Fjósar í Svartárdal

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Fjósar í Svartárdal

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

[1500]

Saga

Fyrir framan Fjós þrengist dalurinn og liggur vegurinn allhátt í hlíðinni yfir svonefnt Fjósaklif. Þar er flughengi niður í á, þar sem brattast er. Beint á móti Fjósaklifi eru Skeggsstaðir vestan árinnar. Þar bjuggu um miðja 18. öld hjónin Jón Jónsson (d. um 1785) og Björg Jónsdóttir. Þau áttu 14 börn og náðu 8 þeirra áttræðisaldri. Systkin þessi bjuggu á ýmsum jörðum í nágrenninu og er Skeggsstaðaætt mjög útbreidd um austurhreppa sýslunnar, Skagafjörð og víðar, svo víða, að jafnvel er talið að Ronald Reagan, fyrrum forseti Bandaríkja Norður-Ameríku, sé af Skeggsstaðaætt. Eftir miðja síðustu öld bjó á Skeggsstöðum Brynjólfur Brynjólfsson er síðar flutti til Vesturheims og dó þar háaldraður 1917. Sonur hans, Magnús Brynjólfsson ríkissaksóknari fyrir Pembina County í Norður-Dakota, var fyrsti Íslendingurinn, sem tók próf í lögum vestan hafs (d. 1911).

Fjósar eru í eigu Skógræktarsjóðs Austur Húnavatnssýslu og hefur verið í eyði frá 1970. Skógræktarhólf er í brekkunum neðan brúna. Landsnytjar eru lánaðar. Bærinn stendur í barði undir brattri hólbrekku, skammt norðan Fjósaklifs. Túnstæði er mjög takmarkað niðri í dalnum, en landkostir til fjalls. Voru um skeið beitarhús með nokkru túni ofan brúna, en jörðin á land um Fjósafjall til Arnarvatns og töluvert norður fyrir þjóðveg á Vatnsskarði. Fjárhús byggt 1951 221 m3. Fjós fyrir 18 gripi. Hlöður 440 m3. Geymslur 132 m3. Veiðiréttur í Svartá.

Staðir

Svartárdalur; Bólstaðarhlíðarhreppur; Fjósaklif; Skeggsstaðir; Fjósafjall; Arnarvatn; Vatnsskarð; Gil; Selhagi; Gilslækur; Skarðshlíðarhali; Vatnshlíðarhnjúkur; Kálfatjörn; Arnavatnslækur; Eiríksstaðakot; Gilsmerki: Svartá; Geitaskarð; Bólstaðarhlíð;

Réttindi

Fiósar, eyðijörð og hefur í eyði legið síðan í næstu fardögum [fimmtudagur í 7. viku sumars, 31.5.1708]. Jarðardýrleiki xx € og so tiundast fjórum tíundum. Eigandinn Halldóra Ellendsdóttir að Bólstaðahlíð, og hefur eignast hana að kaupi sínu síðan Anno 1700, af Halldóri sál. Jónssyni sem bjó á Skarði í Lángadal. Landskuld i € xl álnir inntil næstu fardaga. Betalaðist í landaurum heim til landsdrottins eður og stundum nokkuð í fiskatali í kaupstað. Leigukúgildi iiii seinast jörðin bygðist Leigur betöluðust í smjöri heim til landsdrottins.
Kvaðir öngvar. Fóðrast kann ii kýr, i úngneyti, xx lömb; öðru kvikfje, sem var á jörðunni, vogaði bóndinn einúngis á útigáng. Afrjett ut supra, Torfrista og stúnga bjargleg en þó sendin.
Hrísrif til eldíngar bjarglegt í sellandi, sem örðugt er til að sækja frá heimajörðunni. Laxveiðivon í Svartá, hefur í margt ár ekki brúkast, og meinast að litlu eður öngvu gagni þó tilreynt væri. Silúngsveiðivon lítil í Arnarvatnslæk, hefar í margt ár ekki brúkast. Grasatekja mjög lítil ut supra. Túninu grandar grjóthrun og grjótskriður úr smálækjum, sem renna úr brattlendi. Engjar allar eyðilagðar fyri Svartá að neðan, en grjóti, aur og sandi úr fjalli að ofan; eru þar nú ei aðrar slægjur en hvað hent er úr valllendisbrekkum, sem þó er mjög sendið og spillist af leir jafnlega. Hætt er kvikfje fyrir holgryfjulækjum og afætudýjum, sem oft verður mein að. Vatnsból bregst um vetur, og er þá erfitt vatns að afla í Svartá.
Þessa jörð hefur landsdrottinn brúkað til slægna.

