Sýnir 10466 niðurstöður

Nafnspjald

Kristján Sigurðsson (1883-1970) kennari Brúsastöðum

  • Einstaklingur
  • 27. ágúst 1883 - 10. ágúst 1970

Barnakennari á Brúsastöðum, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Kennari og bóndi á Brúsastöðum í Vatnsdal, Áshr., A-Hún. Síðast bús. í Mosfellsbæ.

Kristján Sigurðsson, kennari frá Brúsastöðum í Vatnsdal, lést þ. 10. ágúst s.l. (1970) á Héraðshælinu á Blönduósi, 87 ára að aldri. Útför hans var gerð frá Undirfellskirkju þann 15. ágúst. — Hann var fæddur 27. ágúst 1883 í Pálsgerði í Dalsmynni í Suður-Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Pálsson og kona hans, Kristbjörg Hólmfríður Árnadóttir, Bjarnasonar bónda að Fellsseli í Kinn. Árið 1890, er Kristján var 7 ára gamall, fluttist hann ásamt foreldrum sínum og fimm systkinum að Heiðarhúsum á Flateyjardalsheiði. Árið 1896 hleypti Kristján heimdraganum og fór að Stóruvöllum í Bárðardal til hjónanna Karls Finnbogasonar og konu hans, Pálínu Jónsdóttur. Þar var þá vinnumaður Sveinn, föðurbróðir hans, og mun hann hafa ráðið miklu um vistráðningu Kristjáns að Stóruvöllum. Á Stóruvöllum var þá þríbýlt og mannmargt. Var þar mikið menningarheimili og unglingum góður skóli. Næstu árin dvaldi Kristján á ýmsum bæjum á bernskuslóðum m. a. á Hálsi í Kinn og Garði í Fnjóskadal. Með litlum efnum komst hann í Hólaskóla haustið 1904, en sumarið næsta réðist hann til starfa hjá Jósef Björnssyni, kennara á Hólum, er þá bjó á Vatnsleysu í Viðvíkursveit. Þá um sumarið tók hann lömunarveiki og bar þess merki til æviloka. Þá um haustið hélt hann námi áfram í Hólaskóla með veikum mætti og hjálp góðra manna. Hvarf Kristján um skeið frá landbúnaðarstörfum. En haustið 1906 fór hann til skósmíðanáms til Árna Pálssonar, skósmiðs á Sauðárkróki. Hvarf Kristján síðan frá því námi. Hugur hans hafði jafnan staðið til mennta, en árið 1908 fór hann í Alþýðuskólann á Hvítárbakka í Borgarfirði og dvaldi þar um eins veturs skeið. En árið eftir tók hann inntökupróf í Kennaraskóla íslands og lauk þaðan burtfararprófi með góðum vitnisburði. Á þessum árum tók Kristján virkan þátt í störfum Ungmennafélags Reykjavíkur og voru honum hugsjónir ungmennafélaganna mjög hugstæðar æ síðan. Vorið 1910 var Kristján ráðinn kennari í Vatnsdal og fluttist hann þá sama vor að Brúsastöðum og bjó þar um 40 ára skeið og stundaði jafnframt farkennslu. Hafði hann nokkurn búskap í félagi við mág sinn og sambýlismann, Benedikt Björnsson Blöndal. Þann 4. júlí 1914 gekk hann að eiga Margréti Sigríði Björnsdóttur Blöndal Benediktssonar bónda og umboðsmanns frá Hvammi í Vatnsdal. Eignuðust þau hjón 3 börn, en þau eru: Gróa, kennari í Reykjavík, Björn kennari á Blönduósi og Ingibjörg, húsfreyja, búsett í Hlíðartúni í Mosfellssveit. Eins og áður er sagt var Kristján mikill félagshyggjumaður og samvinnumaður alla ævi. Hann var góður íslenzkumaður, ritaði m. a. æviminningar sínar er hann nefndi: „Þegar veðri slotar.“ Einnig var hann einn af stofnendum sveitarblaðsins „Ingimundur gamli“, er Ungmennafélag Vatnsdæla gaf út og ritaði hann manna mest í blaðið um nokkurra ára skeið. Síðustu æviár sín dvaldi Kristján hjá dóttur sinni, Ingibjörgu, og manni hennar á Akranesi og síðar Álafossi, þangað til hann fór á Héraðshælið á Blönduósi. Kristján var mikill persónuleiki, góður kennari og vinsæll meðal samsveitunga sinna og minnisstæður þeim, er honum kynntust.

Ingibjörg Samúelsdóttir (1852) Kanada, frá Brekkulæk V-Hún

  • HAH09521
  • Einstaklingur
  • 16.6.1852 -

Ingibjörg Samúelsdóttir Walan 16.6.1852. Var á Brekkulæk, Staðarbakkasókn, Hún. 1860. Var í Grafarkoti, Melstaðarsókn, Hún. 1870. Vinnukona á Söndum, Melstaðarsókn, Hún. 1880. Fór til Vesturheims 1887, óvíst hvaðan. M.: Walan, enskur að uppruna. [sra George Walen frá Hanaka?]

Tómas R Jónsson (1903-1986) fulltrúi

  • HAH04971
  • Einstaklingur
  • 8.7.1903 - 10.5.1986

Tómas Ragnar Jónsson f. 8. júlí 1903 Karlsminni, d. 10. maí 1986. Fulltrúi á Blönduósi. Var á Sólvöllum, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Sólvöllum, Árbæ 1924. Halldórshúsi 1947.

Tónlistarskóli Austur Húnvetninga (1971)

  • HAH10135
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1971

Tónlistarskóli Austur Húnavatnssýslu var stofnaður árið 1971 og kennsla hófst um haustið. Kennslustaðir urðu strax þrír, Blönduós, Húnavellir og Skagaströnd.
Í fyrstu var ráðinn einn kennari við skólann og stundarkennari. Nú starfa fimm kennarar í fullu starfi.
Í fyrstu var skólinn rekinn af sveitarfélögunum að 1/3, Tónlistarfélaginu að 1/3 og skólagjöldum að 1/3 en nú er skólinn rekinn af Byggðasamlagi um tónlistarskóla.

Kaupfélag Húnvetninga (1895-2002)

  • HAH10057
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1895-2002

Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi, var stofnað 16. desember 1895 í „vertshúsinu" á Blönduósi. Fyrsta stjórn: Þorleifur Jónsson, alþm., Syðri-Löngumýri, form., Benedikt G. Blöndal, umboðsm., Hvammi, Árni Á. Þorkelsson, hreppstjóri, Geitaskarði. Félagið gekk í Samb. 1917. Félagið rak umfangsmikla verzlun á Blönduósi, í aðalverzlun þess voru seldar matvörur, byggingavörur og vefnaðarvörur og auk þess rak það vörugeymslu, þar sem seld var sekkjavara, timbur o. fl. Líka rak félagið eitt verzlunarútibú á Blönduósi og einnig söluskála sem einkum þjónaði ferðamönnum og líka sá það um vöruflutninga innan héraðs og á leíðinni til Reykjavíkur. Þá var félagið aðaleigandi Vélsmiðju Húnvetninga, ásamt búnaðarsambandinu í héraðinu, en það fyrirtæki rak bílaverkstæði á Blönduósi. Á Skagaströnd rak félagið tvær verzlanir. Fastir starfsmenn voru 65, en félagsmenn 669.

