- HAH00729
- Fyrirtæki/stofnun
- (1000-2019)
Uppfrá Húnafirði austanverðum, milli Blöndu og Laxár á Refasveit liggja byggðarlög þau, og að nokkru afréttir sem tilheyra Engihlíðarhreppi. Ræður Blanda merkjum sveitar að sunnan og vestan nema neðst við ósinn þar sem Blönduós liggur sem áður tilheyrði Enni, en var lögð undir þorpið með eignarnámi 1936.
Víðidalur norðan skarðs að Grjótá liggur undir hreppinn en Grjótá og Víðidalsá skipta löndum milli Húnvetninga og Skafirðinga.
Landsvæði sem liggur að sjó er melsvæði láréttir gróðursnauðir en auðræktaðir, uppblásið land frá fornu fari. Frammi við sjó eru 3 bæir, í daglegu tali nefndir Bakkabæir eða Neðribyggð. Nokkuð austan Neðribyggðar standa 3 bæir í röð neðarlega í brekku höllum gróinnar hálsbungu, sem skorin er frá nyrstahluta Langadalsfjalls af daldragier Kaldbakur nefnist og opnast til suðvesturs ofan Björnólfsstaða en til norðausturs ofan Mýrarbæja.
Vestanhallt við norðuröxl þessar hábungu standa tveir bæir, allir þessir bæir nefnast Efribyggð, en svæðið allt Refasveit, sem þykir munntamara en hið raunverulega nafn, Refborgarsveit en nafnið er dregið af klettaborg í landi Síðu.
Laxá skiptir löndum milli Engihlíðarhrepps og Vindhælissveitar.
Á Laxárdal ná Húnvetnsk fjöll mestri hæð. Fjallið sunnan Vestárskarðs er 1052 m og Refsstaðahnjúkurinn 1052.