Sýnir 874 niðurstöður

Nafnspjald
Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu (1966) Einstaklingur

Jónas Jónasson (1840-1926) Súluvöllum Vesturhópi

  • HAH05816
  • Einstaklingur
  • 12.7.1840 - 15.2.1926

Tökubarn á Aðalbóli, Efranúpssókn, Hún. 1845. Bjó á Súluvöllum. Húsbóndi, bóndi á Súluvöllum, Vesturhópshólasókn, Hún. 1880, 1890 og 1901.

Ebba Guðmundsdóttir (1916-2001) Ásgerðarstöðum, Hörgárdal

  • HAH08763
  • Einstaklingur
  • 14.8.1916 - 19.7.2001

Ósk Ebba Guðmundsdóttir fæddist að Ásgerðarstöðum í Hörgárdal 14. ágúst árið 1916 . Var á Ásgerðarstöðum, Bægisársókn, Eyj. 1930. Síðast bús. í Skriðuhr.

Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt 19. júlí 2001. Útför Ebbu fór fram frá Akureyrarkirkju 27.7.2001 og hófst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett var að Myrká í Hörgárdal.

Ingibjörg Sigurðardóttir (1916-2011) Vík í Mýrdal

  • HAH08772
  • Einstaklingur
  • 31.1.1916 - 12.8.2011

Ingibjörg Sigurðardóttir fæddist í Vík í Mýrdal 31. janúar 1916. Ingibjörg bjó í Drápuhlíð til ársins 2007 er hún flutti í Bólstaðarhlíð og bjó þar til dauðadags.
Var í Víkurkauptúni, Víkursókn, V-Skaft. 1930. Verslunarstarfsmaður og síðar verslunareigandi í Reykjavík.
Hún andaðist á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut, 12. ágúst 2011. Útför Ingibjargar fór fram frá Háteigskirkju 22. ágúst 2011, og hófst athöfnin kl. 13.

Járnbrá Einarsdóttir (1918-2001) Saurbæ, Skeggjastaðahreppi

  • HAH08773
  • Einstaklingur
  • 13.4.1918 - 9.6.2001

Járnbrá Einarsdóttir húsfreyja í Hraungerði Bakkafirði N-Múl var fædd í Fjallalækjarseli, Svalbarðshr. N-Þing 13. apríl 1918.
Var í Saurbæ , Skeggjastaðasókn, N-Múl. 1930. Síðast bús. í Skeggjastaðahr.
Hún lést á heimili sínu 9. júní 2001. Jarðarförin fór fram frá Skeggjastöðum laugardaginn 16. júní 200Laugar 1933-19341 kl. 14.

Þorgeir Þorgeirsson (1933-2019) Læknir í Stokkhólmi, síðar yfirlæknir og háskólakennari á Akureyri um árabil. Síðar bús. í Hafnarfirði. Skáld.

  • HAH08770
  • Einstaklingur
  • 1.8.1933 - 20.6.2019

Þorgeir Þorgeirsson fæddist á Laugum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu 1. ágúst 1933. Læknir í Stokkhólmi, síðar yfirlæknir og háskólakennari á Akureyri um árabil. Síðar bús. í Hafnarfirði. Þorgeir og Kristjana hófu búskap sinn árið 1957 og bjuggu þau að mestu í Reykjavík og Kópavogi, en einnig í Garðahreppi.

Hann lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold 20. júní 2019. Þorgeir var jarðsettur frá Kópavogskirkju 12. júlí 2019, klukkan 13.

Yngvi Marinó Gunnarsson (1915-1996) Bjarnarstöðum, Bárðardal

  • HAH08791
  • Einstaklingur
  • 23.6.1915 - 9.7.1996

Yngvi Marinó Gunnarsson var fæddur í Kasthvammi í Laxárdal 23. júní 1915.
Var á Bjarnastöðum, Lundarbrekkusókn, S-Þing. 1930. Fósturfor: Jón Marteinsson og Vigdís Jónsdóttir. Kom að Bjarnastöðum 1925. Vann að jarðabótum og fleiru á tímabili eftir 1940. Bóndi á Kálfborgará og í Sandvík í Bárðardal um tíma til 1973, síðar verkamaður í Garðabæ.

Hann lést 9. júlí 1996. Útför Yngva fór fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ 12. júlí. 1996. Útför Yngva var gerð frá Vídalínskirkju í Garðabæ. Séra Bragi Friðriksson jarðsöng. Við þá athöfn var sungið vígsluljóð Vídalínskirkju, en það orti Yngvi og það var sungið fyrst við vígslu kirkjunnar fyrir ári.

Vilhelm Anton Sveinbjörnsson (1915-1991) Dalvík

  • HAH08790
  • Einstaklingur
  • 3.2.1915 - 1.12.1991

Vilhelm Anton Sveinbjörnsson 3.2.1915 - 1.12.1991. Var á Dalvík 1930. Síðast bús. á Dalvík. Villi á Vegamótum.
Vilhelm Anton var fæddur 3. febrúar 1915 í Ytra-Holtsbúð hér á Dalvík sem var ein af síðustu sjóbúðum fyrri tíma, sem enn var búið í á Dalvík. Hann var af svarfdælskum ættum kominn, sonur hjónanna Ingibjargar Antonsdóttur Árnasonar bónda og sjómanns á Hamri og Sveinbjörns Tryggva Jóhannssonar Jónssonar bónda í Brekkukoti í Svarfaðardal. Ingibjörg og Sveinbjörn settu saman bú í Holtsbúð og bjuggu þar til ársins 1916 er þau fluttu í nýbyggt steinhús sitt er þau nefndu Sólgarða, en oftast kallað Sveinbjarnarhús.
Árið 1957 þegar þau Steinunn og Steingrímur byggðu upp á Vegamótum flutti öll fjölskyldan úr Sólgörðum í Vegamót. Þar átti Vilhelm ætíð heima eftir það í góðri umönnun systur sinnar en þar á milli var afar kært og náið samband.

