Showing 10412 results

Authority record

Herdís Petrea Valdimarsdóttir (1927-2006) frá Selhaga

  • HAH01430
  • Person
  • 18.7.1927 - 23.12.2006

Herdís Petrea Valdimarsdóttir fæddist á Selhaga í Bólstaðarhlíðarhreppi 18. júlí 1927.
Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 23. desember 2006. Síðustu 6 árin dvaldist Herdís á Grund.
Útför Herdísar var gerð frá Fossvogskapellu 4. janúar 2007.

Herdís Pétursdóttir (1839-1931) Efri-Þverá og Katadal á Vatnsnesi

  • HAH09136
  • Person
  • 26.4.1839 - 28.8.1931

Herdís Pétursdóttir 26. apríl 1839 - 28. ágúst 1931 Vesturhópshólasókn. Var í Öskuhlíð, Ingjaldshólssókn, Snæf. 1845. Vinnukona á Breiðabólstað, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1860. Húsfreyja á Efri-Þverá,, V-Hún. 1870 og 1880, húsfreyja í Katadal í Tjarnarsókn, V-Hún. 1872. Húsfreyja í Gottorpi, Vesturhópshólasókn, Hún. 1901. Var í Skógarkoti, Þingvallasókn, Árn. 1930.

Herdís Stefánsdóttir (1951-1999)

  • HAH01431
  • Person
  • 10.3.1951 - 8.11.1999

Herdís Stefánsdóttir fæddist á Sauðárkróki 10. mars 1951. Hún lést í sjúkrahúsi í Rochester í New York-ríki í Bandaríkjunum hinn 8. nóvember síðastliðinn. Herdís lauk sjúkraliðaprófi og starfaði lengst af á Vistheimilinu á Sólborg og síðar á geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.
Útför Herdísar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Herðubreið

  • HAH00239
  • Corporate body
  • (1950)

Herðubreið er 1682 metra hátt móbergsfjall norðan Vatnajökuls. Hún er í Ódáðahrauni og er oft nefnd „Drottning íslenskra fjalla“ (sjá listann yfir gælunöfn) vegna þess hve mörgum finnst hún formfögur. Fjallið myndaðist við eldgos undir jökli. Á toppi þess eru hraunlög og hefur gosið því náð upp úr jöklinum. Slík fjöll, þ.e.a.s. móbergsfjöll með hraunlögum að ofan, kallast stapar. Herðubreið var valin þjóðarfjall Íslendinga í kosningu árið 2002.

Fyrst var gengið á Herðubreið með vissu árið 1908 en fram að því hafði hún verið talin ógeng. Það gerðu Sigurður Sumarliðason og þýski jarðfræðingurinn Dr. Hans Reck í ágúst það ár nánar tiltekið 13. ágúst 1908. Þann 21.apríl 2009, 101 ári seinna, fór Björn Böðvarsson vélsleðakappi úr Mývatnssveit á topp Herðubreiðar á vélknúnu ökutæki fyrstur manna, er hann náði toppnum á vélsleða sínum.

Hermann Arason (1957) Akureyri

  • HAH05150
  • Person
  • 9.5.1957 -

Hermann Ingi Arason 9. maí 1957. Tónlistarstjóri og gítarleikari, Hljómsveit Pálma Stefánssonar.

Hermann Jónsson (1891-1974) Bóndi og kaupfélagsstjóri í Hofsósi

  • HAH09208
  • Person
  • 12.12.1891 - 30.9.1974

Hermann Jónsson 12. des. 1891 - 30. sept. 1974. Bóndi og kaupfélagsstjóri í Yzta-Mó frá 1918, Barðssókn, Skag. 1930. Verslunarmaður á Hofsósi og Sauðárkróki og lengst af bóndi, kaupfélagsstjóri og hreppstjóri á Ysta-Mói í Fljótum, Skag. Síðast bús. í Haganeshreppi. Málmey 1915-1918.

Hermann Stefánsson (1934-2013) Haugi Miðfirði

  • HAH01432
  • Person
  • 9.12.1934 - 9.11.2013

Gunnar Hermann Stefánsson fæddist á Brunngili [Bryngil skv vegabréfi 1965] í Brunnagili Strandasýslu 9. desember 1934.
Hermann flutti með foreldrum sínum að Geithóli og Reykjum í Hrútafirði, þaðan að Haugi í Miðfirði 1947.
Hann átti lengi heimili á Haugi, síðan í mörg ár á Teigagrund 5 á Laugarbakka.
Hann lést á Landspítalanum Fossvogi 9. nóvember 2013
Útför Hermanns fór fram frá Melstaðarkirkju í Miðfirði 16. nóvember 2013.