Kaupfélag Húnvetninga stofnað 1896 [1895 skv auglýsingu í Sjómannadagsblaðinu 1 tbl 1941 og Auglýsing í Húnavöku 1971]. Haldið var uppá 50 ára afmælið 7.7.1946.
STARFRÆKJUM: Útibú innan Blöndu, Kornmyllu, Benzínsölu, Bifreiðaakstur, Samvinnutryggingar, Eggjasölusamlag, Skipaafgrreiðslu, Saumastofu, Innlánadeild,

Mjólkursamlag (þurrmjólkurvinsla) tekur væntanlega til starfa næsta sumar [1947] á vegum S. A. H. Væntir félagið þess, að Húnvetningar standi fast saman um þetta fyrirtæki, því aðeins mun það koma að fullum notum, og uppfylla þær vonir, sem við það eru tengdar.
SÍMI 10 (2 LÍNUR). SAMBAND FRÁ SKIPTIBORÐI VIÐ: Skrifstofu framkv.stjóra. Almenna skrifstofu. Sölubúðina. Vörugeymslu. Saumastofu. Sláturhús. Jón S. Baldurs heima. Tómas R. Jónsson heima Sími 2: a. Útibúið innan Blöndu b. Kristinn Magnússon heima [Auglýsing Tíminn 24.12.1946].

Gíslína Torfadóttir (1937-2007) Óslandi ov

  • HAH01248
  • Einstaklingur
  • 8.6.1937 - 17.9.2007

Gíslína Torfadóttir fæddist á Kringlu í Grímsnesi 8. júní 1937. Hún lést á kvennadeild Landspítalans við Hringbraut mánudaginn 17. september 2007.
Foreldrar Gíslínu voru Torfi Sigurjónsson frá Kringlu í Grímsnesi, f. 14.3. 1906, d. 13.2. 1996, og Margrét Sæmundsdóttir úr Reykjavík, f. 9.6. 1914, d. 16.1. 2003.
Gíslína fluttist með foreldrum sínum að Miðhúsum í Garði árið 1940 þar sem foreldrar hennar hófu búskap.

Lína, eins og hún var alltaf kölluð, ólst upp með stórum systkinahópi í Miðhúsum þar sem verkefnin voru alltaf næg, svo fór hún að vinna í fiski í Garðinum og vann einnig í bakaríi í Reykjavík. Eftir að hún giftist Gústa byrjuðu þau að búa á Lambastöðum í Garði en fluttu á Blönduós vorið 1965, að Óslandi fyrst um sinn en byggðu sér svo hús á Urðarbraut 1 og bjuggu þar frá árinu 1971 þar til þau fluttu suður í Garð í desember 1998. Eftir að þau fluttu suður í Garð starfaði Lína við heimilishjálp. Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag kl. 14.

Björn Magnússon (1921-2010) Syðra-Hóli

  • HAH01141
  • Einstaklingur
  • 26.6.1921 - 13.11.2010

Björn Magnússon fæddist á Syðra-Hóli 26. júní 1921. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 13. nóvember síðastliðinn.
Útför hans fer fram frá Blönduóskirkju í dag, 20. nóvember 2010, og hefst athöfnin kl. 14.

Helgi Árnason (1949-2012) Patreksfirði

  • HAH05026
  • Einstaklingur
  • 19.3.1949 - 29.3.2012

Helgi Árnason var fæddur að Hvallátrum í Rauðasandshreppi 19. mars 1949. Búfræðingur, húsasmiður, útgerðarmaður og vörubílstjóri á Patreksfirði. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum.
Helgi ólst upp í Neðri-Tungu í Örlygshöfn. Hann byggði húsið Ás í Örlygshöfn og bjó þar frá árinu 1976 til ársins 1998. Frá árinu 1998 til dauðadags bjó hann á Patreksfirði
Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 29. mars 2012.
Útför Helga fór fram frá Patreksfjarðarkirkju 7. apríl 2012, kl. 14.

Elísabet Guðmundsdóttir Thoroddsen (1938-2009) Blönduósi

  • HAH03250
  • Einstaklingur
  • 11.8.1938 - 15.3.2009

Elísabet ólst upp á Hólmavík og sótti þar barna- og unglinganám. Hún gekk í Húsmæðraskólann á Varmalandi veturinn 1955-1956.
Útför Elísabetar fór fram frá Fossvogskapellu 25. mars 2009, í kyrrþey.

Sveinbjörn Sigurðsson (1938) Blönduósi

  • HAH02269
  • Einstaklingur
  • 6.2.1938 -

Sveinbjörn Sigurðsson f. 6. febrúar 1938 Var á Hafursstöðum, Vindhælishr., A-Hún. 1957. Starfsmaður Mjólkursamlagsins.

Sigurður Magnússon (1915-2000) Hnjúki og Blönduósi

  • HAH06843
  • Einstaklingur
  • 4.8.1915 - 6.8.2000

Var á Brekku, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Verkamaður og vinnumaður á ýmsum stöðum. Vinnuvélastjóri í Reykjavík. Var á Hnjúki, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Bóndi þar 1955-94. Síðast bús. á Blönduósi.

Trésmiðjan Fróði (1957-1982)

  • HAH10077
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1957-1982

Trésmiðjan Fróði var stofnuð 1957 og tilgangur félagsins var að starfrækja trésmiðju og versla með framreiðsluvörur hennar og ef til vill byggingarvörur. Starfaði félagið allt til ársins 1982 er það var lagt niður.
Fyrsta stjórn félagsins:
Einar Evensen formaður
Knútur Berndsen gjaldkeri
Sigurður Kr. Jónsson ritari

Ari Jónsson (1906-1979) sýsluskrifari Blönduósi

  • HAH01543
  • Einstaklingur
  • 8.5.1906 - 3.12.1979

Ari Jónsson bifreiðarstjóri frá Blönduósi andaðist 3. desember 1979 á Landspítalanum í Reykjavík.
Hann var fæddur 8. maí 1906 á Balaskarði. Voru foreldrar hans hjónin Jón Sigurðsson lengst af bóndi á Balaskarði í Laxárdal. Hann var fæddur Þingeyingur á Undirvegg í Kelduhverfi og kona hans var Guðný Pálsdóttir Jónssonar hreppstjóra á Syðri-Ey. Alls voru börn þeirra Balaskarðshjóna 14 að tölu.
Ari var yngstur sinna systkina, flutti með foreldrum sínum að Hofi á Skagaströnd. Hann fór snemma að heiman og stundaði sjó. Þótti hann efnismaður til allra starfa. Ari kvæntist Guðríði Björnsdóttur Kristóferssonar bónda frá Hnausum 18. október 1930 og settust þau að á Blönduósi. Þau eignuðust hús Friðfinns hreppstjóra 1946 en nokkrum árum síðar reistu þau sér stórt og glæsilegt hús utan við ána. Ari var mörgum kunnur, því um áratugi ók hann langferðabílum milli Reykjavíkur og Akureyrar, fyrst á vegum Kristjáns Kristjánssonar á Akureyri og síðar á vegum póststjórnarinnar. Ara farnaðist þessi starfi vel, hann var prúðmenni og reglusamur og snyrtimenni og öruggur bifreiðarstjóri. Þetta var lýjandi starf meðan vegir voru eigi góðir, einkum er vetrarríki var mikið og geðslag farþega með ýmsu móti.
Þá greiddu langferðabílstjórar oft fyrir fólki á ýmsan hátt og var Ari manna liprastur við það. Er Ari þreyttist á langferðaakstrinum hóf hann rekstur á leigubíl til farþegaflutninga á Blönduósi og lánaðist
það vel. Hann er sá eini sem hefur haft þetta að aðalatvinnu á Blönduósi.

