norðurlands tók til starfa þann 1. október 2014 við sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi annarra en Sjúkrahússins á Akureyri og nokkurra hjúkrunar- og dvalarheimila. Heilbrigðisstofnun Norðurlands veitir heilsugæsluþjónustu, sjúkrahúsþjónustu auk öldrunarþjónustu í formi hjúkrunar- og dvalarrýma.
Áður fyrr um áramótin 1955-1956 var hið nýja hús tekið í notkun og hét stofnunin þá Héraðshæli Austur-Húnvetninga. Þar var veitt öll almenn læknisþjónusta og m.a. rekin bæði skurðdeild og fæðingardeild. Þar var einnig hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Í húsinu voru einnig nokkrar íbúðir fyrir starfsmenn. Í seinni tíð hafa þær aðallega verið nýttar fyrir afleysingafólk. Lengstum hefur sú starfsemi sem fram fer í húsinu verið tvískipt rekstrarlega og kallast Sjúkrahús Austur-Húnvetninga og Heilsugæslan á Blönduósi. Við þessar aðstæður hefur rekstur skipst á tvö viðfangsefni í fjárlögum og sérstakt stjórnkerfi verið yfir hvorri stofnun um sig. Árið 1998 voru þessar tvær stofnanir sameinaðar í Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi.

Ingibjörg Eyfells (1895-1977) Handavinnukennari

  • HAH6004
  • Einstaklingur
  • 4. des. 1895 - 24. feb. 1977

Handavinnukennari og verslunarkona. Húsfreyja á Skólavörðustíg 4 b, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.

Sigfús Blöndal Halldórsson (1891-1968) ritstjóri Heimskringlu, skólastjóri Akureyri 1930

  • HAH06778
  • Einstaklingur
  • 27.12.1891 - 10.8.1968

Sigfús Blöndal Halldórsson 27.12.1891 - 10.8.1968. Var í Höfnum, Hofssókn, Hún. 1901. Var í Reykjavík 1910. Skólastjóri og skrifstofumaður. Ritstjóri Heimskringlu í Winnipeg. Skólastjóri á Akureyri 1930. Nefndur Sigfús Halldórs frá Höfnum. Hann andaðist 10. ágúst 1968 að Vífílsstöðum. Hann var fæddur 27. desember 1891 að Þingeyrum. Einkabarn

Ögn Eyjólfsdóttir (1854-1940) Krossanesi

  • HAH07471
  • Einstaklingur
  • 4.7.1854 - 14.4.1940

Ögn Eyjólfsdóttir 4. júlí 1854 - 14. apríl 1940. Fædd á Illugastöðum. Tökubarn Litluborg 1855, fósturbarn Geitafelli 1860, léttastúlka Krossanesi 1870. Húsfreyja á Ósum og í Krossanesi, Þverárhr., V-Hún. Húsfreyja á Krossanesi, Tjarnarsókn, Hún. 1880. Var á Vesturhópshólum, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930.

Ragnhildur Guðmannsdóttir (1872-1914) Ytra-Hóli

  • HAH07089
  • Einstaklingur
  • 22.12.1872 - 30.8.1914

Ragnhildur Guðmannsdóttir 22. desember 1872 [15.12.1872] - 30. ágúst 1914. Krossanesi 1880 og 1890. Húsfreyja á Ytra-Hóli á Skagaströnd 1910.

Veiðifélagið Veiðikló (1974)

  • HAH10131
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1974

Veiðifélagið var stofnað á Blönduósi 7.febrúar 1974 og var kosin bráðabirgðastjórn og hlutu kosningu þeir:
Ólafur Sigfússon og Valur Snorrason. Félagsmenn urðu 18 talsins svo vitað sé.

María Magnúsdóttir (1909-2005) Njálsstöðum. Kvsk á Blö 1933-1934

  • HAH07786
  • Einstaklingur
  • 22.11.1909 - 10.2.2005

María Karólína Magnúsdóttir fæddist á Njálsstöðum í Vindhælishreppi 22.11.1909. Ólst upp með foreldrum á Bergsstöðum, Þverá og Sæunnarstöðum í Vindhælishr. Var á Bergsstöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Ljósmóðir í Engihlíðarumdæmi 1931-1936, í Bólstaðarhlíðarumdæmi 1933-1935, í Sauðárkróks-og Skarðshreppsumdæmi og á Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki 1936-1979. Fluttist til Hafnarfjarðar 1979 og vann þar við heimilishjálp á vetrum til 1979 en á Löngumýri í Skagafirði á sumrin. Vann einnig við mæðra- og ungbarnaeftirlit á Sauðárkróki. Síðast bús. í Hafnarfirði.
Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði 10. febrúar 2005. Útför Maríu fór fram frá Sauðárkrókskirkju 26.2.2005 og hófst athöfnin klukkan 14.

