Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Sigurður Þórarinsson (1912-1983) jarðfræðingur
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
8.1.1912 - 8.2.1983
History
Sigurður Þórarinsson 8. jan. 1912 - 8. feb. 1983. Var á Akureyri 1930. Fósturfor: Balduin Ryel og Gunnhildur Andrésdóttir Ryel. Var í Reykjavík 1945. Prófessor í jarðfræði við Háskóla Íslands í Reykjavík.
Places
Legal status
Sigurður lauk stúdentsprófi frá MA 1931, cand.phil.-prófi frá Kaupmannahafnarháskóla, fil.kand.-prófi í almennri jarðfræði, bergfræði, landafræði og grasafræði frá Stokkhólmsháskóla, fil.lic.-prófi þaðan í landafræði og tók doktorspróf við Stokkhólmsháskóla 1944.
Functions, occupations and activities
Sigurður var dósent í landafræði við Stokkhólmsháskóla 1944, vann að rannsóknum á Vatnajökli sumrin 1936-38 og í Þjórsárdal 1939, sinnti rannsóknarstörfum í Svíþjóð og vann við ritstjórn Bonniers Konversationslexikon 1939-45, var kennari við MR 1945-65, settur prófessor í landafræði og forstöðumaður landafræðideildar háskólans í Stokkhólmi 1950-51 og 1953 og prófessor í jarðfræði og landafræði við HÍ frá 1968. Hann vann við jökla- og eldfjallarannsóknir hér á landi frá 1945 og flutti tæplega 200 fyrirlestra víða um heim.
Mandates/sources of authority
Sigurður var virkur náttúruverndarmaður, formaður Hins íslenska náttúrufræðifélags, ritstjóri Náttúrufræðingsins, starfaði í Jöklarannsóknarfélaginu, var í stjórn Norrænu eldfjallastöðvarinnar, Náttúruverndarráði, formaður Jarðfræðafélagsins og forseti Ferðafélags Íslands. Hann var glaðsinna og prýðilega hagmæltur, samdi fjölda vinsælla söngtexta, svo sem Þórsmerkurljóð, Vorkvöld í Reykjavík og Að lífið sé skjálfandi lítið gras. Þá þýddi hann marga texta eftir Bellman, gaf út bók um hann og tók þátt í starfsemi Vísnavina.
Bækur
1) Sigurður Þórarinsson: Tefrokronologiska studier på Island : Þjórsárdalur och dess förödelse, 1944. Doktorsritgerð við Háskólann í Stokkhólmi.
2) Sigurður Þórarinsson: Eldur í Heklu. Almenna bókafélagið, Reykjavík 1956
3) Sigurður Þórarinsson: Heklueldar, Reykjavík 1968.
4) Sigurður Þórarinsson: Vötnin stríð. Saga Skeiðarárhlaupa og Grímsvatnagosa. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1974.
5) Sigurður Þórarinsson (þýð.): Bellmaniana, Reykjavík 1983. Árni Sigurjónsson sá um útgáfuna.
Sigurður Steinþórsson: Memorial to Sigurdur Thorarinsson, 1912-1983. The Geological Society of America Memorials, vol. XV, bls. 1–6, 1985.
Internal structures/genealogy
Sigurður Þórarinsson 8. jan. 1912 - 8. feb. 1983. Var á Akureyri 1930. Fósturfor: Balduin Ryel og Gunnhildur Andrésdóttir Ryel. Var í Reykjavík 1945. Prófessor í jarðfræði við Háskóla Íslands í Reykjavík.
Foreldrar hans; Þórarinn Stefánsson 16. maí 1875 - 28. maí 1924. Bóndi, búfræðingur og kennari í Teigi í Vopnafirði, N-Múl. Og kona hans; Snjólaug Filippía Sigurðardóttir 4. des. 1878 - 30. mars 1954. Húsfreyja í Teigi í Vopnafirði, N-Múl., og á Akureyri.
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the cousin of
Sigurður Þórarinsson (1912-1983) jarðfræðingur
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 17.2.2020. Innsetning og skráning
Language(s)
- Icelandic