Móberg í Langadal

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Móberg í Langadal

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

[1000]

History

Móberg er fremsta býlið í Langadal sem tilheyrir Engihlíðarhreppi. Jörðin er landnámsjörð, þar bjó Véfröður sonur Ævars gamla. Bærinn stendur á brún brattrar brekku, er veit mót suðri, og er bæjarstæðið fagurt. Í fjallinu ofan bæjar, gnæfa tignarlegir og víða ókleifir klettar. Undirlendi, sem þarna er nokkurt, er að kalla allt ræktað. Landið er að öðruleiti bratt fjalllendi með valllendisgeirum og bollum á mill grýttra hóla og mela. Jörðin hefur verið í eigu og ábúð sömu ættar frá 1880. Íbúðarhús byggt 1927 264 m3, kjallari hæð og ris. Fjós fyrir 20 gripi. Fjárhús fyri 140 fjár. Hesthús fyrir 15 hross. Hlöður 610 m3 og votheysgeymslur 26 m3. Tún 20,1 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Places

Engihlíðarhreppur; Langidalur; Hamar; Blanda; Móbergshólmi; Strjúgsstaðir; Langadalsfjall; Votalág; Grjótketill; Móbergsnybba; Fagribotn; Grundarkot; Grasahlíðargilsbotn; Sauðdalsbotn; Brunnárdalur; Hvammsárgilskjaptur; Hamarsberg; Holtastaðir; Vatnsskarði [í Móbergslandi]; Gottorp; Eyvindastaðaheiði; Víðidalur [í Reyninessstaðarklausturs landi á Laxárdal]; Hamarsland; Kaldalækur undir Móbergsbrekku; Þingeyrar;

Legal status

Móberg.
Bænhús hefur hjer verið, og stendur þar nú skemma, sem kölluð er bænhús. Tíðir hafa hjer verið veittar í manna minnum en ekki nú í margt ár. Jarðardýrleiki fimtíu hundruð, að meðreiknuðu Vatnsskarði, sem bygt hefur verið í heimalandi fyrir elstu manna minni, og síðan reiknast fimti partur úr allri jörðunni og tíundast fyri tíu hundruð, en heimajörðin fyri íjörutíu hundruð. Eigandinn hr. lögmaðurinn Lauritz Christiansson Gottrup. Ábúandinn Einar Bessason. Landskuld á heimajörðinni ii € , en áður, inntil næstu v ára, ij € . Betalast í landaurum heim til landsdrottins, Leigukúgildi v, áður fyrir fimtán eður sextán árum verið vi. Leigur betalast í smjöri heim til landsdrottins. Kvaðir öngvar.
Kvikfje v kýr, i kvíga veturgömul, i kálfur, lx ær, x sauðir tvævetrir, xxxvi veturgamlir, xl lömb, v hestar, ii hross, iii únghryssur. Fóðrast kann v kýr, ii úngneyti, lx ær, xx lömb, ii hestar;
það kvikfje sem meira er vogar bóndinn einúngis á útigáng. Afrjett segja menn að jörðin hafi áður brúkað (so sem öll þessi sveit) á Eyvindastaðaheiði fyri vissan toll, en hefur aflagst sökum vegalengdar og grasleysis á fjallinu, og því ekki brúkast margt ár. En síðan hefur þessi jörð og flestar aðrar í sveitinni brúkað afrjett þann, sem liggur í Reyninessstaðarklausturs landi, sem kallast Víðidalur, fyrir sín lömb, og geldur hvör sem þángað rekur eitt lamb af tíu eður fleirum, þeir sem færri lömb eiga gjalda öngvan toll. Geldfje gengur oftast í heimalandi bæði hjer og annarstaðar í sveitinni. Torfrista og stúnga næg. Reiðíngsrista bjargleg fyrir bóndann. Hrísrif til eldiviðar bjarglegt en erfitt til að sækja.
Grasatekja hefur brúkast áður, er nú að mestu gjöreydd og brúkast því lítt Munnmæli eru að jörðin eigi hrossabeit um vetur í Hamarsland, en tveggja mánaða fyri sauðfje, en þar á móti hafi Hamar átt engi í þessárar jarðar landi fyrir utan Kaldalæk undir Móbergsbrekku. það landspláts er nú eyðilagt fyri mörgum árum af Blöndu, sem þetta engi hefur gjört að meleyri. Beitin í Hamarsland brúkast þó árlega. Engjunum grandar skriður ur snarbröttu fjaUi og grjóthrun, hvorutveggja til stórskaða, so að vísu meir en þriðjúngur af enginu er þess vegna eyðilagt.