Þorvaldur Bjarnarson (1840-1906) prestur Mel í Miðfirði

  • HAH07443
  • Einstaklingur
  • 19.6.1840 - 7.5.1906

Þorvaldur Bjarnarson 19.6.1840 - 7.5.1906. Var í Belgsholti, Melasókn, Borg. 1845. Prestur á Reynivöllum í Kjós 1867-1877 og síðar á Mel í Miðfirði, Hún. frá 1877 til dauðadags. Fórst í Hnausakvísl.

Sigríður Hjálmarsdóttir (1834-1908) Holtastaðakoti

  • HAH06745
  • Einstaklingur
  • 21.1.1834 - 25.2.1908

Sigríður Hjálmarsdóttir f. 21. jan. 1834 d. 25. febr. 1908. Ljósmóðir og húsfreyja í Holtastaðakoti í Langadal, Engihlíðarhr., A-Hún. Var með föður sínum á Minni-Ökrum í Miklabæjarsókn, Skagafirði 1845. Blönduósi 1880.

Magnús Magnússon (1856-1909) Hurðarbaki

  • HAH06664
  • Einstaklingur
  • 3.10.1856 - 11.8.1909

Magnús Magnússon 3. október 1856 - 11. ágúst 1909. Bóndi á Hurðarbaki á Ásum, Torfalækjarhr., A-Hún. Var í Holti, Hjaltabakkasókn, Hún. 1860.

Ingunn Pálsdóttir (1867-1948) Akri

  • HAH06708
  • Einstaklingur
  • 11.5.1867 - 3.6.1948

Húsfreyja Akri. Ekkja á Njálsgötu 32 b, Reykjavík 1930. Ekkja Steinnesi 1920.

Sigurgeir Pálsson Bardal (1829-1925) Skárastöðum

  • HAH07111
  • Einstaklingur
  • 5.9.1829 - 16.5.1925

Sigurgeir Pálsson 5. september 1829 - 16. maí 1925. Var á Hólum, Þverársókn, S-Þing. 1845. Bóndi á Grímsstöðum við Mývatn um 1853-55 og í Svartárkoti, Bárðardal, S-Þing. 1855-71 og síðar á Skárastöðum, Hún. Fór til Vesturheims 1900, (er ekki í Vesturfaraskrá skv íslendingabók). Fór frá Bjargi 1900. Tók upp nafnið Bardal.

Ragnheiður Árnadóttir (1859) Fremrifitjum

  • HAH07540
  • Einstaklingur
  • 19.8.1859 -

Ragnheiður Árnadóttir 19.8.1859. Harastöðum 1860 og 1870, Neðri-Þverá 1880 Neðra-Vatnshorni 1890. Húsfreyja í Fremrifitjum, Staðarbakkasókn, Hún. 1901. Var í Gröf í Kirkjuhvamss., V-Hún. 1910. Ekkja Ísafirði 1920

Jóhannes Guðmundsson (1850-1906) Auðunnarstöðum

  • HAH05442
  • Einstaklingur
  • 4.8.1850 - 23.5.1906

Jóhannes Guðmundsson 4. ágúst 1850 - 23. maí 1906. Húsbóndi á Hörghóli, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1880. Bóndi á Auðunnarstöðum, Víðidalstungusókn, Hún. 1901.

Páll Sigþór Pálsson (1916-1983) Hæstaréttarlögmaður

  • HAH09465
  • 29.01.1916-11.07.1983

Páll Sigþór Pálsson hæstaréttarlögmaður fæddist í Sauðanesi í Torfalækjarhreppi 29.1. 1916. Hann var sonur Páls Jónssonar, bónda og búfræðings í Sauðanesi, og Sesselju Þórðardóttur frá Steindyrum.