Dáinn að morgni 1. desember 1991 á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Útför Vilhelms A. Sveinbjörnssonar var gerð frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 7. desember 1991.

Snorri Dalmar Pálsson (1917-2006) Akureyri

  • HAH08786
  • Einstaklingur
  • 28.12.1917 - 2.2.2006

Snorri Dalmar Pálsson 28.12.1917 - 2.2.2006. Akureyri. Var á Siglunesi, Siglufirði 1930.
Hildur og Snorri bjuggu á Siglufirði til ársins 1972 þegar þau fluttu til Reykjavíkur.

Sigurjón Jónsson (1911-1990) Lóni, Kelduhverfi

  • HAH08801
  • Einstaklingur
  • 7.5.1911 - 18.6.1990

Hann fæddist í Keldunesi í Kelduhverfi þann 7. maí 1911, sonur hjónanna Guðrúnar Sigurjónsdóttur og Jóns Hallgrímssonar og var hann þriðji í röðinni af 5 systkinum. Guðrún og Jón fluttust skömmu seinna að Sultum í sömu sveit og síðan í Lón, þar sem þau áttu skjól hjá Friðriku, dóttur sinni og manni hennar, Guðmundi Björnssyni, til æviloka. Jón lést árið 1947, en Guðrún 1971.

Þórir Magnússon (1923-2015) Brekku í Þingi

  • HAH08818
  • Einstaklingur
  • 3.1.1923 - 28.10.2015

Þórir Óli Magnússon fæddist að Brekku í Þingi 3. janúar 1923. Þórir ólst upp að Brekku í Þingi.

Á yngri árum vann Þórir um tíma í vegavinnu, brúarvinnu og byggingarvinnu, en fyrst og fremst við bústörf og hófu þau Eva búskap stuttu eftir að þau giftu sig, á hluta jarðarinnar Brekku en stofnuðu nýbýlið Syðri-Brekku um 1960. Þórir sat í sveitarstjórn Sveinsstaðahrepps frá árinu 1966-1990 og var oddviti á árunum 1978-1990. Hann var í kirkjukór Þingeyrakirkju um áratugaskeið.

Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 28. október 2015. Útför Þóris var gerð frá Þingeyrakirkju í dag, 6. nóvember 2015, og hófst athöfnin kl. 14.

Elín Margrét Kaaber (1922-2017) Reyjavík

  • HAH08825
  • Einstaklingur
  • 20.1.1922-16.11.2017

Elín Margrethe Kaaber fæddist í Reykjavík 20. janúar 1922. Hún lézt á Landakotsspítala 16. nóvember 2017.

Hún var dóttir hjónanna Astridar Kaaber, f. Thomsen, og Ludvigs Emil Kaaber. Alsystkini Elínar voru Gunnar, Axel, Sveinn, Eva, Nanna og tvíburabróðir hennar Knud, öll eru þau látin. Hálfsystkini hennar samfeðra eru Sigrún, Edda, Edwin og Eggert, sem lézt ungur.

Að loknu námi við Kvennaskólann nam hún hússtjórn við Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði. Þann 23. október 1943 gekk hún að eiga Gunnar J. Friðriksson, f. 10. maí 1921, d. 3. ágúst 2011. Hann var sonur Oddnýjar Jósefsdóttur og Friðriks Gunnarssonar. Þau Gunnar eignuðust sjö börn; Friðrik Gunnar, f. 1944, maki María Helgadóttir, Einar Ludvig, f. 1946, maki Kristín Sigurðsson, Ragnar Jóhannes f. 1947, maki María Ingibergsdóttir, Hauk Jón, f. 1949, maki Melroy Desylva, Oddnýju Maríu, f. 1955, maki Stefán Haraldsson, Gunnar Pétur, f. 1959, maki Izabela Frank, og Eirík Knút, f. 1961, maki Inger Steinsson. Afkomendur eru nú 77.

Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau að Hólatorgi 6 en 1949 fluttu þau að Snekkjuvogi 13 og bjuggu þar næstu 50 árin, Síðustu ár Gunnars bjuggu þau að Skúlagötu 10 en eftir lát hans í ágúst 2011 flutti Elín að Brúnavegi 9.

Þau hjón ferðuðust víða um landið með börnin og voru laxveiðar stór þáttur í lífi þeirra. Elín sinnti formennsku Inner Wheel Rotaryklúbbs Reykjavíkur og var stofnfélagi kvennadeildar Flugbjörgunarsveitar Reykjavíkur.

Gunnar Jósef Friðriksson (1921-2011) Reykjavík

  • HAH8841
  • Einstaklingur
  • 12.5.1921-3.8.2011

Gunnar Jósef Friðriksson fæddist í Reykjavík 12. maí 1921. Hann lézt á Landakotsspítala 3. ágúst 2011.

Gunnar var sonur hjónanna Oddnýjar Jósefsdóttur, f. 1900 í Hausthúsum í Gerðahreppi, d. 1952, og Friðriks Gunnarssonar, f. 1889 á Hjalteyri, d. 1959.

Gunnar Jósef kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Elínu Margrethe Kaaber, 23. október 1943. Elín er fædd 20. janúar 1922 og er dóttir hjónanna Astrid Thomsen, f. 1884 í Færeyjum, d. 1928, og Ludvigs Kaaber, f. 1878 í Danmörku, d. 1941.