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Ábúendur;

<1910- Gunnar Sigurjón Jónsson 16. nóv. 1882 - 4. apríl 1924. Bóndi á Fjósum og Botnastöðum í Svartárdal, A-Hún. Kona hans; Ingibjörg Lárusdóttir 19. sept. 1883 - 30. júní 1977. Húsfreyja og ráðskona á Botnastöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Fjósum og Botnastöðum í Svartárdal, A-Hún.,

<1920- Hjálmar Jónsson 8. des. 1876 - 29. nóv. 1943. Bóndi á Fjósum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Fjósum í Bólstaðarhlíðarhr. Kona hans; Ólöf Sigvaldadóttir

  1. maí 1888 - 28. júlí 1925. Húsfreyja á Fjósum í Svartárdal.

Halldór Jóhannsson 20. júlí 1895 - 5. mars 1982 Bóndi á Bergsstöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. Bóndi á Skottastöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Fæddur 26.7.1895 skv. kb. og kona hans 5.5.1923; Guðrún Guðmundsdóttir 19. júlí 1900 - 26. október 1984 Húsfreyja á Skottastöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Bergsstöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. Síðast bús. í Blönduóshreppi.

1948-1970- Björn Jóhann Jóhannesson 17. nóv. 1905 - 27. apríl 1970. Bóndi á Fjósum í Svartárdal, Hún., síðast bús. í Bólstaðarhlíðar. Kona hans; Þorbjörg Guðrún Bjarnadóttir

  1. júní 1919 - 30. nóv. 2008. Var í Kálfárdal í Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Fjósum í Svartárdal, A-Hún. Síðar matsölustarfsmaður í Reykjavík.

Almennt samhengi

Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Fjósum, í Bólstaðarhlíðarhreppi.

Milli Fjósalands og Gils- og Selhaga-lands ræður bein stefna fyrir sunnan Gilslæk merkjum, frá Svartá uppá fjall, þartil hann myndast af tveimur smálækjum, er koma, annar úr suðaustri, en hinn úr norðaustri, frá samkomu þessara lækja, eða byrjun Gilslækjar, ræður bein stefna upp tunguna milli lækjanna, skammt fyrir norðan leyfar af gömlum húsatóptum, í vörðu austur á Skarðshlíðarhala, stefna þessi er að sjá frá tungusporðinum á norðanverðan Vatnshlíðarhnjúk, frá Skarðshlíðarhala ræður framhaldi bein stefna austur í Kálfatjörn miðja, sem er suður frá Selhaga. Frá Kálfatjörn ræður landamerkjum milli Fjósa og Vatnshlíðar að austan bein stefna í suður að krók þeim, sem er á Arnavatnslæk, þar er hann fellur í austur, til Vatnshlíðarvatns, og er þar varða hlaðin. Frá áminnztum krók á Arnarvatnslæk eru merkin sem lækurinn vísa, til Arnarvatns, en svo ræður merkjum að markvörðu, sem stendur á hól, nokkuð suður með vatninu. Frá vörðu þessari eru merkin milli Fjósa og Eiríksstaðakots, sem vörður vísa beina stefnu vestur yfir fjall, í ytri enda tjarnar þeirrar, sem er milli Fjósa og Eiríksstaðakots. Frá enda tjarnarinnar ræður merkjum gamalt garðlag, eða bein stefna ofan að Svartá, sem afmarkar landið til Gilsmerkja, sem fyrst getið.

Fjósum, 22. febrúar 1890.
Sigríður Einarsdóttir

Framanritaðir landamerkjaskrá erum við undirskrifaðir eigendur og umráðamenn næstliggjandi jarða að öllu leyti samþykkir:
Vegna Vatnshlíðar: J. Hallsson,
Vegna Valadals: Eyjólfur Hansson, ábúandi.
Vegna Eiríksstaða: Ólafur Gíslason, ábúandi.
Vegna Gils: Lárus Árnason, eigandi.
Sigfús Pjetursson, umráðamaður Selhaga.
S. Sigurðsson, eigandi að Skeggstöðum.

Lesið upp á manntalsþingi að Bókstaðarhlíð, hinn 19. maí 1890, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 133, fol. 69b.