Hermína Sigvaldadóttir (1909-1994) Kringlu

  • HAH01433
  • Person
  • 19.6.1909 - 28.6.1994

Hermína Sigvaldadóttir var fædd á Hrafnabjörgum í Svínadal í A-Húnavatnssýslu 19. júní 1909. Hún lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 28. júní síðastliðinn. Útför Hermínu fer fram frá Þingeyrarkirkju í dag.

Hervin Guðmundsson (1907-1979) Siglufirði

  • HAH05435
  • Person
  • 15.11.1907 - 4.8.1979

Hervin Hans Guðmundsson 15. nóv. 1907 - 4. ágúst 1979. Lýtingsstöðum 1920. Húsasmíðameistari á Siglufirði. Var á Sauðárkróki 1930. Síðast bús. í Reykjavík.

Hesputré

  • HAH00990
  • Corporate body
  • 874-

Hesputré er áhald úr tré til að vinda garn. Hesputré er handsnúið áhald þar sem ullarþráðurinn er undinn upp í hespur.

Hestur (1894) Blönduósi (Guðmundarbær 1901 / Jóhannshús/bær 1908)

  • HAH00731
  • Corporate body
  • 1894 -

Bæ þennan byggði Guðmundur Benediktsson 1894. Guðmundur bjó þar í húsinu til 1901 að hann flutti vestur um haf. Hjá honum var um tíma Guðbjörg móðir hans sem lést haustið 1900. Hún er ásamt Birni Erlendssyni, fyrsta manneskjan sem grafin er í kirkjugarðinum.
Eftir brottför Guðmundar eignast Halldór Halldórsson kennari húsið. Hann býr þar til 1908 og var verslunarstjóri fyrir kaupfélagið.
Verslaði hann hann í herbergi er tekið var á leigu í Vertshúsinu. 1908-1909 var Halldór til húsa hjá Þorsteini Bjarnasyni, en söludeildin hafði verið flutt út fyrir á, í skúr er kaupfélagið átti þar.
Halldór byggði sér eigið hús utan ár 1909, þar bæði bjó hann og verslaði til dauðadags.
Halldór seldi Jóhanni Jóhannssyni, Guðmundarbæ 1908.

Hildigunnur Magnea Jóhannsdóttir (1940-1996)

  • HAH01434
  • Person
  • 7.8.1940 - 1.1.1996

Hildigunnur Magnea Jóhannsdóttir fæddist í Reykjavík 7. ágúst 1940. Hún lést á Héraðshælinu á Blönduósi 1. janúar síðastliðinn. Útför Magneu fór fram frá Hólaneskirkju 6. janúar.
Hún stofnaði ung sitt heimili með Guðmundi Árnasyni frá Gnýstöðum á Vatnsnesi. Þau bjuggu á Geitafelli um tíma, en fluttu svo til Skagastrandar og hafa átt sitt heimili þar síðan.

Hildur Björnsdóttir Kærnested (1916-2005)

  • HAH01435
  • Person
  • 27.11.1916 - 21.1.2005

Hildur Björnsdóttir Kærnested fæddist í Reykjavík 27. nóvember 1916. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 2, 31. janúar síðastliðinn. Hildur hóf ung verslunarstörf hjá Hirti Hjartarsyni mági sínum á Bræðraborgarstíg 1 í Reykjavík og eftir lát eiginmanns síns við Útvegsbanka Íslands, og starfaði þar til sjötugs. Eftir að starfsdegi lauk starfaði hún við bókasafn Rauða krossins á Landspítalanum og fyrir Torvaldsensfélagið, Dómkirkjusöfnuðinn, Sjálfstæðisflokkinn og innan Oddfellowreglunnar.
Hildur verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Hildur Helgadóttir (1920-1988) Hvarfi, Víðidalstungusókn

  • HAH07863
  • Person
  • 21.5.1920 - 22.1.1988

Hildur Helga Helgadóttir 21.5.1920 - 22.1.1988. Fæddist að Hvarfi, Víðidalstungusókn, V-Hún. og var var í mt 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. á Seltjarnarnesi. Kvsk á Blönduósi 1940-1941.

Hildur Jónsdóttir (1955) Hjaltabakka

  • HAH07262
  • Person
  • 29.9.1955 -

Hildur Hansína Jónsdóttir f. 29. sept. 1955, íslenskufræðingur, ógift, dóttir er Helga Theódóra Jónasdóttir.