Börn Gunnars og Elínar eru Friðrik Gunnar, fæddur 1944, eiginkona María Helgadóttir, fædd 1949, Einar Ludvig, fæddur 1946, eiginkona Kristín Marie Sigurðsson, fædd 1948, Ragnar Jóhannes, fæddur 1947, eiginkona María Ingibergsdóttir, fædd 1949, Haukur Jón, fæddur 1949, Oddný María, fædd 1955, Gunnar Pétur, fæddur 1959, eiginkona Izabela Frank, fædd 1970, og Eríkur Knútur, fæddur 1961, eiginkona Inger Steinsson, fædd 1963. Barnabörnin eru 26, barnabarnabörnin eru 30 og barnabarnabarnabörnin eru tvö. Allir afkomendur þeirra eru á lífi.

Mjög ungur fór Gunnar í sveit og dvaldi þá í Íragerði við Stokkseyri. Hann stundaði nám við Landakotsskóla, þá í klausturskóla í Belgíu og útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands 1939. Friðrik, faðir Gunnars, hafði þá stofnað Ásgarð, sem framleiddi sápu og smjörlíki. Gunnar tók við sápugerðinni og byggði upp sápuverksmiðjuna Frigg, sem hann veitti forstöðu allan sinn starfsferil. Að auki kom hann að öðrum fyrirtækjum. Hann var í undirbúningsnefndinni að Álverinu í Straumsvík og síðan í stjórn þess. Hann kom að Glitni, Sigurplasti, Hampiðjunni, Skeljungi og fleiri fyrirtækjum. Hann var í fyrirsvari fyrir sýningarnefnd Íslands frá upphafi og veitti skála Norðurlandanna forstöðu í Kanada 1967 og átti þátt í stofnun bjartsýnisverðlauna Bröstes.

Þá var hann um tíma formaður Félags íslenzkra iðnrekenda, Vinnuveitendasambandsins, bankaráðs Iðnaðarbankans, Lífeyrissjóðs verksmiðjufólks, Sambands almennra lífeyrissjóða, ráðgjafanefndar EFTA og fleiri stofnana.

Ætt Gunnars er elsta kaþólska ættin á Íslandi eftir siðaskipti, en Gunnar Einarsson afi hans fór með Nonna, Jóni Sveinssyni, til náms í Frakklandi og tók þar upp kaþólskan sið. Gunnar Jósef gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir kirkjuna og fór fyrir móttökunefndinni í tilefni af komu Jóhannesar Páls páfa II 1989. Hann var Mölturiddari í allmörg ár og elstur þeirra á Norðurlöndum þegar hann féll frá.

Gunnar og Elín höfðu yndi af ferðalögum um Ísland og vandfundinn er sá blettur sem þau hafa ekki augum litið. Laxveiði var stunduð af kappi í góðum félagsskap vina sem nú eru flestir horfnir. Ferðalög erlendis voru mörg og farið víða, en Kanaríeyjar voru í miklu uppáhaldi til fjölda ára. Viðurkenningar sem Gunnar hlaut voru: Riddarakross hinnar íslenzku fálkaorðu, Hin hvíta rós Finnlands og viðurkenning páfa: Riddari af orðu Gregoríusar mikla.

María Claessen (1880-1964) Reykjavík

  • HAH07424
  • Einstaklingur
  • 25.4.1880 - 24.6.1964

María Kristín Valgarðsdóttir Claessen 25.4.1880 - 24.6.1964. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík 1930.

Hólmfríður Albertsdóttir Thorsteinsson (1899-1984) Blönduósi

  • HAH07383
  • Einstaklingur
  • 24.6.1899 - 22.2.1984

Hólmfríður Albertsdóttir Thorsteinsson f 24. júní 1899 - 22. febrúar 1984. Hjá foreldrum á Stóruvöllum 1899-1900. Húsfreyja á Blönduósi 1930. Húsfreyja á Blönduósi, síðar í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.

Ingibjörg Jónsdóttir (1863-1964) Blöndudalshólum

  • HAH07385
  • Einstaklingur
  • 15.8.1863 - 3.6.1944.

Ingibjörg Solveig Jónsdóttir 15. ágúst 1863 - 3. júní 1944. Húsfreyja á Blöndudalshólum, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja í Mjóadal og Finnstungu.

Pétur Pétursson (1862-1919) Bollastöðum

  • HAH07387
  • Einstaklingur
  • 23.7.1862 - 17.9.1919

Pétur Pétursson 23. júlí 1862 - 17. sept. 1919. Vinnumaður á Skíðastöðum, Reykjasókn, Skag. 1890. Bóndi og oddviti á Bollastöðum í Blöndudal, A-Hún.

Nikulás Helgason (1858-1931) Skeggjastöðum

  • HAH07392
  • Einstaklingur
  • 26.12.1858 - 25.8.1931

Nikulás Helgason 26. desember 1858 - 25. ágúst 1931. Smyrlabergi 1860. Var í Hæl, Þingeyrasókn, Hún. 1870. Möllershúsi Blönduósi 1880, Hafursstöðum 1890, húsmaður Háagerði 1901. Bóndi Bakka í Hofssókn 1910. Ráðsmaður Ytra-Hóli 1920, Skeggjastöðum á Skaga og víðar.