Meðal systkina Páls má nefna dr. Hermann, fyrrv. prófessor við Edinborgarháskóla; Gísla, fyrrv. oddvita að Hofi í Vatnsdal; Hauk, bónda á Röðli, og Ríkharð tannlækni.

Eiginkona Páls var Guðrún Stephensen, kennari, forstöðumaður á leikskólum í Reykjavík og starfsmaður á Þjóðminjasafni.

Börn þeirra Páls eru lögfræðingarnir Stefán og Páll Arnór; Signý, skrifstofustjóri menningarmála hjá Reykjavíkurborg; Sesselja forstjóri; Þórunn, kennari og leikari; Sigþrúður sem er látin, bar listamannsnafnið Sissú og var myndlistarmaður og arkitekt, dr. Anna Heiða bókmenntafræðingur og Ívar, viðskiptafræðingur og útflytjandi í Reykjavík.

Sonur Páls frá því áður og Kristínar Gísladóttur er dr. Gísli Hlöðver Pálsson, ættleiddur sem Jack Gilbert Hills, stjarneðlisfræðingur í Bandaríkjunum.

Páll lauk kennaraprófi frá KÍ 1937, stúdentsprófi frá MR 1940 og embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1945. Hann var barnaskólakennari við Barnaskólann í Mýrarhúsum, Barnaskólann í Keflavík og Innri-Njarðvíkum og Miðbæjarskólann í Reykjavík á árunum 1937-42 og kenndi við Kvennaskólann í Reykjavík í tíu ár. Hann var framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda 1947-56 en stundaði jafnframt málflutning með öðrum störfum og starfrækti síðan eigin málflutningsstofu í Reykjavík frá 1956 og til æviloka. Páll var um langt skeið í hópi virtustu málflutningsmanna, gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, var t.d. formaður Húseigendafélags Íslands, Lögmannafélags Íslands og The World Peace Through Law Center, og sat í fjölda opinberra nefnda, einkum um margvíslegar lagabreytingar. Páll lést 11.7. 1983.

Sigurður Líndal (1931) Lagaprófessor

  • HAH09466
  • 02.07.1931

Sigurður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1951 og BA-prófi í latínu og mannkynssögu frá Háskóla Íslands árið 1957, embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1959 og MA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1968. Hann lauk einkaflugmannsprófi árið 1968 og stundaði nám í réttarsögu við Kaupmannahafnarháskóla árið 1960, við Háskólann í Bonn í Þýskalandi 1961-1962 og University College í Oxford árið 1998 og 2001.
Hann var dómarafulltrúi við embætti Borgardómara í Reykjavík 1959-1960 og 1963-1964, hæstaréttarritari við Hæstarétt Íslands frá 1964-1972, var prófessor við lagadeild Háskóla Íslands frá 1972-2001. Árið 2007 var hann ráðinn prófessor við Háskólann á Bifröst og var þar um skeið. Hann var dómari í Félagsdómi 1974-1980, forstöðumaður Lagastofnunar Háskóla Íslands frá 1976-2001, forseti Hins íslenzka bókmenntafélags frá 1967-2015. Hann var í stjórn Stofnunar Árna Magnússonar frá 1996-2006, var ráðunautur landstjórnar Færeyja í sjálfstæðismálum 1997-2000. Frá 2002-2005 var hann formaður rannsóknarnefndar til að rannsaka flugslys í Skerjafirði Sigurður hefur ritað mikið um kenningar í lögfræði, sagnfræði og stjórnmálafræði og ritstýrt fjölda verka á þessum fræðasviðum. Á sjötugsafmæli hans árið 2001 var gefin út bókin Líndæla sem er safn greina sem ritaðar voru honum til heiðurs.

