Bollastaðir í Blöndudal

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Bollastaðir í Blöndudal

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

[1200]

Saga

Bollastaðir er fremstibær í Blöndudal að austan gengt Eiðsstöðum. Bærinn stendur hátt við hálsbrúnina með útsýn norður Blöndudal. Í suðri eru Borgirnar norðan Rugludals, en Þrælsfell út og upp í hálsi. Blanda freyðir við túnfótinn í djúpu gljúfragili. Eldra túnið er mjög brattlent, en nýræktir eru á framræstum mýrum sunnan þess, meðfram ruddum vegi sem liggur til heiðar. Ræktunarskilyrði er góð og kostaland til beitar ásamt víðáttu. Íbúðarhús byggt 1955, vikursteypa 440 m3, Fjós fyrir 5 gripi. Fjárhús yfir 420 fjár, hesthús yfir 15 hross. Hlöður 1180 m3. Verkfærageymsla 323 m3. Tún 27 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Staðir

Blöndudalur; Bólstaðarhlíðarhreppur; Eiðsstaðir; Borgir; Rugludalur; Þrælsfell; Blanda; Hrúthagalækur; Gróf eður Hólagil; Háþrælsfell; Hnappaþýfi; Leirtjörn; Skínandi; Reiðgötur; Sellandsborgavegur; Þvergil; Steiná; Eyvindarstaðir; Steinárgerði; Höfn á Höfðaströnd; Girðíngar;

Réttindi

Jarðardýrleiki xx @ og so tíundast fjórum tíundum.
Eigandinn ekkjan Helga Jónsdóttir að Höfn á Höfðaströnd eður hennar börn. Ábúandinn ekkjan Helga Petursdóttir.
Landskuld 1 @, áður fyrir átta árum i @ xl álnir. Betalast í landaurum heim til landsdrottins.
Leigukúgildi v, áður fyrir átta árum vi. Leigur betalast í smjöri heim til landsdrottins. Kvaðir öngvar.
Kvikfje iii kýr, i naut veturgamalt, i kálfur, lvi ær, v sauðir tvævetrir og eldri, xx veturgamlir, sumir þar af óvísir, xxx lömb, iiii hestar, i foli þrevetur, i tvævetnr. ii hross, i fyl.
Fóðrast kann iii kýr, xl ær, xxx lömb, iiii hestar. Afrjett engin ut supra. Torfrista og stúnga bjargleg. Hrísrif bjarglegt til eldíngar,nú valla nýtandi, til kolgjörðar en brúkast þó árlega.
Grasatekja hefur verið bjargleg fyri heimilið en þver nú mjög, brúkast þó í viðlögum. Túninu grandar lækur úr brattlendi, sem gjört hefur grjótskriðu um þvert túnið og ónýtist því mikið stykki úr vellinum; so og jetur vatn neðan völbnn, so grasrótin dettur niður allvíða, og verða af þessu grasleysugryfjur. Enginu granda smálækir, sem bera á það grjót og sand
til stórskaða, so að þar fyri er mikill partur engjanna ekki slægur. Hætt er kvikfje fyri klettum og ógöngum á vetur og holgryfjulækjum, og verður oft stórskaði að þessu.
Hreppamannaflutníngur er lángur og hættur um vetrartímann, fyrir harðfenni og búnkasvellum í brattlendi, sem flytja verður yfír.

Girðíngar kallast eitt örnefni hjer í landinu, sem liggur suður við þvergil. þar ætla menn að áður í gamla daga hafi bygð verið, því þar sjást tóftarústir og garðaleifar sosem
líklegt þykir að einhvörntíma hafi þar verið túngarður. Enginn veit hjer um framar að undirrjetta. Ekki má hjer aftur byggja, því túnstæðið er komið í holt og grámosamóa.

Girðíngar kallast og annað örnefni hjer í landinu, sem nær liggur bænum. þar er nú stekkur frá Bollastöðum. Hjer sjást og gömul byggíngamerki af túngarðsleifum og tóftarústum. Enginn veit hjer um þessa bygð framar að undirrjetta. Ekki má hjer aftur byggja, því túnstæðið er lítið og graslítið landið og mestalt komið í holt og mela.