Þórður Sveinsson (1874-1946) geðlæknir Rvk frá Geithömrum

  • HAH07395
  • Einstaklingur
  • 20.12.1874 - 21.11.1946

Þórður Sveinsson 20.12.1874 - 21.11.1946. Geithömrum 1880 og 1890, Veitingahúsi Húsavík 1901. Prófessor og yfirlæknir í Reykjavík. Húsbóndi í Kleppi 1910. Læknir á Kleppsspítala eldri, Reykjavík 1930.

Þórður Þórðarson (1880-1926) skipstjóri Rvk

  • HAH07401
  • Einstaklingur
  • 18.1.1880 - 1926

Þórður Þórðarson 18. janúar 1880 - 1926. Stokkseyri 1880, Skógtjörn 1890, Húsbóndi í Reykjavík 1910. Skipstjóri á Þilskipinu Tut. Töjler RE 97, skipi Thor Jensen. Í mars árið 1913 eyðilagðist skipið í miklu ofsaveðri á Þingeyri. „Hvarf af landi burt og kom eigi aftur“, segir í Bergsætt.

Karl Filippusson (1908-1962) Reykjavík

  • HAH07404
  • Einstaklingur
  • 21.11.1908 - 24.3.1962

Karl Filippusson 21. nóvember 1908 - 24. mars 1962. Var í Reykjavík 1910. Var í Brautarholti yngra, Reykjavík 1930.

Eggert Ólafur Briem (1867-1936) hæstréttardómari

  • HAH07415
  • Einstaklingur
  • 25.7.1867 - 7.7.1936

Eggert Ólafur Briem 25.7.1867 - 7.7.1936. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Hæstaréttardómari á Tjarnargötu 28, Reykjavík 1930. Sýslumaður á Sauðárkróki og síðar hæstaréttardómari í Reykjavík.

Ólína Ólafsdóttir (1854-1943) Tannastöðum

  • HAH07439
  • Einstaklingur
  • 17.5.1854 - 23.7.1943

Ólína Valgerður Ólafsdóttir 17.5.1854 - 23.7.1943. Fædd í Hlaðhömrum, Prestbakkasókn, Strand. Bústýra í Gerði í Hvammssveit, Dal. Bústýra á Tannastöðum, Staðarsókn, Hún. 1901. Var á Borðeyri 1930. Heimili: Tannastaðir.

Sigurlaug Jónsdóttir (1877-1937) Litluborg Víðidal 1901

  • HAH07442
  • Einstaklingur
  • 24.3.1877 - 14.9.1937

Sigurlaug Jónsdóttir 24.3.1877 - 14.9.1937. Tökubarn á Hörghóli, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1880, Auðunnarstöðum 1890, húsfreyja Litluborg 1901 og 1910, ekkja Sporðhúsum 1920. Húsfreyja í Galtarnesi.

Steinunn Bjarnadóttir (1870-1956) Harastöðum Vesturhópi

  • HAH07468
  • Einstaklingur
  • 31.7.1870 - 13.3.1956

Steinunn Bjarnadóttir 31.7.1870 - 13.3.1956. Var í Steinnesi, Þingeyrasókn, Hún. 1870. Tökubarn Kornsá 1880, Húsmannsfrú á Hvoli, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Harastöðum, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1920 og 1930.

Erlingur Magnússon (1931-2001) frá Bæ í Króksfirði

  • HAH07486
  • Einstaklingur
  • 7.10.1931 - 20.10.2001

Erlingur Bjarni Magnússon fæddist á Miðjanesi í Reykhólasveit 7.10.1931 - 20.10.2001. Bifreiðarstjóri, bóndi í Melbæ í Reykhólsveit 1959-1974. Síðast bús. í Garðabæ.
Útför Erlings fór fram frá Fossvogskirkju 26.3.2001 og hófst athöfnin klukkan 15.

Ragnar Smith Gunnlaugsson (1882-1918) við Manitobavatn, frá Syðri-Ey

  • HAH07479
  • Einstaklingur
  • 27.8.1882 - 23.11.1918

Ragnar Smith Gunnlaugsson 27.8.1882 - 23.11.1918 úr spönskuveikinni. Var á Hólum, Hólasókn, Skag. 1890. Leigjandi á Akureyri, Eyj. 1901. Flutti til Vesturheims. Var í McDennott, Winnipeg, Manitoba, Kanada 1916. Borgarvarðliði Saint Boniface, Winnipeg 1920-1921. Smjörgerðarmaður í Ashern Manitoba.

Anna Valgerður Björnsdóttir (1887-1967) Sporði

  • HAH07527
  • Einstaklingur
  • 7.6.1887 - 7.7.1967

Kristín Anna Valgerður Björnsdóttir 7.6.1887 - 7.7.1967. Ásbjarnarstöðum 1890, Vinnukona á Bárugötu 16, Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Sporði 1901 og 1910. Prjónakona Grundarstíg 15 Rvík 1920 með lögheimili að Selási V-Hvs.

Sveinbjörg Brynjólfsdóttir (1883-1966) Stóradal

  • HAH07201
  • Einstaklingur
  • 123.10.1883 - 2.5.1966

Sveinbjörg Brynjólfsdóttir 12. október 1883 - 2. maí 1966. Húsfreyja í Stóradal, Svínavatnssókn, A-Hún. Húsfreyja þar 1930. Var í Stóradal, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Svínavatnshreppi.

Sigurlaug Þorbjörg Björnsdóttir (1858-1932) Síðu

  • HAH07548
  • Einstaklingur
  • 28.9.1858 - 12.2.1932

Sigurlaug Þorbjörg Björnsdóttir 28. september 1858 - 12. febrúar 1932 Var á Snæringsstöðum, Undirfellssókn, Hún. 1860. Var í Kolugili, Víðidalstungusókn, Hún. 1880. Kom 1887 frá Skagaströnd að Þingeyrum. Kom 1889 frá Þingeyrum að Hnjúkum. Húskona á Hnjúkum, Hjaltabakkasókn, Hún. 1890. Húsfreyja á Síðu, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Síðu í Refasveit, A-Hún.