Ólafur Jónsson (1934-2021) frá Steiná

  • HAH09481
  • Einstaklingur
  • 13. nóv. 1934 - 12. mars 2021

Ólaf­ur Blóm­kvist Jóns­son var fædd­ur í Kefla­vík þann 13. nóv­em­ber 1934. Hann andaðist á heim­ili sínu á Blönduósi þann 12. mars 2021. For­eldr­ar Ólafs voru hjón­in Jón Þór­ar­ins­son frá Kefla­vík, f. 16. mars 1915, d. 30. ág­úst 1983, og Ey­dís Ein­ars­dótt­ir frá Merki í Grinda­vík, f. 27. júní 1911, d. 23 sept­em­ber 2003. Ólaf­ur átti tvo bræður, Sig­urð Blóm­kvist, f. 27. júlí 1932, d. 31. janú­ar 2014, og Þór­ar­in Blóm­kvist, f. 13. nóv­em­ber 1944.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Ólafs er Jóna Anna Stef­áns­dótt­ir, f. 13. mars 1935 á Steiná í Svar­tár­dal. For­eldr­ar henn­ar voru Stefán Þór­ar­inn Sig­urðsson frá Steiná í Svar­tár­dal og Ragn­heiður Rósa Jóns­dótt­ir frá Skotta­stöðum i Svar­tár­dal.

Ólaf­ur og Jóna Anna gengu í hjóna­band þann 13. nóv­em­ber 1959 á Ak­ur­eyri.

Ólöf Guðmundsdóttir (1836-1925) Svertingsstöðum Miðfirði

  • HAH06746
  • Einstaklingur
  • 17.3.1836 - 3.3.1925

Ólöf Guðmundsdóttir 17.3.1836 - 3.3.1925. Húsfreyja á Efri-Svertingsstöðum. Var á Síðu, Breiðabólsstaðarsókn, Hún. 1845. Var á Ytri-Völlum, Melstaðasókn, Hún. 1860. Vinnukona í Gröf, Þingeyrasókn, Hún. 1870. Húsfreyja á Urðarbaki, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1880

Hrólfur Jakobsson (1878-1910) frá Illugastöðum

  • HAH06543
  • Einstaklingur
  • 8.1.1878 - 20.12.1910.

Fór til Vesturheims 1904 frá Illugastöðum, Kirkjuhvammshreppi, Hún. Kom aftur til Íslands 1906. Útgerðarmaður og skipstjóri Ísafirði. Drukknaði. Ókvæntur.

Kristín Indriðadóttir (1873-1941) Ytri-Ey

  • HAH06620
  • Einstaklingur
  • 21.2.1873 - 2.5.1941

Kristín Guðmundína Indriðadóttir 21.2.1873 - 2.5.1941. Var á Efri-Skúf, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1880. Var á Ytri-Ey, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1890. Húsfreyja í Ytri-Ey á Skagaströnd. Húsfreyja á Ytri-Ey, Hofssókn, A-Hún. 1930.

Klara Hall (1911-1997) Litla-Enni

  • HAH07763
  • Einstaklingur
  • 5.8.1911 - 7.2.1997

Klara Jakobsdóttir Hall 5.8.1911 - 7.2.1997. Var í Litla-Enni, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1920. Vinnukona á Lauganesspítala, Reykjavík 1930. Ekkja í Reykjavík 1945. Verkakona. Síðast bús. í Reykjavík.

Valgerður Jónsdóttir (1917-2011) Skálholtsvík

  • HAH07843
  • Einstaklingur
  • 30.5.1917 - 23.11.2011

Valgerður Jónsdóttir fæddist í Miðhúsum, Hrútafirði, 30. maí 1917. Var í Skálholtsvík, Prestbakkasókn, Strand. 1930. Verslunarstarfsmaður í Reykjavík. Hún ólst upp á Kirkjubóli Steingrímsfirði til 8 ára aldurs, síðan í Skálholtsvík í Hrútafirði. Valgerður og Kjartan bjuggu yfir 40 ár í Karfavogi 34. Eftir að Kjartan lést flutti hún á Kleppsveg 62 og síðan yfir á Hrafnistu. Hún lést á þar 23. nóv. 2011. Valgerður var jarðsungin frá Áskirkju, föstudaginn 2. desember 2011, kl. 13.

Jón Björnsson Burns (1858-1947) frá Útibleiksstöðum

  • HAH05789
  • Einstaklingur
  • 1.8.1858 - 3.5.1947

Jón Ágúst Björnsson 1.8.1858. Var á Útibleikstöðum, Melstaðarsókn, Hún. 1870. Vinnumaður á Staðarbakka, Staðarbakkasókn, Hún. 1880. Fór til Vesturheims 1886 frá Efri Núpi, Torfastaðahreppi, Hún. Winnipeg 1890.
Jón Ágúst Björnsson (Burns) Sigvaldasonar frá Útibleiksstöðum á Heggstaðanesi í Miðfirði í Húnavatnssýslu er fæddur 1858. Móðir hans var Ingibjörg Aradóttir, ættuð úr sömu sýslu. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum þar til hann var 17 ára. En vann eftir það á ýmsum stöðum, mest við sjó.