Hildur Solveig Thorarensen (1835-1915) Geitaskarði

  • HAH06409
  • Person
  • 31.8.1835 - 21.7.1915

Hildur Solveig Bjarnadóttir Thorarensen 31. ágúst 1835 - 21. júlí 1915 Húsfreyja í Vestmannaeyjum 1870. Síðar á Geitaskarði í Langadal í Húnavatnssýslu, ekkja þar 1880.

Hildur Solveig Þorbjarnardóttir (1924-2006) frá Geitaskarði

  • HAH01436
  • Person
  • 31.8.1924 - 24.12.2006

Hildur Sólveig Þorbjarnardóttir fæddist á Heiði í Gönguskörðum 31. ágúst 1924 og bjó sín uppvaxtarár á Geitaskarði í Langadal í A-Húnavatnssýslu. Hún andaðist á Droplaugarstöðum 24. desember síðastliðinn. Hildur naut heimakennslu eins og þá var títt og fór síðan í Húsmæðraskólann á Blönduósi (1943-44). Hún kynntist manni sínum í New York og bjó með honum vestan hafs, í Danmörku, Þýskalandi, Kópavogi og síðast í Laufási í Reykjavík. Um árabil vann hún í Skógrækt Reykjavíkur, söng með kirkjukór Kópavogs og vann með öldruðum í Kópavogi á vegum kirkjunnar. Húsmóður- , ræktunar- og kirkjustarfið átti hug hennar allan.
Útför Hildar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Hildur Stefánsdóttir (1893-1970) Auðkúlu

  • HAH06999
  • Person
  • 28.1.1893 - 10.5.1970

Hildur Stefánsdóttir 28. janúar 1893 - 10. maí 1970. Húsfreyja á Sólvallagötu 4, Reykjavík 1930. Húsfreyja, síðast bús. í Reykjavík.

Hillebrantshús Blönduósi 1877, Blöndubyggð 2

  • HAH00104
  • Corporate body
  • 1877 -

Hillebrandtshús 1877. Byggt úr viði úr gömlu verslunarhúsunum á Skagaströnd. Björnsbær 1940. Blönduósbær kaupir húsið 1992.
Yfirsmiður við Hillebrandtshúsið var Sverrir Runólfsson steinsmiður þá hafði hann nýlokið við að hlaða Þingeyrarkirkju, síðar fékk hann útmælda lóð á „Sverrishorni“ (Einarsnesi). Ekki entist honum þó ævin til að reisa sér hús þar. Héðan sigldi hann áleiðis til Borðeyrar með hund sinn, sem hann kallaði Magnús berfætta, en ekkert spurðist til þeirra eftir það. Sagt er, að menn hafi tekið til þess, hvað hundurinn var tregur að fara í bátinn.

Hilmar Árnason (1910-1988) Hofi og Víkum

  • HAH01438
  • Person
  • 2.10.1910 - 16.3.1988

Hilmar Árnason bóndi á Hofi Fæddur 2. október 1910 Dáinn 16. mars 1988. Miðvikudaginn 16. þ.m. andaðist í Héraðshælinu á Blönduósi Hilmar Árnason bóndi á Hofi. Útför hans verður gerð frá Hofskirkju. Árið 1944 keyptu þau hjónin Hof og fluttu þangað á fardögum sama ár. Hof er stór og góð jörð, en mun hafa þótt nokkuð dýr á þeirri tíð og það heyrði ég haft eftir öðrum seljandanum að þessi kaup myndu klæða Hilmar úr skyrtunni. Það fór á annan veg. Nú var hann búinn a fá gott olnbogarými fyrir meðfæddan stórhug og athafnasemi. Tók hann fljótt til að endurbæta jörðina bæði með ræktun og húsagerð, ennfremur stórjók hann áhöfn hennar. Þegar á árinu 1946 reisti hann íbúðarhús úr steinsteypu, síðan rak hver framkvæmdin aðra og áður en 10 ár voru liðin hafði hann endurbyggt öll hús á jörðinni úr steinsteypu. Það fannst mér staðfesta vel stórhug Hilmars og framfaravilja þegar hann árið 1972, þá kominn af léttasta skeiði, braut niður fjárhús, sem hannhafði byggt, og ekki þóttu lengur svara kröfum tímans og byggði önnur með vélgengum kjallara og öðru því er nútíminn krefst.
Meðan farskóli starfaði léðu þau hjón skólanum húsnæði um árabil og tóku kennarann í fæði og húsnæði. Á meðan ferðast var á hestum var það venja okkar utan Króksbjargs, er við áttum leið í kaupstað, að koma við á Hofi. Varþá þeginn beini fyrir menn og skepnur og oft notið gistingar. Veittu þau hjón þetta allt af mestu rausn og alúð.