Starfssvið

Lagaheimild

Bólu-Hjálmar og Bollastaðir. eftir Pétur Arnar Pétursson (1950).

Kristján bróðir hefur tekið saman talsvert efni um Unni ömmu, og hennar forfeður. Þar kemur fram að jörðin hafi verið komin í eigu gömlu Bollastaða ættarinnar 1708. Árið 1774 er jörðin Selland lögð undir Bollastaði. Jörðin var lögfest óðalsjörð árið 1832. Um aldamótin 1900 kaupa ábúendur talsvert land út úr Eyvindarstaðaheiði af Upprekstrsrfélagi heiðarinnar, sem gengur undir nafninu, Fremra hólf. Gögnum um þessa gjörninga,aðra en kaupin á Fremra hólfinu,skilaði Unnur til Þjóðskjalasafns Íslands árið 1949.
Bólu Hjálmar var fæddur 1796 dáinn 1875.
Amma og afi Unnar Pétursdóttur á Bollastöðum voru mikið vina og velgerðarfólk Bólu-Hjálmars. Guðmundur Gíslason f. 1830 d. 1901 og konu hans María Guðmundsdóttir f. 1825 d. 1898 varð sjö barna auðið. Af þeim ná tvö fullorðinsaldri Gísli og Sigurbjörg. Fimm barna þeirra deyja innan við 10 ára aldur og þrjár stúlkur deyja í sömu vikunni 1869. Árið eftir deyja tveir bræður. Þá eru eftirlifandi Gísli stúdent í Kaupmannahöfn og Sigurbjörg móðir Unnar ömmu. Gísli deyr í Danmörk 1884 ókvæntur og barnlaus. Sigurbjörg giftist Pétri Péturssyni og eignast með honum tvær dætur, Unni og Maríu. María deyr 1916 og Unnur 1968 báðar ókvæntar og barnlausar. Þar með deyr síðasti kvistur gömlu Bollastaðaættarinnar. Ættin sat Bollastaði allavega frá 1708 til 1942 eða í 234 ár.
Ljóst er af þessari frásögn að þó að veraldarauður hafi verið talsverður þá sótti mikill harmur Bollastaða fólkið heim.
Um Guðmund var ort.
Gleðimaður gjafmildur
góðsinnaður velmenntur
besti þar er búhöldur
Bollastaða Guðmundur.
Bólu Hjálmar sendi þeim hjónum meðfylgjandi eftirmæli ásamt formála.
“Fá orð endurminning þeirra í Guði burtsofnuðu fimm ekta barna hjónanna Guðmundar Gíslasonar og Maríu Guðmundsdóttur,sem voru dætur þrjár er hétu Sigurbjörg Guðný á sjötta aldursári,Margrét Ingibjörg á fimmta aldursári og María Selime á þriðja aldursári allar burtkallaðar á einni viku veturinn 1869. Síðar bræður tveir Guðmundur vorið 1870 og Pétur Ólafur dáinn 1871 á fimmta aldursári.”
( Mig langar til að hvetja ykkur til að lesa þetta ljóð,einn lestur dugar ekki það þarf að lesa það allvega tvisvar eða oftar. Því oftar sem ég les kvæðið þykir mér það fallegra. Fyrst þegar Kristján sendi mér kvæðið leit ég aðeins yfir það og sagði við sjálfan mig það nennir enginn að lesa þetta torf. En það hefur breyst. Ég hef sett smá orðaskýringar hér með jafnframt ætla ég að setja hér inn minn skylning.)
Skammt vill oft verða
skúra á milli
vandi er að morgni
veðri hrósa
dregur upp grátský
úr djúpi forlaga.
Fagurt var að líta
í föðurgarði.
veglega vaxna
viðsmjörs kvistu. 1) ( sælleg börn )
kringum bónda borð
undir blíðrar móður
hjúkrandi hönd
og hjartagæsku.
Guðs eru vegir
og manndóms ráð
mannlegri visku
mjög ofvaxnir
holdlegur skilningur
höndlar ekki 2. ( ræður ekki yfir )
alvísa athöfn
hins alvaldanda.
Ungplöntur Guðs. 3. ( Guðs börn )
af ekrum jarðar
dauðans sárbeitta sigð
svo upp rætir
að eilífum vexti
og viðgangi nái
plantaðar til prýðis
í Paradís.
Teljum vér tímann
í trú og von
allt skal að nýju
endurskapast
þá bjarmi dýrðardags
nær dauðir lifna
fram brunar fagur
á frelsishimni.
Þegar hinn alvaldi
eindæmir heims
líf og leysir vor
líknarfulli
skilar dýrðlingum
í skrautklæðum lífsins
í foreldra faðm
og fagur mælir.
Sælir þér foreldrar
sigurhetjur
sem bezta barna lán
í blessan hlutuð
með eilífum framförum
er þeim skilað
fóstruð eru á himni
í föðurhúsum.
Vefjið yðar eign
í ástarskauti
elskizt upp héðan
af eilífu
öll skulu hreint
af augum þerruð
skilnaðar sjúkdóms
og sorgar tár.
Komið svo blessuð
börn míns föðurs
erfingjar þess ríkis
sem ég ykkur vann
með eilífum ábata
er nú skilað
dýrgripum þeim
er dauðinn svifti.
Forkláruð sjón. 4. ( Að lokum muntu sjá )
þá fær að skoða
að Guðs voru vegir
gæska og speki
svo meðferð hans öll
á mannasonum
þeim til blessunar
þéna skyldi. 5. ( Þjóna mætti )
Ljóðið er ægifagurt þegar maður hefur skilið það. Byrjar á að segja að tilveran getur verið fallvölt. Fer svo að lýsa hamingju og heimilsbrag. Síðan að það ræður enginn örlögum. Drottinn tekur börnin til sín inn í Paradís eilífðarinnar. Svo þegar skapadagur foreldrana kemur munu þau öll sameinast á ný. Þetta er minn skilningur.
Guðmundur á Bollastöðum var einn líkmanna þegar Bólu Hjálmar var borinn til grafar.