Sveinbjörn Jónsson (1894-1979) Snorrastöðum Kolbeinsstaðahreppi

  • HAH09549
  • Einstaklingur
  • 4. sept. 1894 - 19. jan. 1979

Aðfaranótt 19. janúar lést merkisbóndinn Sveinbjörn á Snorrastöðum i Kolbeinsstaðahreppi. Sveinbjörn fæddist að Snorrastöðum 4. sept. 1894 og var því á 85. aldursári er hann lést. Hann var sonur hjónanna Jóns Guðmundssonar (1835-1916) og konu hans Sólveigar Magnúsdóttur (1850-1922).

Systkin hans voru:

Magnús Jónsson, 4. febr. 1878 - 9. ágúst 1955

Guðrún Elísabet Jónsdóttir, 25 ágúst 1884 - 9. júní 1916

Margrét Jónsdóttir, 4 ágúst 1888 - 21. júní 1968

Stefán Lýður Jónsson, 10 marz 1893, 9. des. 1969

Kristján Jónsson, 24 apríl 1897 - 31. ágúst 1990

Hann ólst upp á Snorrastöðum i hópi margra systkina á miklu menningarheimili. Tvítugur fór hann til náms á Hvitárbakkaskóla til Sigurðar Þórólfssonar og var þar tvo vetur 1914-1916. Að námi loknu sneri hann aftur heim og vann að búi foreldra sinna fyrst i stað. Hann tók að sér barnakennslu i Kolbeinsstaðahreppi haustið 1919 og var kennari i sex vetur samfleytt að mestu og einn vetur jafnframt i Miklaholtshreppi. Síðan varð hlé í fjóra vetur. Þá tók hann við kennslustarfi aftur og hélt því samfellt til 1959 eða í 30 vetur. Hann hóf búskap á Snorrastöðum ásamt Magnúsi bróður sinum 1922 og bjuggu þeir i sambýli til þess að Magnús lést 1955. Í fyrstu stóð Margrét systir þeirra fyrir búi með þeim bræðrum en vorið 1931 kvæntist Sveinbjörn Margréti Jóhanna Sigríður Jóhannesdóttir (1905-1995) frá Haukatungu í Kolbeinsstaðahreppi.

Börn þeirra eru, eftir aldursröð:

Haukur, (6. feb. 1932 - 8. mars 2020) kvæntur Ingibjörgu Jóndóttur. Dóttir þeirra er Branddís Margrét.

Friðjón, (11. mars 1933 - 1. sept. 1990) kvæntur Björk Halldórsdóttur. Dætur þeirra eru Sigríður, Margrét og Halldóra Björk.

Jóhannes Baldur (29. júní 1935 - 23. okt. 2002). Var kvæntur Sigrúnu Ólafsdóttur. Börn þeirra eru Margrét J.S. og Ólafur Daði.

Kristín Sólveig, (17. mars 1941 - 8. mars 1992) gift Grétari Haraldssyni. Börn þeirra eru Margrét, Jóna Björk og Sveinbjörn Snorri.

Helga Steinunn, (20. jan. 1943) gift Indriða Albertssyni. Börn þeirra eru Helga, Margrét Kristín, Sveinbjörn og Magnús.

Elísabet Jóna. (20. des. 1946) Var gift Baldri Gíslasyni. Börn þeirra eru Stefanía og Gísli Marteinn.

Fyrir hjónaband eignaðist Margrét son, Kristján Benjamínsson, (5. okt. 1923 - 23. okt. 2013) sem kvæntur er Huldu Guðmundsdóttur. Börn þeirra eru Kristín Berglind og Broddi.