Vatnsskard.
þetta er sá fimtúngur heimajarðarinnar, sem áður um getur að bygður sje í heimalandi, og er þessum parti einasta skift úr heimajörðunni að húsum, túnum og engjum, en öllu
landinu óskift. þetta býb hefur í eyði legið síðan í næstu fardögum. Dýrleikinn x € ut supra. Landskuld lx álnir. Betalaðist í landaurum heim til landsdrottins. Leigukúgildi ii. Leigur guldust í smjöri til Þíngeyra. Kvaðir öngvar. Fóðrast kunni ii kýr, i úngneyti, xx ær, x lömb, i hestur. Kostir og ókostir sem segir um heimajörðina, nema engjar eru mjög votsóktar en spillast þó ekki af skriðum eður vatnagángi. Þetta býli brúkar ábúandi heimajarðarinnar þetta ár fyri selstöðu og hefur slegið nokkuð af túninu, en er óvíst hvort hann á nokkuð fyrir þetta að betala, því hann kveðst hafa gjört þetta mest fyrir hón landsdrottins, so að húsunum grandaði síður fjenaður, sem annars kynni að brjóta þau inn.

Móbergskot, forn eyðihjáleiga í heimalandi, bygð áður fyri manna minni, hefur í eyði legið yfir þrjátíu ár. Ekki vita nálægir að undirrjetta, með hvað hárri landskyld eður mörgum kúgildum að þetta býli hafi bygst, og ekki hvað þar fóðrast kunni, því það sem kotið hafði til slægna er nú orðin grasleysu mosagrund og sumt komið í skriður. Þetta kot brúkar heimabóndinn, og er þar nú stekkur sem kotið stóð. Ekki má hjer aftur byggja nema heimajörðinni til meins og skaða.

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Related entity

Anna Björnsdóttir (1909-2001) Skriðulandi (20.12.1909 - 18.6.2001)

Identifier of related entity

HAH02312

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

Description of relationship

Ráðskona þar

Related entity

Halldór Einarsson (1944) Móbergi (20.6.1944 -)

Identifier of related entity

HAH04639

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

20.6.1944

Description of relationship

fæddur þar og síðar bóndi.

Related entity

Sigurbjörg Steinunn Jónsdóttir (1871-1929) frá Hvammi á Laxárdal fremri (27.2.1871 - 31.5.1929)

Identifier of related entity

HAH07232

Category of relationship

associative

Dates of relationship

27.2.1871

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Ingibjörg Jónsdóttir (1863-1964) Blöndudalshólum (15.8.1863 - 3.6.1944.)

Identifier of related entity

HAH07385

Category of relationship

associative

Dates of relationship

15.8.1863

Description of relationship

Fædd þar

Related entity

Guðmundur Guðmundsson (póli) (1838) Efri-Lækjardal (1838 -)

Identifier of related entity

HAH04037

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

gæti verið fæddur þar, móðir hans vk þar í mt 1835

Related entity

Oktavía Þórðardóttir (1891-1911) frá Móbergi (11.10.1891 - 27.8.1911)

Identifier of related entity

HAH10005

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Barn þar

Related entity

Skriður í Húnavatnssýslum (874 -)

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Móberg: …Engjunum granda skriður úr snarbröttu fjalli og grjóthrun, hvorutveggja til stórskaða, svo að vísu meir en þriðjungur af enginu er þess vegna eyðilagt. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Engihlíðarhreppur 1708). – Móbergskot: …forn eyðihjáleiga í heimalandi, í eyði yfir 30 ár. …Það sem kotið hafði til slegna er nú orðin grasleysa mosagrund og sumt komið í skriður. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Engihlíðarhreppur 1708).