Ara Jónssyni var boðið sýsluskrifarastarf á Blönduósi og tók hann þá stöðu. Þó að Ari hefði ekki stundað mikið skriftir um æfina skrifaði hann ágæta hönd sem Páll bróðir hans. Ari var hneigður til búskapar, átti kindur og hross og stundaði kartöflurækt í Selvík og laxveiði sér til skemmtunar. Þau hjón Guðríður og Ari eignuðust tvö börn. Björn stúdent er var um árabil kennari á Reykjaskóla í Hrútafirði, nú búsettur í Borgarnesi og rekur þar verslun. Hann er kvæntur Guðrúnu Jósafatsdóttur frá Sauðárkróki. Ingibjörgu, er var áður deildarstjóri hjá Kaupfélagi Húnvetninga nú hjá Hagkaup í Reykjavík. Arið 1975 fluttu þau hjón til Borgarness og stundaði Ari þar verslunarstörf.
Hann var jarðsettur í Reykjavík 10. desember 1979.

Sr. Pétur Þ. Ingjaldsson

Þórunn Ingibjörg Baldvinsdóttir (1879-1911) Jótlandi frá Bollastöðum

  • HAH08094
  • Einstaklingur
  • 28.09. 1879 - 30. 07. 1911

Var á Bollastöðum, Bergstaðasókn, Hún. 1901.

Þórunn Ingibjörg var fædd á Bollastöðum í Blöndudal, Au.-Húnavatnssýslu, 28. sept. 1879. — Foreldrar hennar voru hjónin Baldvin Einarsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir, stjúpdóttir Guðmundar Gíslasonar, bónda á Bollastöðum. — Baldvin var hálfbróðir frú Guðlaugar, fyrri konu síra Hjörleifs Einarssonar á Undirfelli, og voru þau því systkinabörn Einar H. Kvaran, rithöfundur, og Þórunn. — Systur átti Þórunn tvær, og voru þær eldri, þær hjetu María og Guðlaug. — Allar voru þessar stúlkur gáfaðar og glæsilegar. — Baldvin fór til Ameríku, þegar hann skildi við konu sína, og báðar eldri dæturnar með honum. — Ingibjörg varð eftir á Bollastöðum með Þórunni, og þar ólst hún upp.

Um og eftir 1880 gengu harðindi mikil um Norðurland, og var þá erfitt að halda hita á smábörnum, þar sem hvergi var yl að fá nema við hlóðirnar í eldhúsunum. Gripu þá mæðurnar til ýmsra ráða til þess að halda lífinu í börnunum. Sumar ljetu einhverja vinnukonuna liggja í rúminu með börnin, aðrar flúðu í fjósið með þau og það gerði Ingibjörg, móðir Þórunnar, hún fór með hana í fjósið. — Þá var þessi vísa gerð: „Altaf gerast undur stór, alt frýs nema ijósið. Bollastaðabrúður fór barnið með í fjósið."

Snemma bar á óvenjulegum gáfum hjá Þórunni, hún var fluglæs 6 ára gömul og las þá húslestur. — Stuttu eftir að hún var fermd naut hún mikiliar mentunar, eftir því sem þá gerðist um stúlkur, lærði t. d. að spila á orgel um fermingaraldur heima á Bollastöðum hjá Pjetri Pjeturssyni, föðurbróður Pálma Hannessonar rektors, sem þar bjó, og giftur var Sigurbjörgu móðursystur Þórunnar. — Eftir það var hún við nám á Sauðárkróki hjá Herdísi, systur Pjeturs, er síðar giftist síra Hálfdáni Guðjónssyni, vígslubiskup, og svo var hún í Kvennaskólanum á Ytriey og lauk þar prófi með hárri einkunn. — Veturinn 1899- 1900 var Þórunn húskennari hjá Jóhanni Möller, kaupmanni á Blönduósi. — Foreldrar mínir í Mjóadal fengu svo Þórunni fyrri hluta vetrar 1900 í tvo mánuði til að kenna okkur systrunum. — Við vorum þrjár, og þótti hagkvæmara að fá kennara heim á heimilið, en að koma okkur öllum í burtu. — Kennarakaupið var ekki hátt í þá daga. Þórunn tók 2 krónur á viku. — Hún var afburða góður kennari. — Hún hagaði kenslunni til eins og á Ytriey var gert, hafði bóklegu tímana á morgnana, en ljet okkur svo sauma frá kl. 12—4 á daginn. — Meðan við vorum að sauma, kendi hún okkur sönglög. — Við vorum allar sönghneigðar, og höfðum mikinn hug á að læra lög, en ekkert hljóðfæri var til á heimilinu, svo eina leiðin til þess að læra var sú, ef sá sem kunni lagið, vildi leggja það á sig að syngja það þangað til við lærðum það, og þetta gerði Þórunn, hún söng altaf meðan við vorum að sauma, og þegar við vorum búnar að læra lögin, þá söng hún milliröddina, til þess að vita, hve sterkar við vorum í laginu. — Þessa tvo mánuði, sem hún var, lærðum við 50 lög af henni.

Veturinn eftir var svo Þórunn aftur tvo mánuði eftir áramótin, og alt gekk til eins og fyrri veturinn, við lærðum hjá henni hannyrðir, hvítan og mislitan útsaum, eins og þá gerðist, og bókleg fög þau sömu og veturinn áður. — Á þessum tíma lærðum við önnur 50 lög, og svo vel kendi hún okkur öll þessi lög, að það var eins og hún hefði nóturnar fyrir framan sig, enda sá hún þær í sínum hugarheimi, meðan hún var að syngja þau. — Jeg hygg að þetta sje dæmafátt, ef ekki dæmalaust, að kennari leggi svona lagað á sig.

Þórunn fór til Danmerkur vorið 1902, og var ferðinni heitið til þess að fullkomna sig í orgelspili. — Ingibjörg, móðir Þórunnar, skrifaði Guðmundi Hannessyni, sem þá var læknir á Akureyri, og bað hann að skrifa einhverjum í Danmörku, sem hann þekti, og biðja þann hinn sama að leiðbeina Þórunni og aðstoða hana, ef hún þyrfti með — Guðmundur skrifaði Stefáni Stefánssyni, lækni í Aars á Jótlandi, syni Stefáns Daníelssonar í Grundarfirði og konu hans Jakobínu Árnadóttur, sýslumanns Thorsteinssonar. — Stefán læknir bauð Þórunni til sín, þegar hún var í sumarfríi 1903, og hún þáði það góða boð, en það varð til þess að Þórunn trúlofaðist Stefáni og þau giftust 16. júní 1904. — Veturinn áður lærði Þórunn matreiðslu í Odense á Fjóni, og varð mjög fullkomin í því eins og í öllu öðru, sem hún lagði fyrir sig.

Þorbjörg systir mín fór til Danmerkur haustið 1907, til þess að leita sjer lækninga við brjóstveiki, sem hún fjekk upp úr kíghósta, þegar hún var 20 vikna gömul. — Systir mín fór fyrst til læknishjónanna í Aars og var hjá þeim fyrstu tvö árin. — Hjá Þórunni lærði hún matreiðslu og alt sem að húshaldi laut. Fjekk mikla æfingu í þeim störfum og gat tekið að sjer húshald fyrir fjölskyldu í Kaupmannahöfn í tvö ár, og hafði gott af því. Þetta var ágætt fólk, sem hjelt vináttu við systur mína meðan hún lifði. — Þórunn útvegaði systur minni kenslu í vefnaði hjá norskri konu, sem var mjög vel að sjer í þeirri grein. Ennfremur lærði hún að knipla, og gerði mikið að því eftir að hún kom heim, því það var eftirsótt vara og mikið keypt. — Systir mín sagði, að Þórunn hefði borið af öllum konum í Aars, bæði að glæsimensku og gáfum, hún var sjerstaklega vel gefin á öllum sviðum.