Bára Lárusdóttir (1931-2016) Keflavík

  • HAH07560
  • Einstaklingur
  • 28.1.1931 - 19.3.2016

Bára Lárusdóttur fæddist á Heiði á Langanesi 28. janúar 1931.
Bára ólst upp á Heiði við almenn sveitastörf, bera vatn úr bæjarlæknum til heimilisins, gæta búfjár o.s.frv. Ung að árum fór Bára til Vestmannaeyja í vist þar sem hún gætti 3 barna, eldaði og sá um heimilisstörf.
Þegar Bára er um 17 ára gömul flyst hún suður með sjó til Keflavíkur þar sem hún bjó alla tíð lengst af á Hringbraut 59. Bára vann við fiskvinnslu, sá um matargerð t.d. á Mánabar og svo í kringum 1971-72 hóf hún að vinna í eldhúsinu á Sjúkrahúsi Keflavíkur allt þar til hún hætti að vinnu.
Hún fékkst við ýmis störf í Keflavík, starfaði lengst af við matseld.
Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 19. mars 2016.
Útför Báru fór fram frá Keflavíkurkirkju 29. mars 2016, klukkan 13.

Jón Hannesson (1926-2019) frá Hvammstanga

  • HAH05568
  • Einstaklingur
  • 1.6.1926 - 16.4.2019

Jón Hannesson 1.6.1926 - 16.4.2019. Var á Hvammstanga 1930. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 16. apríl 2019. Útför Jóns fór fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ 2. maí 2019, og hófst athöfnin kl. 13.

Stefán Scheving Thorsteinsson (1931-2011) . Búfjárfræðingur

  • HAH07581
  • Einstaklingur
  • 22.12.1931 - 20.8.2011

Stefán Jón Sch. Thorsteinsson fæddist á Blönduósi 22. desember 1931. Hann andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík 20. ágúst 2011.
Stefán ólst upp á Blönduósi fram til 11 ára aldurs en þá flutti fjölskyldan til Reykjavíkur.
Stefán og Erna bjuggu á Hjarðarhaga 52 til ársins 1975 er þau fluttu í Mosfellsdal. Stefán las alla tíð mikið og hafði sérstakan áhuga á Íslendingasögunum, sögulegum skáldsögum, sagnfræði almennt. Einnig hafði hann mikið dálæti á að ferðast um landið og var Barðaströndin í miklu uppáhaldi hjá honum. Stefán var við góða heilsu þar til fyrir fimm árum síðan er hann veiktist alvarlega og náði sér aldrei að fullu eftir það .
Útför Stefáns var gerð frá Mosfellskirkju 30. ágúst 2011 og hófst athöfnin kl. 13.

Magnús Halldórsson (1883-1948) Miðhúsum

  • HAH09177
  • Einstaklingur
  • 31.10.1883 - 24.3.1948

Magnús Guðmann Halldórsson 31. október 1883 - 24. mars 1948. Var í Miðhúsum, Þingeyrasókn, Hún. 1890. Bóndi í Miðhúsi, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Bóksali í Miðhúsum. Ókvæntur og barnlaus.

Hallgrímur Jóhannesson (1918-1934) Tungunesi

  • HAH04748
  • Einstaklingur
  • 6.6.1918 - 13.9.1934

Hallgrímur Jóhannesson 6.6.1918 - 13.9.1934. Vinnumaður á Botnastöðum. Var á Tungunesi, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Ókvæntur barnlaus.

Hallgrímur Jónsson (1901-1983) frá Ljárskógum

  • HAH04749
  • Einstaklingur
  • 22.6.1901 - 2.12.1983

Hallgrímur Jónsson 22.6.1901 - 2.12.1983. Var í Ljárskógum, Hjarðarholtssókn, Dal. 1930. Póstmeistari og símstöðvarstjóri á Iðavöllum. Síðast bús. í Laxárdalshreppi. F. 21.6.1901 skv. kirkjubók.
Hallgrímur kvæntist Önnu Friðriksdóttur Berndssen frá Skagaströnd og þar áttu þau heimili í nokkur ár. Anna er heillynd og mikilsverð kona og hans lífsgæfa að njóta samfylgdar hennar á ævigöngunni. Þau hafa átt saman sex börn, sem öll eru uppkomin og hafa stofnað eigin heimili.

Frá Skagaströnd flytjast þau Hallgrímur og Anna aftur vestur í Dali og setjast að í Búðardal þar sem hann verður stöðvarstjóri Pósts og síma. Því starfi gegndi hann svo meðan heilsan leyfði. Á þeim vettvangi sem öðrum var Anna hans sterka stoð. Hallgrímur var ritfær vel og ég hygg að kalla megi hann skáld gott.

Guðlaug Snorradóttir (1914-2009) Bægisá syðri

  • HAH07778
  • Einstaklingur
  • 15.5.1914 - 19.11.2009

Guðlaug Snorradóttir fæddist á Syðri-Bægisá í Öxnadal 15. maí 1914. Hún bjó á Akureyri til ársins 1955 en flutti þá til Reykjavíkur og bjó þar til æviloka. Guðlaug vann við saumaskap alla starfsævi sína. Hún giftist ekki og eignaðist ekki afkomendur.
Hún lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 19. nóvember 2009. Minningarathöfn var frá Háteigskirkju 27. nóv. kl. 11. Útför Guðlaugar fór fram frá Bægisárkirkju 30. nóv. kl. 13.30.