Hilmar Frímannsson (1899-1980) Fremstagili

  • HAH05097
  • Person
  • 12.6.1899 - 13.6.1980

Hilmar Arngrímur Frímannsson 21. júní 1899 - 13. júní 1980. Var í Hvammi, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Fremstagili í Langadal.

Hilmar Kristjánsson (1948-2008) frkvst Stíganda

  • HAH01437
  • Person
  • 16.5.1948 - 1.1.2008

Hilmar Kristjánsson fæddist í Borgarnesi 16. maí 1948. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 1. janúar 2008.
Hilmar ólst upp á Blönduósi og bjó þar alla tíð. Hann og Valdís reistu sér fallegt hús á Hlíðarbraut 3 þar sem börnin uxu úr grasi á kærleiksríku heimili. Fjölskyldan flutti til Blönduóss þegar Hilmar var kornungur og þar sleit hann barnsskónum við leik og störf. Á unglingsárunum var Hilmar í sveit, fyrst á bænum Melkoti í Borgarfirði, síðar í Gautsdal í Húnavatnssýslu. Ungur að árum gekk Hilmar í hin ýmsu störf hjá fjölskyldufyrirtækinu, Trésmiðjunni Stíganda hf. Kom fljótt í ljós að smíðarnar áttu vel við hann og árið 1965 var hann kominn þar í fullt starf. Hilmar tók sveinspróf í trésmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1968 og meistaraprófi lauk hann 1973. Hilmar tók við sem framkvæmdastjóri Stíganda um áramótin 1975-1976 af föður sínum, Kristjáni Gunnarssyni, og gegndi því starfi til æviloka. Athafnamennskan var Hilmari í blóð borin og kom hann að rekstri fjölmargra fyrirtækja á lífsleiðinni. Hann var einn af stofnefndum og sat í stjórnum Bílaleigu Blönduóss hf., kranafyrirtækisins Átaks hf. og Steypustöðvar Blönduóss hf. Árið 1990 stofnaði hann Glaðheima hf., sem setti upp fjölda sumarhúsa og rak í Brautarhvammi við bakka Blöndu. Hilmar sat einnig í stjórn fjölda fyrirtækja til lengri og skemmri tíma; má þar nefna Kaupfélag Húnvetninga, Nökkva hf., Særúnu hf., Sólfell ehf. og Miðholt ehf. Hilmar var formaður stjórnar Vinnueftirlits ríkisins árin 1997 til 2003. Hilmar var mikill áhugamaður um sveitarstjórnarmál og unni hag landsbyggðarinnar. Hann var varamaður í hreppsnefnd Blönduóss frá 1970 til 1974 og aðalmaður í hreppsnefnd frá 1974. Síðan oddviti í hreppsnefnd Blönduóss frá 1978 til 1988 og fyrsti forseti bæjarstjórnar Blönduóss frá 1988 til 1990. Á þessum árum sat Hilmar í ótal nefndum og ráðum á vegum Blönduósbæjar. Hann var í stjórn Fjórðungssambands Norðurlands til margra ára. Hilmar var ávallt mikill félagsmálamaður og tók virkan þátt í félagsmálum á Blönduósi og víðar. Hann var einn af stofnefndum Hjálparsveitar skáta á Blönduósi og starfaði með sveitinni um árabil. Hann var alla tíð dyggur og mikill stuðningsmaður Ungmennafélagsins Hvatar og kom að starfi þess með margvíslegum hætti, allt frá því að leika með knattspyrnuliði Hvatar til þess að vera formaður stuðningsmanna. Hilmar tók virkan þátt í starfi JC Húnabyggðar, var um tíma formaður Lionsklúbbs Blönduóss og síðustu árin virkur í starfi Frímúrarareglunnar. Hilmar var formaður sóknarnefndar Blönduóskirkju frá árinu 2006. Fyrst og fremst var Hilmar mikill Blönduósingur. Stóran hluta lífs síns helgaði hann af áhuga, einlægni og gleði Blönduósi og Blönduósingum. Honum leið hvergi betur en á Blönduósi og alltaf þegar hann var einhvers staðar í burtu snerist allt um að komast aftur heim á Blönduós, þar vildi hann vera.
Útför Hilmars fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Hilmar Snorrason (1923-2020) Blönduósi

  • HAH06943
  • Person
  • 9.10.1923 - 8.7.2020

Var á Blönduósi 1930. Var í Pétursborg, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Kjörbarn skv. Thorarens.: Sigurður Pétur Hilmarsson, f. 4.9.1960.