Sveinbjörn tók ungur mikinn þátt í félagsmálastarfi sveitar sinnar og héraðs og kom víða við í þeim störfum. Hann hóf félagsmálastörfin eins og margir aðrir ungir menn i ungmennafélaginu Eldborg og formaður þess var hann frá 1920-1930. Þá var hann einn af þeim sem gekkst fyrir stofnun héraðssambands ungmennafélaganna á Snæfellsnesi og var kjörinn i fyrstu stjórn héraðssambandsins á stofnfundi þess 1922 og sat i þeirri stjórn til 1939. Hann var kjörinn heiðursfélagi sambandsins á fjörutíu ára afmæli þess 1962. Sveinbjörn var kosinn i hreppsnefnd 1931 og sat samfellt i hreppsnefndinni til 1942 en þá varð hlé á til 1950 að hann var kosinn aftur í hreppsnefndina og sat þá i henni átta ár sem oddviti. En oddviti var hann alls í 12 ár. Sýslunefndarmaður var hann 1946-1950. Hann var kosinn i sóknarnefnd 1929 og jafnframt safnaðarfulltrúi fyrir Kolbeinsstaðakirkju. Hann lét sér mjög annt um málefni kirkjunnar og var mjög lengi i safnaðarstjórn. Sveinbjörn var mjög oft fulltrúi sveitar sinnar á búnaðarsambandsfundum og einnig var hann oftsinnis fulltrúi á fundum Kaupfélags Borgfirðinga. Hann hafði mikinn áhuga á framförum á sviði landbúnaðar og taldi að samvinna bænda gæti leyst ýmis vandamál bændastéttarinnar. Hann sat stofnfund Ræktunarsambands Snæfellinga og studdi þann félagsskap með ráðum og dáð fyrstu bernskusporin. Sveinbjörn var kosinn í nýbýlanefnd Snæfellinga 1946 og átti lengi sæti i henni. Þá átti hann sæti i yfirskattanefnd sýslunnar frá 1951-1962. Og enn fleiri félagsstörfum sinnti hann. T.d. var hann formaður slysavarnarfélags Kolbeinsstaðahrepps. Einnig var hann námsstjóri i þrjú ár i sex hreppum á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Mýrum, þ.e. 1931-1933. Það mátti segja að um áratugi væri Sveinbjörn einn mesti félagsmálamaður á Snæfellsnesi og hann kæmi nær alls staðar við sögu i því efni. Hann var skemmtilegur fundarmaður, — gamansamur í ræðuflutningi og talaði gott mál enda fjöllesinn og sérlega næmur á þau efni. A Snorrastöðum var bókleg iðja stundu meir en títt er almennt, og ef gesti bar þar að garði var gjarnan rætt um bókmenntir og félagsmál. Var þá oft glatt á hjalla og stundin fljót að líða. Snorrastaðaheimilið hefur verið menningarsetur og margur hefur komið þangað og notið þess að fræðast og gleðjast af viðræðum við heimilisfólkið. Þjóðleg gestrisnihefur verið rækt þar eins og best verður gert. Snorrastaðir liggja suðaustanvert við Eldborgarhraun. Land jarðarinnar stórt og gott. Ræktunarland er mikið og beitiland er einnig viðáttumikið. Þar ilmar sterkt í gróandanum á vorin. Selveiði er í Kaldárósi og lítils háttar veiði í Kaldá. Skóglendi er i Eldborgarhrauni. Bæjarstæði er fagurt og hlýlegt. Um skeið var Haukur Sveinbjörnsson I félagsbúi með foreldrum sinum uns hann kvæntist og byggði nýbýlið Snorrastaði II 1968-1970. Færðist búskapurinn þá meir á hans hendur. Búskapar umsvif voru lengst af mikil og hefur fjölskyldan verið samhent við dagleg störf og farist farsællega búreksturinn. Sveinbjörn varð fyrir því að veikjast á góðum starfsaldri eða um sextugt. Dró hann þá smám saman úr búskaparumsvifum, þó hann nyti í því efni bróður síns Kristjáns, sem alla tíð hefur verið í búskapnum með honum, auk þess sem börnin voru þá flest uppkomin og aðstoðuðu eftir getu. Þennan sjúkdóm losnaði Sveinbjörn aldrei við og dró hann sig því í hlé bæði í félagsmálum og einnig smám saman í búskapnum líka. En með lítilli áreynslu leið honum miklu betur og var jafnan hress og glaður til hinstu stundar.

Hólmfríður Jónsdóttir (1903-1967) Undirfelli

  • HAH07199
  • Einstaklingur
  • 1.6.1903 - 20.1.1967

Hólmfríður Steinunn Jónsdóttir 1. júní 1903 - 20. janúar 1967. Húsfreyja á Undirfelli, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var í Undirfelli, Áshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Áshreppi.