María Sveinsdóttir (1915-2001) Flateyri

  • HAH07787
  • Einstaklingur
  • 14.2.1915 - 24.8.2001

María Júlíana Sveinsdóttir fæddist á Flateyri 14. febrúar árið 1915. María ólst upp í Arnardal og stundaði þar nám og störf við heimili foreldra sinna og á Ísafirði þar sem hún naut einnig kennslu í orgelleik. María vann í tíu ár við umönnun barna á Kópavogshæli, eða þar til hún lét af störfum vegna aldurs.
Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 24. ágúst 2001. Útför Maríu fór fram frá Kópavogskirkju 31.8.2001 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Hanna Eðvaldsdóttir Möller (1910-2004) Helgavatni

  • HAH07791
  • Einstaklingur
  • 14.7.1910 - 15.8.2004

Hanna Sigurlaug Möller fæddist á Stokkseyri 14. júlí 1910.
Verslunar- og skrifstofumaður hjá KEA og síðar SÍS í Reykjavík, síðast bús. í Kópavogi. Var á Akureyri 1930.
Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 15. ágúst 2004. Hanna var jarðsungin frá Digraneskirkju 25.8.2004 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Helga Jakobsdóttir (1915-2011) Litla-Enni

  • HAH07801
  • Einstaklingur
  • 24.12.1915 - 10.1.2011

Helga Guðrún Jakobsdóttir 24.12.1915 - 10.1.2011. Var í Litla-Enni, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1920 og 1930.

Nanna Pálsdóttir (1917-2013) Sævarlandi

  • HAH07824
  • Einstaklingur
  • 17.5.1917 - 21.11.2013

Nanna Soffía Pálsdóttir 17.5.1917 - 21.11.2013. Tökubarn á Sævarlandi, Hvammssókn, Skag. 1930. Var í Páls og Björnshúsi, Sauðárkrókssókn, Skag. 1920.

Pálína Gísladóttir (1912-2009) Skálafelli, frá Smyrlabjörgum Skaft

  • HAH07826
  • Einstaklingur
  • 30.7.1912 - 10.4.2009

Pálína Guðrún Gísladóttir Skálafelli, Suðursveit, fæddist á Smyrlabjörgum í sömu sveit 30. júlí 1912.
Pálína ólst upp á Smyrlabjörgum og fékk þá skólagöngu sem í boði var til sveita á þeim tíma. Þegar hún hleypti heimdraganum stundaði hún m.a. vinnu á Höfn, síðan lá leiðin til Vestmannaeyja þar sem hún dvaldi í 5 ár hjá presthjónunum Sigurjóni Þ. Árnasyni og Þórunni Kolbeins.
Kvennaskólanum á Blönduósi 1936-1937 og Þingeyrum sumarið 1937.
Eftir þessa dvöl á Norðurlandi var aftur snúið til heimahaganna, og þau Jón hófu búskap á Uppsölum. Þau fluttu að Skálafelli 1942 og keyptu þá jörð skömmu síðar, byggðu allt upp og ræktuðu. Þar var hennar lífsstarf í rúm 60 ár.

Hún var heilsuhraust, en þegar heilsu fór að hraka fóru þau hjón á hjúkrunarheimilið á Höfn eða í janúar 2005 og nutu þar frábærrar umönnunar starfsfólks þeirrar stofnunar. Pálína var södd lífdaga eftir langa ævi og að morgni föstudagsins langa sofnaði hún vært svefninum langa.
Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands að morgni 10. apríl 2009. Útför Pálínu var gerð frá Kálfafellsstaðarkirkju 18. apríl 2009 og hófst athöfnin klukkan 14.

Ingibjörg Guðjónsdóttir (1923-1979) Hvammi, Undirfellssókn

  • HAH7894
  • Einstaklingur
  • 25.5.1923 - 28.8.1979

Ingibjörg Guðjónsdóttir 25. maí 1923 - 28. ágúst 1979. Var í Hvammi, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Húsmóðir, síðast bús. í Reykjavík. Efri-Gerðum í Garði. Kvsk á Blönduósi 1942-1943.

Helga Steingrímsdóttir (1926-2016) Hafnarfirði

  • HAH07957
  • Einstaklingur
  • 22.9.1926 - 5.5.2016

Helga Steingrímsdóttir fæddist í Hafnarfirði 22. september 1926.
Hún lést í Hafnarfirði 5. maí 2016. Útför Helgu hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.

Jósefína Björnsdóttir (1924-2017) Galtanesi

  • HAH07960
  • Einstaklingur
  • 31.3.1924 - 7.5.2017

Jósefína Björnsdóttir fæddist 31. mars 1924. Jósefína fæddist að Hrappsstöðum í Víðidal í V.-Hún. og ólst þar upp hjá foreldrum sínum og systkinum. Húsfreyja og bóndi í Galtanesi í Þorkelshólshreppi, síðar saumakona í Kópavogi.
Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 7. maí 2017. Jósefína var jarðsungin frá Víðidalstungukirkju, 19. maí 2017, og hófst athöfnin klukkan 14.