Hindisvík á Vatnsnesi

  • HAH00291
  • Corporate body
  • (1900)-1957

Bæjarstæðið sérkennilegt og fagurt, vestan í klettarima, við litla vík sem skerst inn í Vatnsnesið norðanvert. Jörðin er sögð hálf í sjó að gæðum, svo eru þar hlunnindi mikil ef nýtt væru. Í Hindisvík er löggilt höfn. Þar hefur sami karlleggur búið frá 1830, síðast sra Sigurður Norland. Íbúðarhús það er síðast var var notað reisti Jóhannes Sigurðsson faðir sra Sigurðar. Þar standa auk þess tvö smá íbúðarhús sem sra Sigurður lét byggja. Eigendur Sverrir Norland og Agnar Norland. Íbúðarhús byggt 1953 349 m3. Fjárhús yfir 160 fjár. Hlaða 1313 m3. Tún 18,4 ha. Selveiði, æðavarp og reki.

Hinrik Magnússon (1851-1928) Orrastöðum og Tindum

  • HAH06712
  • Person
  • 13.4.1851 -10.12.1928

Var á Gunnfríðarstöðum, Svínavatnssókn, Hún. 1860, Ystagili 1870. Húsbóndi á Orrastöðum, Þingeyrasókn, Hún. 1890. Bóndi í Tindum, Svínavatnssókn, Hún. 1901. Húsbóndi á Sæunnarstöðum, Spákonufellssókn, Hún. 1910.

Hítará, Brúarfoss, Kolbeinsstaðafjall, Fagraskógarfjall, Grettisbæli, Barnaborgarhraun.

  • HAH09274
  • Corporate body
  • 874 -

Kolbeinsstaðafjall 675 mys
Fagraskógarfjall er um 684 m. fjall í Hnappadal í Borgarbyggð, sunnan við Hítardal. Við suðaustanvert fjallið er fellið Grettisbæli.
Þann 7. júlí 2018 féll skriða eða berghlaup úr fjallinu sem stíflaði um tíma Hítará. Við það myndaðist vatn sem nefnt var Bakkavatn. Skriðan var einfaldlega nefnd Skriðan.
Grettisbæli er 426 m hátt móbergsfjall, er gengur suðaustur úr Fagraskógarfjalli (684 m). Efst í fjallinu eru skörðóttir móbergstindar er standa upp úr annars snarbröttum skriðunum. Í Grettis sögu segir að Grettir Ásmundarson hafi haft aðsetur í hellisskúta í fjallinu í þrú ár, enda hafi fjallið verið mjög svo ákjósanlegt vígi til varna frá náttúrunnar hendi. Aðrar heimildir segja hann hafa dvalist þar nokkuð skemur, eða í um eitt ár. Mun Grettir hafa gengið svo frá hellismuna að lítið bæri þar á mannaferðum og síðan herjað á nágrannabyggðir um vistir og viðurværi.
Hítará er bergvatnsá sem rennur úr Hítarvatni eftir Hítardal og fellur í Akraós. Hítará afmarkar Mýrasýslu og Snæfells- og Hnappadalssýslu.
Í ánni eru fossarnir Kattarfoss og Brúarfoss og er í henni góð laxveiði en hún er nú laxgeng allt til upptaka. Selir ganga stundum upp í ána allt að Brúarfossi. Jóhannes á Borg byggði sér veiðihús á árbakkanum og kallaði Lund. Þar er að finna mikið safn uppstoppaðra fugla sem Jóhannes viðaði að sér.
Barnaborgarhraun og Barnaborg eru í Kolbeinsstaðahreppi, Snæfellsnessýslu. Þetta er úfið apalhraun frá nútíma, víða lyngi og kjarri vaxið, runnið frá Barnaborg, eldvarpi í miðju hrauninu.

