Sigurður Þórarinsson (1912-1983) jarðfræðingur

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Sigurður Þórarinsson (1912-1983) jarðfræðingur

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

8.1.1912 - 8.2.1983

History

Sigurður Þórarinsson 8. jan. 1912 - 8. feb. 1983. Var á Akureyri 1930. Fósturfor: Balduin Ryel og Gunnhildur Andrésdóttir Ryel. Var í Reykjavík 1945. Prófessor í jarðfræði við Háskóla Íslands í Reykjavík.

Places

Legal status

Sigurður lauk stúdentsprófi frá MA 1931, cand.phil.-prófi frá Kaupmannahafnarháskóla, fil.kand.-prófi í almennri jarðfræði, bergfræði, landafræði og grasafræði frá Stokkhólmsháskóla, fil.lic.-prófi þaðan í landafræði og tók doktorspróf við Stokkhólmsháskóla 1944.

Functions, occupations and activities

Sigurður var dósent í landafræði við Stokkhólmsháskóla 1944, vann að rannsóknum á Vatnajökli sumrin 1936-38 og í Þjórsárdal 1939, sinnti rannsóknarstörfum í Svíþjóð og vann við ritstjórn Bonniers Konversationslexikon 1939-45, var kennari við MR 1945-65, settur prófessor í landafræði og forstöðumaður landafræðideildar háskólans í Stokkhólmi 1950-51 og 1953 og prófessor í jarðfræði og landafræði við HÍ frá 1968. Hann vann við jökla- og eldfjallarannsóknir hér á landi frá 1945 og flutti tæplega 200 fyrirlestra víða um heim.

Mandates/sources of authority

Sigurður var virkur náttúruverndarmaður, formaður Hins íslenska náttúrufræðifélags, ritstjóri Náttúrufræðingsins, starfaði í Jöklarannsóknarfélaginu, var í stjórn Norrænu eldfjallastöðvarinnar, Náttúruverndarráði, formaður Jarðfræðafélagsins og forseti Ferðafélags Íslands. Hann var glaðsinna og prýðilega hagmæltur, samdi fjölda vinsælla söngtexta, svo sem Þórsmerkurljóð, Vorkvöld í Reykjavík og Að lífið sé skjálfandi lítið gras. Þá þýddi hann marga texta eftir Bellman, gaf út bók um hann og tók þátt í starfsemi Vísnavina.

Bækur
1) Sigurður Þórarinsson: Tefrokronologiska studier på Island : Þjórsárdalur och dess förödelse, 1944. Doktorsritgerð við Háskólann í Stokkhólmi.
2) Sigurður Þórarinsson: Eldur í Heklu. Almenna bókafélagið, Reykjavík 1956
3) Sigurður Þórarinsson: Heklueldar, Reykjavík 1968.
4) Sigurður Þórarinsson: Vötnin stríð. Saga Skeiðarárhlaupa og Grímsvatnagosa. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1974.
5) Sigurður Þórarinsson (þýð.): Bellmaniana, Reykjavík 1983. Árni Sigurjónsson sá um útgáfuna.

Sigurður Steinþórsson: Memorial to Sigurdur Thorarinsson, 1912-1983. The Geological Society of America Memorials, vol. XV, bls. 1–6, 1985.

Internal structures/genealogy

Sigurður Þórarinsson 8. jan. 1912 - 8. feb. 1983. Var á Akureyri 1930. Fósturfor: Balduin Ryel og Gunnhildur Andrésdóttir Ryel. Var í Reykjavík 1945. Prófessor í jarðfræði við Háskóla Íslands í Reykjavík.
Foreldrar hans; Þórarinn Stefánsson 16. maí 1875 - 28. maí 1924. Bóndi, búfræðingur og kennari í Teigi í Vopnafirði, N-Múl. Og kona hans; Snjólaug Filippía Sigurðardóttir 4. des. 1878 - 30. mars 1954. Húsfreyja í Teigi í Vopnafirði, N-Múl., og á Akureyri.

General context

Relationships area

Related entity

Vilhelmína Sigurðardóttir Þór (1888-1966) Akureyri (14.2.1888 - 7.11.1966)

Identifier of related entity

HAH09458

Category of relationship

family

Type of relationship

Vilhelmína Sigurðardóttir Þór (1888-1966) Akureyri

is the cousin of

Sigurður Þórarinsson (1912-1983) jarðfræðingur

Dates of relationship

1912

Description of relationship

systursonur

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH02197

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 17.2.2020. Innsetning og skráning

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places