Leó Guðlaugsson (1909-2004) frá Borðeyri

  • HAH07212
  • Einstaklingur
  • 27.3.1909 - 14.2.2004

Húsasmiður. Trésmíðalærlingur á Borðeyri 1930. Húsasmiður í Reykjavík 1945. Leó Guðlaugsson, húsasmíðameistari í Kópavogi, fæddist á Kletti í Geiradal í Barðastrandarsýslu 27. mars 1909. Móðir hans lést ung frá barnahópnum og voru börnin þá tekin í fóstur hjá vinum og skyldmennum á Ströndum og í Barðastrandarsýslu.
Leó ólst upp hjá Skúla Guðmundssyni, föðurbróður sínum, og Ólöfu Jónsdóttur, eiginkonu hans, á Þambárvöllum í Bitrufirði. Þar var systir hans Magdalena einnig fóstruð.
Hann lést í Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 14. febrúar 2004. Útför Leós fór fram frá Digraneskirkju 24.2.2004 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Hrólfur Ásmundsson (1911-2000) Hrísum

  • HAH07206
  • Einstaklingur
  • 24.7.1911 - 24.12.2000

Vegaverkstjóri. Lausamaður á Hrísum, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Var í Efri-Núp, Fremri-Torfastaðahr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Reykjavík.
Hrólfur Ásmundsson fæddist á Víðivöllum í Hróbergshreppi í Strandasýslu 24. júlí 1911.
Hann lést á Droplaugarstöðum 24. desember 2000. Útför Hrólfs fór fram frá Fossvogskirkju 4.1.2001 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Hulda Helgadóttir (1930-1995) Reykjavík

  • HAH08061
  • Einstaklingur
  • 4.9.1930 - 1.5.1995

Hulda Helgadóttir var fædd í Vestmannaeyjum 4. september 1930. Hulda fluttist með foreldrum sínum frá Vestmannaeyjum fjögurra vikna gömul, ólst upp og bjó í Reykjavík til dauðadags.
Hún lést í Landakotsspítala 1. maí 1995. Banamein hennar var krabbamein. Útför Huldu fór fram frá Bústaðakirkju 11.5.1995 og hófst athöfnin kl. 13.30. Jarðsett var í Fossvogskirkjugarði.

Lárus Eysteinsson (1853-1890) prestur Staðarbakka

  • HAH06574
  • Einstaklingur
  • 4.3.1853 - 5.5.1890

Lárus Eysteinsson 4. mars 1853 - 5. maí 1890. Var á Refstöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1860. Prestur á Helgastöðum í Reykjadal, Þing. 1881-1884 og á Staðarbakka í Miðfirði, Hún. frá 1884 til dauðadags. „Gáfaður maður en drykkfelldur“, segir Einar prófastur.

Guðlaug Jónsdóttir (1945-2017) Akureyri, frá Grenivík

  • HAH06185
  • Einstaklingur
  • 25.5.1945 - 10.8.2017

Guðlaug Hólmfríður Jónsdóttir fæddist í Grýtubakkahreppi 25. maí 1945. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð fimmtudaginn 10. ágúst 2017.
Guðlaug var einkabarn. Hún ólst upp á Grenivík en fluttist ung til Akureyrar þar sem hún bjó til dauðadags.
Guðlaug lést á Öldrunarheimili Akureyrar 10. ágúst 2017.

Útför hennar fór fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 15. ágúst 217 klukkan 13.30.

Margrét Friðriksdóttir Möller (1873-1956) Stokkseyri

  • HAH06638
  • Einstaklingur
  • 9.1.1873 - 29.10.1956

Margrét Pálína Friðriksdóttir Möller 9. janúar 1873 - 29. október 1956. Barn hjá foreldrum á Skagaströnd, Spákonufellssókn, Hún. 1880. Húsfreyja og ljósmyndari á Stokkseyri. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Hólum, Skildinganesi, Reykjavíkursókn, Kjós. 1930. Skráð Margrét Árnason á manntali 1930. Fráskilin Suðurgötu 14 1910.

Sigurbjörn Björnsson (1859-1936) Geitlandi Miðfirði

  • HAH06748
  • Einstaklingur
  • 23.3.1859 - 1936

Sigurbjörn Björnsson 23.3.1859 - 1936. Var í Fossárdal, Fróðársókn, Snæf. 1860. Vinnumaður á Súluvöllum, Vesturhópshólasókn, Hún. 1880. Húsmaður í Katadal, Tjarnarsókn, Hún. 1890. Bóndi að Kambshóli í Vatnsdal, V-Hún. Bóndi á Geitlandi, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930.

Alda Kristjánsdóttir (1939-2014) Reykjavík

  • HAH08355
  • Einstaklingur
  • 30.3.1939 - 26.3.2014

Alda Hraunberg Kristjánsdóttir 30.3.1939 - 26.3.2014. lést á Sjúkrahúsi Suðurlands miðvikudaginn 26. mars 2014. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.

Ingibjörg Finnbogadóttir (1947-2009) Reykjavík

  • HAH08563
  • Einstaklingur
  • 29.8.1947 - 24.2.2009

Ingibjörg Finnbogadóttir fæddist í Reykjavík 29.8. 1947. Ingibjörg og Ingólfur hófu búskap sinn í Kópavogi en fluttu til Hornafjarðar árið 1972. Á Höfn starfaði Ingibjörg sem launafulltrúi á skrifstofum Hafnarhrepps og sá um bókhald hjá söltunarstöðinni Stemmu. Árið 1987 fluttu þau hjónin á Hvolsvöll, en þar starfaði Ingibjörg hjá útibúi Landsbanka Íslands allt þar til hún lét af störfum vegna veikinda sinna. Síðsumars árið 2007 fluttu þau á ný til Hornafjarðar. Á Hornafirði tók Ingibjörg virkan þátt í starfsemi Lionsklúbbsins Kolgrímu og var einn af stofnendum hans. Hún hafði mikla ánægju af garðrækt svo sem sjá mátti í görðum við hús hennar, bæði á Hornafirði og Hvolsvelli, en árið 1991 hlaut hún umhverfisverðlaun fyrir fallegasta garðinn á Hvolsvelli. Hún ræktaði m.a. rósir í garðhúsi sínu á Hornafirði og var með yfir 30 tegundir rósa þar. Þá hafði Ingibjörg unun af lestri góðra bóka.
Hún lést á Hjúkrunarheimili HSSA á Hornafirði þriðjudaginn 24. febrúar 2009. Útför Ingibjargar fór fram frá Hafnarkirkju í Hornafirði 7.3.2009 og hófst athöfnin kl. 14.

