Showing 1161 results

Authority record
Corporate body

Lionsklúbbur Skagastrandar (1960)

  • HAH1081
  • Corporate body
  • 1960

Lionsklúbbur Höfðakaupstaðar nú Skagaströnd var stofnaður 1960.
Fyrsti formaður var Páll Jónsson fyrrv. skólastjóri. Hefur klúbburinn starfað að ýmsum menningarmálum til gagns og heilla byggðinni. Hann hefur fengið jólatré frá Noregi á hverju ári og gefið skólanum sjónprófunartæki.

Búnaðarfélag Engihlíðarhrepps (1884)

  • HAH10138
  • Corporate body
  • 1884

Félagið var stofnað árið 1884 og voru stofnfélagar:
Árni Á. Þorkelsson, Frímann Björnsson, Jósafat Jónatansson, þeir mynduðu undirbúningsstjórn, Eggert Eggertsson, Halldór Konráðsson, Einar Þorkelsson, Árni Hannesson og Jón Stefánsson. Stofnfundurinn var haldinn í þinghúsi hreppsins, sem þá var í Engihlíð. Þeim Árna, Frímanni og Jósafat var falið að semja lög fyrir félagið, og var frumvarp þeirra samþykkt með litlum breytingum á næsta fundi félagsins, sem haldinn var 26. apríl sama ár. Á þeim fundi var jafnframt kosin formleg stjórn:
Forseti, Árni Á. Þorkelsson, skrifari, Jósafat Jónatansson, féhirðir, Frímann Björnsson, allir með 7 atkvæðum.
Formenn félagsins frá upphafi voru:
Árni Á. Þorkelsson 1884-1902. 1903-1906.
Stefán Eiríksson á Refsstöðum 1902-1903.
Jónatan Líndal 1906-1933.
Hilmar Frímannsson 1933-1960.
Sigurður Þorbjarnarson 1960-1962.
Jakob Sigurjónsson í Glaumbæ 1962-1969.
Valgarður Hilmarsson 1969-1973.
Árni Jónsson 1973-1983.
Ágúst Sigurðsson 1983-
Komið var á fót félagsræktun á Neðri-Lækjardalsmelum árið 1979. Starfsvettvangur félagsins hefur verið viðfeðmur og margbreytilegur. Ljóst er að Búnaðarfélag Engihlíðarhrepps hefur markað greinileg og varanleg spor í búnaðarsögu sveitarinnar.

Byggingarfulltrúi Skagafjarðar og Austur Húnavatnssýslu (1959)

  • HAH10137
  • Corporate body
  • 1959

Starf byggingarfulltrúa fyrir Norðurland vestra hefst árið 1959 ráðinn er Ingvar Gígjar Jónsson og starfar hann til ársins 1986.
Aðstoðarmaður er ráðinn til embættisins á árunum 1973-1975, ekki alveg vitað hvaða ár og er það
Guðmundur Karlsson, húsasmíðameistari og bóndi á Mýrum í Hrútafirði.

Eftirlits- og fóðurbirgðafélag Engihlíðarhrepps (1931)

  • HAH10136
  • Corporate body
  • 1931

Félagið heitir Eftirlits- og fóðurbirgðafélag Engihlíðarhrepps og nær yfir allan Engihlíðarhrepp í Austur Húnavatnssýslu. Félagið er stofnað samkvæmt heimild í lögum um búfjárrækt, nr. 32, 8. september 1931, IV. kafla og starfa samkvæmt þeim.
Tilgangur félagsins er:
Að koma í veg fyrir fóðurskort á félagssvæðinu.
Að rannsaka hvernig fóðrun búpenings sé hagkvæmust og færa hana í það horf.
Að koma á samvinnu um kaup eða framleiðslu kjarnfóðurs, eftir því sem félaginu þykir henta.
Félaginu stýrir þriggja manna stjórn, tveir kosnir af aðalfundi félagsins en einn af hreppsnefnd.

Tónlistarskóli Austur Húnvetninga (1971)

  • HAH10135
  • Corporate body
  • 1971

Tónlistarskóli Austur Húnavatnssýslu var stofnaður árið 1971 og kennsla hófst um haustið. Kennslustaðir urðu strax þrír, Blönduós, Húnavellir og Skagaströnd.
Í fyrstu var ráðinn einn kennari við skólann og stundarkennari. Nú starfa fimm kennarar í fullu starfi.
Í fyrstu var skólinn rekinn af sveitarfélögunum að 1/3, Tónlistarfélaginu að 1/3 og skólagjöldum að 1/3 en nú er skólinn rekinn af Byggðasamlagi um tónlistarskóla.

Kiwanisklúbburinn Borgir (1978)

  • HAH10134
  • Corporate body
  • 1978

Kiwanisklúbburinn Borgir var stofnaður 25. nóvember 1978 og eru félagar 46 talsins

Ungmennafélagið Húnar Torfalækjarhreppi (1952)

  • HAH10133
  • Corporate body
  • 1952

Ungmennafélagið Húnar var stofnað á fundi á Torfalæk 2. nóvember 1952. Í fyrstu stjórn voru kosnir:
Pálmi Jónsson Akri, formaður
Stefán A. Jónsson Kagaðarhóli, ritari
Erlendur Eysteinsson Stóru-Giljá, gjaldkeri
Varamenn:
Kristófer Kristjánsson Köldukinn, varaformaður
Óskar Sigurfinnsson Meðalheimi
Ingibjörg Eysteinsdóttir Beinakeldu
Stofnendur félagsins voru í upphafi 20 manns en fjölgaði með árunum. Lög félagsins voru samþykkt á fundi 14. desember 1952.

Orkustofnun (1967)

  • HAH10132
  • Corporate body
  • 1967

Um miðjan sjöunda áratuginn þótti tímabært að taka raforkulögin frá 1946 til endurskoðunar. Kom þar hvorttveggja til að með stofnun Landsvirkjunar hafði breyst mjög sú stefnumörkun sem fólst í raforkulögunum og svo hitt að hjá embætti raforkumálastjóra fór þá orðið fram mun veigameiri og víðfeðmari starfsemi en fjallað er um í þeim lögum. Hin nýju orkulög nr. 58/1967 tóku gildi 1. júlí 1967. Jakob Gíslason sat í nefnd þeirri sem endurskoðaði lögin og hafði þar veigamikil áhrif. Endurskoðuninni lauk 1966.
Í orkulögunum er fjallað bæði um vinnslu raforku og jarðhita; um rafveitur og hitaveitur og um jarðboranir. Sérstakur kafli er þar um Rafmagnsveitur ríkisins, núna RARIK. Embætti raforkumálstjóra var lagt niður, en ný stofnun, Orkustofnun, tók við hlutverki embættisins, öðru en umsjón með rekstri Rafmagnsveitna ríkisins, sem voru gerðar að sjálfstæðri stofnun. Jakob Gíslason var skipaður orkumálastjóri um leið og lögin tóku gildi.
Í orkulögunum er Orkustofnun falið að hafa með höndum rekstur Jarðborana ríkisins og Jarðvarmaveitna ríkisins, sem urðu til við stofnun Kísiliðjunnar við Mývatn, en bæði þessi fyrirtæki voru rekin sem svokölluð B-hluta fyrirtæki undir yfirstjórn Orkustofnunar uns Jarðboranir hf. voru stofnsettar í febrúar 1986 og Jarðvarmaveitur lagðar niður í árslok 1986. Þá var Rafmagnseftirlit ríkisins í umsjá orkumálastjóra allt til ársins 1979 en þá var það endanlega gert að sjálfstæðri stofnun.
Samkvæmt lögunum tók Orkusjóður við öllum eigum Raforkusjóðs og Jarðhitasjóðs.

Veiðifélagið Veiðikló (1974)

  • HAH10131
  • Corporate body
  • 1974

Veiðifélagið var stofnað á Blönduósi 7.febrúar 1974 og var kosin bráðabirgðastjórn og hlutu kosningu þeir:
Ólafur Sigfússon og Valur Snorrason. Félagsmenn urðu 18 talsins svo vitað sé.

Hnitbjörg dvalarheimili aldraðra (1980)

  • HAH10130
  • Corporate body
  • 1980

Laugardaginn 1. mars var haldin vígsluhátíð í fyrri áfanga dvalarheimilis aldraðra á Blönduósi. Fyrri áfanginn er 2 hæðir og kjallari og í honum eru 10 íbúðir, 50 fm, ætlaður hjónum.
Hverri íbúð fylgir 6 fm geymslupláss í kjallara en þar er einnig samkomusalur og föndurherbergi, auk þvottaherbergis. „Það er ætlunin að föndurherbergið verði notað fyrir alla þá á
þessum aldri á Blönduósi og nágrenni sem óska eftir því”, sagði Sigursteinn Guðmundsson, yfirlæknir á Blönduósi, í samtali við Tímann.
„Framkvæmdir við byggingu dvalarheimilisins hófust 1975, en fyrstu íbúarnir fluttust inn 21. des. 1979 og húsið var fullskipað í janúar 1980. Arkitektastofan sf. (Ormar Þ. Guðmundsson og Örnólfur Hall) hönnuðu húsið, verktakar voru Fjarhitun hf. Rafteikning hf og verktakar frá Blönduósi”. Í seinni áfanganum verða íbúðir fyrir einstaklinga en í 4 af
10 fyrstu íbúðunum er þannig gengið frá hlutunum að 2 einstaklingar geta búið í þeim með því að deila með sér eldhúsi”. Húsinu var gefið nafn á vígsluhátíðinni og var það skírt Hnitbjörg.
Bætt

Heilbrigðisstofnun Norðurlands Blönduós (2014)

  • HAH10129
  • Corporate body
  • 2014

Heilbrigðisstofnun Norðurlands tók til starfa þann 1. október 2014 við sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi annarra en Sjúkrahússins á Akureyri og nokkurra hjúkrunar- og dvalarheimila. Heilbrigðisstofnun Norðurlands veitir heilsugæsluþjónustu, sjúkrahúsþjónustu auk öldrunarþjónustu í formi hjúkrunar- og dvalarrýma.
Áður fyrr um áramótin 1955-1956 var hið nýja hús tekið í notkun og hét stofnunin þá Héraðshæli Austur-Húnvetninga. Þar var veitt öll almenn læknisþjónusta og m.a. rekin bæði skurðdeild og fæðingardeild. Þar var einnig hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Í húsinu voru einnig nokkrar íbúðir fyrir starfsmenn. Í seinni tíð hafa þær aðallega verið nýttar fyrir afleysingafólk. Lengstum hefur sú starfsemi sem fram fer í húsinu verið tvískipt rekstrarlega og kallast Sjúkrahús Austur-Húnvetninga og Heilsugæslan á Blönduósi. Við þessar aðstæður hefur rekstur skipst á tvö viðfangsefni í fjárlögum og sérstakt stjórnkerfi verið yfir hvorri stofnun um sig. Árið 1998 voru þessar tvær stofnanir sameinaðar í Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi.

Ungmennasamband Austur-Húnvetninga (1912)

  • HAH10128
  • Corporate body
  • 1912

Sambandið heitir Ungmennasamband Austur-Húnvetninga, skammstafað USAH. Sambandssvæðið er Austur-Húnavatnssýsla. Heimili þess og varnarþing er á Blönduósi.
Ungmennasamband Austur-Húnvetninga USAH var stofnað 30.mars 1912.
Hlutverk USAH er að stjórna sameiginlegum íþrótta- og æskulýðsmálum aðildarfélaganna. Sambandið annast samstarf um íþrótta- og æskulýðsmál við sveitar- og bæjarstjórnir og aðra opinbera aðila innan héraðs, varðveitir og skiptir milli félaganna því fé sem til þess hefur verið veitt í því skyni, og aðstoða við skipulag, undirbúning og framkvæmd íþróttamóta og æskulýðsviðburða í héraðinu. USAH hefur frumkvæði um eflingu íþrótta- og æskulýðsstarfs innan héraðs, staðfestir lög/lagabreytingar aðildarfélaga, heldur utan um staðfest lög félaga, - og fylgist með því að starfsemi aðildarfélaga fari fram skv. gildandi lögum þeirra og íþróttahreyfingarinnar í heild. Í því skyni skal USAH hafa fullan aðgang að bókhaldi og fylgiskjölum aðildarfélaga sinna og ef ástæða þykir til getur stjórn USAH tilnefnt sérstakan skoðunarmann reikninga fyrir aðildarfélag og fyrirskipað ítarlega rannsókn á fjárreiðum viðkomandi félags.
Rétt til aðildar að sambandinu hafa öll ungmenna- og íþróttafélög á svæðinu enda séu lög þeirra í samræmi við lög UMFÍ og ÍSÍ.

Húnavallaskóli (1969)

  • HAH10127
  • Corporate body
  • 1969

Húnavallaskóli stendur við Reykjabraut. Skólinn þjónar íbúum Húnavatnshrepps, bygging skólahússins hófst sumarið 1965, skólinn var svo settur í fyrsta sinn þann 28. október 1969 og formlega vígður 7. nóvember 1970. Upphaflega var skólinn rekinn sem heimavistarskóli, heimavist var lögð niður í áföngum á árunum 1980 til 1982. Síðan þá hefur verið um heimaakstur nemenda að ræða. Nemendafjöldi við skólann hefur orðið mestur um það bil 180. Skólastjóri er Sigríður Aadnegard.

Hólaneskirkja (1928)

  • HAH10126
  • Corporate body
  • 1928

Skóflustunga að núverandi Hólaneskirkju var tekin af sr. Pétri Þ. Ingjaldssyni árið 1979 en hann var sóknarprestur á Skagaströnd frá 1941 til ársins 1981. Bygging kirkjunnar stóð með nokkrum hléum fram til ársins 1991.
Kirkja hefur líklega verið á Skagaströnd frá því um 1200. Hún stóð við rætur Spákonufells ofan kauptúnsins og nefndist Spákonufellskirkja. Staðurinn er kenndur við Þórdísi spákonu sem þar bjó til forna og getið er um í nokkrum Íslendingasögum. Kirkjan var bændakirkja allt til ársins 1919 er hún komst í eigu safnaðarins. Síðasta kirkjan á Spákonufelli var timburkirkja sem byggð var 1852 og stóð til 1928. Kirkjugarður hefur frá upphafi kirkjuhalds verið á Spákonufelli.
Árið 1928 var ný kirkja vígð í kauptúninu sjálfu og nefndist hún Hólaneskirkja og dregur nafn af nesi því sem hún stendur rétt ofan við. Þessi kirkja var steinkirkja og teiknuð af Guðjóni Samúelssyni. Hún var sóknarkirkja Skagstrendinga til 1991 er ný kirkja hafði verið reist rétt framan við þá gömlu sem var þá rifin.

Krabbameinsfélag Austur Húnavatnssýslu (1968)

  • HAH10125
  • Corporate body
  • 1968

Krabbameinsfélag Austur-Húnavatnssýslu var stofnað 2. nóvember 1968 og eru félagsmenn 200 talsins. Á hverju ári veitir félagið styrki til að létta undir með þeim sem greinst hafa með krabbamein. Formaður stjórnar félagsins er Sveinfríður Sigurpálsdóttir.
Stjórn kosin á aðalfundi 2. maí 2018

Formaður: Sveinfríður Sigurpálsdóttir, Brekkubyggð 11, 540 Blönduósi, S: 452 4528 og 862 4528, sveinfridur@simnet.is
Ritari: Kristín Rós Sigurðardóttir, Tindum, 541 Blönduósi
Gjaldkeri: Péturína L. Jakobsdóttir, Hólabraut 9, 545 Skagaströnd
Meðstjórnandi: Viktoría Erlendsdóttir, Árbraut 18, 540 Blönduósi
Meðstjórnandi: Margrét Einarsdóttir, Árbraut 12, 540 Blönduósi

Ungmennafélagið Hvöt (1924)

  • HAH10122
  • Corporate body
  • 1924

Um fyrsta ungmennafélagið á Blönduósi er lítið vitað. Þó er kunnugt að vorin 1909 og 1910 er kennt sund á Blönduósi og þá er starfandi Umf. Blönduóss er byggði sundpoll til sundkennslu. Arið 1912 er það starfandi og sendir fulltrúa á stofnfund USAH, en gerist ekki sambandsfélagi vegna ágreinings, hvorki þá né síöar. Árið 1915 og 1916 var Umf. Dagsbrún á Blönduósi í sambandinu en hvarf brátt úr sögunni.
Fyrsta færsla í fundargerðarbók Ungmennafélagsins Hvatar hljóðar svo: „Sunnudaginn 16. nóvember 1924 komu nokkrir menn saman á fund í sýslubókasafnsstofunni á Blönduósi og ræddu þar um félagsstofnun. Eftir litlar umræður var í einu hljóði samþykkt að stofna ungmennafélag með stefnuskrá U.M.F.I. Þá var samþykkt að kjósa 3ja manna nefnd til þess að semja lög fyrir félagið og leggja þau fyrir stofnfund, sem ákveðið var að halda föstudaginn 21. s. m. I nefndina voru kosnir: Steingrímur Davíðsson,Jón Kristófersson og Hermann Víðdal." Föstudaginn 21. nóvember 1924 var síðan stofnfundur félagsins þar sem farið var yfir lög þess og kosið í fyrstu stjórn. í aðalstjórn voru kosin: Steingrímur Davíðsson, formaður, Rannveig Líndal, ritari og Jón Kristófersson, féhirðir. Í varastjórn: Halldór Björnsson, Hermann Víðdal og Klemens Þorleifsson. Á fyrsta fundinum voru jafnframt kosnir menn sem endurskoðendur félagsins og í verkefnanefnd næsta fundar.
Um 1950 eignaðist ungmennafélagið eigið merki. Einari Evensen, sem genginn var í félagið, fannst mikið vanta að ekki væri til merki fyrir félagið. Teiknaði hann merkið sem ennþá er notað.
Formannatal Umf. Hvatar 1924 -1994

  1. 1924-1927 Steingrímur Davíðsson
  2. 1927-1929 Karl Helgason
  3. 1929-1934 Tómas R. Jónsson.
  4. 1934-1935 Stefán Þorkelsson
  5. 1935-1938 Tómas R. Jónsson
  6. 1938-1939 Karl Helgason
  7. 1939-1940 Jóna Kristófersdóttir
  8. 1940 Þórður Pálsson
    Félagið var ekki starfandi 1945 -1948.
  9. 1948-1949 Jóhann Baldurs
  10. 1949-1954 Snorri Arnfinnsson
  11. 1954-1955 Nína ísberg
  12. 1955-1960 Ottó Finnsson
  13. 1960-1962 Guðmundur Theodórsson
  14. 1962-1967 Valur Snorrason
  15. 1967-1968 Baldur Valgeirsson
  16. 1968-1969 Kolbrún Zophoníasdóttir
  17. 1969-1970 Baldvin Kristjánsson
  18. 1970-1972 Jón Örn Berndsen
  19. 1972-1976 Valur Snorrason
  20. 1976-1978 Páll Ingþór Kristinsson
  21. 1978- 1979 Jóhannes Fossdal
  22. 1979- 1983 Björn Sigurbjörnsson
  23. 1983-1985 Pétur Arnar Pétursson
  24. 1985-1986 Stefán Logi Haraldsson
  25. 1986-1987 Baldur Reynisson
  26. 1987-1990 Baldur Daníelsson
  27. 1990-1992 Inga Birna Tryggvadóttir
  28. 1992-1994 Stefán Hafsteinsson
  29. 1994 Þórólfur Óli Aadnegard

Kjörstjórn Blönduóss- og Engihlíðarhrepps (2002)

  • HAH10121
  • Corporate body
  • 2002

Yfirkjörstjórn Blönduóss- og Engihlíðarhrepps eftir sameiningu árið 2002, tók til starfa og undirbjó sveitarstjórnarkosningar er fram fóru 25. maí 2002.
Kjörstjórn skipa:
Ragnar Ingi Tómasson
Haukur Ásgeirsson
Gunnar Sig. Sigurðsson

Höfðaskóli (1958)

  • HAH10116
  • Corporate body
  • 1958

Saga skólahalds á Skagaströnd nær allt aftur á síðustu öld. Þá var farkennsla við lýði og svo var einnig fyrstu fjóra áratugi þessarar aldar. Kennslan var þá allt frá 2-3 vikum og upp í 2-3 mánuði á ári. Kennslustaðirnir voru margir allt til ársins 1922 að keypt var sérstakt húsnæði undir skólann í kauptúninu. Var það hús úr steinsteypu, byggt árið 1912 sem verslunarhús og stóð á Hólanesi við sjóinn. Þar var kennt til ársins 1958. Kennslustofur voru tvær.
Árið 1939 varð kauptúnið að sjálfstæðu sveitarfélagi og það sama haust var komið á fót ,,fastaskóla”. Fyrsta skólaárið, 1939-1940, var kennt frá 17. október til 10. maí, alls 135 daga. Nemendur voru þá samtals 46 í 2 bekkjardeildum. Einn kennari starfaði við skólann, Páll Jónsson, og var hann jafnframt skólastjóri.Eftir því sem fólki fjölgaði í kauptúninu óx nemendafjöldinn smátt og smátt, fleiri deildir komu til og kennurum fjölgaði. Kennt var 6 daga vikunnar og var það gert allt til ársins 1973. Skólinn var tvísetinn og þrengsli mikil, sérstaklega eftir að unglingadeild var bætt við árið 1948. Því var brugðið á það ráð að byggja nýtt skólahús og var það tekið í notkun 2. nóvember 1958. Þá voru 117 nemendur í 7 bekkjardeildum. Hins vegar voru kennslustofur aðeins 4 og því skólinn áfram tvísetinn.
Nemendum hélt áfram að fjölga fram yfir 1960 og náði hámarki, um 150, skólaárið 1963-1964. Vegna slæms árferðis á sjötta og sjöunda áratugnum fækkaði aftur í kauptúninu og þar með nemendum sem urðu fæstir, rúmlega 100, skólaárið 1971-1972. Þá fór þeim aftur að fjölga, með betri tíð og blómum í haga, og voru nemendur að meðaltali um 140 á níunda áratugnum. Síðan hefur leiðin legið aftur niður á við og skólaárið 2011-2012 voru nemendur alls 100.
Árið 1982 var tekin í notkun ný viðbygging við skólann og batnaði þá hagur hans töluvert er ýmsar sérgreinastofur og bókasafn bættust við. Nýtt íþróttahús var svo tekið í notkun 14. mars 1998. Í því eru einnig þrjár kennslustofur og þá var loksins hægt að einsetja skólann að fullu en það var gert þá um haustið.
Fjöldi kennara var nokkuð jafn fram yfir 1970, eða um 4-6. Með lengingu skólans, fleiri vikustundum og minni kennsluskyldu hefur þeim fjölgað jafnt og þétt síðan og nú eru 13 stöðugildi í kennslu við skólann. Af kennurum starfaði Elínborg Jónsdóttir lengst, fyrst sem fastur kennari frá 1945-1985 og síðan sem bókavörður og stundakennari í tíu ár í viðbót, alls hálfa öld. Þá hefur Ólafur Bernódusson kennt við skólann frá árinu 1972, að undanskildu einu orlofsári og einu ári þegar hann ætlaði sér að hætta að kenna. Ólafur hefur því starfað við skólann í 43 ár.
Skólastjórar Höfðaskóla
Páll Jónsson frá 1939-1966
Jón Pálsson frá 1966-1973
Jóhanna Kristjánsdóttir frá 1973-1974
Jón Pálsson frá 1974-1986
Páll Leó Jónsson frá 1986-1991
Ingibergur Guðmundsson frá 1991-2001
Stella Kristjánsdóttir frá 2001-2002
Ingibergur Guðmundsson frá 2002-2005
Hildur Ingólfsdóttir frá 2005-2014
Vera Valgarðsdóttir frá 2014-2019
Sara Diljá Hjálmarsdóttir frá 2019-
Í upphafi var nafn skólans: Barnaskólinn í Höfðakaupstað, síðar Barna- og unglingaskólinn í Höfðakaupstað en svo var ákveðið að gefa skólanum sérstakt nafn og hlaut hann þá nafnið Höfðaskóli.

Búnaðarbanki, útibú Blönduósi (1963-2003)

  • HAH10115
  • Corporate body
  • 1963-2003

Útibú Búnaðarbankans á Blönduósi var stofnað árið 1963 og á vordögum 2003 varð sú breyting á rekstri Búnaðarbankans að hann sameinaðist Kaupþingi og heitir nú Kaupþing Búnaðarbanki hf. eða KB banki. Bankinn er þar með kominn í tölu 10 stærstu banka á Norðurlöndum og eru starfsstöðvar í níu löndum utan íslands.

Íslandsbanki, útibú Blönduósi (1986-2002)

  • HAH10114
  • Corporate body
  • 1986-2002

Útibú Íslandsbanka á Blönduósi var stofnað árið 1986 og starfaði allt þar til að undirritaður var samningur um kaup Búnaðarbanka Íslands á útibúi Íslandsbanka á Blönduósi. Samningurinn var gerður með fyrirvara um samþykki bankaráða. Tók Búnaðarbankinn við rekstri útibúsins hinn 1.september 2002.

Trefjaplast hf. (1962-1991)

  • HAH10113
  • Corporate body
  • 1962-1990

Trefjaplast hf. var stofnað 1962, hætti starfsemi 1990.

Kór Blönduósskirkju (1945)

  • HAH10112
  • Corporate body
  • 26.06.1945

Sigurður Birkis söngmálastjóri boðaði til fundar þirðjudaginn 26. júní 1945, með söngfólki Blönduósskirkju, í þeim tilgangi að stofna félagsbundinn kirkjukór.
Var það samþykkt samhljóða og fyrsta stjórn kórsins er:
Kristinn Magnússon, gjaldkeri
Þuríður Sæmundsen, ritari
Margrét Jónsdóttir
Sigurgeir Magnússon
Karl Helgason, formaður
Stofnendur félagsins voru 18, þar af 16 virkir söngmenn. En organisti og söngstjóri var nýráðinn Þorsteinn Jónsson í stað Karls Helgasonar, er hafði verið með reglulegar æfingar síðastliðin 10 ár.

Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu (1966)

  • HAH10111
  • Corporate body
  • 1966

Héraðsskjalasafn Austur–Húnavatnssýslu var formlega stofnað með bréfi þjóðskjalavarðar dags. 5.des. 1966 en í raun var farið að safna skjölum þegar lögin um héraðsskjalasöfn tóku gildi, en þau voru nr. 7 frá l2. feb. l947. Nú gilda lög um Þjóðskjalasafn Íslands nr. 66 frá 27. júní 1985, 12. - 16. gr., fjalla um héraðsskjalasöfn. Það var sýslunefnd Austur-Húnavatnssýslu, sem hafði forgöngu um að stofna safnið og veitti fjárframlög til þess og síðar arftaki sýslunefndarinnar, héraðsnefnd Austur - Húnavatnssýslu frá og með árinu 1989 - 2010 en þá var hún lögð niður.

Skjalasafnið er til húsa að Hnjúkabyggð 30. Aðstaðan samanstendur af einni skrifstofu og lessal ásamt geymslu fyrir gögn og myndir sem afhentar hafa verið til varðveislu.

Skjalasafnið heyrir undir stjórn Byggðarsamlags atvinnu- og menningarmála.
Hana skipa:
Halldór Ólafsson, Skagaströnd, formaður og meðstjórnendur
Guðmundur Haukur Jakobsson, Blönduósi,
Magnús Björnsson, Syðra-Hóli
Ragnhildur Haraldsdóttir, Húnavatnshrepp,
Valdimar O. Hermannsson, Blönduósi, framkvæmdastjóri nefndarinnar.
Skjalavörður er Svala Runólfsdóttir.

En safnið er ekki bara skjalasafn heldur hefur það tekið á móti og varðveitt ljósmyndir, málverk o.fl. Þegar Páll V.G. Kolka gaf út árið 1950 bókina Föðurtún, sem er héraðslýsing og ættasaga Húnvetninga, safnaði hann miklu af myndum til bókarinnar og fékk þær ýmist gefins eða að láni. Lánsmyndunum var skilað, en hann varðveitti hinar og þegar hann fór úr héraðinu afhenti hann Lionsklúbbi Blönduóss myndirnar til varðveislu.
Þá þegar höfðu nokkrar bæst við og margir vissu um þetta myndasafn. Og reyndin varð sú að fólk kom með eða sendi myndir hvaðanæva af landinu og einnig vestan frá Norður-Ameríku.

Það kom því svona af sjálfu sér, að Héraðsskjalasafnið tók myndasafnið að sér. Nú eru í safninu á annan tug þúsunda mynda af fólki, atburðum, mannvirkjum og landslagsmyndum með eða án bygginga. Allar þessar myndir hafa verið skráðar og velflestar verið settar á tölvuskrá og eru varðveittar á þann veg, sem nútíma þekking telur bestan.

Safnið hvetur Húnvetninga og alla aðra, sem eiga myndir af fólki eða atburðum tengdum Húnvetningum eða Húnavatnssýslu að senda safninu þær til varðveislu öldnum og óbornum kynslóðum til gleði og ánægju. Þeir sem taka við af okkar kynslóð geta alltaf sótt um grisjun til Þjóðskjalasafnsins.
Þá hefir safnið tekið til geymslu málverk, teikningar o.fl., sem það vill að verði varðveitt þar uns varanlegur samastaður fæst heima í héraði, sem þá yrði vísir að listasafni.
Ennfremur hefir safninu verið afhentir gripir, sem ætlaðir eru væntanlegu muna og minjasafni, sem stofnað verður með tíð og tíma.

Héraðsskjalaverðir frá stofnun skjalasafnsins:
Pétur B. Ólason 1966-1979
Þórhildur Ísberg 1979-2000
Þórarinn Torfason 2001-2003
Kolbrún Zophoniasdóttir 2005-2006
Svala Runólfsdóttir 2006-

Félagsheimilið Húnaver (1957)

  • HAH10110
  • Corporate body
  • 1957

Félagsheimilið Húnaver er staðsett á mótum Svartárdals og Langadals þar sem þjóðvegur 1 liggur upp Vatnsskarð. Húnaver var vígt 1957.
Í Húnaveri er boðið upp á margvíslega þjónustu við ferðamenn. Einnig er við Húnaver mjög góð tjaldstæði með rafmagni og snyrtingum.
Rekstraraðili Húnvers er Hagur verk.
Símanúmer Húnavers eru 452-7110 og netfang hunaverbb@gmail.com
Fulltrúar Húnavatnshrepps í Hússtjórn Húnavers:
Aðalmenn:
Jón Gíslason, Stóra-Búrfelli
Magnús Sigurjónsson
Ragnhildur Haraldsdóttir
Varamenn:
Jóhanna Magnúsdóttir
Maríanna Þorgrímsdóttir
Óskar Eyvindur Óskarsson
Að auki eiga sæti í Hússtjórn Húnavers, fulltrúar frá Búnaðarfélagi Bólstaðarhlíðarhrepps, Ungmennafélagi Bólstaðarhlíðarhrepps og Kvenfélagi Bólstaðarhlíðarhrepps.

Húnaver félagsheimili

  • HAH10110
  • Corporate body
  • 1957 -

Þegar ungmennafélagið var stofnað var húsakostur til samkomuhalds í sveitinni næsta ófullkominn. Þinghúsið í Bólstaðarhlíð var lítið og víðs Ijarri að svara þcim kröfum, sem sýnt var að framtíðin mundi gera til slíkra bygginga.

Voru á þeim árum uppi í sveitinni ýmsar ráðagerðir um stækkun hússins og breytingar. En aðrir vildu byggja nýtt hús og voru ungmennafélagar yfirleitt í þeim flokki. Varð þetta mál Fljótt ofarlega á baugi hjá félaginu, en löng bið varð á raunhæfum aðgerðum. Á sínum fyrstu árum byggði félagið hesthús austan við þinghúsið í Bólstaðarhlíð og afhenti sveitinni að gjöf, svo að menn gætu hýst hesta sína, er þeir kæmu til mannfunda. Var þetta töluvert átak af ungu félagi með lítinn sjóð, þó að breyttir tímar hafi gert þessa Framkvæmd lítils virði. Nokkru fyrir 1950 voru sett lög um félagsheimilasjóð, er miðuðu að þvi að ríkið greiddi 40% kostnaðar við félagsheimilabyggingar. Það varð til þess að mörg sveitarfélög fóru að hraða frambúðarlausn sinna samkomumála. Harðnaði nú áróðurinn fyrir byggingu félagsheimilis í sveitinni um allan helming og voru ungmennafélagar þar framarlega í flokki.

Í nóvember 1951 komu fulltrúar frá Bólstaðarhlíðarhreppi og þremur félögum saman á fund og undirrituðu samvinnusamning um byggingu félagsheimilis. Var Bólstaðarhlíðarhreppur með 1/6 eignarhluta í heimilinu, en U.M.E.B., kvenfélagið og búnaðarfélagið með 1/6 hvert. Framkvæmdir við félagsheimilisbygginguna hófust sumarið 1952 og vorið 1957 var þeim lokið, húsið vígt og gefið nafnið Húnaver.

Alls greiddi U.M.F.B. kr. 150 þús. sem framlag til byggingarinnar, en kostnaður alls var um 2 millj. kr. Ekki þarf að fara í grafgötur með hvaða átak þetta var fyrir fámenna og frekar harðbýla sveit. Ekki var af gildum sjóðum að státa, hvorki hjá sveitarfélaginu sjálfu né einstökum félögum. Það sem gerði gæfumuninn, var samhugur sveitarbúa sjálfra. Þeir vildu skapa félagsstarfsemi sinni starfhæfan grundvöll og kusu þess vegna að leggja á sig nokkrar byrðar, svo að takmarkið mætti nást. Þótt margir haldi því fram og vafalaust stundum með réttu, að félagsheimilin séu tvíeggjað vopn í menningarsókn sveitanna, eru þau ómótmælanlega undirstaða allrar nútíma félagsstarfsemi. Hitt er svo annað mál að margt mætti betur fara í skemmtanalífi nútímans, en afturhvarf til liðins tíma er óhugsandi. Á þessu sviði sem öðru er þýðingarlaust að berjast gegn sinni eigin samtíð. Því aðeins er hægt að hafa áhrif á gang málanna að menn geri sér grein fyrir hvert straumurinn liggur. Síðan Húnaver var reist hefur verið gerður íþrótta- og skeiðvöllur í nágrenni þess í félagi við Hestamannafélagið Óðin.

Samband Austur-Húnvetnskra kvenna (1928)

  • HAH10109
  • Corporate body
  • 1928

Laugardaginn 12.maí 1928 voru mættir til fundar á Blönduósi fulltrúar frá sex kvenfélögum. Félögin og fulltrúarnir voru:
Kvenfélag Bólstaðarhlíðarhrepps, Ingibjörg Stefánsdóttir Gili.
Heimilisiðanarfélagi Engihlíðarhrepps, Guðríður Líndal Holtastöðum.
Kvenfélagið Vaka Blönduósi, Jóhanna Hemmert Blönduósi.
Kvenfélagið Vonin Torfalækjarhreppi, Ingibjörg Björnsdóttir Torfalæk.
Kvenfélag Sveinsstaðahrepps, Steinunn Jósepsdóttir Hnjúki.
Kvenfélag Vatnsdæla, Rannveig Stefánsdóttir Flögu.
Á fundinum var Samband Austur-Húnventskra kvenna stofnað og samþykkt lög, sem Guðríður á Holtastöðum hafði tekið saman. Skyldi aðaltilgangur sambandsins vera: ,,að efla samstarf og samúð meðal kvenna á félagssvæðinu“, eins og segir í lögunum.
Fyrstu stjórnina skipuðu þessar konur:
Guðríður Líndal, formaður
Jóhanna Hemmert, gjaldkeri
Rannveig H. Líndal ritari.
Fyrsta málið, sem Sambandið afgreiddi, var stofnun styrktarsjóðs fyrir ekkjur og einstæðar mæður.
Sambandið hefur staðið fyrir saumanámskeiðum og réðu konu til starfa við garðyrkju í héraðinu.Ýmislegt annað hafði Sambandið með að gera en of langt mál að telja allt upp en hægt að lesa um það í Húnaþingi I bls.283-296.

Skagstrendingafélagið í Reykjavík (1977-2016)

  • HAH10108
  • Corporate body
  • 1977-2016

Átthagafélag brottfluttra Skagstrendinga úr Vindhælishreppi hinum forna. Stofnað 1977 að talið er og hélt dansleiki og átthagamót allt til 2005. Ekki var áhugi fyrir áframhaldandi starfsemi félagsins og var því slitið 2016 og gögnin afhent á Héraðsskjalasafn Austur Húnavatnssýslu 2018.

Skátafélagið Bjarmi (1938)

  • HAH10107
  • Corporate body
  • 1938

Skátastarf mun hafa hafist á Blönduósi 8. ágúst 1938 og hefur haldist síðan með mislöngum hléum. Síðasti uppgangstíminn hófst 1992 er farið var að þjálfa ungt fólk til foringjastarfa. Stofnaðir voru tveir flokkar á Blönduósi og aðrir tveir á Húnavöllum. Skátarnir störfuðu undir kjörorði skátahreyfingarinnar, „Ávallt viðbúinn".
Starfsemin gekk upp og ofan næstu árin og féllu flokkarnir á Húnavöllum niður svo og allt ylfingastarf. Þegar árið 1996 gekk í garð urðu fundirnir í skátaheimilinu að Blöndubyggð 3 ekki margir því að heimilið skemmdist alvarlega af völdum vatns. Æfðar voru trönubyggingar uppi á Brekku en þar risu margir fínir turnar með rólum og öðru tílheyrandi.
Fermingaskeytasalan hefur verið árlegur viðburður í skátastarfinu og er stærsta fjáröflun félagsins. Í þetta sinn voru umsvifin aðeins minni en oft áður. Skátarnir voru aðeins með skeytasölu er tilheyrði börnum er fermdust í Blönduósskirkju. Eftir fermingar hófst undirbúningur Bjarmafélaga á eitt stærsta skátamót sem haldið hefur verið hér á landi. Um var að ræða Landsmót skáta að Úlfljótsvatni. Landsmótið hófst sunnudaginn 21. júlí með hefðbundnum hætti og stóð yfir í rúma viku. Rammi mótsins var A víkingaslóð og þar var margt gert í anda víkinganna. Sem dæmi má nefna, gönguferðir, vatnasafari og varðeldar. Heimsókn fengum við frá þáverandi forseta, Vigdísi Finnbogadóttur og Landhelgisgæsluþyrlan TF-LÍF sýndi okkur björgunartilþrif. Á mótinu voru um 3.000 skátar, bæði innlendir og erlendir. Reistar voru stórar tjaldbúðir á sex torgum. Þar voru margir háir og stæðilegir turnar er stóðu með blaktandi fánum. Mótinu lauk síðan 28. júlí og héldu Bjarmafélagar heim, sælir og glaðir eftir vel heppnað landsmót. Núverandi stjórn Skátafélagsins Bjarma skipa: Ingvi Þór Guðjónsson félagsforingi, Róbert Lee Evensen sveitaforingi, Kristín Júlíusdóttír gjaldkeri, Charlotta Evensen ritari, Kristján Guðmundsson og Þórmundur Skúlason meðstjórnendur.

Veiðifélag Blöndu og Svartár (1976)

  • HAH10106
  • Corporate body
  • 1976

Veiðifélag Blöndu og Svartár verður til með samþykkt 14. maí 1976, en stofnað formlega 31. maí 1977.

Sölufélag Austur Húnavatnssýslu (1960)

  • HAH10105
  • Corporate body
  • 1960

Sölufélag Austur Húnavatnssýslu varð til árið 1960, en hét áður Sláturfélag Austur Húnavatnssýslu og stofnað 27.febrúar 1908.

Enghlíðingabrautarfélag (1927)

  • HAH10104
  • Corporate body
  • 1927

Félagið sennilega stofnað 1927 en í fundagerðarbók félagsins frá 1927 er ekki stofnfundur þannig að kannski er til eldri gögn. Engihlíðar- og Vindhælishreppur stofnuðu félag sem sjá átti um vegamál hreppanna, s.s. Refsborgarsveitar, Laxárdals og Langadals.

Skagabyggð (2002)

  • HAH10103
  • Corporate body
  • 2002

Skagabyggð er sveitarfélag á vestanverðum Skaga. Það varð til 25. maí 2002 við sameiningu Skagahrepps og Vindhælishrepps. Aðalatvinnuvegir eru sjávarútvegur og landbúnaður. Gildandi aðalskipulag er frá 2010-2030.

Blönduósbær (1988-2022)

  • HAH10102
  • Corporate body
  • 1988

Blönduós er bæjarfélag á Norðvesturlandi, við ósa Blöndu, eins og nafnið bendir til. Byggðin á Blönduósi stendur í kvos undir bröttum marbökkum, báðum megin Blöndu, og eru bakkarnir víðast um 40 m háir. Bærinn er byggður í landi jarðanna Hjaltabakka og Hnjúka, vestan ár (eða sunnan ár, eins og heimamenn segja) og Ennis austan (norðan) ár. Þjóðvegur 1 liggur í gegnum Blönduós.
Bærinn var upphaflega í tveimur sveitarfélögum, byggðin sunnan ár tilheyrði Torfalækjarhreppi en norðan ár Engihlíðarhreppi, en árið 1914 var Torfalækjarhreppi skipt og byggðin sunnan ár varð að sérstökum hreppi, Blönduóshreppi. Þann 1. febrúar 1936 var byggðin norðan ár svo sameinuð afganginum af kauptúninu. Kaupstaðarréttindi fékk hann 4. júlí 1988 og kallaðist þá Blönduósbær og hélst það nafn áfram við sameiningu við Engihlíðarhrepp 9. júní 2002. Nafnið breyttist í Húnabyggð við sameiningu við Húnavatnshrepp 2022.

Vörubifreiðastjórafélagið Neisti (1955)

  • HAH10101
  • Corporate body
  • 1955

Félagið var stofnað árið 1955 en hefði áður verið hluti af verkalýðsfélagi Húnavatnssýslu.
Fyrsta stjórn:
Páll Stefánsson formaður
Svavar Pálsson gjaldkeri
Zophonías Zophoníasson ritari
Í varastjórn voru kosnir:
Árni Sigurðsson og Kristján Snorrason

Þroskahjálp Skagafjarðar- og Húnavatnssýslu (1990)

  • HAH10100
  • Corporate body
  • 1990

Félagið Þroskahjálp á Norðurlandskjördæmi vestra var stofnað laugardaginn 28.októrber 1990. Stofnfélagar voru 27 talsins.
Í stjórn voru:
Ásta B. Þorsteinsdóttir, Guðmundur Ragnarsson, Hörður Sigþórsson, Jóhann Ingi Gunnarsson, Margrét Ríkharðsdóttir, Egill Pálsson, Svanfríður Larsen og Aldís Rögnvaldsdóttir.
Tilgangur félagsins er að berjast fyrir réttindum og vinna að málefnum þroskaheftra og tryggja þeim fulla jafnréttisstöðu á við aðra þjóðfélagsþegna. Vinna að því að komið verði upp í sem flestum þéttbýlisstöðum á svæðinu þeirri þjónustu fyrir þroskahefta sem ráð er fyrir gert í lögum hverju sinni og þroskaheftum þannig veitt sem best skilyrði til að ná þeim þroska sem hæfileikar þeirra leyfa og að starfsorka þeirra verði nýtt. Að annast kynningu á málum þroskaheftra með útgáfustarfsemi eða á annan hátt.

Tónlistarfélag Austur Húnavatnssýslu (1970)

  • HAH10099
  • Corporate body
  • 1970

Tónlistarfélag Austur Húnavatnssýslu var stofnað 8. nóvember 1970. Í lögum Tónlistarfélagsins er kveðið skýrt á um tilgang félagsins, sem er að efla og styrkja tónlistarlíf í héraðinu m. a. með stofnun og starfrækslu tónlistarskóla.

Búnaðarfélag Vindhælishrepps (1886)

  • HAH10098
  • Corporate body
  • 1886

Fyrstu tildrög að stofnun Búnaðarfélags Vindhælishrepps voru þessi:
Árið 1847 lögðu 10 menn í Vindhælishreppi fram 20 ríkisdali til sjóðmyndunar og skyldi sjóður sá verða til gagns fyrir búendur í hreppnum. Hinn 5. maí 1848 voru svo eftirfarandi samþykktir gjörðar:

  1. Félagið heitir Vindhælishrepps vinafélag og eignir þess Vinafélagssjóður.
  2. Árgjöld voru ákveðin 2 ríkisdalir á félagsmann.
    Eftirtaldir menn skipuðu stjórn félagsins:
    Oddviti Arnór Árnason sýslumaður, Ytri-Ey
    Varaoddviti Sigurður Árnason bóndi, Höfnum
    Féhirðir Jósep Jóelsson bóndi, Spákonufelli
    Varaféhirðir Björn Þorláksson bóndi, Þverá
    Ritari sr. Jón Blöndal, Hofi
    Vararitari sr. Björn Þorláksson
    Félag þetta starfaði til ársins 1855, undir sama nafni.
    Árið 1855, 23. apríl, var nafni félagsins breytt og var þá kallað Vindhælingafélag, hélst svo til ársins 1886, en þá voru ný lög samin og nafni félagsins breytt í Búnaðarfélag Vindhælishrepps.
    Árið 1939 var hinum forna Vindhælishrepp skipt í þrjú sveitarfélög og þá einnig búnaðarfélaginu og urðu eignarhlutföll þessi: Vindhælishreppur 3/8, Skagahreppur 3/8 og Höfðahreppur 2/8. Gengið var að fullu frá skiptingu félagsins 8. febrúar 1941 og kom í hlut hins nýja Búnaðarfélags Vindhælishrepps kr. 3.454,95.
    Stofnfundur núverandi Búnaðarfélags Vindhælishrepps var haldinn 15. júní 1940 og lög þess samþykkt 24. nóv. sama ár. Í stjórn voru kjörnir:
    Magnús Björnsson, Syðra-Hóli
    Guðmundur Guðmundsson, Árbakka
    Björn Jónsson, Ytra-Hóli

Söngfélagið Vökumenn (1959-1981)

  • HAH10097
  • Corporate body
  • 1959-1981

Formaður var Heiðar Kristjánsson
ritari Jón Kristjánsson
gjaldkeri Óskar Sigurfinnsson
Söngstjóri var Kristófer Kristjánsson
Alls voru stofnendur félagsins 11 talsins.
Karlakórinn Vökumenn starfaði í Húnavatnssýslu í nærri því aldarfjórðung, hann söng nær eingöngu á heimaslóðum og var fastagestur á Húnavöku þann tíma sem hann starfaði.
Vökumenn komu úr Torfalækjarhreppi en nafn kórsins var komið frá kvenfélagi hreppsins, Vöku. Kórinn hóf æfingar haustið 1958 en var þó ekki formlega stofnaður fyrr en snemma árs 1959, mánuði síðar kom hann fyrst opinberlega fram undir stjórn Kristófers Kristjánssonar í Köldukinn sem átti eftir að stjórna kórnum allt til enda.
Fyrst í stað samanstóð hópurinn eingöngu af meðlimum úr hreppnum en síðar bættust við söngmenn frá Blönduósi og við það fjölgaði nokkuð í honum en upphaflega voru einungis tíu í kórnum.
Sem fyrr segir voru Vökumenn fastur liður á Húnavöku og framan af eingöngu sem söngatriði en síðar meir varð hlutverk þeirra mun margbreytilegra þegar kórinn annaðist einnig fleiri skemmtiatriði s.s. leiksýningar.
Vökumenn störfuðu allt til ársins 1981 en í lokin var um blandaðan kór að ræða þegar konur höfðu bæst í hópinn, kölluðu þau sig Samkór Vökumanna síðustu tvö árin.

Verslunarfélag Austur Húnavatnssýslu (1937)

  • HAH10096
  • Corporate body
  • 1937

Eftir lát Þorsteins Bjarnasonar 1937 þá ráku Sigríður dóttir hans og Konráð Diomedesson (d. 1955) Verslunina Val eða Konnabúð í Þorsteinshúsi fram yfir 1950 og síðan um skamma hríð í Helgafelli, handan götunnar, en síðar í öðru verslunarhúsi nær brekkunni (Aðalgötu 15). Sigríður rak síðan verslunina ásamt Kristjáni bróður sínum fram yfir 1960. Lára Bogey Finnbogadóttir var verslunarstjóri til ársins 1973.

Söngfélagið Glóð (1976-1988)

  • HAH10095
  • Corporate body
  • 1976-1988

Söngfélagið Glóð var stofnað 17. mars 1976 og var það sameiginlegur kirkjukór Undirfells- og Þingeyrakirkjukóra. Voru stofnfélagar 34 að tölu. Starfaði félagið til ársins 1988 en þá var félagið lagt niður 16. 12. 1988.

Þingmálafundur (1925)

  • HAH10094
  • Corporate body
  • 1925

Þingmálafundur haldinn á Blönduósi í barnaskólahúsinu 1925. Fund þennan höfðu boðað alþingiskjósendur á Blönduósi og boðið þingmanni kjördæmisins Guðmund Ólafsson er ekki var mættur, en alls mættu um 50 kjósendur. Fund þennan boðaði Þorsteinn kaupmaður Bjarnason á Blönduósi en fundarstjóri var Árni hreppstjóri Þorkelsson á Geitaskarði, skrifari fundarins var kosinn Jónatan Líndal bóndi á Holtastöðum. Fyrir voru tekin:

  1. Fjárhagsmál
  2. Skattamál
  3. Ríkiseinkasala
  4. Landbúnaður
  5. Landhelgismál
  6. Menntamál
  7. Launamál
  8. Innflutningshöft
  9. Seðlaútgáfa
  10. Stjórnarskrárbreyting

Búnaðarfélag Húnavatnssýslu (1864-1870)

  • HAH10093
  • Corporate body
  • 1864-1870

Árið 1864 var stofnað Búnaðarfélag Húnavatnssýslu, er starfaði til 1870, og lét mjög til sín taka, styrkti ræktun og húsabætur, keypti búnaðaráhöld handa bændum og veitti Torfa Bjarnasyni styrk til búnaðarnáms erlendis, en hann stofnaði síðar fyrsta búnaðarskóla hér á landi.

Sambandsfélag Austur Húnavatnssýslu (1912-1925)

  • HAH10092
  • Corporate body
  • 1912-1925

Sambandsfélag Austur Húnavatnssýslu (sem var undanfari USAH) var stofnað 10. febrúar 1912 og var breytt í Ungmennasamband Austur Húnavatnssýslu 1925.

Framfarafélag Austur Húnavatnssýslu (1908-1937)

  • HAH10091
  • Corporate body
  • 1908-1937

Framfarafélag Austur Húnavatnssýslu var stofnað 15. desember 1908 og voru fundarboðendur þeir Hafsteinn Pétursson, Jón Pálmason og Sigurgeir Björnsson. Félagið var lagt niður árið 1937 og breytt í Lands- og héraðsmálasamband.

Málfundafélag Húnavatnssýslu (1905-1911)

  • HAH10090
  • Corporate body
  • 1905-1911

Málfundafélag Húnavatnssýslu var stofnað 28. janúar 1905. Virðist það þó hafa starfað skamma hríð því síðasta fundargerð félagsins er dagsett 7. maí 1907. Árið 1911 er Málfundafélagið Vísir starfandi í Bólstaðarhlíðarhreppi og er Hafsteinn Pétursson ritari í stjórn þess.

Ósplast hf. (1971)

  • HAH10089
  • Corporate body
  • 1971

Ósplast hf. var stofnað 1971 og starfaði til ársins 1973. Endurvakið 1976.

Skagahreppur (1939-2002)

  • HAH10088
  • Corporate body
  • 1939-2002

Skagahreppur var hreppur utarlega á Skaga í Austur-Húnavatnssýslu.
Hreppurinn varð til við skiptingu Vindhælishrepps í þrennt 1. janúar 1939. Skagahreppur sameinaðist Vindhælishreppi á ný 9. júní 2002, þá undir nafninu Skagabyggð.

Hrossaræktunarfélag Húnvetninga (1903)

  • HAH10087
  • Corporate body
  • 1903

Félagið er stofnað með lögum 20. apríl 1903 í þeim tilgangi að bæta innlent hrossakyn að stærð, . kröptum, lit og fegurð. Hlutabréf íélagsins eru 30 að tölu, hvert upp á 50 krónur og hljóða upp á handhafa. Upphæð hlutabréfanna er greidd að 4/5 hlutum, en Vs greiðist fyrir lok aprílmánaðar 1905.
Í stjórn félagsins eru: Gísli ísleifsson sýslumaður, Júlíus Halldórsson héraðslæknir, Guðmundur Björnsson cand. juris, Magnús Steindórsson sjálfseignarbóndi og Hermann Jónasson alþingismaður.

Ferðamálafélag Húnvetninga (1984)

  • HAH10086
  • Corporate body
  • 1984

Ferðamálafélag Húnvetninga var stofnað 20. nóvember 1984 og er starfssvæði þess Húnavatnssýslur. Félagið er ollum opið, einstaklingum, félögum og stofnunum. Tilgangur félagsins er að efla ferðaþjónustu sem atvinnugrein í sýslunum og bæta þjónustu við innlenda og erlenda ferðamenn. Félagið er aðili að Ferðamálasamtökum Norðurlands.

Sjúkrasamlag Blönduóss (1943-1989)

  • HAH10085
  • Corporate body
  • 1943-1989

Sjúkrasamlag Blönduóss var stofnað 1943 en var lögð niður 31. 12. 1989, þar sem að vegna tilskipunar að samkvæmt lögum yrði starfsemin flutt til Tryggingarstofnunar ríkisins.

Byggðatrygging hf. (1961-1972)

  • HAH10084
  • Corporate body
  • 1961-1972

Byggðatrygging var stofnuð í byrjun maí 1961 en starfar sem umboð fyrir Tryggingamiðstöðina hf. árið 1972 og starfar ekki sjálfstætt eftir það.

Sóknarnefnd Svínavatnskirkju (1920)

  • HAH10083
  • Corporate body
  • 1920

Fyrsta fundagerðabókin er frá 1920.
Undir fundargerðina rita Jón Pálmason og Erlendur Hallgrímsson sem hefur verið fundarritari.
1922 eru Gunnar Bjarnason, Jón Pálmason og Erlendur Hallgrímsson sagðir í sóknarnefnd.

Engihlíðarhreppur (1000-2002)

  • HAH10080
  • Corporate body
  • 1000-2002

Engihlíðarhreppur var hreppur norðan Blöndu í Austur-Húnavatnssýslu, kenndur við bæinn Engihlíð í Langadal.
Engihlíðarhreppur sameinaðist Blönduósbæ 9. júní 2002, undir nafni hins síðarnefnda.

Sýslunefnd Austur Húnavatnssýslu (1908-1988)

  • HAH10079
  • Corporate body
  • 1908-1988

Sýslunefnd Austur Húnavatnssýslu varð til er Húnavatnssýslu var skipt með lögum í tvö sýslufélög og var sýsluskiptingin miðuð við Gljúfurá og framhald hennar til sjávar. Lög um skiptingu Húnavatnssýslu í tvö sýslufélög voru gefin út 22. nóvember 1907. Í fyrstu grein laganna var ákveðið að Vindhælishreppur, Engihlíðarhreppur, Bólstaðarhlíðarhreppur, Svínavatnshreppur, Torfalækjarhreppur, Sveinsstaðahreppur og Áshreppur skyldu vera í Austur Húnavatnssýslu, en Þorkelshólshreppur, Þverárhreppur, Kirkjuhvammshreppur, Torfustaðahrepparnir og Staðarhreppur í Vestur Húnavatnssýslu. Hvort sýslufélagið um sig skyldi hafa sjálfstæðan fjárhag. Í annarri greininni var kveðið á um að fyrir hvora sýslu skyldi hafa sérstaka sýslunefnd og var sýslumaður oddviti þeirra beggja. Þriðja og síðasta greinin sagði fyrir um skiptingu eigna, skulda og skuldbindinga og átti þar að fara eftir samanlagðri tölu fasteigna- og lausafjárhundraða hvors sýslufélags. Sýslunefnd Austur Húnavatnssýslu var lögð niður 1988 þegar Héraðsnefnd Austur Húnavatnssýslu tók við.

Höfðahreppur(1939-2007)

  • HAH10078
  • Corporate body
  • 1939-2007

Skagaströnd áður Höfðakaupsstaður er þorp á vestanverðum Skaga sem hefur verið sjálfstætt sveitarfélag, Höfðahreppur, síðan Vindhælishreppi var skipt í þrennt 1. janúar 1939. 11. september 2007 var tilkynnt um að nafni sveitarfélagsins hefði verið breytt í Sveitarfélagið Skagaströnd.

Trésmiðjan Fróði (1957-1982)

  • HAH10077
  • Corporate body
  • 1957-1982

Trésmiðjan Fróði var stofnuð 1957 og tilgangur félagsins var að starfrækja trésmiðju og versla með framreiðsluvörur hennar og ef til vill byggingarvörur. Starfaði félagið allt til ársins 1982 er það var lagt niður.
Fyrsta stjórn félagsins:
Einar Evensen formaður
Knútur Berndsen gjaldkeri
Sigurður Kr. Jónsson ritari

Blönduóshreppur (1914-1988)

  • HAH10076
  • Corporate body
  • 1914-1988

Blönduós er bæjarfélag á Norðvesturlandi, við ósa Blöndu, eins og nafnið bendir til. Byggðin á Blönduósi stendur í kvos undir bröttum marbökkum, báðum megin Blöndu, og eru bakkarnir víðast um 40 m háir. Bærinn er byggður í landi jarðanna Hjaltabakka og Hnjúka, vestan ár (eða sunnan ár, eins og heimamenn segja) og Ennis austan (norðan) ár. Þjóðvegur 1 liggur í gegnum Blönduós.
Bærinn var upphaflega í tveimur sveitarfélögum, byggðin sunnan ár tilheyrði Torfalækjarhreppi en norðan ár Engihlíðarhreppi, en árið 1914 var Torfalækjarhreppi skipt og byggðin sunnan ár varð að sérstökum hreppi, Blönduóshreppi. Þann 1. febrúar 1936 var byggðin norðan ár svo sameinuð afganginum af kauptúninu. Kaupstaðarréttindi fékk hann 4. júlí 1988 og kallaðist þá Blönduósbær og hélst það nafn áfram við sameiningu við Engihlíðarhrepp 9. júní 2002.

Höfðaver hf. (1965)

  • HAH10075
  • Corporate body
  • 1965

Höfðaver hf. var stofnað 1965 á Skagaströnd, tilgangur þess var rekstur vinnslustöðvar fyrir sjávarafurðir.
Í stjórn voru:
Ingvar Jónsson formaður
Jón Stefánsson varaformaður
Páll Jónsson ritari
Ráðinn var Björgvin Brynjólfsson sem framkvæmdastjóri fyrir félagið frá 1. júní 1965

Náttúruverndarnefnd Austur Húnavatnssýslu (1966)

  • HAH10075
  • Corporate body
  • 1966

Fyrsta gróðurverndarnefnd Austur Húnavatnssýslu var stofnuð vorið 1966 á aðalfundi sýslunefndar. Var þetta gert samkvæmt lögum um landgræðslu ríkisins frá árinu 1965. Þessi fyrsta nefnd var skipuð þremur hreppsnefndaoddvitum, þeim: Jóni Tryggvasyni Ártúnum, Grími Gíslasyni Saurbæ og Guðmundi B. Þorsteinssyni Holti.
Varð Guðmundur fyrsti formaður nefndarinnar.

Félagsstarf eldri borgara (1980) Hnitbjörgum Blönduósi

  • HAH10073
  • Corporate body
  • 1980

Þegar Hnitbjörg, dvalarheimili aldraðra á Blönduósi var reist og tekið í notkun skapaðist aðstaða í kjallara hússins fyrir föndur og tómstundaiðju. Fyrstu íbúarnir fluttu inn 21. desember 1979 og flestir fluttu svo uppúr áramótunum 1979-1980. Hugmyndir höfðu verið uppi um tómstundaaðstöðuna í þessu nýja húsi enda vöntun á henni. Þá hafði verið um tveggja ára skeið þar á undan, vísir að slíkri starfsemi í baðstofu sjúkrahússins, um það sá Ingunn Gísladóttir kennari.
Stjórn Héraðshælisins samdi við hana að koma á fót föndurstarfsemi í Hnitbjörgum. Var hún því fyrsti forstöðumaður þessarar starfsemi.
Þessi aðstaða í Hnitbjörgum var frá upphafi, ætluð fyrir aðra sýslubúa, komna á aldur en ekki eingöngu fyrir íbúa hússins. Því var það er félagsþjónusta á vegum Blönduóshrepps var komið á laggirnar á þessum árum að starfsemin í kjallara Hnitbjarga jókst, þátttakendum fjölgaði og fjölbreytt afþreying var í boði. Keyptir voru hlutir og tæki til starfsins, sem sagt brennsluofn fyrir keramikmunagerð, um hann sá Kristín Húnfjörð. Til var rennibekkur og tól fyrir bókband, á árum áður.
Námkeið í ýmsum greinum voru haldin. Fólk í bænum og úr sveitum sóttu og notfærðu sér kennslu, aðstoð og aðstöðu. Boðið var upp á kaffi og bakkelsi fyrir lítinn pening á þessum samverustundum og önnuðust það þar til fengnar konur. Félagsþjónusta bæjarins bauð upp á akstur fyrir þá sem vildu. Svo er enn í dag 2020. Þeir sem ekki taka þátt í hannyrðum, spila á spil, lomber, brigde eða vist. Þær konur sem annast hafa „Föndrið“ Félagsstarfið frá byrjun, um lengri eða skemmri tíma eru:
Ingunn Gísladóttir, Arna Arnfinnsdóttir, Elísabet Sigurgeirsdóttir og nú Sigríður Hrönn Bjarkadóttir.

Veiðifélag Laxár á Ásum (1936)

  • HAH10072
  • Corporate body
  • 1936

Laxá á Ásum, stundum kölluð Neðri-Laxá, er bergvatnsá á Ásum í Austur-Húnavatnssýslu, um 14 km að lengd. Hún var lengi gjöfulasta og dýrasta laxveiðiá landsins þótt dregið hafi úr veiðinni á síðari árum. Áin fellur úr Laxárvatni en í það fellur aftur Fremri-Laxá úr Svínavatni. Laxá á Ásum rennur svo í Húnavatn, sem Vatnsdalsá fellur einnig í, og síðan um Húnaós í Húnaflóa. Áin er fremur vatnslítil en í hana hefur oftast gengið mjög mikið af laxi og gat áin áður fyrr gefið gífurlega mikla veiði, allt að 1800 laxa á þriggja mánaða tímabili. Hefur jafnvel verið fullyrt að hún hafi verið besta laxveiðiá í heimi en á árunum fyrir 1990 var áin ofveidd og stofninn lét verulega á sjá. Þar er nú aðeins leyfð fluguveiði og er veiðin á uppleið að nýju. Margir heimsfrægir menn hafa í áranna rás veitt í Laxá og sumir koma ár eftir ár. Laxá var virkjuð um 1930 til að afla rafmagns fyrir Blönduós og nærliggjandi sveitir og var þá gerð stífla sem myndaði uppistöðu (Laxárvatn). Þar var gerður laxastigi svo að laxinn kæmist áfram upp í Fremri-Laxá.
SAMÞYKKT
fyrir Veiðifélag Laxár á Ásum.

  1. gr.
    Nafn félagsins er Veiðifélag Laxár á Ásum.
  2. gr.
    Heimili þess og varnarþing er þar sem formaður þess er búsettur hverju sinni.
  3. gr.
    Félagsmenn eru skráðir eigendur/ábúendur eftirtalinna jarða og landareigna, sem land
    eiga að eða veiðirétt í Laxá á Ásum frá Húnaósi í sjó að Laxárvatni.
    Jarðirnar eru: Skinnastaðir, Hjaltabakki, Húnsstaðir, Holt, Árholt, Laxholt, Hnjúkar,
    Sauðanes, Röðull, Laxabrekka, Mánafoss, Hurðarbak, Hurðarbak II og Hamrakot.
    Félagið starfar sem sjálfstæð deild Veiðifélagsins Orra, sem er veiðifélag um vatnasvæði
    Laxár á Ásum, Laxárvatns, Fremri-Laxár, Svínavatns, Svínadalsár og Sléttár.

Heimilisiðnaðarsafnið Blönduósi (1976)

  • HAH10071
  • Corporate body
  • 1976

Heimilisiðnaðarsafnið var upphaflega opnað árið 1976 á 100 ára afmæli Blönduósbæjar sem verslunarstaðar. Það voru konur innan raða Sambands austur-húnvetnskra kvenna, sem eru samtök kvenfélaganna í hérðinu, sem lögðu grunninn að safninu.
Ef horft er aðeins lengra aftur í sögunni að þá hafði verið starfandi byggðasafnsnefnd á vegum sýslunnar sem hafði það að markmiði að koma á fót byggðasafni fyrir báðar Húnavatnssýslur og Strandasýslu. Til hliðar og stuðnings við þessa nefnd var safnanefnd Sambands austur-húnvetnskra kvenna en á þessum tíma voru 10 kvenfélög þar starfandi.

Ekki var einhugur um hvar safnið ætti að vera og urðu niðurstöður þær að Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna var staðsett á Reykjum í Hrútafirði.
Margar kvenfélagskonur sem og fleiri voru afar óánægðar með þessa tilhögun, en ljóst var að ekki var grundvöllur fyrir öðru byggðasafni. Þær breyttu því heiti nefndarinnar í Heimilisiðnaðarsafnsnefnd og lögðu aðal áherslu á að safna munum sem hægt var að tengja við heimilisiðnað.
Konurnar fengu til afnota gamalt hús sem hafði verið byggt sem fjós og hlaða við Kvennaskólann á Blönduósi. Mikið verk var að koma þessu húsi í viðunandi horf og lögðu margir til hendi og gáfu vinnu sína og kvenfélögin lögðu til fjármagn eftir getu hvers og eins.
Safn var orðið til – og fyrst um sinn var það haft opið um helgar en er fram liðu stundir var opnunartími safnsins lengdur.
Það kom fljótlega í ljós að í raun gátu lítil félagasamtök ekki rekið safnið með sómasamlegum hætti. Það var þó ekki fyrr en árið 1993 sem mynduð var sjálfseignarstofnun um safnið með aðild sveitarfélaga héraðsins. Í framhaldi fékk safnið afsal fyrir gamla safnhúsinu en það var rétt eins og Kvennaskólinn í eigu ríkisins að 75% hluta og héraðsins 25% hluta. Einnig fylgdu aukin lóðarréttindi.
Þá var farið að huga alvarlega að stækkun húsnæðis og var leitað álits fagaðila á svið textíla og sérfræðinga í safnastarfsemi og að vel athuguðu máli var ákveðið að byggja nýtt hús sem tengdist gamla safnhúsinu.Framkvæmdir hófust í október árið 2001 og var nýja húsið vígt með pompi og prakt í maí 2003. Rúmum tveimur árum síðar var stofnkostnaður að fullu greiddur.
Það má segja að Heimilisiðnaðarsafnið geymi fyrst og fremst hina gleymdu iðju frá fortíð til nútíðar. Lögð er áhersla á að veita innsýn í vinnu kvenna og karla sem fram fór á heimilum og var stór þáttur hins daglega lífs. Þessi tóvinna var útflutningsiðnaður um aldir – „stóriðja þess tíma“ – þar sem ullinni var breytt í verslunarvöru. Það hefur verið hljótt um þessa vinnu og hvernig hvert heimili var sjálfbjarga um að breyta ull í fat og nýta til fullnustu það hráefni sem til féll.
Í safninu má greina hluta af atvinnusögu þjóðarinnar og sjá hvernig sjálfþurftarbúskabur og heimilisiðja mæta nútíma viðskiptabúskap á seinni hluta nítjándu aldar og fram á þá tuttugustu. Safnið er menningarstofnun sem gegnir margþættu hlutverki, við sýningahald, rannsóknir, fræðslu og miðlun menningar.
Ísland er heimili okkar og ríkt af náttúru, menningu og sögu, sem ber að varðveita, miðla og koma á framfæri til komandi kynslóða.
Heimilisiðnaðarsafnið er virkur þátttakandi í því.

Sýslumaður Húnvetninga (1225)

  • HAH10070
  • Corporate body
  • 1225

Saga sýslumanna
„Sýslumenn eru elstu veraldlegu embættismenn sem enn starfa á Íslandi og hafa alla tíð verið mikilvægur hluti stjórnsýslunnar“ (1)

Hér fyrir neðan verða þeir taldir upp og virðist embættið hafa byrjað með
Kolbeini Bjarnasyni (auðkýfingi) (1225-1309) og af honum tekur við Benedikt Kolbeinsson (1309-1379), höfðu þeir einhver sýsluvöld í Húnavatnsþingi 1323.
Gissur Galli Bjarnason, eigi ólíklegt að hann hafi fengið umboð yfir sýslunni hjá hirðstjóra Eiríki Sveinbjarnarsyni eftir 1323.
Benedikt Brynjólfsson og Brynjólfur ríki faðir hans, óvíst um sýsluvöld þeirra. Höfðu líklega umboð frá hirðstjóra, sem greitt var fyrir. Um aldamótin 1300-1400.
Jón Guttormsson skráveifa – 1360 drepinn í Grundardal.
Ásgeir Árnason er sýslumaður í Húnavatnssýslu 1422, óvíst hvenær hann tók við. Hætti það ár.
Guðmundur ríki Arason frá 1422.
Einar Þorleifsson varð hirðstjóri 1436 og umboðsmaður sem jafngilti sýslumanni um 1441.
Skúli Loftsson var um hríð sýslumaður, kannski í annarra umboði nálægt eða eftir 1441.
Bessi Einarsson sýslumaður eða umboðsmaður um það bil 1450.
Brandur Sigurðsson virðist hafa hálfa sýsluna 1458.
Egill Grímsson verið orðinn sýslumaður 1461.
Rafn Brandsson eldri virðist hafa hálfa sýsluna 1480
Sigurður Daðason er sýslumaður 1481 ásamt Agli Grímssyni – voru oftast tveir sýslumenn - .
Jón Sigmundsson hafði hálfa sýsluna 1494 ásamt Agli Grímssyni.
Einar Oddson sýslumaður að hálfu á móti Jóni Sigmundssyni 1495.
Ari Guðnason sýslumaður að hálfu á móti Einari Oddsyni.
Jón Einarsson orinn sýslumaður 1513 - 1516.
Teitur Þorleifsson sýslumaður 1516 – 1528.
Páll Grímsson 1536 – 1550.
Skúli Guðmmundsson um 1540 þá á móti Páli Grímssyni.
Egill Jónsson sýslumaður 1556 – 1960.
Þormóður Arason hálfur 1551 – 1554 síðan einn 1565.
Einar Þórarinsson um tíma umboðsmaður í Húnavatnssýslu.
Ormur Sturluson 1551 – 1553.
Oddur Gottskálksson 1553-1556.
Árni Gíslason 1557-1570.
Þorvaldur Björnsson í umboði Árna Gíslasonar 1568.
Sigurður Þormóðsson í umboði Þorvaldar Björnssonar 1569.
Jón Björnsson 1570-1591.
Hinrik Gerken Hansson í umboði Jóns Björnssonar 1574.
Jón lögmaður Jónsson 1578-1606.
Jón Egilsson umboðsmaður Jóns lögmanns 1593.
Jón Einarsson umboðsmaður Jóns lögmanns 1600-1607.
Páll Guðbrandsson 1607-1621.
Guðmundur Hákonarson 1621-1622 og aftur 1635-1656.
Jón Egilsson umboðsmaður Guðmundar Hákonarsonar 1640.
Jón lögmaður Sigurðsson 1622-1635.
Egill Jónsson umboðsmaður Jóns lögmanns 1622.
Þorkell Guðmundsson 1660-1662.
Björn Magnússon 1662-1670.
Guðbrandur Þorláksson 1665-1667.
Guðmundur Steindórsson 1670-1671.
Guðrandur Arngrímsson 1671-1683.
Jón eldri Sigurðsson hálfa sýsluna 1677.
Þorsteinn Benediktsson hálfa sýsluna 1678 og 1683 en alla sýsluna 1696.
Lárus Gottrup umboðsmaður 1683 svo 1695-1715, hafði sjö umboðsmenn á sínum ferli, þá Björn Hrólfsson, Jón Illugason, Sigurð Einarsson, Jón Eiríksson, Björn Þorleifsson, Sumarliða Klementsson og Þórð Björnsson.
Jóhann Lárusson Gottrup 1715-1728.
Grímur Grímsson 1727-1746 lögsagnari eða umboðsmaður.
Bjarni Halldórsson 1729-1773.
Arngrímur Jónsson 1773-1774.
Magnús Gíslason 1774-1789.
Björn Jónsson 1789-1790.
Margir af þeim hafa verið umboðsmenn Þingeyrajarða. (2)

Ísleifur Einarsson 1790-1800.
W. F. Krog danskur maður 1801-1805.
Sigurður Snorrason 1805-1813.
Björn Ólafsson lögsagnari 1813-1815.
Jón Jónsson 1815-1820.
Björn Auðunsson Blöndal 1820-1846.
Runólfur Magnús Björnsson Ólsen 1846-1847.
Arnór Árnason 1847-1859.
Kristján Kristjánsson 1860-1871.
Bjarni Einar Magnússon 1871-1876.
Eggert Gunnlaugsson Briem 1870-1877.
Lárus Þórarinn Björnsson Blöndal 1877-1894.
Benedikt Gísli Björnsson Blöndal settur sýslumaður 1876-1877 og 1894.
Jóhannes Jóhannesson 1894-1897.
Gísli Ísleifsson 1897-1912.
Guðmundur Björnsson 1904 í þrjá mánuði.
Björn Þórðarson 1912-1914.
Ari Jónssonn Arnalds 1914-1918.
Bogi Brynjólfsson 1918-1932.
Jónas Benedikt Bjarnason settur tímabundið 1919-1937.
Guðbrandur Magnússon Ísberg 1932-1960.
Jón Magnús Guðbrandsson Ísberg 1960-1994. (2. 3.)

Kjartan Þorkelsson 1994-2002.
Bjarni Stefánsson 2002-
Sýslumannsembætti Húnavatnssýslu og Skagafjarðarsýslu voru sameinuð um áramótin 2014-2015. (4)

Landsvirkjun (1965)

  • HAH10069
  • Corporate body
  • 1965

Stofnun Landsvirkjunar þann 1. júlí árið 1965 má rekja til þess að íslensk stjórnvöld höfðu hug á að nýta orkulindir landsins betur með því að draga að erlenda fjárfesta í orkufrekan iðnað innanlands. Snemma á sjöunda áratug 20. aldar kom fram áhugi hjá svissneska álframleiðandanum Alusuisse á að byggja álver á Íslandi. Landsvirkjun var þá stofnuð í þeim tilgangi að byggja og reka raforkuver sem gætu selt raforku til stóriðju og séð almennum markaði fyrir raforku á hagkvæmu verði.
Fram að þeim tíma hafði rafvæðing á Íslandi verið rekin af ríki og sveitarfélögum og stóð rekstur veitufyrirtækja ekki undir nýframkvæmdum í orkumálum.

Ungmennafélagið Vorboðinn (1915-2011)

  • HAH10068
  • Corporate body
  • 1915-2011

U.M.F. Vorboðinn í Engihlíðarhreppi var stofnað 3. janúar 1915. Fyrsti fundur félagsins var haldinn á Holtastöðum. Stofnendur félagsins voru 15, allt ungir menn héðan úr Langadalnum og voru þeir þessir:
Bjarni O. Frímannsson, nú bóndi Efri-Mýrum.
Jónatan J. Líndal, bóndi Holtastöðum.
Jakob B. Bjarnason, bóndi Síðu.
Jón Benediktsson, bróðir Vilhjálms á Brandaskarði.
Helgi Björnsson, bóndi Búrfelli.
Hilmar Frímannsson, nú bóndi Fremstagili.
Isleifur H. Árnason frá Geitaskarði.
Vilhjálmur Benediktsson, bóndi Brandaskarði.
Valdimar Stefánsson.
Sigurður E. Guðmundsson frá Engihlíð.
Hafsteinn Björnsson, Blönduósi.
Guðmundur Agnarsson, nú búsettur á Blönduósi.
Þrjá stofnendur vantar enn, en nöfn þeirra hefur mér ekki tekizt að hafa upp.
Fyrstu stjórn félagsins skipuðu:
Sigurður E. Guðmundsson, form., Hafsteinn Björnsson, varaform., ísleifur H. Árnason, ritari, Hilmar Frímannsson, varam., Bjarni Ó. Frímannsson, gjaldk., Helgi Björnsson, varam. Endurskoðendur, Jónatan J. Líndal og Sigurður E. Guðmundsson.
STJÓRNIR U.M.F. VORBOÐANS 1915-1965
Stjómir félagsins hafa verið eins og hér segir, en nokkuð vantar þó í, þar sem gjörðabækur hafa glatazt:
Timabilið 1915-1919:
Sigurður E. Guðmundsson, formaður.
ísleifur H. Arnason, ritari 1915—1917 og 1918-1919.
Bjarni O. Frímannsson, gjaldkeri 191")—1918.
Guðmundur Fr. Agnarsson, ritari 1917—1918.
Hilmar A. Frímannsson, gjaldkeri 1918—1919.
Tímabilið 1919-1921:
Bjarni O. Frímannsson, formaður.
Árni Á. Guðmundsson, ritari 1919—1920.
Hilmar A. Frimannsson, gjaldkeri 1919—1921.
Vilhjálmur Benediktsson, ritari 1920—1922.
Jakob B. Bjarnason, gjaldkeri 1921—1924.
Páll H. Arnason, ritari 1922-1924.
Timabilið 1924-
Hilmar A. Frímannsson, formaður.
Pall H. Árnason, ritari 1924—
Jakoh B. Bjarnason, gjaldkeri 1924—
Timabilið 1938-1947:
Pall H. Arnason, formaður.
Sigurður Þorbjörnsson, ritari 1938—1940 og 1941-1947.
Hilmar A. Frímannsson. gjaldkeri 1938—1941.
Jón Karlsson, gjaldkeri 1941-1947.
Ástvaldur Kristófersson, ritari 1940—1941.
Timabilið 1947-1950:
Hörður Valdimarsson, formaður.
Pétur H. Björnsson, ritari 1947—1950.
Björn Karlsson, gjaldkeri 1947—1950.
Timabilið 1950-1951:
Elsa Þorsteinsdóttir, formaður.
Pétur H. Björnsson, ritari 1950—1951.
Björn Karlsson, gjaldkeri 1950—1951.
Timabilið 1951-1966:
Pétur H. Björnsson formaður.
Sigurbjörg Sigfúsdóttir, ritari 1951—1952.
Hilmar Fríinannsson, gjaldkeri 1951—1954.
Sigurður H. Þorsteinsson, ritari 1952—1953 og gjaldkeri 1954—1955.
Björn Karlsson, ritari 1953—1955.
Ari H. Einarsson, ritari 1955—1966.
Ævar Þorsteinsson, gjaldkeri 1955—1956.
Frímann Hilmarsson, gjaldkeri 1956—1962.
Haraldur H. Líndal, gjaldkeri 1962-1965.
Runólfur B. Aðalbjörnsson, gjaldkeri 1965 -1966.
Núverandi stjóm V. M. F. Vorboðans skipa:
Pétur H. Björnsson, formaður.
Ari H. Einarsson, ritari.
Runólfur B. Aðalbjörnsson, gjaldkeri.
Félagið telur nú 30 meðlimi og hefur talan verið svipuð undanfarin ár.
Aðalritstjórar „Vorboðans", blaðs U.M.F.
Vorboðinn árin 1915—1966:
Jakob B. Bjarnason 1922-1927.
Páll H. Árnason 1927-1930.
Pétur Þ. Einarsson 1930—
Guðrún Ó. Árnadóttir 1938-1940.
Sigurður Þorbjörnsson 1940—1942.
Anna Árnadóttir 1942-1945 og 1946-1947.
Elísabet Árnadóttir 1945-1946.
Björn Karlsson 1947—1951.
Einar Björnsson 1951—1954.
Ari H. Einarsson 1954-1966.
Félagið var lagt niður á félagsfundi 6. desember 2011 og þá voru í stjórn:
Aðalbjörg Valdimarsdóttir formaður.
Björn Björnsson ritari.
Anna Margrét Jónsdóttir gjaldkeri.
Jófríður Jónsdóttir skoðunarmaður reikninga.

Hundahreinsunarhús við Giljá (1928)

  • HAH10067
  • Corporate body
  • 1928

Lítið steinsteypt hús, hvítmálað með rauðu þaki og stendur í landi Litlu-Giljár í hvammi sunnan við Giljá, en þar var brú og ummerki um gamla þjóðveginn sjást rétt við húsið. Húsið er steinsteypt, um 5 m á lengd, 3,5 á breidd og 2,5 á hæð með dyragætt til suðurs og tveimur gluggum að vestan. Veggir eru heilir sem og þakið, sem er klætt rauðmáluðu bárujárni. Sveinsstaða- og Torfalækjarhreppur sameinuðust um að láta byggja húsið árið 1928 til notkunar sem hundahreinsunarhús. í október 2004 var húsið síðan afhent eigendum Litlu-Giljár til fullrar eignar og eitthvað verið notað síðan sem reykkofi.

Búnaðarfélag Áshrepps (1882)

  • HAH10066
  • Corporate body
  • 1882

Búnaðarfélag Áshrepps var stofnað 21. júní 1882, en þá var haldinn
fyrsti aðalfundur félagsins „sem stofnað var á manntalsþingi síðastliðið vor", eins og þetta er orðað í fundargerðinni. Virðist eftir þessu
orðalagi að félagið hafi raunverulega verið stofnað á manntalsþingi í
Áshreppi árið 1881, þótt ekki sjáist um það neinar heimildir.
Stofnendur félagsins voru 18 bændur i Ashreppi, allir tilgreindir
með nöfnum og heimilisfangi. Þeirra á meðal voru þeir sr. Hjörleifur
Einarsson á Undirfelli og sýslumaður Húnvetninga, Lárus Blöndal á
Kornsá, og undirrituðu þeir fyrstu fundargerðina. Lárus sýslumaður
var á fundinum kosinn fyrsti formaður félagsins, kallaður forseti, sr.
Hjörleifur skrifari og Hannes Þorvarðarson, bóndi á Haukagili féhirðir.
Félagslögin eru í 17 greinum og mjög ýtarleg. Tel ég rétt að tilfæra

  1. grein félagslaganna, sem speglar þau sjónarmið, sem bændur í
    Vatnsdal höfðu fyrir 100 árum, en hún er svohjóðandi:
    „ Það er tilgangur félags þessa að efla framfarir og velmegun búenda í
    hreppnum, einkum meðþvíað slétta tún, gjöra vörslugarða um rœktaðajörð,
    veita vatni á engjar, skera fram afvœtumýrar, plœgja og herfa til gras- og
    matjurtaræktar, byggja sáðgarða, taka upp móskurð, auka allan áburð og
    hagtéra hann vel, grafa brunna, fœra að grjót til bygginga og byggja
    heyhlöður, leggja stund á fjárrœkt og kynbœtur."
    Þá var gert að skyldu hverjum félagsmanni, að vinna vissa dagsverkatölu árlega, einyrkjum 6 dagsverk, en öðrum bændum 12 dagsverk, nema forföll bönnuðu. Var mjög fast eftir því gengið að þessi
    skylduvinna væri unnin.
    Arið 1902 voru lög félagsins endursamin og kemur þá fram að
    jarðabætur skulu metnar til dagsverka, samkvæmt gildandi reglum.
    HÚNAVAK A 71
    fyrir veitingu styrks úr Landssjóði „en þeim jarðabótum, sem ekki eru
    enn teknar upp í þær reglur skal leggja þannig í dagsverk:
    Aðgrafa brunna og hlaða úrgrjóti 2fet niðurjafnt og eitt dagsverk. Eigi
    skal þó taka til greina fyrstu 4 fetin niður.
    Aðfinna nýiilegt mótak skal metið til 5 dagsverka.
    Heyhlöðukjallari úr tómu grjóti 4 ferálnir ívegg teljist dagsverk. "
    Mönnum var greiddur styrkur á unnin dagsverk ef að þeir framkvæmdu skylduvinnu sína, af því fé, sem Amtsráð veitti til félagsins og
    var því veitt á dagsverkatöluna. Var sú upphæð árið 1883 krónur 284,
    en ekki nema 160 krónur árið 1894. Það ár skýrði forseti frá því að
    hann hefði ráðið Bjartmar nokkurn Kristjánsson til vinnu og skyldi
    hann fá 4 krónur á dag fyrir að plægja með tveim hestum, en 3 krónur
    ella. Af þessu kaupi Bjartmars áttu félagsmenn sjálfir að greiða 2
    krónur fyrir hvert dagsverk í plægingu, en 1 krónu ella.
    I fundargerð og reikningum ársins 1884 kemur fram að fært er til
    tekna af peningum hins forna búnaðarfélags krónur 50 og af peningum hins forna lestrarfélags krónur 25,79. Hvergi hef ég séð annað um
    þessi félög, eða heyrt hvenær þau störfuðu, en líklegt er að saga þeirra
    hafi verið stutt.

Samkórinn Björk (1983-2020)

  • HAH10064
  • Corporate body
  • 1983

Kórinn var stofnaður árið 1983 og var lagður niður formlega þann 9.3. 2020

Samhugur (2001-2009)

  • HAH10062
  • Corporate body
  • 2001-2009

Samhugur er samtök krabbameinssjúkra, aðstandenda þeirra og annarra velunnara.
Markmið félagsins er að stuðla að velferð fólks sem greinist með krabbamein og aðstandenda þeirra og koma til þeirra nytsamlegum upplýsingum. Vinna markvisst að málefnum sem varða andlegar, félagslegar og líkamlegar þarfir þessa fólks.
Leiðir að markmiðum, að gefa út bækling með upplýsingum um þjónustu sem í boði er, að hafa fundi eða samverustundir, að vera til taks og spjalla við þá sem þess þurfa við.

Torfalækjarhreppur (1000-2005)

  • HAH10061
  • Corporate body
  • 1000-2005

Torfalækjarhreppur var hreppur í Austur-Húnavatnssýslu til ársloka 2005. Aðalatvinnuvegur er landbúnaður. Fólksfjöldi 1. desember 2005 var 92.
Hinn 1. janúar 2006 sameinaðist hann Bólstaðarhlíðarhreppi, Sveinsstaðahreppi og Svínavatnshreppi og var hið nýja sveitarfélag kallað Húnavatnshreppur.

Sögufélagið Húnvetningur (1938)

  • HAH10060
  • Corporate body
  • 1938

Sögufélag Húnvetninga var stofnað árið 1938 og var Magnús Björnsson Syðra-Hóli einn af forgöngumönnum þess. Félagið hefur gefið út eða stuðlað að útgáfu ýmissa rita um húnvetnsk fræði. Árið 1990 ákvað stjórn Sögufélagsins að stuðla að aukinni þekkingu um ættir Austur-Húnvetninga og einnig að heiðra minningu Magnúsar með því að láta fullvinna það ættfræðirit sem Magnús hafði hafið. Sama ár var Guðmundur Sigurður Jóhannsson ættfræðingur ráðinn til verksins og hefur hann unnið að því meira og minna síðan. Hafði hann til þess aðstöðu á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga á Sauðárkróki, en þar er til staðar eitt besta og aðgengilegasta safn ættfræðirita sem til er á landinu. Á þessum níu árum hefur Guðmundur aukið og bætt svo við handrit Magnúsar að nú er mikill meirihluti ritsins orðinn verk Guðmundar. Auk framlags Guðmundar hafa fjölmargir einstaklingar, fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir lagt þessu verki lið; með söfnun upplýsinga og mynda, tölvuvinnu og fjárframlögum.
Árið 1997 samdi Sögufélagið Húnvetningur við bókaforlagið Mál og mynd um útgáfu þessa rits. Ættir Austur-Húnvetninga eru raktar svo langt aftur sem heimildir leyfa, jafnvel allt til 14. aldar. Í ritinu er mjög mikið af tilvitnunum í önnur rit svo að auðvelt er að afla sér margs konar fróðleiks um flesta þá einstaklinga sem getið er um.

Svínavatnshreppur (1000-2005)

  • HAH10059
  • Corporate body
  • 1000-2006

Svínavatnshreppur (áður kallaður Svínadalshreppur) var hreppur í Austur-Húnavatnssýslu fram til ársloka 2005. Aðalatvinnuvegur er landbúnaður. Fólksfjöldi 1. desember 2004 var 116.
Hinn 1. janúar 2006 sameinaðist hann Bólstaðarhlíðarhreppi, Sveinsstaðahreppi og Torfalækjarhreppi og var hið nýja sveitarfélag kallað Húnavatnshreppur.

JC Húnabyggð (1976-1989)

  • HAH10058
  • Corporate body
  • 1976-1989

Félagið var stofnað 24.janúar 1976 og voru stofnfélagar 33 talsins.
Formenn félagsins voru:
Ágúst Sigurðsson 1976-1977
Páll Svavarsson 1977-1978
Gísli J. Grímsson 1978-1979
Eggert J. Levy 1979-1980
Eyþór Elíasson 1980-1981
Björn Magnússon 1981-1982
Ásgerður Pálsdóttir 1982-1983
Ragnhildur M. Húnbogadóttir 1985-1986

Kaupfélag Húnvetninga (1895-2002)

  • HAH10057
  • Corporate body
  • 1895-2002

Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi, var stofnað 16. desember 1895 í „vertshúsinu" á Blönduósi. Fyrsta stjórn: Þorleifur Jónsson, alþm., Syðri-Löngumýri, form., Benedikt G. Blöndal, umboðsm., Hvammi, Árni Á. Þorkelsson, hreppstjóri, Geitaskarði. Félagið gekk í Samb. 1917. Félagið rak umfangsmikla verzlun á Blönduósi, í aðalverzlun þess voru seldar matvörur, byggingavörur og vefnaðarvörur og auk þess rak það vörugeymslu, þar sem seld var sekkjavara, timbur o. fl. Líka rak félagið eitt verzlunarútibú á Blönduósi og einnig söluskála sem einkum þjónaði ferðamönnum og líka sá það um vöruflutninga innan héraðs og á leíðinni til Reykjavíkur. Þá var félagið aðaleigandi Vélsmiðju Húnvetninga, ásamt búnaðarsambandinu í héraðinu, en það fyrirtæki rak bílaverkstæði á Blönduósi. Á Skagaströnd rak félagið tvær verzlanir. Fastir starfsmenn voru 65, en félagsmenn 669.

Kaupfélag Húnvetninga stofnað 1896 [1895 skv auglýsingu í Sjómannadagsblaðinu 1 tbl 1941 og Auglýsing í Húnavöku 1971]. Haldið var uppá 50 ára afmælið 7.7.1946.
STARFRÆKJUM: Útibú innan Blöndu, Kornmyllu, Benzínsölu, Bifreiðaakstur, Samvinnutryggingar, Eggjasölusamlag, Skipaafgrreiðslu, Saumastofu, Innlánadeild,

Mjólkursamlag (þurrmjólkurvinsla) tekur væntanlega til starfa næsta sumar [1947] á vegum S. A. H. Væntir félagið þess, að Húnvetningar standi fast saman um þetta fyrirtæki, því aðeins mun það koma að fullum notum, og uppfylla þær vonir, sem við það eru tengdar.
SÍMI 10 (2 LÍNUR). SAMBAND FRÁ SKIPTIBORÐI VIÐ: Skrifstofu framkv.stjóra. Almenna skrifstofu. Sölubúðina. Vörugeymslu. Saumastofu. Sláturhús. Jón S. Baldurs heima. Tómas R. Jónsson heima Sími 2: a. Útibúið innan Blöndu b. Kristinn Magnússon heima [Auglýsing Tíminn 24.12.1946].

Áshreppur (1000-2005)

  • HAH10056
  • Corporate body
  • 1000-2006

Áshreppur var hreppur í Austur-Húnavatnssýslu, kenndur við bæinn Ás í Vatnsdal.
Aðalatvinnuvegur var landbúnaður. Fólksfjöldi 1. desember 2005 var 66.
Hinn 10. júní 2006 sameinaðist Áshreppur Húnavatnshreppi undir merkjum hins síðarnefnda.

Gunnsteinsstaðakirkja (1432-1724)

  • HAH10055
  • Corporate body
  • 1432-1724

Að því er til aldurs kirkjunnar kemur, virðist hún tvímælalítið vera frá þvi fyrir 1550, en ómögulegt er að ákveða þetta nánar. Þó gæti kirkjan jafnvel hafa verið bygð fyrir 1432, þvi það ár er hún í vísitatiu Jóns biskups IV. virt á 12 hundruð1), og er þar i talið álagið, en kirkja sú, er nú stendur þar, getur einmitt vel hafa verið svo dýr eptir stærðinni (sjá töflu XIV sbr. töflu VI). En þessi rök liggja til aldurs kirkjunnar. Árni Magnússon segir i jarðabók sinni undir Gunn-steinsstöðum2), að þar sé kirkja, sem syngja megi til þegar heimamenn vilja taka sakramenti. í prófasts-skýrslum um kirkjur 1723—1724s) er hennar getið, en úr því ekki; sýnist þvi hafa verið hætt að nota hana á tírnabilinu örskömmu eptir 1724. Gæti hún þvi varla
verið bygð siðar en um 1700. í bréfi, sem bóndinn á Holtastöðum ritaði biskupsdæminu um 1811 (bréfið ó-dagsett)út af rekamáli einu við Gunnsteinsstaði segir hann: »þótt einhverntima hefði Gunnsteinsstaðaskemma — fyrrum kirkja — átt tilkall til.....«. Eptir þessu hefur kirkjan verið orðin skemma, eins og hún er enn i dag, um 1811. í bréfi til biskupsdæmisins um sama mál dags. 21. sept. 18112) segir sami maður: »hvort rekinn skylldi allur tilheyra Holltastaðakirkju eður hálfur Gunnsteinsstaðakirkju, og síðan jarðarinnar eigendur3), þar hún er fyrir mörgum öldum niðurlögð«. Bersýni-lega veit maðurinn ekkert um það, hvenær kirkjan var niðurlögð, annað en að það var fyrir löngu þá, og verður það á hans máli fyrir mörgum öldum. Getur þetta einkar vel staðið heima við að hún hafi lagst niður fyrri part 18. aldarinnar, og er líklegt, að hún hafi þá þegar orðið skemma, að minsta kosti var hún orðin það, er Holtastaðabóndinn ritar bréf það 1811, sem áðan var vitnað í. Ekkert virðist og liklegra en að kirkjan, úr þvi hún hefur getað staðið um 200 ár með þeirri meðferð, sem skemma hlýtur, hafi áður en hún féll úr tigninni getað staðið það liðugt hálft annað hundrað ára, sem þá vantar upp á að hún sé úr ka-þólskum sið, með þeirri meðferð, sem kirkjur fengu, sem alténd hefur verið eitthvað skárri en sú, sem á skemmum var, þó að hún eptir siðaskiptin ef til vill hafi ekki verið eins burðug og skyldi.

Ungmennafélagið Vorblær Vindhælishreppi (1938-)

  • HAH10054
  • Corporate body
  • 1938

Ungmennafélagið Vorblær var stofnað að Höskuldsstöðum á pálmasunnudag 1938. Er félagssvæðið Höskuldsstaðasókn. Hefur það tekið við hlutverki fyrirrennara sinna, Ungmennafélagsins Framsóknar og Ungmennafélagsins Morgunroðans á Laxárdal. Félagið hefur, sem önnur slík, lagt stund á fegrun móðurmálsins í mæltu og rituðu máli. Félagið hefur haft umræðufundi um þjóðþrifamál og gefið út félagsblað. Þá hefur það hvatt félagsmenn sína til að æfa ýmsar frjálsar íþróttir, svo sem aðstaða hefur leyft. Skákíþróttin hefur og verið iðkuð nokkuð á vegum félagsins. Stærsta framkvæmd félagsins er efalaust bygging samkomuhúss fyrir félagssvæðið. Byggingarvinnan var framkvæmd af sjálfboðaliðum.
Á stofnfundi voru félagar 22 að tölu, en fjölgaði brátt og urðu flestir sextíu. Var þá um skeið mikil gróska í félaginu, syngjandi líf og fjör. Félagið æfði söng. Síðustu ár hafa margir félagar helst úr lestinni, en fáir fyllt skarðið, og því hefur hallað undan fæti um stund.

Kvenfélagið Vaka Blönduósi (1928)

  • HAH10053
  • Corporate body
  • 1928

Kvenfélagið Vaka var stofnað þann 8. janúar 1928 og voru stofnendur 12 talsins. Í fyrstu stjórn félagsins sátu þær Jóhanna Hemmert, formaður, Guðrún Jónsdóttir, gjaldkeri og Láretta Stefánsdóttir, ritari. Allt frá stofnun félagsins hefur það jafnan reynt að fylgja 1. lagagrein félagsins í því að vinna að líknar- og menningarmálum. Á fyrstu starfsárunum, kreppuárunum, voru ýmsir hjálpaþurfi og reyndi félagið að bæta hag þeirra eftir mætti. Þá var einnig reynt að styðja þá, sem urðu yfir sérstökum áföllum. Þá gerðist félagið einnig þátttakandi í framkvæmdum í byggðarlaginu, s.s. byggingu Héraðshælisins og síðar Félagsheimilisins. Snemma var hugað að fegrun og ræktun í þorpinu og hvamminum þar sem vinnu við ræktun var fyrst getið í gerðabókum 1936. Hvammurinn fékk snemma nafnið Kvenfélagsgarðurinn en á seinni árum var honum gefið nafnið Fagrihvammur. Það var von kvenfélagskvenna að hreppsbúar létu sér annt um garðinn og nytu þess næðis og gróðursældar sem þar var.

Kvenfélag Vatnsdæla (1927-)

  • HAH10052
  • Corporate body
  • 1927-

Kvenfélagið var stofnað 21.september 1927 að Hofi í Vatnsdal og voru félagar um 25 talsins. Fyrsta stjórn félagsins var skipuð þannig: Rannveig Stefánsdóttir Flögu, formaður, Theódóra Hallgrímsdóttir Hvammi, gjaldkeri og Kristín Vilhjálmsdóttir Blöndal Kötlustöðum, ritari. Hlaut félagið nafnið Kvenfélag Vatnsdæla og hét um nokkurra ára bil. Seinna var það skírt upp og hét þá Kvenfélagið Björk fram til ársins 1962 að aftur var skipt yfir í upprunalega nafnið, það er Kvenfélag Vatnsdæla og heitir svo enn í dag. Ekki hefur félagið verið formlega lagt niður en engin starfsemi hefur verið síðan árið 1998. Formenn hafa verið:
Rannveig Stefánsdóttir, Flögu
Helga Helgadóttir, Flögu
Theódóra Hallgrímsdóttir, Hvammi
Ágústína Grímsdóttir, Haukagili
Lilja Halldórsdóttir, Haukagili
Sesselja Svavarsdóttir, Saurbæ
Elín Sigurtryggvadóttir, Kornsá
Guðlaug Ólafsdóttir, Snæringsstöðum
Sóley Jónsdóttir, Haukagili
Sigrún Grímsdóttir, Saurbæ
Harpa Eggertsdóttir, Haukagili
Heiðursfélagar:
Péturína Jóhannssdóttir, Grímstungu
Margrét Björnsdóttir, Brúsastöðum
Sigurlaug Jónasdóttir, Ási
Rósa Ívarsdóttir, Marðarnúpi
Jakobína Þorsteinsdóttir, Vöglum
Ágústína Grímsdóttir, Haukagili

Upprekstrarfélag Eyvindarstaðaheiðar (1891-)

  • HAH10050
  • Corporate body
  • 1891-

Varð til við kaup þriggja sveitarfélaga á Eyvindarstaðaheiði í kringum 1891. Sveitarfélögin þrjú voru:
Bólstaðarhlíðarhreppur að 5/17, Seyluhreppur að 4/17 og Lýtingsstaðahreppur að 8/17. Eyvindarstaðaheiði er að dýrleika talin 26,4 hundruð eftir jarðabókinni 1861.

Veiðifélagið Skagaröst (1973-)

  • HAH10048
  • Corporate body
  • 1973-

Laxá í Nesjum er á Skagaheiði, en Skagaheiði er stórkostlegt land sem fáir þekkja, þar er töfrandi fegurð og heillandi möguleikar til útivistar. Landslagið er tiltölulega lágt, yfirleitt undir tvö hundruð metrum. Stórar klettaborgir breiða víða úr sér og í lægðum á milli þeirra eru veiðivötnin sem vart eiga sinn líka hér á landi.
Vegalengd frá Reykjavík er um 340 km +/- eftir því í hvaða vatn skal haldið.
Malarvegur er frá Skagaströnd og fyrir Skaga. Hann tengir saman bæi sem allflestir eru við ströndina. Upp að veiðivötnum liggja víða jeppaslóðar. Örfáir þeirra eru vel færir, jafnvel fyrir fólksbíla, en um aðra þarf að aka á fjórhjóladrifsbílum og svo eru sumir ekkert annað en troðningar sem auðveldlega geta spillst í rigningartíð.
Vart þarf að geta þess að allur akstur utan vega er með lögum óheimill á Skagaheiði eins og annars staðar í landinu.
Athugið að áður en farið er til veiða þarf að kaupa veiðileyfi hjá viðkomandi bónda/veiðiréttarhafa. Einnig þegar veiðivatnið er í afréttarlöndum.
Laxá í Nesjum er lítil og nett á sem á upptök sín ofan Laxárvatns á Skagaheiði á norð-vestanverðri Skagatánni og rennur hún til sjávar skammt norðan við bæinn Saurar. Þetta er ekki mikið vatnfall og getur því þornað töluvert upp á þurrkasumrum. Hinsvegar ef gott vatn er í ánni hefur nokkuð af laxi gengi í hana.

Veiðifélag Langavatns- og Fjallabaksár á Skaga (1994-)

  • HAH10045
  • Corporate body
  • 1994-

Veiðifélagið var stofnað 9.maí 1994 og formaður þess er Sveinn Sveinsson frá Tjörn. Langavatn á Skaga liggur rétt rúmlega 13 km. norðan Skagastrandar. Það er 3,5 km2 og í rétt rúmlega 200 m h.y.s. Til að komast að vatninu er ekið sem leið liggur eftir þjóðvegi 745 frá Skagaströnd að gatnamótum við Steinnýjarstaði. Þaðan liggur um 6 km. slóði inn að vatninu vestanverðu. Umsjónarmaður vatnsins og veiðivörður er Árný Hjaltadóttir, húsfreyja að Steinnýjarstöðum, sími 452-2745 / 860-2745 sem jafnframt annast sölu veiðileyfa. Um vatnið er veiðifélag, Veiðifélag Langavatns og Fjallabaksár á Skaga, en það er í eigu þeirra býla sem land eiga að vatninu.

Kvenfélagið Hekla Skagabyggð (1927 - )

  • HAH10043
  • Corporate body
  • 1927 -

Kvenfélagið Hekla í Skagabyggð var stofnað 28. ágúst 1927 af 14 konum yst í gamla Vindhælishreppi. Það hefur í 90 ár starfað að ýmsum framfaramálum og lagt mörgum góðum málum lið. Félagið stóð m.a. fyrir kaupum á vefstólum, prjónavél og spunavél á fyrstu árum félagsins. Þá stóðu kvenfélagskonur fyrir merku átaki í vegagerð á Skaga á 4. áratug síðustu aldar og var því átaki reistur minnisvarði sem vígður var 2. júlí 1989. Líkt og önnur kvenfélög landsins voru helstu mál kvenfélagskvenna þá og eru enn, að styðja við þá sem minna mega sín, stuðla að ýmsum framfaramálum er snerta heimili og íbúa svæðisins sem og fjölbreyttar fjáraflanir og samkomur. Má þar nefna réttarkaffisölu, basara, jólaböll og jólahlaðborð.
Í ársbyrjun 2018 eru kvenfélagskonur 12 talsins. Félagsfundir eru haldnir nokkrum sinnum á ári. Starfsstöð kvenfélagsins er í félagsheimilinu Skagabúð. Helstu viðburðir í starfsemi félagsins eru hátíðarkaffi á þjóðhátíðardaginn, réttarkaffisala við Fossárrétt, jólabasar, jólahlaðborð og jólaball. Þá sjá félagskonur um ýmsa veitingasölu, s.s. erfidrykkjur, fundakaffi og matarveislur.

Selvíkurgarður (1936-)

  • HAH10042
  • Corporate body
  • 1936 -

Björn Einarsson, Blönduósi, eigandi Selvíkur og Bjarni Ó. Frímannsson Efri-Mýrum boðuðu til fundar 16. febrúar, varðandi að stofna félag um kartöflurækt í Selvík. Í stjórn voru kosnir Kristinn Magnússon, Bjarni Ó. Frímannsson og Páll Geirmundsson. Var Selvík keypt af Birni Einarssyni í apríl 1936 og hafin útleiga á blettum fyrir þá sem vildu rækta þar kartöflur. Árið 2006 tók Ungmennafélagið Hvöt við rekstri Selvíkurgarðsins og sér um alla jarðvinnslu og mælingar á blettum þeim sem beðið hefur verið um til ræktunar.

Vátryggingarfélag Íslands Blönduósi (1989-2013)

  • HAH10041
  • Corporate body
  • 1989-2015

Vá­trygg­inga­fé­lag Íslands hf, VÍS, var stofnað form­lega 5. fe­brú­ar árið 1989 við sam­ein­ingu Sam­vinnu­trygg­inga og Bruna­bóta­fé­lags Íslands sem rek­ur sögu sína allt aft­ur til árs­ins 1917. Bruna­bóta­fé­lag Íslands (síðar Eign­ar­halds­fé­lagið Bruna­bóta­fé­lag Íslands) var stofnað til að ann­ast bruna­trygg­ing­ar sam­kvæmt lög­um um bruna­trygg­ing­ar á Íslandi. Sam­vinnu­trygg­ing­ar gt. (gagn­kvæmt trygg­inga­fé­lag) voru stofnaðar 1946 fyr­ir for­göngu Sam­bands ís­lenskra sam­vinnu­fé­laga. Við stofn­un VÍS var meg­in­hluti vá­trygg­inga­stofna Bruna­bóta­fé­lags­ins og Sam­vinnu­trygg­inga færður til nýja fé­lags­ins sem tók yfir mest all­an rekst­ur stofn­fé­laga sinna árið 1989 og hóf rekst­ur al­hliða vá­trygg­inga­starf­semi. Viðskipta­vin­ir VÍS voru frá upp­hafi ein­stak­ling­ar, fyr­ir­tæki og stofn­an­ir. Útibúið á Blönduósi var stofnað 1989 og var Skarphéðinn Ragnarsson fyrsti og eini svæðisstjóri þess en útibúið var lagt niður í lok júní 2013.

Laxasetur Íslands (2011)

  • HAH10037
  • Corporate body
  • 2011

Laxasetur Íslands var opnað í júní árið 2012 en sýningunni þar er skipt í þrjú meginþemu: líffræði, þjóðfræði og veiðar.
Hugmynd að stofnun setursins kom fyrst upp árið 2008 þegar Alva Kristín Kristínardóttir vann að viðskiptaáætlun og fékk til þess styrk frá Atvinnumálum kvenna og Vaxtasamningi Norðurlands Vestra. Verkefnið fór þó ekki í vinnslu fyrr en árið 2011 þegar hvatamennirnir Valgarður Hilmarsson og Jón Aðalsteinn Snæbjörnsson tóku upp þráðinn. Þeir fóru og fengu til liðs við sig menningarmiðlarana Kristínu Arnþórsdóttur og Þuríði Helgu Jónsdóttur sem unnu tillögur að sýningum fyrir setrið. Einnig leituðu þeir eftir stuðningi frá veiðifélögum, laxveiðiáa og stofnunum tengdum starfseminni og í framhaldi af því sóttu þeir um styrki.
Þann 23. júní 2011 var stofnfundur Laxasetursins haldin þar sem 21 aðili, einstaklingar og fyrirtæki, skráðu sig fyrir hlutum í félaginu. Einnig var kosin stjórn fyrir félagið. Árið 2015 tilkynnti félagið að hætt yrði rekstri sýningar á Blönduósi þar sem fjármögnun hefði ekki gengið sem skyldi.

Ströngukvíslarskáli (1953-)

  • HAH10035
  • Corporate body
  • 1953

Ströngukvíslarskáli við Ströngukvísl á Eyvindarstaðaheiði var torfskáli 1953, en var færður til og gerður upp af Landsvirkjun 1988 vegna samninga varðandi gerð Blöndulóns. Gamli skálinn hefði lent undir vatnsborðinu. (Sigurjón Guðmundsson frá Fossum Svartárdal)

Sveinsstaðahreppur 1000-2005

  • HAH10031
  • Corporate body
  • 1000-2005

Sveinsstaðahreppur var hreppur í Austur-Húnavatnssýslu fram til ársloka 2005. Hreppurinn var kenndur við Sveinsstaði í utanverðum Vatnsdal. Fólksfjöldi 1. desember 2005 var 92.

  1. nóvember 2004 samþykktu íbúar sveitarfélagsins sameiningu við Bólstaðarhlíðarhrepp, Svínavatnshrepps og Torfalækjarhrepp og gekk hún í gildi 1. janúar 2006. Nýja sveitarfélagið hlaut nafnið Húnavatnshreppur í fyrstu kosningunum í sameinuðu sveitarfélagi 10. desember 2005.

Héraðsnefnd Austur Húnavatnssýslu (1988-2008)

  • HAH10030
  • Corporate body
  • 30.11. 1988 - 1.7. 2008

Í héraðsnefndinni sem stofnuð var formlega 30. nóvember eiga sæti 16 fulltrúar frásveitarfélögunum í Austur-Húnavatnssýslu. Héraðsnefndin mun leysa af hólmi sýslunefnd A-Hún. um næstu áramót. Oddviti héraðsnefndar AusturHúnvetninga var kjörinn Valgarður Hilmarsson oddviti á Fremstagili í Engihlíðarhreppi.
Helstu mál á fyrsta fundi héraðsnefndarinnar voru kosningar oddvita héraðsnefndar svo og í héraðsráð sem skipað er tveim mönnum auk oddvita héraðsnefndar. Auk oddvita héraðsnefndar voru kosnir í héraðsráð Guðmundur Sigvaldason sveitarstjóri á Skagaströnd og Ófeigur Gestsson bæjarstjóri á Blönduósi.
Miklar umræður urðu um umboð nefnda þeirra sem sýslunefnd skipaði á sínum tíma en umboð sýslunefndar A-Hún. fellur niður um áramót með tilkomu héraðsnefndarinnar. Samkomulag varð um að fá úrskurð félagsmálaráðuneytis um hvernig með þessi mál skuli farið. Ennfremur urðu töluverðar umræður um hvernig að uppgjöri sýslu sjóðs yrði staðið og ennfremur að hraðað yrði gerð fjárhagsáætlunar fyrir komandi ár.
Sýslunefndin sem lætur að störfum um áramót var skipað 10 mönnum auk sýslumanns og átti hvert sveitarfélag einn fulltrúa í nefndinni. Með tilkomu héraðsnefndar A-Hún. fjölgar fulltrúum í 16 og eiga þéttbýlissveitarfélögin Blönduós og Skagaströnd helming fulltrúa en sveitahrepparnir sinn fulltrúan hver.

Galtarárskáli (1963-)

  • HAH10028
  • Corporate body
  • 1963

Galtarárskáli er við Galtará á Eyvindarstaðaheiði.
Skálaverðir Finnbogi og Katrín, sími: 823 5986
Galtará er bergvatnsá á Eyvindarstaðaheiði. Galtará er fremur vatnslítil. Hún kemur upp í Galtarárdrögum og fellur í Blöndu. Fræg verður Galtará vegna kvæðis Jónasar Hallgrímssonar, Ferðaloka. En við ána mun hann og samferðamenn hans hafa haft náttstað. Ekki veður nú sagt með vissu hvar Jónas greiddi ástmey sinni lokka en ætla má að áningarstaðurinn hafi verið þar sem Skagfirðingavegur liggur yfir Galtarárdrög.
En lengi mun það geymast að:
Greiddi eg þér lokka
við Galtará
vel og vandlega.
Brosa blómvarir,
blika sjónstjörnur,
roðnar heitur hlýr.
(Landið þitt Ísland, Þorsteinn Jósepsson Steindór Steindórsson 1980)
Galtarárskáli var færður til og gerður upp af Landsvirkjun 1990, vegna samninga varðandi gerð Blöndulóns, en gamli skálinn hefði lent undir vatnsborðinu. (Sigurjón Guðmundsson frá Fossum Svartárdal)

Sóknarnefnd Hólaneskirkju (1880-)

  • HAH10026
  • Corporate body
  • 1880-

Árið 1880 voru sett lög um stjórn safnaðarmála og skipan sóknar- og hérðasnefnda. Sóknanefnd Spákonufellssóknar var stofnuð 1880 og breyttist í sóknarnefnd Hólaneskirkju þegar kirkjan fluttist niður í kauptúnið og var vígð 1928. Fyrstu sóknarnefndina skipuðu: Björn Jónsson, bóndi í Háagerði 1880-1884, Friðrik Möller, Skagaströnd 1880-1883, Sigurður Finnbogason, bóndi á Sæunnarstöðum 1880-1887

Fiskifélagsdeild Skagastrandar (1939-

  • HAH10025
  • Corporate body
  • 1939-

Deildin var stofnuð 1939 og tilgangur hennar er að efla sjávarútveg á félagssvæðum, stuðla að vöruvöndun, bættri sölu sjávarafurða, aukinni samvinnu og félagsskap milli útgerðarmanna og sjómanna og yfir höfuð hverju því, sem vænta má að verði sjávarútgerðinni til hagsbóta og velfarnaðar. Að öðru leiti starfar deildin undir yfirumsjá Fiskifélags Íslands og samkvæmt lögum þess, eins og þau kunna að vera á hverjum tíma, enda njóti deildin allra hlunninda, er Fiskifélagið veitir deildum sínum út um landið. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu: Bogi Björnsson formaður, Ingvar Jónsson ritari og Þórarinn Jónsson gjaldkeri.

Sjálfstæðisfélagið Þróttur (1962-)

  • HAH10024
  • Corporate body
  • 1962-

Sjálfstæðisfélagið Þróttur var stofnað 1962 Lögheimili þess er á Skagaströnd. Markmið félagsins er að berjast fyrir þjóðlegri og víðsýnni framfarastefnu í landsmálum með hagsmuni allra stétta og sameiningu þjóðarinnar fyrir augum. Grundvöllur stefnu þess er frelsi og sjálfstæði þjóðar og einstaklings, séreignarskipulag og jafnrétti allra þjóðfélagsþegna.

Reynir sf. (1974-)

  • HAH10023
  • Corporate body
  • 1974-

Félagið var stofnað 29.10. 1974, síðast staðsett að Hnjúkabyggð 31 540 Blönduósi.

Sæheimar ehf. (1985-)

  • HAH10017
  • Corporate body
  • (1985-)

Félagið hét áður PP-aero ehf. sem var stofnað 1985, síðan var nafninu breytt í Röðul ehf. árið 2000 og síðan nefndist það Sæheimar og alltaf er notuð sama kennitalan.
fyrirtækið Sæheimar ehf. rekur farþegabátinn Kóp HU2, sem var áður í farþegaflutningum frá Ísafirði, tekur 15 farþega, er með farþegaskýli með sætum, inniplássi í stefni og er mjög hraðskreiður. Báturinn var síðan seldur í júní 2003 til Botnssúlna ehf. Hvammsvík í Kjós 270 Mosfellsbæ.

Kvenfélag Engihlíðarhrepps (1941-2001)

  • HAH10016
  • Corporate body
  • 1941-2001

Kvenfélag Engihlíðarhrepps var stofnað 10. desember 1941 og hét þá Heimilisiðnaðarfélag Engihlíðarhrepps. Það var þó ekki fyrsta félag sinnar gerðar í sveitarfélaginu. Arið 1913 eða 1914 var stofnað Iðnfélag Engihlíðarhrepps sem síðar nefndist Heimilisiðnaðarfélag Engihlíðarhrepps og starfaði til 1932. Iðnfélag Engihlíðarhrepps var merkilegt félag á sinni tíð. Stofnandi þess og formaður alla tíð, var Guðríður Líndal á Holtastöðum. Alltof lítið er reyndar vitað um starfsemi þess þar sem gjörðabækur félagsins glötuðust í eldi árið 1947, þegar gamli bærinn í Vatnahverfi brann. Heimilisiðnaðarfélag Engihlíðarhrepps var í nokkur ár eina kvenfélagið í sýslunni. Af þeim fáu heimildum sem til eru um félagið sést að það hélt uppi töluverðri starfsemi, og var þar mest áhersla lögð á fjölbreyttan heimilisiðnað og þá aðallega tóvinnu. I Hlín 1920 segir að 4. júli 1920 hafi verið haldin héraðssýning á Blönduósi, fyrir áeggjan Iðnfélags Engihlíðarhrepps, sem hefur lifandi áhuga á iðnaðarmálum og hefur haldið tvær smásýningar árin áður.

Lionsklúbbur Blönduóss (1959-)

  • HAH10015
  • Corporate body
  • (1959-)

Lionsklúbbur Blönduóss var stofnaður 3. maí 1959 Stofnfélagar voru 11 menn.
Fyrsta stjórn klúbbsins skipuðu:
Hermann Þórarinsson, formaður
Haraldur Jónsson, ritari
Ólafur Sverrisson, gjaldkeri
Stofnendur urðu 21
Laugardaginn 10. október 1959 var svokallaður stofnskrárfundur klúbbsins. Í fundagerð segir orðrétt ,,Var þá slegið upp veislu mikilli á Hótelinu og kom margt gesta, flutt voru mörg ávörp og gjafir færðar klúbbnum, svo sem fánaborg, fundarhamar, fundarbjalla og gestabók. Síðan var farið út í Samkomuhús. Þar söng Árni Jónsson tenórsöngvari við undirleik Frits Weisshappels og Guðmundur Frímann las frumsamin ljóð, hvort tveggja við góðar undirtektir áheyrenda. Síðan var dansað af miklu fjöri fram eftir nóttu.“
Starfsemi Lionsklúbbs Blönduóss má skipta í fjóra þætti. Fyrst má telja regluleg funda- og nefndastörf. Í annan stað eru fjölþætt verkefni sem klúbburinn vinnur að á ári hverju ásamt nokkrum föstum verkefnum frá ári til árs. Þriðji þátturinn er fjáröflun til verkefnanna. Og sá fjórði er þátttaka í sameiginlegu starfi lionsumdæmisins á Íslandi, árlegum þingum þess og alþjóðlegri starfsemi lionshreyfingarinnar.
Helstu verkefni klúbbsins hafa verið:
• Gróðursetning trjáplantna í Hrútey 1960
• Veittur styrkur til byggingar sundlaugar.
• Hringsjá eða útsýnisskífa teiknuð af Jóni Víðis, sett upp á Háubrekku 1963
• Héraðshælið, kaup á ýmsum lækninga- og rannsóknatæki. Einnig sjónvörp og hljómflutningstæki.
• Sjúklingar styrktir til utanlandsferða vegna lækninga, en þá tóku tryggingar lítinn þátt í slíkum kostnaði. Stofnaður var styrktarsjóður til þessa 1967
• Tæki og vinnuaðstaða í kjallara Hnitbjarga að upphæð 2.5 milljónir, fyrir vistmenn 1979
• Gefinn vélsleði ásamt labb-rabb tæki til Hjálparsveitar Skáta.
• Kirkjan skreytt fyrir jólin, henni færðir kertastjakar úr silfri og máluð að utan,
• Félagsheimilið stutt í kaupum á konsertflygli, standsett fundarherbergi og húsið málað að utan.
• Á 100 ára afmæli Blönduóss, færði klúbburinn hreppnum málverk eftir Sveinbjörn Blöndal, málað af kauptúninu í tilefni þessara tímamóta.
• Dagheimilið fékk 1 milljón til leiktækjakaupa, þegar það var tekið í notkun.
• Ungmennafélagið á Blönduósi og Ungmennasamband Austur Húnvetninga hafa hlotið fjárupphæðir til styrktar íþrótta- og félagsstarfsemi.
• Þá hafa Lionsmenn sett upp hreppamerki um alla sýsluna, en sjálf merkin voru greidd af hreppunum.
• Í tilefni 25 ára afmælis klúbbsins hafa grunnskóli Blönduóss og á Húnavöllum fengið vonduð myndbandstæki og myndatökutæki.
• Árlegur viðburður að fara eins dags skemmtiferð á hverju sumri með vistmenn ellideildar Héraðshælisins og fleira aldrað fólk.
• Fjárlög til framangreindra verkefna og annarra smærri hefur klúbburinn aflað með ýmsum hætti.
Helst er að nefna:
• Árlega ljósaperusölu, blómasölu, stundum fisksölu, jólakortasölu ofl.
• Einnig hefur rækjuveiði og vinnsla gefið drýgstar tekjur frá árinu 1976
• Það hefur byggst á velvild og skilningi eigenda Rækjuvinnslunnar Særúnar og rækjubátanna og áhafna þeirra að þessi fjáröflunarleið hefur verið möguleg. (Húnavaka 1985, bls. 191-196)

Héraðshæli Austur Húnvetninga Blönduósi (1955-)

  • HAH10014
  • Corporate body
  • 31.12.1955

„Á árunum 1952 til 1955 var Héraðshælið á Blönduósi byggt. Var það sameiginlegt átak allra sýslubúa. Í þeirri stofnun er m.a. að finna dvalarheimili aldraðra fyrir 27 vistmenn, sjúkradeild fyrir 26 sjúklinga, sem jafnframt er langlegudeild fyrir sjúk gamalmenni, heilsugæslustöð, þjónustudeild og fleira . . .

Þetta stóra hús hefur aðeins verið í byggingu í 32 mánuði. Það kostar um 6 milljónir króna. Við það bætast allir innanstokksmunir og lækningaáhöld, sem áætlað er að kosti allt að einni milljón króna. Gjafir frá einstaklingum og félögum nema um 660 þús. kr. Hafa Húnvetningar sjálfir sýnt hið mesta örlæti gagn vart þessari heilbrigðisstofnun. Ríkissjóður mun greiða 2/3 hluta byggingakostnaðarins. Kemur þá í hlut Austur-Húnavatnssýslu að standa undir tveimur milljónum króna af honum.

Héraðshælið er 9 þús. rúmmetrar að stærð. Það er fjórar hæðir og kjallari. Stórar svalir eru á öllum hæðum og sjúkralyfta gengur frá kjallara til þakhæðar. Ennfremur er í húsinu matarlyfta frá eldhúsi til fjórðu hæðar. Geislahitun er í byggingunni og hreinlætistæki öll hin fullkomnustu. Í henni eru sjö baðherbergi og níu snyrtiklefar með salernum. Í kjallara eru kynditæki, frystir, rafstöð, geymslur, smíðahús: þvottahús og fleiri nauðsynlegar vistarverur. Er öllu mjög haganlega fyrir komið. Er hægt að aka sjúklingum beint inn að sjúkralyftu.

Á fyrstu hæð er m.a. íbúð aðstoðarlæknis, eldhús, búr, borðstofa starfsfólks, ráðskonuherbergi og líkhús. Á annari hæð er aðal anddyri hússins. Liggja upp að því breiðar tröppur. Yfir vængjahurðum anddyranna er áformað að setja skjaldarmerki Austur-Húnavatnssýslu, birnu með tvo húna. Á þessari hæð er biðstofa fyrir sjúklinga, skrifstofa, rannsóknarstofa, skiptistofa og slysastofa ásamt viðtalsstofu læknis. Þá er þar lesstofa yfirlæknis og íbúð hans, ljóslækningastofa, röntgenstofa, klefi fyrir nudd og rafmagnsmeðferð, dagstofa fyrir sjúklinga, sem hafa fótavist og íbúðir hjúkrunarkvenna.

Á þriðju hæð er aðalsjúkradeild hælisins. Eru þar fjórar fjórbýlisstofur, tvær þríbýlisitofur og fjórar tvíbýlisstofur. Ennfremur er þar sérstök fæðingarstofa. Í þessum herbergjum er rúm fyrir 31 sjúkling. Á þessari hæð er einnig rúmgóð skurðstofa búin hinum fullkomnustu tækjum, þar á meðal skurðstofulampa með níu kvikasilfursljósum. sem auðvelt er að hagræða, hvernig sem bezt hentar við skurðaðgerðir. Kvað Kolka læknir lampa þennan vera hið mesta þing og af nýjustu gerð. Var vissulega ánægjulegt að fylgjast með lýsingum hins ágæta og reynda skurðiæknis á tækjum og fyrirkomulagi skurðstofunnar, sem leikmenn hljóta að telja hið „allra helgasta" á sjúkrahúsi.

Á fjórðu og efstu hæð héraðshælisins er svo hjúkrunardeild fyrir rólfæra sjúklinga og gamalmenni. Eru þar 5 herbergi fyrir vistmenn, flest tveggja manna herbergi. Þar er því rúm fyrir 30—40 manns. Samtals tekur þvf héraðshælið 60—70 sjúklinga og gamalmenni. Hafa Austur-Húnvetningar sameinað hér á myndarlegan og merkilegan hátt rekstur fullkomins sjúkrahúss og notalegs elliheimilis. Á efstu hæðinni er einnig „baðstofa", sem er setustofa hjúkrunar- og elliheimilisdeildarinnar. Er hún stór og rúmgóð með glugg um móti austri, suðri og vestri. Stórt yfirbyggt sólskýli er fram af henni. Hefur gamla fólkið og sjúklingar deildarinnaí þarna hina ákjósanlegustu aðstöðu til þess að láta fara vel um sig.

Þetta fallega og fullkomna sjúkrahús og elliheimili AusturHúnvetninga er um ýmsa hluti sérstætt. Það hefur í raun og veru fremur á sér svip heimilis fólksins, sem dvelur þar en opinberrar stofnunar og sjúkrahúss. Okkur finnst athyglisvert að tjöldin fyrir gluggum íbúðarherbergjanna eru rósótt og veggir og loft eru máluð ýmsum litum, mjúkum og mildum. Þetta gefur húsakynnunum persónulegri og hlýlegri blæ en tíðkast á sjúkrastofum. Við heilsum upp á nokkra sjúklinga sem þarna liggja. Þeir taka brosandi á móti yfirlækni sínum og okkur, sem erum í fylgd með honum. Fólkinu hérna í Húnavatnssýslu þykir þegar vænt um Héraðshælið segir Kolka læknir. Það hefur unnið að stofnun þess af miklum áhuga og fórnfýsi. Þessi heilindismiðstöð og rekstur hennar verður merkur þáttur í lífi héraðsins."

Results 1 to 100 of 1161