Hjallaland í Vatnsdal

  • HAH00292
  • Corporate body
  • (1950)

Bærinn stendur á skriðubungu vestur frá Jörundarfelli skammt frá austustu kvísl Vatnsdalsár. Túnið er ræktað á skriðu, en engjar í óshólmum Vatnsdalsár og á bökkum hennar, mikið af engjum er áborið. Beitiland er í flóum og grundum meðfram fjallinu og í því sjálfu - Deildarhjalli. Býlið er landnámsjörð og hét þá Grund undir Felli. Með jörðinni er nú metið Grundarkot sem lá áður til Másstaða. Hjallaland var fyrrum klausturjörð en varð bændaeign snemma á 19. öld. Skriðuhætt hefir löngum verið á Hjallalandi. Tók bæinn af við skriðuhlaup árið 1390. Íbúðarhús byggt 1883, 580 m3. Fjós fyrir 30 gripi. Fjárhús yfir 320 fjár. Hesthús. Hlöður 1280 m3. Tún 42 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Eigandi jarðarinnar 1975; Magdalena Margrét Sæmundsen 27. maí 1921 - 31. okt. 1998. Var á Blönduósi 1930. Verslunarmaður í Reykjavík og á Blönduósi. Var í Sæmundsenshúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Fósturdóttir: Sigríður Hermannsdóttir f. 3.3.1955.

Hjálmar Húnfjörð Eyþórsson (1917-1999) Blönduósi

  • HAH01440
  • Person
  • 4.12.1917 - 21.6.1999

Hjálmar Húnfjörð Eyþórsson fæddist á Blönduósi 4. desember 1917. Hann andaðist að Engimýri í Öxnadal 21. júní síðastliðinn. Hjálmar ólst upp á Blönduósi og í sveitunum í kring. Hann kom til fósturforeldra sinna, Péturs Tímoteussonar og Hólmfríðar Erlendsdóttur í Meðalheimi, átta ára gamall. Hjálmar lauk barnaskólanámi í farskóla Torfalækjarhrepps, var síðan tvo vetur í Reykholtsskóla í Borgarfirði. Hann vann sem verkamaður, bifreiðastjóri og sjómaður í mörg ár. Árið 1958 sótti hann lögreglunámskeið og hóf að starfa sem héraðslögregluþjónn. Árið 1964 var hann settur lögregluþjónn í A- og Vestur-Húnavatnssýslu, síðar varð hann lögregluvarðstjóri. Síðustu starfsár sín vann hann á skrifstofu lögreglunnar eða þar til hann hætti störfum, 31. desember árið 1984. Þau hjónin, Hjálmar og Kristín, fluttust til Keflavíkur 12. maí 1991. Hjálmar starfaði að ýmsum félagsmálum. Hann var meðal annars: formaður Verkalýðsfélags A-Hún., formaður Slysavarnafélagsins á Blönduósi, einn af stofnendum Björgunarsveitarinnar Blöndu, í Leikfélagi Blönduóss, einn af stofnendum karlakórsins Húna. Útför Hjálmars fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Hjálmar Jónsson (1796-1875) Bólu-Hjálmar

  • HAH06950
  • Person
  • 29.9.1796 - 25.7.1875

Bóndi og skáld í Bólu í Akrahr., Skag. Var á Dagverðareyri í Glæsibæjarsókn, Eyj. 1801. Nefndi sig Bólu-Hjálmar.

Hjálmar Jónsson, betur þekktur sem Bólu-Hjálmar, (fæddur á Hallandi í Eyjafirði 29. september 1796, dáinn í Brekkuhúsum[1] skammt frá Víðimýri í Skagafirði 25. júlí 1875) var bóndi og ljóðskáld.

Móðir Hjálmars, Marsibil Semingsdóttir, var heimilislaus þegar hún eignaðist hann, kom að kvöldi dags að Hallandi á Svalbarðsströnd og tók léttasótt um nóttina. Daginn eftir fór vinnukona á Hallandi, Margrét að nafni, með barnið áleiðis til hreppstjórans og bar það í poka. Hún kom við á Dálksstöðum og húsmóðirin þar, ekkja að nafni Sigríður Jónsdóttir, fann svo til með drengnum að hún tók hann í fóstur og ól hann upp til átta ára aldurs. Þá fór hann til föður síns, Jóns Benediktssonar, og ólst þar upp.

Hjálmar flutti að Silfrastöðum í Skagafirði 1820 og kynntist þá konu sinni, Guðnýju Ólafsdóttur á Uppsölum, en mæður þeirra voru systur. Þau bjuggu fyrst á Bakka í Öxnadal en fluttu svo aftur til Skagafjarðar og bjuggu fyrst á Nýjabæ í Austurdal í fimm ár. Árið 1829 fluttu þau að Bólu (Bólstaðargerði) í Blönduhlíð, hjáleigu frá Uppsölum og við þann bæ var Hjálmar jafnan kenndur. Hjálmar var ekki vinsæll í sveitinni og þegar nágrönnunum þótti fé heimtast illa féll grunur á hann og gerðu hreppstjórar þjófaleit hjá þeim hjónum 1838. Þau voru sýknuð af ákærum um sauðaþjófnað ári síðar en hröktust burt frá Bólu. Sauðaþjófnaður var einhver alvarlegasti glæpur bændasamfélagsins og féll Hjálmari kæran mjög þungt.