Related entity

Helga Jónsdóttir (1864) saumakona Sauðárkróki, frá Móbergi (27.10.1864 -)

Identifier of related entity

HAH06406

Category of relationship

associative

Dates of relationship

27.10.1864

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Halldór Halldórsson (1866-1929) kennari Halldórshúsi utan ár (10.1.1866 - 1.9.1929)

Identifier of related entity

HAH04687

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Halldór Stefánsson (1894-1987) Sólbakka innan ár (17.8.1894 - 14.11.1987)

Identifier of related entity

HAH04691

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

niðursetningur þar 1901

Related entity

Strjúgsstaðir í Langadal ([900])

Identifier of related entity

HAH00175

Category of relationship

associative

Dates of relationship

22.5.1886

Description of relationship

Sameiginleg landamörk

Related entity

Björg Jóhannesdóttir (1899-1995) Kennari Húsmæðraskólans að Staðarfelli og Löngumýri (6.8.1899 - 28.12.1995)

Identifier of related entity

HAH01131

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Jón Kárdal (1859-1938) Kárdalstungu ov (12.1.1859 - 11.8.1938)

Identifier of related entity

HAH04913

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Jakobína Halldórsdóttir (1971) Fagranesi (30.5.1971)

Identifier of related entity

HAH05242

Category of relationship

associative

Dates of relationship

30.5.1971

Description of relationship

Fædd þar

Related entity

Þórður Guðmundsson (1864-1921) Strjúgsstöðum og Akureyri (7.12.1864 - 16.8.1921)

Identifier of related entity

HAH06484

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

leigjandi þar 1901

Related entity

Ingiríður Jóhannesdóttir (1900-1999) Ási Vatnsdal (8.9.1900 - 2.2.1999)

Identifier of related entity

HAH06150

Category of relationship

associative

Dates of relationship

8.9.1900

Description of relationship

Fædd þar

Related entity

Steingrímur Björnsson (1913-2002) Blönduósi (30.6.1913 - 21.5.2002)

Identifier of related entity

HAH02036

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

var þar 1957

Related entity

Gróa Jónsdóttir (1875-1905) Strjúgsstöðum (16.1.1875 - 23.12.1905)

Identifier of related entity

HAH03814

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Ólína Guðmundsdóttir (1894-1983) frá Móbergi í Langadal, (15.11.1894 - 26.3.1983)

Identifier of related entity

HAH09129

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

var þar

Related entity

Anna Magnúsdóttir (1863-1944) Móbergi (16.8.1863 - 22.5.1944)

Identifier of related entity

HAH02385

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

var þar 1901

Related entity

Holtastaðir í Langadal ([900])

Identifier of related entity

HAH00212

Category of relationship

associative

Dates of relationship

22.5.1886

Description of relationship

Sameiginleg Landamörk

Related entity

Langidalur ((1950))

Identifier of related entity

HAH00364

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Ari Hermann Einarsson (1938) Móbergi (22.4.1938 -)

Identifier of related entity

HAH02454

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Engihlíðarhreppur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00729

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Halldór Guðmundsson (1886-1980) Hvammi í Langadal og Efri-Lækjardal (11.9.1886 - 23.9.1980)

Identifier of related entity

HAH04648

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar?

Related entity

Halldór Jóhannesson (1901-1984) Brún (9.12.1901 - 9.11.1984)

Identifier of related entity

HAH04655

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Jón Konráð Stefánsson (1849-1918) Strjúgsstöðum (1.12.1849 - 4.4.1918)

Identifier of related entity

HAH05636

Category of relationship

associative

Type of relationship

Jón Konráð Stefánsson (1849-1918) Strjúgsstöðum

is the associate of

Móberg í Langadal

Dates of relationship

1.12.1849

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Þingeyrar ((1000))

Identifier of related entity

HAH00274

Category of relationship

associative

Type of relationship

Þingeyrar

is the associate of

Móberg í Langadal

Dates of relationship

Description of relationship

af Vatnsskarði sem er fimmtungur heimajarðarinnar er greidd leiga af 2 kúgildum til Þingeyra

Related entity

Hamar á Bakásum (1648 -)

Identifier of related entity

HAH00526

Category of relationship

associative

Type of relationship

Hamar á Bakásum

is the associate of

Móberg í Langadal

Dates of relationship

Description of relationship

Móberg hefur þar beitarland gegn engja notkun fyrir utan Kaldalæk undir Móbergsbrekku

Related entity

Eyvindarstaðaheiði ((1950))

Identifier of related entity

HAH00018

Category of relationship

associative

Type of relationship

Eyvindarstaðaheiði

is the associate of

Móberg í Langadal

Dates of relationship

Description of relationship

Áður upprekstur þar en hætt fyrir 1708

Related entity

Jakobína Klemensdóttir (1864-1946) Móbergi (6.10.1864 - 8.9.1946)