Ingibjörg, móðir Þórunnar, fór fljótlega til hennar eftir að hún giftist og dvaldi í Aars til æfiloka. — Á æskuárum Ingibjargar voru lögð fyrir hana spil, og henni var sagt, að hún mundi fara til útlanda. — Sagði þá einhver, sem viðstaddur var, að hún færi líklega til Ameríku. — „Nei, ekki fer hún þangað,“ sagði sá sem spilin lagði, enda kom það á daginn.

Þegar Sigurður bróðir minn var í háskólanum í Höfn, buðu læknishjónin í Aars honum að dvelja hjá sjer um tíma, þegar hann var í sumarfríi. Hann þáði það ágæta boð, og var mjög hrifinn, bæði af gáfum mæðgnanna, glæsimennsku Þórunnar og heimilinu yfir höfuð. — Þórunn var trygg og vinföst, skrifaðist á við vini sína hjer heima meðan hún lifði, og sendi okkur í Mjóadal oft smágjafir. — Hún var mjög hamingjusöm í sínu hjónabandi. — Einu sinni sagði hún í brjefi til móður minnar: „Mjer datt aldrei í hug, að jeg yrði eins hamingjusöm í mínu hjónabandi og jeg er, vegna harðlyndis míns og kaldlyndis." — Jeg held að þarna hafi hún ekki sagt satt um sjálfa sig, eða að hún hafi þá falið þessar lyndiseinkunnir sínar vel, og haft fullkomið vald yfir þeim, og lýsir það best gáfum hennar. — Aldrei urðum við systurnar varar við annað hjá henni en góðvild og mildi, hún var altaf glöð og góð við okkur, og eins var það meðan systir mín var hjá henni í Aars.

Börn læknishjónanna voru 3, sem upp komust: Ingibjörg er læknir, Guðrún skólakennari og Árni læknir. — Fjórða barn þeirra var stúlka, sem fæddist berklaveik, og dó fljótlega eftir að hún sá dagsins ljós. — Þórunn var þá búin að vera berklaveik um lengri tíma, bæði meðan hún gekk með barnið og áður. — Þegar hún sá, að hverju stefndi með heilsu sína, sagði hún: „Verði Guðs vilji, í blíðu og stríðu.“

Hún andaðist 30. júlí 1911. — Börn læknishjónanna voru öll ung, þegar móðir þeirra dó og Ingibjörg amma þeirra háöldruð. Þar var líka Stefán, faðir læknisins, svo það var mikið áfall fyrir fjölskylduna.

Þegar Þórunn var ung, dreymdi móður hennar, að hún sæi hana andaða liggja á líkfjölunum. — Þá hafði hún yfir þessar Ijóðlínur frá eigin brjósti í draumnum: „Nú ertu föl á fjalir kaldar lögð, fjólan mín skæra og heimilisins gleði." Ingibjörg var mjög vel greind kona. — „Ágætisgáfum gædd,“ sagði Sigurður bróðir minn um hana ,eftir að hann var í Aars. „En hefur ekki hugmynd um það sjálf, hve gáfuð hún er. “Stefán læknir skrifaði minningarorð um konu sína á dönsku og sendi Þorbjörgu systur minni þau. — Mjer þótti þau svo falleg, að mig langaði til að koma þeim á prent — ekki síst vegna þess, að nú fækkar þeim óðum, sem muna eftir Þórunni á Bollastöðum, sem var ein af glæsilegustu heimasætum í Húnavatnssýslu á þeim árum. — Jeg bað því frú Huldu Á. Stefánsdóttur að þýða þessar minningar fyrir mig, sem hún góðfúslega gerði, og kann jeg henni hinar bestu þakkir fyrir, og fylgja þær hjer með. Oft hefur mjer dottið í hug Ijóð síra Matthíasar, þegar jeg hugsa um þær minningar, sem jeg á um Þórunni: „Víðar en í siklingssölum svanna fas er prýði glæst. Mörg í vorum djúpu dölum drotning hefur bónda fæðst.“

Blönduósi 3. febrúar 1959.

Elísabet Guðmundsdóttir frá Mjóadal.

Jón Þórisson (1948-2016) leikmyndateiknari

  • HAH06194
  • Einstaklingur
  • 19. okt. 1948 - 1. jan. 2016

Jón Þórisson fæddist á Siglufirði 19. október 1948. Hann lést á heimili sínu 1. janúar 2016.
Foreldrar Jóns voru hjónin Þórir Kristján Konráðsson bakarameistari, f. 10.7. 1916 á Ísafirði, d. 20.3.1995, og Hrönn Jónsdóttir húsmóðir, f. 4.1. 1918 á Siglufirði, d. 18.5. 2005.
Systkini Jóns eru Fylkir, f. 1941, Helga, f. 1943, Jens, f. 1946, Konráð, f. 1952, d. 2014, Vörður, f. 1958, og Þorbjörg, f. 1959.
Jón kvæntist Ragnheiði Kristínu Steindórsdóttur leikkonu, f. 26.6. 1952, 2014 eftir áratuga sambúð.
Börn Jóns og Ragnheiðar eru Steindór Grétar, f.1.10. 1985, og Margrét Dóróthea, f. 9.5. 1990. Sambýliskona Steindórs er Kristjana Björg Reynisdóttir, f. 1988. Sambýlismaður Margrétar er Jón Geir Jóhannsson, f. 1975.
Jón lauk gagnfræðaprófi á Siglufirði 1965 og starfaði síðan nær óslitið við leikmyndagerð í leikhúsi og fyrir kvikmyndir og sjónvarp. Hann stundaði nám við MHÍ 1970-1972, nam leikmyndagerð hjá Leikfélagi Reykjavíkur og hlaut starfsþjálfun hjá Danmarks Radio & TV. Jón starfaði lengst af hjá LR en einnig fyrir Þjóðleikhúsið, Leikfélag Akureyrar, Íslensku óperuna, Íslenska dansflokkinn, Ríkissjónvarpið, Stöð 2, þýsku stöðina NDR, London Weekend, Ísfilm og fjölda áhugamannaleikfélaga. Jón vann með fjölmörgum sjónvarps- og kvikmyndagerðarmönnum, setti upp vörusýningar og hlaut verðlaun fyrir hönnun sýningarbása og umbúða. Hann innréttaði veitingastaði og verslanir og gerði útilistaverk og minnisvarða, t.d. Hvirfil í Sandgerði. Hann átti þátt í hönnun og leikhústæknilegri útfærslu á Borgarleikhúsinu og gerði hátt í 40 leikmyndir fyrir LR í Iðnó, Austurbæjarbíói og Borgarleikhúsinu. Hann vann mikið við kvikmyndir og sjónvarp, þ.á m. eru Land og synir, Útlaginn, Vér morðingjar, Steinbarn, Hælið, Dómsdagur og Brekkukotsannáll (í samstarfi við Björn Björnsson). Jón kom að undirbúningi og hafði umsjón með nokkrum erlendum gestasýningum á Listahátíð, m.a. fyrir San Franciscoballettinn. Hann átti sæti í stjórn LR af og til á árunum 1982 til 2000. Einnig var hann um langt skeið í inntökunefnd Félags íslenskra leikara og var einn af stofnendum Samtaka um leikminjasafn og sat þar í stjórn. Á seinni árum starfaði Jón einkum við söfn og sögusýningar og gerði m.a. Þórbergssetur á Hala í Suðursveit og Kjarvalsstofu á Borgarfirði eystra.