Guðný dó 1845 og eftir það var Hjálmar í húsmennsku, lengst af í Minni-Akragerði í Blönduhlíð og síðar í Grundargerði þar rétt hjá. Hann bjó við heldur þröngan kost og átti oft í erjum við nágranna sína og orti um þá. Hjálmar var listfengur og oddhagur og hafa varðveist eftir hann fagurlega útskornir gripir. Hann var og fljúgandi hagorður og myndvís í skáldskap sínum. Í ljóðum hans gætir gjarnan biturleika vegna slæmra kjara og ekki vandar hann samferðamönnum sínum alltaf kveðjurnar.

Hjálmar Jónsson (1876-1943) Fjósum

  • HAH05183
  • Person
  • 8.12.1876 - 29.11.1943

Hjálmar Jónsson 8. des. 1876 - 29. nóv. 1943. Bóndi á Fjósum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Fjósum í Bólstaðarhlíðarhr.

Hjálmar Konráðsson (1895-1933) kaupfélagsstjóri Vestmanneyjum

  • HAH09006
  • Person
  • 23.11.1895 - 17.12.1933

Hjálmur Konráðsson 23.11.1895 - 17.12.1933. Kaupfélagsstjóri Bjarma á Miðstræti 4, Vestmannaeyjum 1930. Lausamaður á Hofstöðum, Helgafellssókn, Snæf. 1920. Framkvæmdastjóri í Vestmannaeyjum.
Hjálmur var með foreldrum sínum í æsku. Faðir hans lést er Hjálmur var á sextánda árinu.
Hann var með ekkjunni móður sinni og nokkrum systkinum sínum hjá Jóni bróður sínum á Hofsstöðum í Helgafellssveit á Snæfellsnesi 1915 og 1916 og skráður þar heimilismaður og námsmaður 1919 og 1920, nam við Samvinnuskólann. Hann var verslunarmaður í Prestakallshúsi í Stykkishólmi 1922 og 1923, bókhaldari þar 1924.
Hjálmur var fenginn til Eyja í ágúst mánuði 1925 til að gera upp reikninga Kaupfélagsins Bjarma frá árinu 1924, en var ráðinn kaupfélagsstjóri í október 1925 og gegndi því starfi til dánardægurs 1933.
Fyrirtækið átti í miklum erfiðleikum fjárhagslega, er hann tók við því, en náði sér vel undir stjórn hans, þó að síðar hallaði undan fæti.

Hjálmar Lárusson (1868-1927) myndskeri Blönduósi

  • HAH06692
  • Person
  • 22.10.1868 - 10.8.1927

Hjálmar Lárusson 22. okt. 1868 - 10. ágúst 1927. Trésmiður og myndskeri á Blönduósi, síðar í Reykjavík. Var í Holtastaðakoti, Holtastaðasókn, Hún. 1880 og 1890.
Hrafnaflötum [Pálmalundur] 1909-1919, byggði húsið. Var í Vertshúsi í mt 1910 meðan hann reisti Hafnaflatir.

Hjálmar Pálsson (1929-2001) bifreiðastjóri Blönduósi

  • HAH01441
  • Person
  • 26.7.1929 - 28.12.2001

Hjálmar Pálsson var fæddur á Blönduósi 26. júlí 1929. Að loknu skyldunámi vann Hjálmar almenn landbúnaðar- og verkamannastörf en bifreiðaakstur var hans ævistarf. Hann tók snemma meirapróf, eignaðist vörubíl og ók honum í vegavinnu og annarri vinnu, eftir því sem til féll. Hann ók einnig flutningabílum milli Reykjavíkur og Blönduóss um árabil. Hann átti einnig gröfu, sem var ein af þeim fyrstu hér um slóðir og hann vann mikið með. Hjálmar átti alla sína ævi heima á Blönduósi.

Hann lést í Landspítalanum - háskólasjúkrahúsi, 28. desember 2001.
Útför Hjálmars fór fram frá Blönduóskirkju 4.1.2002 og hófst athöfnin klukkan 14.

Hjálmar Sigurðsson (1873-1949) Stafni

  • HAH04985
  • Person
  • 31.1.1873 - 31.5.1949

Þorsteinn Hjálmar Sigurðsson 31. jan. 1873 - 31. maí 1949. Bóndi í Stafni í Svartárdal, A-Hún. Söðlasmiður. Böðvarshúsi 1901.

Hjálmar Þorsteinsson (1886-1972) frá Hvarfi í Víðidal

  • HAH09488
  • Person
  • 21.9.1886 - 20.6.1972

Hjálmar Þorsteinsson 21.9.1886 - 20.6.1972. Var á Hvarfi, Víðidalstungusókn, Hún. 1890. Húsgagnasmíðameistari í Reykjavík. Trésmiður á Bjarnarstíg 4, Reykjavík 1930. Hjálmarshúsi Reykjavík [við Frakkastíg]

Hjálmfríð Kristófersdóttir (1901-1981) Mosfelli

  • HAH05000
  • Person
  • 26.7.1901 - 26.11.1981

Hjálmfríð Anna Kristófersdóttir 26. júlí 1901 - 26. nóv. 1981. Tökubarn í Hjálmarshúsi [Mosfelli], Blönduóssókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Blönduósi 1930. Var á Mosfelli, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Nefnd Hjálmfríður í 1901 og 1930.
ATHS; Hér eins og alltaf er farið eftir skráningu í íslendingabók.

Hjálmfríður Þorsteinsdóttir (1916-2003) Garðyrkjufræðingur. Kvsk 1938-1939

  • HAH07847
  • Person
  • 15.1.1916 - 20.12.2003

Hjálmfríður Ólöf Þorsteinsdóttir fæddist í Neðri-Miðvík í Aðalvík í N-Ísafjarðarsýslu 15. janúar 1916.
Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík að kvöldi 20. desember 2003. Útför Hjálmfríðar fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 5.1.2004 og hófst athöfnin klukkan 10.30.

Hjaltabakki

  • HAH00643
  • Corporate body
  • (950)

Á Hjaltabakka var kirkjustaður um aldaraðir, en 1895 var kirkjan flutt á Blönduós. Jörðin er víðlend, nær frá Draugagili við Blönduós og fram að Laxá. Hið efra eru melar og hrísmóar, en er kemur niður fyrir bakkann, sem bærinn stendur á, verður landið mýrlendaa. Upp af fjörunni eru bakkar sem hækka eftir því sem norðar dregur og enda við Háubrekku. Íbúðarhús byggt 1912, 467 m3 og viðbót 1975 45 m3. Fjós 1958 fyrir 16 gripi, breytt 1975 í fjárhús. Fjárhús yfir 440 fjár. Tvær hlöður 1040 m3. Votheysturn 40 m3. Geymsla. Tún 41,1 ha. Veiðiréttur í Laxá á Ásum.

Hjalti Árnason (1915-2010) Skeggjastöðum á Skaga

  • HAH01439
  • Person
  • 11.1.1915 - 4.7.2010

Hjalti Árnason fæddist í Víkum á Skaga, Austur Húnavatnssýslu, hinn 11. janúar 1915. Hann andaðist sunnudaginn 4. júlí síðastliðinn á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi. Hjalti var bóndi alla sína starfsævi, en auk þess starfaði hann sem póstur sveitarinnar í áratugi. Á fyrstu árum búskapar síns eignaðist hann jarðvinnsluvélar sem hann nýtti fyrir sjálfan sig og vann auk þess fyrir nágranna sína. Hann var einnig sjálfmenntaður járnsmiður, átti smiðju þar sem hann smíðaði m.a. skeifur undir reiðhesta sína og annarra.
Hjalti verður jarðsunginn frá Hofskirkju 10. júlí 2010 kl. 14. Jarðsett verður í heimagrafreit á Skeggjastöðum.

Hjalti Jóhannesson (1876-1947) Ísafirði 1930

  • HAH06703
  • Person
  • 1.10.1876 - 4.10.1947

Fæddur í Gottorp. Var í Þernumýri, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1880. Vinnnumaður Hofi í Vatnsdal 1890. Leigjandi í Ísafjarðarkaupstað, N-Ís. 1901. Háseti á Ísafirði 1930.

Hjarðartunga í Vatnsdal

  • HAH00047
  • Corporate body
  • 1962

Nýbýli úr Grímstungu stofnað 1962 úr 1/3 jarðarinnar. Bærinn stendur á þurru sléttlendi spöl frá brekkurótum nærri þeim stað sem er gamli bærinní Grímstungu stóð, sem var rifinn 1921.

Results 4501 to 4600 of 10412