Stella Meyvantsdóttir (1955-2010) Reykjavík

  • HAH08705
  • Einstaklingur
  • 10.12.1955 - 20.7.2010

Stella Meyvantsdóttir var fædd í Reykjavík 10. desember 1955. Búfræðingur, fékkst við verslunar- og umönnunarstörf í Reykjavík.
Hún andaðist á Landspítala Fossvogi 26. júlí 2010. Útför Stellu var gerð frá Áskirkju í Reykjavík, 6. ágúst 2010, og hófst athöfnin kl. 13.

Ásta Ingvarsdóttir (1954) Akranesi

  • HAH08703
  • Einstaklingur
  • 5.8.1954 -

Ásta Ingvarsdóttir 5.8.1954. Akranesi, síðar húsfreyja Blönduósi og Njálsstöðum.

Ingibjörg Gísladóttir (Abba) (1898-1987) Saurbæ

  • HAH09273
  • Einstaklingur
  • 16.12.1898 - 30.1.1987

Ingibjörg Gísladóttir (Abba) 16.12.1898 - 30.1.1987. Var í Saurbæ, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var á Hofi, Áshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Áshreppi. Ógift barnlaus.

Jón Skúlason (1836-1907) söðlari Söndum

  • HAH05733
  • Einstaklingur
  • 14.8.1836 - 4.9.1907

Jón Skúlason 14. ágúst 1836 - 4. september 1907 Tökubarn á Söndum, Melstaðarsókn, Hún. 1845. Fóstursonur á Söndum, Melstaðasókn, Hún. 1860. Húsmaður á Tannastaðarbakka, Staðarsókn, Hún. 1870. Bóndi og söðlari á Söndum.

Stefán M Jónsson (1852-1930) prestur Auðkúlu

  • HAH06612
  • Einstaklingur
  • 18.1.1852 - 17.6.1930

Stefán Magnús Jónsson 18. janúar 1852 - 17. júní 1930. Prestur á Bergsstöðum í Svartárdal 1876-1885 og síðar á Auðkúlu í Svínadal, Hún. 1885-1920

Þorbjörg Halldórsdóttir (1851-1895) Auðkúlu

  • HAH07411
  • Einstaklingur
  • 12.10.1851 - 18.8.1895

Þorbjörg Halldórsdóttir 12. október 1851 - 18. ágúst 1895. Húsfreyja í Auðkúlu. Var í Laxamýri, Húsavíkursókn, S-Þing. 1860.

Valdís Jónsdóttir (1886-1929) Gautsdal

  • HAH06773
  • Einstaklingur
  • 1.9.1886 - 25.5.1929

Valdís Jónsdóttir 1. september 1886 - 25. maí 1929. Var á Ljótshólum, Auðkúlusókn, Hún. 1890 og 1901. Lausakona Auðkúlu 1910. Húsfreyja Gautsdal 1920.

Sigurður Sigurðsson (1829-1897) Skeggstöðum Svartárdal

  • HAH07472
  • Einstaklingur
  • 3.7.1829 - 2.5.1897

Sigurður Sigurðsson 3. júlí 1829 - 2. maí 1897. Bóndi og hreppstjóri á Skeggsstöðum í Svartárdal, A-Hún. Var í Miðhúsum, Þingeyrarklausturssókn, Hún. 1835. Kom 1844 frá Miðhúsum að Mörk í Bergsstaðasókn. Bóndi á Vakurstöðum, Spákonufellssókn, Hún. 1860. Bóndi á Æsustöðum, Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1870. Húsbóndi, söðlasmiður á Skeggstöðum, Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1880.

Margrét Gísladóttir (1865-1895)-Stóru-Giljá 1890

  • HAH07473
  • Einstaklingur
  • 29.6.1865 - 1895

Margrét Gísladóttir 29.6.1865 - 1895. Stóru-Giljá 1890. Var á Húnstöðum, Hjaltabakkasókn, Hún. 1870. Dóttir bónda á Húnsstöðum, Hjaltabakkasókn, Hún. 1880.

Jón Jónsson (1824-1900) Melum í Hrútafirði.

  • HAH05605
  • Einstaklingur
  • 25.12.1824 - 3.6.1900

Jón Jónsson 25.12.1824 - 3.6.1900. Hreppstjóri og bóndi á Melum í Hrútafirði. Bóndi á Melum, Staðarsókn í Hrútafirði, Hún. 1855. Sagður fóstursonur sýslumanns í mt 1835.

Jón Ásgeirsson (1839-1898) Þingeyrum

  • HAH05509
  • Einstaklingur
  • 16.3.1839 - 26.7.1898

Var í Kollafjarðarnesi, Fellssókn, Strand. 1845. Síðar bóndi á Þingeyrum í Sveinstaðahr. A.-Hún. Ekkill á Þingeyrum, Þingeyrasókn, Hún. 1880. Einkabarn.

Niðurstöður 301 to 400 of 874