Ásta Ágústsdóttir (1925-2009) frá Urðarbaki
- HAH03664
- Einstaklingur
- 9.7.1925 - 8.2.2009
Ásta Ágústsdóttir 9. júlí 1925 - 8. febrúar 2009 Var á Urðarbaki, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Reykjavík. Eftir skólavistina á Blönduósi fluttist Ásta til Reykjavíkur, dvaldist fyrst um sinn í vist hjá frænku sinni Ástríði Sigurðardóttur (Ástu frænku) og manni hennar Kristni Guðnasyni og stundaði ýmis störf. Ásta kynntist Eggert nokkrum árum eftir komu sína til Reykjavíkur. Þau bjuggu fyrst í Mávahlíð 14 en byggðu fljótlega hús í Njörvasundi 22, ásamt Jakobi, bróður Eggerts og konu hans, Guðnýju. Árið 1971 fluttu Ásta og Eggert í Ljósaland 5 og bjuggu þar í 30 ár, þar til þau fluttu í Miðleiti 4.
Útför Ástu fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.