Tengdar einingar

Tengd eining

Árni Jónasson (1877-1951) (2.12.1877 - 4.11.1951)

Identifier of related entity

HAH03526

Flokkur tengsla

stigveldi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigvaldi Hjálmarsson (1921-1985) frá Fjósum í Svartárdal. (6.10.1921 - 17.4.1985)

Identifier of related entity

HAH09064

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1921

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þuríður Gunnarsdóttir (1913-1958) Siglufirði (13.2.1913 - 13.9.1958)

Identifier of related entity

HAH09124

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1913

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ósk Skarphéðinsdóttir (1902-1989) Héðinshöfða (18.9.1902 - 22.8.1989)

Identifier of related entity

HAH01812

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1911

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jónína Hannesdóttir (1877-1956) Auðólfsstöðum (18.6.1876 - 30.10.1956)

Identifier of related entity

HAH07234

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1876

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hrefna Björnsdóttir (1936-1974) hjúkrunarfræðingur (8.3.1936 - 22.6.1974)

Identifier of related entity

HAH04995

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Helga Jónsdóttir (1866-1923) vk Sauðanesi (27.4.1866 - 5.1.1923)

Identifier of related entity

HAH09072

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigþrúður Hannesdóttir (1867-1930) Fjósum og Blönduósi (27.5.1867 - 23.4.1930)

Identifier of related entity

HAH09063

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þórunn Hannesdóttir (1873-1957) Friðfinnshúsi (15.8.1873 - 2.1.1957)

Identifier of related entity

HAH07380

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Alda Björnsdóttir (1946-1994) frá Fjósum í Svartárdal (15.1.1946 - 20.2.1994)

Identifier of related entity

HAH02276

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Skriður í Húnavatnssýslum (874 -)

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Veiðisel í Svartárdal ([1300])

Identifier of related entity

HAH00496

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Eiríksstaðir Bólstaðarhlíðarhreppi. ([1300])

Identifier of related entity

HAH00157

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Bólstaðarhlíðarhreppur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00427

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Svartá - Svartárdalur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00493

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ingibjörg Stefánsdóttir (1858) húskona Þverá í Hallárdal 1910 (13.10.1858 -)

Identifier of related entity

HAH06538

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigríður Jónsdóttir (1856) Gili Svartárdal (19.1.1856 -)

Identifier of related entity

HAH06672

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Sigríður Jónsdóttir (1856) Gili Svartárdal

is the associate of

Fjósar í Svartárdal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Gil í Svartárdal ([1500])

Identifier of related entity

HAH00163

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Gil í Svartárdal

er vinur

Fjósar í Svartárdal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jósef Sigfússon (1921-2012) Fjósum (28.11.1921 - 21.12.2012)

Identifier of related entity

HAH01623

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Jósef Sigfússon (1921-2012) Fjósum

controls

Fjósar í Svartárdal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ingibjörg Lárusdóttir (1883-1977) Fjósum (19.9.1883 - 30.6.1977)

Identifier of related entity

HAH08964

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Ingibjörg Lárusdóttir (1883-1977) Fjósum

controls

Fjósar í Svartárdal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hjálmar Jónsson (1876-1943) Fjósum (8.12.1876 - 29.11.1943)

Identifier of related entity

HAH05183

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Hjálmar Jónsson (1876-1943) Fjósum

controls

Fjósar í Svartárdal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ólöf Sigvaldadóttir (1888-1925) Fjósum (27.5.1888 - 28.7.1925)

Identifier of related entity

HAH09061

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Ólöf Sigvaldadóttir (1888-1925) Fjósum

controls

Fjósar í Svartárdal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Geitaskarð / Skarð Engihlíðarhreppi ([900])

Identifier of related entity

HAH00210

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Geitaskarð / Skarð Engihlíðarhreppi

er eigandi af

Fjósar í Svartárdal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Bólstaðarhlíð ([900])

Identifier of related entity

HAH00148

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Bólstaðarhlíð

er eigandi af

Fjósar í Svartárdal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þorbjörg Bjarnadóttir (1919-2008) Fjósum (22.6.1919 - 30.11.2008)

Identifier of related entity

HAH02131

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Þorbjörg Bjarnadóttir (1919-2008) Fjósum

controls

Fjósar í Svartárdal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Gunnar Jónsson (1882-1924) Botnastöðum (16.11.1882 - 4.4.1924)

Identifier of related entity

HAH04534

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Gunnar Jónsson (1882-1924) Botnastöðum

controls

Fjósar í Svartárdal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Björn Jóhann Jóhannesson (1905-1970) Fjósum (17.11.1905 - 27.4.1970)

Identifier of related entity

HAH02835

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Björn Jóhann Jóhannesson (1905-1970) Fjósum

controls

Fjósar í Svartárdal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðrún Guðmundsdóttir (1900-1984) Bergsstöðum (19.6.1900 - 26.10.1984)

Identifier of related entity

HAH04303

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Guðrún Guðmundsdóttir (1900-1984) Bergsstöðum

controls

Fjósar í Svartárdal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00160

Kennimark stofnunar

IS HAH-Bæ

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 26.2.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Guðmundur Paul
Jarðabók Páls Vidalín 1708. Bls 378
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 133, fol. 69b. 19.5.1890
Húnaþing II bls 188

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir