Showing 10346 results

Authority record

Sólveig Fríða Einarsdóttir (1945) Ljósmóðir

  • HAH9446
  • Person
  • 21.08.1945

fæddist í Vestmannaeyjum 21. ágúst 1945.
Foreldrar hennar voru Einar Guttormsson yfirlæknir, f. 1901, d. 1985 og k.h. Margrét Kristín Pétursdóttir húsmóðir, f. 1914, d. 2001.
Maki (27. des. 1969, skildu): Viðar flugstjóri, f. 20. júní 1945, Hjálmtýs verkstjóra í Keflavík Jónssonar og Guðlaugar dömuklæðskera Jóhannesdóttur frá Seyðisfirði.
Börn: Örlygur, f. 22. febr. 1970; Guttormur Einar, f. 28. marz 1972; Tryggvi, f. 28. apríl 1977; Ingibjörg Elín, f. 14. marz 1985.
Barnsfaðir: Þorsteinn Eyjólfsson rafvirki, f. 29. des. 1937.
Barn: Birgir Eyjólfur, f. 15. apríl 1966.

Fríða stundaði ensku- og ritaranám í Englandi 1961. Hún lauk ljósmæðraprófi við Ljósmæðraskóla Íslands 26. sept. 1969.
Hún var ljósmóðir í Eyjum í 5 mán. 1971 og í 2 mán. 1980; var ljósmóðir við Fæðingaheimili Reykjavíkur 1973 – 1975, við mæðraskoðun í Kópavogi 1977 – 1979; Landspítalann júní 1981 – 1. maí 1982. Hjúkrunarstörf vann hún á Sólvangi í Hafnarfirði 1970-1971 og St. Jósefs spítala í Hafnarfirði 1977-1979; ljósmóðir á Fæðingaheimili Reykjavíkur til 1981, Landspítalanum 1981-1982, Fæðingaheimili Rvk 1983-1984. Hætti þá störfum vegna slyss. Vann síðan á Landspítalanum sumarið 1987.

Sigríður Sigfúsdóttir (1915-2003) Forsæludal

  • HAH9399
  • Person
  • 18. sept. 1915 - 30. jan. 2003

Sigríður var fædd að bænum Forsæludal. Foreldrar hennar voru Sigfús Jónasson bóndi og bókbindari í Forsæludal sem ættaður var frá Saurbæ í Vatnsdal og kona hans, Sigríður Ólafsdóttir en hún kenndi sig við Ólafshús á Blönduósi. Þau hjón eignuðust átta börn í þessari röð. Elst var Ingibjörg, hún er látin, Benedikt og Jónas, þeir eru látnir. Þá Sigríður, Sigfús og Ólafur, þeir eru látnir. Næst er Guðrún en yngst er Indíana. Sigríður ólst upp í Forsæludal hjá foreldrum sínum og systkinum í dalnum fallega sem hún unni. I Forsæludal snérist líf hennar um vinnuna heima. Hún bjó með systkinum sínum en frá árinu 1971-1979 félagsbúi við bróður sinn, Ólaf. Hún var ógift og barnlaus en í skjóli Sigríðar ólst upp Sigríður Ragnarsdóttir og einnig þau Sigríður Ivarsdóttir og Ólafur Bragason. Sigríður Sigfúsdóttir lét af búskap þegar systurdóttir hennar, Sigríður Ragnarsdóttir og hennar maður, Lúther Olgeirsson hófu búskap á jörðinni. Hjá þeim bjó hún áfram í Forsæludal. Áhugamál Sigríðar Sigfúsdóttur var búskapurinn heima. Einnig hafði hún gaman af bókalestri, kveðskap og vísnagerð.
Hún andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi þar sem hún hafði dvalið síðustu vikur lífs síns.

Sigurður Guðlaugsson (1902-1992) frá Hafurstöðum

  • HAH9349
  • Person
  • 12.01.1902-19.07.1992

Sigurður Guðlaugsson fæddist að Skúfi í Norðurárdal. Foreldrar hans voru Guðlaugur Guðmundsson og Arnbjörg Þorsteinsdóttir.
Fjölskyldan flutti síðar að Felli, og þaðan að Sæunnarstöðum á Hallárdal. Þar ólst Sigurður upp frá sjö ára aldri og fram á efri unglingsár er hann fór í vinnumennsku. Þau voru sjö systkinin sem upp komust. Eldri bræður Sigurðar voru Þorsteinn og Guðmundur, sem eru látnir, og yngsta systirin, Áslaug er einnig látin. Þau þrjú sem enn eru á lífi eru Sigurlaug í Asi er nú dvelur á sjúkrahúsinu á Blönduósi, Sigríður, sem býr í Hnitbjörgum á Blönduósi, en var lengst á Skagaströnd, og Ólafur, búsettur í Reykjavík. Árið 1930 bjó Sigurður á Ytra-Hóli sem leiguliði við hlið Björns Jónssonar, en á næsta ári eignaðist hann bæði konu og jörð. Hann kvæntist Auðbjörgu Albertsdóttur frá Neðstabæ í Norðurárdal og settust þau þar að og tóku við búinu afforeldrum Auðbjargar, sem voru áfram hjá þeim. Sigurður hafði kynnst lífsbaráttu leiguliðans í bernsku og ásetti sér snemma að vinna að því hörðum höndurn að geta eignast eigið bú. Eftir þrettán ár í Neðstabæ keyptu þau Hafursstaði og bjuggu þar í 28 ár, eða þar til Sigurður stóð á sjötugu. Þá brugðuþau búi og fluttust til Blönduóss. Á næstu 20 árum fann Siguröur margt að fást við. Um tíma hafði hann kindur. Hann veitti öðrum aðstoð við slátt og fleira. Einnig notfærði hann sér lagni sína og smíðaði ýmsa muni, spann líka hrosshár og bjó úr því nýtilega hluti til sölu og gjafa. Börn Sigurðar og Auðbjargar eru fimm. Elst er Hólmfríður Auðbjörg, sem er búsett í Hveragerði. Næstur er Albert Sveinbjörn á Blönduósi, kona hans er Svava Leifsdóttir. Hafþór Örn er einnig á Blöndnósi, kona hans er Ragnheiður Þorsteinsdóttir. Sigrún Björg býr í Eyjafirði, maður hennar er Hörður Kristinsson. Yngst er Bergþóra Hlíf á Blönduósi, maður hennar er Ólafur Þorsteinsson. Spor Sigurðar Guðlaugssonar urðu mörg. Níu áratugir eru að baki svo að margs er að minnast. Samferðamenn hafa verið margir, og þótt ýmsir séu horfnir á undan öldungnum standa eftir rninningar um góðan dreng sem rækti hlutverk sín af umhyggju og natni. Sigurður og Auðbjörg lilðu það að eiga 60 ára hjúskaparafmæli. Hann var styrkur heimilisfaðir, rnikill bóndi og náttúruunnandi. Hann hafði ákveðnar skoðanir, var glettinn og átti auðvelt með að sjá spaugilegu hliðar tilverunnar. Hann hafði gaman afmannamótum og naut þess að fá gesti, en aðaláhugamálið var landbúnaðurinn og honum fannst best að vera heima. Fjölskylduböndin voru sterk, og eins og börnin höfðu verið þiggjendur framan af ævi, endurguldu þau sem gefendur hin síðari ár. Sigurður Guðlaugsson var jarðsunginn frá Blönduósskirkju 25. júlí 1992.

Sigurður Benediktsson (1885-1974) Leifsstöðum í Svartárdal

  • HAH9250
  • Person
  • 11.11. 1885-02.06. 1974

Þann 2. júní andaðist Sigurður Benediktsson bóndi Leifsstöðum á H.A.H. á Blönduósi. Hann var fæddur 11. nóvember 1885 á Þorbrandsstöðum í Langadal. Foreldrar hans voru Benedikt Pétursson og Stefanía Sveinsdóttir.
Sigurður ólst upp með móður sinni til sex ára aldurs og þá um skeið í Valadal, en þá fer hann í fóstur til Guðmundar Sigurðssonar bónda og konu hans í Hvammi í Svartárdal. Þar ólst hann upp þar til hann varð fulltíða.
Árið 1909 flytur hann að Leifsstöðum sem leiguliði, en kaupir síðan jörðina og bjó þar allan sinn búskap.
Hann kvæntist Ingibjörgu Sigurðardóttur frá Torfustöðum, er andaðist 2. febr. 1957, þau eignuðust þessi börn:
Guðmund, kvæntan Sonju Wium.
Sigurð, er stofnað hefur heimili með Maríu Steingrímsdóttur.
Aðalstein, Björn og Sigurbjörgu, sem öll eru búsett á Leifsstöðum.
Guðrúnu, gifta Guðmundi Tryggvasyni bónda í Finnstungu.
Þóru, gifta Þorleifi Jóhannessyni bónda í Hvammi.
Önduð er Soffia, er gift var Ingva Guðnasyni, en þau voru búsett í Höfðakaupstað.
Fjögur börn þeirra hjóna önduðust í frumbernsku. Þá ólst upp með þeim hjónum, dóttursonur þeirra Hilmar Eydal Valgarðsson.
Sigurður Benediktsson var ötull maður að bjarga sér. Góður bóndi með sterka viðskiftahneigð. Hann ræktaði og byggði tvisvar upp bæ sinn, í seinna skiptið tvíbýlishús úr steini. Þá fékk Sigurður verzlunarleyfi og verzlaði með búsafurðir og flutti suður til sölu á haustin, en kom hlaðinn til baka af kaupstaðarvarningi.
Sigurður Benediktsson var mesti eljumaður, enda var hann jafnan vel stæður og hagur hans góður. Hann var prýðilega greindur og velviljaður.

Valdimar Jóhannesson (1933-1997) Helguhvammi

  • HAH9249
  • Person
  • 07.06.1933-26.05.1997

Valdimar Jóhannesson var fæddur í Helguhvammi á Vatnsnesi í V-Hún. 7. júní 1933. Hann varð bráðkvaddur 26. maí síðastliðinn.
Foreldrar hans voru hjónin Jóhannes Guðmundsson, bóndi, f. 30. sept. 1904, og Þorbjörg Marta Baldvinsdóttir, f. 10. nóv. 1897. Þau bjuggu allan sinn búskap í Helguhvammi. Bræður Valdimars eru Guðmundur, f. 4. júní 1934, kvæntur Helgu Magnúsdóttur, og Eggert, f. 31. ágúst 1939, kvæntur Auði Hauksdóttur. Fóstursystir hans er Halldóra Kristinsdóttir, gift Ólafi Þórhallssyni.
Eftirlifandi kona Valdimars er Guðrún Bjarnadóttir frá Hraðastöðum í Mosfellsdal, f. 25. april 1941. Þau eignuðust tvær dætur,
Þorbjörgu, f. 5. júní 1978, og Þuríði, f. 26. maí 1981.
Börn Guðrúnar frá fyrra hjónabandi eru þrjú:
Þorvaldur, f. 20. des. 1965,
Úlfhildur, f. 29. mars 1967, og
Jóhanna, f. 24. maí 1968.
Valdimar átti alla ævi heima í Helguhvammi. Hann ólst þar upp hjá foreldrum sínum og fór ungur að taka þátt í öllum störfum við búskapinn. Á unglingsárum vann hann ýmis störf utan heimilis. Var til dæmis við vertíðarstörf á Akranesi og vann á jarðýtum Búnaðarsambandsins. Starfsvettvangur hans var þó aðallega heima í Helguhvammi. Þar ráku þeir bræðurnir Valdimar og Guðmundur ásamt Jóhannesi föður sínum myndarlegt bú. Guðrún Bjarnadóttir kom að Helguhvammi árið 1976. Jóhannes lét upp úr því búið í hendur sona sinna og byggðu þau Valdimar og Guðrún þá fjótlega annað íbúðarhús á jörðinni. Þar hafa þau búið síðan með fólki sinu.
Fyrir nokkrum árum fór Valdimar að kenna nokkurs sjúkleika og þótti þá sýnt að hann þoldi illa erfiðið við bústörfin. Hætti hann þá búskap en hóf störf hjá Kaupfélaginu á Hvammstanga og þar starfaði hann til dauðadags.

Erla Dóris Halldórsdóttir (1956)

  • HAH8961
  • Person
  • 1956

Doktor í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2016. Hún lauk BA.-prófi í sagnfræði árið 1996 og MA.-prófi í sömu grein árið 2000. Erla Dóris er einnig hjúkrunarfræðingur, með sérmenntun í gjörgæsluhjúkrun. Rannsóknir Erlu Dórisar í sagnfræði hafa beinst að sögu heilbrigðisstétta, sjúkdóma, fæðingarhjálp, mæðradauða fyrr á öldum og sögu karla í ljósmæðrastörfum. Hún hefur haldið fyrirlestra um sögu læknis-og ljósmóðurfræði, holdsveiki, heilbrigði kvenna fyrr á öldum og barnsfarasótt. Hún hefur skrifað greinar meðal annars um sögu Ljósmæðrafélags Íslands, sögu barnsfarasóttar, um konur sem dóu í kjölfar barnsfæðinga í spænskuveikinni árið 1918 og mæðradauða í Skagafjarðarsýslu og Ísafjarðarsýslu á öldum áður.

Ögmundur Jónasson (1948) Alþingismaður

  • HAH8861
  • Person
  • 17.7.1948

Alþingismaður Reykvíkinga 1995–2003 (Alþýðubandalagið og óháðir, þingflokkur óháðra, Vinstrihreyfingin – grænt framboð), alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2003–2007, alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2007–2016 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Heilbrigðisráðherra 2009, dómsmála- og mannréttindaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 2010, innanríkisráðherra 2011–2013.

Formaður þingflokks óháðra 1998–1999. Formaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs 1999–2009.

Jón Torfi Jónasson (1947) Prófessor

  • HAH8860
  • Person
  • 9.6.1947

Jón Torfi Jónasson er prófessor emeritus í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann hefur fengist við rannsóknir á lestri og fjölmörgum þáttum menntunar og skólastarfs.
Rannsóknarsvið Jóns Torfa var í upphafi skynjun og lestur en síðar sneri hann sér að skrifum um skólastarf og menntun. Fyrst beindi hann sjónum sínum að notkun tölva í skólastarfi og fjarkennslu, síðan að þróun framhaldsskólans og rýndi þá sérstaklega í umfang og ástæður brottfalls nemenda. Hann hefur einnig fjallað um háskólamál og var meðal annars beðinn um að skrifa rit um áskoranir háskóla fyrir evrópsku samtökin, Observatory Magna Charta Universitatum á 20 ára afmæli þeirra árið 2008.
Jón Torfi hefur skrifað um leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla (bæði bók- og starfsnám), háskóla, fullorðinsfræðslu og símenntun, einkum hvað einkennir þróun þessara þátta menntunar í ljósi sögunnar, meðal annars í samanburði ólíkra skólakerfa. Árið 1985 var hann fenginn til að spá fyrir um þróun menntunar 25 ár fram í tímann og beinir enn sjónum sínum að því viðfangsefni, meðal annars hvernig kerfið ætti að bregðast við, og hefur bent á margvíslega (kerfis-) tregðu sem dregur úr eðlilegum breytingum í menntamálum.
Jón Torfi lauk BSc-prófi í eðlisfræði frá Edinborgarháskóla 1972, eftir að hafa lokið einu ári í sagnfræði, heimspeki og stjórnmálafræði við sama skóla. Hann lauk síðan MSc-prófi í tilraunasálfræði 1973 frá háskólanum í Sussex með áherslu á hugfræði (e. cognitive psychology) og doktorsprófi í sama fagi frá háskólanum í Reading á Englandi árið 1980.
Hann kenndi sálarfræði náms og hugsunar, aðferðafræði og síðan fjölmargar greinar menntavísinda frá 1977, fyrst sem stundakennari, síðan sem lektor, dósent og prófessor frá 1993. Hann var deildarforseti Félagsvísindadeildar HÍ 1995-2001 og forseti Menntavísindasviðs HÍ 2008-2013. Hann hefur gegnt formennsku í fjölmörgum nefndum á vegum Háskóla Íslands og menntamálaráðuneytis.

Valdimar Sigurgeirsson (1889-1967) Gunnfríðarstöðum

  • HAH8844
  • Person
  • 24.9.1889 - 15.1.1967

Bóndi á Brekku í Seyluhreppi, Selhaga á Skörðum og lengst á Gunnfríðarstöðum í Langadal. Var í Hamrakoti,Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi.

Valdimar Stefán Sigurgeirsson var fæddur að Miðsitju í Blönduhlíð í Skagafirði, 24. sept 1889. Valdimar var vinsæll maður, lundléttur og glaðvær, greiðasamur og góðlyndur. Hann var mikill skepnuvinur, einkum hafði hann yndi af hestum og þótti sérlega laginn tamningamaður. Hann var bókhneigður, minnugur og fróður um margt, sönghneigður og hafði lært að spila á orgel og mun hafa verið kirkjuorganisti í Skagafirði um skeið. Hann andaðist á héraðshælinu á Blönduósi 15. janúar

Gunnar Jósef Friðriksson (1921-2011) Reykjavík

  • HAH8841
  • Person
  • 12.5.1921-3.8.2011

Gunnar Jósef Friðriksson fæddist í Reykjavík 12. maí 1921. Hann lézt á Landakotsspítala 3. ágúst 2011.

Gunnar var sonur hjónanna Oddnýjar Jósefsdóttur, f. 1900 í Hausthúsum í Gerðahreppi, d. 1952, og Friðriks Gunnarssonar, f. 1889 á Hjalteyri, d. 1959.

Gunnar Jósef kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Elínu Margrethe Kaaber, 23. október 1943. Elín er fædd 20. janúar 1922 og er dóttir hjónanna Astrid Thomsen, f. 1884 í Færeyjum, d. 1928, og Ludvigs Kaaber, f. 1878 í Danmörku, d. 1941.

Börn Gunnars og Elínar eru Friðrik Gunnar, fæddur 1944, eiginkona María Helgadóttir, fædd 1949, Einar Ludvig, fæddur 1946, eiginkona Kristín Marie Sigurðsson, fædd 1948, Ragnar Jóhannes, fæddur 1947, eiginkona María Ingibergsdóttir, fædd 1949, Haukur Jón, fæddur 1949, Oddný María, fædd 1955, Gunnar Pétur, fæddur 1959, eiginkona Izabela Frank, fædd 1970, og Eríkur Knútur, fæddur 1961, eiginkona Inger Steinsson, fædd 1963. Barnabörnin eru 26, barnabarnabörnin eru 30 og barnabarnabarnabörnin eru tvö. Allir afkomendur þeirra eru á lífi.

Mjög ungur fór Gunnar í sveit og dvaldi þá í Íragerði við Stokkseyri. Hann stundaði nám við Landakotsskóla, þá í klausturskóla í Belgíu og útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands 1939. Friðrik, faðir Gunnars, hafði þá stofnað Ásgarð, sem framleiddi sápu og smjörlíki. Gunnar tók við sápugerðinni og byggði upp sápuverksmiðjuna Frigg, sem hann veitti forstöðu allan sinn starfsferil. Að auki kom hann að öðrum fyrirtækjum. Hann var í undirbúningsnefndinni að Álverinu í Straumsvík og síðan í stjórn þess. Hann kom að Glitni, Sigurplasti, Hampiðjunni, Skeljungi og fleiri fyrirtækjum. Hann var í fyrirsvari fyrir sýningarnefnd Íslands frá upphafi og veitti skála Norðurlandanna forstöðu í Kanada 1967 og átti þátt í stofnun bjartsýnisverðlauna Bröstes.

Þá var hann um tíma formaður Félags íslenzkra iðnrekenda, Vinnuveitendasambandsins, bankaráðs Iðnaðarbankans, Lífeyrissjóðs verksmiðjufólks, Sambands almennra lífeyrissjóða, ráðgjafanefndar EFTA og fleiri stofnana.

Ætt Gunnars er elsta kaþólska ættin á Íslandi eftir siðaskipti, en Gunnar Einarsson afi hans fór með Nonna, Jóni Sveinssyni, til náms í Frakklandi og tók þar upp kaþólskan sið. Gunnar Jósef gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir kirkjuna og fór fyrir móttökunefndinni í tilefni af komu Jóhannesar Páls páfa II 1989. Hann var Mölturiddari í allmörg ár og elstur þeirra á Norðurlöndum þegar hann féll frá.

Gunnar og Elín höfðu yndi af ferðalögum um Ísland og vandfundinn er sá blettur sem þau hafa ekki augum litið. Laxveiði var stunduð af kappi í góðum félagsskap vina sem nú eru flestir horfnir. Ferðalög erlendis voru mörg og farið víða, en Kanaríeyjar voru í miklu uppáhaldi til fjölda ára. Viðurkenningar sem Gunnar hlaut voru: Riddarakross hinnar íslenzku fálkaorðu, Hin hvíta rós Finnlands og viðurkenning páfa: Riddari af orðu Gregoríusar mikla.

Margrét Jónsdóttir (1912-2004) frá Fjalli í Kolbeinsdal

  • HAH8840
  • Person
  • 10.6.1912-23.4.2004

Jónína Margrét Jónsdóttir fæddist á Kaldrana á Skaga 10. júní 1912. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Skagafjarðar 23. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Klemensson frá Höfnum á Skaga, f. 1883, d. 1935, og Guðrún Ólöf Sigurðardóttir frá Ósbrekku, Ólafsfirði, f. 1883, d. 1972. Systkini Margrétar voru Klemensína Guðný, f. 1908, d. 1966 og Árni Svanberg, f. 1919, d. 1957.

Árið 1936, giftist Margrét, Víglundi Péturssyni, bónda og verkamanni, úr Svarfaðardal, f. 9.12. 1908, d. 1986. Sonur Margrétar og Víglundar er Pétur Símon Víglundsson tæknifulltrúi hjá Vinnueftirlitinu á Sauðárkróki, f. 28.8. 1937, kona hans er Anna Sigríður Hróðmarsdóttir mynd- og leirlistakona, f. 7.2. 1941. Þau eru búsett í Lundi í Varmahlíð. Fríða Ólafsdóttir, f. 1933, dóttir Guðnýjar systur Margrétar ólst upp hjá Margréti og Víglundi frá fimm ára aldri til þrettán ára aldurs. Leit Margrét alltaf á hana sem fósturdóttur sína. Fríða er gift Guðmundi Matthíassyni, f. 1932. Þau eru búsett á Ísafirði.

Pétur eignaðist fimm börn með fyrri konu sinni, Rögnu Efemíu Guðmundsdóttur, f. 23. 11.1938. Þau eru: 1) Guðmundur Svanberg, f. 1956, kvæntur Elísabetu Guðmundsdóttur, f. 1958, búsett í Mosfellsbæ. Þeirra börn eru; Sólveig Ragna, f. 1982, Gunnhildur Edda, f. 1984 og Guðmundur Smári, f. 1990. Auk þeirra á Guðmundur, Hugrúnu Helgu, f. 1977, með fyrri konu sinni Margréti Stefánsdóttur, f. 1955. Hugrún Helga er í sambúð með Arinbirni Þórarinssyni, f. 1974 og eiga þau soninn Elmar Atla, f. 2001. 2) Margrét Björg, f. 1957, gift Björgvini M. Guðmundssyni, f. 1954, búsett á Sauðárkróki. Þeirra börn eru: Katrín Eva, f. 1977, gift Stefáni, f. Jónssyni, f. 1972, þau eiga tvö börn; Kristófer Fannar, f. 1995 og Jónínu Margréti, f. 2002, Efemía Hrönn, f. 1982, Stefanía Fanney, f. 1985 og Viktor Sigvaldi, f. 1985. 3) Víglundur Rúnar, f. 1959, kvæntur Hafdísi E. Stefánsdóttur, f. 1959, búsett í Varmahlíð. Þeirra börn eru: Pétur Fannberg, f. 1983 og Ellen Ösp, f. 1987. 4) Sólborg Alda, f. 1962, gift Hallgrími H. Gunnarssyni, f. 1947, búsett í Mosfellsbæ. Þeirra dóttir er Brynhildur, f. 1995. 5) Ragnar Pétur, f. 1971, búsettur í Reykjavík. Börn hans og fyrrverandi konu hans Dóru Ingibjargar Valgarðsdóttur, f. 1972 eru; Margrét Petra, f. 1993, Halla Sigríður, f. 1999 og Haukur Steinn, f. 2001.

Margrét var í vist frá fimmtán ára aldri á Harrastöðum á Skagaströnd til 1931. Hún var síðan á Hólum í Hjaltadal í fimm ár, fyrst sem nemandi en síðan sem vinnukona. Þar kynntist hún eiginmanni sínum. Eftir það stundaði hún búskap og ýmis störf. Margrét og Víglundur bjuggu lengst af á Fjalli í Kolbeinsdal í Skagafirði og í Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit. Þau fluttu til Akureyrar 1958 en þegar Víglundur lést flutti hún til Sauðárkróks. Síðustu þrjú æviárin dvaldi hún á Heilbrigðisstofnun Skagafjarðar. Margrét var góðum skáldagáfum gædd og eftir hana hafa birst ljóð, sögur og frásagnir í blöðum og tímaritum undir skáldanafninu Margrét Jónsdóttir frá Fjalli.

Ingimar Jónsson (1937) Akureyri

  • HAH8511
  • Person
  • 19.12.1937 -

Ingimar er fæddur á Akureyri

  1. des. 1937. Hann er sonur Jóns
    Ingimarssonar, formanns Iðju,
    félags verksmiðjufólks á Akreyri,
    og skrifstofustjóra félagsins, og
    Gefnar Geirdaí.
    Ingimar tók gagnfræðapróf á
    Akureyri og hélt til náms i
    íþróttakennaraskóla Islands, þar
    sem hann útskrifaðist iþróttakennari 1958. Arið eftir hélt hann
    til A-Þýskalands i iþróttaháskóla
    i Leipzig, DHfK skólann. Þaðan
    lauk hann diplom iþróttakennaraprófi 1964 og byrjaði siðan i
    sérnámi til undirbúnings doktorsritgerðar. Doktorsritgerðina
    varði Ingimar i mars 1968. Eftir að Ingimar kom heim 1968
    hóf hann að kenna við Kennaraskóla Islands og siðar Kennaraháskólann. Þar kenndi hann allt
    til ársins 1977. Ingimar var formaður Iþróttakennarafélags Islands frá 1971-
    1977 og ritstýrir málgagni félagsins, sem nefnist Iþróttamál. 1976
    kom út alfræðibók um iþróttir i
    alfræðisafni Menningarsjóðs og
    sú bók er eftir Ingimar, reyndar
    tvö bindi.
    Hann skrifaði einnig bókina Átökin um ólimpíuleikana í Moskvu 1980 árið 2020 á Bókarkápu segir "Ólympíuleikarnir í Moskvu árið 1980 eru þeir umdeildustu sem haldnir hafa verið. Stjórnmálamenn og fjölmiðlar, einkum á Vesturlöndum, nýttu sér leikana til að fordæma stjórnvöld og skort á mannréttindum í Sovétríkjunum. Eftir innrás sovéska hersins í Afganistan í árslok 1979 kröfðust bandarísk stjórnvöld þess að leikarnir yrðu hunsaðir, þeir haldnir í öðru landi eða þeim aflýst. Um tíma voru leikarnir og ólympíuhreyfingin í verulegri hættu. Margar þjóðir hunsuðu leikana eða höfðu í frammi ýmis mótmæli á leikunum sjálfum. Á Íslandi var hart deilt um leikana og þátttöku Íslendinga í þeim.
    Í bókinni eru þessi átök um leikana í Moskvu rakin ítarlega."

Gunnhildur Erla Þórmundsdóttir (1930-2020) Blönduósi

  • HAH8084
  • Person
  • 3.6.1930-24.7.2020

Gunnhildur Erla Þórmundsdóttir fæddist í Reykjavík 3.6.1930. Hún andaðist á Ljósheimum á Selfossi 24. júlí 2020. Foreldrar hennar voru Þórmundur Guðmundsson, f. 27.10. 1905, d. 25.2. 1991 og Vilborg Jónsdóttir, f. 24.11. 1924, d. 28.2. 1983. Systkini hennar voru Þórunn Þórmundsdóttir, f. 30.4. 1928, d. 21.1. 1949. Gunnar Þórmundsson, f. 30.7. 1929, d. 26.1. 1930. Þórmundur Þórmundsson, f. 5.12. 1932, d. 4.11. 2009. Fyrri maki Gunnhildar var Skúli Jakobsson Bergstað, f. 7.7. 1918, d. 17.11. 1963. Börn þeirra eru 1) Jakob Þór Skúlason, f. 14.7. 1947, maki: Pála Þrúður Jakobsdóttir, f. 25.4. 1948, d. 25.8. 2008. Þau skildu. Börn þeirra eru Skúli Jakobsson, f. 5.8. 1967. Kristinn Jakobsson, f. 11.6.1969. Sambýliskona Jakobs er Jóhanna Bryndís Hallgrímsdóttir, f. 15.11.1949. Hennar börn eru Hallgrímur Ingi Þorláksson, f. 19.5. 1968, Þorvaldur Þorláksson, f. 23.9. 1972. 2) Þórmundur Skúlason, f. 27.5. 1951, maki: Sólborg Rósa Hjálmarsdóttir, f. 29.6. 1957, d. 25.7. 2016. Börn þeirra eru Gunnhildur Erla Þórmundsdóttir, f. 14.12. 1982, Birna Hjördís Þórmundsdóttir, f. 28.6. 1985. Skúli Már Þórmundsson, f. 3.6. 1991. Barn Sólborgar Rósu er Hulda Hákonardóttir, f. 5.1. 1980. 3) Vilberg Skúlason, f. 11.3. 1957, maki: Guðlaug Skúladóttir, f. 14.1. 1955. Börn þeirra eru Arnór Brynjar Vilbergsson, f. 6.1. 1975, Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, f. 3.8. 1979. Skúli Steinn Vilbergsson, f. 7.4. 1984. Seinni maki Gunnhildar var Bjarni Eyvindsson, f. 3.5. 1920, d. 9.11. 2007. Börn Bjarna eru: Eyvindur, f. 5.10. 1949, maki: Þórdís Magnúsdóttir, f. 2.7. 1950. Kjartan, f. 18.5. 1951, maki: Sigfríður Inga Wíium, f. 1.1. 1951, Rakel Móna, f. 16.12. 1954, maki: Ármann Ægir Magnússon, f. 19.5. 1952, Gréta Mjöll, f. 10.10. 1958, maki: Björn Rafnar Björnsson, f. 16.4. 1958, Ingvar, f. 5.2. 1960, maki: Hrafnhildur Loftsdóttir, f. 14.4. 1966, Svanur, f. 4.3. 1965, maki: Gunnhildur Gestsdóttir, f. 26.5. 1965.
Gunnhildur fæddist í Reykjavík en fluttist ung með foreldrum sínum á Selfoss. Hún stundaði nám í Barnaskóla Selfoss og seinna í Kvennaskólanum á Blönduósi eftir að hún flutti þangað. Gunnhildur giftist Skúla Jakobssyni mjólkurfræðingi og bjuggu þau fyrstu árin í Reykjavík en fluttu á Blönduós árið 1949. Þau byggðu sér fallegt heimili á Húnabraut 34 og framtíðin blasti við þeim þegar Skúli féll frá 1963. Gunnhildur flytur á Selfoss í framhaldinu á sínar æskustöðvar. Hún starfaði hjá KÁ og lengst í apótekinu. Seinni maður hennar var Bjarni Eyvindsson byggingameistari og bjuggu þau í Hveragerði. Vinnustaður Gunnhildar í Hveragerði var NLFÍ. Gunnhildur var mikil félagsmálamanneskja, Sontaklúbburinn og Skátastarfið sem hafði fylgt henni alla ævi voru hennar helstu áhugamál ásamt kvennabaráttu allri og sat hún í stjórn Sunnlenskra kvenna um árabil. Gunnhildur var mikil hannyrðakona og komu mörg listaverkin frá henni allt til síðasta dags.
Útförin fer fram frá Hveragerðiskirkju í dag, 12. ágúst 2020, klukkan 13. Vegna aðstæðna í samfélaginu er athöfnin einungis fyrir allra nánustu. Streymt verður frá athöfninni. www.facebook.com/hveragerdiskirkja

Ingibjörg Guðjónsdóttir (1923-1979) Hvammi, Undirfellssókn

  • HAH7894
  • Person
  • 25.5.1923 - 28.8.1979

Ingibjörg Guðjónsdóttir 25. maí 1923 - 28. ágúst 1979. Var í Hvammi, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Húsmóðir, síðast bús. í Reykjavík. Efri-Gerðum í Garði. Kvsk á Blönduósi 1942-1943.

Eggert Guðjónsson (1927-1953) frá Marðarnúpi

  • HAH7342
  • Person
  • 15. nóvember 1927 - 10. maí 1953

Eggert Guðjónsson 15. nóvember 1927 - 10. maí 1953. Vinnumaður á Marðarnúpi. Var í Hvammi, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Ókvæntur.
Drukknaði í Vatnsdalsá

Sigríður Jónsdóttir (1906-1997) Garði

  • HAH7227
  • Person

Sigríður Jónsdóttir fæddist á Siglufirði 1.6. 1906. Hún lést á heimili sínu, Garði í Mývatnssveit, 1. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Kristvinsson og Guðný Anna Jónsdóttir og hjá þeim ólst Sigríður upp, í Blöndudalshólum til 1913, í Mýrarkoti, Laxárdal, A-Hún. til 1921 en þá fer fjölskyldan að Vatnsleysu í Skagafirði. Þaðan fer Sigríður í vistir og síðast til læknishjónanna á Kópaskeri, Jóns Árnasonar frá Garði í Mývatnssveit og Valgerðar Sveinsdóttur frá Felli í Sléttuhlíð. Þar kynnist hún verðandi eiginmanni sínum, Halldóri bróður Jóns, og fer til hans að Garði, þar ganga þau í hjónaband í júní 1928. Systkini hennar eru Soffía, f. 1910; Helga Lovísa, f. 1912, ekkja eftir Arnþór Árnason frá Garði; Hólmfríður, f. 1917, ekkja eftir Berg Guðmundsson; Guðrún f. 1919, ekkja eftir Árna Jósefsson; Jens Jóhannes f. 1921, kvæntur Sólveigu Ásbjarnardóttur; Róar, f. 1923, kvæntur Konkordíu Rósmundsdóttur: Jón Jakob f. 1925, d. 1988, kvæntur Málfríði Geirsdóttur. Halldór Árnason, eiginmaður Sigríðar, f. 12.7. 1898 d. 28.7. 1979, var bóndi í Garði í Mývatnssveit. Hann var sonur Árna Jónssonar bónda í Garði, og k.h., Guðbjargar Stefánsdóttur húsfreyju frá Haganesi. Börn Sigríðar og Halldórs eru Valgerður Guðrún f. 1929, búsett í Reykjavík, gift Kristjáni Sigurðssyni lækni og eru börn þeirra Hildur, Halldór, Sigurður, Hjalti og Guðrún Þura; Anna Guðný, f. 1930, búsett í Keflavík en sonur hennar er Ásþór Guðmundsson; Árni Arngarður, f. 1934, bóndi í Garði, kvæntur Guðbjörgu Eyjólfsdóttur og eru börn þeirra Eyjólfur, Sigríður, Helga Þuríður og Halldór; Guðbjörg, f. 1940, búsett í Reykjavík en börn hennar og Einars Péturssonar eru Pétur Heimir og Guðný Ingibjörg; Hólmfríður, f. 1945, búsett á Selfossi, gift Guðmundi Laugdal Jónssyni bílasmið og eru börn þeirra Aðalheiður og Árni; Arnþrúður, f. 1947, búsett í Reykjavík, gift Jóni Albert Kristinssyni bakarameistara og eru börn þeirra Steinþór, Dýrleif og Sigríður. Sigríður átti þrjátíu og eitt langömmubarn og tvö langalangömmubörn en afkomendur hennar eru því fimmtíu og sex talsins. Sigríður var elst átta systkina. Útför Sigríðar fer fram frá Skútustaðakirkju í dadg og hefst athöfnin klukkan 14.

Ingibjörg Eyfells (1895-1977) Handavinnukennari

  • HAH6004
  • Person
  • 4. des. 1895 - 24. feb. 1977

Handavinnukennari og verslunarkona. Húsfreyja á Skólavörðustíg 4 b, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.

Valgerður Ágústsdóttir (1923-2022) Geitaskarði

  • HAH5959
  • Person
  • 27.04.1923-31.01.2022

Sigurlaug Valgerður Ágústsdóttir fæddist á Hofi í Vatnsdal 27. apríl 1923. Hún lést á HSN á Blönduósi 31. janúar 2022. Foreldrar hennar voru hjónin Ingunn Hallgrímsdóttir og Ágúst Böðvar Jónsson, bændur á Hofi

Jónas Vermundsson (1905-1979) Pálmalundi

  • HAH5841
  • Person
  • 18.06.1905-25.08.1979

Jónas Vermundsson, Blönduósi, andaðist 25. ágúst á Héraðshælinu.
Hann var fæddur 18. júní 1905 í Kollugerði á Skagaströnd. Foreldrar
hans voru Vermundur Guðmundsson, bóndi þar og kona hans Arnfríður Sigurðardóttir. Hann ólst upp hjá móður sinni er var víða í
vistum í héraðinu. Voru systkini hans mörg og eru tvær hálfsystur
hans á lífi. Faðir hans Vermundur varð úti í mannskaðaveðrinu mikla
í febrúar 1925.
Jónas vandist allri algengri sveitavinnu í æsku, eins og títt var um
fátæka unglinga á þeim árum.
Þann 4. maí 1939 gekk hann að eiga Torfhildi Þorsteinsdóttur frá
Austurhlíð í Blöndudal. Hófu þau búskap að Aralæk í Þingi, en fluttu
árið 1942 til Blönduóss, þar sem heimili hans var til dauðadags. Allt
frá tvítugsaldri vann hann að vegagerð innan héraðs og var veghefilsstjóri um 36 ára skeið, meðan heilsa og kraftar entust. Síðustu ár
æfi sinnar var hann starfsmaður í áhaldahúsi Vegagerðar ríkisins á
Blönduósi.
Þau hjón eignuðust einn son: Sigurgeir Þór, en hann er bifreiðarstjóri á Blönduósi, kvæntur Guðrúnu Pálsdóttur frá Hafnarfirði.
Torfhildur var gift áður og reyndistJónas fjórum sonum hennar mjög
vel.
Jónas tók um árabil mikinn þátt í félagsstörfum verkstjóra. Hann
var um langt skeið í stjórn Verkstjórafélags Skagafjarðar- og Húnavatnssýslna, en árið 1966 var hann kjörinn heiðursfélagi félagsins, fyrir
langt og gott starf í þágu þess.
Með Jónasi Vermundssyni er horfinn á braut góður félagi, vinsæll
og glaður á góðri stund.
Útför hans fór fram frá Blönduóskirkju 1. september

Sigurður Pálsson (1925-2022) Sviðningi

  • HAH5028
  • Person
  • 20.7.1925 - 16.7.2022

Var á Björgum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var í Króksseli, Skagahr., A-Hún. 1957.
Bóndi og sjómaður á Sviðningi í Skagabyggð, síðar sundlaugarstarfsmaður og verkamaður á Blönduósi. Var á Björgum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var í Króksseli, Skagahr., A-Hún. 1957.

Ólafía Klemensdóttir (1870-1967) hjúkrunarkona

  • HAH3487
  • Person
  • 14.11.1870-21.02.1967

Ólafía Ingibjörg Klemensdóttir 14. nóv. 1870 - 21. feb. 1967. Var í Austursaltvík, Brautarholtssókn, Kjós. 1880. Vinnukona í Reykjavík 1910. Hjúkrunarkona á Spítalastíg 2 b, Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík.

Lionsklúbbur Skagastrandar (1960)

  • HAH1081
  • Corporate body
  • 1960

Lionsklúbbur Höfðakaupstaðar nú Skagaströnd var stofnaður 1960.
Fyrsti formaður var Páll Jónsson fyrrv. skólastjóri. Hefur klúbburinn starfað að ýmsum menningarmálum til gagns og heilla byggðinni. Hann hefur fengið jólatré frá Noregi á hverju ári og gefið skólanum sjónprófunartæki.

Búnaðarfélag Engihlíðarhrepps (1884)

  • HAH10138
  • Corporate body
  • 1884

Félagið var stofnað árið 1884 og voru stofnfélagar:
Árni Á. Þorkelsson, Frímann Björnsson, Jósafat Jónatansson, þeir mynduðu undirbúningsstjórn, Eggert Eggertsson, Halldór Konráðsson, Einar Þorkelsson, Árni Hannesson og Jón Stefánsson. Stofnfundurinn var haldinn í þinghúsi hreppsins, sem þá var í Engihlíð. Þeim Árna, Frímanni og Jósafat var falið að semja lög fyrir félagið, og var frumvarp þeirra samþykkt með litlum breytingum á næsta fundi félagsins, sem haldinn var 26. apríl sama ár. Á þeim fundi var jafnframt kosin formleg stjórn:
Forseti, Árni Á. Þorkelsson, skrifari, Jósafat Jónatansson, féhirðir, Frímann Björnsson, allir með 7 atkvæðum.
Formenn félagsins frá upphafi voru:
Árni Á. Þorkelsson 1884-1902. 1903-1906.
Stefán Eiríksson á Refsstöðum 1902-1903.
Jónatan Líndal 1906-1933.
Hilmar Frímannsson 1933-1960.
Sigurður Þorbjarnarson 1960-1962.
Jakob Sigurjónsson í Glaumbæ 1962-1969.
Valgarður Hilmarsson 1969-1973.
Árni Jónsson 1973-1983.
Ágúst Sigurðsson 1983-
Komið var á fót félagsræktun á Neðri-Lækjardalsmelum árið 1979. Starfsvettvangur félagsins hefur verið viðfeðmur og margbreytilegur. Ljóst er að Búnaðarfélag Engihlíðarhrepps hefur markað greinileg og varanleg spor í búnaðarsögu sveitarinnar.

Byggingarfulltrúi Skagafjarðar og Austur Húnavatnssýslu (1959)

  • HAH10137
  • Corporate body
  • 1959

Starf byggingarfulltrúa fyrir Norðurland vestra hefst árið 1959 ráðinn er Ingvar Gígjar Jónsson og starfar hann til ársins 1986.
Aðstoðarmaður er ráðinn til embættisins á árunum 1973-1975, ekki alveg vitað hvaða ár og er það
Guðmundur Karlsson, húsasmíðameistari og bóndi á Mýrum í Hrútafirði.

Eftirlits- og fóðurbirgðafélag Engihlíðarhrepps (1931)

  • HAH10136
  • Corporate body
  • 1931

Félagið heitir Eftirlits- og fóðurbirgðafélag Engihlíðarhrepps og nær yfir allan Engihlíðarhrepp í Austur Húnavatnssýslu. Félagið er stofnað samkvæmt heimild í lögum um búfjárrækt, nr. 32, 8. september 1931, IV. kafla og starfa samkvæmt þeim.
Tilgangur félagsins er:
Að koma í veg fyrir fóðurskort á félagssvæðinu.
Að rannsaka hvernig fóðrun búpenings sé hagkvæmust og færa hana í það horf.
Að koma á samvinnu um kaup eða framleiðslu kjarnfóðurs, eftir því sem félaginu þykir henta.
Félaginu stýrir þriggja manna stjórn, tveir kosnir af aðalfundi félagsins en einn af hreppsnefnd.

Tónlistarskóli Austur Húnvetninga (1971)

  • HAH10135
  • Corporate body
  • 1971

Tónlistarskóli Austur Húnavatnssýslu var stofnaður árið 1971 og kennsla hófst um haustið. Kennslustaðir urðu strax þrír, Blönduós, Húnavellir og Skagaströnd.
Í fyrstu var ráðinn einn kennari við skólann og stundarkennari. Nú starfa fimm kennarar í fullu starfi.
Í fyrstu var skólinn rekinn af sveitarfélögunum að 1/3, Tónlistarfélaginu að 1/3 og skólagjöldum að 1/3 en nú er skólinn rekinn af Byggðasamlagi um tónlistarskóla.

Kiwanisklúbburinn Borgir (1978)

  • HAH10134
  • Corporate body
  • 1978

Kiwanisklúbburinn Borgir var stofnaður 25. nóvember 1978 og eru félagar 46 talsins

Ungmennafélagið Húnar Torfalækjarhreppi (1952)

  • HAH10133
  • Corporate body
  • 1952

Ungmennafélagið Húnar var stofnað á fundi á Torfalæk 2. nóvember 1952. Í fyrstu stjórn voru kosnir:
Pálmi Jónsson Akri, formaður
Stefán A. Jónsson Kagaðarhóli, ritari
Erlendur Eysteinsson Stóru-Giljá, gjaldkeri
Varamenn:
Kristófer Kristjánsson Köldukinn, varaformaður
Óskar Sigurfinnsson Meðalheimi
Ingibjörg Eysteinsdóttir Beinakeldu
Stofnendur félagsins voru í upphafi 20 manns en fjölgaði með árunum. Lög félagsins voru samþykkt á fundi 14. desember 1952.

Orkustofnun (1967)

  • HAH10132
  • Corporate body
  • 1967

Um miðjan sjöunda áratuginn þótti tímabært að taka raforkulögin frá 1946 til endurskoðunar. Kom þar hvorttveggja til að með stofnun Landsvirkjunar hafði breyst mjög sú stefnumörkun sem fólst í raforkulögunum og svo hitt að hjá embætti raforkumálastjóra fór þá orðið fram mun veigameiri og víðfeðmari starfsemi en fjallað er um í þeim lögum. Hin nýju orkulög nr. 58/1967 tóku gildi 1. júlí 1967. Jakob Gíslason sat í nefnd þeirri sem endurskoðaði lögin og hafði þar veigamikil áhrif. Endurskoðuninni lauk 1966.
Í orkulögunum er fjallað bæði um vinnslu raforku og jarðhita; um rafveitur og hitaveitur og um jarðboranir. Sérstakur kafli er þar um Rafmagnsveitur ríkisins, núna RARIK. Embætti raforkumálstjóra var lagt niður, en ný stofnun, Orkustofnun, tók við hlutverki embættisins, öðru en umsjón með rekstri Rafmagnsveitna ríkisins, sem voru gerðar að sjálfstæðri stofnun. Jakob Gíslason var skipaður orkumálastjóri um leið og lögin tóku gildi.
Í orkulögunum er Orkustofnun falið að hafa með höndum rekstur Jarðborana ríkisins og Jarðvarmaveitna ríkisins, sem urðu til við stofnun Kísiliðjunnar við Mývatn, en bæði þessi fyrirtæki voru rekin sem svokölluð B-hluta fyrirtæki undir yfirstjórn Orkustofnunar uns Jarðboranir hf. voru stofnsettar í febrúar 1986 og Jarðvarmaveitur lagðar niður í árslok 1986. Þá var Rafmagnseftirlit ríkisins í umsjá orkumálastjóra allt til ársins 1979 en þá var það endanlega gert að sjálfstæðri stofnun.
Samkvæmt lögunum tók Orkusjóður við öllum eigum Raforkusjóðs og Jarðhitasjóðs.

Veiðifélagið Veiðikló (1974)

  • HAH10131
  • Corporate body
  • 1974

Veiðifélagið var stofnað á Blönduósi 7.febrúar 1974 og var kosin bráðabirgðastjórn og hlutu kosningu þeir:
Ólafur Sigfússon og Valur Snorrason. Félagsmenn urðu 18 talsins svo vitað sé.

Hnitbjörg dvalarheimili aldraðra (1980)

  • HAH10130
  • Corporate body
  • 1980

Laugardaginn 1. mars var haldin vígsluhátíð í fyrri áfanga dvalarheimilis aldraðra á Blönduósi. Fyrri áfanginn er 2 hæðir og kjallari og í honum eru 10 íbúðir, 50 fm, ætlaður hjónum.
Hverri íbúð fylgir 6 fm geymslupláss í kjallara en þar er einnig samkomusalur og föndurherbergi, auk þvottaherbergis. „Það er ætlunin að föndurherbergið verði notað fyrir alla þá á
þessum aldri á Blönduósi og nágrenni sem óska eftir því”, sagði Sigursteinn Guðmundsson, yfirlæknir á Blönduósi, í samtali við Tímann.
„Framkvæmdir við byggingu dvalarheimilisins hófust 1975, en fyrstu íbúarnir fluttust inn 21. des. 1979 og húsið var fullskipað í janúar 1980. Arkitektastofan sf. (Ormar Þ. Guðmundsson og Örnólfur Hall) hönnuðu húsið, verktakar voru Fjarhitun hf. Rafteikning hf og verktakar frá Blönduósi”. Í seinni áfanganum verða íbúðir fyrir einstaklinga en í 4 af
10 fyrstu íbúðunum er þannig gengið frá hlutunum að 2 einstaklingar geta búið í þeim með því að deila með sér eldhúsi”. Húsinu var gefið nafn á vígsluhátíðinni og var það skírt Hnitbjörg.
Bætt

Heilbrigðisstofnun Norðurlands Blönduós (2014)

  • HAH10129
  • Corporate body
  • 2014

Heilbrigðisstofnun Norðurlands tók til starfa þann 1. október 2014 við sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi annarra en Sjúkrahússins á Akureyri og nokkurra hjúkrunar- og dvalarheimila. Heilbrigðisstofnun Norðurlands veitir heilsugæsluþjónustu, sjúkrahúsþjónustu auk öldrunarþjónustu í formi hjúkrunar- og dvalarrýma.
Áður fyrr um áramótin 1955-1956 var hið nýja hús tekið í notkun og hét stofnunin þá Héraðshæli Austur-Húnvetninga. Þar var veitt öll almenn læknisþjónusta og m.a. rekin bæði skurðdeild og fæðingardeild. Þar var einnig hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Í húsinu voru einnig nokkrar íbúðir fyrir starfsmenn. Í seinni tíð hafa þær aðallega verið nýttar fyrir afleysingafólk. Lengstum hefur sú starfsemi sem fram fer í húsinu verið tvískipt rekstrarlega og kallast Sjúkrahús Austur-Húnvetninga og Heilsugæslan á Blönduósi. Við þessar aðstæður hefur rekstur skipst á tvö viðfangsefni í fjárlögum og sérstakt stjórnkerfi verið yfir hvorri stofnun um sig. Árið 1998 voru þessar tvær stofnanir sameinaðar í Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi.

Ungmennasamband Austur-Húnvetninga (1912)

  • HAH10128
  • Corporate body
  • 1912

Sambandið heitir Ungmennasamband Austur-Húnvetninga, skammstafað USAH. Sambandssvæðið er Austur-Húnavatnssýsla. Heimili þess og varnarþing er á Blönduósi.
Ungmennasamband Austur-Húnvetninga USAH var stofnað 30.mars 1912.
Hlutverk USAH er að stjórna sameiginlegum íþrótta- og æskulýðsmálum aðildarfélaganna. Sambandið annast samstarf um íþrótta- og æskulýðsmál við sveitar- og bæjarstjórnir og aðra opinbera aðila innan héraðs, varðveitir og skiptir milli félaganna því fé sem til þess hefur verið veitt í því skyni, og aðstoða við skipulag, undirbúning og framkvæmd íþróttamóta og æskulýðsviðburða í héraðinu. USAH hefur frumkvæði um eflingu íþrótta- og æskulýðsstarfs innan héraðs, staðfestir lög/lagabreytingar aðildarfélaga, heldur utan um staðfest lög félaga, - og fylgist með því að starfsemi aðildarfélaga fari fram skv. gildandi lögum þeirra og íþróttahreyfingarinnar í heild. Í því skyni skal USAH hafa fullan aðgang að bókhaldi og fylgiskjölum aðildarfélaga sinna og ef ástæða þykir til getur stjórn USAH tilnefnt sérstakan skoðunarmann reikninga fyrir aðildarfélag og fyrirskipað ítarlega rannsókn á fjárreiðum viðkomandi félags.
Rétt til aðildar að sambandinu hafa öll ungmenna- og íþróttafélög á svæðinu enda séu lög þeirra í samræmi við lög UMFÍ og ÍSÍ.

Húnavallaskóli (1969)

  • HAH10127
  • Corporate body
  • 1969

Húnavallaskóli stendur við Reykjabraut. Skólinn þjónar íbúum Húnavatnshrepps, bygging skólahússins hófst sumarið 1965, skólinn var svo settur í fyrsta sinn þann 28. október 1969 og formlega vígður 7. nóvember 1970. Upphaflega var skólinn rekinn sem heimavistarskóli, heimavist var lögð niður í áföngum á árunum 1980 til 1982. Síðan þá hefur verið um heimaakstur nemenda að ræða. Nemendafjöldi við skólann hefur orðið mestur um það bil 180. Skólastjóri er Sigríður Aadnegard.

Hólaneskirkja (1928)

  • HAH10126
  • Corporate body
  • 1928

Skóflustunga að núverandi Hólaneskirkju var tekin af sr. Pétri Þ. Ingjaldssyni árið 1979 en hann var sóknarprestur á Skagaströnd frá 1941 til ársins 1981. Bygging kirkjunnar stóð með nokkrum hléum fram til ársins 1991.
Kirkja hefur líklega verið á Skagaströnd frá því um 1200. Hún stóð við rætur Spákonufells ofan kauptúnsins og nefndist Spákonufellskirkja. Staðurinn er kenndur við Þórdísi spákonu sem þar bjó til forna og getið er um í nokkrum Íslendingasögum. Kirkjan var bændakirkja allt til ársins 1919 er hún komst í eigu safnaðarins. Síðasta kirkjan á Spákonufelli var timburkirkja sem byggð var 1852 og stóð til 1928. Kirkjugarður hefur frá upphafi kirkjuhalds verið á Spákonufelli.
Árið 1928 var ný kirkja vígð í kauptúninu sjálfu og nefndist hún Hólaneskirkja og dregur nafn af nesi því sem hún stendur rétt ofan við. Þessi kirkja var steinkirkja og teiknuð af Guðjóni Samúelssyni. Hún var sóknarkirkja Skagstrendinga til 1991 er ný kirkja hafði verið reist rétt framan við þá gömlu sem var þá rifin.

Krabbameinsfélag Austur Húnavatnssýslu (1968)

  • HAH10125
  • Corporate body
  • 1968

Krabbameinsfélag Austur-Húnavatnssýslu var stofnað 2. nóvember 1968 og eru félagsmenn 200 talsins. Á hverju ári veitir félagið styrki til að létta undir með þeim sem greinst hafa með krabbamein. Formaður stjórnar félagsins er Sveinfríður Sigurpálsdóttir.
Stjórn kosin á aðalfundi 2. maí 2018

Formaður: Sveinfríður Sigurpálsdóttir, Brekkubyggð 11, 540 Blönduósi, S: 452 4528 og 862 4528, sveinfridur@simnet.is
Ritari: Kristín Rós Sigurðardóttir, Tindum, 541 Blönduósi
Gjaldkeri: Péturína L. Jakobsdóttir, Hólabraut 9, 545 Skagaströnd
Meðstjórnandi: Viktoría Erlendsdóttir, Árbraut 18, 540 Blönduósi
Meðstjórnandi: Margrét Einarsdóttir, Árbraut 12, 540 Blönduósi

Ungmennafélagið Hvöt (1924)

  • HAH10122
  • Corporate body
  • 1924

Um fyrsta ungmennafélagið á Blönduósi er lítið vitað. Þó er kunnugt að vorin 1909 og 1910 er kennt sund á Blönduósi og þá er starfandi Umf. Blönduóss er byggði sundpoll til sundkennslu. Arið 1912 er það starfandi og sendir fulltrúa á stofnfund USAH, en gerist ekki sambandsfélagi vegna ágreinings, hvorki þá né síöar. Árið 1915 og 1916 var Umf. Dagsbrún á Blönduósi í sambandinu en hvarf brátt úr sögunni.
Fyrsta færsla í fundargerðarbók Ungmennafélagsins Hvatar hljóðar svo: „Sunnudaginn 16. nóvember 1924 komu nokkrir menn saman á fund í sýslubókasafnsstofunni á Blönduósi og ræddu þar um félagsstofnun. Eftir litlar umræður var í einu hljóði samþykkt að stofna ungmennafélag með stefnuskrá U.M.F.I. Þá var samþykkt að kjósa 3ja manna nefnd til þess að semja lög fyrir félagið og leggja þau fyrir stofnfund, sem ákveðið var að halda föstudaginn 21. s. m. I nefndina voru kosnir: Steingrímur Davíðsson,Jón Kristófersson og Hermann Víðdal." Föstudaginn 21. nóvember 1924 var síðan stofnfundur félagsins þar sem farið var yfir lög þess og kosið í fyrstu stjórn. í aðalstjórn voru kosin: Steingrímur Davíðsson, formaður, Rannveig Líndal, ritari og Jón Kristófersson, féhirðir. Í varastjórn: Halldór Björnsson, Hermann Víðdal og Klemens Þorleifsson. Á fyrsta fundinum voru jafnframt kosnir menn sem endurskoðendur félagsins og í verkefnanefnd næsta fundar.
Um 1950 eignaðist ungmennafélagið eigið merki. Einari Evensen, sem genginn var í félagið, fannst mikið vanta að ekki væri til merki fyrir félagið. Teiknaði hann merkið sem ennþá er notað.
Formannatal Umf. Hvatar 1924 -1994

  1. 1924-1927 Steingrímur Davíðsson
  2. 1927-1929 Karl Helgason
  3. 1929-1934 Tómas R. Jónsson.
  4. 1934-1935 Stefán Þorkelsson
  5. 1935-1938 Tómas R. Jónsson
  6. 1938-1939 Karl Helgason
  7. 1939-1940 Jóna Kristófersdóttir
  8. 1940 Þórður Pálsson
    Félagið var ekki starfandi 1945 -1948.
  9. 1948-1949 Jóhann Baldurs
  10. 1949-1954 Snorri Arnfinnsson
  11. 1954-1955 Nína ísberg
  12. 1955-1960 Ottó Finnsson
  13. 1960-1962 Guðmundur Theodórsson
  14. 1962-1967 Valur Snorrason
  15. 1967-1968 Baldur Valgeirsson
  16. 1968-1969 Kolbrún Zophoníasdóttir
  17. 1969-1970 Baldvin Kristjánsson
  18. 1970-1972 Jón Örn Berndsen
  19. 1972-1976 Valur Snorrason
  20. 1976-1978 Páll Ingþór Kristinsson
  21. 1978- 1979 Jóhannes Fossdal
  22. 1979- 1983 Björn Sigurbjörnsson
  23. 1983-1985 Pétur Arnar Pétursson
  24. 1985-1986 Stefán Logi Haraldsson
  25. 1986-1987 Baldur Reynisson
  26. 1987-1990 Baldur Daníelsson
  27. 1990-1992 Inga Birna Tryggvadóttir
  28. 1992-1994 Stefán Hafsteinsson
  29. 1994 Þórólfur Óli Aadnegard

Kjörstjórn Blönduóss- og Engihlíðarhrepps (2002)

  • HAH10121
  • Corporate body
  • 2002

Yfirkjörstjórn Blönduóss- og Engihlíðarhrepps eftir sameiningu árið 2002, tók til starfa og undirbjó sveitarstjórnarkosningar er fram fóru 25. maí 2002.
Kjörstjórn skipa:
Ragnar Ingi Tómasson
Haukur Ásgeirsson
Gunnar Sig. Sigurðsson

Höfðaskóli (1958)

  • HAH10116
  • Corporate body
  • 1958

Saga skólahalds á Skagaströnd nær allt aftur á síðustu öld. Þá var farkennsla við lýði og svo var einnig fyrstu fjóra áratugi þessarar aldar. Kennslan var þá allt frá 2-3 vikum og upp í 2-3 mánuði á ári. Kennslustaðirnir voru margir allt til ársins 1922 að keypt var sérstakt húsnæði undir skólann í kauptúninu. Var það hús úr steinsteypu, byggt árið 1912 sem verslunarhús og stóð á Hólanesi við sjóinn. Þar var kennt til ársins 1958. Kennslustofur voru tvær.
Árið 1939 varð kauptúnið að sjálfstæðu sveitarfélagi og það sama haust var komið á fót ,,fastaskóla”. Fyrsta skólaárið, 1939-1940, var kennt frá 17. október til 10. maí, alls 135 daga. Nemendur voru þá samtals 46 í 2 bekkjardeildum. Einn kennari starfaði við skólann, Páll Jónsson, og var hann jafnframt skólastjóri.Eftir því sem fólki fjölgaði í kauptúninu óx nemendafjöldinn smátt og smátt, fleiri deildir komu til og kennurum fjölgaði. Kennt var 6 daga vikunnar og var það gert allt til ársins 1973. Skólinn var tvísetinn og þrengsli mikil, sérstaklega eftir að unglingadeild var bætt við árið 1948. Því var brugðið á það ráð að byggja nýtt skólahús og var það tekið í notkun 2. nóvember 1958. Þá voru 117 nemendur í 7 bekkjardeildum. Hins vegar voru kennslustofur aðeins 4 og því skólinn áfram tvísetinn.
Nemendum hélt áfram að fjölga fram yfir 1960 og náði hámarki, um 150, skólaárið 1963-1964. Vegna slæms árferðis á sjötta og sjöunda áratugnum fækkaði aftur í kauptúninu og þar með nemendum sem urðu fæstir, rúmlega 100, skólaárið 1971-1972. Þá fór þeim aftur að fjölga, með betri tíð og blómum í haga, og voru nemendur að meðaltali um 140 á níunda áratugnum. Síðan hefur leiðin legið aftur niður á við og skólaárið 2011-2012 voru nemendur alls 100.
Árið 1982 var tekin í notkun ný viðbygging við skólann og batnaði þá hagur hans töluvert er ýmsar sérgreinastofur og bókasafn bættust við. Nýtt íþróttahús var svo tekið í notkun 14. mars 1998. Í því eru einnig þrjár kennslustofur og þá var loksins hægt að einsetja skólann að fullu en það var gert þá um haustið.
Fjöldi kennara var nokkuð jafn fram yfir 1970, eða um 4-6. Með lengingu skólans, fleiri vikustundum og minni kennsluskyldu hefur þeim fjölgað jafnt og þétt síðan og nú eru 13 stöðugildi í kennslu við skólann. Af kennurum starfaði Elínborg Jónsdóttir lengst, fyrst sem fastur kennari frá 1945-1985 og síðan sem bókavörður og stundakennari í tíu ár í viðbót, alls hálfa öld. Þá hefur Ólafur Bernódusson kennt við skólann frá árinu 1972, að undanskildu einu orlofsári og einu ári þegar hann ætlaði sér að hætta að kenna. Ólafur hefur því starfað við skólann í 43 ár.
Skólastjórar Höfðaskóla
Páll Jónsson frá 1939-1966
Jón Pálsson frá 1966-1973
Jóhanna Kristjánsdóttir frá 1973-1974
Jón Pálsson frá 1974-1986
Páll Leó Jónsson frá 1986-1991
Ingibergur Guðmundsson frá 1991-2001
Stella Kristjánsdóttir frá 2001-2002
Ingibergur Guðmundsson frá 2002-2005
Hildur Ingólfsdóttir frá 2005-2014
Vera Valgarðsdóttir frá 2014-2019
Sara Diljá Hjálmarsdóttir frá 2019-
Í upphafi var nafn skólans: Barnaskólinn í Höfðakaupstað, síðar Barna- og unglingaskólinn í Höfðakaupstað en svo var ákveðið að gefa skólanum sérstakt nafn og hlaut hann þá nafnið Höfðaskóli.

Búnaðarbanki, útibú Blönduósi (1963-2003)

  • HAH10115
  • Corporate body
  • 1963-2003

Útibú Búnaðarbankans á Blönduósi var stofnað árið 1963 og á vordögum 2003 varð sú breyting á rekstri Búnaðarbankans að hann sameinaðist Kaupþingi og heitir nú Kaupþing Búnaðarbanki hf. eða KB banki. Bankinn er þar með kominn í tölu 10 stærstu banka á Norðurlöndum og eru starfsstöðvar í níu löndum utan íslands.

Íslandsbanki, útibú Blönduósi (1986-2002)

  • HAH10114
  • Corporate body
  • 1986-2002

Útibú Íslandsbanka á Blönduósi var stofnað árið 1986 og starfaði allt þar til að undirritaður var samningur um kaup Búnaðarbanka Íslands á útibúi Íslandsbanka á Blönduósi. Samningurinn var gerður með fyrirvara um samþykki bankaráða. Tók Búnaðarbankinn við rekstri útibúsins hinn 1.september 2002.

Trefjaplast hf. (1962-1991)

  • HAH10113
  • Corporate body
  • 1962-1990

Trefjaplast hf. var stofnað 1962, hætti starfsemi 1990.

Kór Blönduósskirkju (1945)

  • HAH10112
  • Corporate body
  • 26.06.1945

Sigurður Birkis söngmálastjóri boðaði til fundar þirðjudaginn 26. júní 1945, með söngfólki Blönduósskirkju, í þeim tilgangi að stofna félagsbundinn kirkjukór.
Var það samþykkt samhljóða og fyrsta stjórn kórsins er:
Kristinn Magnússon, gjaldkeri
Þuríður Sæmundsen, ritari
Margrét Jónsdóttir
Sigurgeir Magnússon
Karl Helgason, formaður
Stofnendur félagsins voru 18, þar af 16 virkir söngmenn. En organisti og söngstjóri var nýráðinn Þorsteinn Jónsson í stað Karls Helgasonar, er hafði verið með reglulegar æfingar síðastliðin 10 ár.

Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu (1966)

  • HAH10111
  • Corporate body
  • 1966

Héraðsskjalasafn Austur–Húnavatnssýslu var formlega stofnað með bréfi þjóðskjalavarðar dags. 5.des. 1966 en í raun var farið að safna skjölum þegar lögin um héraðsskjalasöfn tóku gildi, en þau voru nr. 7 frá l2. feb. l947. Nú gilda lög um Þjóðskjalasafn Íslands nr. 66 frá 27. júní 1985, 12. - 16. gr., fjalla um héraðsskjalasöfn. Það var sýslunefnd Austur-Húnavatnssýslu, sem hafði forgöngu um að stofna safnið og veitti fjárframlög til þess og síðar arftaki sýslunefndarinnar, héraðsnefnd Austur - Húnavatnssýslu frá og með árinu 1989 - 2010 en þá var hún lögð niður.

Skjalasafnið er til húsa að Hnjúkabyggð 30. Aðstaðan samanstendur af einni skrifstofu og lessal ásamt geymslu fyrir gögn og myndir sem afhentar hafa verið til varðveislu.

Skjalasafnið heyrir undir stjórn Byggðarsamlags atvinnu- og menningarmála.
Hana skipa:
Halldór Ólafsson, Skagaströnd, formaður og meðstjórnendur
Guðmundur Haukur Jakobsson, Blönduósi,
Magnús Björnsson, Syðra-Hóli
Ragnhildur Haraldsdóttir, Húnavatnshrepp,
Valdimar O. Hermannsson, Blönduósi, framkvæmdastjóri nefndarinnar.
Skjalavörður er Svala Runólfsdóttir.

En safnið er ekki bara skjalasafn heldur hefur það tekið á móti og varðveitt ljósmyndir, málverk o.fl. Þegar Páll V.G. Kolka gaf út árið 1950 bókina Föðurtún, sem er héraðslýsing og ættasaga Húnvetninga, safnaði hann miklu af myndum til bókarinnar og fékk þær ýmist gefins eða að láni. Lánsmyndunum var skilað, en hann varðveitti hinar og þegar hann fór úr héraðinu afhenti hann Lionsklúbbi Blönduóss myndirnar til varðveislu.
Þá þegar höfðu nokkrar bæst við og margir vissu um þetta myndasafn. Og reyndin varð sú að fólk kom með eða sendi myndir hvaðanæva af landinu og einnig vestan frá Norður-Ameríku.

Það kom því svona af sjálfu sér, að Héraðsskjalasafnið tók myndasafnið að sér. Nú eru í safninu á annan tug þúsunda mynda af fólki, atburðum, mannvirkjum og landslagsmyndum með eða án bygginga. Allar þessar myndir hafa verið skráðar og velflestar verið settar á tölvuskrá og eru varðveittar á þann veg, sem nútíma þekking telur bestan.

Safnið hvetur Húnvetninga og alla aðra, sem eiga myndir af fólki eða atburðum tengdum Húnvetningum eða Húnavatnssýslu að senda safninu þær til varðveislu öldnum og óbornum kynslóðum til gleði og ánægju. Þeir sem taka við af okkar kynslóð geta alltaf sótt um grisjun til Þjóðskjalasafnsins.
Þá hefir safnið tekið til geymslu málverk, teikningar o.fl., sem það vill að verði varðveitt þar uns varanlegur samastaður fæst heima í héraði, sem þá yrði vísir að listasafni.
Ennfremur hefir safninu verið afhentir gripir, sem ætlaðir eru væntanlegu muna og minjasafni, sem stofnað verður með tíð og tíma.

Héraðsskjalaverðir frá stofnun skjalasafnsins:
Pétur B. Ólason 1966-1979
Þórhildur Ísberg 1979-2000
Þórarinn Torfason 2001-2003
Kolbrún Zophoniasdóttir 2005-2006
Svala Runólfsdóttir 2006-

Félagsheimilið Húnaver (1957)

  • HAH10110
  • Corporate body
  • 1957

Félagsheimilið Húnaver er staðsett á mótum Svartárdals og Langadals þar sem þjóðvegur 1 liggur upp Vatnsskarð. Húnaver var vígt 1957.
Í Húnaveri er boðið upp á margvíslega þjónustu við ferðamenn. Einnig er við Húnaver mjög góð tjaldstæði með rafmagni og snyrtingum.
Rekstraraðili Húnvers er Hagur verk.
Símanúmer Húnavers eru 452-7110 og netfang hunaverbb@gmail.com
Fulltrúar Húnavatnshrepps í Hússtjórn Húnavers:
Aðalmenn:
Jón Gíslason, Stóra-Búrfelli
Magnús Sigurjónsson
Ragnhildur Haraldsdóttir
Varamenn:
Jóhanna Magnúsdóttir
Maríanna Þorgrímsdóttir
Óskar Eyvindur Óskarsson
Að auki eiga sæti í Hússtjórn Húnavers, fulltrúar frá Búnaðarfélagi Bólstaðarhlíðarhrepps, Ungmennafélagi Bólstaðarhlíðarhrepps og Kvenfélagi Bólstaðarhlíðarhrepps.

Húnaver félagsheimili

  • HAH10110
  • Corporate body
  • 1957 -

Þegar ungmennafélagið var stofnað var húsakostur til samkomuhalds í sveitinni næsta ófullkominn. Þinghúsið í Bólstaðarhlíð var lítið og víðs Ijarri að svara þcim kröfum, sem sýnt var að framtíðin mundi gera til slíkra bygginga.

Voru á þeim árum uppi í sveitinni ýmsar ráðagerðir um stækkun hússins og breytingar. En aðrir vildu byggja nýtt hús og voru ungmennafélagar yfirleitt í þeim flokki. Varð þetta mál Fljótt ofarlega á baugi hjá félaginu, en löng bið varð á raunhæfum aðgerðum. Á sínum fyrstu árum byggði félagið hesthús austan við þinghúsið í Bólstaðarhlíð og afhenti sveitinni að gjöf, svo að menn gætu hýst hesta sína, er þeir kæmu til mannfunda. Var þetta töluvert átak af ungu félagi með lítinn sjóð, þó að breyttir tímar hafi gert þessa Framkvæmd lítils virði. Nokkru fyrir 1950 voru sett lög um félagsheimilasjóð, er miðuðu að þvi að ríkið greiddi 40% kostnaðar við félagsheimilabyggingar. Það varð til þess að mörg sveitarfélög fóru að hraða frambúðarlausn sinna samkomumála. Harðnaði nú áróðurinn fyrir byggingu félagsheimilis í sveitinni um allan helming og voru ungmennafélagar þar framarlega í flokki.

Í nóvember 1951 komu fulltrúar frá Bólstaðarhlíðarhreppi og þremur félögum saman á fund og undirrituðu samvinnusamning um byggingu félagsheimilis. Var Bólstaðarhlíðarhreppur með 1/6 eignarhluta í heimilinu, en U.M.E.B., kvenfélagið og búnaðarfélagið með 1/6 hvert. Framkvæmdir við félagsheimilisbygginguna hófust sumarið 1952 og vorið 1957 var þeim lokið, húsið vígt og gefið nafnið Húnaver.

Alls greiddi U.M.F.B. kr. 150 þús. sem framlag til byggingarinnar, en kostnaður alls var um 2 millj. kr. Ekki þarf að fara í grafgötur með hvaða átak þetta var fyrir fámenna og frekar harðbýla sveit. Ekki var af gildum sjóðum að státa, hvorki hjá sveitarfélaginu sjálfu né einstökum félögum. Það sem gerði gæfumuninn, var samhugur sveitarbúa sjálfra. Þeir vildu skapa félagsstarfsemi sinni starfhæfan grundvöll og kusu þess vegna að leggja á sig nokkrar byrðar, svo að takmarkið mætti nást. Þótt margir haldi því fram og vafalaust stundum með réttu, að félagsheimilin séu tvíeggjað vopn í menningarsókn sveitanna, eru þau ómótmælanlega undirstaða allrar nútíma félagsstarfsemi. Hitt er svo annað mál að margt mætti betur fara í skemmtanalífi nútímans, en afturhvarf til liðins tíma er óhugsandi. Á þessu sviði sem öðru er þýðingarlaust að berjast gegn sinni eigin samtíð. Því aðeins er hægt að hafa áhrif á gang málanna að menn geri sér grein fyrir hvert straumurinn liggur. Síðan Húnaver var reist hefur verið gerður íþrótta- og skeiðvöllur í nágrenni þess í félagi við Hestamannafélagið Óðin.

Samband Austur-Húnvetnskra kvenna (1928)

  • HAH10109
  • Corporate body
  • 1928

Laugardaginn 12.maí 1928 voru mættir til fundar á Blönduósi fulltrúar frá sex kvenfélögum. Félögin og fulltrúarnir voru:
Kvenfélag Bólstaðarhlíðarhrepps, Ingibjörg Stefánsdóttir Gili.
Heimilisiðanarfélagi Engihlíðarhrepps, Guðríður Líndal Holtastöðum.
Kvenfélagið Vaka Blönduósi, Jóhanna Hemmert Blönduósi.
Kvenfélagið Vonin Torfalækjarhreppi, Ingibjörg Björnsdóttir Torfalæk.
Kvenfélag Sveinsstaðahrepps, Steinunn Jósepsdóttir Hnjúki.
Kvenfélag Vatnsdæla, Rannveig Stefánsdóttir Flögu.
Á fundinum var Samband Austur-Húnventskra kvenna stofnað og samþykkt lög, sem Guðríður á Holtastöðum hafði tekið saman. Skyldi aðaltilgangur sambandsins vera: ,,að efla samstarf og samúð meðal kvenna á félagssvæðinu“, eins og segir í lögunum.
Fyrstu stjórnina skipuðu þessar konur:
Guðríður Líndal, formaður
Jóhanna Hemmert, gjaldkeri
Rannveig H. Líndal ritari.
Fyrsta málið, sem Sambandið afgreiddi, var stofnun styrktarsjóðs fyrir ekkjur og einstæðar mæður.
Sambandið hefur staðið fyrir saumanámskeiðum og réðu konu til starfa við garðyrkju í héraðinu.Ýmislegt annað hafði Sambandið með að gera en of langt mál að telja allt upp en hægt að lesa um það í Húnaþingi I bls.283-296.

Skagstrendingafélagið í Reykjavík (1977-2016)

  • HAH10108
  • Corporate body
  • 1977-2016

Átthagafélag brottfluttra Skagstrendinga úr Vindhælishreppi hinum forna. Stofnað 1977 að talið er og hélt dansleiki og átthagamót allt til 2005. Ekki var áhugi fyrir áframhaldandi starfsemi félagsins og var því slitið 2016 og gögnin afhent á Héraðsskjalasafn Austur Húnavatnssýslu 2018.

Skátafélagið Bjarmi (1938)

  • HAH10107
  • Corporate body
  • 1938

Skátastarf mun hafa hafist á Blönduósi 8. ágúst 1938 og hefur haldist síðan með mislöngum hléum. Síðasti uppgangstíminn hófst 1992 er farið var að þjálfa ungt fólk til foringjastarfa. Stofnaðir voru tveir flokkar á Blönduósi og aðrir tveir á Húnavöllum. Skátarnir störfuðu undir kjörorði skátahreyfingarinnar, „Ávallt viðbúinn".
Starfsemin gekk upp og ofan næstu árin og féllu flokkarnir á Húnavöllum niður svo og allt ylfingastarf. Þegar árið 1996 gekk í garð urðu fundirnir í skátaheimilinu að Blöndubyggð 3 ekki margir því að heimilið skemmdist alvarlega af völdum vatns. Æfðar voru trönubyggingar uppi á Brekku en þar risu margir fínir turnar með rólum og öðru tílheyrandi.
Fermingaskeytasalan hefur verið árlegur viðburður í skátastarfinu og er stærsta fjáröflun félagsins. Í þetta sinn voru umsvifin aðeins minni en oft áður. Skátarnir voru aðeins með skeytasölu er tilheyrði börnum er fermdust í Blönduósskirkju. Eftir fermingar hófst undirbúningur Bjarmafélaga á eitt stærsta skátamót sem haldið hefur verið hér á landi. Um var að ræða Landsmót skáta að Úlfljótsvatni. Landsmótið hófst sunnudaginn 21. júlí með hefðbundnum hætti og stóð yfir í rúma viku. Rammi mótsins var A víkingaslóð og þar var margt gert í anda víkinganna. Sem dæmi má nefna, gönguferðir, vatnasafari og varðeldar. Heimsókn fengum við frá þáverandi forseta, Vigdísi Finnbogadóttur og Landhelgisgæsluþyrlan TF-LÍF sýndi okkur björgunartilþrif. Á mótinu voru um 3.000 skátar, bæði innlendir og erlendir. Reistar voru stórar tjaldbúðir á sex torgum. Þar voru margir háir og stæðilegir turnar er stóðu með blaktandi fánum. Mótinu lauk síðan 28. júlí og héldu Bjarmafélagar heim, sælir og glaðir eftir vel heppnað landsmót. Núverandi stjórn Skátafélagsins Bjarma skipa: Ingvi Þór Guðjónsson félagsforingi, Róbert Lee Evensen sveitaforingi, Kristín Júlíusdóttír gjaldkeri, Charlotta Evensen ritari, Kristján Guðmundsson og Þórmundur Skúlason meðstjórnendur.

Veiðifélag Blöndu og Svartár (1976)

  • HAH10106
  • Corporate body
  • 1976

Veiðifélag Blöndu og Svartár verður til með samþykkt 14. maí 1976, en stofnað formlega 31. maí 1977.

Sölufélag Austur Húnavatnssýslu (1960)

  • HAH10105
  • Corporate body
  • 1960

Sölufélag Austur Húnavatnssýslu varð til árið 1960, en hét áður Sláturfélag Austur Húnavatnssýslu og stofnað 27.febrúar 1908.

Enghlíðingabrautarfélag (1927)

  • HAH10104
  • Corporate body
  • 1927

Félagið sennilega stofnað 1927 en í fundagerðarbók félagsins frá 1927 er ekki stofnfundur þannig að kannski er til eldri gögn. Engihlíðar- og Vindhælishreppur stofnuðu félag sem sjá átti um vegamál hreppanna, s.s. Refsborgarsveitar, Laxárdals og Langadals.

Skagabyggð (2002)

  • HAH10103
  • Corporate body
  • 2002

Skagabyggð er sveitarfélag á vestanverðum Skaga. Það varð til 25. maí 2002 við sameiningu Skagahrepps og Vindhælishrepps. Aðalatvinnuvegir eru sjávarútvegur og landbúnaður. Gildandi aðalskipulag er frá 2010-2030.

Blönduósbær (1988-2022)

  • HAH10102
  • Corporate body
  • 1988

Blönduós er bæjarfélag á Norðvesturlandi, við ósa Blöndu, eins og nafnið bendir til. Byggðin á Blönduósi stendur í kvos undir bröttum marbökkum, báðum megin Blöndu, og eru bakkarnir víðast um 40 m háir. Bærinn er byggður í landi jarðanna Hjaltabakka og Hnjúka, vestan ár (eða sunnan ár, eins og heimamenn segja) og Ennis austan (norðan) ár. Þjóðvegur 1 liggur í gegnum Blönduós.
Bærinn var upphaflega í tveimur sveitarfélögum, byggðin sunnan ár tilheyrði Torfalækjarhreppi en norðan ár Engihlíðarhreppi, en árið 1914 var Torfalækjarhreppi skipt og byggðin sunnan ár varð að sérstökum hreppi, Blönduóshreppi. Þann 1. febrúar 1936 var byggðin norðan ár svo sameinuð afganginum af kauptúninu. Kaupstaðarréttindi fékk hann 4. júlí 1988 og kallaðist þá Blönduósbær og hélst það nafn áfram við sameiningu við Engihlíðarhrepp 9. júní 2002. Nafnið breyttist í Húnabyggð við sameiningu við Húnavatnshrepp 2022.