Identifier of related entity

HAH05254

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Jakobína Klemensdóttir (1864-1946) Móbergi

controls

Móberg í Langadal

Dates of relationship

1930

Description of relationship

Húskona þar 1930

Related entity

Jón Guðmundsson (1837-1890) Móbergi og Hvammi á Laxárdal fremri (22.9.1837 - 7.4.1890)

Identifier of related entity

HAH05552

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

22.9.1837

Description of relationship

Fæddur þar, síðar bóndi

Related entity

Valgerður Guðmundsdóttir (1866-1949) Hvammi í Langadal (30.5.1866 - 3.3.1949)

Identifier of related entity

HAH05954

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

húsfreyja þar

Related entity

Halldór Konráðsson (1831-1906) Móbergi (22.5.1831 - 16.11.1906)

Identifier of related entity

HAH04673

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Halldór Konráðsson (1831-1906) Móbergi

controls

Móberg í Langadal

Dates of relationship

Description of relationship

Bóndi þar

Related entity

Halla Bernódusdóttir (1944) Blönduósi (27.3.1944 -)

Identifier of related entity

HAH04618

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Halla Bernódusdóttir (1944) Blönduósi

controls

Móberg í Langadal

Dates of relationship

Description of relationship

Húsfreyja þar

Related entity

Anna Pétursdóttir (1842-1925) Móbergi (16.2.1842 - 7.1.1925)

Identifier of related entity

HAH02400

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Anna Pétursdóttir (1842-1925) Móbergi

controls

Móberg í Langadal

Dates of relationship

Description of relationship

húsfreyja þar

Related entity

Frímann Björnsson (1847-1935) Hvammi (21.10.1847 - 26.8.1935)

Identifier of related entity

HAH05092

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Frímann Björnsson (1847-1935) Hvammi

controls

Móberg í Langadal

Dates of relationship

Description of relationship

Bóndi þar

Related entity

Gottorp í Sveinsstaðahreppi

Identifier of related entity

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Gottorp í Sveinsstaðahreppi

is the owner of

Móberg í Langadal

Dates of relationship

Description of relationship

Eigandinn jarðarinnar í upphafi 18. aldar; hr. lögmaðurinn Lauritz Christiansson Gottrup

Related entity

Einar Björnsson (1908-1992) Móbergi (31.7.1908 - 24.2.1992)

Identifier of related entity

HAH01180

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Einar Björnsson (1908-1992) Móbergi

controls

Móberg í Langadal

Dates of relationship

1937-1992

Description of relationship

frá 1937

Related entity

Guðrún Aradóttir (1909-1995) (27.9.1909 - 24.12.1995)

Identifier of related entity

HAH01811

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Guðrún Aradóttir (1909-1995)

controls

Móberg í Langadal

Dates of relationship

1934

Description of relationship

1937-1937

Related entity

Helga Ólína Aradóttir (1913-2004) Móbergi (13.3.1913 - 27.6.2004)

Identifier of related entity

HAH01415

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Helga Ólína Aradóttir (1913-2004) Móbergi

controls

Móberg í Langadal

Dates of relationship

1937

Description of relationship

frá 1937

Related entity

Páll H Árnason (1906-1991) frá Geitaskarði (5.8.1906 - 12.1.1991)

Identifier of related entity

HAH01820

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Páll H Árnason (1906-1991) frá Geitaskarði

controls

Móberg í Langadal

Dates of relationship

1934

Description of relationship

1934-1937

Related entity

Björg Halldórsdóttir (1873-1943) Móbergi (21.7.1873 - 27.3.1943)

Identifier of related entity

HAH02723

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Björg Halldórsdóttir (1873-1943) Móbergi

controls

Móberg í Langadal

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Bylgja Angantýsdóttir (1944) Móbergi (15.6.1944 -)

Identifier of related entity

HAH02965

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Bylgja Angantýsdóttir (1944) Móbergi

controls

Móberg í Langadal

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Pétur Björnsson (1907-1997) Bóndi í Mjóadal (15.3.1907 - 19.1.1997)

Identifier of related entity

HAH09152

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Pétur Björnsson (1907-1997) Bóndi í Mjóadal

is the owner of

Móberg í Langadal

Dates of relationship

Description of relationship

Húsbóndi og eigandi að hálfri jörðinni

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00215

Institution identifier

IS HAH-Bæ

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 8.4.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Guðmundur Paul
Jarðabók Páls Vidalín 1708. Bls 399
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Landamerkjabók sýslunnar No. 45 fol. 24b
Húnaþing II bls 142.

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places