Innri uppbygging/ættfræði

Ábúendur;

1941-1963- Bjarni Jónsson 10. júlí 1890 - 23. júní 1963. Bóndi í Kolgröf á Efribyggð. Bóndi í Kálfárdal í Bergstaðasókn, A-Hún. 1920 og 1930. Bóndi á Bollastöðum í Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. Var þar 1957. Kona hans; Ríkey Gestsdóttir 11. sept. 1890 - 29. ágúst 1983. Ógift vinnukona í Stóradal í Svínavatnshr., A-Hún. 1914. Húsfreyja í Kálfárdal í Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Höfðahólum í Hofssókn, Hún. 1940. Var á Bollastöðum í Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Reykjavík.

1943- Ingólfur Bjarnason 15. mars 1921 - 22. maí 2000. Bóndi á Bollastöðum. Var í Kálfárdal í Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Bollastöðum í Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Kona hans; Guðrún Þórunn Steingrímsdóttir 9. okt. 1932 - 4. sept. 2018. Húsfreyja á Bollastöðum í Bólstaðarhlíðarhreppi. Var á Bollastöðum í Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957.

Bjarni Brynjar Ingólfsson 1. jan. 1956. Var á Bollastöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957.

Almennt samhengi

Landamerkjaskrá fyrir landi jarðarinnar Bollastaða í Blöndudal

Að norðan ræður merkjum frá Blöndu lækur sá er Hrúthagalækur er nefndur, og fellur úr svo nefndri Gróf eður Hólagili, liggja merkin upp hinn syðra barm Grófarinnar, og úr henni (grófinni) ræður bein stefna á Háþrælsfell (í austari þúfuna), þaðan ráða beinni stefnu frameptir há miðásum 3 þúfur, í fullt suður, hver í beinni línu undan annari, enn er hin 4. þúfa, og stendur hún við austur-jaðar á plázi því, er fremra Hnappaþýfi heitir, þaðan ræður enn bein stefna til hinnar 5. þúfu, er stendur á ás fyrir norðan Leirtjörn (vestari Leirtjörn), nálægt hinum svo nefnda Skínandi vegi, þessi síðastnefnda þúfa myndar suð-austurhorn landsins, því frá henni í fullt vestur ræður merkjum bein stefna í hól, er stendur við Reiðgötur austanverðar (þ.e. fyrir austan hinn svo nefnda Sellandsborgaveg), þaðan ræður merkjum til norðurs Sellandsborgarvegur, að Þvergili, og það ræður merkjum til Blöndu, og hún svo gengt hinum fyrst-nefndum landamerkjum.