Guðbjörg Brynjólfsdóttir (1898-1982)

  • HAH03830
  • Einstaklingur
  • 12.11.1898 - 3.7.1982

Guðbjörg Brynjólfsdóttir 12. nóvember 1898 - 3. júlí 1982 Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Starfsmaður Vkf. Framsóknar og í stjórn þess til fjölda ára.

Guðrún Kristmundsdóttir (1883-1947) Smyrlabergi

  • HAH04390
  • Einstaklingur
  • 5.12.1883 - 28.12.1947

Guðrún Kristmundsdóttir 5. des. 1883 - 28. des. 1947. Var í Ásbjarnarnesi, Vesturhópshólasókn, Hún. 1890. Húsfreyja á Litla-Búrfelli og Smyrlabergi, A-Hún. Húsfreyja á Smyrlabergi, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930.

Kristján Pálsson (1933-2019) Blönduósi

  • HAH02242
  • Einstaklingur
  • 6. apríl 1933 - 12. maí 2019

Sonur Páls Sigfússonar b. á Hvíteyrum og k.h. Kristínar Kristjánsdóttur. Bifreiðastjóri, búsettur í Reykjavík, síðar á Blönduósi. Kvæntist Öllu Bertu Albertsdóttur frá Ólafsfirði.

Lárus Konráðsson (1928-2008) Brúsastöðum

  • HAH01710
  • Einstaklingur
  • 1.12.1928 - 28.3.2008

Lárus Konráðsson fæddist 1. desember 1928. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 28. mars síðastliðinn. Lárus fæddist í Gilhaga í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu, í litlu koti við rætur Haukagilsheiðar við Álftarskálaá, á sem venjulega er kölluð Álka. Foreldrar Lárusar bjuggu þar við kröpp kjör. Ragnheiður móðir hans lést þegar Lárus var fimm ára gamall. Konráð hætti búskap um þetta leyti og börnin fóru á bæina í dalnum, ýmist í fóstur eða vinnumennsku. Lárus fór að vinna strax sem barn, eins og kraftar leyfðu. Sigurlaug Jónasdóttir er var í Kárdalstungu tók Lárus að sér og ól hann upp sem sinn fósturson. Voru þau á nokkrum bæjum en síðast í Ási hjá Guðmundi bróður hennar og Sigurlaugu konu hans. Að Brúsastöðum fór Lárus fyrir tvítugt, fyrst sem vinnumaður en tók svo smám saman við búinu ásamt Ragnheiði, heimasætu þar, en þau giftu sig 1953. Jörðina byggðu þau upp og ræktuðu tún og engjar. Einnig keyptu þau hálfa jörðina Snæringsstaði. Þau hættu búskap þegar Gróa dóttir þeirra og Sigurður tóku við 1996. Lárus var alla tíð afburða duglegur og ósérhlífinn. Hann vann mikið utan heimilisins ásamt bústörfum, hjálpsamur og greiðvikinn. Veiðimaður var hann af lífi og sál, refa- og minkaskytta til fjölda ára.
Lárus og Ragnheiður byggðu húsið Birkihlíð í landi Brúsastaða og bjuggu þar eins lengi og heilsa leyfði.
Útför Lárusar verður gerð frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.
Jarðsettt verður í Undirfellskirkjugarði.

Björn Jakobsson (1886-1961) íþróttakennari

  • HAH009339
  • Einstaklingur
  • 13. apríl 1886 - 13. apríl 1961

MIÐVIKUDAGINN 12. þessa mánaðar hitti ég Björn Jakobsson að máli. Hann var nýkominn til Reykjavíkur eftir nokkra dvöl á Elliheimilinu í Hveragerði. Björn hafði átt við vanheilsu að stríða fyrr í vetur, en virtist nú hafa náð sér aftur. Hann var kominn til að halda upp á 75 ára afmæli sitt í hópi vina sinna, nemenda og samstarfsmanna. Við hlökkuðum öll tii að njóta þessarar stundar með honum, því að Björn var einstakur maður, persónuleiki, og ævi hans öll reyndar ævintýri líkust.

Í vöggugjöf fékk Björn óvenju margar kostagjafir. Listhneigður var hann með afbrigð um og fjölhæfur. Hárfín skynjun og næm tilfinning snillingsins einkenndu jafnan öll störf hans. Björn var jafnvígur á margt, tónlist, myndlist og íslenzka tungu, bæði í riti og ræðu allri. Hann var fríður maður og föngulegur, höfðingi í lund og drengur góður. Björn var manna víðlesnastur og vel heima, hvar sem komið var við. En hann var gjörsneyddur allri sýndarmennsku og hlédrægni hans og yfirlætisleysi svo sönn og rótgróin, að ókunnir hefðu getað álitið það feimni eða skeytingarleysi um aðra. Nánari kynni sýndu sívaxandi og ungan persónuleika sem gat verið fastur fyrir og fylginn sér, ef honum þótti þurfa, því að Björn var heill í hverju máli.

Þó var Björn í eðli sínu and vígur allri valdbeitingu og hrjúfum kraftinum, en leitaði stöðugt hins fínlega og blíða. Var eins og hann lifði í draumaheimi fegurðar og samræmis. Kemur þetta einkar skýrt fram, ef skoðaðar eru myndir hans, einkum þó olíumálverk frá tímabilinu fyrir 1940 og pennateíkningar, sér í lagi eftir 1950. Eru hinar fyrrnefndu að mínu viti einstakar í hópi íslenzkra mynda og engum öðrum líkar. Fáum við þar að skyggnast inn fyrir tjaldið og líta töfra þessarar furðuveraldar

Þetta viðhorf Björns kemur þó skýrast fram í ævistarfi hans, fimleikum og íþróttum. Æfingar úrvalsflokka hans I fimleikum voru svo fullar þokka og mýktar, hvert smá atriði svo þaulhugsað og fágað, að þeir fóru sigri hrósandi, hvar sem þeir komu fram. Enda sést nú, þegar litið er um öxl, að hann hefur um margt verið jafnvel áratugum á undan samtíma sínum.

Er hér var komið sögu, hefðu margir talið þetta harla gott, hefðu þeir verið í sporum Björns, og haldið áfram þá braut. sem hér var svo glæsilega hafin. Frægð og frami voru honum vísari en flestum öðrum.

En hugur Björns stefndi annað. Köllun hans var að verða flestum að liði, gera íþróttirnar eign allra. Hann hefst því handa og setur á stofn íþróttaskóla að Laugarvatni og rekur hann fyrstu árin sem einkaskóla. Varð Björn þá að vinna myrkranna á milli, því að hér var um algjört brautryðjenda starf að ræða. Kennslubækur allar varð hann að semja að langmestu leyti samhliða kennslunni, og er erfitt fyrir aðra að gera sér í hugarlund, hvert afrek þetta var.

Síðar var skólinn gerður að ríkisskóla, íþróttakennaraskóla íslands, og stjórnaði Björn honum þar til fyrir 4 árum. En ekki einu sinni, er hér var komið, gat Björn unnt sér þess að setjast á helgan stein. Á Laugarvatni var þörf fyrir starfskrafta hans, og hélt hann þar áfram að hugsa um skólann, og þegar hann kom aftur til heilsu, hóf hann þar áfram kennslu, unz heilsan þraut. En jafnvel á sjúkrabeðinu hélt hann áfram að hugsa um skólann, og þegar hann kom aftur til heilsu, hóf hann að vinna að kennslubókum í lífeðlis og efnafræði

Þegar ég kvaddi Björn dag inn fyrir afmæli hans, sagði hann, að nú væri höndin að ná fullum styrk og hann hlakkaði til að fara aftur að taka til við fiðluna. Hann var svo glaður og hress, að mig grunaði sízt, að þetta væri okkar hinzta kveðja.