Vörubifreiðastjórafélagið Neisti (1955)

  • HAH10101
  • Corporate body
  • 1955

Félagið var stofnað árið 1955 en hefði áður verið hluti af verkalýðsfélagi Húnavatnssýslu.
Fyrsta stjórn:
Páll Stefánsson formaður
Svavar Pálsson gjaldkeri
Zophonías Zophoníasson ritari
Í varastjórn voru kosnir:
Árni Sigurðsson og Kristján Snorrason

Þroskahjálp Skagafjarðar- og Húnavatnssýslu (1990)

  • HAH10100
  • Corporate body
  • 1990

Félagið Þroskahjálp á Norðurlandskjördæmi vestra var stofnað laugardaginn 28.októrber 1990. Stofnfélagar voru 27 talsins.
Í stjórn voru:
Ásta B. Þorsteinsdóttir, Guðmundur Ragnarsson, Hörður Sigþórsson, Jóhann Ingi Gunnarsson, Margrét Ríkharðsdóttir, Egill Pálsson, Svanfríður Larsen og Aldís Rögnvaldsdóttir.
Tilgangur félagsins er að berjast fyrir réttindum og vinna að málefnum þroskaheftra og tryggja þeim fulla jafnréttisstöðu á við aðra þjóðfélagsþegna. Vinna að því að komið verði upp í sem flestum þéttbýlisstöðum á svæðinu þeirri þjónustu fyrir þroskahefta sem ráð er fyrir gert í lögum hverju sinni og þroskaheftum þannig veitt sem best skilyrði til að ná þeim þroska sem hæfileikar þeirra leyfa og að starfsorka þeirra verði nýtt. Að annast kynningu á málum þroskaheftra með útgáfustarfsemi eða á annan hátt.

Tónlistarfélag Austur Húnavatnssýslu (1970)

  • HAH10099
  • Corporate body
  • 1970

Tónlistarfélag Austur Húnavatnssýslu var stofnað 8. nóvember 1970. Í lögum Tónlistarfélagsins er kveðið skýrt á um tilgang félagsins, sem er að efla og styrkja tónlistarlíf í héraðinu m. a. með stofnun og starfrækslu tónlistarskóla.

Búnaðarfélag Vindhælishrepps (1886)

  • HAH10098
  • Corporate body
  • 1886

Fyrstu tildrög að stofnun Búnaðarfélags Vindhælishrepps voru þessi:
Árið 1847 lögðu 10 menn í Vindhælishreppi fram 20 ríkisdali til sjóðmyndunar og skyldi sjóður sá verða til gagns fyrir búendur í hreppnum. Hinn 5. maí 1848 voru svo eftirfarandi samþykktir gjörðar:

  1. Félagið heitir Vindhælishrepps vinafélag og eignir þess Vinafélagssjóður.
  2. Árgjöld voru ákveðin 2 ríkisdalir á félagsmann.
    Eftirtaldir menn skipuðu stjórn félagsins:
    Oddviti Arnór Árnason sýslumaður, Ytri-Ey
    Varaoddviti Sigurður Árnason bóndi, Höfnum
    Féhirðir Jósep Jóelsson bóndi, Spákonufelli
    Varaféhirðir Björn Þorláksson bóndi, Þverá
    Ritari sr. Jón Blöndal, Hofi
    Vararitari sr. Björn Þorláksson
    Félag þetta starfaði til ársins 1855, undir sama nafni.
    Árið 1855, 23. apríl, var nafni félagsins breytt og var þá kallað Vindhælingafélag, hélst svo til ársins 1886, en þá voru ný lög samin og nafni félagsins breytt í Búnaðarfélag Vindhælishrepps.
    Árið 1939 var hinum forna Vindhælishrepp skipt í þrjú sveitarfélög og þá einnig búnaðarfélaginu og urðu eignarhlutföll þessi: Vindhælishreppur 3/8, Skagahreppur 3/8 og Höfðahreppur 2/8. Gengið var að fullu frá skiptingu félagsins 8. febrúar 1941 og kom í hlut hins nýja Búnaðarfélags Vindhælishrepps kr. 3.454,95.
    Stofnfundur núverandi Búnaðarfélags Vindhælishrepps var haldinn 15. júní 1940 og lög þess samþykkt 24. nóv. sama ár. Í stjórn voru kjörnir:
    Magnús Björnsson, Syðra-Hóli
    Guðmundur Guðmundsson, Árbakka
    Björn Jónsson, Ytra-Hóli

Söngfélagið Vökumenn (1959-1981)

  • HAH10097
  • Corporate body
  • 1959-1981

Formaður var Heiðar Kristjánsson
ritari Jón Kristjánsson
gjaldkeri Óskar Sigurfinnsson
Söngstjóri var Kristófer Kristjánsson
Alls voru stofnendur félagsins 11 talsins.
Karlakórinn Vökumenn starfaði í Húnavatnssýslu í nærri því aldarfjórðung, hann söng nær eingöngu á heimaslóðum og var fastagestur á Húnavöku þann tíma sem hann starfaði.
Vökumenn komu úr Torfalækjarhreppi en nafn kórsins var komið frá kvenfélagi hreppsins, Vöku. Kórinn hóf æfingar haustið 1958 en var þó ekki formlega stofnaður fyrr en snemma árs 1959, mánuði síðar kom hann fyrst opinberlega fram undir stjórn Kristófers Kristjánssonar í Köldukinn sem átti eftir að stjórna kórnum allt til enda.
Fyrst í stað samanstóð hópurinn eingöngu af meðlimum úr hreppnum en síðar bættust við söngmenn frá Blönduósi og við það fjölgaði nokkuð í honum en upphaflega voru einungis tíu í kórnum.
Sem fyrr segir voru Vökumenn fastur liður á Húnavöku og framan af eingöngu sem söngatriði en síðar meir varð hlutverk þeirra mun margbreytilegra þegar kórinn annaðist einnig fleiri skemmtiatriði s.s. leiksýningar.
Vökumenn störfuðu allt til ársins 1981 en í lokin var um blandaðan kór að ræða þegar konur höfðu bæst í hópinn, kölluðu þau sig Samkór Vökumanna síðustu tvö árin.

Verslunarfélag Austur Húnavatnssýslu (1937)

  • HAH10096
  • Corporate body
  • 1937

Eftir lát Þorsteins Bjarnasonar 1937 þá ráku Sigríður dóttir hans og Konráð Diomedesson (d. 1955) Verslunina Val eða Konnabúð í Þorsteinshúsi fram yfir 1950 og síðan um skamma hríð í Helgafelli, handan götunnar, en síðar í öðru verslunarhúsi nær brekkunni (Aðalgötu 15). Sigríður rak síðan verslunina ásamt Kristjáni bróður sínum fram yfir 1960. Lára Bogey Finnbogadóttir var verslunarstjóri til ársins 1973.

Söngfélagið Glóð (1976-1988)

  • HAH10095
  • Corporate body
  • 1976-1988

Söngfélagið Glóð var stofnað 17. mars 1976 og var það sameiginlegur kirkjukór Undirfells- og Þingeyrakirkjukóra. Voru stofnfélagar 34 að tölu. Starfaði félagið til ársins 1988 en þá var félagið lagt niður 16. 12. 1988.

Þingmálafundur (1925)

  • HAH10094
  • Corporate body
  • 1925

Þingmálafundur haldinn á Blönduósi í barnaskólahúsinu 1925. Fund þennan höfðu boðað alþingiskjósendur á Blönduósi og boðið þingmanni kjördæmisins Guðmund Ólafsson er ekki var mættur, en alls mættu um 50 kjósendur. Fund þennan boðaði Þorsteinn kaupmaður Bjarnason á Blönduósi en fundarstjóri var Árni hreppstjóri Þorkelsson á Geitaskarði, skrifari fundarins var kosinn Jónatan Líndal bóndi á Holtastöðum. Fyrir voru tekin:

  1. Fjárhagsmál
  2. Skattamál
  3. Ríkiseinkasala
  4. Landbúnaður
  5. Landhelgismál
  6. Menntamál
  7. Launamál
  8. Innflutningshöft
  9. Seðlaútgáfa
  10. Stjórnarskrárbreyting

Búnaðarfélag Húnavatnssýslu (1864-1870)

  • HAH10093
  • Corporate body
  • 1864-1870

Árið 1864 var stofnað Búnaðarfélag Húnavatnssýslu, er starfaði til 1870, og lét mjög til sín taka, styrkti ræktun og húsabætur, keypti búnaðaráhöld handa bændum og veitti Torfa Bjarnasyni styrk til búnaðarnáms erlendis, en hann stofnaði síðar fyrsta búnaðarskóla hér á landi.

Sambandsfélag Austur Húnavatnssýslu (1912-1925)

  • HAH10092
  • Corporate body
  • 1912-1925

Sambandsfélag Austur Húnavatnssýslu (sem var undanfari USAH) var stofnað 10. febrúar 1912 og var breytt í Ungmennasamband Austur Húnavatnssýslu 1925.

Framfarafélag Austur Húnavatnssýslu (1908-1937)

  • HAH10091
  • Corporate body
  • 1908-1937

Framfarafélag Austur Húnavatnssýslu var stofnað 15. desember 1908 og voru fundarboðendur þeir Hafsteinn Pétursson, Jón Pálmason og Sigurgeir Björnsson. Félagið var lagt niður árið 1937 og breytt í Lands- og héraðsmálasamband.

Málfundafélag Húnavatnssýslu (1905-1911)

  • HAH10090
  • Corporate body
  • 1905-1911

Málfundafélag Húnavatnssýslu var stofnað 28. janúar 1905. Virðist það þó hafa starfað skamma hríð því síðasta fundargerð félagsins er dagsett 7. maí 1907. Árið 1911 er Málfundafélagið Vísir starfandi í Bólstaðarhlíðarhreppi og er Hafsteinn Pétursson ritari í stjórn þess.

Ósplast hf. (1971)

  • HAH10089
  • Corporate body
  • 1971

Ósplast hf. var stofnað 1971 og starfaði til ársins 1973. Endurvakið 1976.

Skagahreppur (1939-2002)

  • HAH10088
  • Corporate body
  • 1939-2002

Skagahreppur var hreppur utarlega á Skaga í Austur-Húnavatnssýslu.
Hreppurinn varð til við skiptingu Vindhælishrepps í þrennt 1. janúar 1939. Skagahreppur sameinaðist Vindhælishreppi á ný 9. júní 2002, þá undir nafninu Skagabyggð.

Hrossaræktunarfélag Húnvetninga (1903)

  • HAH10087
  • Corporate body
  • 1903

Félagið er stofnað með lögum 20. apríl 1903 í þeim tilgangi að bæta innlent hrossakyn að stærð, . kröptum, lit og fegurð. Hlutabréf íélagsins eru 30 að tölu, hvert upp á 50 krónur og hljóða upp á handhafa. Upphæð hlutabréfanna er greidd að 4/5 hlutum, en Vs greiðist fyrir lok aprílmánaðar 1905.
Í stjórn félagsins eru: Gísli ísleifsson sýslumaður, Júlíus Halldórsson héraðslæknir, Guðmundur Björnsson cand. juris, Magnús Steindórsson sjálfseignarbóndi og Hermann Jónasson alþingismaður.

Ferðamálafélag Húnvetninga (1984)

  • HAH10086
  • Corporate body
  • 1984

Ferðamálafélag Húnvetninga var stofnað 20. nóvember 1984 og er starfssvæði þess Húnavatnssýslur. Félagið er ollum opið, einstaklingum, félögum og stofnunum. Tilgangur félagsins er að efla ferðaþjónustu sem atvinnugrein í sýslunum og bæta þjónustu við innlenda og erlenda ferðamenn. Félagið er aðili að Ferðamálasamtökum Norðurlands.

Sjúkrasamlag Blönduóss (1943-1989)

  • HAH10085
  • Corporate body
  • 1943-1989

Sjúkrasamlag Blönduóss var stofnað 1943 en var lögð niður 31. 12. 1989, þar sem að vegna tilskipunar að samkvæmt lögum yrði starfsemin flutt til Tryggingarstofnunar ríkisins.

Results 1 to 100 of 10346