Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Kaldakinn Torfalækjarhreppi
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
(1250)
Saga
Kaldakinn 1. Land jarðarinnar liggur milli Blöndu og Laxárvatns. Bærinn stendur austan í hálsinum um 1 km frá þjóðveginum. Ræktun gengur til norðurs meðfram Blöndu og í Köldukinnarkatla, sem eru athyglisverð náttúruminja fyrirbæri, stórir grashvammar með melhryggjum umhverfis. Ævafornt eyðibýli, Skildibrandsstaðir var þarna fyrir ofan Katlana. Jarðsælt er og ræktunarmöguleikar góðir. Mikið berjaland er í Kötlunum og einnig vestan í hálsinum. Íbúðarhús byggt 1948, 426 m3. Fjós fyrir 18 gripi. Fjárhús yfir 160 fjár. Hlöður 635 m3. Geymsla 430 m3. Votheysturn 40 m3. Tún 40,2 ha. Veiðiréttur í Blöndu og Laxárvatni.
Kaldakinn 2. Land jarðarinnar liggur milli Blöndu og Laxárvatns. Bærinn stendur austan í hálsinum og hallar túninu niður að Blöndu. Ræktun er einnig beggja vegna þjóðvegar við Ásamótin og útundanir Vatnskot [fornt eyðibýli] vestan í hálsinum Syðst í landinu eru Köldukinnarhólar og ná þeir nokkuð suður í land Grænuhlíðar. Ræktunarmöguleikar eru miklir og jarðsælt. Íbúðarhús byggt 1959, 455 m3. Fjós fyrir 38 gripi. Hlöður 2236 m3. 2 votheysturnar 80 m3. Geymsla 360 m3. Tún 54,5 ha. Veiðiréttur í Blöndu og Laxárvatni.
Staðir
Torfalækjarhreppur; Blanda; Laxárvatn; Köldukinnarkatlar; Skildibrandsstaðir; Sauðanes; Skíðdalur; Skíðdalsflói; Skíðdalsmynni; Hnjúkar; Byrgislaut; Hrísmóar; Smyrlaberg; Reðavíkurnes; Smirlabergsbunga; Köldukinnarhólar; Hnjúkar; Ásamót; Vatnskot; Grænahlíð; Þingeyrarkirkja: Engihlíð;
Réttindi
So segja menn að hjer hafi til forna hálfkirkja verið, og og til skamms tíma sáust þar tóftaleifar. Enginn minnist hjer hafi tiðir fluttar verið.
Jarðardýrleiki xxx € og so tíundast. Eigandinn að xx € er Guðrún Jónsdóttir hjer heima búandi. Annar eigandi að x € er hennar bróðir Jón Jónsson, búandi í Hnararkoti [Knarrarkot] í Snæfellssýslu. Ábúendur eru þær systur báðar áðurnefnd Guðrún, eigandinn, og Rannveig, Jónsdætur. Landskuld var á meðan leiguliðar hjeldu ii € , og enn gjaldast af x € Jóns lx álnir. Betalast í öllum gildum landaurum eftir náúngalegri ráðstöfun heim til eigenda. Leigukúgildi voru vi meðan leiguliðar hjeldu, nú er eitt með 10 € Jóns. Leigur guldust í smjöri, en nú í landaurum eftir það eina. Kvaðir voru öngvar. Kvikfjenaður v kýr, i kvíga veturgömul, i tarfur veturgamall, lv ær, iiii sauðir tvævetrir, vii veturgamlir, xxvi lömb, i kvíga tvævetur sem verkamaður á, v hestar, ii hross, i foli, tvævetur, ii únghryssur. Fóðrast kann v kýr, xxx lömb, lx ær, ii hestar á gjöf, x á útigángi. Torfrista og stúnga og reiðíngsrista næg.
Móskurður til eldiviðar má vera en brúkast lítt. Rifhrís tekur að þverra. Silúngsveiðivon er í Laxárvatni en brúkast lítt. Berjalestur þver mjög so. Engjatak í takmörkuðum reit í Engihlíðarlandi.
Hrísrif í Sauðanesslandi, og brúkast hverutveggja. Enginu grandar átroðníngur annara manna gripa. Vatnsból meinerfitt um vetur, so þíða þarf snjó fyrir kvikfje.
Skylldebrandsstader og tvö gerði önnur ónafnkend eru í Köldukinnarlandi, sem menn ætla til forna muni hafa býli verið. Engin eru rök til þess nema girðíngar og ómögulegt er hjer aftur að byggja nema til skaða jarðarinnar.
Starfssvið
Lagaheimild
Köldukinnarkatlar, sem eru athyglisverð náttúruminja fyrirbæri, stórir grashvammar með melhryggjum umhverfis.