Bollastöðum 15. maí 1886
Guðmundur Gíslason

Framan og ofanskrifaða landamerkjaskrá samþykkjum við undirskrifaðir eigendur og ábúendur þeirra jarða, sem lönd eiga að.
Magnús Andrésson eigandi Steinár
Gísli Ólafsson eigandi Eyvindarstaða
Björn Guðmundsson vegna Steinárgerðis.

Lesið fyrir manntalsþingsrjetti Húnavatnssýslu að Bólstaðarhlíð, 20. maí 1886, og innfærð í landamerkjabók sýslunnar No. 42 fol. 23

Tengdar einingar

Tengd eining

Sigurbjörg Tómasdóttir (1902-1986) Felli í Sléttuhlíð,

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Steingrímur Bergmann Magnússon (1908-1975) Eyvindarstöðum (15.6.1908 - 13.3.1975)

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Eiðsstaðir í Blöndudal ([1200])

Identifier of related entity

HAH00077

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Steiná í Bólstaðarhlíðarhreppi. ([1300])

Identifier of related entity

HAH00174

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Eyvindarstaðir í Blöndudal ([1300])

Identifier of related entity

HAH00078

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Svínadalur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00517

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Bólstaðarhlíðarhreppur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00427

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Pétur Pétursson (1920-1979) frá Bollastöðum (23.3.1920 - 13.1.1979)

Identifier of related entity

HAH02200

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigurbjörg Steinunn Jónsdóttir (1871-1929) frá Hvammi á Laxárdal fremri (27.2.1871 - 31.5.1929)

Identifier of related entity

HAH07232

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Unnur Pétursdóttir (1894-1968) Péturshúsi Blönduósi (25.10.1894 -17.10.1968)

Identifier of related entity

HAH02100

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Gísli Guðmundsson (1859-1884) Bollastöðum (12.1.1859 - 1884)

Identifier of related entity

HAH01243

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Skriður í Húnavatnssýslum (874 -)

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þórunn Pétursdóttir (1942) Blönduósi (23.4.1942 -)

Identifier of related entity

HAH05973

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

María Pétursdóttir (1896-1916) Bollastöðum, Blöndudal (27.1.1896 - 1.2.1916)

Identifier of related entity

HAH06634

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigurbjörg Guðmundsdóttir (1861-1930) Bollastöðum (2.10.1861 - 13.12.1930)

Identifier of related entity

HAH09080

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Sigurbjörg Guðmundsdóttir (1861-1930) Bollastöðum

controls

Bollastaðir í Blöndudal

Dagsetning tengsla

1861

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Pétur Pétursson (1862-1919) Bollastöðum (23.7.1862 - 17.9.1919)

Identifier of related entity

HAH07387

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Pétur Pétursson (1862-1919) Bollastöðum

controls

Bollastaðir í Blöndudal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ríkey Gestsdóttir (1890-1983) Bollastöðum (11.9.1890 - 29.8.1973)

Identifier of related entity

HAH07546

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Ríkey Gestsdóttir (1890-1983) Bollastöðum

controls

Bollastaðir í Blöndudal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Bjarni Brynjar Ingólfsson (1956) (1.1.1956 -)

Identifier of related entity

HAH02676

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Bjarni Brynjar Ingólfsson (1956)

controls

Bollastaðir í Blöndudal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðrún Steingrímsdóttir (1932-2018) Bollastöðum (9.10.1932 - 4.9.2018)

Identifier of related entity

HAH04490

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Guðrún Steingrímsdóttir (1932-2018) Bollastöðum

controls

Bollastaðir í Blöndudal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Bjarni Jónsson (1890-1963) Bollastöðum (10.7.1890 - 23.6.1963)

Identifier of related entity

HAH02688

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Bjarni Jónsson (1890-1963) Bollastöðum

controls

Bollastaðir í Blöndudal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00075

Kennimark stofnunar

IS HAH-Bæ

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 13.3.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Guðmundur Paul
Jarðabók Páls Vidalín 1708. Bls 354
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Landamerkjabók sýslunnar No. 42 fol. 23. 20.5.1886.
Húnaþing II

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir