Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Helgi Árnason (1949-2012) Patreksfirði
Parallel form(s) of name
- Helgi Árnason Patreksfirði
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
19.3.1949 - 29.3.2012
History
Helgi Árnason var fæddur að Hvallátrum í Rauðasandshreppi 19. mars 1949. Búfræðingur, húsasmiður, útgerðarmaður og vörubílstjóri á Patreksfirði. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum.
Helgi ólst upp í Neðri-Tungu í Örlygshöfn. Hann byggði húsið Ás í Örlygshöfn og bjó þar frá árinu 1976 til ársins 1998. Frá árinu 1998 til dauðadags bjó hann á Patreksfirði
Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 29. mars 2012.
Útför Helga fór fram frá Patreksfjarðarkirkju 7. apríl 2012, kl. 14.
Places
Hvallátur; Neðri-Tunga í Örlygshöfn; Ás í Örlygshöfn; Patreksfjörður:
Legal status
Hann gekk í farskóla í Rauðasandshreppi og einn vetur í unglingaskóla á Patreksfirði. Veturinn 1964-65 stundaði hann nám við Íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal. Veturna 1965-67 stundaði hann nám við Bændaskólann á Hvanneyri og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur árið 1967. Helgi lærði húsasmíðar hjá ömmubróður sínum Gunnari Össurarsyni á áttunda áratugnum og tók sveinspróf í húsasmíðum árið 1987. Helgi tók meirapróf í Reykjavík árið 1973.
Functions, occupations and activities
Árið 1974 keypti hann sinn fyrsta vörubíl. Upp frá því var hans aðalstarf vörubílaakstur og starfaði hann sem verktaki við snjómokstur og vegagerð. Síðustu áratugina hefur hann sinnt snjómokstri á Klettshálsi ásamt fjölda annarra verkefna. Hann vann ýmis störf til sjós og lands og var alla tíð stoð og stytta foreldra sinna og systkina. Meðal annars stofnaði hann og rak útgerð í samstarfi við föður sinn, ásamt því að smíða bátinn Fönix BA 33. Hann vann með afa sínum Hafliða Halldórssyni við smíðar hjá Páli Guðfinnssyni og var einn af stofnendum Hafnar sf. byggingarfélags. Hann var í stjórn vörubílstjórafélagsins Fáks á Patreksfirði og var búfjáreftirlitsmaður í Vestur-Barðastrandarsýslu, ásamt því að sinna fjölda trúnaðarstarfa.
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Foreldrar hans; Árni Helgason 15. feb. 1922 - 23. jan. 2011. Var í Kollsvík II , Breiðuvíkursókn, V-Barð. 1930. Bóndi, sjómaður og vegagerðarmaður að Neðri-Tungu í Örlygshöfn, síðar bús. á Patreksfirði og kona hans 25.7.1948; Anna Hafliðadóttir 29. júní 1927 - 19. ágúst 2017. Var á Hvallátrum IV , Breiðuvíkursókn, V-Barð. 1930. Húsfreyja að Neðri-Tungu í Örlygshöfn um árabil og fékkst jafnframt við kennslu á Látrum og í Örlygshöfn. Síðar bús. á Patreksfirði og starfaði þar við matvælavinnslu.
Systkini hans;
1) Hafliði Árnason f. 1950, maki Lilja Kolbrún Kristjánsdóttir,
2) Erna Árnadóttir f. 1952, maki Gísli Geir Jónson
3) Halldór Árnason f. 1956, maki Lára Björk Kristinsdóttir
4) Ólafur Árnason f. 1957, maki Sigríður Ragna Þorvaldsdóttir,
5) Rúnar Árnason f. 1959, maki Sigurbjörg Ásgeirsdóttir
6) Ásbjörn Helgi Árnason f. 1965, maki Helga Snorradóttir,
7) Jón Árnason f. 1970, Fanney Sigurgeirsdóttir
8) Dómhildur Árnadóttir, f. 1972. maki Gísli Hólmar Jóhannesson
Kona Helga 26.12.1976; Ingibjörg G. Sigurðardóttir 20. nóv. 1954 [25.11.1954 skv minningagrein], Helgi og Ingibjörg skildu árið 1998.
Helgi kvæntist 25.2.2007, eftirlifandi eiginkonu sinni Ásdísi Ásgeirsdóttur, f. 25.2. 1952,
Börn Helga og Ingibjargar;
1) Þór Þórðarson, f. 1.9. 1973, sambýliskona Sonja Gísladóttir.
2) Sigrún Helgadóttir, f. 30.12. 1975, börn: Þórður Helgi, Guðmundur Ingi og Guðrún Benney.
3) Árni Helgason, f. 16.4. 1978.
4) Fjóla Helgadóttir, f. 3.6. 1981, maki Arngrímur Vilhjálmsson, börn; Ásthildur Erla, Vilhjálmur Svanberg og Guðlín María.
5) Ólöf Helgadóttir, f. 4.7. 1988, sambýlismaður Jón Birgir Jóhannsson, dóttir: Aldís Heba.
6) Steinunn Anna Helgadóttir, f. 17.6. 1990.
7) Hildur Helgadóttir, f. 25.3. 1992. 8) Guðrún Helgadóttir, f. 25.3. 1992, sambýlismaður Friðbjörn Steinar Ottósson.
Börn Ástdísar;
1) Anna Heiða Ólafsdóttir, f. 29.6. 1974, maki Richard Warren Davis.
2) Dagný Ólafsdóttir, f. 1.9. 1976, d. 29.9. 1997.
3) Guðný Ólafsdóttir, f. 4.9. 1977, maki Arve M. Sverkmo, börn: Sverre Anton og Elvira.
4) Egill Ólafsson, f. 8.7. 1983, sambýliskona Steinunn G. Einarsdóttir, sonur: Benedikt Einar.
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 29.8.2019
Language(s)
- Icelandic