Að morgni 75 ára afmælis síns kenndi hann lasleika og hvarf héðan í hægum svefni. Undursamlegu ævintýri hans var lokið.

Eiríkur Haraldsson.

Guðmundur Ólafsson kennari (1885-1958)

  • HAH006248
  • Einstaklingur
  • 11. feb. 1885 - 16. maí 1958

Guðmundur Ólafsson kennari var jarðsunginn í gær, en hann var landskunnur maður vegna kennslustarfa á Laugarvatni og víðar. Guðmundur fæddist 11. febrúar 1885 að Fjósatungu í Fnjóskadal, en andaðist hinn 16. þ.m. Guðmundur var sonur Ólafs Guðmundssonar, sem lengst var bóndi á Sörlastöðum í Fnjóskadal og konu hans Guðnýjár Jónsdóttur. Stóðu að Guðmundi traustar ættir norðanlands. Guðmundur sótti Gagnfræðaskóla Akureyrar og lauk þar prófi 1904 með ágætiseinkunn. Var hann hinn bezti námsmaður í skóla og fékk brátt mjög mikið orð á sig, er hann tók að sér kennslustörf að loknu gagn- fræðaprófi, á ýmsum stöðum norðanlands og austan. Kennarapróf tók hann vorið 1910 og hélt eftir það áfram kennslustörfum, en árið 1921 var hann um tíma við nám í Englandi og síðar í Danmörku. Guðmundur var kennari við Hvítárbakkaskóla árin 1910—12 og var síðan kennari í heimasveitinni, Fnjóskadalnum, 1912—20 og var hann með afbrigðum vinsæll kennari í sveitinni. Þegar hér var komið var kennaraorðstir Guðmundar floginn mjög víða og árið 1920 varð hann kennari við barnaskólann á Akranesi, en frá 1928—55 var hann kennari við héraðsskólann á Laugarvatni. Hvar sem Guðmundur starfaði var hann talinn í röð hinna allra nýtustu manna í sinni grein. Guðmundur var mjög fjölfróður maður og ákaflega lifandi í hugsun og fjörugur í framsetningu og naut hann sín þess vegna sérstaklega vel í kennarastóli. Má segja, að hann væri hinn fæddi kennari. Hann var alla tíð ungur í anda og léttur í lund, og kunni flestum betur að umgangast ungt fólk. Fór ekki hjá því, að nemendur hans hrifust af áhuga og eldmóði Guðmundar, enda mun öllum nemendum hans, á hinni löngu kennaraævi Guðmundar, hafa borið sarnan um að hann væri afburða maður í því starfi. Guðmundur var kennari af lífi og sál og hæfileikar hans voru svo fjölbreyttir að segja mátti að hann væri jafnvígur á að kenna næstum því allar greinar. Þó mun náttúrufræðin og tungumál hafa staðið honum næst, hann mat íslenzka náttúru og íslenzkt tungutak mikils, enda þekkti hann hin fjölbreyttu fyrirbrigði íslenzks umhverfis flest um betur og íslenzkt mál hafði hann á valdi sínu, svo frábært var. Guðmundur var kvæntur Ólöfu Sigurðardóttur frá Dyrhólum í Mýrdal og lifir hún mann sinn. Er hún góð kona og var manni sínum traustur förunautur. Þeim hjónum varð 8 barna auðið og lifa 7 þeirra sem eru: Ólafur lögreglumaður í Reykjavík, Guðný, gift á Akranesi, Sigurður, lögreglumaður á Akranesi, Guðbjörg, gift í Vesturheimi, Karl verkfræðingur, Björn, klæðskera meistari og Ingólfur, kennari, allir í Reykjavík. Eru börn Guðmundar öll hin mannvænlegustu. Islenzk kennarastétt hefur misst mikils við fráfall Guðmundar og mun hans lengi verða minnst. Hann var stétt sinni til sóma og hann varð þjóðinni til gagns og bar í öllu tilliti hreinan og flekklausan skjöld. E. Á

Jónína Árnadóttir (1893-1980) Sauðárkróki

  • HAH08873
  • Einstaklingur
  • 4.8.1893 - 18.11.1980

Jónína Árnadóttir 4. ágúst 1893 - 18. nóvember 1980 Húsfreyja í Neðranesi á Skaga 1915-23 á Kleif á Skaga, Skag. 1923-35 síðar á Sauðárkróki. Húsfreyja á Kleif, Hvammssókn, Skag. 1930. Síðast bús. á Sauðárkróki.

Jón Kristinsson (1926-1974)

  • HAH03952
  • Einstaklingur
  • 25.9.1926 - 26.2.1974

Guðmar Jón Kristinsson 25. september 1926 - 26. febrúar 1974 Rafvirki á Blönduósi. Var í Gamlahúsi, Hríseyjarsókn, Eyj. 1930. Var í Rafstöðinni í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Hríseyjarhreppi.

Magnúsína Magnúsdóttir (1899-1976) Svangrund

  • HAH04865
  • Einstaklingur
  • 5.6.1899 - 12.3.1976

Magnúsína Magnúsdóttir 5. júní 1899 - 12. mars 1976. Tökubarn í Hafursstaðakoti, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1901. Húsfreyja í Kollugerði, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var á Grund, Höfðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Reykjavík.

Anna Karlsdóttir (1908-2009) Blönduósi

  • HAH01023
  • Einstaklingur
  • 23.2.1908 - 23.6.2009

Anna Karlsdóttir fæddist á Þóroddstungu í Vatnsdal 23. febrúar 1908 og lést á Héraðshælinu á Blönduósi 23. júní 2009. Foreldrar hennar voru Karl Jónsson bóndi, f. 1884, d. 1950, og kona hans Guðrún Sigurðardóttir, f. 1882, d 1979.
Anna var ein tíu barna þeirra hjóna.
Eiginmaður Önnu var Ellert Bergsson, f. 1903, d. 1950. Anna lifði sem ekkja í tæp 60 ár og sá fyrir tveimur börnum þeirra: Sigtryggi f. 1931, maki hans er Brynhildur Friðriksdóttir, f. 1940 og eiga þau tvö börn, Margréti Ágústu og Ellert Unnar. Herdís, f. 1934, maki hennar er Jón Kr. Jónsson, f. 1931, en hún átti einn son fyrir hjónaband, Ellert Björn Svavarsson, f. 1962.
Anna var jarðsungin frá Blönduóskirkju 4. júlí 2009.

Þorbjörn Sigurðsson (1952) Geitaskarði

  • HAH08829
  • Einstaklingur
  • 6.3.1952 -

Þorbjörn Sigurðsson skipstjóri á Ólafsfirði, f. 6.3. 1952, Var í Geitaskarði, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957.