Innri uppbygging/ættfræði
Ábúendur;
Kaldakinn 1
1946- Jón Espólín Kristjánsson 5. febrúar 1923 - 20. júní 2014 Búfræðingur, bóndi og bifreiðastjóri á Köldukinn í Torfalækjarhreppi. Rak vinnuvélafyrirtæki og síðar vörufluttningafyrirtæki. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Síðast bús. á Blönduósi. Kona hans; Margrét Ásgerður Björnsdóttir 25. maí 1928 Var á Miðhópi, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Var í Köldukinn í Torfalækjahr., A-Hún. 1957.
Finnur Karl Björnsson f. 6. janúar 1952. Kona hans; Jóhanna Lilja Valtýsdóttir f. 19. mars 1954 Var í Bröttuhlíð, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957
Kaldakinn 2. Land jarðarinnar liggur milli Blöndu og Laxárvatns. Bærinn stendur austan í hálsinum og hallar túninu niður að Blöndu. Ræktun er einnig beggja vegna þjóðvegar við Ásamótin og útundanir Vatnskot [fornt eyðibýli] vestan í hálsinum Syðst í landinu eru Köldukinnarhólar og ná þeir nokkuð suður í land Grænuhlíðar. Ræktunarmöguleikar eru miklir og jarðsælt. Íbúðarhús byggt 1959, 455 m3. Fjós fyrir 38 gripi. Hlöður 2236 m3. 2 votheysturnar 80 m3. Geymsla 360 m3. Tún 54,5 ha. Veiðiréttur í Blöndu og Laxárvatni.
1916-1959- Kristján Kristófersson 8. apríl 1890 - 30. mars 1973 Bóndi á Köldukinn, Blönduósssókn, A-Hún. 1930. Bóndi í Köldukinn á Ásum, A-Hún. og kona hans 19.8.1916; Guðrún Sigríður Espólín Jónsdóttir 1. desember 1890 - 10. apríl 1988 Var í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Köldukinn, Blönduósssókn, A-Hún. 1930. Var í Köldukinn í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Húsfreyja þar.
1950- Kristófer Björgvin Kristjánsson 23. janúar 1929 - 27. febrúar 2017 Var í Köldukinn, Blönduósssókn, A-Hún. 1930. Bóndi og búfræðingur í Köldukinn II í Torfalækjarhreppi og kórstjóri um áratugaskeið. Síðast bús. á Blönduósi. M1; Brynhildur Guðmundsdóttir 20. ágúst 1933 - 19. nóvember 1988 Var í Köldukinn í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Torfalækjarhreppi.
Almennt samhengi
Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Köldukinn í Torfalækjarhreppi í Húnavatnssýslu.
Milli Sauðaness og Köldukinnar byrjar merkjalínan að norðan við Laxárvatn, eptir keldu sem rennur í vatnið, og er hún látin ráða, meðan hún er glögg, svo úr henni í vörðu, sem er í Skíðdalsflóa, úr þeirri, vörðu beina stefnu í vörðu, er stendur í Skíðdalsmynni, þaðan beina stefnu í vörður þrjár er mynda þríhyrning, þar sem Hnjúkaland tekur við, og byrjar merkjalínan úr þessum þremur vörðum, eptir miðjum Skíðdal meðan hann endist, og er þar djúpur jarðfallsskurður, úr honum beint í Byrgislaut, úr henni beina stefnu yfir Hrísmó ofan í Blöndu, og er þar hlaðin varða. Að vestan ræður Laxárvatn að Smirlabergslandi, og byrjar merkjalínan að sunnan í nesi, sem skagar fram í vatnið og heitir Reðavíkurnes, úr því beina stefnu í jarðfastan stein, sem er upp á Smirlabergsbungu, úr þessum steini í annan jarðfastan stein, sem er austan til aður nefndri bungu, svo beina stefnu ofan Köldukinnarhóla og ofan í Blöndu, og er þar hlaðin varða, að austan ræður Blanda út að Hnjúka merkjum.
Þessu erum við undirritaðir samþykkir:
Köldukinn, 26. maí 1890.
Kristófer Jónsson, eigandi jarðarinnar Köldukinnar.
Stefán Jónsson, eigandi jarðarinnar Smirlabergs.
Jón Hannesson, Sveinn Jónsson, eigendur jarðarinnar Hnjúka
B.G. Blöndal, umboðsmaður Þingeyrarkl.jarðarinnar Sauðaness.
Lesið upp á manntalsþingi að Torfalæk, hinn 24. maí 1890, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 171, fol. 89.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the associate of
Kaldakinn Torfalækjarhreppi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
controls
Kaldakinn Torfalækjarhreppi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH-Bæ
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 27.3.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
Guðmundur Paul
Jarðabók Árna Magnússonar 1706. Bls 317
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 171, fol. 89.
Húnaþing bls 260 - 261