Anna Guðmundsdóttir (1926-2010) Laugabóli

  • HAH01019
  • Einstaklingur
  • 12. júní 1926 - 1. apríl 2010

Vann ýmis störf eins og á sjúkrahúsi, í rækjuvinnslu og við þrif. Var á Þorfinnsstöðum, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Var að Laugabóli, Ytri-Torfustaðahr., V-Hún. 1957.
Maður hennar 25.12.1947; Ingólfur Albert Guðnason 27. febrúar 1926 - 14. mars 2007 Var í Fremri-Vatnadal, Staðarsókn, V-Ís. 1930. Var að Laugabóli, Ytri-Torfustaðahr., V-Hún. 1957. Hreppstjóri, sparisjóðsstjóri og Alþingismaður á Hvammstanga.

Lárus Jónsson (1953) Blönduósi

  • HAH07499
  • Einstaklingur
  • 12.3.1953 -

Lárus Björgvin Jónsson 12.3.1953. Var á Bakka, Áshr., A-Hún. 1957. Framkvæmdastjóri Blönduósi

Eftirlits- og fóðurbirgðafélag Engihlíðarhrepps (1931)

  • HAH10136
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1931

Félagið heitir Eftirlits- og fóðurbirgðafélag Engihlíðarhrepps og nær yfir allan Engihlíðarhrepp í Austur Húnavatnssýslu. Félagið er stofnað samkvæmt heimild í lögum um búfjárrækt, nr. 32, 8. september 1931, IV. kafla og starfa samkvæmt þeim.
Tilgangur félagsins er:
Að koma í veg fyrir fóðurskort á félagssvæðinu.
Að rannsaka hvernig fóðrun búpenings sé hagkvæmust og færa hana í það horf.
Að koma á samvinnu um kaup eða framleiðslu kjarnfóðurs, eftir því sem félaginu þykir henta.
Félaginu stýrir þriggja manna stjórn, tveir kosnir af aðalfundi félagsins en einn af hreppsnefnd.

Búnaðarfélag Engihlíðarhrepps (1884)

  • HAH10138
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1884

Félagið var stofnað árið 1884 og voru stofnfélagar:
Árni Á. Þorkelsson, Frímann Björnsson, Jósafat Jónatansson, þeir mynduðu undirbúningsstjórn, Eggert Eggertsson, Halldór Konráðsson, Einar Þorkelsson, Árni Hannesson og Jón Stefánsson. Stofnfundurinn var haldinn í þinghúsi hreppsins, sem þá var í Engihlíð. Þeim Árna, Frímanni og Jósafat var falið að semja lög fyrir félagið, og var frumvarp þeirra samþykkt með litlum breytingum á næsta fundi félagsins, sem haldinn var 26. apríl sama ár. Á þeim fundi var jafnframt kosin formleg stjórn:
Forseti, Árni Á. Þorkelsson, skrifari, Jósafat Jónatansson, féhirðir, Frímann Björnsson, allir með 7 atkvæðum.
Formenn félagsins frá upphafi voru:
Árni Á. Þorkelsson 1884-1902. 1903-1906.
Stefán Eiríksson á Refsstöðum 1902-1903.
Jónatan Líndal 1906-1933.
Hilmar Frímannsson 1933-1960.
Sigurður Þorbjarnarson 1960-1962.
Jakob Sigurjónsson í Glaumbæ 1962-1969.
Valgarður Hilmarsson 1969-1973.
Árni Jónsson 1973-1983.
Ágúst Sigurðsson 1983-
Komið var á fót félagsræktun á Neðri-Lækjardalsmelum árið 1979. Starfsvettvangur félagsins hefur verið viðfeðmur og margbreytilegur. Ljóst er að Búnaðarfélag Engihlíðarhrepps hefur markað greinileg og varanleg spor í búnaðarsögu sveitarinnar.

