Var á Hóli, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Brandsstöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Bóndi á Brandsstöðum. Hann var fæddur 8. október 1922 á Bergsstöðum í Svartárdal. Sigurjón ólst upp með foreldrum sínum, er bjuggu á ýmsum jörðum í Svartárdal. Er faðir þeirra bræðra andaðist 1944, fluttu þeir í Mjóadal, en þar var og systir þeirra, Soffía.
Mjóidalur var vel hýst gamalt höfuðból, er hefur beðið sömu örIög og Þverá í Hallárdal, að þau hafa dæmzt úr leik, sökum nýrra sjónarmiða um búskap og samgöngur.
Þeir bræður fluttu því 1949 að Brandsstöðum, er þeir keyptu ásamt móður sinni, er hafði verið ráðskona þeirra. Það var mikið ræktað og byggt á Brandsstöðum.
Og er bærinn brann, var þar byggt myndarlegt hús. En þó finnst flestum miklu af létt og margt gert fyrir hin komandi ár, er vér ætlum oss að búa í grænum dal við árniðinn og rafljósin, segja myrkrinu stríð á hendur á bæjum vorum. En svo var eigi um Sigurjón. Árið 1964 hlaut hann vanheilsu og leitaði sér meðal annars læknisdóms í Höfn og hlaut nokkra bót, en fékk eigi fulla heilsu.