Valdemar Jóhannsson (1888-1975) Miðsvæði

  • HAH04973
  • Einstaklingur
  • 6.12.1888 - 16.12.1975

Valdemar Jóhannsson 6. des. 1888 - 16. des. 1975, nefndur stóri. Húsbóndi á Blönduósi 1930. Verkamaður Blönduósi. Langaskúr 1912-1914, Bræðslubúð 1915,
Reynivöllum, Miðsvæði 1925-1965,

Guðrún Þorsteinsdóttir (1865-1951) Helgavatni

  • HAH04484
  • Einstaklingur
  • 14.5.1865 - 11.11.1951

Guðrún Þorsteinsdóttir 14. maí 1865 - 11. nóv. 1951. Var á Hamri, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Bústýra á Hrísum, Víðidalstungusókn, Hún. 1890. Húsfreyja á Hrísum og Helgavatni. Húsfreyja á Helgavatni, Undirfellssókn, Hún. 1901.

Þorsteinn Sigurjónsson (1919-1971) Rútsstöðum

  • HAH06052
  • Einstaklingur
  • 22.6.1919 - 22.8.1971
  1. júní 1919 - 22. ágúst 1971. Var á Rútsstöðum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Hótelstjóri á Blönduósi. Var á Hamri, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Ókv, barnlaus.

Ástríður Sigurjónsdóttir (1925-1996) Ljótshólum

  • HAH01098
  • Einstaklingur
  • 22.1.1925 - 1.2.1996

Ástríður Sigurjónsdóttir var fædd á Rútssöðum í Svínadal, Austur-Húnavatnssýslu, 22. janúar 1925. Hún lést í Landspítalnum þann 1. febrúar 1996. Útför Ástríðar fer fram í dag 9. febr. 1996 frá Árbæjarkirkju og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Sigurbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir (1917-2010) frá Rútsstöðum

  • HAH01928
  • Einstaklingur
  • 27.9.1917 - 8.5.2010

Sigurbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir fæddist á Rútsstöðum í Svínadal, A-Hún, 27. september 1917. Hún andaðist á dvalarheimilinu Grund þann 8. maí síðastliðinn. Útför Sigurbjargar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag, 18. maí 2010, og hefst athöfnin kl. 15.

Sölvi Guttormsson (1913-2002) Hvammstanga

  • HAH02077
  • Einstaklingur
  • 2.2.1913 - 10.5.2002

Sölvi Guttormsson var fæddur á Síðu í Víðidal í V-Hún. 2. febrúar 1913. Hann lést á sjúkrahúsinu á Hvammstanga 10. maí síðastliðinn. Sölvi ólst upp á Síðu og þegar faðir hans lést tók hann við búi með móður sinni og systkinum, þar til hún lést 1950 og bjó hann þar til ársins 1972, en þá flutti hann til Hvammstanga og bjó þar síðan.
Útför Sölva verður gerð frá Hvammstangakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Björn Sveinsson (1867-1958) Botnastöðum ov

  • HAH02900
  • Einstaklingur
  • 20.5.1867 - 21.8.1958

Björn Sveinsson 20. maí 1867 - 21. ágúst 1958 Bóndi Torfastöðum í Svartárdal 1901, Botnastöðum 1910 og Skagafirði. Síðast bóndi á Gili í Borgarsveit, Skag.

Sigríður Manasesdóttir (1937-2019) Barká í Hörgárdal

  • HAH03589
  • Einstaklingur
  • 6. ágúst 1937 - 5. des. 2019

Sigríður var fædd og uppalin á Barká í Hörgárdal. Sigríður og Davíð tóku við búi í Glæsibæ af foreldrum Davíðs árið 1957. Þau stunduðu hefðbundinn búskap fram til ársins 1991 en hófu þá skógrækt. Eftir þau stendur mikill og fallegur skógur í Glæsibæ en málefni tengd skógrækt voru þeim hugleikin. Sigríður hafði unun af því að hlusta á tónlist og söng hún í Söngsveit Hlíðarbæjar. Hún tók einnig virkan þátt í ýmsum kvenfélagsstörfum. Sigríður var húsmóðir og bóndi að lífi og sál og hún unni sveitinni sinni. Sigríður naut einnig samvista við börnin, barnabörnin og litlu barnabarnabörnin sín sem voru henni afar dýrmæt.

Ingibjörg Pálsdóttir (1863-1947) Þorfinnsstöðum Vesturhópshólasókn

  • HAH03567
  • Einstaklingur
  • 26. des. 1863 - 8. des. 1947

Foreldrar hennar: Páll Snæbjarnarson 29.10. 1820- 12.01.1909 frá Gilstöðum í Vatnsdal og kona hans 14.09.1851 Ingiríður Ólafsdóttir 11.11. 1827- 23.01.1870

Systkin hennar:
Benedikt f. 30. júlí 1852
Guðmundur f. 10. september 1853
Sigurbjörg f. 8. janúar 1856
Solveig f. 26. febrúar 1858
Kolfinna f. 15. apríl 1859
Jórunn f. 29. desember 1861
Guðrún f. 21. desember 1865

Þuríður Sigfúsdóttir (1851-1906) Hjallalandi

  • HAH06777
  • Einstaklingur
  • 25.9.1851 - 21.10.1906

Þuríður Ragnheiður Sigfúsdóttir 25.9.1851 - 21.10.1906. Var á Tjörn, Tjarnarsókn, Hún. 1860. Hvammi 1880, húsfreyja Hjallalandi 1890, Kornsá 1901, stödd á Skagaströnd, kenndi við Kvennaskólann á Blönduósi veturinn 1902-1903 fór þá aftur á Kornsá og lést þar.

Sæmundur Pálsson (1891-1953) klæðskeri

  • HAH04966
  • Einstaklingur
  • 19.8.1891 - 29.5.1953

Sæmundur Pálsson 19. ágúst 1891 - 29. maí 1953. Var á Fróðholtshóli, Oddasókn, Rang. 1901. Klæðskeri á Akureyri 1930. Klæðskeri á Akureyri og í Halldórshúsi utan ár á Blönduósi 1948-1953.

Hulda Stefánsdóttir (1897-1989) Skólastýra Kvsk

  • HAH01457
  • Einstaklingur
  • 1.1.1897 - 25.3.1989

Skólastjóri Húsmæðraskólans í Reykjavík. Húsfreyja á Þingeyrum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Þingeyrum, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Reykjavík. Hin mæta kona Hulda Árdís Stefánsdóttir fæddist 1. janúar 1897 á Möðruvöllumí Hörgárdal. Voru foreldrar hennar Stefán Jóhann Stefánsson skólameistari sonur Stefáns Stefánssonar á Heiði í Gönguskörðum og konu hans, Guðrúnar Sigurðardóttur. Er margt meðal þeirra Heiðamanna landskunnir. Kona Stefáns, móðir frú Huldu, var Steinunn Frímannsdóttir frá Helgavatni í Vatnsdal. Möðruvellir voru stór staður á uppvaxtarárum frú Huldu, velsóttur skóli í góðu áliti og faðir hennar ekki að eins skólastjóri heldur stór bóndi.

Þau systkini Hulda og Valtýr ólust upp á miklu menningarheimili, ríkum garði. Frú Huldu var hug næmast að ræða um æsku sína frá þessum dögum, þar á meðal heimilið á Hofi yst í Hörgárdal hjá sr. Davíð Guðmundssyni presti er varfrá Vindhæli á Skagaströnd og son hans, Ólaf Davíðsson, er lengi hafði dvalið við nám í Höfn en nú varkominn heim. Hann hafði stundað náttúrufræði í Höfn, einkum grasafræði og nú þjóðsagnasöfnun. Hann kenndi stundum á Möðruvöllum og var barngóður og var mikill vinur þeirra barnanna Valtýs og Huldu. Var tekin mynd af Ólafi og þeim er frú Hulda hafði uppi alla tíð. Þessar æskuminningar frú Huldu voru ríkar í huga hennar oft er við ræddum saman.

Hafði hún mjög hug á að setjast í Menntaskólann í Reykjavíkog ljúka þar stúdentsprófi.- En meðal kvenna var vaknaður áhugi fyrir námi við skólann og má geta þess að vorið 1915 útskrifuðust 7 kvenstúdentar.- Eigi varð úr að Hulda færi í Menntaskólann, en síðar sigldi hún til Hafnar og dvaldi fyrst hjá dr. Valtý Guðmundssyni prófessor. En þeir Stefán skólameistari voru skólabræður úr Latínuskólanum og félagar við nám ytra. Var ávallt mikil vinátta meðþeim.- Hulda gekk á Húsmæðraskólann í Vordenburg, síðan var hún á hljómlistarskóla í Höfn, en hún sem foreldrar hennar unni hljómlist. Um leið gekk hún á Verslunarháskóla í Friðriksbergi og stundaði þar tungumál og bókfærslu.- Hulda hafði notið námsins vel til munns og handa og var há menntuð kona er hún kom heim.

Hún var kennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri frá 1921-23 og bjó með móður sinni en Stefán skólameistari andaðist 20. janúar 1921.

Þann 15. júní 1923 giftist Hulda Stefánsdóttir Jóni Sigurði Pálmasyni bónda á stórbýlinu Þingeyrum. Hann var sonur sr. Pálma Þóroddssonar frá Skeggjastöðum í Garði, presti á Höfða á Höfðaströnd, síðar á Hofsósi og konu hans, Önnu Hólmfríði Jónsdóttir Hallssonar prófasts í Glaumbæ.- Jón Pálmason var búfræðingur frá Ólafsdal 1905.

Hann vann að jarðarbótum og sveitastörfum í 2 ár, stundaði verslunarstörf á Sauðárkróki 1907-13 og var verslunarstjóri þar á sinni árin. Þá dvaldi hann eitt ár við landbúnaðarstörf á Sjálandi.- Hann keypti jörðina Þingeyrar í Húnaþingi 1914 og hóf þar búskap 1915. Hann var félagslyndur maður. Hann var oddviti í 30 ár og sýslunefndarmaður frá 1928. Jón Pálmason var kirkjunnar maður. Var í sóknarnefnd frá 1916 enda átti hann guðshúsið og því kirkjubóndi.
Minningarathöfn um frú Huldu fór fram í Dómkirkjunni í Reykjavík, fimmtudaginn 6. apríl, að viðstöddu miklu fjölmenni. Sr. Guðmundur Þorsteinsson frá Steinnesi flutti minningarræðuna.- Hún var lögð til hinstu hvíldar að Þingeyrum við hlið manns síns að lokinni athöfn í Þingeyrakirkju. Á þeim stað sem henni var svo kær.

Lilja Sigurðardóttir (1884-1970) Víðivöllum

  • HAH06163
  • Einstaklingur
  • 26.2.1884 - 30.3.1970

Lilja Sigurðardóttir 26. feb. 1884 - 30. mars 1970. Fæddist á Víðivöllum og ráðskona þar 1930. Húsmæðraskólakennari, bús. í Ásgarði í Blönduhlíð, Skag. Síðast bús. í Akrahreppi.
Hlaut riddarakross fyrir garðyrkjustörf, heimilisiðnað og störf að félagsmálum.

Borgarfjörður eystra

  • HAH00840
  • Fyrirtæki/stofnun
  • um 890

Borgarfjörður eystri eða Borgarfjörður eystra er fjörður og byggðalag á norðanverðum Austfjörðum. Þar er þorpið Bakkagerði, sem oftast er kallað Borgarfjörður eystri í daglegu tali, með 88 íbúa (2015). Borgarfjörður er í Borgarfjarðarhreppi, sem einnig nær yfir nálægar víkur og eyðifjörðinn Loðmundarfjörð.

Inn af firðinum er vel gróinn dalur sem nær um 10 kílómetra inn í Austfjarðafjallgarðinn. Eftir honum rennur Fjarðará.
Nokkrir bæir eru í byggð í sveitinni og er þar aðallega stundaður sauðfjárbúskapur. Á Bakkagerði er nokkur smábátaútgerð.

Á Borgarfirði eystra er falleg fjallasjón. Helstu fjöllin eru Dyrfjöll, Staðarfjall, Geitfell og Svartfell. Fjöllin eru úr ljósu líparíti sunnan fjarðar en Borgarfjörður er á mótum líparít- og blágrýtissvæðis og fyrir botni fjarðarins og þó einkum norðan hans er blágrýti mest áberandi. Í firðinum þar má finna mikið af fallegum steinum. Steinasöfnun er þó bönnuð almenningi.

Á meðal þekktra einstaklinga sem tengjast Borgarfirði eystra má nefna Jóhannes Kjarval, listmálara, sem ólst upp í Geitavík. Til minningar um hann er Kjarvalsstofa í félagsheimilinu Fjarðarborg. Hann málaði altaristöflu sem er í Bakkagerðiskirkju.

Magni Ásgeirsson, tónlistarmaður, sem tók þátt í raunveruleikaþættinum Rockstar: Supernova árið 2006, er frá Borgarfirði eystra. Emilíana Torrini tónlistarkona er líka ættuð þaðan.

Margrét Jóhannesdóttir (1916-2000) Botnastöðum

  • HAH01742
  • Einstaklingur
  • 23.5.1916 - 16.10.2000

Margrét Jóhannesdóttir fæddist á Sauðárkróki 23. maí 1916. Hún lést á dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki mánudaginn 16. október síðastliðinn. Útför Margrétar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Hafsteinn Sigurðsson (1919-1988) frá Öxl

  • HAH04614
  • Einstaklingur
  • 6.8.1919 - 29.8.1988

Hafsteinn Sigurðsson 6. ágúst 1919 - 29. ágúst 1988. Var á Öxl, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Húsasmiður í Reykjavík, síðast bús. í Hveragerðisbæ. Ókvæntur

Ásta Albertsdóttir (1934-2020) Akranesi

  • HAH08141
  • Einstaklingur
  • 5.11.1934 - 1.3.2020

Ásta Albertsdóttir fæddist á Akranesi 5. nóvember 1934.
Hún lést á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi 1. mars 2020. Ásta bjó á dvalarheimilinu Höfða síðustu 11 ár ævi sinnar. Útför Ástu fór fram frá Akraneskirkju 10. mars 2020, og hófst hún klukkan 13.

Ingveldur Alfonsdóttir (1935-2017) Ólafsvík

  • HAH08196
  • Einstaklingur
  • 31.8.1935 - 16.3.2017

Ingveldur Alfonsdóttir fæddist 31. ágúst 1935 í Alexandershúsi, Ólafsvík.
Hún lést á Landspítalanum þann 16. mars 2017 eftir stutt veikindi. Útför Ingveldar fór fram frá Grafarvogskirkju 22. mars 2017, og hófst athöfnin klukkan 13. Jarðsett var í Gufuneskirkjugarði í Reykjavík.

Laufey Marteinsdóttir (1960-1995)

  • HAH01697
  • Einstaklingur
  • 28.1.1960 - 22.10.1995

Laufey Marteinsdóttir fæddist á Blönduósi 28. janúar 1960. Hún lést í bílslysi við Gilsstaði í Hrútafirði 22. október 1995.
Útför Laufeyjar fór fram frá Blönduósskirkju 28.10.1995 og hófst athöfnin kl. 14.

Niðurstöður 7801 to 7900 of 10466