Jónas Eggert Tómasson (1928-1997) Handavinnukennari og bóndi

  • HAH09558
  • Einstaklingur
  • 9. jan. 1928 - 12. maí 1997

Jónas Eggert Tómasson fæddist í Sólheimatungu í Stafholtstungum 9. 1928. Hann andaðist á heimili sínu í Sólheimatungu 12. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Sigurlín Sigurðardóttir, húsfreyja, fædd á Hólmlátri á Skógarströnd 26. janúar 1892, dáin 13. nóvember 1974, og Tómas Jónasson, bóndi í Sólheimatungu, fæddur 2. desember 1881 í Örnólfsdal í Þverárhlíð, dáinn 5. nóvember 1954.
Systkini Jónasar eru:

  1. Guðrún María, f. 31. ágúst 1929, maki Jóhannes Guðmundsson, þau eiga fjögur börn.
  2. Sigurður, f. 5. febrúar 1931, maki Rita Elisabeth Larsen, þau eiga tvær dætur.
    3) Guðríður, f. 7. maí 1933, maki Björn Stefánsson, þau eiga þrjá syni.
    Jónas var ókvæntur og barnlaus.

Eftir fullnaðarpróf stundaði Jónas nám við Reykholtsskóla í einn vetur, síðan tvo vetur við Flensborgarskóla í Hafnarfirði og lauk þaðan gagnfræðaprófi vorið 1948. Vorið 1951 lauk Jónas prófi sem smíðakennari frá kennaradeild Handíða- og myndlistaskólans. Þar á eftir stundaði hann nám við handavinnudeild Kennaraskóla íslands, prófi þaðan lauk hann vorið 1953 og öðlaðist þar með full kennsluréttindi i handavinnu í barnaskólum og skólum gagnfræðastigsins. Að námi loknu stundaði hann kennslu í heimasveit sinni í nokkur misseri, en sneri sér síðan að búskap með Sigurði bróður sínum á föðurleifð þeirra eftir andlát Tómasar síðla árs 1954. Sinnti hann bústörfum í Sólheimatungu til dauðadags. Jónas gegndi margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum svo sem hreppsnefndarmaður en það höfðu áður verið faðir hans og afi, Jónas Eggert Jónsson. Jónas var formaður stjórnar Veiðifélags Gljúfurár frá stofnun til dánardægurs.

Sigríður Þorsteinsdóttir (1891-1980) Reykjavík

  • HAH09331
  • Einstaklingur
  • 25. maí 1891 - 31. okt. 1980

Sigríður Jónína Þorsteinsdóttir (1981-1980) fædd og búsett að Vesturgötu 33, Reykjavík og rak lengi (um 50 ár) saumastofu að Nýlendugöru 11, Reykjavík en hún lærði kjólasaum í Kaupmannahöfn 1916-1918.

Guðrún Arason (1903-1951) Víðimýri

  • HAH04265
  • Einstaklingur
  • 16.3.1903 - 8.9.1951

Guðrún Björnsdóttir Arason 16. mars 1903 - 8. september 1951 Húsfreyja á Víðimýri, Víðimýrarsókn, Skag. 1930. Húsfreyja á Víðimýri og á Sauðarkróki.

Jón Jónsson (1912-1965) Stóradal

  • HAH05627
  • Einstaklingur
  • 11.4.1912 - 14.10.1965

Jón Jónsson 11. apríl 1912 - 14. október 1965. Var í Stóradal, Svínavatnssókn, A-Hún. 1930. Búfræðingur og bóndi í Stóradal, A-Hún.

Valdimar Sigurgeirsson (1889-1967) Gunnfríðarstöðum

  • HAH8844
  • Einstaklingur
  • 24.9.1889 - 15.1.1967

Bóndi á Brekku í Seyluhreppi, Selhaga á Skörðum og lengst á Gunnfríðarstöðum í Langadal. Var í Hamrakoti,Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi.

Valdimar Stefán Sigurgeirsson var fæddur að Miðsitju í Blönduhlíð í Skagafirði, 24. sept 1889. Valdimar var vinsæll maður, lundléttur og glaðvær, greiðasamur og góðlyndur. Hann var mikill skepnuvinur, einkum hafði hann yndi af hestum og þótti sérlega laginn tamningamaður. Hann var bókhneigður, minnugur og fróður um margt, sönghneigður og hafði lært að spila á orgel og mun hafa verið kirkjuorganisti í Skagafirði um skeið. Hann andaðist á héraðshælinu á Blönduósi 15. janúar

Niðurstöður 401 to 500 of 953